Dagur


Dagur - 19.11.1969, Qupperneq 8

Dagur - 19.11.1969, Qupperneq 8
8 »«S333333S3333333«S33S333$$3$333333: SMÁTT & STÓRT Bókhlaðan nýja a Akureyri. — Sjá viðtal í opnu. Grófu féð í fönn í aftakaveðri AFTAKA norðanveður gerði víða um næstsíðustu helgi. Frammi í hinum veðursæla Eyjafirði varð veðurhæð mikil og miklu meiri en t. d. á Akur- ■eyri og næsta umhverfi hennar, talið eitt hið versta veður, er þar hefur lengi komið. í Grænuhlíð býr Kristján Oskarsson. Á þeim bæ lentu menn í miklum erfiðleikum við sauðfé. Þegar blaðið ætlaði að síma til bónda, á fimmtudag- inn, var hann ekki heima, en kona hans, frú Helga Hermanns dóttir, varð fyrir svörum og sagði efnislega svo frá: Á sunnudaginn ætluðu piltar með fjárhóp, 43 kindur, austur í Draflastaði í Sölvadal, skemmstu leið hér yfir öxlina eða Núpufellshálsinn. Þeir höfðu ekki langt farið þegai’ byi-jaði að mugga, svo skall á öskrandi stórhríð þar efna en kraparigning hér heima. Hlóðst strax snjór í ullina á fénu og gerði það þungfært, enda veður slíkt, að ógjörlegt var að kom- ast áfram. Þrír bræðurnir voru Byggingaframkv. á Akureyri '69 íbúðarhús. Hafin er bygging 13 íbúðar- húsa með 34 íbúðum, það sem •af er árinu. Alls eru í byggingu 89 íbúðarhús með 135 íbúðum, og má ætla að þar af verði 33 íbúðarhús með 48 íbúðum skráð fullgerð um næstu áramót. Aðrar byggingar. Hafin er bygging nokkurra stærri bygginga, svo sem skinna verksmiðju SÍS sem er 3875 fer metrar að stærð og 28097 rúm- metrar. Eimskipafélag íslands ■byggir vöruskála á Oddeyrar- tanga og er 1. áfangi þess húss 7778 rúmmetrar. Tollvöru- geymsla er í byggingu við Hjalt eyrargötu og Vegagerð ríkisins hóf byggingu vex-kstæðis- og ski-ifstofuhúss við Miðhúsaveg. Þá er hafin bygging á stækkun Elliheimilis Akureyrar, og verð ur þar rúm fyrir 30 vistmenn. Unnið er að endui-byggingu og stækkun verksmiðja Iðunnar og Gefjunar. Teknar hafa verið í notkun nýbyggingar Mennta- skólans og Iðnskólans og bi-áð- lega verður Sólborg, vistheimili vangefinna, tekið í notkun. Þetta lauslega yfirlit 1969 nær til 15. nóvember. Akureyxá, 15. nóv. 1969. Jón Geir Ágústsson. Krabbameinsrannsóknir á Ák. KRABBAMEINSFÉLAG Akur eyrar hóf nú í haust skipulega leit að 1‘eghálskrabbameini og fyrstu einkennum þess hjá kon- um á aldrinum 25—60 ára bú- settum í Akureyrar-læknis- héraði. Rannsókn þessi fer fi-am í húsnæði Bei-klavarnarstöðvar Akureyi*ar á mánudögum og miðvikudögum kl. 2—5 síðdegis. TÓKU KEFLA- VÍKURSTÖÐINA ÞAÐ bar til að kveldi síðasta ■sunnudags, að tveir tugir ís- lenzki-a mótmælenda Vietnam- ■sti-íðs ,,hei-tóku“ sjónvai-psstöð- ina á Keflavíkurflugvelli. Kom- ust þeir þangað með því að klifra yfif girðingár eða skrökva til um erindi sitt. Skrifuðu þess ir menn slagorð á veggi, spraut- uðu víða málningu og settust að í sjónvarpsstudioinu þar til ís- lenzka lögreglan, sem til var kvödd, kom og fjarlægðu hina óboðnu gesti, sem sagðir eru flestir úr Reykjavík og orðaðir við Æskulýðsfylkinguna og ung ir að árum, sem sýnilega geta lært af útlendum. Q með féð og komu þeir því í girðingarhólf uppi í fj.allinu. En Kristján hafði áður farið á bíl í Draflastaði og ætlaði að taka á móti þeim, er þeir kæmu með féð, og þar sat hann veður- tepptur til þriðjudags, en þar er sími og upphitiað hús. En það er af piltunum þremur að segja, að þeir komu heim um fimmleytið. Um kl. 7 um kvöld- ið var á ný farið til að huga að fénu og fóru nú sjö menn sam- an. Þeir komu sjö kindum heim um kl. 1 um nóttina en grófu hinar í fönn. Hríðarkófið var óskaplegt og naumast stætt Á mánudagsmorgun var enn vitjað um féð og voru allar kindurnar lifandi. Fengin var jarðýta með stóran sleða og féð flutt í tveim ferðum í Æsustaði og var það svo rekið hingað heim á miðvikudaginn. Svo var aftur lagt af stað með féð á bíl í dag, sagði húsfreyja að lokum. Q FLUGVÉLARÁN Síðustu mánuði hefur mörgum farþegaflugvélum margra flug- félaga og á ýmsum leiðum verið rænt sem kallað er, þ. e. einhver farþeganna hefur, með skamm- byssu í hendi, neytt flugstjór- ann til að breyta um stefnu og lendingarstað. Seint í sumar voru flugvélarán af þessu tagi orðin 85 talsins og nú munu þau vera um hundrað eða e. t. v. fleiri. Flugfélögin hafa enn ekki gert neinar meiriháttar aðgerðir til varnar flugvélaránum. Til umræðu hefur verið, að liafa áhöfn vélanna vopnaða eða að hafa einskonar vopnaðan vörð í flugvélum. Þá hefur komið til tals að útiloka, að farþegar beri vopn í flugvélum. En allt þetta þykir bæði kostnaðarsamt, auka tafir á flugstöðvum (aukaskoð- un) og jafnframt er talin aukin hætta á stórslysum af vopna- viðskiptum. ÁFLÓTTA Reykvíkingar og fleiri þar syðra misstu ag vinsæla sjón- varpsþættinum „Á flótta“, í síð- ustu viku vegna bilunar. Þá þegar var tilkynnt, að þáttur- inn yrði fluttur aftur og var það gert síðastliðinn laugardag. Ekk ert er við þetta að athuga. En hvernig stendur á því, að Norð- lendingum er ekki sýnd slík kurteiti þegar niður fellur sjón- varp hjá þeim? Bændaklúbbsf undur N Æ S TI bændaklúbbsfundur verður á Hótel KEA 24. nóvem- ber n. k. og hefst kl. 9 e. h. Frummælandi verður Magnús Sigsteinsson ráðunautur B. f. og fjallar erindi hans um bygging- ar í sveitum og bútækni. Q Rannsókn þessa annast Bjarni Rafnar læknir, og er hún skipu lögð þannig, að konum á ofan- greindum aldri er sent bréf, þar sem þær eru fræddar um rann- sókn þessa og beðnar að panta tíma þegar þær vilji og geti mætt til rannsóknar. Tímapant- anir eru teknar í síma 11477 mánudaga og miðvikudaga kl. 5—6. Bréfin eru send út eftir stafrófsröð, til þess að forðast þrengsli, og er komið að stafn- um K. Ýmsar ástæður valda því, að ekki koma bréf þessi til allra þeirra kvenna, sem eiga að fá þau. En að sjálfsögðu er rann- sókninni einnig ætlað að ná til þeirra. Þær eru því beðnar að panta skoðunai-tíma. Það eru eindregin tilmæli stjórnar Krabbameinsfélags Ak ureyrar, að konur notfæri sér þessa mikilsverðu og mjög ódýru rannsókn, sem getur orð- ið, og hefur nú þegar orðið sum um þeiriia til ómetanlegs gagns. Þá vill stjóm félagsins eindreg- ið skora á sem flestar konur og karla að gerast meðlimir í fé- laginu og verða með því góðu málefni að liði. (F réttatiilcynning) RJÚKANDI RÁÐ NU em síðustu forvöð að sjá Næstkomandi föstudagskvöld hinn hressilega gaman og söngvaleik Rjúkandi ráð eftir Pír O. Man, sem undanfarið hef ur verið sýndur við ágætar undirtektir í Sjálfstæðrshúsinu. verður síðasta sýning á leiknum og eru Akureyringar hvattir til að láta þetta tækifæri ekki fram hjá sér fara. Myndin er úr leiknum. Q SLEGLÐ Á ÍS Mörgum þótti sú frétt nýstárleg og umhugsunarverð, er sjón- varpið flutti um heyskap syðra í miðjum nóvember. En þar sagði frá því og var sýnt, hvem ig slegið var með sláttuvél á ís. Þetta var fyrrum nokkuð al- gengt þar sem svo hagaði til, að vel sprottið votlendi fraus svo að mannheldur ís varð og veru- legur hluti gróðursins stóð upp úr svellinu. Þetta var auðvitað lélegt fóður, en notandi þótti það handa sauðfé. Með kraft- fóðurgjöf notast slíkt hey all- vel, enda er flest hey í harðind- um og sunnlenzkum bændum kemur allt heyfóður vel, eftir fádæma óþurrkasumar. KYNLÍFS-BÓKMENNTIR Nýlega var gerð afturreka kyn- lífskvikmynd ein, er ætluð var til sýningar í höfuðborginni og þótti of klámkennd, samkvæmt íslenzkum lögum um það efni. Fyrir hefur og komið, að bönn- uð hafi verið útgáfa rita og bóka í sama flokki. Viðhorf fólks hér á landi hafa mjög verið að breytast í þessu efni hin síðari ár og þykir nú ekki lengur ósiðlegt og sak- næmt, sem áður þótti óalandi og óferjandi og svo mun það vera meðal annarra Norður- landaþjóða. Jafnvel eru uppi raddir um það, að leyfa slíkt fjölnúðlunarefni alveg ótak- markað. En það er rökstutt með því, að þá myndi siðræn hneigð og fagurfræðileg aftur fara að vinna á og klámið ekki verða sú verzlunarvara, sem það er. Aðrir vilja ekki fara lengra nið- ur í öldudalinn, enda óæskilegt. En hvað sém um það er að segja, hafa íslenzk lög og al- menningsálitið fordænít klám í blöðum og bókum og öðrum fjölmiðlunartækjum. Út er kom in á Akureyri bók um kynlíf og verður fróðlegt að fylgjast með því, á því herrans ári 1969, livaða afstöðu yfirvöldin taka til slíkrar bókaútgáfu. SÖNN LÝSING Maður einn, sem stundað hefur saltfisksölu í áratugi í Suður- löndum, Þórður Albertsson að nafni, segir m. a. í viðtali við Morgunblaðið: „Nokkru fyrir utan Aþenu, ]iar sem ég hjó, höfðu Grikkirn ir spilavíti, svokallað Casino. Þangað er manni boðið ókeypis fram og til haka í fínum búss- um og jafnvel stundum gefið atð horða þegar á staðinn er komið, en í spilavítinu eru öll spilin auðvitað merkt og rúlletan und arlega gerð, svo að maður fer alltaf út með tap. Minnir þetta á hanka, sem gefur saklausui harni sparisjóðshók með nokkr- um krónum í svo að það haldi áfram að leggja í bókina, en svo er megnið tekið aftur með gengisfellingu." Líkingin er sláandi og hittir beint í mark. LJÓSASKOÐUN BIFREIÐA Gísli Ólafsson yfirlögregluþjónn á Akureyri hefur beðið blaðið að minna eigendur ökutækja á eftirfarandi: Ljósaskoðun bif- reiða, sem hófst 3. þ. m. lýkur í dag, 19. nóvember. Það eru því síðustu forvöð að fá ókeypis Ijósaskoðun, en nauðsynlegt að það sé gert. Stærri bifreiðaverk stæði hafa ljósastillingatæki. — Notið því tækifærið í dag. Lög- regla og bifreiðaeftirlit munu ganga eftir því, að ljósabúnaður ökutækja sé í lagi. Réttur ljósa búnaður veitir bifreiðastjórum og öðrum verulegt umferðar- öryggi.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.