Dagur - 12.11.1969, Page 1

Dagur - 12.11.1969, Page 1
BEZTA HÚSHJÁLPIN ÞRIFUR ALLT LII. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 12. nóv. 1969 — 44. tölublað FILMU HÚSIÐ Hafnarstrætj 104 Akureyrl Slmi 12771 • P.O. Box 397 SÉRVERZLUN: LJÖSMYNDAVÖRUR FRAMKÖLLUN - KOPIERING Læknir kominn a Raufarhöfn Raufarhöfn 11. nóv. Hér hefur verið snjókoma í meira en viku og kominn töluverður snjór og erfiðleikar á landleiðum. Ekki hefur verið farið á sjó þennan tíma. Góð tíðindi þóttu okkur það, þegar hingað kom læknirinn Guðbrandur Kjartansson fyrir viku eða svo og starfar hér í vetur og sennilega lengur. En læknisleysið var búið að valda okkur miklum áhyggjum. Héðan fóru um daginn 8 þús. kassar af fiski á Ameríkumark- að með Hofsjökli. Jökull hefur aflað á sjötta hundrað tonn síðan í byrjun ágúst. Rjúpnaskyttur hafa mest feng ið 20 rjúpur á dag en flestir rniklu minna. II. H. Rólegt mannlíf á Fljótsdalshéraði Egilsstöðum 11. nóv. Komið er þæfingsfæri í byggð og allir f jallvegir ófærir. Og það er jarð laust að kalla á Héraði. Snjór- inn er þó ekki mjög mikill og jafnfallinn, enda krapaði fyrst en síðan hljóp allt í storku. Enn er hríð og hefur kólnað veru- lega. Jeppum einum og stórum bílum er fært um byggðir. Nemendur Eiðaskóla eru í vetur 123 en ekki 110 eins og stóð í fréttapistli frá mér síðast. Engin hreindýr hafa komið hér í nágrenni, svo ég hafi heyrt, enda skotin, er nálægt voru byggðum á veiðitíma. Skjóta mátti 600 hi’éfrídýr, en hvort sú tala hefur fallið fyrir skotum veiðimanna, er óvíst því enn er eftirliti ábótavant og skotglaðir menn fara ekki allir að settum reglum, því miður. Á leið hingað eru fjórir vöru- flutningabílar og komust þeir við illan leik að Möðrudal og hafa setið þar síðustu daga. Mun þeim verða veitt aðstoð þegar upp birtir. Víða slitnuðu símalínur á Suðurfjörðum, vegna ísingar og hvassviðris. Ti-uflanir urðu á rafmagninu vegna ísingar. Öll útivinna liggur nú niðri og mannlífið er fremur hljóð- látt þessa haustdaga, síðan veð- ur spilltust. Flug hefur fallið niður síð- ustu daga og bíða margir ferð- búnir hér, þeirra á meðal nokkr ir, sem mæta þurfa á tveim fundum í höfuðborginni, er fjalla eiga um raforkumál. V. S. Magnús Ólafsson við störf í rannsóknarstofunni. (Ljósm.: E. D.)' FYRIR skömmu, eða um mán- aðamót sept.—okt. tók til starfa á Akureyri ný rannsóknarstofa. Það er Mjólkursamlag KEA, sem kom henni upp og rekur hana í sínum húsakynnum. Á þessari rannsóknarstofu er daglega fylgst með gerlamagni í öllum seldum mjólkurvörum, svo og því vatni, sem samlagið notar. Tryggir þetta alveg efa- laust jöfn gæði vörunnar og hverskonar vandvirkni í með- ferð þessarar viðkvæmu og þýðingarmiklu matvöru, allt frá því hún kemur í mjólkurbrús- um frá framleiðendum og þar til hún er fengin neytendum í hendur. Rannsóknarstofan hefur þeg- ar fengið ýmis önnur verkefni og má þar nefna rannsóknir á kjöti og kjötvörum frá Kjöt- iðnaðarstöð KEA og ennfremur Víða liafði snjórinn gert myndir í samvinnu við trjágróðurinn um helgina. (Ljósm.: E. D.) Gamla Svalbarðskirkjan flutt til Akureyrar í vor Friðlýsing gamla bæjarhlutans var ranghermi SJÖUNDI aðalfundur Minja- safnsins á • Akureyri var hald- inn á Hótel KEA á mánudag- inn. Þar eiga sæti 15 fulltrúar, 9 frá Akureyrarkaupstað, 3 frá Eyjafjarðarsýslu og 3 frá Kaup- félagi Eyfirðinga, og er það í hlutfalli við eignahlutföll þess- ara aðila í Minjasafninu. Á þess um aðalfundi voru 12 fulltrúar mættir, auk stjórnar og Tryggva Þorsteinssonar skóla- stjóra, sem var gestur fundar- ins. Stjórnarformaður, Jónas Kristjánsson, setti fundinn. Fundarstjóri var kjörinn Sig- urður O. Björnsson og fundar- ritarar þeir Valur Arnþórsson og Björn Þórðarson. Skýrslu safnsstjórnar flutti Sverrir Pálsson skólastjóri. Safnvörðurinn, Þórður Frið- bjarnarson, sagði frá starfi sínu við safnið og Jónas Kristjáns- son las og skýrði reikningana. Fram kom m. a. að loksins væru nú fengin öll leyfi til að flytja gömlu Svalbarðskirkjuna til Akureyrar og setja hana nið- ur þar, norðan við Kirkjuhvols- gai'ðinn, eins og lengi hefur ráð gert verið og að unnið undan- farin misseri. Þær fréttir sjónvarps, að frið lýstur hefði verið hluti elzta bæjarhlutans á Akureyri, Fjar- an, eða hluti hennar, hafa ekki við rök að styðjast. Hins vegar hagar svo til á Akureyri, að á örlitlu svæði og einmitt á áður- nefndum stað, er hverfi húsa, sem staðið hafa fast að hálfri annarri öld, lítt breytt og enn notuð til íbúðar. Hafa hús þessi margvíslegt sögulegt og forn- minjalegt gildi. Unnið er að því, að þessi hús verði varðveitt. Starfsemi Minjasafnsins var síðastliðið ár með sama hætti og áður, en húsnæði takmarkar stækkun safnsins og notagildi. Skólar sækja safnið meira en áður. Fjárhagur Minjasafnsins er sæmílegur nú, en fyrirhug- aður kii'kjuflutningur og við- gerð á hinni gömlu kirkju, kr.efst .allmikils fjármagns, auk alls annars, sem fyrirhugað er að gera á vegum Minjasafnsins. Maður varð úti ÁSGRÍMUR GUÐMUNDSSON frá Þorbjargarstöðum í Skefils- staðahreppi í Skagafirði, varð úti í fjárleit og fannst örendur á mánudaginn skammt frá Skíðastöðum í Laxárdal. Hann var þrítugur að aldri, ókvæntur og bjó með foreldrum sínum og bróður. Hundur Ásgríms vísaði leitarmönnum á líkið. □ Ógurlegl brim í Úlalsfirði hefur heilbrigðisfulltrúi sent henni sýnishorn af mjólkurís til rannsóknar. Og án þess að nefna einstök dæmi hefur þessi litla stofnun nú þegar gefið ákveðna úrskurði, er leitt hafa til betri framleiðslu. Blaðamaður Dags leit inn á rannsóknarstofuna á mánudag- inn og hitti að máli Magnús Ólafsson, er rannsóknir fram- (Framhald á blaðsíðu 2) Ólafsfirði 11. nóv. Hér hefur verið norðaustan stórhríð frá því á föstudagsmorgun og þar til í gær og lokaðist þá Múla- vegur og snjókoma svo mikil, að allir vegir urðu ófærir og mjólk barst ekki nema frá þeim tveim bæjum, sem næstir eru. Talið er, að brimið, sem hér gerði, sé það mesta, sem komið hefur síðan 1961. Engar skemmd ir urðu þó á bátum og hafnar- mannvirki virðast óskemmd, eftir því sem séð verður. Aftui' á móti hafa orðið nokkr ar skemmdir á Kleifum. Brotn- aði árabátur, sem settur hafði verið upp undir bakka og lá við að trillubátur færi sömu leið, en það tókst á síðustu stundu, að koma böndum á hann. Þá braut brimið hlið á stóru salthúsi, er stendur þar upp undir bökkun- um, eign Sigurðar Baldvinsson- ar útgerðarmanns, og eyðilagði salt o. £1. er það var geymt. í þessu húsi voru einnig geymdir þrír árabátar, en þeir skemmd- ust ekki. í dag er minni stormur og minna brim. Líkur eru á því, að Drangur komist hingað inn í dag. En um brimið á sunnudaginn má segja, að það gekk upp á land og hafnargarðarnir sáust ekki nema öðru hverju. Marg- föld bönd voru á bátunum og sjómenn stóðu þar vörð, bæði þann dag og mánudagsnóttina líka. B. S. F ulltrúaráðsf undur Framsóknarfélaganna á Akur- eyri verður haldinn fimmtudag inn 13. nóv. kl. 8.30 e. h. í Félags heimilinu, Hafnarstræti 90. Fundarefni: Skoðanakönnun fyrir næstu bæjarstjórnarkosn- ingar. □

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.