Dagur - 17.12.1969, Síða 5

Dagur - 17.12.1969, Síða 5
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. ÁVARP LANDSSAMBAND gegn áfengis- bölinu samþykkti á fulltrúafundi sínum eftirfarandi ávarji til þjóðar- innar, sem Dagur vill einnig gera að sínum orðum í baráttunni við þenn- an óvin allrar menningar og lífs- hamingju, sem áfengisbölið vissulega er. Svíar telja fræðslu um áfengis- mál, sterkasta vopnið í baráttunni við áfengisböl. En nýr skaðvaldur og e. t. v. enn skæðari er nú kominn í tízku víða um lönd og liefur þegar náð fótfestu hér á landi, en það eru önnur nautna- og eiturlyf. Baráttan verður því að vera tvíþætt. En ávarp- ið hljóðar svo: „Áfengisbölið er eitt mesta þjóð- félagsvandamál í öllum hinum sið- menntaða lieimi. Nýjustu skýrslinr erlendar sýna, að áfengisneyzlan fari allsstaðar vaxandi og áfengisbölið í samræmi við það. ísland er hér engin undantekning. Slík óheillaþróun er uggvekjandi. En barátta gegn þessari miklu vá er þjóðarnauðsyn, barátta, sem stefnir að því að draga sem mest úr alvar- legum afleiðingum þessa þjóðar- meins með öllum tiltækum ráðum. Viljum vér í því sambandi benda á eftirfarandi: 1. AÐ áfengislögum og reglugerð- um þar að lútandi sé framfylgt trúlega. 2. AÐ fræðsla um áfengis- og bind- indismál sé aukin í skólum lands- ins, svo og almenn upplýsinga- starfsemi meðal þjóðarinnar. Sama gildi einnig um önnur deyfi- og vanalyf. 3. AÐ fjárframlag til Gæzluvistar- sjóðs verði hækkað mjög, þannig að unnt verði sem fyrst, að veita drykkjusjúku fólki þá aðstoð og hjálp, sem lög um meðferð ölv- aðra manna og drykkjusjúkra gera ráð fyrir. 4. AÐ hætt verði að veita áfengi í veizlum opinben'a stofnanna, en það myndi leiða til breytts hugs- unarháttar um notkun áfengis. Hér er aðeins bent á örfá atriði en veigamikil, sem öll miða að því að bæta nokkuð úr því ástandi, sem nú ríkir í áfengismálum vorum, og firra þjóðina þeim háska, sem henni er búin, ef ekkert er aðgert í þessum efnum. Vér snúum oss til þjóðarinnar og leitum aðstoðar yðar til þess að skapa það almenningsálit, sem getur miklu góðu til vegar komið. Án fulltingis almennings í landinu verður litlu umþokað til bóta í áfengismálum þjóðar vorrar.“ □ Fræðirit, sem fer vel úr hlaffi EITT af þeim kærkomnu ritum, sem mér barst í hendur í heim- ferð okkar hjónanna til íslands í sumar, var Eyfirðingarit 1 (1968), en það er upphafshefti Safns til sogu Eyjafjarðar og Akureyrarkaupstaðar, gefið út af Amtsbókasafninu á Akur- eyri. Þeir nafnarnir, Árni Krist jánsson, kennari, og Árni Jóns- son, bókavörður, sáu um prent- un ritsins, og hafa gert það með mikilli prýði. Allur ytri frá- gangur ritsins er einnig hinn ágætasti, cn Prentverk Odds Björnssonar á Akureyri annað- ist prentunina. Ritið hefst á sérstaklega at- hyglisverðri grein, „Bæjateikn- ingai- úr Eyjafirði", eftir Árna Kristjánsson, en hún fjallar um húsp.teikningar þær úr Eyja- firði framan Akureyrar, sem Jónas Rafnar fyrrv. yfirlæknir hefir gert, og ei-u þar jafnframt bh-t nokkur sýnishom þeirra. Bæjateikningai' þessar og skýr- ingamar, sem fylgja þeim, ei-u unnar af frábærri nákvæmni, á grundvelli víðtækra rannsókna, og eru stórmerkilegar. Hefir Jónas læiknir með þeim unnið hið þarfasta verk og þakkar- verðasta. Inn í grein sína, sem er mjög vel samin, fléttar Ámi Kristjánsson eftirmála Jónasar læknis við teikningamar, þar sem hann lýsir vinnubrögðum sínum, og ber sú lýsing fagurt vitni elju hans og vandvirkni. Væri vel, ef aðrir fylgdu hon- um í spor annars staðar á land- inu meðan það er ekki með öllu of seint. Næst eru endurprentaðir í rit inu „Þættir úr sögu Eyjafjarðar á fyrri hluta nítjándu aldar“ eftir Hallgrim Hallgrímsson mag. art., er lengi var bókavörð ur við Landsbókasafnið, og minnist ég hans með hlýjum hug frá skólaámm mínum í Reykjavík, þegar leið mín lá eigi ósjaldan á safnið. Þessi rit- gerð hans er prýðilega samin og gagnfróðleg, hún gefur, eins og Árni Kristjánsson segir í ævi- ágripi Hallgríms, er henni fylg- ir, „glögga þverskurðarmynd af ástandi héraðsins í menningar- og atvinnuefnum á mikilvægum tímamótum, — þegar rofa tekur fyrir dagsbrún nýrra tíma í sögu þess og landsins alls.“ Átti ritgerð þessi því ágætlega heima í ritinu, en hún var upp- haflega prentuð í Degi 1922, og sérprentuð á Akureyri sama ár, en mun nú, eins og Ámi bendir á, í fárra höndum. Kristmundur Bjarnason á þakkir skilið fyrir grein sína um B. A. Steincke kaupmann (1825—1891), hinn ágæta danska íslandsvin og mikla at- hafnamann í þágu Akureyrar og Eyfirðinga, en um hann fer greinarhöf. þessum orðum í lok hennar: „Elzta kynslóðin við Eyja- fjörð átti til skamms tíma endur minningar um Steincke, og voru allar á eina lund. Hann hafði verið einn merkasti borg- ari Akureyrar á 19. öldinni og íslenzkasti Daninn.“ Grein þessi er bæði fræði- mannleg, byggð á traustum heimildum, og lýsir vel og af maklegri aðdáun þessum dreng lundaða og áhugamikla velunn ara íslands og íslendinga. Þá er greinin „Klár ímynd séra Bjarna Hallssonar", eftir dr. Kristján Eldjám, fyrrv. þjóð minjavörð og nú forseta íslands, hin fræðimannlegasta, eins og vænta mátti, og fróðleg að sama skapi. En þar lýsir höf. af mik- illi nákvæmni mynd af séra Bjarna Hallssyni (fæddur ná- lægt 1613, dáinn 1697), sem varð veitt er á Þjóðminjasafninu, en hann var lengi prestur að Ups- um og Grund í Eyjafirði. Rekur dr. Kristján sögu séra Bjarna og feril myndarinnar, og segir meðal annars í greinarlok: „Og einnig er það víst, að þetta er einhver elzta mynd, sem til er af eyfirzkum manni. Fátækt oklíar íslendinga á þessu sviði er mikil, þótt hún sé skiljanleg, þegar tekið er tillit til þess, hvers eðlis íslenzkt þjóð félag var. Myndir af íslenzkum mönnum frá 17. öld eru víst ekki miklu fleiri en fingur beggja handa, og 18. öldin er ekki miklu burðugri, þar til Sæmundur Hólm kemur til sög unnar. Að frátekinni alkunnri mynd af séra Magnúsi Olafssyni í Laufási, sem talinn er hafa ahzt upp í Svarfaðardal (d. 1636), er myndin af séra Bjama Hallssyni eina myndin, sem til er af Eyfirðingi dánum fyrir aldamótin 1700.“ Fróðleg og skemmtileg er grein dr. Finns Sigmundssonar, fyrrum landsbókavarðar. „Blað að í gömlum réttarbókum úr Eyjafirði“, og um leið nokkur aldarfarslýsing. Þar sem ég hefi albnikið fjallað um kvæði skáld klerksins Jóns Þorlákssonar, einkum um þýðingar hans úr ensku, las ég með sérstakri at- hygli frásöguna um „Réttarhald að Bægisá“. í hinni ítarlegu og vísinda- legu unnu ritgerð „Athugun á íbúadreifingu og atvinnuskipt- ingu í Eyjafjarðarsýslu 1860— 1960“, eftir Bernharð Haralds- son, B. A., er geysimikill og menkilegur fróðleikur færður í einn stað, og nær greinin vel þeim tilgangi sínum „að lýsa þróuninni í megindráttum". Töflumar, sem henni fylgja, auka drjúgum á gildi hennar. Árni Jónsson fylgir ritinu úr hlaði með „Fáeinum lokaorð- um“, skilmerkilegum og tíma- ÁRNI frá Kálfsá æviminningar, heitir nýútkomin bók frá Prent verki h.f., Reykjavík, en Þor- steinn Matthíasson bjó til prent unar. Allmargar myndir em í þessari 150 blaðsíðna bók. En Kálfsá sú, er hér um ræðir, er í Ólafsfirði og þar er vettvangur þessara æviminninga þessa Áma Júlíusar Björnssonar, Lís- betar Friðriksdóttur konu hans og margra afkomenda. En þau bjuggu 24 ár á Kálfsá, til ársins 1922 og fluttu þá niður í kaup- staðinn. Þótt bók þessi sé um ævi eins manns, segir hjn jafn- framt frá þróun þessarar löng- um afskekktu byggðar, vestan hins illfæra Ólafsfjarðarmúla, á 60 ára tímabili. Ilestastrákamir og dvergur- inn eftir Ólöfu Jónsdóttur er önnur nýkomin bók frá Prent- verki h.f., Reykjavík, með teikn ingum eftir Halldór Pétursson. Bók þessi er aðeins 70 blaðsíð- ur, en þó er það furðu margt, sem á dagana drífur hjá sögu- hetjunum og eitt og annað hef- ur bókin til síns ágætis, sem sumar bækur vantar. Hér er um ævintýri að ræða, undirtónninn gæddur jákvæðri afstöðu til heilbrigðs lífs og frásögnin hpur leg. Prakkarinn eftir Sterling North í þýðingu Hannesar Sig- bærum. Skýrir hann þar frá þörfinni á slíku riti og takmarki Amtsbókasafnsins með útgáfu þess; einnig hvetur hann menn til stuðnings við ritið bæði með sagnfræðilegu efni í það og með öðrum hætti. Er þess að vænta, að Eyfirðingar bregðist vel við þeirri málaleitun. Niðurlagsorð Árna hitta vel í mark: „En meginþáttur þessa máls er það, að nú verði hafizt handa um að sinna eyfirzkri sögu, rannsókn hennar hafin sem víð FÁAR þjóðir hafa í svipuðum mæli og íslendingar átt afkomu sína og daglegan farnað undir veðurfari til lands og sjávar, og er því sízt að undra, þó að þetta efni beri ósjaldan fyrst á góma í daglegum viðræðum. Hitt gegnir meiri furðu, hversu fræðimenn vorir og vísinda- menn hafa lítið sinnt veðrátt- unni sem sérgreindu viðfangs- efni, og er hún þó sjaldan langt undan í annálum og öðrum heimildum. Þegar frá er talið rit Hannesar biskups Finnsson- ar Um mannfækkun af hallær- um, er það í raun fyrst með riti Þorvalds Thoroddsen um Árferði á íslandi í 1000 ár, að þessu efni eru gerð markverð skil, og þó reyndar nær einvörð ungu frá sögulegu sjónai-miði. Um einstaka þætti veðráttunn- ar og lögmál þau, sem þar eru að verki, hefur fátt verið dregið saman á einn stað, og fyrir því má það vissulega þykja tíðind- um sæta, að nú hefur einn af- drifaríkasti grundvallarþáttur þessa efnis verið tekinn til gaumgæfilegrar meðferðar í bók sem nefnist HAFÍSINN og gefin er út á vegum Almenna bókafélagsins. En rit þetta er ekki aðeins eitt hið allramesta og veglegasta fræðirit, sem ís- lenzkir vísindamenn hafa í lang an tíma staðið að, heldur skipar það þeim í tvímœlalausa forustu um kerfisbundnar rannsóknir á þessu mikilsverða þekkingar- sviði. fússonar er svo önnur bama- bók frá sama forlagi, endur- minningar höfundar, er hann m. a. lifir það ævintýri að finna þvottabjamarunga, er síðar verður eftiræti hans og þeirra feðga. Og það er einmitt þessi þvottabjörn, sem skýrður er Prakkari. Höfundurinn segir: Þeim, sem ekki þykir vænt um dýr, getur hedur ekki þótt vænt um mennina. Þessi saga, sem íslenzkir Ies- endur eiga nú greiðan aðgang að, hefur hlotið bæði frægð og almennar vinsældir. □ ÚT ER komin nær 500 blað- síðna bók er nefnist Saga Sauð- árki'óks, fræðilegt ritverk eftir Kristmund Bjamason á Sjávar- borg, Sauðárkrókskaupstaður gaf út, en Prentvei'k Odds Bjömssonar á Akureyri annað- ist prentun. Þessi stóra og vandaða bók nær fi-am til ái-sins 1907 og má af því ráða, að hér er ekki látið nægja að stikla á stóru. Myndir ci'u á þi'iðja hundi'að í bók þessari. En hún hefst á lýsingu staðhátta og landnáms, síðan segir fi'á einokun og axm- ast og með nokki'um þrótti og elju. Þegar þessi saga hefur vei'ið rannsökuð árum eða áratugum saman, eingum við vonandi það fjall af staði'eyndum, sem nægir í góða sagnfræði. Þá veit ég, að einhver ungur snillingur orðs og anda í’æðst á fjallið og í'eisir úr steinum þess þá höll, sem lengi mun standa og varðveita líf liðinna kynslóða þessarar norðlenzku byggðar.“ Ég hefi haft mikla ánægju af því að lesa þetta rit, og tel það fara mjög vel úr hlaði. Um leið minnist ég með sérstöku þakk- læti komu okkar hjónanna á (Fi-amhald á blaðsíðu 5) Eins og menn rekur minni til, var á öndvei'ðu þessu ári haldin í Reykjavík mikil hafísráðstefna á vegum Jax'ðfi'æðifélags ís- lands, Jöklai'annsóknaifélags- ins, Veðui-stofu íslands og Sjó- rannsóknadeild Hafi-annsókna- stofnunarinnar, og má segja að bók þessi, HAFÍSINN, sé ái’ang ur hennar og hafi að geyma megin þess, er þar kom fram. í bókinni fjalla tuttugu og þrír innlendir fræðimenn úr ýmsxxm gi'einuxn raunvísinda og sagn- fræði um hafísinn, orsakir hans og afleiðingar. í því sambandi er m. a. fjalað um veðurfar og hafstrauma, uppruna hafiss, hegðun hans og ferðir, og einnig gerð grein fyrir veðurfarssveifl um á nox’ðui'hveli jarðar og heimildum um bafís allt frá for sögulegum tíma til vorra daga. Að lokum eru hagnýt vanda- mál, skyld hafísnum, tekin til meðfei'ðar svo sem ísing skipa og áhrif kólnandi veðui'fai's á fiskigegnd og jarðargróður. Hér er vitanlega ekki rúm til að nefna þá mörgu fræðimenn, sem í bók þessai'i miðla lesend- um mikilli og nýtstáiiegri þekk ingu á þeim efnum, sem hún tekur til og engum íslendingi eru óviðkomandi. í fljótu bragði munu ýmsir hafa mest yndi af hinum sagnfi'æðiega fi'óðleik, sem þar er að finna, en við miklu fleh’i, svo sem bændur og skipstjórnaimenn, á hún samt erm brýnna og hagnýtara erindi. Ritstjórn bókarinnar hafði Markús Á Einai'sson á hendi, en útgáfuráð skipuðu Trausti Ein- arsson, Hlynur Sigtryggsson, Sigurður Þói'ai'insson og Unn- steinn Stefánsson. HAFÍSINN mun lengi verða talinn meðal merkustu grund- vallarrita íslenzkrar fræði- mennsku og vísinda. Bókin er 552 bls. í stói'u broti, og auk fjölmargra ljósmynda hefur hún að geyma um það bil 250 skýringarkost og uppdrætti. Hún er prentuð í Setbergi en bundin í Félagsbókbandinu. Torfi Jónsson sá um útlit og teiknaði kápu. Verð til félags- manna í AB er kr. 980.00. (Fréttatilkynning ) arri verzlun, útgerð, samgöng- um, landbúnaði, leiklist, sveitar málefnum, svo eitthvað sé nefnt af nær 30 bókarköflum. í bók þessari er samankominn feikna mikill fróðleikur, svo manni virðist hann „tæmandi“ við fljótlegan yfirlestur, enda gjörþekkir höfundur staðinn og notar auk þess skráðar heimild- ir á fræðimannlegan hátt. Saga Sauðárkróks er að sjálf- sögðu öðrum þræði saga héraðs ins sjálfs, ómetanleg fræðibók, er vart mun eiga sinn líka hér á landi. Q Þrjár bækur frá PRENTVERKIHF., Reykjavík Veglegl rit um afdrifaríkt efni Merkileg bók um Sauðárkrók 5 Það er ekki oft, sem maður á kost á að birta mynd af fimm ættlið- um, svo sem þessi mynd sýnir og G. P. K. tók hér á Akureyri 30, nóvember sl. En þann dag áttu 56 ára hjúskaparafmæli, Sigurðun Vigfússon og Katrín Bjömsdóttir, Eyrarvegi 16, og sitja þau fremst, en hún er áttræð um þessar mundir. S^andandi til hægri er Viglín, dóttir þeirra hjóna, þá Inga Þórisdóttir, 2ja mánaða, Jóhanna Ragn- arsdóttir og Katrín Ingvarsdóttir. FRÁ BRIDGEFÉLAGI AKUREYRAR TVÆR umfei'ðir eru eftir í meistai'amóti Akux-eyi'ar í bridge og verða þær spilaðar eftir nýjár. Staðan er nú þessi: stig 1. Sveit Soffíu G. 85 2. —r Mikaels J. 65 3. — Guðmundar G. 64 4. — Harðar S. 63 5. — Halldói's H. 62 6. — Páls P. 16 7. — Péturs J. 13 8. — Óðins Á. 11 f 1. flokki spila þi'jár sveitir. Efst er sveit Jóhanns G. með 121 stig, önnur sveit Ólafs Á. með 96 stig og þriðja sveit Gunnars Bcx-g með 76 stig. □ ■ FRÆÐIRIT, SEM... (Framhald af blaðsíðu 4) Amtsbókasafnið á Akui'eyri sl. sumar. Sú heimsókn var okkur til óblandinnai' ánægju. Safn- húsið er hið glæsilegasta og vandaðasta, og prýðilega stað- sett, fyrirkomulag safnsins sjálfs og aðstaða til notkunar þess í sama mæli hagkvæm og aðlaðandi. Heiður og þökk sé öllum þeim, sem þar eiga hlut að máli. Richard Beck. HVAÐ ER FRAMUNDAN ? Notendum rafoi'ku frá Laxár- virkjum hefur frá upphafi verið ljóst að orkufi-amleiðsla þar er hvergi næiri svo örugg sem vera þyrfti. Enda hefur rafmagn þaðan gjamast brugðizt þegar mest á reyndi og sízt skyldí. Þessir annmarkar hafa stjóm Laxárvirkjunar vafalaust verið ljósh'. Enda hefur vei'ið kostað ærnu fé í tilraunir til þess að draga úr í'ennslistruflunum Laxár. Þessar tilraunir hafa ekki borið nægan árangur. Og jafnan setur að manni kvíða og ótta við að missa rafmagnið, þegar fi'ost herðir og hríðar geysa. Þetta aryggisleysi í raforku- málum verður alltaf uggvæn- legi'a og uggvænlegra, vegna þess, að með hverju árinu sem líður verðum við háðai'i rafork- unni. Iðnaður lalur er henni háður, heimilis og bústörf fjöl- mörg og nær því öll húshitun. Það er fátt í daglegu lífi okkar, sem rafmagnið grípur ekki irm í á einhvem hátt. Tæpast yrði í tölum talið það tjón, sem af hlytist, ef orku- veitusvæði Laxár yrði með öllu í'afmagnslaust í nokltur dægur t. d. í stórhríðiun að vetri til. Mér varð því mikið fagnaðar- efni þegar fyi'stu fréttir bárust af ráðagerðum stjómar Laxár- vinkjunar um stóraukna raf- orkuframleiðslu við Laxá, og í því sambandi aðgerðir, er úti- lokuðu íTeksturstruflanir í orku verinu af völdum rennslistrufi- ana í Laxá, og ég álít að svo hafi verið með fleiri. En fljótt kom í ljós að þessi framkvæmd krefðist verulegra fórna. í fyrsta lagi var augljóst að stíflugerð í Laxá ylli það mikilli uppistöðu í norðanverð- um Laxái'dal, að ekki yrði eftir þá framkvæmd búið á all mörg um jörðum í dalnurn. Þá kom einnig í ljós, að til þess að fram leiða á þessum stað ódýra raf- orku, er nægði Norðlendingiun um nokkna framtíð, taldist nauð syn, er fram liðu stundir að veita til Laxár nokkru af vatni því er fellur í Skjálfandafljót Þarflaust er að rekja gang þessa máls frekar, þar sem það hefur ekkert legið í láginni. Af hinum mesta dugnaði og atorku hefur verið vakin mót- mælaailda í héraðinu, gegn þess um fyrirhuguðu framkvæmd- um, og engin hugkvæmni til spöruð að mála hugsanlegar af- leiðingar þeirra sem dekkstum litum. Síðan gerir stjóm Laxái-virkj unar grein fyrir sínum viðhorf- um, og málar þá gjarnan hvítt, það sem hinir máluðu svart. Hvað á svo áhorfandi, sem ekki hefur látið sefjast af áróðri annarshvors aðilans að gera þegar svo er deilt að staðhæfing stendur á móti staðhæfingu en haldgóð rök virðast víðs fjarri? Mér virðist að í moldviðrinu standi eftir ein óhagganleg stað reynd, og hún er sú, að ef virkj- „Æðikollurinn" í Ólafsfirði „ÆÐIKOLLURINN“ eftir L. Holberg var frumsýndur í Tjam arborg, Ólafsfirði laugardaginn 6. des. sl. og voru áhorfendur furðu margir þegar þess er gætt að sjónvarpsáhugi er nú í há- marki enda sjónvarpið nýkom- ið. Ráðgert er að sýna verkið í nágrannabyggðum siðar í mán- uðinum og hafa fleiri sýningar hér heima. Það er Leikfélag Ólafsfjarðar, sem stendur að sýningum þess- um. Leikstjóri er Kristinn G. Jóhannsson. Leikendur eru fast að 20 tals- ins, en með aðalhlutverk fara: Hanna Brynja Axelsdóttir (Pemilla), Freydís Bemharðs- dóttir (Magðalóna), Guðrún Brynjólfsdóttir (Leonora) og Þorsteinn S. Jónsson (Vielgerc- hrei). Leiktjöld lánaði Þjóð- leikhúsið. Q unaráætlun verður framkvæmd út í æsar, verður búskapur tæp ast stundaður í Laxárdal. Víst er það harmsefni. En er hægt að afgreiða málið á svo einfaldan hátt sem þann, að segja: Það skal aldrei verða? Mér finnst tæpast hægt að skjóta sér und- an því að hugleiða hvað við tek ur ef ósamkomulag héraðsbúa og stjómar Laxárvirkjunar verður því valdandi, að horfið verði frá öllum fyrírætlunum um orkuaukningu við Laxá. Mér finnst meira en hugsan- legt að grannar okkar hirði það sem þeir ná til af vatnsföllum okkar og virki í sínum heima- hémðum, og sendi okfcur svo af náð ögn af raforku- með „hundi“ sunnan yfir torfærasta hálendi íslands. Talið er, að til þess að Norður land geti framkvæmt verulegan hluta af eðlilegri fólksfjölgun fjórðungsins, þurfi iðnaðurinn að eflast að því marki að hann geti tekið við henni. En er það líklegt að orkufrekur iðnaður verði staðsettur og rekinn í þess um landshluta ef ekki er fyrir hendi önnur raforka en hin takmarkaða og stopula orka nú verandi orkuvers við Laxá og rafmagn frá Búrfelli leitt á strengjum sunnan yfir hálend- ið? Getur ekki hugsast að bygg- ing oifcuvers hér í héraði, er framleitt gæti næga raforku á sambærilegu verði við þá orku sem framleidd er sunnanlands, idíipti sköpum um þróun og við hald byggðar hér norðan jökla? Eru þeii' aðilar sem hér eigast við, þ. e. stjórn Laxárvirkjunar og svonefnd héraðsnefnd, þess umkomnir að bera ábyrgð á því, að allar samkomulagsumleitanir um byggingu slíks orkuvers hér í héraði fari út um þúfur, með þeim afleiðingum að framtíð þessa landshluta verði stefnt í tvísýnu? Ég held að það sé óvinafagn- aður af versta tagi að magna því lífct gjörningaveður um þetta mál, sem gerf hefur verið. Reykjahóli 27/11 1969 Oskar Sigtryggsson. Gunner S. Hafdal NOKKUR KVEÐJUORÐ GUNNAR S. HAFDAL bóndi og skáld andaðist í Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri 27. nóvember sl. og var jarðsung- inn frá Akureyrarkirkju 5. des- ember. Hann fæddist á Deplum í Fljótum 15. október 1901, elzti sonur hjónanna Sigurbjargar Jóhannesdóttur og Sveins Sveinssonar, er þar bjuggu þá og síðar í Lundi í sömu sveit, en alls voru systkinin 9. Heilsu- leysi þjáði snemma móður hans og einhverju af systkinunum var komið fyrir hjá vinum og vandamönnum af þeirri ástæðu. Um fermingaraldur fór hinn ungi sveinn út í heiminn til að vinna fyrir sér og sjá um sig sjálfur. Og þótt hann hafi ef- laust fengið nesti og nýja skó áður en hann lagði af stað í þá löngu ferð, hlaut sá búnaður að hafa takmarkazt við þröngan efnahag. Sjálfur hefur Gunnar sagt mér, að oft hafi hann klæð- lítill verið og kaldur á uppvaxt- arárum og stundum langað í meiri mat en hann fékk. Á ýmsum bæjum í Olafsfirði til 1915 og síðan í Laxárdal í S.-Þing. og við kolanám á Tjör- nesi óx honum fiskur um hrygg og á þeim árum eignaðist hann marga góða vini. Skólagangan var lítil, því utan lítilsháttar barnafræðslu naut hann aðeins skólavistar í unglingaskóla Benedikts Bjöms sonar á Húsavík einn vetur. Árið 1922 flutti Gunnar S. Hafdal til Akureyrar og dvaldi þar til 1945. Hann nam skó- srniði og hafði skóvinnustofu um skeið, en veiktist af lungna- bólgu og varð heilsutæpur um tíma á eftir. Læknir hans ráð- lagði honum þá eindregið að hætta innisetum en stunda mikla útivist. Lagði hann þá iðn sína á hilluna og réðst til Raf- veitunnar og starfaði hjá henni í áratug við innheimtustörf. Inn heimtustörfin kröfðust útivistar og daglegra gönguferða og Gunnar endurheimti heilsu sína, en undi þessu starfi nú efcki lengur og urðu þá þátta- skil. Hann hóf búskap á Hóli í Glæsibæjarhreppi og dvaldi þar eitt ár, en síðan á Hliðarenda og HLöðum í sömu sveit til ársins 1952. Þá keypti hann Sörla- tungu í Hörgárdal og bjó þar allmörg ár en flutti þá að Dnafla stöðum í Sölvadal í Saxn'bæjar- hreppi, en seldi jörðina í haust, þá vanheill orðinn. Árið 1924 kvæntist Gunnar eftirlifandi eiginkonu sinni, Önnu Sigríði Sigurjónsdóttur, sem fædd er á Bjamastöðum í Unadal vestur en ólst upp í Svarfaðardal og áttu þau fimm börn og eru tveir synir þeirra búsettir vestan hafs. ÆSKULÝÐSBLAÐIÐ DESEMBERHEFTI Æskulýðs- blaðsins, ritstjóri séra Bolli Gústafsson, er komið út og er jólahefti, 25 blaðsíður. Af efni má nefna ávaipisorð ritstjóra, þýdda jólasögu, gredn eftir yngsta prest landsins, séra Einar Sigurbjamarson í Ólafs- firði, jólasögu frá Færeyjum, ávaip séra Ingþórs Indriðason- ar, skógræktarfræði, grein eftir Hallgrím Þór Indriðason, Kinkj an er krossins móðir, eftir séra Kolbein Þorleifsson, grein um æskulýðsfélag'ið í Grímsey, framlialdssaga o. m. fl. Q Árið 1934 og 1935 komu út tvær ljóðabækur Gunnars, Glæður I og Glæður II, en 1954 kom út þriðja Ijóðabók hans, Milli skins og skýja. Auk þess birtust mörg kvæði eftir hann í blöðum og tímaritum. Og hann átti í handriti ævisögu sína, mikið ritverk og margt ljóða að auki. Það er undi'avert hve miklu þessi bóndi, löngum einyrki, kom í verk að rita og yrkja ög einnig íhugunarefni, hvað það var, sem örvaði hann til ljóða- gerðar og ritstarfa. Gunnar S. Hafdal var mjög viðkvæmur og skapheitur í upp vextinum, fann sárt til fátæktar sinnar og lokaðra leiða til menntunar. Brynjaði hann sig þá kaldhæðni og leyfði aðeins fáum vinum sínum að skyggn- ast innfyrir, en hann þjálfaði hugsun sina og orðsnilld, bæði í viðræðu, Ijóði og ræðumennsku og stóð jafnan af honum gustur mikils geðs. Hvergi vildi hann láta hlut sinn og fór ekki í manngreinarálit. Honum var Ijúfara að skipa fyrir en hlýða, tala en hlusta, sparaði hvorki orðkyngi eða áherzlur, og eign- aðist auðvitað andstæðinga, en hann var trölltryggur vinum sínum og sat ekki hjá, ef á þá var hallað. Svo vai' að sjá, að Gunnar yndi vel á gleðimótum og mann fundum, en þó hygg ég, að þá hafi hann átt beztar stundir, er hann var einn með sjálfum sér á dalajörð, í senn kóngur í riki sínu og unnandi ósnoi'tinnar náttúru og jafnframt auðmjúk- ur þjónn ljóðadísarinnar, er oft á slíkum stundum strauk hon- um ljúft um vanga, fjarlægði arnstur daganna, gaf honum víða sýn og gerði anda hans fleygan og frjálsan. Þá urðu kvæðin til og þau beztu þeirra bera hátt. Og ef þau kvæði eru látin meta höfund sinn má með sanni segja, að honum væri ekki ofaukið á skáldabekk. Qft leit Gunnar inn á skrif- stofu Dags, er leið hans lá hér um, ólgandi af skaphita og áhuga á málefnum lands og þjóðar, eða bann kastaði fram stöku, jafnvel kvæði, léttur í lund og lét gamminn geysa. En hvort heldur sem var, var sá gestur aldrei hálfur í huga eða hikandi. Þessi vökuli, stundum hrjúfi og harðfengi dalabóndi, var innst inni viðkvæmur maður með heiðan bamshuga — opinn fyrh' fegurð lífsins —. Þá var hann skáld og þannig vil ég geyma minningu hans í þakk- látum huga eftir áratuga kynn- ingu. E. D.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.