Dagur - 24.09.1969, Blaðsíða 5

Dagur - 24.09.1969, Blaðsíða 5
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Síniar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. Sjálfsfjórn þjóðar VONANDI er íslenzka þjóðin ekki svo illa á vegi stödd, þó hún sé orðin upplausninni vön, að hún geti ekki bundið endi á það stjómleysisástand, sem nú ríkir. Aðvaranirnar eru þeg- ar orðnar nógu margar. Með ein- hverjum hætti þarf að komast hér á laggirnar þjóðarforysta, sem er starfi sínu vaxin og nógu mikill hluti þjóð arinnar getur treyst og vill treysta, því án slíks trausts er landsstjóm lítils megnug. Ýmsir voru því fylgj- andi í fyrrahaust, að reynt yrði að koma á samstjórn allra þingflokka, en líkur benda til, að ríkisstjómin hafi óttazt, að henni yrði þá brugðið um, að hafa gefizt upp. En þetta hæðiyrði þótti núverandi forsætisráð lierra fyrrum eiga yið, er stjórn sagði af sér vegna málefna. Það er margra manna mál, að eftir næstu alþingiskosningar séu dag- ar núverandi ríkisstjómar taldir, hvenær sem þær verða, og má vera, að fall hennar þá, verði ekki til stór- tíðinda talið. En feigðarsvipur er nú á samstarfi stjórnarflokkanna. Ekki verður það neitt sældarbrauð að taka við af þessari ríkisstjórn, sem setið hefur lengur en sætt var og alltof oft tekið ákvarðanir til að bjarga lífi sínu, þegar liún vissi ekki sitt rjúk- andi ráð. Framsóknarmenn um land allt verða að gera sér grein fyrir því, að flokkurinn verður að vera viðbúinn, þegar þar að kemur og gera upp hug sinn um margt, miðað við það ástand og þá möguleika, sem þá verða í land inu. Upplausn sú, sem orðin er og hið marg endurtekna fall krónunn- ar mun segja til sín. Við Framsóknar menn á Norðurlandi, þurfum að átta okkur á því, hvaða frumkvæði við viljum þar eiga innan flokksins. Við megum ekki venja okkur á þann hugsunarhátt, að allt skapandi afl í stjórnmálum, sé fyrir sunnan, hvort sem um er að ræða mál þjóðar eða flokka. Og við þurfum að horfa lengra fram á veg en til næstu kosninga og hugsanlegra stjórnarskipta þá, hversu þau megi verða. Nauðsyn ber til að leita að rótum þeirra meina, sem leitt hafa af sér stjómleysi og efnaliagslega óreiðu á undanförnum árum. Þess verður að vænta í lengstu lög, að íslenzka þjóðin, þótt fámenn sé, og kannski ekkert síður fyrir það, sé þess umkomin að stjórna sér sjálf. Skapfastur einstaklingur stjórnar sjálfum sér með sínum Iiætti. En það er vandi að setja skynsamlegar reglur um sjálfstjórn þjóðar. Tími er kom- inn til að liyggja nánar að stjóm- (Framhald á blaðsíðu 2) Yfirlýsing frá Laxárvirkjunarsljórn VEGNA mótmæla og athuga- semda ýmissa samtaka í Suður- Þingeyjarsýslu gegn fyrirhug- aðri virkjun Laxár við Brúar, vill Laxárvirkjunarstjórn taka fram eftirfarandi: Um allmörg undanfarin ár hafa farið fram margvíslegar rannsóknir á því hversu unnt væri að auka verulega raf- magnsframleiðslu á virkjunar- svæði Laxár í Suður-Þingeyjar sýslu, til þess að mæta síauk- inni orkuþörf bæði til heimilis- notkunar og þó einkum sem undirstöðu vaxandi iðnaðar. Sífelt eru gerðar meiri kröfur um raforku til daglegra nota og líkur benda til að sá tími sé skammt undan að raforka verði tekin til húsahitunar í ríkum mæli á öllum þeim stöðum, sem ekki hafa aðstæður til hita- veitna, og blandast engum hug- ur um hversu mikilvægt þjóð- hagslegt atriði slíkt er. Þá er ekki nema eðlilegt og sjálfsagt að fullnægt verði öðr- um kröfum um raforku til heimila og munu allir íbúar á orkuveitusvæði Laxárvirkjunar vera sammála um þá þörf og kröfur, hvort sem þeir búa í strjál- eða þéttbýli. Jafn brýna nauðsyn ber til að auka iðnað til að fullnægja at- vinnuþörfum svæðisins og stuðla að fólksfjölgun þar og tálma jafnframt fólksflótta úr landshlutanum. En höfuð atriðið fyrir því að þessar aðgerðir geti komið að tilætluðum notum, er að orkan geti orðið sem ódýrust. Þessum staðreyndum verður ekki mótmælt enda ekki um þær deilt. Á þessum forsendum hafa rannsóknir farið fram og þær verið framkvæmdar af hin- um færustu sérfræðingum, sem völ er á. En nú á þessu ári hefir risið upp hópur manna til að mót- mæla þessum aðgerðum á þeirri forsendu, að hér sé hagsmun- um um 300 bænda stefnt í hættu. Hafa forsvarsmenn þess arar hreyfingar bæði tekið upp viðræður við ríkisstjórn og not- að fjölmiðlunartæki landsins, blöð og sjónvarp, til þess að reka áróður gegn því að fram- kvæmd verði sú virkjun Laxár, sem að dómi allra sérfræðinga er hagkvæmust og ódýrust svo að miklu munar. Ekki eru þó mótmælin reist á rannsókn, heldur einungis á getgátum. Þar sem ætla má að slíkur áróður geti fengið nokkurn hljómgrunn meðal ókunnugra, og að tilfinningasemi verði lát- in ráða dómum, en ekki fræði- legar forsendur, sér stjórn Lax- árvirkjunar sér ekki annað fært en að leggja fram þær stað reyndir, sem fyrir liggja. 1. Sú virkjunartilhögun, sem hér um ræðir, gerir m. a. ráð fyrir að byggja stóra stíflu efst í Laxárgljúfrum, þannig að vatnsborðshækkun ofan hennar yrði um 45 metrar. Þessari stíflu hafa Þingeying- ar mótmælt og talið hana allt of háa og vafasama á þessum stað. Telja þeir að 18—20 m. vatns- borðshækkun sé nægileg. í þessu sambandi má benda á að hér er gert ráð fyrir að byggja jarðstíflu, en sú gerð hefir yfir- burði yfir steyptar stíflur þar sem talin er einhver hætta á jarðskjálftum. Þingeyingar hafa reyndar einnig mótmælt þessari gerð af stíflu, án þess þó að færa fram nein rök fyrir því. Benda má á í þessu sambandi, að 18—20 m. stífla eyðir ekki þeim truflunum á rennsli ár- innar, af völdum íss og krapa, sem nú eru algengar á vetrum og byrja venjulega ofar í daln- um, en hin fyrirhugaða stífla mun algerlega útiloka þessa hættu. Áhrif stíflunnar á sjálfa ána neðan virkjunar verða þau sömu hvort heldur er um 20 m. vatnsborðshækkun eða 45 m. að ræða. Auk þess má benda á að virkjanlegt afl með lægri stíflunni verður aðeins tæp 25 þús. kw. í stað 55 þús. kw. eins og fyrirhugað er og orkufram- leiðslan verður aðeins um 150 millj. kwst. á ári í stað um 330 millj. kwst. Augljóst er hvílík rýrnun á f yr irhugaðri virkj unartilhögun hér yrði um að ræða, en auk þess má benda á að sýnt hefir verið fram á að ódýrust orka fæst við þá stífluhæð, sem nú er fyrirhuguð, og telur Laxár- virkjunarstjórn að það sé meg- in sjónarmið að fullnægja raf- orkuþörf Laxársvæðisins á sem ódýrastan hátt. Eftir Laxárdal hafa runnið tvö hraun og gerðar hafa verið mjög ítarlegar athuganir á möguleikum á að þétta þau undir stíflunni og munu ekki verða nein vandkvæði á því að framkvæma þær þéttingar. Að lokum má í þessu sam- bandi geta þess að leitað hefir verið til norskra sérfræðinga á þessu sviði, þ. e. Norsk Geo- teknisk Institut í Osló, og munu þeir verða ráðgefandi í sam- bandi við byggingu stíflunnar. 2. Hins vegar er því ekki að leyna að áhrif stíflunnar á Lax- árdal verða mikil, svo mikil að a. m. k. sumar jarðir þar verða ekki byggilegar. Laxárvirkjun- arstjórn hefir hins vegar lýst því yfir við ábúendur í Laxár- dal, að hún sé reiðubúin til við- ræðna um kaup á jörðunum, þegar þess sé óskað, og fullyrða má að söluverð þeirra jarða sem hér yrði um að ræða, verði veru lega hærra heldur en fengist fyrir þær á frjálsum markaði. Hafa bændur í Laxárdal sýnt fullan skilning á þessu máli. 3. Vegna þessarar stíflu verða flóð í Laxá, neðan virkjunar, mun minni eftir framkvæmdirn ar en þau eru nú, gagnstætt því, sem Þingeyingar halda fram og ennfremur verður aurburður miklu minni eða nánast enginn neðan virkjunar. Hann mun allur setjast að í lóninu ofan stíflunnar, en hefir ekki áhrif á virkjanirnar, þar sem lónið getur tekið við honum næstu 5—10 þúsund árin. 4. Mótmæli hafa einnig komið fram gegn svokallaðri Suðui'ár- veitu, en hún er í því fólgin að veita Suðurá í Kráká, sem renn ur í Laxá. Telja Þingeyingar að Krákáin geti ekki flutt þá 16 rúmmetra á sek. af vatni, sem hér um ræðir, til viðbótar þeim 7—8 rúmmetrum, sem nú eru í Kráká. Einnig er því haldið fram að við þessar aðgerðir muni Kráká á vetrum renna úr farvegi sín- um yfir í Grænavatn og þaðan í Mývatn. Það er hins vegar staðreynd að Krákáin flæðir nú oft austur í Grænavatn á vetr- um, stundum svo vikum skiptir og jafnvel oft á vetri, þannig að þetta er ekkert nýtt fyrirbæri. Kráká er mjög fall-lítil frá Baldursheimi og niður að Laxá og í botni hennar er þykkt sand lag svo metrum skiptir og nokkur hraunliöft. Gert er ráð fyrir að hraunhöftin verði sprengd, þannig að þau myndi ekki lengur fyrirstöðu fyrir sandinn, sem áin mun síðan hreinsa burt, annað hvort sjálf eða með hjálp. Samkvæmt athugunum, sem þegar hafa verið gerðar, hefir ekkert komið fram, sem mælir gegn því að hafa megi hemil á rennsli Krákár, þótt við hana bætist 16 rúmmetrar á sek. vatns úr Suðurá, sem er nálægt meðalrennsli hennar, en meira vatn verðui' aldrei úr henni tek ið. Með hinum fyrirhuguðu að- gerðum yrði því girt fyrir flóða hættuna úr Kráká og rennsli hennar í Mývatn, í stað þess að auka hana. Suðurárveitan er áætluð kosta um 100 millj. kr. og hún mun auka framleiðslugetu Lax- ár um a. m. k. 220 millj. kwst. á ári eða um 35% og orkuverðið frá henni er um 5 aurar á kwst. miðað við ofangreindan stofn- kostnað. Af þessu sézt hversu geysi- lega hagkvæm þessi veita er og nauðsynlegt að hún verði fram- kvæmd til þess að tryggja sem ódýrasta orku frá Laxá. Verkfræðingar Laxárvirkjun ar telja ekki nokkur vandkvæði á því að hemja Kráká eftir að Suðurá hefir verið veitt í hana. Það er í sjálfu sér eingöngu spurning um kostnað, en nú- verandi áætlun um kostnað Suðurárveitu má fara mikið fram úr áætlun, án þess að það rýri gildi hennar til nokkurra muna. Það er mjög vafasamt að nokkur hliðstæð framkvæmd hér á landi gefi eins ódýra orku og hér um ræðir, og höfum við efni á því að nýta ekki slíkan möguleika? Á það má benda í þessu sam- bandi, að við þessar fram- kvæmd ir skapast möguleiki fyr ir bændur sunnan Mývatns til þess að nýta vatnið í Kráká til áveitu og rækta það land, sem nú er óræktað milli Krákár og Grænavatns. Talið er af sandgræðslustjóra tiltölulega auðvelt að hefta sandfok við upptök Krákár og gæti það orðið til mikils ávinn- ings fyrir bændur við Mývatn, ekki síðurben fyrir Laxárvirkj- un, ef samstaða næðist um þær framkvæmdir. 5. í viðtali við Hermóð Guð- mundsson, sem birtist í Morgun blaðinu 7. þ. m. telur hann að veiðiaðstaða, fiskræktunarað- staða og gróðurfar muni spill- ast í Aaðaldal, auk þess sem aukið vatnsmagn muni leiða til aukinnar flóðahættu í Laxá" og ófyrirsjáanlegs tjóns á gróðri og fiskirækt í ánni. Athuganir, sem gerðar hafa verið til þess að kanna áhrif vatnsaukningarinnar í Laxá, sýna að vatnshraðaaukningin verður um 10—20 cm./sek., en fyrir er straumhraðinn á bilinu 40—70 cm./sek., en samkvæmt upplýsingum veiðimálastjóra hrygnir lax við 0.5—1.0 m./sek. straum, þannig að vatnshraðinn eftir vatnsaukninguna verður innan þeirra marka sem nauð- synleg eru þar sem lax hrygnir. Vatnsborðshækkun verður nokkur, mismunandi mikil eftir aðstæðum, frá 6—23 cm. Þó er mjög auðvelt að minnka þessi áhrif á sumrum með því að stjórna framhjárennslinu þannig að það jafni sveiflur vélavatnsins og með þeim að- gerðum verður vatnsborðs- hækkunin 1—11 cm. minnst við Mýrarvatn gegnt Laxamýri en mest við Nes. Útilokað er að þessi vatns- borðshækkun geti haft nokkur skaðleg áhrif á gróðurfar með- fram Laxá eða veiði í ánni, enda telur veioimálastjóri að vatnsborðshækkunin skipti ekki verulegu máli. Hermóður Guðmundsson full yrðir og í viðtalinu, að engja- og beitilönd á Laxamýri spillist mjög, ásamt varplandi æðar- fugls. Ekki eru færð nein rök fyrir þessari fullyrðingu og úti- lokað er skv. framansögðu að þessar fyrirhuguðu framkvæmd ir komi til með að hafa þessi áhrif. Flóðahætta mun, eins og fyrr segir, verða miklu minni en nú er, en flóð eru nú mest á vorin og oft mjög mikil, einiium ef fara saman flóð í Laxá og Reykjadalsá. Fer þá mikið land undir vatn. Þar sem vatnið bak við stífluna er lægst á vorin þá munu vorflóð í Laxá stöðvast þar, þannig að fullyrðing um aukna flóðahættu fær ekki stað ist. Nefnd sú, sem skipuð var til þess að kanna áhrif þessara framkvæmda á Laxá og landið mðefram henni, átti viðræður við veiðimálastjóra um áhrifin á laxveiðarnar í ánni og eins og fyrr segir, mun straumhraðinn eftir vatnsaukninguna vera innan þeirra marka að hætta geti stafað af, en veiðimála- stjóri taldi hins vegar að hrygn- ingarstaðir gætu færst til, en ekki væri hægt að fullyrða að veiði mundi minnka í ánni, hún gæti fullt eins vel aukist m. a. vegna dagssveiflunnai', sem verður í ánni, en það er reynsl- an frá Elliðaánum. Neðan virkjunar verður Laxá auð töluverðan spöl, og engin ís að ráði ofan við Hólmavað. Enda berst skrið ekki lengur niður fyrir virkjun, því að lagís mun liggja á lóninu um mið- hluta vetrar. í þessu sambandi er rétt að benda á að hið mikla lón orsakar nokkra seinkun hitasveiflunnar, t. d. kólnar áin seinna á haustin, geymir varma frá sumrum. Virðist ofangreind atriði já- kvæð varðandi lífsskilyrði í ánni, en benda má á að áin fyrir ofan Hólmavað hefir oft í lang- an tíma á vetrum farið úr far- vegi sínum, hætta sem eftir stifl una yrði úr sögunni. Þessi hluti árinnar ætti því að batna mikið hvað snerthj aukin lífsskilyrði fiskjar. Árið 1936 var talað við bænd- ur, sem bjuggu meðfram ánni, allt frá Arnarvatni að Birnings- stöðum í Laxárdal og þau við- töl skráð og vottfest. Kemur þar fram að áin átti það til að gerstíflast á vetrum, allt upp í 3 til 4 sólarhringa. Miðlunarmannvirki Laxár- virkjunar við Geirastaði hafa verulega dregið úr þessari hættu og þegar stífla hefir verið gerð er þessi hætta úr sögunni og þau miklu skaðlegu áhrif, sem slík vatnsþurrð hefir á all- an fisk í ánni. Laxárvirkjunarstjórn er þess fullviss að þær virkjunarfram- kvæmdir sem hér um ræðir og gefa munu um 55 þús. kw. og um 330—340 millj. kwst. á ári á um 24 aura/kwst., sem er eitt það hagstæðasta raforkuverð, sem nú er fáanlegt í dag, verði iðnaði svo og íbúum öllum á orkuveitusvæði Laxárvirkjunar mikil lyftistöng í framtíðinni og það tjón sem þessar fram- kvæmdir vissulega kynnu að hafa t. d. í Laxárdal, sé fylli- lega réttlætanlegt þegar litið er til þess hagnaðar sem fram- kvæmdirnar muni skila og þeirrar nauðsynjar að sjá stór- um landshluta fyrir ómissandi orku. Eins og staðreyndir þær, sem fyrir liggja sýna, er sú hætta, sem stafa kann af fyrir- hugaðri mannvirkjagerð, hverf (Framhald á blaðsíðu 2). 5 Ungur píanóleikari í Borgarbíói KA-félagar, sem einn daginn unnu á íþróttasvæði sínu. ÁRIÐ 1966 samþykkti bæjar- stjórn að láta Knattspyrnufélag Akureyrar fá allstórt land vest- an Mýrarvegar og sunnan Þing vallastrætis. Þar hyggst félagið gera tvo knattspyrnuvelli, full- komna aðstöðu fyrir frjálsar íþróttir, handknattleiksvöll, tennisvöll o. fl. Land þetta er 200x300 m. og verður senn byggt allt í kring. Þarna er unnið við bráða- birgðahúsnæði, en íþróttahús og félagsheimili á að rísa síðar, ennfremur er þar fyrirhugað að byggja skóla, samkvæmt skipu- lagsuppdrætti bæjarins. Undanfarið hafa mai'gir sjálf- boðaliðar lagt hönd að verki. Herra ritstjóri. Gamalt máltæki segir: „Seint fyllist sálin prestanna“. Þetta mun hníga að því að þeir séu taldir nokkuð ágjarnir og vilji eiga sitt. Nú má vel vera að einhver flugufótur sé fyrir því, en ég læt hins vegar ósagt að þeir séu þeir einu, sem slíkt vilja og þeir séu öðrum verri, enda mun slíkt ekki standa til eða þykja vel við eigandi. Nú gæti það verið fróðlegt fyrir les endur blaðsins að vita hvað prestum og raunar* öðrum, ber fyrir selda þjónustu. Þess er þá fyrst að geta varð- andi svokölluð aukaverk presta, að ráðuneytið (dóms- og kirkju mála) ákveður hverju sinni greiðslur fyrir þessi verk, og semur sérstaka gjaldskrá. Gjald skrá þessi tekur til sex verka og var hún þannig árið 1966, en Fatlaður KA-félagi, Gísli Bjarnason, kom ásamt móður VIÐ fjölmenna messu í Stærra- Árskógskirkju sunnudaginn 31. ágúst sl. var vígður vandaður neon-Ijósakross, sem komið er fyrir á turni kirkjunnai'. Gef- endur eru börn hjónanna Guð- rúnar Jónsdóttur og Ásmundar Sigfússonar, sem lengi áttu heima á Litla-Árskógssandi, og er gjöfin til minningar um þau hjón, og Sigurpál Jónsson, sem lengst ævi sinnar var heimilis- maður þeirra. Sama dag barst kirkjunni 5. Fyrir endurskoðun kirkju- reikninga kr. 45.00. 6. Fyrir vottorð, sem prestur gefur í embættisnafni kr. 25.00. Við þetta er svo þessu að bæta: í 3. gr. gjaldskrár ráðu- neytisins segir: „Nú flytur prest ur, samkvæmt beiðni, ræðu við hjónavígslu eða útför og ber honum þá sérstök greiðsla fyrir það eftir ástæðum hlutaðeig- anda, eins og tíðkast hefur.“ Svo segir í 5. grein: „Skylt er að veita presti fylgd honum að kostnaðarlausu, þegar hans er vitjað til aukaverka, svo og (Ljósm.: H. S.) sinni á íþróttasvæðið á sunnu- daginn og gaf eitt þúsund krón- ur til framkvæmdanna, af því erfið vinna er ekki við hans hæfi. Mætti svipuð viðhorf vera mörgum til fyrirmyndar. □ einnig áheit, kr. 3.000.00, frá Þórunni Jóhannsdóttur, Viðar- holti. Fleiri gjafir og áheit hafa kirkjunni borizt á árinu, og verður þeirra allra getið um áramótin. Fyrir allar þessar gjafir og þann hlýhug til kirkj- unnar, sem þær bera vott um, eru gefendum færðar alúðar- þakkir. Fyrir hönd safnaðarins. að greiða fararkostnað hans, ef nota, þarf bát eða bifreið.“ Það hefði kannske verið ástæða til að samræma greiðsl- ur fyrir ræður og aðrar athafn- ir. Það hefur þó ekki verið gert og er því hverjum presti í sjálfs vald sett hvað hann setur upp. Ég tel sjálfsagt að birta þenn- an taxta. Tel það betra bæði fyrir prestana og þá, sem óska eftir þjónustu þeirra. Með beztu kveðjum. JÓNAS Ingimundarson er ung- ur píanóleikari, sem haldið hef- ur á síðustu vikum tónleika víða um landið og hafa þeir hvarvetna hlotið góða dóma og verðskuldaða hrifningu. Jónas mun sækja Akureyr- inga og Ólafsfirðinga heim um næstu helgi. Hann leikur í Tjarnarborg á Ólafsfirði sunnu- daginn 28. sept. kl. 21 og í Borg arbíói á Akureyri mánudags- kvöld þann 29. sept. kl. 9. Jónas stundaði nám við Tón- listarskólann í Reykjavík árin 1959—1967 með píanóleik sem aðalnámsgrein. Píanókennarar hans voru: Þorkell Sigurbjörns son, Rögnvaldur Sigurjónsson, Ásgeir Beinteinsson og síðast Árni Kristjánsson. Tvo síðustu vetur hefur Jónas stundað nám í píanóleik við Tónlistaraka- demíuna í Vín hjá hinum eftir- sótta og þekkta píariókennara próf. dr. Josef Dichler. í vetur fer Jónas utan og heldur loka- tónleika sína við Akademíuna í Vín. Á efnisskránni, sem hann flyt ur á Akureyri og Ólafsfirði eru verk eftir Mozart, Sshubert og Brahms. Þetta framtak Jónasar að auka fjölbreytnina í listflutn ingi víðsvegar um landið er lofs LÖGREGLAN á Akureyri í gær: Á sjöunda tímanum í gær_ kveldi rákust saman lítill fólks- bíll og sendiferðabíll norðan við húsgagnaverzlunina Kjarna. Einn maður var í hvorum bíl og meiddist fólksbílstjói'inn lítils- háttar en bifreið hans er talin ónýt. Sendiferðabíllinn skemmd ist nokkuð. Litlu síðar bar það til, að maður ók bifreið sinni á spenni stöðvarhús Rafveitunnar hér ofanvert við bæinn. Ökumaður virðist hafa fengið aðkenningu af aðsvifi og var fluttur í sjúkra hús, lítt meiddur. Aðfararnótt mánudags var brotist inn í Byggingarvöru- deild KEA og Véladeild. Ekki var vörum stolið en einhverju af skiptimynt, nokkrar rúður brotnar og hurðir sprengdar upp. Þeir, sem kynnu að geta gefið upplýsingar um grunsam- legar mannaferðir við innbrots- Jónas Ingimundarson. vert og glæsileg byrjun lista- ferils, enda er vonandi að Akur eyringar og Ólafsfirðingar láti ekki þetta tækifæri fram hjá sér fara. Jónas hefur lagt af stað út á listabrautina með sjald gæfum myndarbrag og dugnaði. stað frá sunnudagskveldi til mánudagsmorguns, vinsamlcga hafi samband við lögregluna. □ - HROSS SELD UTAN (Framliald af blaðsiðu 1). á þann markað. Eftirspurn er mikil eftir folaldakjöti á innan- landsmarkaðinum. Verð hefur verið lágt á því, en ætti að hækka nú. Bændur munu eitthvað fækka á fóðrum nú, vegna hins erfiða sumars. Mikil hækkun hefur orðið á rekstrarvörum bændanna og hefur verðlag búvara verið of lágt til bænda. Enda skulda bændur hér um slóðir 26% meira en fyrir ári síðan, og tal- ar það sínu máli um aðstöðu bænda. Svo bætist óáran við nú í sumar og kemur það einkum fram á næsta ári og segir til sín í efnahag bænda. G. J. Stefán Snævarr. NORÐURLANDSKJÖRDÆMI EYSRA ÁLYKTUN UM FRÆÐSLUMÁL Uppbygging fræðslukerfisins er meðal hinna brýnusfu þjóðmála Marinó Þorsíeinsson. „Seint fyllist sálin prestanna” Vcgleg gjöf til Stærra-Árskógskirkju (Fréttatilkynning) Innbrot og bifreiðaslys við það ár hefur síðan verið miðað: 1. Fyrir skráningu nafns í ministerialbók kr. 90.00. 2. Fyrir fermingu ásamt ferm ingarundirbúningi kr. 330.00. 3. Fyrir hjónavígslu kr. 240.00 4. Fyrir greftrun kr. 150.00. 5. Fyrir endurskoðun kirkju- reikninga kr. 35.00. 6. Fyrir vottorð, sem prestur gefur í embættisnafni kr. 20.00. Frá 1. sept. þ. á. hækkar þessi taxti um 34.4% samkvæmt ákvörðun ráðuneytisins. Ég hefi lagt til við prestana í prófasts- dæminu að aukaverkagreiðslur yrðu þá þessar, þar til öðruvísi verður ákveðið: 1. Fyrir skráningu nafns í minesterialbók (skírnartollur) kr. 120.00. 2. Fyrir fermingu ásarnt und- irbúningi kr. 445.00. 3. Fyrir hjónavígslu kr. 325.00 4. Fyrir greftrun kr. 200.00. Kjördæmisþingið telur fræðsluniálin og uppbyggingu skólakerfisins meðal stórmála þjóðarinnar á liverjum tíma og að stöðug endurskoðun þurfi að eiga sér stað. Þingið vítir vanrækslu undan farandi ára í þessum efnum, en telur, að þær tillögur, sem nú hafa komið fram um nýjar námsbrautir, séu til bóta, svo langt sem þær ná. Þingið leggur sérstaka álierzlu á það — nú sem áður, — að aðstöðumunur í fræðslu- málum sé jafnaður í landinu með öllum tiltækum ráðu-m. Að því ber að stefna, að böm og unglingar, livar sem er á landinu, njóti kennslu í föstum skóluin og að fjárhagslegur að- stöðumunur skólanemenda verði jafnaður með því að greiða af almannafé óhjákvæmi legan kostnað, sem leiðir af dvöl nemenda utan lieimilis vegna skólagöngu. Er liér um mikið réttlætismál að ræða, seml ekki sízt snertir sveitafólk og íbúa smærri þorpa. Fagnar þing ið framkominni tillögu Fram- sóknarmanna uni þetta efni á Alþingi og hvetu-r til endur- flutnings hennar. Kjördæmisþingið telur, að ríkisvaldið hafi verið óeðlilegur hemill í sambandi við uppbygg- ingu skóla í kjördæminu, bæði að því er snertir barna- og unglingaskóla og ekki síður skóla gagnfræðastigsins. Hér er þörf skjótra úrbóta á mörgum stöðum, en þingið bendir sér- staklega á, að nauðsynlegt er að koma upp barnaskóla fyrir Svalbarðs- og Sauðaneshrepp, koma upp héraðsgagnfræða- skóla í Eyjafirði, bæta starfs- aðstöðu Miðskólans í Lundi í Axarfirði með byggingu skóla- húss og að lialdið verði áfram uppbyggingu skólanna að Laug um og viðbyggingu Þelamerkur Þmgið fagnar því, að barátta heimamanna undanfarin ár fyr ir úrbótum í skólamálum hefur borið þann árangur,, að hafin er smíði nýrra barna- og ungl- ingaskóla á nokkruin stöðum í kjördæminu, s. s. á Hrafnagili í Eyjafirði, Stóru-Tjörnum í Ljósavatnsskarði og Hafralæk í Aðaldal. Þarf nú að leggja áherzlu á, að bygging þeirra stöðvist ekki vegna fjárskorts, og staðið verði við þau fyrir- heit, sem gefin voru í sambandi við nýja skólakostnaðarlöggjöf, sem tók gildi 1/9 1968, að greiðsluhlutfall héraðanna yrði bætt frá því sem var í lögum nr. 41/1955. Þingið vill hvetja fyrirsvarsmenn umrædda skóla til að hefja samstöðu í sókn þessara mála. Kjördæmisþingið tekur undir þá hugmynd, að sérskóluin verði dreift um landið og að Akureyri verði sérstaklega efld sem skólabær, m. a. með því að nú þegar verði stofnaður þar verzlunarskóli, kennaraskóli og athugaðir verði möguleikar á stofnun sérstakra liáskóladeilda. Einnig vill kjördæmisþingið minna á, að til er lagaheimild fyrir sjálfstæðum tækniskóla á Akureyri og ber að vinna að því, að tæknifræðikennslan verði aukin svo á næstu árum, að sem fyrst megi gera hug- myndina um sjálfstæðan tækni- skóla á Akureyri að veruleika. Þá vill kjördæmisþingið ítreka stuðning sinn við stofnun garð- yrkjuskóla á Akureyri og liarm ar, að ekki hefur náðzt sam- staða milli áhugamanna og ríkis valds um framkvæmd þessa máls, þrátt fyrir jákvæða af- stöðu Alþingis á sínum tíma og ákveðin meðmæli stjómskip- aðrar nefndar um, hvernig hag- felldast væri að hrinda sltóla- stofnuninni í íramkvæmd. Þá telur þingið tímabært að undirbúa stofnun nýs mennta- skóla á Norðurlandi. Q

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.