Dagur - 10.12.1969, Blaðsíða 1

Dagur - 10.12.1969, Blaðsíða 1
FILMU HÚSIÐ Hafnarstræti 104 Akureyri Sími 12771 - P.O. Box 397 SÉRVERZLUN: LJOSMYNDAVÖRUR FRAMKÖLLUN - KOPIERING Ekki tímabært að ganga í EFTA „ÉG TEL, að ísland sé ekki undir þáð búið, eins og sakir standa, að gerast aðild að EFTA. Það hefur ekki verið mótuð nein sú heildarstefna í iðnaði, sem er í raun og veru frumfor- senda fyrir aðild íslands að frí- verzlunarsamtökum, 'það hafa ekki verið gerðar þær ráðstaf- anir, sem gera þarf ef íslenzkur iðnaður á að geta mætt þeirri samkeppni, sem leiða rnun af 'wrxn EFTA-aðild og afnámi allra verndartolla. — Ekki hefur enn farið fram nein fullnægjandi könnun á því, hvaða greinar íslenzks iðnaðar eru líklegar til útflutnings á EFTA-markaði.“ Þannig hóf Olafur Jóhannes- son, formaður Framsóknar- flokksins ræðu sína á Alþingi í fyrradag, þegar EFTA-málið Ikom þar til umræðu. En ræðan var löng og ítarleg. □ Jólðverzlunin hafin á Akureyri Iðnaðarvörur frá Akurevri eru eftirsóttar Á SUNNUDAGINN söfnuðuSt hundruð barna, ásamt foreldr- um sínum saman í Hafnarstræti Meiri rækja funtJin HAFÞÓR hefur á ný fundið rækjumið norðan við land, nú 6—8 mílur norðaustur af Gríms ey á 470 metra dýpi. Var það ágæt rækja og virtist allmikil að ma'gni því á togtíma veiddust 200 kg., sem þykir mjög gott. Þá þykir það merkilegt við rækju þessa, að birta hafði ekki áhrif á veiðarnar. Rækjumiðin við Kolbeinsey og Grímsey geta haft veruleg áhrif á norðlenzkt atvinnulíf, ef þau reynast jafn góð og vonir standa til. □ eyr] framan við aðal verzlunar- og skrifstofuhús KEA til að sjá jólasveinana og heyra. En KEA hefur um margra ára skeið haift þann sið og er aðsókn jafnan mikil. Jólasveinarnir tala við börnin og syngja og leika. Oll umferð bifreiða var stöðvuð á þessu svæði á meðan. Um síðustu helgi átti verzl- unarfólk annríkt, og' báru aug- lýsingagluggar verzlana því ljóst vitni, bæði hvað snertir smekkleg vinnubrögð og mikið vöruval. Blaðið hringdi á mánudaginn til Vals Amþórssonar fulltrúa í KEA og spurði hann um verzl- unina. Hann sagði, að hún væri nú verulega að lifna, en auðséð væru minni peningaráð og tak- (Framhald á blaðsíðu 4) SLIPPSTÖÐIN á Akureyri er að smíða tvö 1000 smálesta skip fyrir Skipaútgerð ríkisins. Hið fyrra þessara skipa v.ar sjósett 20. júní og hlaut nafnið Hekla. Verið er nú að leggja síðustu hönd á sniíði skipsins og mun það væntanlega leysa land festar í næstu viku og fara Okkur fannsf sigur Akureyringanna vera sæfur sagði Haraldur Sigurðsson, íþrótfakennari Á SJÖUNDA tímanum á sunnu daginn safnaðist mikill mann- fjöldi saman við flugstöðina á Akureyrarflugvelli og beið komu flugvélar F. í. í kyrru veðri og vægu frosti. Knatt- spymuflokkur ÍBA var að koma heim með verðlaunabikar í Bikarkeppni KSÍ og var hópn- um ákaft fagnað, fyrst með blómvöndum. Bæjarstjórinn, Bjarni Einars- son, flutti knattspyrnumönnum stutt ávarp. Óskaði hann þeim til hamingju með sigurinn, taldi þá hafa dugað bezt þegar keppni var erfiðust, svo sem nú, og hvatti þá til að stefna að sigri í fyrstudeildar-keppninni næsta ár. Þá tilkynnti hann 75 þús. kr. gjöf bæjarsjóðs til Knattspyrnu ráðsins til frjálsrar ráðstöfunar ÍBA-liðinu fagnað með blómum á Akureyrarflugvelli og ávarpi bæjarstjóra tekið með fögnuði. (Ljósmyndastofa Páls) og var ávarpinu tekið af mikl- um fögnuði viðstaddra. Páll Jónsson, formaður Knatt spyrnuráðs, þakkaði gjöfina og minntist um leið á gott starf Einars Helgasonar þjálfara. Stefán Reykjalín bað við- stadda að hylla sigurvegarana með ferföldu húrrahrópi og var það gert svo um munaði. Úrslitaleikurinn í Bikar- keppni KSÍ fór fram á Mela- vellinum í Reykjavík fyrr um daginn og lauk með jafntefli 2:2 að venjulegum leiktíma loknum og var leiluirinn þá framlengd- ur um 30 mín. Skoruðu Akur- eyringar þá sigurmarkið. Mörk Akureyringanna skoruðu Magn ús Jónatansson og Eyjólfur Ágústsson með stuttu millibili í síðari hálfleik og jöfnuðu þar með stöðuna 2:2. Sigurmarkið í (Framhald á blaðsíðu 4) Slippur og stálskipasmíðastöð. (Ljósm.: E. D.) í reynsluför í næstu viku reynsluför, til að prófa vélar og annan tæknibúnað. Hekla er stærst þeirra skipa, er landsmenn hafa sjálfir smíð- að, 68.4 m. á lengd og 11.5 m. á breidd, með 1650 hestafla Deuts aðalaflvél og lestarrými 53120 cbft. íbúðir eru fyrir 19 manna áhöfn og 12 farþega. í viðtali við blaðið á mánu- daginn, sagði HaKigrímur Skafta son m. a. þetta: Skrúfan, sem síðast kom af stærri hlutum til skipsins, er komin á sinn stað og verið er að ganga frá lögnurn að henni. Innréttingar eru bún- ar og verið er að gera hreint, setja upp gluggatjöld o. þ. h. Svo vonum við að komast fram á Pollinn í næstu viku til að prufukeyra. Búið er að bolreisa síðara skipið og gengur smíði þess all- vel og á að fara að setja niður í það aðalvél og ljósavélar. Hvenær það skip verður tilbúið til afhendingar, er ekki unnt að segja nú, en stefnt er að því, að það geti orðið næsta sumar eða næsta haust. Um 180 manns vinna í Slipp- stöðinni og hefur svo verið a'ð undanförnu. Unnið er 10 klst. á dag og búið er að greiða 34 millj. krónur í vinnulaun, það sem af er árinu, fyrir utan greiðslur til verktaka. □ FELAGSHEIMILI í GLÆSIBÆJARHREPPI í GLÆSIBÆJARHREPPI. næsta nágranna norðan Akur- eyrar, hefur lengi staðið lítið samkomuhús og skammt frá . þjóðvegi. Nú í sumar hefur ver- ið unnið þar að byggingafram- kvæmdum og á nú að rísa þama félagsheimili sveitarinnar. Vest an við gamla samkomuhúsið verður 15x9 m. salur, en í eldri húsakynnum verður leiksvið, veitingaaðstaða o. fl., er með þarf á slíkum stað. Það er hreppsfélagið, ung- mennafélag, kvenfélag og bún- aðarfélag er einkum standa að framkvæmdinni og að sjálf- sögðu Félagsheimilasjóður að . sínum hluta. Oddviti Glæsibæjarhrepps er Gunnar Kristjánsson bóndi á Dagverðareyri. □ Snæfell og Kaldbalair SNÆFELL seldi í Grimsby í gær, 55 tonn, fyrir 7.913 pund, eða kr. 30.27 kílóið. Kaldbakur seldi einnig í gær, 144 tonn, fyrir 13.600 pund. Q

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.