Dagur - 15.10.1969, Blaðsíða 2

Dagur - 15.10.1969, Blaðsíða 2
2 - EITT OG ANNAÐ FRÁ BÆJARSTJÓRN Skáidssga um Nðpóleon og Jósefínu BLAÐINU hefur borizt bókin „Ég kem í kvöld“, .eftir Lozanía Prole í þýSingu Axds Thor- steinssonar. Bók .þeasi ifjallar um ástir og örlög Napoloons og Jósephinu og er þó skáldsaga. Árið 1804 voru þau gefin saman og ki'ýnd að .því loknu, hann sem keisari og hún sem keisara drottning. En hún gaf manni sínum eða Frakklandi ekki son og önnur kona kom í hennar stað. Þessi bók er mikil og spennandi ástarsaga, studd sögu legum heimildum. Útgefandi er Bókaútgáfan Rökkur, Reykjavík, en Leiftur prentaði. Bókin er tæpar 250 blaðsíður. □ (Framhald af blaðsíðu 5). þann tíma, er þau áttu bæði eft- ir ólifað. Guðný andaðist þann 23. sept. árið 1965, og Halldór þann 4. október sl. Með Halldóri í Hvammi er fallinn í valinn einn af forustu- mönnum eyfirzkra bænda. Hann var mikill félagshyggju- maðui', ötull talsmaður sam- vinnustefnunnar svo og marg- háttaðs samstarfs í menningar- og hagsmunamálum sveitanna. Hann var trúr og tryggur í hverju starfi. Þessi málefnavið- horf hans og skapger'ð gerði hann að eftirsóttum forustu- manni í sínu sveitarfélagi svo og' í félagsmálum bænda í öllu héraðinu. Eins og áður er vikið að, var Halldór í Hvammi rnjög hag- sýnn og hirðusamur búmaður og átti jafnan afurðamikinn og góðan búpening. Árið 1929 var Halldór einn aðalhvatamaður að stofnun Sambands nautgripa ræktarfél. Eyjafjarðar (SNE) og var frá upphafi kjörinn formað- ur þess. Þessu formannsstarfi gegndi hann samfellt í 28 ár, er hann baðst undan endurkjöri. Á öllum aðalfundum SNE flutti hann ræður til hvatningar og samstöðu eyfirzkra bænda um að bæta nautgripastofninn og gera hann afurðamikinn og hraustan. Þessi markvissu livatningarorð Halldórs hafa án efa átt sinn þátt í þeim góðu og miklu framförum, sem orðið hafa í nautgriparæktinni hér við Eyjafjörð. Halldór Guðlaugssyni voru fal- in oddvitastörf fyrir sitt sveitar félag og mun hann hafa gegnt því starfi samfleytt í 16 ár. Hann var einnig starfandi í stjórn Kaupfélags Eyfirðinga í allmörg ár. Öll þau marghátt- uðu störf, er honum voi'u falin rækti hann af sömu trú- mennsku og hæfni, er honum voru í blóð borin, en sem hlutu vöxt og þróun á þroskaárum hans þegar hann starfaði sem ungmennafélagi á fyrstu ára- tugum aldarinnar. — Haft er eft ir sveitungum Halldórs, sem bezt þekktu til um störf hans, í þágu sveitarfélagsins, að hann tók fremur á sjálfan sig að greiða ýmiskonar ófyrirsjáanleg útgjöld, varðandi oddvitastörf- in, heldur en að láta slíkt falla á sveitarfélagið. Þessi vitnis- burðui' frá samsveitungum hans lýsir manninum betur heldur en mörg orð fá gert. (Framhald af blaðsíðu 8). þeim teikningum, og verða þær lagðar fyrir næsta fund bygg- inganefndar. Samþykkt. Stærð 2. áfanga 183 fermetrar og 1226 rúmmetr- ar. Byggingarleyfisgjald kr. 7.356.00. - KVENNASKÓLINN (Framhald af blaðsíðu 8). maður skólanefndar er Sigurð- ur Þorbjörnsson, Geitaskarði og aðrir í nefndinni er.u Guðmund ur Jónasson, Sólveig Sövik, Torfi Jónsson og Þórhildur ís- berg. Núverandi forstöðukona Kvennaskólans á Blönduósi er Aðalbjörg Ingvarsdóttir. Við skólann staifa nú 3 fast- róðnir kennarar auk forstöðu- konu og stundakennara, þær Sólveig Benediktsdóttir Sövik, Erna S.veinbjarnardóttir og Steinunn Pálsdóttir. Aðstoðar- stúlka er Erla Ólafsdóttir. Skólinn éi'" fuMsetinn í vetur eiris og öftast áðúr. (Aðsent) Þó að lífi og stai-fi Halldórs í Hvammi sé nú lokið þá geymast margar kærar minningar lið- inna daga um hann í hugum okkar samferðamannanna. Og nú við leiðarlokin minnist ég, — sem þessar línur rita, — margra góðra samverustunda okkar, allt frá æskuárum til hinztu daga, með innilegu þakklæti. Ég vil einnig, fyrir hönd minna gömlu sveitunga í Hrafnagils- hreppi og allra þeirra er með honum unnu á vegum SNE og víðar, flytja honum innilegar þakkir og hugheilar kveðjur, þegar hann nú hefir kvatt þetta jarðlíf og fallið í faðm hvíldar- innar eftir langan og árangurs- ríkan starfsdag. Systkinum Halldórs, börnum hans svo og fjölskyldum þeirra, sendi ég hér með innilegar samúðarkveðj ur. Jónas Kristjánsson. (Framhald af blaðsíðu 1) Á Suðurlandi hefur sveitar- félag með færri en 200 íbúa 1 fulltrúa, sveitarfélag með 200— 700 íbúa 2 fulltrúa og fjölmenn- ari sveitarfélög 3 fulltrúa. í Reykjaneskjördæmi hefur hvert sveitarfélag 1 fulltrúa. Þar eru tekjur sambandsins frá sveitarfélögunum 1 kr. pr. íbúa, þó hvergi meira en 1 þúsund kr. úr sveitarfélagi. Á Austurlandi og Suðurlandi ber að miða árstillag hvers sveitarfélags við útsvör þess og aðstöðugjöld. Hjá Sambandi íslenzkra sveit arfélaga ákveður landsfundur árgjald sveitarfélaganna, en þó aldrei lægra en 250 krónur frá sveitarfélagi. Ekki verður séð, að á fundum þessarra samtaka sé neinn sjálf kjörinn fulltrúi, vegna starfa sinna eða embættis. Eðlilegt mætti þó telja og gagnlegt, að sýslumenn ættu þar sæti, sem slíkir, þar sem þeir eru oddvitar sýslunefnda og hafa yfirlit um starfsemi allra sveitarfélaga, hver á sínu svæði. Þróunin virð ist ætla að verða sú, að starf- andi verði sveitarfélagasam- bönd, er fari með hagsmunamál landshlutanna, en að Samband íslenzkra sveitarfélaga verði allsherjar hagsamband þeii'ra Óseyri 6. Erindi dagsett 24. þ. m. frá Norðurverki h.f., þar sem sótt er um lóð fyrir starfsemi fyrir- tækisins að Óseyri 6. Fyrir- hugað er að reisa samskonar hús og þegar hefur verið reist á lóð nr. 4 við sömu götu, þó er gert ráð fyrir að vegghæð verði meiri, eða 4.0 m. Stærð húss er ráðgerð 32.4x15.0 m. Samþykkt. Lóðarleiga í sam- ræmi við aðrar lóðarleigur á þessu svæði og reiknist frá 1. október. Á lóðinni skal vera 1 bifreiðastæði að stærð 25 fer- metrar fyrir hverja 75 fermetra gólfflatar í varanlegum bygg- ingum á lóðinni. Lóðin leigist í núverandi ástandi. Kvöð er um umferðarrétt um lóðina vegna frágangs Glerárfarvegs. Leyfi- legui' gólfflötur bygginga er 984 f ermetrar. Gatnagerðargj ald alls kr. 284.670.00 og greiðist samkvæmt gildandi reglum þar um. Leikhúsnefnd. Með bréfi dagsettu 22. sept. sl. tilkynnir Leikfélag Akureyrar, að það hafi tilnefnt Jón Krist- insson í leikhúsnefnd af sinni hálfu og til vara Guðmund Gunnarsson. Leikhúsnefnd er þá þannig skipuð: Ágúst Berg. Haraldur Sigurðsson. Jón Kristinsson. Nefndin kjósi sér sjálf for- mann, en bæjarráð felur Ágústi Berg að kalla nefndina saman til fyrsta fundar. Umboð til undirritunar skuldabréfs. Bæjarráð leggur til, að Val- garði Baldvinssyni, bæjarritara, verði veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að undirrita skuldabréf fyrir láni hjá Lána- sjóði sveitarfélaga að upphæð kr. 750.000.00. Lánið er veitt til vatnsveitu- framkvæmda og er til 10 ára með 9.5% vöxtum. og hafi með höndum fræðslu-, fyrirgreiðslu og ráðgjöf. Einhver áform munu vera uppi um það, að samband norð- lenzkra sveitarfélaga, ef stofnuð verða, taki að sér hina hálfunnu „Norðurlandsáætlun" Efnahags stofnunarinnar. □ - Björg Sigfúsdóttir (Framhald af blaðsíðu 4) hún að spyrja, þegar maður kom í heimsókn, því hugurinn var alltaf heima á Þverá og alltaf bjóst hún við að komast heim. Nú ert þú komin heim, vinan, þangað, sem við öll för- um að enduðu dagsverki. Ég man síðasta daginn, sem ég heimsótti þig á sjúkrahúsið. Það var einn þessara ógleyman- legu vordaga, glaða sólskin og blíða logn. Þegar ég opnaði dyrnar var eins og geislabaugur í kringum gráa höfuðið á kodd- anum. Sólargeislarnir brotnuðu á blómunum í glugganum og glaðlegt var brosið, sem færðist yfir andlitið, þegar þú leitst til dyranna og sást mig með blóm í fangi. Björg elskaði blóm og aldrei sá ég hana glaðari en þegar hún sá útsprungna rós að vori. Þá minnti svipur henn- ar á engilsásjónu. Vinkona. - HALLDÓR CUDLAUGSSON, HVAMMI - Sambönd sveitarfélaga NÚ á laugardag verða undan rúsir í firmakeppninni í hand knattleik, og verða leiknir 5 leikir, því 10 lið tilkynntu þátttöku, og verður fróðlegt að fylgjast með þessum leikj um, og er það í fyrsta skipti sem 10 meistaraflokkslið leika í íþróttaskemmunni sama dag. Fyrirkomulag keppninnar verður þannig, að lið sem tapar tveim leikjum fellur úr keppninni. En þessi lið leika á laugar- dag: 1. Útgerðarfélag Akureyr- inga :— Trésmiðjurnar Einir og Þór. 2. KEA — Vélsmiðjan Oddi. 3. Rafveita Akureyrar og Hagi — Gunnar Óskarsson og Árni Árnason. 4. Lögreglan og kennarar — Aðalgeir og Viðar og Tré- smíðaverkstæðið Reynir. 5. SÍS — Slippstöðin. Keppt er um glæslega styttu sem Samvinnutrygg- ingar hafa gefið og er það farandverðlaun, en önnur minni stytta vinnst til eign- ar. Það er von okkar að fólk fjölmenni í skemmuna, og þarf ekki að taka fram að þarna koma fram margir af okkar beztu handknattleiks- mönnum, og kannske fáum við að sjá nýjar stjörnur birtast. Ath. Lágt miðaverð. Handknattleiksdeild Þórs. Vil taka á leigu 2ja herbergja ÍBÚÐ. Uppl. í síma 2-16-38. Tveggja herbergja ÍBÚÐ til leigu. Uppl. í síma 1-17-52. Gott HERBERGI til leigu nákegt M. A. Uppl. í síma 2-10-84 eða 2-10-88. Stúlka óskar eftir HERBERGI með eld- unarplássi. Uppl. eftir kl. 18.00 í síma 2-12-80. Til sölu: Þriggja herbergja ÍBÚÐ á Brekkunni,4 herb. ÍBÚÐ í Hafnarstræti. Freyr Ófeigsson, hdl., sími 2-13-89. Til leign er HERBERG í miðbæn- nm. Uppl. í síma 1-10-94, eftir kl. 8 e. h. Heimilis trygging betri hagkvoRinari S.AMM þl 1S cmiwui ÍSCiAR GÓÐ AUGLÝSING - GEFUR GÓÐAN ARÐ - Einföld hevverkun J (Framhald af blaðsíðu 4) þykkt, er ónýtt, en j>ar fyrir neðan er heyið gott og af því nánast ávaxtalykt og skepn- ur eta jrað með beztu lyst. Að sjálfsögðu er meiri vinna við að gefa jretta hey á vetrum en jrar sem hey- geymslur eru sæmilegar eða góðar og liaganlega fyrir komið. En ef sunnlenzkir bændur hefðu haft jiennan liátt á í sumar, og verkað ein hvern verulegan hluta heys- ins á Jiennan hátt, hefði niðurskurður, mjólkurskort- ur og hallærishjálp naumast verið á dagskrá. □ Norskur söngvari NORSKI barytonsöngvarinn Olav Erikson er hér söng á Ak- ureyri 6. október sl. vakti hrifn- ingu. Umsögn Si G. um tón- leika þessa er meðal þess efnis, sem ekki var rúm fyrir í þessu blaði. □ Ti-1 sölu: BARNARÚM með dýnu. Verð kr. 1.700.00. Uppl. í síma 1-16-56. HJÓNARÚM með idýnum og skápum til sölu. Uppl. í síma 1-19-33. etfir kl. 5 e. h. BARNAKERRA til sölu. Uppl. í síma 2-17-22. Til sölu: Bimini 40 TALSTÖÐ. Tómas Eyþórsson, sími 2-13-70. Ungar ÆR til sölu. Uppl. í síma 1-13-06. KÝR til sölu. 3 ungar kýr til sölu. Sigurður Jósefsson, Torfufelli, sími um Saurbæ.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.