Dagur - 21.03.1970, Blaðsíða 5

Dagur - 21.03.1970, Blaðsíða 5
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. Dreifing menntasfofnananna ÞINGMENN Framsóknarflókksins í Norðurkkjördæmi eystra, Ingvar Gíslason, Gísli Guðmundsson og Stefán Valgeirsson, flytja á Al- þingi tillögu til þingsályktunar um dreifingu menntastofnana, áætlun um skólaþörf og eflingu Akureyrar, sem miðstöðvar mennta og vísinda utan höfuðborgarinnar. Lagt er til í tillögunni, að Alþingi lýsi yfir þeim vilja sínum, að stefnt skuli að eðlilegri dreifingu hvers kyns mennta- og menningarstofnana um landið og tillit tekið til þeirrar stefnu í framkvæmd byggðaáætlana. Ennfremur, að nauðsynlegt sé að gera heildaráætlun um skólaþörf landsmanna næstu 10—15 ár, bæði er varðar almenna skóla og sérskóla, og skuli að undanfarinni rannsókn, í samráði við hlutaðeigendur, gerð áætlun um skólastaði í samræmi við þá meginstefnu, að mennta- og menningarstofnunum skuli dreift eðlilega um landið. Loks er lagt til að Alþingi lýsi yfir því, að sérstak- lega skuli að því stefnt, að Akureyri verði efld sem skólabær og miðstöð mennta og vísinda utan höfuðborg- arinnar. í greinargerð segir m. a.: Akur- eyri er þegar tiltölulega öflugur skólabær, m. a. vegna menntaskól- ans, sem þar hefur starfað í meira en 40 ár, og iðnskólinn er mjög á eflingarbraut vegna nýrra og mynd- arlegra húsakynna sem smám saman eru að komast í gagnið, undirbún- ingsdeild tækniskóla hefur starfað þar í nokkur ár og vélskólakennsla fer að nokkru fram á Akureyri, tón- listarskóli er einnig í bænum og er unnið að endurbótum á húsnæði hans, rætt er um stofnun garðyrkju- skóla á Akureyri, en ýmsar liindran- ir hafa verið lagðar í götu þess máls, svo ekki hefur orðið af framkvæmd- um. Minna má á, að Þórarinn heit- inn Bjömsson skólameistari var þess fýsandi, að kennaradeild yrði stofn- uð og rekin í tengslum við Mennta- skólann. Ástæða er til að nefna tvo skóla, sem mjög kæmi til greina að reka á Akureyri. Annars vegar væri norðlenzkur verzlunarskóli. Hins vegar fullkominn tækniskóli. Heim- ilt er eftir lögum að starfrækja tækni skóla á Akureyri. Fjarri fer því, að þessarar lagaheimildar hafi verið neytt, þótt undirbúningsdeild tækni- skóla hafi að vísu starfað á Akureyri um árabil. Tækniskóli Islands er ung stofnun og fátæklega að honum (Framhald á blaðsíðu 2) ARAMOTAIIUGLEIÐING VIÐ setningu Alþingis 10. okt. sl. talaði hinn nýkjörni vígslu- biskup Norðlendinga í Dóm- kirkjunni. Úr þessari þingsetn- ingarræðu er mér sérstaklega ein setning minnisstæð. Vígslu- biskupinn sagði: „Ef hugsjónin lifir, þá lifir þjóðin.“ Þetta sagði vígslubiskupinn. Hann sagði það á réttum stað, við löggjafa og landsstjórn, í áheyrn alþjóðar, og á réttup tíma. Því að margt er nú á hverfanda hveli, og það er því miður hvergi nærri fulltryggt, að íslenzka þjóðin sem slík verði héðan af langlíf í landi sínu. Nú er ástæða til að spyrja: Er hægt að tryggja það, að þjóðin lifi? Margt er það, sem íslending- ar á 20. öld hafa talið eftirsókn- arvert og flest af því er það líka sjálfsagt á sinn hátt. En þar með er ekki sagt, að það sé allt sérstaklega til þess fallið að tryggja þjóðinni langlífi í landi sínu, eða sjálfstæði þjóðríkis á íslandi. Hin almenna framfara- barátta er lífsnauðsyn. En ef íslendingar ganga svo langt í því að keppa við ríkustu þjóðir heims um tekjur og lífsþæg- indii), að þeir geti ekki neitað sér um neitt án þess að skella skuld á land sitt og þjóðfélag, getur farið að losna um tengsl „Fjallkonunnar“ við börn sín. ísland er að vísu gott land og fegurt, og réttilega er á það bent, að heilnæmi þess geti, er stundir líða, orðið uppspretta auðs. Samt er það svo, að í veröldinni eru til ’hlýrri lönd og frjórri, og auðugri að ýmiskon- ar jarðefnum og verðum við að sætta okkur við þá staðreynd, enda fylgir þar víða böggull skammrifi. Almennt er nú talið, að hagnaður sé að batnandi sam göngum og vaxandi viðskiptum við önnur lönd, en í kjölfar þessara framfara koma vaxandi áhrif útlendinga og útlendrar menningar — og ómenningar — á hina fámennu íslenzku þjóð og vaxandi möguleikar til bú- ferla. Aðdráttarafl umheimsins er mikið fyrir afskekkta eyþjóð og fámenna. Vissulega er það á sinn hátt fagnaðar- og tilhlökkunarefni, að vaxandi fjöldi ungra íslend- inga stundi langskólanám innan lands og utan og gerist kunn- áttumenn á heimsmælikvarða á mörgum sviðum. En reynslan er nú að leiðá í Ijós, að önnur lönd en ísland munu, er til kemur, fá í sinn hlut bróður- partinn af þeim dýrmætu starfs kröftum, sem hér er um að ræða. Til þess eru skiljanlegar ástæður, sem ekki tjáir að æðr- ast yfir. Hér heima á Fróni verða menn að hugga sig við það, að þessir Væringjar 20. aldar njóti hæfileika sinna og varpi ljóma á land sitt meðal framandi þjóða. Nú hafa menn almennt tékið þá trú, aó hægt sé að láta bók- vitið í askana. Og rétt er það. En bó'kvitið eitt út af fyrir sig tryggir ekki framtíð íslendinga sem þjóðar. Hversu fróðir sem menn verða, hversu mikil sem velmegunin verður og lífsþæg- indin, vofir það samt yfir, að allt of margir fslendingar fari að hugsa eins og fomaldarmað- urinn, sem sagði: Ubi bene, ibi patria, þ. e. þar sem gott er að vera, þar er ættjörð mín, og að þá slakni á tauginni, sem „rekka dregur föðurtúna til.“ Hér er það hugsjónin, sem máli skiptir, eins og vígslu- 1) Sbr. nýyrði Sig. Líndals: „Lifs- þ.T-gindagricðgi." vegur þjóðarinnar til langlífis. Allt sem menn leggja á sig fyrir framtíðarlandið og framtíðar- þjóðina ber vott um það, að framtíðarhugsjónin hfir og ef það gerist nógu almennt, er þjóðinni svo vel borgið, sem verða má fyrir hennar atbeina. Stephan G. Stephansen átti mikinn hluta ævi sinnar heima erlendis og hvíhr í framandi mold. En hann var alla ævi þjóð rækinn íslendingur, og trúlega hefir honum orðið hugsað til íslands og íslendinga, þegar hann hvatti menn til þess „að hugsa ekki í árum en öldum, að alheimta ei daglaun að kvöldum," „því að svo lengist mannsævin mest,“ sagði sá spaki maður. Langt fram á þessa öld fundu flest íslenzk ljóðskáld köllun hjá sér til að yrkja ættjarðar- Ijóð og glæða með þeim þá fram tíðarhugsjón, sem tengd er landi og þjóð. Andríki þeirra og snilld stuðlamálsins var einn helzti aflgjafi íslenzkrar menn- ingar og íslenzks sjálfstæðis. f skugga tveggja heimsstyrjalda hefir ísland nú um sinn eignazt skáld af öðru tagi, og hin há- þróaða list stuðlamálsins er nú minna metin en fyrr á hærri stöðum, þó að hún eigi enn sem fyrr marga aðdáendur meðal alþýðu manna. En nú ræður þjóðfélagið yfir máttarvöldum, , sem ættu að geta verið vel til þess fallin að tryggja það, að hugsjónin lifi og að þjóðin lifi, skólunum, sem hafa hvert barn eða ungmenni undir sínum handarjaðri heilan áratug en oft miklu lengur, og útvarpinu (þ. á. m. sjónvaip- inu), sem er boðinn eða óboð- inn gestur á flestum heimilum mikinn hluta sólarhringsins. íslenzkir skólar og íslenzkt út- varp geta, ef lán er með, komið mörgu góðu til leiðar og munu auðvitað gera það. Þau munu í vaxandi mæli skammta bókvit í askana og margar tegundir fræðslu og skemmtana í stíl nýrra tíma. Vonandi bera þau þá einnig gæfu til að glæða hug sjónina, sem er fjöregg þjóðar- innar. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið. G. G. Skíðavika SKÍÐAVIKA verður á Akur- eyri 23.—30. marz, en Skíða- hótelið í Hlíðarfjalli annast framreiðslu matar og drykkjar. Þar verða og gufuböð, skó-, stafa- og skíðaleiga, og skíða- kennsla. Þá verður stólalyftan í gangi og togbraut norðan við hótelið. Nokkur skíðamót verða haldin svo og gönguferðir farn- ar. Snjóbíll og hjálparsveit eru til staðar í fjallinu. Kvöldvökur verða í Sjálf- stæðishúsinu. Áætlunarferðir í Hlíðarfjall með Hópferðum s.f.: Hónudag 23. kl. 13.30 og 16.00. Þriðjudag 24. kl. 13.30, 17.30 og 20.00. Mið vikudag 25. kl. 10.00, 13.00,14.00 og 15.00. Frá fimmtudegi til loka skíðavikunnar eru ferðir kl. 10.00, 11.00, 13.00, 14.00 og 15.00. Ferðir úr Skíðahótelinu eru hálftíma síðar en auglýstar ferðir úr bænum. Síðasta ferð í bæinn er kl. 18.00. Farnar verða fleiri ferðir ef þörf krefur. Við- komustaðir á Akureyri: Glerár stöð, Kaupvangsstræti 4 og Sundlaugin. (Úr fréttatilkynningu) biskupinn á Norðurlandi sagði í Dómkirkjunni 10. okt. Ef hún lifir, þá lifir þjóðin. Hvaða hug- sjón? Framtíðarhugsjónin, sem tengd er við þetta land og þessa þjóð. Útsýn hugans yfir land og þjóð framtíðarinnar, útsýn yfir það land og þá þjóð vonarinnar, sem smátt og smátt á að verða til fyrir eljusemi og sköpunar- mátt fólksins, sem byggir þetta land — hugsjón sem þarf að vera þess eðlis, að hún sé sí og æ að rætast og rætist þó aldrei að fullu, því að slíkar eru þær hugsjónir, sem veita hamingju inn í mannlífið. Ef þjóð sér sjálfa sig og land sitt á þennan hátt, er ástæða til að ætla, að hún haldi áfram að lifa í landi Gísli Guðmundsson. sínu. Slík hugsjón getur orðið aflvaki kraftaverka. „Sú kemur tíð“ er kjörorð hennar. „Sú kemur tíð, að sárin foldar gróa sveitimar fyllast, akrar hylja móa, brauð veitir sonum móður- moldin frjóa, menningin vex í lundi nýrra skóga,“ kvað Hannes um aldamótin. Fyrir þjóð, sem ekki var komin á stig vélvæðingarinnar og enga vegi átti, kvað hann um skip og vagna komandi tíma, sem ganga mundu fyrir krafti fallvatn- anna. „Trúðu á sjálfs þíns hönd en undur eigi,“ kvað Einar Bene- diktsson. Hann sá fyrir sér í draumi íslenzkt framtíðarland, og því, sem honum birtist í draumnum, lýsti hann í Ijóði: „Menn lutu ei öðru en eigin lögum og íslands heill var þeirra gifta, menn höfðu auga á eigin högum með alúð þess sem vill ei skipta.“ Þannig vildi hann hugsa sér fólkið í landinu eftir að það hefði fengið sjálfstæðið og þjóð fánann. Fólk sem treysti mætti sínum og kærði sig ekki um að fá allt upp í hendurnar, en teldi það hamingju, að eiga heima á íslandi og legði fúslega á sig það, sem til þess þyfti, að fá að vera íslendingur. Unga fólkið um aldamótin talaði um að „klæða landið“ og um „ræktun lýðs og lands.“ Þó að bændum landsins hafi fækk að ört í seinni tíð og tún kali stundum, halda þeir stöðugt áfram að rækta. Þeir gera það ekki aðeins vegna sín og sinna heldur vegna jarðanna, sem þeir vilja bæta og fegra, því að ræktun er ekki mikill gróða- vegur. En ræktunin og allt, sem er í ætt við hana á hinum mörgu sviðum þjóðlífsins, er Fréttir frá Rúnaðarþiiiginu Sigurvegarar í boðgöngunni. Frá vinstri: Trausti Sveinssin, Ás- mundur Eiriksson, Jón Ásmundsson og Magnús Eiríksson, Fljóta- menn. (Ljósmyndastofa Páls) Ættir Þingeyinga ÆTTIR ÞINGEYINGA eftir Indriða Indriðason er fyrsta bindi mikils ritverks er kom út sl. haust. Útgefandi er Sögu- nefnd Þingeyinga, og bókaút- gáfan Helgafell. Þetta á ekki að verða ritdóm- ur, því ég er ekki nægilega kunnugur til að vera fær um að dæma þetta verk, en hitt veit ég af löngum kynnum, að höfund- urinn kastar ekki höndum til neins sem hann fæst við, og ekki spillir að undirstaðan er traust þar sem eru verk föður •hans. Ég vildi með þessum fáu orð- uim vekja athygli á ágætri bók um uppáhaldsfræðigrein margra íslendinga og um leið rifja upp það sem flestir skilja og viðurkenna er um það hugsa, að ættfræðin er ein af undir- stöðum allra sögurannsókna, og þekking áa og niðja hefur verið eitt af því er bezt dugði og-hald ið hefur lífi í þjóðinni á liðnum þrautatímum. Væri illa farið ef ytri velmegun og menning hins nýja tíma slævði þá þekkingu vel það er höfundur á ósagt við lesendur, og það tel ég að komi hér sérstaklega vel frám. Það ber að hafa í huga við lestur þessa rits eins og allra slíkra bóka að menn þurfa að leggja það á sig að hugsa, og fyrst skul um við þá byrja á því að lesa formálann og lesa hann vel, því segja má að hann sé lykillinn að því að skilja uppsetningu bókarinnar, því þetta er braut- ryðjandaverk að formi til. Það hefur enginn gert tilraun til að semja slíka bók á íslandi. Niðja tal getur ekki komið í staðin fyrir þetta fyrirkomulag; — en þetta er heldur ekki niðjatal, og má því ekki gera til þess þær1 kröfur, það ber að hafa í liu-ga. Hér eru á kerfisbundinn hátt teknir allir íbúar Þingeyjar- sýslna 1950 og reynt að draga þá saman í ættbálka og um leið rakin eftir því sem hægt er franiætt hvers ættbálks fyrir sig í karllegg. Fljótt á litið virðist formið óaðgengilegt. En ef við lesujn formálann með athygli og nenn um að hugsa, þá gengur þetta fljótt og við skiljum þetta fyrir- (Framhald á blaðsíðu 2). ERINDI Egils Bjarnasonar um framtíðarstörf búnaðar- og ræktunarsambandanna. Ályktun: Búnaðarþing ályktar að kjósa þriggja manna milliþinganefnd til að endurskoða lög Bún. ísl. og tengsl þess við búnaðarsam- böndin og búnaðarfélögin. Nefnd þessi taki einnig ti'l at- hugunar framtíðarstarfsemi bún aðarsambandanna og ræktunar sambandanna og geri m. a. til- lögur tun eftirfarandi: 1. Framtíðarverkefni búnað- ar- og ræktunarsambandanna. 2. Skipulagningu í fram- kvæmd þeirra verkefna. 3. Hve mikla og hvaða starfs- krafta sé eðlilegt að hvert bún- aðarsamband hafi. 4. Fjáröflunarmöguleika sam bandanna. Erindi Allsherjarnefndar um stækkun Áburðarverksmiðjunn ar og verðlagningu á tilbúnum áburði. Samþ. var breytingartillaga frá Jarðræktamefnd við álykt- un Allsherjarnefndar með 23 atkv. svohljóðandi: Nú stendur fyrir dyrum að - ÁSKORUN (Framhald af blaðsíðu 8). vænta ef söfnuðurinn þekkir ekki sinn vitjunartíma. Því minnir Safnaðarráðið öll safn- aðarsystkin á Akureyri á það, að þau eiga skyldum að gegna við kirkju sína, og að blómlegt safnaðarstarf hlýtur að byggj- ast á þátttöku þeirra í guðs- þjónustunum og öðru, sem kirkjan er að vinna að. Þess vegna beinum við þeirri áskorun til ykkar allra, að sækja vel hinn fagra helgidóm, sem við Akureyringar eigum og eiga þar samfund við Guð og frelsai-ann Jesúm Krist öllum til ævarandi blessunar. Safnaðarráð. endurbyggja og stækka Áburð- arverksmiðju ríkisins og auka og bæta áburðai'framleiðsluna. í tilefni af því ítrekar Búnaðlar- þing fyrri samþykktir sínar um: 1. Að framleiddar verði fjöl- breyttari áburðartegundir, s. s. alhliða blandaður áburður og kalkiblandaður köfnunarefnis- áburður og leggur þingið sér- staka áherzlu á að verksmiðjan verði samkeppnisfær við inn- fluttan áburð, um verð og gæði. 2.. Að ríkisstjórnin hlutist til um að byggingarkostnaður verk smiðjunnar vei'ði eins lágur og kostur er, meðal annars með því að gernýta allar lieðir til fjáröflunar innanlands og feHa niður tolla og söluskatt af vél- um og efni til verksmiðjubygg- ingarinnar. 3. Að ríkisstjórnin hlutist til um að raforkuverð til fram- leiðslu áburðar verði ekki óhag stæðara en til Álverksmiðjunn- ar í Straumsvík. 4. Búnaðarþing felur stjóm Bún. ísl. að fylgjast með þess- um málum eftir því sem hún hefir aðstöðu til. 5. Búnaðarþing minnir á, að mikilvægt er að ná sem hag- stæðustum farmgjöldum á inn- fluttum áburði, svo sem með því að taka erlend leiguskip til flutninganna ef hagkvæmara reynist. Erindi Sigurðar J. Líndal og Lárusar Ág. Gíslasonar um lausaskuldir bænda. I Ályktun: Búnaðarþing telur að brýna nauðsyn beri til að gera eftir- taldar ráðstafanir, vegna lausa- skulda bænda og skorar á land búnaðarráðherra að beita sér fyrir framkvæmd þeirra: 1. Að lengdur verði frestur til að sækja um lausaskuldalán til 1. júlí 1970, og að sú ákvörðun verði tilkynnt rækilega. 2. Að þeir bændur, sem annað hvort hafa ófullnægjandi veð, eða skulda meh'a en svo að Veð Frá aðalfundi Sjálfsbjargar á Akureyri Indriði Indriðason. og áhugann á mannfræði meðal þjóðarinnar. Þá fyrst mundi ég óttast að hætt væri þeim gnmni er menning okkar stendur á. En þessu er ekki þannig farið. Áhuginn fyrir þessum fræðum hefur aldrei verið meiri en nú. Niðjatöl koma út árlega, sum stór að vöxtum, framættir fylgja þeim sumum. Ábúenda- töl eru gerð fyrir heil héröð og æviski'ár. Allt er þetta sprottið af meðfæddri löngun okkar til að vita: Hver er maðurinn? Hvaðan er hann? Hvað verður um hann? Ungur maður giftist: Hvaðan er konan hans? er oft fyrsta spumingin sem fram kemur þegar talið berst að frétt inni. Svona er hægt að ræða og rita endalaust; en þetta átti að vera stutt. Formálar fyrir bókum eiga að vera glöggir og helzt stuttir, en umfram allt þarf að skýra þar AÐALFUNDUR Sjálfsbjargar, félags fatlaðra á Akureyii og nágrenni, var haldinn sunnu- daginn 1. rnarz í húsi félagsins, Bjargi. í skýrslu formanns kom fram, að félagslíf hefur staðið með allmiklum blóma, en þó hefur nokkuð dregið úr aðsókn að fundum og föndurkvöldum, og er sjónvarpinu kennt tmi. Á síðasta ári var gengið frá leiksviði -við samkomusalinn í Bjargi, og má segja, að þar með sé lokið framkvæmdum við hús byggingu félagsins. Aðalsteinn Vestmann málarameistari gerði fagra og skemmtilega mynd fyrir enda Ieiksviðsins og gaf félaginu það verk. Þá var lóðin fyrir framan húsið malbikuð á árinu, og sáu bæjarstarfsmenn um það verk. Höfuðverkeifnum félagsins má skipta í þrennt: 1. Félagsstarfsemi. Skemmt- anir voru margar og vel sóttar, einnig fundir og föndurkvöld. Vörur þær, sem unnar voru á föndurkvöldunum, voru seldar á bözurum, og gaf það góðan hlut til félagsstarfsins. 2. Atvinnurekstur. Plastverk- smiðjan Bjarg starfaði ailt árið, en lengst af með aðeins tveim til þrem starfsmönnum. Unnið er að aukningu starfseminnar, svo að þama verði unnt að veita fleirum atvinnu. 3. Endurhæfing. Unnið hefur verið áð undirbúningi sjúkra- þjálfunarstöðvar á vegum fé- lagsins, og á aðalfundinum var samþykkt að koma slíkri stöð upp á þessu ári og stefna að því, að hún taki til starfa á næsta hausti. f júlímánuði var haldinn í Skíðahótelinu í Hlíðarfjalli við Akureyri fundur stjómar VNI, Norðurlandasambands fatlaðra', og var það bæði ánægjulegur Og gagnlegur atburður fyrir Akureyrardeildina. Á aðalfundinum var formað- ur félagsins, Heiðrún Stein- grímsdóttii’, einróma endurkjör inn, svo og vararitarinn, Sig- valdi Sigurðsson. En Sveinn Þorsteinsson gjaldkeri baðst ujjdan endurkosningu eftir margra ára starf, og var Jón G. Pálsson kjörinn í hans stað. Stjórn félagsins nú er þannig skipuð: Heiðrún Steingríms- dóttir formaður, Hafliði Guð- mundsson varaformaður, Jón G. Pálsson gjaldkeri, Valdimar Pétursson ritari og Sigvaldi Sigurðsson vararitari. Þá var á aðalfundinum kosið í ýmsar nefndir á vegum félags ins, þar á meðal stjóm Plast- verksmiðjunnar og undir- búningsnefnd endurhæfingar- stöðvar. Framleiðsla Plastverksmiðj - deild Búnaðarbankans geti veitt þeim lausaskuldalán skv. lög- um og reglum um þau, fái með löggjöf aðstoð til skuldaskila þannig að þeim verði fjárhags- lega kleift að halda áfram bú- skap. 3. Að Seðlabankinn verði skyldaður til að kaupa, á nafn- verði, bankavaxtabréf þau, sem gefin eru eða gefin verða út til að breyta lausaskuldum bænda í föst lán. Skylda Seðlabankans verði að kaupa öll bréfin á næstu fjórum árum, samkvæmt ákveðnum reglum, sem þar um verði settar. Samþ. með 23 atkv. Erindi Sveins Jónssonar, Ingim. Ásgéirssonar, Sigurðar J. Líndal, Össurar Guðbjarts- sonar og Benedikts Grímssonar um markaðsmál landbúnaðar- ins. Ályktun: Búnaðarþing skorar á stjóm Stéttarsambands bænda að hlut ast til um við eftirgreinda aðilia: Landbúnaðarráðuneytið, Bún. ísl., Framleiðsluráð landbúnað- arins, Samband ísl. samvinnu- félaga og Sláturfélag Suður- lands, að haldin verði ráðstefna um markaðsleit og sölu á ís- lenzkum landbúnaðarvörum, sérstaklega sauðfjárafurðum, á erlendum mörkuðum. Á þessari ráðstefnu verði m. a. tekið til rækilegrar atliug- 1. Öflun nægilegs fjármagns til leitar og könnunar á ei'lend- um mörkuðum. 2. Hvort sé tímabært að fast- ráða velhæfan mann til þess að vinna að markaðsöflun erlendis. 3. Hvort unnt sé að ná sam- vinnu við erlend fyrirtæki, sem hafa markaðskönnun með hönd um. 4. Hvort utanríkisþjónustan geti ekki annast markaðsleit í ríkari mæli en nú er og ís- lenzk stjómarvöld haft meiri forgöngu um millirikjasamn- inga á þessu sviði. Þingið leggur áherzlu á að niðurstöður ráðstefnunnar liggi fyrir á næsta aðalfundi Stéttarsambands bænda. Samþ. með 22 atkv. : j Frumvarp til laga um lífeyris sjóð fyrir bændur og launþega í landbúnaði og frumvarp til (Framhald á blaðsíðu 2) unnar Bjargs nam á síðasta ári tæplega einni milljón króna að verðmæti. Aðalframleiðslan er raflagnaefni, þ. e. dósir og fleira einangrunarefni. Unnið hefur verið að aukinni fjölbreytni í framleiðslunni, en þó aðallega í sambandi við raflagnaefni. Standa vonir til, að framleiðsl- an aukist mjög á þessu ári og þá verði unnt að veita fleha fólki atvinnu. Ætlunin er að hafa framvegis á boðstólum allt einangrunar- efni til raflagna. Plastið er mun ódýrara en samskonar vörur úr járni, auk þess öruggur einangr ari og vægilegra í vinnslu. Þá er unnið að athugun fleiri framleiðslugreina, en hvað mið ar í því efni veltur mjög á fyrir greiðslu lánastofnana. Formaður verksmiðjustjórn- ar er Guðmundur Hjaltason vél smiður, en verksmiðjustjóri er Gunnar Helgason. Sjúkraþjálfunar- og endur- hæfingarstöðin, sem félagið hef ur nú álkveðið að koma á fót, er eitt mikilverðasta verkefni, sem félagið hefur tekið sér fyr- ir hendur, en einnig mikið fjár- hagslegt átak. Félagar eru þó bjartsýnir um að takist að hrinda því í framkvæmd með góðum stuðningi bæjarbúa og opinberra aðila. ( Fr éttatilkynning ) KRISTJANA JÓNSDÓTTIR Frá Syðra-Holti VINARKVEÐJA Nú kveður kæra dalinn hún Kristjana mín hér. Ég átti ungur snialinn mitt atlivarf bezt hjá þér. Að læra af lífsbók þinni var Ijós, er gafst þú inér, það er mér enn í minni og aldrei þaðan fer. Þú reyndist mér sem móðir á minni æskubraut. Þó fenni í fornar slóðir og fylli hverja laut. Er vorið vermir hjarta og viðkvæmt strýlsur kinn, þá blessuð blómin skarta um bjarta dalinn þmn. Þér vaka englar yfir á Edens bjartri strönd, en minning ljósust lifir um Iíknarmilda hönd. Um háa himinsalinn guðs heilagt ljósið skín, og breiðir birtu um dalinn á blessuð sporin þín. Vertu sæl að sinni, þig signi Drottins liönd. Ég þakka kærleikskynni, við knýttmn vinabönd. Það geymast svona sögur, en smnar gleymast fljótt Þín braut var björt og fögur, ég býð þér góða nótt. Og að lokum þetta: Nú er brotið blað á grein, bærist hljóður strengur. Brúnu augun, björt og hrein, brosa ekki lengur. HALLDÓR JÓNSSON frá Gili.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.