Dagur - 10.12.1969, Blaðsíða 8

Dagur - 10.12.1969, Blaðsíða 8
8 SMÁTT & STÓRT Að marggefnu tilefni um Laxárvirkjun VEGNA fyrirspuma, sem blað- inu hafa borizt um mikilsverð atriði í Laxárvirkjunarmálum og stækkun hennar, skal þetta tekið fram, samkvæmt upplýs- ingum, sem fyrir liggja: Stærð núverandi Laxárvirkj- unar er .12500 k\v. samtals frá tveim aflstöðum, Laxá I og Laxá II. Hin fyrirhugaða við- bótarvirkjun er nefnil Gljúfur- versvirkjun. Gert er ráð fyrir, að henni verði komið upp í fimm áföngum á árunum 1970— 1990, og verði áföngum lokið 1972, 1978, 1984, 1988 og 1990, og er liún þá komin upp í ca. 55 þús. kw. Svo virðist, að engin ágrein- ingur sé um tvo fyrstu áfang- ana, en talið er að þeir (þ. e. annar áfangi, sem er stífla) lyfti vatnsborði árinnar um 21 metra frá því sem nú er. Og er Gljúfurversvirkjun þá komin upp í 14.7 þús. kvv. En í síðari áföngum er áform að að hækka stífluna til muna og veita Suðurá, sem nú fellur í Skjálfandafljót, austur í Kráká í Mývatnssveit og þannig í Laxá. Þó myndast 15 km. langt stöðu- vatn í Laxárdal. Gegn þeimi framkvæmdum hafa komið fram niótmæli úr S.-Þing. fró náttúruverndarráði landsins, náttúruverndarsamtökum hér norðanlands, og stjórn Búnað- arfélags íslands. En hvers vegna cr þá ekki deilum frestað þangað til þar ail Kirkjubygging i Á AÐALFUNDI Lögmannslilíð arsafnar, sem haldinn var ný- lega, var kirkjubygging enn á dagskrá. Þykir mörgum, að Lög tmannshlíðarkirkja sé of lítil oi'ðin fyrir ört vaxandi söfnuð þessa bæjarhluta. En Lögmanns BYRJAD AÐ BORA EFTIR ÁRAMÓT YFIRVÖLD bæjai'ins hafa nú samþykkt að fela Jarðborunar- deild að annast borun eftir heitu vatni á Laugalandi á Þela möyk, með hitaveitu Akureyrar fyrir augum. Mun nú bor sá — gamli Norð urlandsborinn — sem verið hef ur að bora eftir jarðgufu fyrir Kísiliðjuna í Mývatnssveit oig raforkustöðina á sama stað, verða fluttur að Laugalandi fyrir áramót. Borun á svo að hefjast eftir áramót. □ kemur? Ástæðan mun í stuttu máli vera þessi: Laxárvirkjunarstjórn hefur í hyggju að leggja strax í byrjun í sérstakan kostnað, sem ekki er nauðsynlegur vegna fyrstu áfanganna. En aftur á móti vegna síðari áfanganna. Og það telja andstæðingar síðari áfang- anna viðsjárvert. Þessi sérstaki kosnaður vegna framtíðarinnar virðist hækka raforkuverðið Ólafsfirði 8. des. Föstudaginn 28. nóv. sáum við Ólafsfirðingar fyrstu sjónvarpsmyndirnar, að vísu ekki vel skýrar. Ekki mun fólk þó bafa hlaupið milli húsa, til að sjá sjónvarp nágrannanna, heldur látið sér hljóðvarp nægja. Á laugardagskvöldið sátu menn svo fast við sjónvarps- tækin, að aflýsa varð dansleik í Tjarnarborg. Myndii'nar í sjón varpinu eru yfirleitt skýrar, en hjá sumum ber nokkuð ó titr- ingi og rákum. Sunnudaginn 30. nóv. var að- ventukvöld hér í Ólafsfjarðar- kirkju. Kii'kjukórinn söng, und ir stjórn Magnúsar Magnússon- ai' organista, Kristinn G. Jó- hannsson skólastjóri flutti ræðu kvöldsins, Rögnvaldur Möller kennari las upp og Haraldur Þórðarson sýndi skuggamyndir. Sóknarpresturinn okkar, séra Glerárhverfi hlíðarsókn nær að Glerá, en byggð norðan árinnar hefur mjeg aukizt og voru þar t. d. á áttunda hundrað gjaldendur 1968. Sóknarnefnd hefur valið sér kirkjustað á ásnum vestan trjá— reits í Glerái'hverfi, en bæjar- yfirvöld eiga eftir að leggja blessun sína yfir staðarvalið. Gert er ráð fyrir, að Lögmanns hlíðarsókn verði ekki skipt að sinni, þrátt fyrir nýja kirkju, og að Lögmannshlíðarkirkju verði við haldið og hún notuð eftir þörfum, sem önnu.r af tveim kirkjum sóknarinnar. Bygginganefnd væntanlegrar kirkju hefur þegar verið kosin og eiga í henni sæti þessir menn: Valur Arnþórsson, Þór- arinn Halldórsson, Gunnar Hjartarson, Júdit Sveinsdóttir og Guðbrandur Sigurgeirsson. Fonmáður sóknarnefndarinn- ar er Sigfreður Guðmundsson, Lögmannshlíð. □ framan af virkjunartímanum, en þegar virkjun yrði að fullu lokið, er gert ráð fyrir, að orku verðið verði mun lægra en í fyrstu áföngum. Með þessum línum er leið- réttur margskonar misskilning- ur, er fram hefur komið í bréf-t um til blaðsins og greinum, sem blaðið liefur því miður takmark að rúm til að birta. □ Einar Sigurbjömsson, setti sam komuna og stjórnaði henni og að lokum flutti hann bæn. Afli hefur alltaf verið tregur hér undanfarið, og skiptir litlu ■máli hvaða veiðiaðferð er við- höfð. Einn bátur, Guðbjörg, rær með línu og hefur afli verið sára (Framhald á blaðsíðu 7) Á FUNDI Iðju á Hótel KEA sl. sunnudag hafa blaðinu borizt tvær ályktanir* En ræðumenn fundarins voru Jóhann Her- mannsson, Húsavík, sem talaði um útsvars- og skattamál, og Stefán Reykjalín, Akureyri, sem ræddi atvinnumálin. Ályktanirnar, sem báðar voru samþykktar, fara hér á eftir: Tillaga varðandi EFTA-aðild. Almennur fundur, boðaður af Iðju, félagi verksmiðjufólk's á Akureyri, haldinn að Hótel KEA 7. des. 1969, varar mjög eindregið við því, að ísland ger- ist aðili að Fríverzlunarbanda- lagi því, sem EFTA nefnist. Fundui'inn telur að íslenzk Tilboð í Gljúfurvers- virkjun opnuð 20. des. L AXÁR VIRK JUN AR ST JÓRN bauð í haust út fyrsta áfanga Gljúfurversvirkjunar við Laxá í Suður-Þingeyjarsýslu. Það eru aðrennslisjarðgöng að stöðv arhúsi, heðanjarðar, austan ár og frárennslisgöng og skurður. Er þessi ' áfangi miðaður við, að nota uppistöðu við Laxá I í þetta. Tilboðin verða opnuð 20. desember. Ekki er blaðinu kunnugt um fjölda væntanlegra tilboða, en Norðurverk á Akureyri er með- ■al þeirra er bjóða í verkið. □ DAUF LEIKLISTAR- STARFSEMI Segja má, að leikstarfsemi hafi verið með mikhim blóma á Norðurlandi undanfarna vetur, ekki síður í sveitum en í kaup- .stöðum og kauptúnum. Nú hef- ur skipt um til hins verra á þessu sviði, og er því líkast, að sjónvarpið eigi þar hlut að. EMd er öll nótt enn og getur verið, að úr rætist þegar á líður vet- urinn. Er það afturför og meiri en í fljótu bragði virðist, þar sem jafn mikilvægur þáttur skemmtanalífs fellur niður. MARMARINN Fyrrum var mikið af hvítum marmara flutt til Norðurlanda frá Grikklandi og fleiri stöðum og var hann notaður í vandaðar byggingar, til skrauts. Og enn er . marniari fluttur norður, en nú í litlum mæli. Hins vegar eru nú bergtegundir fluttar í allstórum stíl t. d. frá Noregi og m. a. til Grikklands til húsa- skreytinga. Má því segja, að' þróuninni sé hér snúið við. Og þetta norræna grjót er selt bæði sagað og slípað og einnig óunn- ;ið. Sagt er, að góður steinn, einn rúmmetri að stærð, gefi eigandal sínum allt að 50 þús. ísl. krónur, en-sagaður og slípaður margfalt meira. ÆÐARFUGL f síðasta mánuði var stofnað Æðarræktunarfélag íslands og er Gísli Kristjánsson ritstjóri formaður þess. Talið er, að æðar fuglastofninn liafi minnkað mjög, svo og dúntekjan, sem nú er talin vera um 2000 kg., en mun hafa verið 4000 kg. þegar mest var. Hyggst félagið vinna að því, að auka æðarvarp og dúntekju á ný, en ef dúntekja færðist í fyrra form væri dúnn- inn 20 millj. króna virði. Félagið vill nú vinna að fækk un vargfugla, auka fræðslustarf semi og taka upp betri nýtingu á æðardún. stjórnvöld hafi haft í frammi einhliða áróður fyrir aðild ís- lands að nefndu bandalagi, en reynt að dylja allan almenning þess, hversu alvarlegar afleið- ingar það getur haft fyrir fjöi- margar iðnaðargreinar o’kkar, atvinnuástand og kaupgjald í landinu. Þá leggur fundurinn þunga áherzlu á það, að hækkun sölu- skatts, eins og fyrirhugað er, hæklkar allt verðlag innanlands Og sú hækkun kemur þyngst niður á þeim, sem minnsta hafa ’kaupgetuna fyrir. Um skattamál. Almennur fundur haldinn að tilhlutan Iðju, félags verksmiðju fólks á Akureyri, sunnudaginn 7. desember 1969, skorar á stjórnarvöld landsins að breyta útsvars. og skattalöggjöfinni á þann veg, að létt verði að veru- legu leyti útsvars- og skatta- byrðum af alþýðuheimilum, sem hafa aðeins dagvinnutekjur sér til framfærslu, t. d. 150 til 200 þúsund króna árstekjur. Þá skorar fundurinn einnig á stjórnarvöld landsins að hlut- ast til um, að neyzluskattar verði ekki hækkaðir, þar sem þedr eru í eðli sínu ranglátir, og koma þyngst niður á þeim efna- minnstu, og þeim er hafa fyrir flestum að sjá. Þá krefst fundurinn þess að aukið verði stórlega eftirlit með framtölum hátekju- og stór- eignamanna svo og auðfélaga. SJÓNVARPIÐ Eitthvað meira en lítið var að sjónvarpinu á mánudagskvöld- ið svo það var fremur til ama en ánægju og þarf að endurtaka meginhluta dagskrárinnar, ef vel ó að vera. Er þeim tilmæl- um hér með komið á framfæri, í von um endurtekningu. ÚTVARPIÐ Hið menntandi tæki, útvarpið, sem sumir kalla hljóðvárp til aðgreiningar frá sjónvarpi, hef- ur flutt fréttir af því nokkrum sinnum á dag undanfama mán- uði hve margir falla í Vietnam- stríðinu, með álíka nákvæmni og um skippundafjölda fisks er veiðist á fslandsmiðum. Mörgu fólki hrýs hugur við þessum linnulausa fréttaflutningi og finnst hann ekki aðeins óþarfur heldur líka skaðlegur, þar sem hér sé ekki verið að ala upp stríðsmenn. Um þetta hafa margir kvartað og er þeim kvörtunum komið á framfæri. Þá hefur fólk mótmælt harðlega flutningi á framhaldsleikritinu Börn dauðans og þykir því hinir sögulegu atburðir bæði of hörmulegir og nálægir til flutn- ings, og ennfremur veki aftök- urnar bæði viðbjóð og hrylling, eins og með er farið. UNGFRÚ AKUREYRI Á SUNNUDAGINN hélt kven- félagið Framtíðin skeimmtisam- konrní Sjálfstæðishúsinu á Ak- ureyri og var þar kjörin ung- frú Akureyri, en Sigríður Gunn arsdóttir aðstoðaði. En formað- ur kvenfélagsins er frú Ásta Jónsson. Hlutskörpust fjögurra fallegra stúlkna vavð Helga Jónsdóttir, Hamarsstíg 26, og hefur hún starfað í Iðnaðarbankaútibúinu hér í bænum á þriðja ár — og birtist hér mynd af henni. — Ljósmyndina tók Matthías Gestsson. □ ÁflfsSu dansleik vegna sjónvarps Um EFTA og skaftamal

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.