Dagur - 12.11.1969, Blaðsíða 4

Dagur - 12.11.1969, Blaðsíða 4
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Súnar 1-11-66 og 1-11-67 Bitstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMtJELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. FRUMKVÆÐI Á KREPPUTÍMA EINS og kunnugt er, liafa Framsókn- armennirnir sex í efri deild Alþingis nú nýlega flutt þar frumvarj) til laga um togaraútgerð ríkisins og stuðn- ing við útgerð sveitarfélaga. Fram- sögumaður málsins er Ólafur Jó- hannesson formaður flokksins og hefur hann þegar mælt fyrir því á Alþingi. Er málið nú í þingnefnd. f frumvarpinu er gert ráð fyrir, að ríkið leggi togaraútgerðarfyrirtæki sínu til 100 millj. króna, auk ríkis- ábyrgða vegna lána, sem ekki fást gegn veði í skipunum, og verji jafn- framt 50 millj. króna til kaupa á hlutabréfum í útgerðarfélögum, sem studd eru af sveitarfélögum til að auka verkefni fiskvinnslustöðva og þar með atvinnu. Ef togaraútgerð ríkisins kæmist á fót samkvæmt þessu frumvarpi, yrði það meginhlut verk hennar að láta smíða nokkra skuttogara innanlands og gera þá út þangað til fiskverkunarstöðvar eða félagssamtök, sem sveitarfélög standa að, yrðu þess umkomin að taka við skipunum til eignar og rekstrar og annast þá hráefnismiðlun, sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu. Það er augljós staðreynd, að tog- arafloti landsmanna heldur áfram að ganga úr sér ár eftir ár og að fisk- vinnslustöðvar víða um land skortir hráefni, meiri eða minni tíma úr ár- inu. Ef f jöldi togara — auk togbáta — yrði svipaður og hann var fyrir 10— 12 árum og ef hægt yrði að tryggja öllum fiskvinnslustöðvum landsins það mikið og jafnt aflamagn til vinnslu, að þau gætu starfað viðun- andi vinnutíma mestan hluta ársins, jafnframt því sem nýsmíði stórra skipa ykist innanlands, eins og hér er stefnt að, yrði allt öðruvísi um að litast en nú er í atvinnumálum lands- ins. Togarar sem stunda veiðar á djúpmiðum eða fjarlægum miðum henta víða vel til að tryggja þá hrá- efnisöflun, sem nú vantar, en þó ekki allsstaðar. Þurfa þá að koma til stórir togbátar eða minni bátar og mundi hlutafjárframlag frá ríkinu greiða mjög fyrir í því efni. Einnig kæmi til mála, að ríkið legði fram hlutafé í togaraútgerð, t. d. hér á Akureyri, ef hún vildi ráðast í ný- smíði. Það er margra mál, að núverandi gerð togara hér á landi sé úrelt orðin og til þurfi að koma skip með öðru sniði og betri íekstrarmöguleika. En þó um þetta hafi verið rætt ár eftir ár, verður lítið úr framkvæmdum, því útgerðarfyrirtæki þau, er nú starfa, og lengst af með tapi í seinni tíð, treysta sér ekki að kauj)a dýr at- (Framhald á blaðsíðu 7) Bindindisdagurinn ’69 LANDSSAMBANDIÐ gegn áfengisbölinu stóð fyrir bind- indisdegi sl. sunnudag 9. þ. m. og er það 9. bindindisdagurinn, sem sambandið stofnar til. í til- efni þess boðaði Áfengisvama- nefnd Akureyrar blaðamenn á sinn fund að Hótel Varðborg og skýrði, að nokkru, frá starfsemi nefndanna hér og í nágrenninu. Samkvæmt lögum eru áfengis- vamanefndir í öllum sveitum landsins, þriggja manna nefndir víðast hvar, en fleiri í kaup- stöðum, 7 á Akureyri. Nefndar- menn eru kosnir af bæjar- og sveitarstjórnum til fjögra ára í senn, en formenn þeirra skipað- ir af dómsmálaráðherra. Áfeng- ismálaráð ríkisins hefur geng- izt fyrir þvi, að nefndir þessar stofnuðu héraðasambönd, er hefðu a. m. k. einn fund á ári til þess að bera saman ráð sín og fjalla um málin með aðstoð erindreka ráðsins. Dagur hefur boðið Áfengis- varnanefnd Akureyrar rúm til þess að kynna þessi mál að nokkru og fara hér á eftir til- lögur áfengisvamanefnda og hugleiðingar Ármanns Dal- mannssonar, formanns nefndar innar: Á nýlega afstöðnum aðalfund um héraðasambanda áfengis- varnanefnda í þremur sýslum hér á Norðurlandi voru eftir- farandi samþykktir gerðar: Tillögur áfengisvamanefnda 1969. I. Tillögur samþykktar á aðal fundi F élags áfengisvarna- nefnda við Eyjafjörð: 1. „Fundurinn áréttar eindreg in tilmæli síðasta aðalfundar til Landssambandsins gegn áfengis bölinu um að vinna að því við blöð og útvarp að þau leggist á eitt í herferð gegn ofneyzlu áfengis. Ennfremur beiti Lands sambandið sér fyrir því, að ekki séu vínveitingar í veizlum á vegum hins opinbera. 2. Fundurinn skorar á Alþingi að lögfesta bann við tóbaksaug- lýsingum. 3. Fundurinn beinir þeim til- mælum til stjórnar Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri, að hún vinni að því að komið verði upp sem fyrst sérstöku sjúkra- herbergi á vegum sjúkrahússins fyrir drykkjusjúklinga, sem þarf að hafa undir læknishendi meðan verið er að útvega þeim hælisvist. 4. Fundurinn felur stjórninni að athuga möguleika fyrir því, að fá mann til að heimsækja barnaskólana á félagssvæðinu, er geri grein fyrir tilgangi skóLa móta og hvetji til þess að þau verði sem víðast haldin. 5. Fundurinn lýsir eindreg- inni andstöðu sinni gegn því að leyfð verði sala á áfengu öli í landinu. Heldur fundurinn fast við fyrri samþykktir félagsins um það mál.“ II. Tillögur samþykktar á aðal fundi Félags áfengisvama- nefnda í Skagafirði: 1. „Aðalfundur Félags áfengis varnanefnda í Skagafirði hald- inn á Sauðárkróki 12. okt. 1969, bendir á nauðsyn þess að fjölg- að verði hælum fyrir drykkju- sjúklinga. Þar sem ekkert slíkt hæli er nú á Norðurlandi eða Austur- landi, telur fundurinn æskilegt, að sem fyrst verði kannaðir möguleikar á að reisa og starf- rækja slíkt hæli á Norðurlandi. 2. Aðalfundurinn beinir þeim tilmælum til bæjarfélags Sauð- árkrókskaupstaðar og sýslu- mannsins í Skagafjarðarsýslu, að láta athuga hvernig ungling- ar, sem sjást undir áhrifum áfengis, hafi aflað sér áfengis- ins og lóta þá menn, sem selja, veita eða útvega unglingum áfengi, sæta ábyrgð að lögum, svo ekki verði um villst, að slíkt athæfi er óleyfilegt. 3. Aðalfundurinn skorar ein- dregið á Alþingi að standa gegn hvers konar breytingum á áfeng islöggjöfinni, sem leitt geti til aukinnar neyzlu áfengis í land- inu“. III. Tillögur samþykktar á aðalfundi Félags áfengisvarna- nefnda í Vestur-Húnavatns- sýslu: 1. „Ákveðið vþr að félagið gengist fyrir skólamóti og skyldi það haldið í nóv. n. k. 2. Fundurinn telur brýna nauðsyn á að vera vel á verði gegn bruggun á öli í landinu. 3. Að gefnu tilefni lýsti fund- urinn því yfir, að hann telji víta vert hve léleg tollgæzla er við skip, sem koma í höfnina á Hvammstanga“. Eins og fram kemur í framan skráðum samþykktum, er lögð höfuðáherzla á almenna fræðslu um þessi mál og til þess teljum við, að auk þess, sem slik fræðsla á að fara fram í skólum landsins, þá eigi hún einnig að fara fram í gegnum fjölmiðlun- artækin. Ef þessir aðilar leggj- ast á eitt með hinum frjálsu fé- lagasamtökum innan Landssam bandsins og utan, þá er nokkur von til þess, að almenningsálitið leggist með á sveifina og dragi smátt og smátt þann ómenning- arstimpil af þjóðlífinu, sem mis notkun áfengis hefur á það sett. Tilgangur gildandi löggjafar um þessi mál er líka sá að bæta ástandið með aukinni fræðslu. En hvorttveggja er, að löggjöf- in er gölluð og ekki síður hitt, að í ýmsum atriðum er hún dauður bókstafur. Það er eins og löggjafinn hafi ekki hug- mynd um hvaðan fræðslan á að koma, hvar kennararnir eiga að læra það, sem þeir eiga að kenna. Þrátt fyrir sæg náms- GÁT A EFTIR Sigurjón Bergvinsson. Tekið úr sögu Þ. Þ. Þ. 4. árg. 1. Þó að ég sé mögur og mjó margra næ ég hylli, ég í skógi eitt sinn bjó 1 aldintrjánna milli. Nú er ég í fjötur færð, feld að höfði gríma inni í búri bundin, særð bíð svo langan tíma. Þín mig nístir harða hönd! Hreppi ég djúpið nauða. Ljúf þá af mér líður önd, þitt ljós er ég í dauða. Sigurjón Bergvinsson bjó á Sörlastöðum í Fnjóskadal 1876 —1889. Þá eða stuttu síðar flutt ist hann alfarinn til Ameríku. Hvort hann hefur ort gátu þessa áður en hann fór vestur — eða síðar er mér ekki kunn- ugt, en hana lærði ég fyrir 45— 50 árum. En á þetta er minnt vegna umræðna í Tímanum fyrir nokkrum dögum um gátu Sigur jóns. Akureyri 10/11 1969 Jónatan Stefánsson. bóka í mörgum kennslugrein- um, fyrirfinnast hvergi hentug námsbók í þessum fræðum. Nokkur viðleitni í þessa átt virð ist þó vera að komast á hreyf- ingu, þar sem gert er ráð fyrir að hefja rannsóknir á áhrifum ofdrykkjunautna og orsökum þeirra, á líkan hátt og gert hef- ur verið hjá nokkrum öðrum þjóðum, einkum varðandi tóbaksnotkun. Traustustu undir stöður fræðslunnar eru vísinda- legar rannsóknir á hvaða sviði sem er. Þær niðurstöður, sem læknavísindin hafa komizt að við rannsóknir á áhrifum vindl- ingareykinga, hafa vissulega orðið til þess, að margir hafa farið að hugsa sig betur um og sala þessarar vöru af þeim ástæðum farið minnkandi. Þær menningarstofnanir, sem, að nokkru leyti, lifa á tekjum af sölu þessarar vöru, „berja lóm- inn“ yfir minnkandi tekjum jafnframt vaxandi tilkostnaði. Er sannarlega tími til kominn að veita þeim fjárhagsaðstoð á annan og betur viðeigandi hátt. Er hér um að ræða, Iþróttasam- band íslands og Landgræðslu- sjóð, sem er önnur aðalstoð skógræktarstarfseminnar í land inu. Vissulega er rannsókna þörf á fleiri sviðum eiturlyfja- notkunar til þess að leiða í Ijós sannleikann um það hvernig fjöldi manns styttir líf sitt, eða það sem verra er, útilokar ham- ingjuna frá heimili sínu í stað þess að bjóða henni inn. Flestallir, ungir sem gamlir, munu óska þess, að framfarir verði í þessum málum ekki síð- ur en öðrum og allir kjósa að unnt verði að fyrirbyggja þau slys og þá óhamingju, sem af ofneyzlu áfengis leiðir. Þess vegna verður manni á að spyrja: Hvers vegna leiða menn hjá sér að veita þessu máli lið? Sá, sem telur öruggasta ráðið að undirskrifa bindindisheit eða hafa vínbann og hinn, sem telur sjálfsagt að neyzla áfengis sé fí'jáls hverjum sem er, sam- kvæmt hans eigin óskum, hljóta báðir að fallast á þá skoðun, að eitthvað þurfi að gera til þess að forðast hætturnar. Hvers vegna ekki að taka höndum sam an um það? Vitrir menn hafa á öllum tim um gefið heilræði í þessum mál um, en allt of margir hafa virt þau að vettugi og svo er enn. Lofsöngurinn til vínguðsins hef ur mátt sín meira. Hvað sögðu liinir vísu menn til forna? 1 Hávamálum segir: „Er-a svá gótt sem gótt kveða öl alda sona, því at færa veit, er fleira drekkr síns til geðs gumi.“ í Ferðabók Eggert Ólafssonar og Bjarna Pálssonar, þar sem þeir lýsa fólkinu og hegðun þess um miðja 18. öld, segir um Skagfirðinga: „Því verður ekki neitað, að margir þessara ferðalanga eru hneigðir til drykkjar og lasta þeirra og óreiðu, sem sigla í kjölfar drykkjuskaparins.“ Um Sunnlendinga segja þeir Eggert og Bjarni, meðal annars, þetta: „Þeir fullorðnu lifa þar í óreglu og sukki, að ýmsu leyti og uppeldi æskulýðsins fer efth’ því.“ Við erum, því miður, ekki upp úr þessum ólifnaði vaxnir enn og fyrirmynd sú, er við gef um æskunni oft og tíðum ekki metandi á marga fiska. 5 Hvað segja lífsreyndir, roskn ir menn á síðasta áratugum og nú? Ég hef hlýtt á mörg erindi kunnra merkismanna, lækna, presta, skólastjóra og ráðherra, er þeir hafa talað um þessi mál til nemandanna í framhaldsskól unum á Akureyri. Allar hafa leiðbeiningar þeirra beinzt að sama marki, að sýna fram á nauðsýn þess að lifa hófsömu lífi, láta ekki glepjast um of af glisi og glaumi, haga sér ekki þannig að kveldi að gráta þurfi a ðmorgni, gæta iað sér, þegar velja þarf eða hafna. Þeir hafa reynt að sýna fram á hve mikils virði sá einstaklingur er fyrir þjóðarheildina, sem leggur sig fram af fullri alúð við nám sitt og störf sín, svo að félagar hlans og aðrir, sem til hans þekkja geti borið til hans fullt traust. Vitna mætti til ummæla margra annarra, er hníga í sömu átt. Hvað segir unga fólkið nú á tímum? Það hefur einnig fjallað um þessi mál í ræðu og riti og í samtölum í útvarpi. Verulegur hluti þess vill vinna og vinnur á ýmsan hátt til umbóta í þess- um málum, en nokkrum hlutia þess fynnst það vera öllum stundum undir smásjá hinna eldri og unir því ekki. Eins og oft vill verða gætir nokkurs mis skilnings á báðar hliðar. Margir unglingar þurfa meiri aga en þeir hafa og á hinn bóginn ávít- ar fullorðið fólk þá yngri tíðum fyrir það, sem það hefur sjálft gefið fordæmi fyrir og á því mesta sök á. Við þurfum að sópa frá eigin dyrum áður en við fellum dóma um hirðuleysi fyrir dyrum annarra. Ungir og aldnir þurfa að vera meira sam- an í leikjum sem störfum. Þjóð- inni er meiri hætta búin en menn almennt gera sér grein fyrir af því að einangra unga fólkið frá því eldra, sígildir sið- ir og fornar dyggðir fara smám saman veg allrar veraldar og móðurmálið úrkynjast. Og hætt an verður enn meiri vegna sí- vaxandi samskipta við aðrar þjóðir. Fámenn þjóð, sem er að reyna að byggja upp sjáLfstæði sitt, svo að það verði meira en orðin tóm, þarf að vera á verði og gæta þjóðernis síns í umróti hins nýja tíma. Q Verið að faka fé á hús Á Akureyri á mánudaginn. (Ljósm.: E. D.j Um alvinnumálin í Akureyrarhæ AKUREYRI, sem er stærsti kaupstaður landsins utan höfuð borgarsvæðisins, hefur einnig þá sérstöðu, að vera ætlað höf- uðborgarhlutverk í Norðlend- ingafjórðungi. Kaupstaðnum er ætlað það, öðrum fremur, að vera forystukaupstaður og veita höfuðborginni nokkra sam- keppni, sem bæðrhenni og land inu öllu á að vera hagkvæmt. Akureyri getur rækt þetta hlut verk eftir mörgum leiðum, en grundvöllurinn verður þó ætíð athafna- og atvinnulíf. En nær- tækast er að nefna ýmsa at- vinnuþætti, sem auðsætt er að efla þarf til mikilla muna, svo að eftirsóknarvert sé fyrir dug- TUTTUGU BÆIR í HOFSÁRDAL FÁ RAFMAGN FRÁ DÍSILSTÖÐ Vopnafirði 11. nóv. Snjór er ekki mikill en illa lagður og mun víðast jarðlaust af storku. Veður var aftakamikið og til marks um það og hafrótið er það, að sjór gekk yfir Mið- hólma, enda háflæði. Mun þetta með mestu brimum er koma. Skemmdir á nýja sjóvarnar- garðinum mikla urðu ekki telj- andi og sagði hafnarstjórinn, að það mætti teljast vel sloppið. Menn voru á stór- um vörubíl niðri á bryggjunni. Gekk þá kvika yfir og færði bílinn til. Sjö tonna trilla sökk STAKA í MINNIGU Konráðs heitins frá Hafralæk, sem lengi var les_ endum Dags kunnur og setti á þeim tíma svip sinn á blaðið vegna málsmekks og fræða. Kryddaði spaug sitt spekifróður spann gullþræði í kynningarnar. Mikils virði er hans óður okkur, sem geymum. minn- ingarnar. G. S. H. og er óttast, að hún sé ónýt. Harta átti Davið Vigfússon. Dilkar voru vænni í haust en áður og reyndust 16.02 kg. og er það vænsta hér. Lógað var 13036 kindum alls. Þyngstu meðalvigt átti Guðmundur Þor steinsson, Víðidal, 18.5 kg. En Guðni Stefánsson, Hámundar- stöðum hafði 18.2 kg. meðalvigt og var flest tvílembingar. Þyngsti dilkur var 27.3 kg. og eigandi hans var Sigurjón Frið- riksson, Ytrihlíð. Á næstunni verður væntan- lega lagt rafmagn á 20 býli í Hofsárdalnum, frá disilstöð í Vopnafjarðarkauptúni. Hyggja menn gott til. Talið er, að sjónvarp frá Gagnheiðarstöð muni ná til nokkurn hluta sveitarinnar, hér að norðan. Ovíst er, að sjón- varpið sjáist allsstaðar vel í þorpinu. Menn eru sem óðast að lcaupa sér sjónvarpstæki. Árni Ingimundarson er að æfa hér kóra, bæði karlakór og blandaðan kór, og enda æfingar vonandi með samsöng. Þ. Þ. legt fólk að setjast hér að, og aðstreymi myndist. Þetta mætti líka orða svo, að Akureyri taki á móti nokkru af þeim fólks- fjölda, sem annars flyttist til höfuðborgarsvæðisins. f þessu sambandi líta flestir til iðnað- arins, þegar rætt er um aukn- ingu atvinnulífsins, en sam- kvæmt reynslu nágrannaþjóð- anna, skipta vegalengdir frá framleiðslustað til aðal markaðs svæða nú minna máli með ári hverju vegna aukinna og bættra samgangna og verður að telja líklegt, að sú þróun verði hér einnig. Þegar verkefni einhvers kaup staðar eru rædd, og hugleiddir vaxtarmöguleikar, hljóta at- vinnumálin að skipa fyrsta sæti umræðna og áforma, og hér er það iðnaður, stóraukinn iðnað- ur, sem er og verður höfuð við- fangsefnið. Hér skal minnt á iðnað samvinnumanna, stál- skipasmíðarnar, niðursuðu og annan fiskiðnað, húsgagna- og byggingariðnaðinn, vélsmíðar o. s. frv. En verzlun og útgerð, skipa sem ætíð áður veglegan sess í atvinnu- og athafnalífinu. Alla aðal þætti athafnalífsins væri ástæða til um þessar mund ir að taka á dagskrá hjá yfir- völdum bæjarins, jafnvel að halda um þau borgarafund eða fundi, ef með því fengjust nýjar hugmyndir fyrir framtíðina og ekki síður til að finna leiðir úr þeim vanda, sem hætt er við að nú sé framundan í vetur, eins og í fyrravetur, en það er hið geigvænlega atvinnuleysi. At- vinnumálin eru stærstu verk- efni bæjarfélagsins nú, þótt jafn an megi um það deila, að hve miklu leyti bæjarfélög eiga að grípa inn í atvinnulífið hverju sinni og á hvem hátt. Hér er að sjálfsögðu ekki efast um, að bæjarstjórn er með atvinnuauk andi ráðstafanir á prjónunum. En bezt er að vinna að þeim fyrir opnum tjöldum. Verzlunin á Akureyri er elzta atvinnugrein staðarins og enn einn af burðarásum atvinnulífs ins og veitir bæ og héraði mik- Ási, Vatnsdal 11. nóv. Heldur viðrar illa það sem af er vetri, kominn nokkur snjór og hag- lítið' að vestanverðu í dalnum. Menn eru að taka fé á hús og eitthvað mun enn vanta, þó ekki fremur venju í fyrstu snjó- um. Fremur finnst manni horfa skuggalega eins og er, en úr getur raknað með veðráttuna. Verið er að lóga hrossum hjá Sölufélaginu á Blönduósi. Félagslif er ekki vaknað hér ennþá, en á Blönduósi mun fé- lagsstarfsemi að hefjast eða haf in, enda hægara um vik þar og menn minna bundnir veðri og færi. G. J. ÞUNGT FÆRI Dalvík 11. nóv. Brim var ekki aftakamikið en illt veður og mikil ólga. Skemmdir urðu engar á hafnarmannvirkjum eða bátum, sem hér lágu. Fönn er allmikil og þyngist færi mjög á vegum og veitir ekki af að drif séu á öllumi hjólum þeirra bifreiða, sem fara þurfa um sveitir. J. H. Um orkunotkunina ilsverðustu þjónustu, en á að geta stórvaxið með tilkomu bættrar hafnaraðstöðu, sem nú er unnið að. Útgerð hefur jafnan verið nokkur og stundum mikil. Út- gerðarfélag Akureyringa h.f. á mikilvægan þátt í því, að halda uppi atvinnu, jafnframt því að auka gjaldeyristekjur þjóðarinn ar. Kaup á togara eða veiðiskipi til hráefnisöflunar er á dagskrá og auðsætt, að ekki verður undan því vikizt að halda í horf inu um skipakost og þyrfti auð- vitað einnig að auka hann, þótt aukin nýting aflans sé e. t. v. ennþá nauðsynlegra verkefni. En að því tvennu má vinna sam hliða. Togaraútgerðin á Akur- eyri er í framkvæmd bæjarút- gerð. Þess hefur orðið vai't að und- anförnu, að bæði eldri og yngri borgarar hafa vaxandi áhuga á (Framhald á blaðsíðu 2) Á ÁRUNUM 1964—67 jókst neyzla jarðgass um 25 prósent og brennsluolíu um 24 prósent. Notkun raforku var meiri en nokkru sinni fyrr. í nokkrum vanþróuðum löndum jókst raf- magnsneyzlan um allt að 27 prósentum frá 1966 til 1967. Það kemur einnig fram, að vanþróuðu löndin, sem hafa í’úma tvöfalda íbúatölu iðnaðar landanna, nota einungis einn áttunda hluta af raforku heims ins. Japan er nú mesti hráolíuinn flytjandi heims. Samanlögð rafmagnsneyzla heimsins var 3856 milljarðar kílóvattstunda eða meiri en nokkru sinni áður. Var um að ræða 6 prósenta aukningu frá árinu á undan. Árleg kilóvatt- stunda-neyzla á hvern íbúa í heiminum öllum var að meðal- tali 1133 kílóvattstundir árið 1967 eða 4 prósentum meiri en árið 1966. En þegar komið er að einstökum löndum, verður mun urinn geysimikill. Efst á blaði er Noregur með 12.566 kílóvatt- stunda meðalneyzlu á hvem íbúa árlega. Löndin, sem em neðst á listanum, hafa hins veg- ar allt niður í 3 kílóvattstunda meðalneyzlu á íbúa árlega. Af samanlagðri raforku heims ins árið 1967 notaði Norður- Ameríka 38 prósent, Sovétríkin og Austur-Evrópa 20 prósent, aðildarríki Efnahagsbandalags- ins 12 prósent og aðildarríki Frí verzlunarbandalagsins 10 pró- sent. Sífellt fleiri ólæsir. Þrátt fyrir hið mikla átak, sem ýmis lönd gera til að vinna bug á ólæsi, eykst tala bókleys- ingja um heim allan hröðum skrefum. Verði baráttunni við ólæsi haldið áfram með sama hraða og verið hefur til þessa, verða á næsta ári 810 milljónir bókleysingja meðal 2335 millj- óna jarðarbúa (fullorðinna). Jafnvel þótt hraðinn yrði auk- inn um helming, yrðu samt á næsta ári 710 milljónir fullorð- inna manna í heiminum, sem hvorki kunna að lesa né skrifa. Frá Fjórðungssamb. Norðiendinga Á FYRSTA fundi nýkjörins Fjórðungsráðs Norðlendinga, sem haldinn var 1. nóv. sl„ var kosin framkvæmdastjórn þess og framkvæmdastjóri. Formað- ur Fjórðungssambands Norð- lendinga, Marteinn Friðriksson forstjóri, Sauðárkróki, er sjálf- kjörinn í framkvæmdastjórn, en auk hans voru kosnir í fram kvæmdastjórnina Bjarni Einars son bæjarstjóri á Akureyri og NY BARNABÓK eftir Eirík Sigurðsson fyrrverandi skólastjóra KOMIN er í bókaverzlanir ný barnabók, sem ber nafnið Strákar í Straumey, og er eftir Eirík Sigurðsson fyrrv. skóla- stjóra. Aðalsögupersónur bókarinn- ar eru Vífill og Smári, en þeir eru 10 og 12 ára, synir læknis- ins á Meleyri. Þegar sagan hefst, er vor og drengirnir bíða þess að fá vist í sveit. Dag nokkurn kemur faðir þeirra heim með þær gleðifregn ir, að hann hafi ráðið þá til sumardvalar isStraumey, hjá hjónunum Bjarna og Valgerði. Eyja þessi er skemmt undan landi og talið að Papar hafi, fyrr á öldum, dvalið þar. í Straumey lenda drengirnir í ýmsum ævintýrum og komast í kynni við Grámann og Sólon, en sögu þá ætla ég ekki að rekja nánar. Dvölin í Straumey verður á margan hátt lærdómsrík og óskyld verk sem drengimir taka þátt í, eða allt frá bjargsigi að gullgreftri. I frásögnina er fléttað átthagafræðslu og stað- háttalýsingum. Strákar í Straumey er drengjasaga, 107 blaðsíður og myndskreytt af Bjama Jóns- syni listmálai-a. Myndimar eru flestar ágætar, en forsíðumynd- in þó einna bezt. Efni bókarinnar er mjög ís- lenzkt að allri gerð, með hóf- legri spennu og stuttum köfl- um, sem flestir hafa að geyma nýja atburði. Hún er skemmti- leg aflestrar og með beztu barnabókum, sem ég hef lesið eftir Eirík Sigurðsson, en hann er löngu landsþekktur rithöf- undur og þýðandi. Fullyrða má, að bókin er hollt lesefni fyrir æskuna og verður vafalaust vel tekið. — Útgefandi er bókaút- gáfan Fróði, Reykjavík. Indriði Úlfsson. Björn Friðfinnsson bæjarstjóri á Húsavík. Framkvæmdastjóri var í'áðinn Lárus Jónsson við- skiptafræðingur, og hefur hann störf hjá Fjórðungssambandinu um næstu áramót, en hann starf ar nú sem deildarstjóri byggða- áætlanadeildar Efnahagsstofn- unarinnar. Skrifstofur Fjórð- ungssambands Norðlendinga verða fyrst um sinn í bæjar- skrifstofunum á Akureyri við Geislagötu. Með þessum ákvörðunum er lokið endurskipulagningu Fjórð ungssambands Norðlendinga samkvæmt nýjum lögum þess, sem samþykkt voru á þingi Fjórðungssambandsins á Sauð- árkróki 22. og 23. okt. sl. í Fjórð ungssambandinu eru nú sveit- ar- og sýslufélög í báðum kjör- dæmum Norðurlands. Auk þess er heimilt að taka nærliggjandi sveitarfélög inn í samtökin, sem eru á byggðasvæði því, sem Norðurlandsáætlun nær til. Alls geta 61 fulltrúi frá ofan- greindum aðilum átt sæti á þingi samtakanna, en skylt er að halda Fjórðungsþing árlega. Níu manna Fjórðungsráð fer með stefnumál samtakanna milli þinga, en það kýs þriggja manna Fjórðungsstjórn, sem fer með daglega framkvæmdastjóm þess ásamt framkvæmdastjóra. Fjórðungssamband Norðlend inga mun taka upp viðræður næstu daga við Efnahagsstofn- unina og Atvinnujöfnunarsjóð um verkaskiptingu og samstarf um áframhaldandi gerð og fram kvæmd Norðurlandsáætlunar. (Fréttatilkynning)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.