Dagur - 15.10.1969, Blaðsíða 4

Dagur - 15.10.1969, Blaðsíða 4
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Síniar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. Einföld heyverkun ENN standa yfir flutningar á 20—25 þúsund hestburðum heys, mest frá Eyjafirði til óþurrkasvæðanna á Suð- - urlandi og Vesturlandi, og hrekkur þó skammt til að mæta mikilli fóður- vöntun í þeim landshlutum, sem óvenjulega mikil rigningartíð lék harðast á liðnu sumri. Nú stendur töluverður niðurskurður búpenings fyrir dyrum og mjólkurskortur er fyrirsjáanlegur á Reykjavíkursvæð- inu í vetur. Þannig standa málin á haustnóttum að þessu sinni. Grálynd veðrátta ógnar enn af- komu bændanna, þrátt fyrir allar tækniframfarir síðustu ára og hina miklu vélvæðingu og ræktun. Bænda stéttin er ekki þess umkomin ennþá, að mæta verstu óþurrkasumrunum. Votlieysverkun, sem er gömul hey- verkunaraðferð hér á landi, er ekki nægilega vinsæl eða almenn til að leysa vandann nema að litlu leyti þegar svona árar. Þó hafa á síðustu árum risið miklir votheysturnar í mörgum sveitum, í stað gömlu vot- heysgryfjanna, og koma þeir eflaust að góðum notum nú. Súgþurrkun er hins vegar orðin mjög útbreidd hey- verkunaraðferð og ágæt, það sem hún nær. En einnig hún verður óvirk þegar naumast þornar af steini. Fátækur einyrkjabóndi á Arskógs- strönd hóf fyrstur manna sérstæða heyverkunaraðferð með góðum árangri, og hann er hvorki háður sól eða regni þegar tún ltans er sprottið og hefja skal heyskapinn og á hann þó hvorki súrheysturn eða súgþurrk- unarhlöður fyrir hey sitt. Hann slær grasið með sláttutætara og ekur því heim í garð, í stóran haug og breiðir yfir. Er þá heyskap lokið. Á meðan hann notaði venjulega sláttuvél pressaði hann lieyið saman með dráttarvélinni og færði síðan jarðveg yfir. Þetta er erlend aðferð og frum- stæðasta votheysverkunin. Þar er hey stæðið skurður með fláandi börm- um, steypt eða ósteypt. Þessi vinnu- brögð þóttu liér hin furðulegustu og hvergi í samræmi við hugntyndir manna um heyverkunaraðferðir eða heygeymslur — kannski of einföld og ódýr til þess. Nú hafa nokkrir nágrannar þessa bónda tekið upp svipaðar aðferðir, þ. e. þeir slá upp einskonar stíu við hlöðuvegg, tir steypuborðum, járn- ulötum og þ. h. og hafa þaklausa. í þetta flytja þeir nýslegið heyið' og einnig grænfóðurhafra, en blanda ]>að gjarnan nteð ntaurasýru. Ef gras- ið eða hafrarnir eru slegnir með sláttutætara virðist farg óþarft. Efsta lagið, en innan við 5 sentimetrar á (Framhald á blaðsíðu 7) Björg Sigfúsdótfir frá Þverá Fædd 21. ágúst 1877. - Dáin 17. júlí 1969. lengur brosandi andlitið um- vafið hvítu hári, sem var næst- um gyllt á að líta, hún var eins og ung stúlka í hreyfingum, þó feitlagin væri. Björg var sívinn andi á meðan kraftar entust og verkin hennar voru ekkert rusl. Hún var fram úr hófi dugleg og afar þrifin og nýtin. Ég kynnt- ist henni lítið fyrr en hún kom að Þverá, en mamma mín var mikil vinkona hennar og hún sagði mér, að það hefði verið gaman að koma í Grundarkot til Bjargar. Maður hefði aldrei tekið eftir því, hvað húsakynn- in voru slæm, því umgengni hefði verið svo góð, allt hvít- skúrað. Björg var alla tíð fátæk, en það varð alltaf mikið úr litlu í hennar höndum. Hún var gift Jóhannesi Bjarnasyni og bjuggu þau í Grundarkoti og víðar í Blönduhlíð, þar til þau hættu búskap og fluttu til dóttur sinn ar og tengdasonar að Þverá í Blönduhlíð. Þar átti Björg sól- ríka ellidaga. Ég fékk Björgu stundum til að vera hjá krökkunum mínum, þegar þau voru lítil, ef ég skrapp á skemmtun, og man ég sérstaklega eftir einu kvöldi, er hún kom brosandi inn með prjónana sína. Ég var hætt við að fara á samkomuna, því eldri krakkarnir voru ekki heima og mér fannst ekki hægt að skilja hana eftir eina heima heila nótt hjá tveimur börnum sex og ,, --- ----- ' ■. ■■.1 ■■■■........a Björg Sigfúsdóffir frá Þverá Fædd 21. ágúst 1877. — Dáin 17. júlí 1969. Þú ert horfin elsku móðir mín mildur Drottinn tók þið heim til sín. Eftir Ijúfan langan ævidag ljóma sló á íagurt sólarlag. Hlíðin þín hún bjóst í brúðarskart það brosti við þér sólarljósið bjart, er þú komst hér heim í hinzta sinn og hallaði þér að sinni mjúku kinn. 1 fjarlægð stóðu- fjöllin græn og blá fögur blómin uxu til og frá, sem alla tíð þú elskaðir svo heitt þau unun marga stund þér höfðu veitt. Margar ljúfar minningar ég á mínum kæru bernskudögum frá, glöð þú lékst við litla hópinn þinn og Ijómaðir öll, er straukst tár af kinn. Þú varst svc rílc af andans innri auð þó efnalítil værir þú og snauð. Lítið kot það ljómaði sem liöll, ef litlu börnin voru lijá þér öll. Minar leiðir lágu burt frá þér, ljúfar kærleiksbænir fylgdu mér. í veganesti fékk ég írá þér kjark, sem fylgt mér hefur gegnum Iífsins hark. Ég þakka af hjarta elsku móðir mín hve mild og hlý var alltaf höndin þín. Langt er síðan leiddir þú við hlið litla stúlku út í sólskinið. Þegar lokið ævidögum er á unaðsströnd þú bíður eftir mér þú leiðir mig í ljóssins sali inn og ljúf mér verður hvíld við barminn þinn. Kristín Jóhannesdóttir. ÞAÐ mætti margt skrifa um hana Björgu frá Þverá og von- andi verður einhver til þess að minnast hennar, sem er færari um það en ég. Þetta verða að- eins nokkur kveðju- og þakkar orð fyrir indælar liðnar stundir, sem við áttum saman. Ég var Björgu samtíða í 13 ár og átti heima 20 ár á næsta bæ við hana. Oll þessi ár varð ég aldrei vör við neitt í fari hennar nema allt það bezta, hún vildi allt bæta og allir hlutu að vera glaðir í návist hennar, lundin var svo létt að hún kom öllum í gott skap með sinni sérstöku kímnisgáfu og hún gerði gott úr öllu. Ég sakna þess, að sjá ekki Leikféiðg Akureyrar sýnir „Rjúkandi ráð" í Sjálf- Halldór Guðlaugsson, Hvammi F. 29. nóvember 1889 - D. 4. október 1969 tveggja ára og sagði ég henni það. „Heldur þú að ég sé ein hjá blessuðum litlu kroppunum?“ segir hún brosandi og bætir svo við í klökkvum rómi: „Ég er aldrei ein, Guð er hjá mér og hefur hjálpað mér í gegnum allt mitt basl. Blessuð farðu að búa þig,“ og það varð úr að ég fór. Þegar ég kom heim um morg- uninn, var glaður hópur við spil í litlu baðstofunni. Björg var mjög trúuð og ég álít að börn hafi haft afar gott af því að vera með henni, enda hændust allir krakkar að henni. Björg eignaðist sjö börn, sem öll lifa hana nema ein stúlka, sem dó uppkomin og nýlega gift. Það var mikið áfall fyrir Björgu og sagði hún mér síðar, að hún Gunna sín hefði verið svo góð sál, að Guð hefði þurft að taka hana til sín, við því væri ekkert að segja, hann réði öllu og það, sem hann gerði yrði manni til góðs, ef maður skoð- aði það í réttu ljósi. Bjöx-g var hraust að eðlisfari, en síðasta árið átti hún við vanheilsu að stríða. Var nærri ar á sjúkra- húsi Sauðárkróks og dó þar rétt fyrir sitt nítugasta og annað aldursár. Hún var alltaf andlega heilbrigð og fylgdist með öllu, sem gerðist og um allt þurfti (Framhald á blaðsíðu 2). Kallið er komið, komin er nú stundin, vina skilnaður viðkvæm stund. Um það leyti, sem þetta er fest á blað, er til moldar borinn frá Akureyrarkirkju, Jón Davíðsson frá Kroppi í Eyja- firði. Hann andaðist á sviplegan hátt og um aldur fram, rétt rúm lega á miðjum aldri. Með því, að ég átti þess ekki kost að fylgja þessum vini mínum síð- asta spölinn hér á jarðríki, lang ar mig til að senda örstutta kveðju, þó að hún verði síðbúin og mjög fátækleg. Kallið kom svo alltof fljótt og í þannig tilfellum setur margan og vaknar til meðvitundar um, að í dag ert það þú, á morgun getur það orðið ég. Þó að við Jón heitinn ættum ekki langa samleið þá voru kynni okkar með þeim hætti að margar ljúfar endurminningar leita á hugann frá þeim stund- um bæði frá æskuheimili hans og eins eftir að hann fluttist til Akureyrar og stofnaði sitt eigið heimili þar. Það var e. t. v. eng_ in tilviljun að á Akureyri urð- um við nágrannar um árabil, því að á sama tíma lögðum við í það að byggja okkur hús. Á þeim tíma áttum við því mörg sameiginleg vandamál við að glíma, er voru krufin til mergj- ar og var ég þá oftar fremur sfæðishúsinu NÆSTKOMANDI fimmtudags- kvöld frumsýnir Leikfélag Ak- ureyrar í Sjálfstæðishúsinu söngleikinn Rjúkandi ráð eftir Pír Ó. Man. Leikstjóri er Arnar þiggjandi en veitandi. Jón Davíðsson hafði góðar gáfur til að bera, eins og hann átti kyn til, en hann var dulur mjög. Hann sinnti störfum sínum og áhugamálum án þess að m'ikill' þytur stafaði af og sýndar- mennska öll var honum mjög á móti skapi. Slikh- menn vekja jafnan traust og verður gott til vina í hópi samstarfsmanna og þeirra er bezt til þekkja. Jón var ákveðinn að lundar- fari, gekk þó aldrei á hluta nokkurs manns og var vina- fastur þeim er hann kaus að eiga samleið með. Hann var næmur á hinar bros legu hliðar mannlífsins og stóð oft fyrir fagnaði i góðra vina hópi. Hneigður var hann til tón- listar og lék á hljóðfæri, og mér er ekki grunlaust um að hann hafi einhvern tíman kosið að læra meira á því sviði, en e. t. v. hlédrægni hans orðið þess vald- andi að svo varð ekki. Man ég það oft er hann lýsti því hver áhrif það hefði á sig, er hann heyrði fagurt lag vel leikið eða sungið. Því álit ég að tónlistin hafi átt í honum dýpri rætur en margan grunar. Það er ekki ætlunin að fara skrifa langa lofgrein um vin minn Jón Davíðsson eða hans ævistarf. Ég veit að það væri ekki honum þóknanlegt. En mér finnst sem nú sé stórt skarð höggvið í vinahópinn og því vildi ég segja nokkur orð að leiðarlokum. Þetta er aðeins fátæklegt hjal. Svo kveð ég þig Jón Davíðs- son í hinzta sinni. Ég þakka vináttu þína og ógleymanlegar samverustundir. Þar bar aldrei nokkurn skugga á. Ekkjunni, Guðrúnu Jónsdótt ur, og börnunum, Sigurlínu og Davíð, flyt ég innilegustu samúðarkveðjur frá mér og fjölskyldu minni og bið þeim blessunar í þungum sorgum. Búðardal, 23. sept. 1969. Bjarni F. Finnbogason. Jónsson, og er þetta í fyrsta sinn sem hann annast leikstjórn fyrir félagið, en hann hefur áður leikið nokkur hlutverk með því — síðast í „Gísl“ eftir Brendan Behan undir leikstjórn Eyvindar Erlendssonar. Hljómsveitarstjóri er Ingimar Eydal, en hljómsveit hans ann- ast undirleik. Lögin eru eftir Jón Múla Árnason, og hafa mörg þeirra notið mikilla vin- sælda, en þó eru nú í leiknum tvö ný lög sem ekki voru er hann var sýndur í Reykjavík fyrir tiu árum. Leikendur eru Guðlaug Her- mannsdóttir, Örn Bjarnason, Marinó Þorsteinsson, Aðal- steinn Bergdal, Kristjana Jóns- dóttir, Sigurveig Jónsdóttir, Kjartan Ólafsson, Gestur Jónas son, Einar Haraldsson, Ásta Arnþórsdótiir, Gunnhildur Stef ánsdóttir og Guðný Jónsdóttir. Þökk sé Degi vilji hann birta þessar línur. Meiri mannsbragur væri á leigubílstjórum þessa bæjar, og öðrum hugsandi mönnum, ef þeir létu af því að vera hlaupa- tikur fyrir ölóða menn og kon- ur, sem af veikum mætti drag- ast að síma og biðja um aðstoð til að halda drykkjunni áfram. Þeir sem láta hafa sig til slíkra snúninga virðast hafa sorglega litla sjálfsvirðingu. Leiða má hugan að því, að þetta er sjúkt fólk og þarf á annarri hjálp að halda en að því sé fært áfengi, Borgari, sem hefir orðið vitni að ofangreindri þjónustu. Og þá hefur „borgari“ lokið máli sínu. Hr. ritstjóri Erlingur Davíðs- son. Dagblaðið Tíminn 25. sept. sl. birtir þá fregn eftir viðtali við Hrafn Benediktsson kaupfélags stjóra á Kópaskeri, að bændur í Öxarfirði hafi það nú mjög til athugunar að fara að selja hey. Þessi fregn kom mér mjög á óvart, því þegar ég fór að heim- an fyrir tæpum 3 vikum voru þeir búnir að kaupa nokkur hundruð hesta af heyi úr fjar- lægum sveitum og héruðum, og ekki heyrði ég það nefnt að nokkur bóndi væri þar aflögu- fær. Nú dettur mér í hug að Hrafn hafi átt við héraðið allt. En það er rangt, því í daglegu tali er það aðeins Öxarfjarðar- hreppur einn, sem svo er nefnd ur. En því miður mun þessi fregn ekki geta átt við hann. í æfingu er nú hjá félaginu „Brönugrasið rauða“ eftir Jón Dan, en það verður frumsýnt í byrjun nóvember. Leikstjóri er Sigmundur Örn Arngrímsson. (Aðsent) - SAMEINING ... (Framhald af blaðsíðu 1) Hér á Sauðárkróki er verið að stofna hlutafélag og undir- búa loðdýrarækt. Stofnfundur verður haldinn í þessum mánuði, en það er bráða byrgðastjórn Loðfelds h.f., sem undirbýr málið, en sú stjórn var kosin fyrir nokkrum árum síðan, en þá var minkarækt til umræðu á Alþingi. En ætlunin er að stofna hér hlutafélag um loðrýrarækt og hrinda málinu í framkvæmd. Sótt hefur verið um lóð til bæjaryfirvalda stað- arins undir loðdýragarð. S. G. Þetta bið ég þig hr. ritstjóri að leiðrétta í blaði þínu. Með vinsemd. Staddur á Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar. Benedikt Björnsson frá Sandfellshaga. Bæjarbúi skrifar eftirfarandi: Rafveitan gerir marga hluti vel í þessum bæ. Hún sendir okkur heim snyrtilega útfærða rafmagnsreikninga, lofar okkur að fá frí úr vinnu til að greiða þá. Hún lýsir vel upp breiðgöt- ur bæjarins og torg og grefur skurði þvers og krus um gang- stéttir og götur. En eitt hefir henni láðst um tveggja eða þriggja ára skeið. Það er að setja götuljós í hal- ann á Byggðaveginum, er höggvin var gegn um klappirn- ar vestan við nýju pólitístöðina. Þarna er engin gangstétt, svarta myrkur og slysahætta mikil. Hví er gamla brúin yfir Glerá, upp hjá gömlu Rafveitu, ekki löguð, eða öllu heldur skítnum mokað út af henni og í ána? Brúin er með steyptu gólfi, en vegheflar hafa skafið ofaníburð inn á brúargólfið, skilið hann þar eftir, svo óslétt Qg illt er að aka. Er það ofvaxið bæjarpyngj unni að lagfæra þetta? Norðurhluti Löngumýrar og Kringlumýri eru einar af þeim fáu götum í bænum, sem búa við lélega götulýsingu, bara tré staurar og perur áhengdar. Oft eru þessar perur ekki í lagi og ekki viðgert langtímum saman. SUMARIÐ er á enda. Jurtir vallarins eru teknar að búa ræt ur sínar undir vetrarhvíldina og nýtt vaxtarskeið á nýju vori. Fuglarnir eru horfnir að aflok- inni sumardvöl sinni. Þeir hafa nú kvatt okkur og haldið til hlýrri og bjartari heimkynna. — Og nú hefir gamall og góður vinur okkar, Halldór Guðlaugs son frá Hvammi, einnig kvatt vini og vandamenn og horfið sjónum okkar í gegnum móð- una miklu áleiðis til bjartari heima, þar sem horfnir ástvinir hans munu hafa komið til móts við hann á landi eilífðarinnar. Halldór Guðlaugsson var fæddur í Hvammi í Hrafnagils- hreppi 29. nóv. 1889 og hefði því náð 80 ára aldri í næsta mánuði. Hann andaðist skyndilega að heimili sínu, Aðalstræti 28 á Akui-eyri, að kvöldi 4. þ. m. eft- ir að hafa lokið störfum dagsins. Foreldrar Halldórs voru þau hjónin: Guðlaugur Jónsson og Kristbjörg Halldórsdóttir. Þau voru bæði Eyfirðingar að ætt og bjuggu alla búskapartíð sína að Hvammi við góðan efnahag, vinsældir og álit samferðamann anna. Halldór ólst upp undir umsjón og leiðsögn góðra og gáf aðra foreldra og í glöðum og frjáislegum hópi 5 systkina, er öll dvöldu heima við störf og leik, svo sem við átti, til full- orðinsára. Halldór stundaði nám i Grundarskóla árið 1908, en síðan í Gagnfræðaskólanum á Akureyri árin 1909 og 1910 og lauk þaðan prófi. Þann 7. maí 1915 giftist Hall- dór Guðlaugsson heitmey sinni Frá mótum Kambsmýrar að Byggðavegi, eftir Löngumýri er allbrött brekka, gatan gang- stéttarlaus auðvitað. Þarna eru 7 ljósastaurar af þessari gömlu gerð. Ljós hefir aðeins logað á þremur þeirra síðan um miðjan ágúst, og nú dó á einum í nótt til viðbótar. Ef ljósaperur fást ekki í bænum, hljóta þær að fást á Svalbarðseyri eins og slátrin. - SMÁTT OG STÓRT (Framhald af blaðsíðu 8). sniíða skip, þótt sölusamningar liggi ekki fyrir. Munu stöðvarn ar fá sérstök lán í þessu skyni, sem jafngilda framlagi kaup- enda, svo og 75% lán Fistveiða- sjóðs og 10% viðbótarstofnlán. En a. m. k. sex skipasmíða- stöðvar eru nú hér á landi og sú stærsta þeirra og bezt búna á Akureyri. „ÁN NÝRRA SKATTA“ Nýju fjárlögin eru talin „greiðsluhallalaus án nýrra skatta“. En þótt ekki séu skatt- ar undir nýjum nöfnum, þyngj- ást þeir, sem fyrir eru og það verulega. Þannig liækkar tekju skattur um 82 millj. kr., eigna- skattur lun 14 milljónir og per- sónuskattar um 52 milljónir króna. Guðnýju Pálsdóttur frá Möðru- felli og hófu þau hjón þegar bú- skap í Hvammi og bjuggu þar, og síðar nokkur ár í Litla- hvammi, við myndarskap og góðan efnahag alla sína búskap artíð, eða um nærfellt 50 ára skeið. Þau eignuðust sjö mynd- arleg og velgefin börn, er náðu fullorðinsaldri. 5 syni og 2 dæt- ur, og sem öll eru á lífi. Börnin eru þessi: Baldur, skrifstofumaður hjá Kaupfélagi Eyfirðinga. Snorri, bóndi í Hvammi. Guðlaugur, bóndi á Merkigili. Páll, skrif- stofumaður hjá bæjarfógeta á Akureyri. Kristbjörg, húsfreyja á Akureyri. Aðalsteinn, iðnaðar maður á Akureyri, og Guðný, húsfreyja á Karlsstöðum, Olafs- firði. Halldór Guðlaugsson var einn í hópi þeirra manna, er nefndir hafa verið aldamótamenn. Fjöl- margir þessara manna hafa nú þegar kvatt lífið og haldið heim til föðurhúsanna eftir dygga þjónustu. Á fyrsta tug 20. aldarinnar hefst hér á landi almenn og stór felld menningarþróun. Þar var Vetrarharðindi erlendrar yfir- drottnunar voru gengin um garð, og tekið var að vora. Ungmennafélagshreyfingin barst til landsins árið 1906 og tók hún huga og hönd ísl. æsku fólks í öllum landshlutum. Árið 1907 var UMF „Framtíð“ í Hrafnagilshreppi stofnuð og var Halldór Guðlaugsson einn af stofnendum félagsins og síðar einn af formönnum í stjórn þess í mörg ár. Stefnumál og störf ungmennafélaganna á þeim ár- um var m. a. bindindi, fegrun móðurmálsins, trjárækt, skóg- rækt, íþróttir o. m. fl. Málefnin sem vinna þurfti að voru næst- um óteljandi, og þessum ung- mennum var það einskonar lífs nautn að leggja fram starf og fjármuni eftir beztu getu til þess að vinna þessum stefnu- málum gagn og gera þau að veruleika til ávinnings fyrir land og þjóð með einkunarorð- unum: „íslandi allt“. í gegnum þetta samstarf unga fólksins innan ungmennafélaganna sköp uðust og hnýttust þau bönd vin áttu og tryggða milli einstakl- inga, sem entust ævilangt. Og í starfinu, innan ungmennafélags ins, reyndist Halldór Guðlaugs- son mjög áhugamikill, fórnfús og tryggur hugsjónum og starfi ungmennafélagsins. En æskuárin liðu hratt, og skyldur og störf fullorðinsár- anna tóku við. Árið 1915 fær Halldór jörðina Hvamm til ábúðar og tekur að reka þar myndarlegan og afurðamikinn búskap — ásamt með hinni ungu, glæsilegu og samhentu konu sinni, Guðnýju Pálsdótt- ur, eins og áður var getið. Þarna hefst fyrir Halldór nýtt og ham ingjuríkt lífsskeið sem mikils- metins og góðs bónda, en einnig góðs félagsmálafulltrúa fyrir sveit sína. Og þarna á sömu bú- jörðinni, og síðar á nýbýlinu Litlahvammi, líða 48 ár starfs og hamingju. Þegar svo sjötugsáldrinum var náð var hin mikla starfs- orka tekin að minnka og var þá búrekstrinum hætt og þau hjón fluttu alfarin til Akureyrar í eigin íbúð í húsinu Aðalstræti KVEÐJA til Jóns Davíðssonar á ferð andblær nýs tíma með 28, en þar var heimili þeirra nýjum stefnum og viðhorfi. (Framhald á blaðsíðu 2) Halldór Guðlaugsson KVEÐJA Halldór í Hvammi er horfinn sjónum vorum. Hann er þó ekki gleymdur sínum vinum. Bóndi, sem hefur markað manndómssporum moldina og leiðarvísi gefið hinum kveður með sumri, þegar hrím’ar hjalla, liaustlitir boða feigð og Iaufblöð falla. Sveit hans og liérað traustan stofn nú tregar. Til hans var leitað eftir hollum ráðum. Hann gat létt undir byrði og bent til vegar. Bóndinn skiiar oft verkum hvergi skráðum. Á þingum var hans sæti það vel setið, að sérhver maður gat hann virt og metið. Halldór gekk ætíð heill að starfi hverju og hafði ei „lausatök“ á skoðun sinni. Hann hafði rök að vopni og vit að verju, vann sér því hylli og góðra manna kynni. Til foryztu liann var því tíðum valinn, vökull og skyggn á úrlausn mála talinn. Hljóður er Hvanunur, Iiljótt um vætti alla. Hér rfldr þögn og friður yfir iandi. Það er sem grátnar lúti liljur valla, loftsins og hafsins bylgjur hægar andi. Það er sem höfuð hneigi gróður jarðar, er Halldór kveðja bændur Eyjafjarðar. Ármann Dalmannsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.