Dagur - 08.10.1969, Side 1

Dagur - 08.10.1969, Side 1
LII. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 8. okt. 1969 — 39. tölublað FILMU HÚSIÐ Hafnarstræti 104 Akureyrl Sími 12771 • P.O. Box 397 SÉRVERZLUN: LJOSMYNDAVÖRUR FRAMKÖLLUN - KOPIERING Fjórðungsþing á Sauðárkróki FJÓRÐUNGSSAMBAND Norð lendinga hefur boðað til fjórð- ungsþings á Sauðárkróki dag- ana 22. og 23. október. Er al- þingismönnum Norðurlandskjör dæmanna beggja og meðlimum hinnar stjórnskipuðu atvinnu- ,málanefndar fyrir Norðurland Hvalur við Oddeyrartanga HVALUR einn mikill synti ró- lega inn á móts við Oddeyrar- tanga á mánudagsmorgun og með honum kálfur. En þar sneru ferðalandarnir við, en háir gufustrókar gáfu til kynna hvar þeir fóru, á leið norður fjörðinn. „Þetta gæti verið svona 20 tonna hvalur“, sagði sjómaður einn, er horfði á og gerði blaðinu aðvart. □ ætlað að mæta þar og hafa mál- frelsi og tillögurétt. Á þinginu munu eiga atkvæð isrétt, samkvæmt lögtim sam- ■bandsins, tveir fulltrúar fyrir hverja sýslu, tveir fyrir hvern kaupstað og einn fyrir hvert kauptún með 300 íbúa og fleiri, kjörnum af sýslunefnd, bæjai'- stjórn eða hreppsnefnd, sýslu- menn, bæjarfógetar og sveitar- stjórar á sambandssvæðinu. Sýslunefndir og kauptún í Húnavatnssýslu, munu ekki hafa verið í sambandinu. Núver andi formaður sambandsins er Stefán Friðbjarnarson bæjar- stjóri á Siglufirði. í ráði mun vera, að breyta sambandslögunum og kalla það Samband sveitarfélaga. Þegar hafa verið stofnuð sam bönd á Austurlandi, Suðurlandi og í Reykjaneskjördæmi með beinni þátttöku allra sveitar- félaga í þeim landshlutum. □ SKATAHEIMILIÐ HVAMMUR á Akureyri. í vetur verður skáta © t l í I I I J I t I 1 £ I- tí* I I f I t l I s I I £ t £ I I I- £S* I I Afmœliskveðja JAKOB FRÍMANNSSON er sjötugur í dag. I meira en hálía öíd heíir Kaupfélag Eyfirðinga notið frábærra starfskrafta hans, íærni og trúmennsku. I þrjá áratugi hefir hann gegnt æðstu ábyrgðarstöðu þessa umsvifamikla, stórbrotna og sívaxandi félagsskapar við óvenjulegar vinsældir og hvers manns traust. Framkvæmdastjórn stofnunar, sem hefir rösk fimm hundruð manns í fastri þjónustu, viðskipti fimm þúsund félagsmanna, auk fjölmargra ann- arra, sem nema yfir 1000 millj. kr. á ári, er langt um meira starf en flesta mun gruna, enda hefir Jakob Frímannsson jafnan átt langan virmudag og ekki hirt um „að alheimta daglaun að kveldi“. Við hugsjón samvinnustefnunnar og þróun og menningu eyfirzkra byggða hefir hann bundið órofa tryggð, unnað þeim og unnið ævilangt. „Þó að hríði í hálía öld, harðsporarnir sjást í snjónum“, var eitt sirm kveðið um þjóðkunnan Islending. Farin leið Kaupíélags Eyíirðinga er þegar orðin löng, en þó aðeins fyrsti áfanginn á vegi samvinnustefnunnar í Eyjafirði. A þeirri slóð eru spor Jakobs Frímannssonar mörg og auðrakin. Langir tímar munu líða þar til yfir þau skeflir. Hálfrar aldar starf hans er greypt skírum stöfum á söguspjöld Kaup- félags Eyfirðinga. Stjórn kaupfélagsins flytur honum í dag einlægar alúðarþakkir fyrir allt, er hann hefir verið því, og árnar honum og íjölskyldu hans allra heilla á ókomnum árum. 7. október, 1969. /t/yC/yyiyS/íky 'yi/' / 13* I- © t. * * •t © I © I I i .i I i ts* I ý © I I- * t ■i- I f t t x < 4 & < <■ f <■ © t I t © starfið hér á Akureyri fært út í hina ýmsu bæjarhluta. (Ljósmynd: E. D.) Víða breytingar og aukið starf hjá KEA ÆTLA mætti, að fyrirtæki, sem hefur fimm hundruð manns í vinnu við margvísleg fram- leiðslu- og þjónustustörf, hefði daglega frá mörgu að segja, og að fimm þúsund eigendum þess ætluðust til þeirrar þjónustu, að fá af því nær stöðugar fregnir, og er hér átt við Kaupfélag Ey- firðinga á Akureyri. En það hefur verið einkenni þessa fyrir tækis að vera sparsamt á frétt- irnar en láta heldur verkin tala og það gera þau þrotlaust og án alls yfirlætis. Og það mun vera í samræmi við óskir og starfs- viðhorf Jakobs Frímannssonar, húsbónda þessa mannmarga heimilis samvinnumanna við Eyjafjörð, hverjum blaðið send ir sínar árnaðaróskir, ásamt öðrum þeim, sem um hann skrifa sjötugan. En hvarvetna eru þó einhverj ar nýjungar á ferð í hinum fjöl- mörgu kaupfélagsdeildum, þeg- ar að er gáð. Beint á móti skrif- stofum Dags við Hafnarstræti, er t. d. Brauðgerð KEA. Þar er verið að ganga frá nýju af- greiðslu- og pökkunarplássi, sem fyrirtækinu er til mikils hagræðis, ásamt vörulyftu. Og þar eru ýmiskonar nýjar og stórvirkari vélar og tæki en áður, eða væntanlegar, svo sem þi'iggja hæða bökunarofn, svo eitthvað sé nefnt. Hitt er þó e. t. v. fréttnæmara, að mikil söluaukning hefur orðið á fram leiðslu fyrirtækisins á hinum ýmsu tegundum brauða. Kjötiðnaðarstöð KEA, sem er lang stærsta og fullkomnasta fyrirtæki sinnar tegundar hér á landi, hefur og mjög aukið sölu sína. Mun stöðn þegar hafa selt fyrir jafn mikið og allt árið 1968. Bæði nautgripakjöt og kindakjöt hefur þurft að kaupa frá hinum ýmsu slátui'húsum, allt til Vestfjarða og hefur þetta orðið verulegt hagræði fyrir framleiðendur, auk þess sem neytendur nota nú kjötiðnaðar- (Framhald á blaðsíðu 2). BJARTMAR GERDE BJARTMAR GERDE, formað- ur fræðslustofnunar norska Al- þýðusambandsins, flytur erindi í Alþýðuhúsinu fimmtudaginn 9. okt. kl. 20.30 um fræðslu- og verkalýðsmál samtakanna. — Sjá auglýsingu á öðrum stað. L. A. frumsýnir í næstu viku L. A. frumsýnir söngvaleikinn Rjúkandi ráð fimmtudaginn 16. okt. n. k. í Sjálfstæðishúsinu. Aðgöngumiðasala hefst laug- ardaginn 11. þ. m. og verður opin daglega frá kl. 2—5 e. h. á Ferðaskrifstofunni, sími 1-14-75. Fastir frumsýninga- gestir vitji þangað miða sinna laugardag og sunnudag, og þar verður tekið á móti nýjum frum sýningagestum. Einnig verða seld þar áskrifta skírteini, sem gilda á fjórar sýn ingar vetrarins og kosta þau fyrir manninn með 25% afslætti kr. 645.00 á frumsýningar en kr. 570.00 á almennar sýningar, fata gjald innifalið. Aðgöngumiðasala á aðra sýn- ingu, föstudaginn 17. okt., hefst á Fei'ðaskrifstofunni miðviku- daginn 15. okt. (Fréttatilkynning)

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.