Dagur - 17.09.1969, Page 1

Dagur - 17.09.1969, Page 1
FILMU HÚSIÐ Hafnarstræti 104 Akureyri Sími 12771 • P.O. Box 397 SÉRVERZLUN: LJOSMYNDAVÖRUR FRAMKÖLLUN - KOPIERING Akureyrarapotek 150 ára SÍÐAR á þessu ári verður Ak- ureyrarapótek 150 ára og verð- ur þess minnzt í dag, 17. sept- ember. Áður en hér var sett upp lyfjabúð, var aðeins ein önnur í landinu, að Nesi við Seltjörn, er síðar nefndist Reykjavíkurapótek, stofnað 1760. íbúar landsins voru 48.500 fyrir hálfri annarri öld og á Akureyri voru aðeins fáir tugir fólks. Fyrsti lyfsali á Akureyri var Oddur Thorarensen, sonur Stefáns amtsmanns á Möðru- völlum og fékk hann konungs- leyfi til að stofnsetja hér lyfja- búð. Núverandi lyfsali er Oddur Carl Thorarensen og er hann sjötti lyfsali fyrirtækisins en starfsfólk er alls 14 að tölu. Blaðið sendir þessari elztu norðlenzku lyfjabúð árnaðar- óskir í tilefni afmælisins. □ Góð netaveiði í Mývatni í susnar Reynililíð 16. sept. Bændur eru yfirleitt að ljúka heyskap, en aðrir búnir. Hey munu sæmi- leg svo ekki verður um niður- skurð að ræða, en tæpast fjölga menn búfénu í ár. Göngur verða ekki fyrr en síðast í mánuðinum, því svo stendur á, að héðan úr sveit verður slátrað seint þetta árið en byrjað í Kinn og hófst sauð- fjárslátrun á Húsavík í gær. Fé sýnist heldur fallegt nú, enda hlýtur svo að vera, eftir þetta sumar. Mikið er unnið hjá Kísiliðj- unni, við stækkun verksmiðj- unnar. Starfsmenn frá Brúnás á Egilsstöðum eru að ljúka verki, er þeir tóku að sér. En þeir byggðu grunna að verk- smiðjustækkuninni, svo sem helmingsstækkun skemmu og eftir þá koma starfsmenn Sindrastáls og hafa þeir stál- verkið. Þá verður tvöfölduð leiðslan mikla frá Mývatni að verksmiðju og hefur verið beð- ið eftir tilboðum í það verk í sumar, en verður nú byrjað á því fyrir veturinn. Sýnist það ekki heppilegur tími því efnið hefur legið hér í sumar. (Framhald á blaðsíðu 7) Verið er að leggja hitaveituna frá Hamri til Dalvíkur. Bærinn Hrísar er á myndinni og Dalvík fjær. (Ljósm.: E. D.) Hilaveita stærsta mál Dalvíkurhrepps Handfærabáfar með sex fonn Hrísey 16. sept. í dag er suð- austan strekkingur. Snurvoða- bátarnir eru á sjó en aflinn er f remur dræmur. F ærabátar komu í gær með upp í sex tonn eftir þrjá daga og kallar maður það all gott. Snæfellið landaði 20 tonnnm hér í gær. Flesta daga er unnið í hraðfrystihús- inu, en aðeins dagvinna. í sum- ar hefur fiskafli verið fremur lélegur. Héðan róa níu dekk- bátar og yfir tuttugu trillur hafa lagt hér upp í sumar. Hér er annars rólegt og slysa laust og afkoma margra sæmi- leg en þyrfti þó að vera betri. Átta manna fjölskylda er að flytja héðan til Reykjavíkur og er okkur kærara að hingað flytji fólk, en að það fari frá okkur. Hríseyingar eru um 300 talsins og þeir leggja sæmilega í þjóðarbúið, hvað snertir fisk og fiskafurðir. S. F. AÐALFRAMKVÆMD Dalvík- urhrepps er nýja hitaveitan. Árið 1966 lét Svarfaðardals- hreppur bora holu í landi Ham- ars með litlum árangri. En Dal- víkurhreppur hélt því verki áfram og hófst borun að nýju í fyrrahaust. Úr fyrstu holunni Málverkasýning í Valbjörk á Ak. TVÍTUG dóttir Margrétar frá Öxnafelli, ungfrú Gréta Berg, opnaði málverkasýningu í hús- gagnaverzlun Valbjarkar á Ak- ureyri klukkan fjögur á sunnu- daginn var og lýkur sýningunni sennilega á fimmtudagskvöld. Fyrsta daginn seldust sjö myndir. Blaðið náði tali af hinum unga málara og spurði: Hvar eru þessar myndir mál- aðar? Á Arnstapa á Snæfellsnesi, Gréta Berg hjá einu málverka sinna í Valbjörk. (Ljósm.: E. D.) þar sem ég dvelst á sumrin. Liststefna? Ég fylgi engri ákveðinni, reyni að fara mínar eigin leiðir og hef gaman af að mála. Nám? Bæði hef ég verið í skóla í Englandi og svo einn vetur í Handíðaskólanum. Hvaða verkefni eru hag- stæðust? Ég er alltaf að leita og mála svo mínar hugmyndir úr um- hverfinu og lífinu og reyni að leggja sál mína í þessar myndir. Er þetta fyrsta sýningin? Já, og hana vildi ég halda hér, af því hér er ég upprunnin og í huga mér er dýi'ðarljómi yfir þessum stað. Mig langar til að vita, hvort myndirnar mínar geta veitt einhverjum gleði, því það er sá dómur, sem mér finnst mestu máli skipta. Hér í Valbjörk fer vel um myndirnar mínar, segir hún og biður mig vel að njóta sýningrainnar. Sýningargestir koma og fara. Á sýningunni eru 39 myndir, þar af 17 olíumálverk, 12 vatns- litarmyndir og svo þar að auki nokkrar teikningar. Hér verður ekki dæmt um list, aðeins sagð- ur sá einfaldi sannleikur, að sá sem þetta ritar fann einhvern vott þeirrar gleði, sem málar- inn óskar að myndirnar veiti, en hvorki afkárahátt eða hina áberandi sálarkreppu, sem margir svokallaðir listamenn okkar virðast haldnir um þess- ar mundir. Q komu 17 lítrar á sek. af sjálf- rennandi vatni með 57 gráðu hita en hækkaði í 61 gráðu. Hola þessi var 300 m. djúp. Síðan voru boraðar tvær til við bótar, önnur 500 metrar og gaf 4.5 1. af 45 gráðu heitu vatni en nú renna þar 2—-3 lítrar. Þriðja holan gaf ekkert sjálfrennsli. Með dælu er nú hægt að ná 28 lítrum á sek. og er það vatn til ráðstöfunar í hitaveitu Dal- víkur. Það vatn nægir til að hita upp Dalvíkurkauptún. Nú er búið að leggja 8 þuml- unga einangruð asbeströr frá borstað að Dalvík, sem er 3ja km. leið. Og væntanlega verð- ur heita vatnið farið að hita upp verulegan hluta kauptúnsins innan skamms. En hin 8 þuml- unga leiðsla greinist í tvennt inn í kauptúnið. Liggur önnur greinin norður að kaupfélagi en hin upp að skólunum og íþróttahúsinu. Olíunotkun til upphitunar á Dalvík kostar með núgildandi verðlagi 5.5—6 milljónir króna á ári. En hitaveitan er-áætluð 24 millj. kr. með borunar- kostnaði. Fimm stórir bátar eru gerðir út frá Dalvík, 5 dekkbátar og svo trillur. Megin uppistaða aflans er frá togbátunum. Mikið hefur verið að gera í hraðfrysti- liúsinu í sumar. Atvinna hefur verið sæmileg, þegar á heildina er litið, en má þó ekki minni vera, enda er byggingavinna mun minni en áður. í vetur voru 4 stórir bátar gerðir hér út og annaði frystihúsið ekki að taka á móti nema afla (Framhald á blaðsíðu 7) 2483 syntu NORRÆNU sundkeppninni lauk á mánudagskvöldið. Höfðu þá 2483 Akureyringar synt 200 metrana í sundlaug bæjarins og um 400 utanbæjarmenn. Þessi þátttaka bæjarbúa er miklu meiri en síðast var í samskonar keppni, en þá syntu 2045. Blaðinu hafa borizt kvartanir yfir því, að sundlaugin v-ið Þela merkurskóla hafi .verið vatns- laus. Q Slippstöðvarinnar h f RÁÐNIR hafa verið tveir framkvæmdastjórar að Slipp stöðinni h.f. á Akureyri, þeir Gunnar Ragnars og Hall- gríniur Skaptason, en tekið er fram, að forstjóri sem áður sé Skapti Áskelsson. Hér mun um að ræða ráð- stöfun til skanuns tíma. Slippstöðin h.f. á Akureyri hefur undanfarin ár búið sér aðstöðu til skipasmíða, þá fullkomnustu hér á landi og hefur nú í smíðum tvö þús- und tonna strandferðaskip fyrir Skipaútgerð ríkisins. En fjárhagserfiðleikar hafa ekki sneitt hjá garði þessa merka og nauðsynlega fyrir- tækis. Líklegt er, að horfið verði að því ráði, að auka hlutafé Slippstöðvarinnar verulega með þátttöku nýrra aðila og endurskipuleggja starfsem- ina ef þurfa þykir. Q

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.