Dagur - 26.11.1969, Page 4

Dagur - 26.11.1969, Page 4
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Simar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMtJELSSON Prentverk Odds Bjömssonar hJ. Dapurlegt afmæli HINN 20. nóv. sl. voru 10 ár liðin síðan ráðherramir, sem kölluðu sig „viðreisnarstjórn“ settust í valdastóla eftir umdeilda stjómarskrárbreyt- ingu á kjördæmaskipun. Árið 1963 tók Bjami Benediktsson við stjómar formennskunni af Ólafi Thors og hefur verið í stjórninni frá önd- verðu. Varð Jóhann Hafstein þá ráð- herra. Árið 1965 gerðist Magnús Jónsson fjármálaráðherra í stað Gunnars Thoroddsen og síðan varð Eggert G. Þorsteinsson ráðherra í stað Guðmundar í. Guðmundssonar. Þótt stjórnin eigi sér á þessum tímamótum fáa formælendur, mun hafa þótt tilhlýðilegt að hún fengi sína „afmælistertu“ í Morgunblað- inu þennan dag. Var þar um að ræða upprifjun á stefnuyfirlýsingu stjóm- ar á Alþingi fyrir 10 árum og ýmsu, sem síðan hefur skeð. Varla hefur sú upprifjun orðið „afmælisbaminu“ til mikillar gleði eins og á stendur. Eftir því sem Mbl. segir mælti for- sætisráðherra „viðreisnarstjómarinn ar“ á þessa leið á Alþingi 20. nóv. 1959: „Það er meginstefna ríkisstjómar- innar að vinna að því, að efnahags- líf þjóðarinnar komist á traustan og heilbrigðan grundvöll þannig að skilyrði skapist fyrir sem örastri fram leiðsluaukningu, allir hafi áfram stöðuga atvinnu og lífskjör þjóðar- innar geti í framtíðinni enn farið batnandi. í því sambandi leggur ríkisstjómin áherzlu á, að kapphlaup hefjist ekki á nýjan leik milli verð- lags og kaupgjalds, og þannig sé haldið á efnahagsmálum þjóðarinn- ar, að ekki leiði til verðbólgu.“ Ástandinu í efnahagsmálum fyrir 10 árum lýsti formælandi „viðreisn- arinnar" að sögn Mbl. á þessa leið: „Athuganir hafa leitt í ljós, að þjóðin hefur um langt skeið lifað um efni fram, að hættulega mikill halli hefur orðið á viðskiptum þjóð- arinnar við útlönd, tekin hafa verið lán erlendis til þess að greiða þenn- an halla.“ Hann sagði, að hin ný- myndaða ríkisstjóm mundi þegar í stað „ráðast að þessum kjama vanda- málanna." Það er annað hvort bamaskapur eða grátt gaman hjá aðalmálgagni „viðreisnarinnar“ að rifja nú upp þessa 10 ára gömlu stefnuyfirlýsingu, því allt hefur það mistekizt, er þar þótti mestu skipta. Árásin á „kjama vandamálanna“ greiðsluhallan og skuldasöfnunina erlendis fór svo ger- samlega út um þúfur, að flest ár hef- ur orðið greiðslidialli, sem borgaður hefur verið með nýjum lánuin, enda (Framhald á blaðsíðu 7) Svar Héraosnefndar Þingeyinga vio greinargero Laxárvirkj.stj. VEGNA grenargerðar frá Lax- árvirkjunarstjórn, varðandi Gljúfurversvirkjun í Laxá, er birtist í dagblöðunum 16. sept. sl., vill Héraðsnefnd Þingeyinga í Laxárvirkjunarmálum gera eftirfarandi athugasemdir: Rangfærslur Laxárvirkjunar- stjórnar. í gi'einargerðinni segir, að hún sé fram komin „vegna mót- mæla ýmissa samtaka í Suður- Þingeyjarsýslu gegn fyrirhug- aðri virkjun Laxár við Brúar“. — Strax í upphafi grenargerðar innar gætir þannig rangfærslu. Engih mótmæli hafa komið frá nefndinni gegn takmarkaðri virkjun Laxár, hins vegar höf- um við mótmælt því, að Laxár- dal verði sökkt, og verulegur hluti bergvatnsins frá Skjálf- andafljóti verði tekinn og því veitt norður yfir Mývatnssveit til Laxár. Talað er um í greinargerðinni, að á þessu ári hafi risiðið upp „hópur manna“, til að mótmæla þessum aðgerðum „á þeim foi’- sendum, að hér sé hag 300 bænda stefnt í hættu“, Þessi „hópur manna“ er m. a. allir sýslunefndarmenn Suður-Þing- eyjarsýslu ásamt sýslumanni, allir fulltrúar á fundi Búnaðar- sambands Suður-Þingeyinga, allir stjórnarmenn í búnaðar- félögum í viðkomandi hreppum, allir sveitai’stjórnarmenn í fimm hreppum, allir bændur í Laxár- dal, allir bændur í veiðifélagi Laxár, flestir bændur í Aðaldal og flestir alþingiskjósendur Mý vatnssveitar. Eru þá aðeins tald ir þeir, sem hafa 'látið álit sitt í Jjós með undirskriftum eða at- kvæðagreiðslum. Þar sem mál þessi voru ekki kynnt af hendi Laxárvirkjunarstjórnar, komu þau fyrst til almennrar umræðu hér í sýslu á síðastliðnum vetri. Mjög erfitt hefur reynzt að fá vitneskju um fyrirætlanir virkj unarstjórnar. Hún virðist jafn- vel reyna að halda málinu leyndu, þó það væri bæði laga- leg og siðferðisleg skylda henn- ar að ræða það við alla, sem hagsmuna eiga þar að gæta, áður en lagt væri í mikinn kostnað við áætlanagerðir. Ekki er rétt með farið, að við höfum talið hagsmunum 300 bænda stefnt í hættu. Hið sanna er, að við höfum bent á, að á umræddum vatnasvæðum búi yfir 300 bændur, og gætu „breyt ingamar haft áhrif á hag flestra þeirra beint eða óbeint“; eins og segir í álitsgerð okkar til land- búnaðarráðherra. Þarna gætir, sem víðar í greinargerðinni, til_ hneigingar til rangfærslu. Staðhæfingar Laxárvirkjunar- stjórnar. Laxárvirkjunarstjórn segir, að rannsóknir hafi farið fram á því „af færustu sérfræðingum, sem völ er á“, að virkjun við Laxá sé hagkvæmari en allir aðrir virkjunaimöguleikar á Norð-Austurlandi. Þessum full yrðingum mótmælum við af- dráttarlaust. Engin rannsókn hefur enn farið fram á virkj- unarmöguleikum Skjálfanda- fljóts og rannsókn við Jökulsá á Fjöllum er ekki lokið. Loks er sá möguleiki að virkja jarðgufu í Námaskarði, Reykjahverfi og á Þeistarreykjum, en í Náma- skarði er ein borhola virkjuð nú þegar. Slíkur einstefnuakstur í andstöðu við heilt hérað og alla sanna unnendur náttúruvernd- ar getur ekki átt rétt á sér. Stjóm Laxárvirkjunar full- yrðir, að jarðstífla sé öryggari en steypt stífla, og virðist undr- andi á því, að Þingeyingar skuli draga þetta í efa. Virkjunar- menn færa þó engin rök fyrir því gagnstæða. Vita þeir ekki, að erlendis hafa miklu fleiri jarðstíflur bilað en steyptar, þótt ekki hafi komið iandskjálft ar til? í nýjustu útgáfu af Encyclopædia Britanica, 19. bindi, bls. 208 stendur: „Stíflu- garðar geta verið af tveimur aðalgerðum, af steinsteypu eða af jarðefnum. Hvor leið er valin fer eftir undirstöðuaðstæðum og gerð fáanlegs byggingarefnis. Þeu- sem völ er á traustu undir- stöðubergi á hóflegu dýpi, er steinsteypugarður æskilegri, en kostnaðm-inn verður meiri, þar sem mjög djúpt er á undir- stöðu“. Þetta segir forseti British Institute of Civil Engi- neers, maður með langa og fjöl- breytta reynslu í heilu heims- veldi. Landskjálftahættan. Ábyrgir menn geta ekki lokað augum fyrir landskjálftahætt- unni í Þingeyjarsýslu. Laxár- virkjunarsvæðið er merkt í mesta áhættuflokki á land- skjálftakorti fslands og sagan ber því ljóslega vitni. í land- skjálftunum miklu 1725 mynd- aðist sprunga á mótum Mývatns sveitar og Laxárdals og Laxá hvarf um tíma í jörð niður. Árið 1814 var þarna mikill land- skjálfti og aftur 1872, þegar Húsavík hrundi til gnmna utan tvö hús, en þá myndaðist svo breið jarðsprunga í Húsavíkur- höfða, allt í fjalíl upp, að brúa þurfti sprunguna, til þess að hægt væi'i að koma hestum yfir. Árið 1903 geysuðu landskjálftar enn og 1934 gerði svo milda landskjálfta, að jörðin gekk í bylgjum undir fótum manna. Auk þess má benda á, að Lax- árdalur er gömul jarðsprunga með tveim hraunlögum og laus- um jarðlögum á milli, sem getur reynzt mjög torvelt að þétta. Aðaldælingar munu því harð- lega mótmæla hvers konar mannvirkjagerð, er stefnt gæti lífi og eignum sveitarbúa í hættu. Hve liá stífla mátti koma í Laxá samkvæmt lögum frá 1965? Laxár virk j unarstj órn f ullyrð ir, að 18—20 m. há stífla í Laxár gljúfri muni ekki tryggja nægi- legt vatnsrennsli til virkjunar- innar vegna ís- og krapamynd- unar í Laxárdal. Þetta er stað- hæfing, sem ekki er á rökum reist. Heimamenn í Laxárdal og aðrir nákunnugir telja, að uppi- stöðulón með einungis 15 m. stífluhæð mundi tryggja virkj- unina gegn ísburði. Tveggja til þriggja lun. langt lón yrði þá ofan við stífluna, og þar sem það yrði ísilagt mestan hluta vetrar, mundi það stöðva allt krap- og ísrek að virkjuninni. Hvað með aðrar truflanir en ís- truflanir í Laxá? Við viljum benda á, að Laxár virkjunarstjórn hefur litla fram takssemi sýnt við að draga úr raímagnstruflunum á vetrum, svo sem með því að gera nauð- synlegar lagfæringar á eldri stíflunni í Laxá, sem er þannig gerð, að segja má, að krapinu úr ánni sé beinlínis veitt inn á vélax virkjunarinnar, í stað þess að beina því framhjá. Það sama má segja um vatnsmiðlunarturn inn í Laxá II, sem aldrei hefur komizt í verk að einangra, en ísmyndun í honum hefur valdið rafmagnstruflunum í Laxár- veitu. Allar skaðabætur vantar í út- reikninga. Laxárvirkjunarstjórn viður- kennir, að tjón muni verða í Laxárdal af völdum Gljúfur- versvh'kjunar, og sex jarðir muni verða óbyggilegar. Við teljum sönnu nær, að alltar jarð- ir í d'alnum fram í Ljótsstaði verði óbyggilegar, alls 12 Jög- býli, vegna hinnar fyrirhuguðu 57 m. háu stíflugerðar. Jafn- framt því mundi hin fagra og kostaríka veiðiá í dalnum verða eyðilögð til fiskræktar, en hún er þar um 28 km. löng. Auk þess bætist við jafnlöng veiðiá með Kráká, ef gert yrði fisk- gengt framhjá virkjunum í Lax árgljúfrum. Mætti ætla, að allt þetta stói-a veiðisvæði með ákjósanleg skilyrði til laxveiða í Laxárdal og þó nokkurri í Kráká, gæti borið allt að því 40 laxveiðistengur á dag með góðiú fiskrækt. Er auðsætt, hvers virði slík veiðihlunnindi gætu orðið. Þessa miklu mögu- leika virðist Laxárvii'kjunar- stjórn ebki meta að neinu, þrátt fyrir það, að skylt er að metla og bæta missi á möguleikum að fullu. Laxárvirkjunarstjóm heldur því fram í greinargerð sinni, að bændur í Laxárdal hafi sýnt skilning á hinum fyrir- huguðu virkjunarframkvæmd- um. Það er rétt, að þeir hafa ekki viljað standa á móti tak- markaðri virkjun með 18—20 m. stíflugarði sem hámarkshæð. Vii'kjunarstjói-n lætur þess hins vegar ógetið, að Laxdæiingar hafa oftar en einu sinni mót- mælt öllum framkvæmdum, sem ganga lengra og nú síðast stofnað til samtaka gegn ágengni virkjunarstjórnar. Mat á flóðahættu og veðráttu á íslandi. í greinargerð Laxái'virkjunar stjórnar er því Jialdið fram, að fyrirhuguð stífla í Laxá muni minnka flóðahættu neðan virkj- unar. Augljóst er þó, að stór- kostleg vatnsaukning við mesta rennsli í Laxá, samhliða flóðum framan Reykjadal, hlýtur að stórauka flóðahættu neðan virkj unar. Þær tölur, er Laxárvirkjunar stjórn tilfærir um vatnsborðs- breytinguna, gefa ekki rétta mynd af því, sem getur gerzt. Þær mælingar, er fram hafa far ið, eru einungis bráðabirgða- mælingar, sem Sigui-jón Rist, vatnamælingamaður hefur við- urkennt að gæfi ekki til kynna hvað gerist við langvarandi vatnsaukningu í ánni og eftir að hraunið í kring hefur mett- azt af vatni. Uppgefnar tölur eru aðeins meðaltal og gefa því enga mynd af mestu flóðum í Laxá á mestu álagstímum fyrir- hugaðrar virkjunar. Ennþá fráleitari eru hug- myndir Laxárvirkjunarstjórnar um ísalausa svæðið neðan virkj unar. Virðist stjórnin ekki vita, að frostharðar stórhríðar geti komið á ána ísalausá, en þá vill oft reka í hana með hinum verstu afleiðingum fyi'ir fisk- stofninn og klaksvæðin. Gæti þá svo farið, að Laxá stíflaðist svo gjörsamlega, að hún hlypi öll úr farvegi sínum og legði þykka íshellu yfir dalinn. I greinargerðinni er því hald- ið frarn, samkvæmt álitsgerð hinnar svokölluðu „Laxárnefnd ar“, að straumhraðinn í ánni eftir breytinguna mundi verða innan þeirra marka, sem nauð- synleg eru, þar sem lax hrygnir. Er þetta haft eftir veiðimála- stjóra. Hvað sem þessum um- mælum líður, er rétt að vekja atliygli á, að ekki er minnzt á hitt, sem þó er ekki síður mikil vægt, að vatnsdyptarbreyting- arnar á hrygninga<rstöðvunum gætu valdið stórtjóni á klakinu í ánni og hefur veiðimálastjóri staðfest það í viðtali við okkur. Gerðardómur í Sogsmálinu. í sambandi við þetta mætti benda á niðurstöðu nýfallins gerðardóms í Sogsvirkjunarmál inu, þar sem virkjunin er dæmd í milljóna skaðabætur vegna tjóns á veiði, en þar segir m. a.: „Reynnsla er fengin fyrir því erlendis, að rennslistruflanir af völdum orkuvera valda dauða á lífverum í ám og vötnum, bæði sem afleiðing af daglegum og árstíðabundnum sveiflum í rennsli og við þurrkanir. Slíkar rennslissveiflur og þurrkanir geta haft áhrif til hins verra á hrygningu og uppeldi fiska, svo og á fiskigöngui' og á veiði. Rennslistruflanir í Sogi af völd- um orkuveranna við Ljósafoss og írafoss svo og undirbúning- ur að byggingu írafossstöðvar- innar hefur valdið truflunum á eðlilegu klaki og uppeldi laxins í Sogi svo og á veiði. Afleiðing- in er minni laxagengd í Sog heldur en ætla verður, ef Sogið hefði verið óvirkjað og kemur hún fram í minni veiði í Sogi en ella, svo og veiðiti'uflunum og minni veiði í Ölfusá“. Þessi niðurstaða er undirrit- uð af Gissurri Bergsteinssyni, hæstaréttardómara, Gunnlaugi E. Briem, ráðuneytisstjóra, dr. Unnsteini Stefánssyni, efnafræð ingi, Þóri Steinþórssyni, skóla- stjóra og Þór Guðjónssyni, veiði málastjóra. Álit náttúrufræðinga. Laxárivrkjunarstjórn telur, að lónið í Laxárgljúfri muni geyma hita frá sumrinu fram á haust til hagsbóta fyrir fiskrækt ina í ánni, En það.er ekki haust- og vetrarhitinn, sem skiptir hér máli. Athyglisverðari er sú stað reynd, að lónið hlýtur að geyma kulda frá vetrinum fram á sum- lar, svo að laxagöngum gæti seinkað að miklum mun til stór tjóns fyrir veiðiréttareigendur, en vöxtui' alls fisks í ánni yi'ði þeim mun hægari yfir sumarið, sem liitastigið er lægra. Helgi Hallgrímsson og fleiri náttúru- fræðingar hafa bent á, að við rotnun slýs, jurtagróðurs og gróðurmoldar af mörgum fer- kílómetrum algróins lands, geti myndazt mikil eiturefni í lón- inu, með stórhættulegum og ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir allt dýralíf í ánni allt til sjávar. Mývatn og Kráká — Suðurá, Svartá og Svartárvatn. Laxárvirkjunai'stjói'n heldur því fram, að hin svokallaða Suðurárveita sé skaðlaus fyrir Mývatnssveit, jafnvel að hún verði til bóta. Mývetningar eru á annairri skoðun, og má þar vitna til skjalfestra mótmæla þeirra, sem send hafa verið al- þingismönnum kjördæmisins. Einnig má vitna til álitsgjörðar stjórnar Búnaðarfélags íslands, en þar segir, að 18 lögbýli muni vera í hættu, ef af þessum vatns flutningum verði. Að okkar dómi verður vart búið á flestum þessara býla, eftir vatnsflutn- ingana. Verkfræðingur Laxárvirkjun arstjórnar í þessu máli (Sig. Th.) var þráspurður að því, hvernig hugsað væri að hemja þetta aukna vatn í farveginum, en hann neitaði að gefa nokkr- ar upplýsingar þar að lútandi og sagði það ekki koma nefndinni við. Þarna er um að ræða allt að 10 km. leið um marflatt land, hallinn ca. 30—40 sm. pr. km., og farvegur Krákár jafnan bakkafullur við eðlilegt rennslis magn. Laxárvirkjunarstjórn seg ir, að þarna sé aðeins spurning um kostnað. En hvers vegna má ekki skýra frá því, hvernig þessi vatnsflutningur um láglendið er fyrirhugaðúr? Botn árinnar er víðast hvar hærri en landið í kring, þegar blábakkanum sleppir, enda flæðir áin yfir aJilt þetta land á vetrum og myndar 1—3 m. þykkt íslag yfir allt slétt lendið. Getur þá hver og einn gert sér í hugarlund hvað sú ís- hella yrði umfangsmikil, eftir að vatnsmagn Svartár og Suður Þankar m BRÖNUGRASIÐ RAUÐA - skrifaðir eftir sýningu á laugardagskvöldið. SKYNSAMLEG rök, vísindi, metorð og efnalegt öryggi er hið eina, sem máli skiptir. Tilfinning hjartans, dreym- andi, lífið og ástin eiga einnig fullan rétt á sér. Barátta hefur löngum staðið milli forsvarsmanna þessara tveggja lífsskoðana. í skáldskap síðustu ára hefur gildi hinnar síðarnefndu oft verið haldið fram enn á ný gegn efnishyggju og vísindatrú 20. aldarinnar, þar sem hið mannlega vill svo oft gleymast. í fyrsta þætti Brönu- grassins eru þessi andstæðu við horí þannig orðuð: Egill: Menning og vísindi eru verðmæti, áþreifanlegar stað- reyndir, sem bafa komið í stað blindrar trúar. Ari: Já, og hlaðið upp heljar- mikinn múr, hvar á stendur: hingað og ekki lengra. Vísindin hafa aldi'ei staðið með meiri blóma en í dag, þekkingin aldrei verið meiri, en mannskepnan aldrei verið vesalli .... menn- irnir halda, að þeir hafi fundið sannleikann, lykilinn að ham- ingju mannkynsins, en þegar að dyrunum kemm’, reynist lykill- inn rangur. í Brönugi'asinu rauða er þessi barátta fyrst og fremst innri barátta Ara Mássonar, tón- skáldsins unga. Þar takast á skynsemin og köld rökhyggjan á móti mannlegri tilfinningu og dreymandi. Afstaða höfundar- ins er skýr: Það mannlega á að sigra. Skynsemin og rökhyggj- an eru freistingarnar; þær eru á sviðinu sýndar í gervi unnust unnar Gyðu, málarans Egils og gráhærða mannsins, en þó fyrst og fremst í líki gamla manns- ins, sem er eins konar Mephisto pheles leikritsins. En þrátt fyi'ir ásækni freistinganna er hægt að sigrast á þeim, ef einbeittnin og trúin er nægitega sterk. Þetta verður Ara Mássyni ljóst í draumnum; draumadísin Osp hvíslar að honum: „Þú mátt ekki vera hræddur. Veriu viss um, að hann hafi á röngu á standa, þá sigrum við.“ í fyrstu bíður Ari Másson ósigur — fyrir sjálfum sér. ‘Hann efast, og freistararnir ala á efasemdum hans. Sumir þeirra, svo sem Gyða og málar- inn, gera það í góðri trú en fá- vísi; því njóta þau samúðar áhorfandans. Gamli maðurinn er knúinn af síngirni, og met- orðagiind fyrir hönd uppeldis- dótturinnar. Gráhærði maður- inn setur framann ofar öllu. Báðir gleyma þeir liinu mann- lega: Ga. m.: Þó að ástin bregðist, hafið þér listina. Hún ætti að ár yrði komið ti'l viðbótar. Virkj unarstjórn talar nú um 16 rúm_ metra viðauka vatns, og er það ekki lítið vatnsmagn, en í við- tali við Sigui'ð Thoroddsen sl. vetur, taldi hann nauðsynlegt að fá 23 rúmmetra til að full- nýta virkjun við Brúar. Þegar þess er gætt, að skurðinum úr Suðurá í Svai'tárvatn er ætlað að flytja 17 rúmmetra og allt venjulegt afrennsli Svartár- vatns kemur svo til viðbótar, er sýnt, að ekki er gott að treysta þessum tölum. A húsöndin að fylgja geirfulg- inum? En þetta er ekki eina hættan, sem Mývatnssveit getur stafað af þessum hættulegu vatnsflutn ingum frá vatnasvæði Skjálf- andafljóts. Mývatn sjálft, þessi fuglaparadís og gimsteinn ís- lenkrar náttúru, er líka í stór- kostlegri hættu, sökum hins kalda, aðflutta vatns og aukins sandburðar. Augljóst er, að hin um nýja vatnsflaumi er stefnt til Mývatns, til þess að hægt verði að nýta það síðar í nýja virkjun úr Mývatni, enda síð- asta stig allra þessara umbrota nefnt „Mývatnsvirkjun“. Það óhappaverk mundi þá reka smiðshöggið á þessar, að því er virðist, vanhugsuðu ráðagerðir. Við viljum minna á, að upp- eldisstöðvar húsandarinnar eru við Mývatnsósa og niður Laxár dal — þær einu í Evrópu. Yrði Suðurárveitu beint í Laxá, mundu þær verða eyðilagðar samkvæmt álitsgerð Arnþórs Garðarssonar, fuglafræðings. Orlög húsandarinnar yrðu þá hin sömu og geirfuglsins forð- um, sem íslendingum var til Jítils sóma. 5 aura virkjun Suðurár. Bollaleggingar um 5 aura verð á Suðui'árveiturafmagninu verða ekki teknar alvarJega, eða á Suðurárveita ekki að takal þátt í kostnaði sjálfrar virkj- unarinnar við Brúar, vélum, jarðgöngum og stíflugerð? Þarna er um haldlausar og vill- andi fullyrðingar að ræða, þar sem elcki er tekið tillit til vera yður fyrir mestu, hún ætti að vera yður lífið sjálft. Ari: Ég lifi ekki fyrir listina. Ég lifi fyrir lífið. Ég vil elska, lifa, berjast og sigi'a eða falla, þá er ég lifandi. Ga. m.: Enginn í öllum heim- inum gat gert úr þér eins mik- inn listamann og ég. Enginn gat skilið þig, enginn fórnað þér meiru. Ösp: En þú gleymdir lífinu og ástinni. Dreymandinn er hluti af mannlegu lífi. En menn geta ekki látið sig dreyma um blá- kaldai- staðreyndir, heldur taka draumar við, þar sem staðreynd ir þrýtur. Draumar geta bæði átt sér stað í svefni og vöku. Hvert er þá sambandið m.illi draums og veruleika? Ari Másson og Ösp eru bæði bæld niður af þeirri viðteknu hugmynd, að þau verði að setja metnað sinn í að komast sem lengst á listabrautinni, og vinna og æfingar verði að sitja fyrir öllu öðru. Þau hafa ekki haft tækifæri til að lifa, en alltaf beðið eftir því í undirvitund sinni. Að lokum hlýtur hið mannlega að rísa upp og mót- mæla; það getur fyrst gerzt í draumi, þvi þar eru þau ekki eins háð röddum ávaninnar eða utanaðkomandi skynsemi og (Framhald á blaðsíðu 2) margra þátta, sem hljóta að koma til útgjaJda og gera veit- una miklu óhagstæðari en látið er í veðri vaka. Má þar nefna allar skaðabætur vegna eigna- upptöku og margvíslegra skemmda. Við æskjum þess vissulega, að sem ódýrastrar raf orku verði aflað fyrir þetta svæði, en það má þó ekki verða á óbætanlegan kostnað náttúru verðmæta í héraðinu, og það verður að reikna dæmið til fulls. Gera hefði átt samanburð arrannsóknir á sem flestum virkjunarmöguleikum, áður en endanlegar áætlanir voru gerð- ar, svo að ljóst væri, hvort ekki mætti fá jafn hagkvæma virkj- un án þeirrar röskunar, sem Gljúfurversvirkjun mun valda. Skjálfandafljót. Sá þáttur þessara mála, er snýr að Skjálfandafljóti, er með öllu sniðgenginn í greinargerð- inni. Hverjar voru niðurstöður „hinna færustu sérfræðinga“? Getur hugsazt, að þeir hafi gleymt þessum þætti málanna? Fjöldi bænda i fjórum sveitar félögum eiga land að fljótinu, og hefur veiði verið stunduð í því öldum saman, misjafnlega mikið að vísu, en þó verður að telja, að þar sé um veruleg verð mæti að ræða. Bændur þar hafa lengi eygt möguleika á að auka þessa veiði verulega með fisk- rækt og fiskvegi upp fyrir foss- ana og nálgast nú óðum sá tími, að úr þessu verði. Slíkur fisk- vegur mun vera mjög ódýr mið að við það svæði, sem þá opn- ast, þ. e. fremst fram í Bárðar- dal. Hvað verður um þessa fram kvæmd, og hvað um þann lax og silung, sem fyrir er í fljótinu, ef megin hluti tæra vatnsins verður tekinn úr því? Þeir, sem til þekkja, vita, að veiðin er háð því hversu tært fljótið er, þ. e. a. s. hve hlutur bergvatnsins er mikill. Vatnaflutningar, eins og fyrir hugaðir eru á Suðurá og Svartá, hafa hér aldrei verið fram- kvæmdir. Áhrif þeirra geta orð ið fjölþætt. Bárðdælingar benda t. d. á hver áhrif það getur haft á snjóalög í dalnum, ef Fljótið verður á ís allan veturinn, eins og líklegt er að verði, þegar lindavatnið hverfur, en frá ósi Svartár helzt Fljótið að jafnaði autt niður eftir dalnum, og ber jafnharðan burtu renningssnjó, sem annai's settist á vegi. í lok greinargerðar sinnar kemst Laxárvirkjunai'stjórn að þeirri niðurstöðu, að Gljúfur- versvirkjun sé fyllilega réttlæt- anleg sökum þess, að hagnaður- inn af virkjuninni sé meiri en það sem nemur tjóni. Allan rök stuðning vantar um þetta atriði, enda óframkvæmanlegur, með- an enginn samanburður liggur fyrh' um aðra virkjunarmögu- leika né mat á skaðabótum, svo sem áður hefur verið tekið fram. Er hér því um haldlausar staðhæfingar að ræ'ða. Laxárvirkjunarstjórn hefur haldið því fram, að „krapastifl- urnar í Laxárdal“ séu aðal- orsök eða jafnvel eina orsök raf magnstruflananna á Laxársvæð inu. En hitt mun réttara og geta kunnugir menn dæmt um það, að mikið af þessum ti'uflunum á rætur sínar að rekja til bilanla á línulögnum, tengivirkjum og ófullkomins útbúnaðar á vatns- inntaki við stíflu og á vatns- miðlunartumi. Vildu Akureyringar setja sig í spor Þingeyinga? En hvað hefðu Akureyringar sagt, ef Þingeyingar hefðu gert áætlun án samráðs við þá um að stífla Glerá í mynni Glerár- dals með 57 m. hárri jarðvegs- stíflu, til að loka þar inni 170 milljón m.3 af vatni, sem gæti fyrh'vaiTalaust steypzt fram yfir íbúðarhverfi Oddeyrar og Gler- ár? Væri ekki hugsanlegt, að þá liefði risið upp mótmælaalda í höfuðstað Norðurlands, eitthvað í líkingu við þá, sem Þingeying ar hafa stofnað til og eiga þó Akureyringar enga Laxá eða Mývatnssveit, að verja. Við teljum okkur hafa sýnt fullkomið raunsæi í þessu Lax- árvirkjunarmáli, með því að fallast á og heita stuðningi við takmarkaða virkjun í Laxá, sem tryggi í senn ódýra og örugga orkuvinnslu fyrir Laxársvæðið alllangt fram í tímann og veiti Laxárdal og Laxá na.uðsynlega vernd fyrir hinum skaðlegu áhrifum stórvirkjunar. í stað þess að líta með velvild og skiln ingi á aðstöðu Þingeyingá í þessu máli og taka fagnandi til- lögurn þeirra, virðist stjórn Lax árvirkjunar enn sem fyrr ætla að taka sér sjálfdæmi í virkj- unarmálum Laxár. En er' þá ekki kominn tími til þess fyrir forráðamenn Laxárvirkjunar, að þeir geri sér grein fyrir því, að Þingeyingar munu ekki af- sala sér rétti sínum í þessu ör- lagaríkia máli. — Sá réttur verð ur ekki tekinn með yfirtroðslu, eins og fram hefur komið í skipt um Laxárvirkjunarstjórnar við Laxdælinga, þegar fulltrúar hennar tilkynntu bændum í Laxárdal, að jörðum þeirra yrði sökkt og því væri þeim ráðleg- ast að hætta framkvæmdum á þeim. Til þessa skorti virkjunar stjórnina alla heimild, Leyfi það, er Atvinnumálaráðuneytið hefur nýlega gefið Laxárvirkj- unarstjórn, er aðeins fyrir 7000 kw. virkjun, en skýrt er tekið fram, að ráðuneytið skorti heimild til þess að leyfa fram- kvæmd 2. áfanga Gljúfurvers- virkjunai', sem gerir ráð fyrir að auka aflið upp í 14700 kw., enda heimila núgildandi Laxár- virkjunarlög aðeins 12 þús. kw. virkjun við Brúar. í leyfinu er einnig tekið fram af hálfu ráðu- neytisins: „engin fyrirheit eru gefin um leyfi til stærri virkj- unar en framangreind lög gera ráð fyrir“, Ný viðhorf nauðsynleg. Það fer því ekki á milli mála, að það var ekki að ástæðulausu, að Þingeyingar risu upp til varnar gegn hinum gálausu áformum Laxáivirkjunarstjórn ar. Virkjunarstjórnin getur ekki að eigin vild leikið sér með hags muni þeirra og hin dýrmætu vatnahverfi, eins og þar væru auðnir einar. Sú stefna heyrir fortíðinni tO, og nú eru allar helztu menningarþjóðir heims að vakna til aukins skilnings um það, að þeim sem beita tækni nútímans, beri skylda til þess að sýna meiri gætni og tite litssemi í skiptum sínum við náttúruna og landið. í hinni athyglisvéi'ðu grein Þóris Baldvinssonar í Morgun- blaðinu 25. f. m. kemur fram, hvernig Bretar líta á þessi mál, en þar segir m. a.: „Kerfi verk- vísinda, sem skipulagt hefur þó verið í þjónustu mannsins, verð ur honum stundum yfii'sterkari og bindur hann í þess stað í fjötra. Þekkingarskortur hins almenna borgara á margs konar sérfræðisviðum gerir hann hlé- drægan og óvirkan í málum, sem oft snerta þó umhverfi hans og framtíð. Þetta verður til þess að teknar eru ákvai'ðanir, er varða líf og starfssvið borgar- anna, án þess að þeir gefi sig fram til að beita rétti sínum“. Og ennfremur: „Eitt þessara fyrirbæra er ágengni iðnaðar- hagsmuna við dreifbýlissvæði, sem varðveita vilja gróður, dýra líf og svipmót náttúrunnar fyrir spjöllum og urnróti eða eyð- (Framhald á blaðsíðu 2) - Hjálpanniðstöðvar [ (Framhald af blaðsíðu 8) hækkuðum styrkjum af opin- beru fé.' Skólamálin eru orðin stórkostlegt vandræðamál okk- ar litlu þjóðar. Kynslóðin, sem nú er að verða útslitin, stóð sig vel við alla uppbyggingu síð- ustu ára. Nú eru heimilin að verða mannlaus, sérstaklega yfir veturinn, eða hálft árið, því aðeins gamalmenni þurfa að vinna heimilisstörfin, því þeir, sem verkhæfir eru, eru í skól- um. Læknismálin í Húsavík liggja nú í þögn. Ekki virðist skortur á læknum. Fyrir einn, sem rek- inn var í haust hafa komið þrír til þessa og dvelur hver þeirra einn mánuð í einu. Látið er vell af þessum nýju læknum. Og ef svipuðu kerfi verður áfram haldið í vetur, megum við eigia von á aðstoð a. m. k. 8 lækna. Mikið er talað hér lun mið- stöðvar til þjónustu fyrir sveit- irnar. Sæðingarmiðstöð er vænt anleg á Akureyri fyrir búfé, læknamiðstöð á Húsavík og tví- mælalaust þurfum við að koma upp prestamiðstöðvum vegna prestavöntunar úti á lands- byggðinni. B. B. - Tveggja skrokka skip (Framhald af blaðsíðu 1). leikinn óbreyttur og verði ann- að stýrið óvirkt, þá heldur hitt áfram stefnunni. Stjórnun allra dekkvindanna fer fram í stýrishúsinu. Aðal- togvindan hefur tromlupláss fyrir 1.800 metra af 20 mm. þykkurn vír á hvoiia tromlu. Tvær aukati'omlur ei' taka 1.000 m. af 15 mm. vír hvor og notast við hringnótaveiðar. Fleiri hundruð tih'aunir voru framkvæmdar á skrokkum skipsins gagnvart áreynslu, þoli og stöðugleika í fyrsta túrnum, og fóru þær fram úr öllum von- um manna, reyndust mun betur en búist var við. T. d. var reynsl an sú að skipið gat fiskað í 7—8 vindstigum við sömu vinnuað- stæður fyrir mannskapinn og sem samsvaraði í 3—4 vindstig- um. Skipstjórinn, hr. Yergeni Mokhov, getur þess einnig í skýrslu sinni að aflamagn skips ins hafi verið 70—80 prósent meira en á venjulegu fiskiskipi af svipaðri gerð. Næsta skref Rússa er að byggja stærra skip af sömu gerð með flökunarvélum og frysti- útbúnaði um borð og bera sam- an við skuttogara af sömu stæfð og með sama útbúnaði. Gefi þetta góða raun þá ætla Rússar að seriu-byggja slík skip í fram tíðinni. □ Orðsending frá Mæðrastyrksnefnd G Ó Ð I R AKUREYRINGAR! Eins og á liðnum árum gengst nefndin fyrir peninga- og fata- söfnun nú fyrir jólin, til hjálpar bágstöddum. Skátar munu fara um bæinn dagana 2. og 3. des. síðdegis og veita gjöfunum mót- töku. Treystum við nú sem fynr gjafmildi yðar. Ennfremur veita neðanskráðar konur gjöfum móttöku. Guðrún Jóhannesdóttir, Gránufélagsgötu 5, Guðný Magnúsdóttir, Hamarsstíg 41, Margrét Antonsdóttir, Austur- byggð 8, Guðrún Melstað, Bjarmastíg 2, Hulda Tryggva- dóttir, Þórunnarstræti 121, Ingi björg Halldórsdóttir, Strand- götu 17, Margrét Magnúsdóttir, Hríseyjargötu 8 og Guðrún Jó- hannesdóttir, Sandvík, Glerár- hverfi. Með fyrirfram þakklæti. Mæðrastyrksnefnd. [

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.