Dagur - 22.12.1969, Page 8
8
Akureyri, við kyrrlátan fjörðinn þykir bæja fegurstur, en þar verða menn þó að greiða sín
gjöld, samanber grein á öðrum stað af fjárhagsáætlun kaupstaðarins fyrir næsta ár.
Ýmsar Iramkvæmdir á EgilsstöSum
Egilsstöðum 22. des. Hér fæst
ekki Akureyrar-maltöl og þyk-
ir mikið á skorta hinn nauðsyn
lega undirbúning jóla og mikil
afturför í iðnaði ykkar manna í
höfuðstað Norðurlands.
Hér er snjólétt og fært til
Reyðarfjarðar, Oddsskarðí löng
um haldið opnu, svo og Fjarðar
■heiði. Skipaferðir eru strjálar í
vetur en f 1 ugsamgöngur all-
góðar.
Um helgina fóru héðan tveir
vörubílar til Mývatnssveitar og
gekk sæmilega. Reyndist veg-
urinn víðast góður, en smáhöft
á nokkrum stöðurn í Möðrudals
fjallgarði. Vegurinn á hálendinu
er svo vel upp hlaðinn, að hann
verður ekki fyrr ófær en marg-
ir byggðavegh'. Þykir okkur
það sanngjarnt, eins og nú hag-
ar til um snjólag, að vegurinn
sé gerður fær bifreiðum einu
sinni í viku. Bílarnir fluttu
einangrunarplast vestur en
komu með milliveggjasteina til
baka.
GliLLNA FARIÐ
eltir ARTHUR HAILEY
Þcfisi spennandi skáldsaga hcfur orðið niargföld metsöiulrók
hvarvctna sem hún ficfur komið út, cn fyrri bækur Haileys,
„Hinzta sjúkdómsgreiningin" og „Hótel“ hafa eintiig notið
ólicmju vinsælda.
í „Gtillna farinu" ojmar Hailcy lesandanum sýn inn í tnarg-
víslega leyndardóina fiugsamgangnanna, sem almenningi cr
yfirleitt ókunnugt um, og kynnir fólkið sein starfar við eða
kringum flugið.
Samkvæmt fjárlögum verður
ýmislegt unnið hér í rétta átt í
fjárveitingarmálum. Veittar eru
3 millj. kr. til læknamiðstöðvar
og verður byrjað að vori og 0.5
millj. eru ætlaðar til Sjúkra-
Skylisins, sem fellur þarna inní.
Svo er ætlað til barnaskólabygg
ingar 3.5 millj. frá ríkinu en þar
á móti kemur jafn mikið fram-
lag að heiman. En barnaskólinn
hér, er fyrir löngu allt of lítill
orðinn og eru í honum 130 börn
og unglingar. Lagt er til læknis
bústaðar fyrir Austurhérað 420
þús. og til endurbóta á læknis-
bústað fyrir Vesturhérað 176
þús.
Sjálfvirk símstöð og pósthús
er hér í byggingu og er búið -að
byggja vélastöð fyrir símann og
verður vélvirkur búnaður senni
lega búinn í marz í vetur.
Skólafólkið er farið heim úr
skólunum. Talið er, að hingað
sé komin margnefnd Honig
Kong inflúensa. V. S.
Tveir amhas.sadorar
HARALDUR Ki'öyer hefur ver
ið 9kipaður ambassador í Stokk
hólmi og Sigurður Bjarnason
■aimbassador í Danmörku. □
Hannibal og
Bjöm sfofna
þingflokk
BJÖRN Jónsson og Hanni'bal
Valdknarsson hafa stofnað nýj-
an þingflokk. Las forseti upp
bréf þess efnis á fundi í sam-
einuðu Alþingi í síðustu viku.
Verður þessi þingflokkur
minnsti þingflokkurinn, meðlim
ir eru aðeins tveir, aðrir þing-
flokkar eru Alþýðubandailag
(8), Alþýðuflökkur (9), Fram-
sóknarflokkur (18) og Sjálf-
stæðisflokkur (24). □
íbúðarskúr brann
ÍBÚÐARSKÚRINN Ránargata
11, Akureyri, ónýttist af eldi á
laugardiagsmorguninn. Þar bjó
einn maður og safcaði Itann
eikki, að því er lögreglan tjáði
blaðinu í morgun. □
SMÁTT & STÓRT
LITLU-JÓLIN
Litlu-jóILn hafa verið haldin í
bamaskólimi bæjarins við mik-
inn fögnuð barna, einkum yngri
barnanna. Á laugardaginn gafst
fréttamönnum kostur á að virða
fyrir sér „litlu-jólin“ í Sól-
borgu, þar sem 14 ungmenni
dvelja á daginn við nám og
starf og hafa þá sérstöðu, að
þroskast seint. En þessi börn
nutu söngsins, jólasveinsins,
jólatrésins, ekkert síður en
önnur börn.
FYRIRTÆKI SEM
BLÓMSTRAR
Ríkisfyrirtæki það, sem kennt
er við tóbak og áfengi og skilar
árlega hundruðum milljóna í
ríkiskassann, hefur flutt í ný
hús, notar tækni, hefur sagt upp
verulegum hluta starfsfólks, en
býðst til að kosta þjálfun þess
við önnur störf. Þá hefur þetta
fyrirtæki í liyggju að flytja út
brennivín í vaxanldi mæli og
hugga aðrar þyrstar þjóðir.
ÚTGAFU AÐ LJÚKA
Útgáfu bóka fyrir jólin er nú
lokið og árangurinn er til sýnis
í verzlunum. En bækur eru ekki
allar þar sem þær eru séðar í
búðarglugga og getur það verið
hrós eða last eftir atvikum. Ytra
útlit segir manni lítið, þegar
höfundarnafni sleppir. Ritdóm-
ar birtast, miklir að fyrirferð í
stærri blöðunum, en þykja ekld
nema miðlungi góðir vegvísar
og þar kreppir skórinn. I hinu
erfiða vali bóka, sem kaupandi
ætlar að lesa sjálfur eða gefa
öðrum, velja flestir þann kost-
inn, að láta bókadómana lönd
og leið, en hafa eigin smekkvísi
að leiðarljósi.
KVARTAÐ UM HNUPL
Á höfuðborgarsvæðinu er kvart
að um mjög vaxandi hnupl.
Kveður rammt að þessu í jóla-<
kauptíðinni og ber margt til. Þá
er ös í verzlunum og auðveld-
ara að hnupla. Og þá er miklu
fleira dreifbýlisfólk á ferðinnl
og margt af því er sagt minna'
tortryggið og farangur þess því
auðveldari bráð. En stórþjófn-
aðir fara þar einnig mjög í vöxt,
innbrot og rán, svo sem fregnir
herma. Kjörbúðarfyrirkomulag
ið, sem þykir annars mjög vin-
sælt og hefur ýmsa kosti, liefur
þann ókost, að freista margra
til að linupla. Hér á Akureyri
virðist þessi óknyttaalda ekki
ná og er ástæða til að fagna þvi,
EFTA OG SÖLU-
SKATTURINN
í sambandi við inngöngu fs-
lands í EFTA, verður söluskatt-
urinn illræmdi hækkaður í 11%.
f Alþingistíðinduni frá fyrri ár-
um er margan fróðleik að finna,
m. a. Iivaða skoðun formenn A1
þýðuflokksins hafa haft á sölu-
skattinum.
HARALDUR GUÐMUNDS-
SON SAGÐI:
„Ég álít, og Alþýðuflokkurinn
er sömu skoðunar, að mér ligg-
ur við að segja, að af öllum toll-
urn, sem eru lagðir hér á hjá
(Framhald á blaðsíðu 4)
Safnað í brennu.
(Ljósm.: E. D.)
Brennur á gamlarskvöld
ÞAÐ et' garnall siður að brenna
út gamla árið og hafa ungir og
gamlir gaman af því, enda
brennur stundum stórar og e’kki
sparaður eldsmatur.
Bæði í Reykjavík og á Akur-
eyri, og eflaust víðar, hefur lög-
regiarí skipulagt þennan þátt er
gamalt ár er kvatt. En á þeim
tímamótum hefur einatt viljað
við brenna, að ýmiskonar óæski
legar hneigðir ungmenna hafa
brotizt út í ikjánalegum athöfn-
um. Brennumar virðast halda
huga fjölda ungmenna föngnum
og fullnægja að miklu leyti tiJ —
breytingarþörtfinni.
Undanfarnar vikur hefur
mátt sjá unga drengi rogast með
tiimburbrak og 'annað brennan-
legt efni í stóra kesti, á þeim
stöðum í bænum, er lögreglan
'leyfir. Er þetta raunar urn leið
ver-uleg hi'einsunarherfer'ð.
í gær tjáði lögreglan blaðinu,
að búið vœri að sækja um leyifi
fyrir fimm brennum og eru sum
ir kestii'nir orðnii' stórir og
munu loga vel þegar þar að
kemur. Q