Dagur - 25.03.1970, Síða 5

Dagur - 25.03.1970, Síða 5
4 I 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-06 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. Ovænlega horfir ÞESSA yfirskiift ber grein eftir kunnan, norðlenzkan skipstjóra, Tryggva Gunnarsson, og birtist hún í Sjómannablaðinu Víkingi 1.—2. tölublaði þessa árs. Þar segir m. a.: „Nú blastir við okkur sú hryggi- lega staðreynd, að við ásamt öðrum þjóðum höfum næstum gjöreytt ís- lenzka-norska síldarstofninum. Hvers vegna er svo komið, að við höfum nú í tvö ár nálega ekkert veitt af þessari síld? Árið 1963 var byrjað að ofveiða stofninn í mjög ríkum mæli. Síldin var elt allt árið um kring, hvar sem hún fannst. Með nýrri tækni við leit hafði liún hvergi griðland. Á Rauðatorgi safnaðist hún sam- an af ástæðum, sem ég hef ekki svar við og fiskifræðingar mér vitanlega ekki hedur. Meðan síldin virtist vera þar í nokkurskonar dái í tvo til þrjá mánuði, var henni mokað upp gegndarlaust, og þegar svo hafði gengið í þrjú ár, var síldin næstum búin. Þessa veiði á hausttímanum tel ég meginorsök fyrir því, hvernig komið er. Að auki sáu svo Norð- menn um að drepa alla þá smásíld, sem von var til að gæti lialdið stofn- inum eitthvað lengur við. Þeir unnu verkið svo gaumgæfilega, að talið er fullvíst að þeir liafi gjöreytt einum ef ekki tveimur árgöngum, að vísu var hvorugur þessara árganga mjög stór. Nú er víðar leitað. Norðmenn eru byrjaðir að senda skip sín til síldar- kaupa við írland. En þar mun vera sérstakur síldarstofn, talinn gæðarýr og smár, enda án efa fljóteyddur, þar sem ekki er hugsað um annað en drepa hver sem betur getur. Við Nýfundnaland er enn einn síldarstofn, sem menn eru famir að renna hýrum augum til. Þar skortir mig þekkingu á að dæma hver fram- tíð muni vera í, en er þó smeykur um, að þar muni ekki feitan gölt að flá. Þá er ég kominn að Suðurlands- síldmni, sem er okkar einna og við ættum að geta haft í hendi okkar að vemda og síðan nytja með stórkost- legum árangri, þegar aðrar þjóðir em búnar að eyða sínum stofnum. Þá verðum við einvaldir á síldar- markaðinum, það er að segja ef við höfum þolinmæði til þess að fara okkur hægt, meðan stofninn er að stækka vemlega. Þessi síld var svo hætt komin, þeg- ar hún var loksins friðuð um tíma fyrir nokkmm árum, að sú friðun hefði ekki mátt koma ári seinna. Þennan stofn, sem fyrir aðeins átta (Framhald á blaðsíðu 6). Ég Makka til að fást við liin fjöimörgu verkefni bæjarins SEGIR STEFAN REYKJALÍN BÆJARFULL- TRÚI OG BYGGINGAMEISTARI AÐ þessu sinni ræðir blaðið við Stefán Reykjalín byggingameist ara um bæjarmálin, einkum at- vinnumál. En hann skipar, sem kunnugt er annað sæti á fram- boðslista Framsóknar, hefur setið í bæjarstjórn Akureyrar í 14 ár og er fyrsti varaforseti hennar. Sæti hefur hann átt í byggingarnefnd, hafnamefnd og heilbrigðisnefnd um árabil og formaður atvinnumálanefnd ar bæjarins frá stofnun hennar. Það er sagt um Stefán Reykja- lín, að hann kynni sér bæjar- málefni flestum betur og leggi í þau mikið starf og óeigin- gjarnt, og mun það rétt vera. Má þar t. d. nefna starf hans í atvinnumálanefnd og fyrir- greiðslu nefndarinnar við fyrir tæki í bænum, og ekki er um deilt. Stefán Reykjalín er einnig kunnur byggingameistari og hefur hann staðið fyrir mörgum helztu byggingum í bænum á undanförnum árum, auk ár- legra íbúðabygginga. Hann verður nú elzti bæjarfulltrúi Framsóknarmanna og aldurs- forsetinn í ’bæjarstjórninni e£ Jónarnir tveir, sem þar eru nú, komast ekiki nema að dyrum hins gullna hliðs. En nú hefj- um við viðtalið við Stefán Reykjalín. Hvert verður nú stærsta við- fangsefni bæjarstjórnar eftir kosningar? Verkefni bæjarstjórnar eru jafnan margvísleg og sjálfsagt leggur hver sitt mat á það, hvað sé öðru mikilvægara. En flestir munu mér samdóma um það, að atvinnumál hvers bæjar- og sveitarfélags séu höðuð við- fangsefnin. En að sjálfsögðu get ur það verið álitamál, að hve miklu stjóm bæjarfélags á eða getur ráðið þar bót á en það hefur bæjarstjórn Akureyrar reynt eftir megni. Hvert bæjar- félag, sem hefur öflug atvinnu- tæki, er getur veitt öllum at- vinnu, er vel sett. Hér á Akur- eyri hefur orðið meiri fólks- fjölgun nú, en sem meðaltalinu svarar og þyrfti hún þó að vera miklu meiri. En þetta er von- andi upphaf nýs tímabils i þró- unarsögu bæjarins og stækkun og bærinn þarf að vera þess umkominn að taka á móti vax- andi fólksfjölda, í fyrsta lagi með aukningu atvinnutækja, húsnæðis o. fl. Þú átt sæti í mörgum þýðing- armiklum nefndum, Stefán, svo sem atvinnimiálanefnd bæjar- ins? Já, atvinnumálanefnd bæjar- ins var kosin af bæjarstjóm, samkvæmt tillögu frá Bjarna Einarssyni bæjarstjóra, sumar- ið 1967, er skipuð 5 mönnum og er kjörtímabil hennar hið sama og bæjarstjórnar. í greinargerð frá bæjarstjóra stóð, að nefndin ætti að vera bæjarstjóm til ráðu neytis í atvinnumálum. Það kom í minn hlut að vera for- maður nefndarinnar. Starf þess arar nefndar hefur verið mikið og algert brautryðjendastarf. Um árangur af störfum hennar kynnu aðrir að vera dómbær- ari, en þó er óhætt að segja, að eitthvað höfum við búið í hag- inn fyrir framtíðina og ýmis- konar fyrirgreiðslu höfum við haft með höndum fyrir atvinnu rekendur í bænum. Rétt er að geta þess, að þegar Atvinnu- málanefnd ríkisins tók til starfa, gat atvinnumálane-fnd Akureyrar strax lagt fram til- lögur, byggðar á .störfum okkar, og gert tillögur um margskonar úrbætur í atvinnumálum hér í bæ. Þetta var hægt sökum þess, að nefndin hafði lagt milda Stefán Reykjalín. vinnu í að kynnast atvinnu- fyrirtækjum, þörfum þeirra og möguleikum og haft við þau góða samvinnu, og hafa mörg þeirra leitað eftir stuðningi at- vinnumálanefndar Akureyrar við hin ýmsu nauðsynjamál, er þarf að sækja til hins opinbera. Var nefndarálit ykkar yfir- gripsmikið? Við reyndum af fremsta megni að gera raunhæft yfirht og tillögur og nefndarálitið vaí' 27 vélritaðar síður. Á hvað lögðuð þið mesta áherzlu í tillögugerð ykkar? Uppbygging verksmiðja SÍS, sem nýlega höfðu brunnið, stækkun Hraðfrystihúss Ú. A., endurskipulagning Slippstöðvar innar svo nefnd séu stærstu málin. En flest þessara mála hafa þegar hlotið afgreiðslu og eru öll þessi fyrirtæki í upp- byggingu. Hvað um íbúðabyggingar í bænum? Mai'gir hafa bundið vonir við það, að hér færi í gang bygg- ingaráætlun, þar sem unnt væri að gefa efnalitlu fólki kost á ódýru húsnæði. Einhvern næstu daga mun verða lagt fyrir Al- þingi frumvai’p um breytingar á lögum um verkamannabústaði og getur vel svo farið, að slíkar byggingar verði efldar. En í þessu sambandi má hugleiða, hvort ekki væri unnt að f á ríkið til að lána bæjarfélaginu allt að 90% til íbúðabygginga, svo bæj arfélagið gæti byggt leiguíbúðir fyrir hið aðflutta fólk, sem hingað ’kemur í atvinnuleit eða er fengið hingað til ýmiskonar starfa. En húsnæðismáhn eru efni í sérstakt viðtal eða langa grein. Hvaða stórframkvæmdir eru framundan hjá bænum? Þær eru margar og má þar fyrst nefna stækkun sjúkrahúss ins, sem áætlað er að kosti 125 millj. kr., bygging bamaskóla í Glerárhverfi fyrir 28 milljónir, íþróttahús af fuhkomnustu gerð, sem naumast kostar innan við 30 milljónir, stækkun vatns veitunnar, sem kostar um 30 milljónir, hitaveita, sem gefur miklar vonir og kostar 250 millj. Aðeins þessi atriði kosta um 460 milljónir króna, en það er látið í veðri vaka, að Norður 'land eigi allt að endurbyggjast samkvæmt svonefndri Norður- landsáætlun, en framkvæmda- fé hennar er 400 milljónir. Ef við nú lítum á þetta í ljósi raun veruleikans, sjáum við hve lítil hver milljón er orðin hjá okk- ur. En við hinir eldri látum stundum enn glepjast af þessu gamla töfraorði milljón, sem fyrrum var svo mikil stærð í hugja ofckar. Hvað viltu segja um bæjar- stjórnarkosningarnar? Það er álit mitt, að Fram- sóknarmenn geti gengið sigui'- vissari til kosninga að þessu sinni en oftast áður. Kjósendur í bænum vita vel, að á núver- andi kjörtímabih höfum við verið forystuflokkurinn í bæjar stjórninni, enda hafa aðrir oft látið þess getið er á móti blés. Og aldrei hefur okkar flokkur áður ráðið bæjarstjóra, þótt flokkurinn hafi stutt kjör bæjar stjóraefni annarra flok'ka. Sé htið yfir framkvæmdir hér í bæ síðustu árin, eru víst flestir sammála um, að framkvæmdir ‘hafa verið miklar, þrátt fyrir almenna fjárhagsörðugleika, sem þjakað hefur flest bæjar- félög á landinu. En um leið er vert að minnast á það, að þetta varð m. a. mögulegt vegna góðr ar samvinnu í bæjarstjórninni, undir ötulli forystu Framsókn- armanna, með bæjarstjóra okk- ar í broddi fylkingar. Ég hygg, að menn hugsi sig tvisvar um. áður en þeir hafna þessari sömu stefnu í bæjarmálum á næsta kjörtímabili. Nokkuð að endingu, Stefán? Eiginlega var ég nú rétt að byrja, segir Stefán. Það kom fram í viðtali, sem bæjarblað átti við Jón G. Sólnes, að hann óttaðist fjárhagserfiðleika á næstu árum, því mikið þyrfti að gera. Satt er það, að ekki viant- ar verkefnin í þessum bæ, og ég hlakka til þess að fást við þau. Það er aldrei meira gaman að starfa, en þegar næg verk- eifni eru fyrir hendi og ekki sízt þegar eitthvað verulega þarf fyrir þau að vinna til þess að koma þeim í framkvæmd, segir Stefán Reykjalín að lok- um og þakkar blaðið viðtalið. E. D. Dimmalimm, frumsýning á skírdag Á SKÍRDAG fmmsýnir Leik- félag Akureyrar barnaleikritið Dimmalimm eftir Helgu Egil- son. Leikstjóri er Þórhildur Þor leifsdóttir, tónlist eftir Atla Heimi Sveinsson, en söngtextar eru eftir Atla Má Árnason. Er þetta fjórða verkefni félagsins, en í æfingu er auk þess söng- leikur Jónasar Árnasonar, Þið munið hann Jörund. Öll verk- efni félagsins eru íslenzk þetta starfsár. Eins og kunnugt er samdi Helga þetta leikrit um sam- nefnt ævintýri Guðmundar Thorsteinssonar (Muggs), en hann var móðurbi'óðir hennar. Dimmalimm er fyrsta leikrit höfundai' og er skrifað á síðasta ári og er þetta í annað sinn sem það er sýnt. Það var frumflutt í Þjóðleikhúsinu á þessu ári og hefur verið sýnt þar síðan við ágæta aðsókn. Verið er, auk þess, að þýða leikritið á sænsku. Tónlistin er, eins og fyrr seg- ir, samin af Atla Heimi Sveins- syni og er 'hún byggð á tónlist sem upphaflega var samin um Guðsbarnaljóð Jóhannesar úr Kötlum, en síðan var bætt við lögin í sama stíl. Auk tónlistar Atla eru nokkur lög, sem sung- in eru í afmælisveizlu Pétui-s prins, en þau munu vera ýmist alkunnir biúsgangar eða gömul sænsk lög. Undirleik annast Agnes Baldursdóttir og Kári Gestsson, söngæfingum stjórn- aði Áskell Jónsson, en dansar eru eftir leikstjóra. Leikmynd er eftir Arnar Jónsson og leik- stjóra, en búninga saumuðu Freygerður Magnúsdóttir og Hanna Lisbet Jónmundsdóttir. Dimmalimm er leikin af Sig- ríði Sigtryggsdóttur, en Hilmar Malmquist leikur Pétur prins. Foreldra Péturs, Lilju drottn- ingu og Hákon konung, leika þau Hjördís Daníelsdóttir og Arnar Jónsson. Kola norn er leikin af Guðlaugu Heimanns- dóttur og Jón Daníelsson leikur Stjána slána. Árstíðirnar leika Marinó Þorsteinsson, Siguiveig Jónsdóttir, Elinborg Jónsdótth' og Viðar Eggertsson. Aðalsfólk við hirðina leika Björg Bald- vinsdóttir, Anna Einarsdóttir, Örn Bjarnason og Gestur Jónas son. Auk þess koma fram leik- endur í smærri hlutverkum, þ. á. m. hópur barna, en alls taka milli 25—30 þátt í sýning- unni. Eins og fyrr segir, standa nú yfir æfingar á söngleik Jónasar Árnasonar um Jörund hunda- dagakonung. Leikstjóri er Magnús Jónsson, en leikmynd er eftir Steinþór Sigurðsson. Meðal leikenda verða Þráinn Karlsson, Þórhildur Þorleifs- dóttir, Júlíus Oddsson, Jón Ki'istinsson, Sigmundur Öm Arngrímsson og Arnar Jónsson. MÚLAÞING, 4. hefti er komið út NYLEGA er komið út Múla- þing 4. hefti, prentað í Neskaup stað. Þetta er rit Sögufélags Austurlands. í ritnefnd þess eru: Ármann Halldórsson, Eið- um (ritstj.), Birgir Stefánsson, Neskaupstað og Sigurður Ó. Pálsson, Borgarfirði. í þessu hefti er margvíslegan fróðleik að finna. Það ber þess merki, að nú eni „Ættir Aust- firðinga“ komnar út og því auð veldara að skýra frá einstaka ættum og ættleggjum en áður. En heftið ber þess einnig merki, að þeir sem fást við þessi fræðastörf eiga ekki aðgang að gömlum kirkjubókum, þar sem hægt er að staðfesta atburði með dagsetningu og ártölum. Það yrði of langt mál að telja hér upp einstaka ritgerðir. En þarna eru margar fræðilegar ritgerðir um menn og málefni. í bókinni em einnig tvö kvæði. f hinum heftunum hefur verið lítið af Suðurfjörðunum, en nú ber svo við, að þaðan eru fjórar ritgerðir. Um skólahald á Djúpavogi skal þess getið, að samkvæmt kirkjubókum hafa verið þar fleiri kennarai' en getið er um. Báðir verzlunarstjórarnir Stef- án Guðmundsson og G. Ivar- sen höfðu alltaf kennara handa börnum sínum, þegar þau fóru að stálpast. Og fleiri böm nutu oft kennslu hjá þeim. (Framhald á blaðsíðu 6) ER EKKI AKUREYRI SAMVINNUBÆR? Höggmyndin af Útlaganuni, eða Útilegumaðurinn, eins og 'hún er nefnd, eftir Einar Jónsson, er mikið skáldverk, sem og öll önnur listaverk þess snillings. Eflaust má telja, að myndin sé þjóðfélagsádeila í táknrænu formi. Afsteypa listaverksins hefir verið gefin hingað til Ak- ureyrar, og henni komið fyrir á áberandi stað við leiðina heim að enn-sem-komið-er-æðstu menntastofnun bæjarins. Nokk ur galli er á frágangi þeirrar uppsetningar, þar sem undir- staðan er alltof há. Fyrir vikið þarf hver athuguH skoðandi að fá sér stiga, til að geta gaum- gæft gerð og líf verksins nokk- uð að gagni. Er það dálítið bros legt eða neyðarlegt, að þurfa að lesa boðskap og dá handbragð listamannsins, með því að tiUa sér á lengstu tær. Einhver myndi nú kannske segja, að það væri rétt eftir stjórnendum bæjarins, að reyna með þessu móti að fjai-lægja áhrif lista- verksins. En nóg um það. En er ekki Akureyri sam- vinnubær? Er ekki samvinnu- hugsjónin það afl, sem lyfth' stærstum björgum í þjóðfélags- byggingar, ef rösklega er með farið? Eða hvað finnst þeim sem athugar' þann þátt íslenzkrar sögu af sanngirni? Hún er hönd sem lyftir bjargi. Og svo heitir líka eitt listaverk Einars Jóns- sonar. Afsteypu Handar sem lyftir bjargi ætti SÍS að koma fyrir á sinni eigin lóð, í verk- smiðjuhverfinu efst á Glerár- eyrum. Og svo er Alda aldanna. Eitt af djúphugsuðustu táknmynd- um Einars Jónssonar. Akur- eyrarbær ætti að gefa kirkju sinni afsteypu þeirrar myndar, — velja stað við heimleiðina til kirkjunnar. Þá mynd væri til- komumest að hafa á nokkuð 'háu sæti. S. Tónleikar NÚ Á tiltölulega stuttu tímabili hefur hver tónlistaiviðburður- inn rekið annan og sl. fimmtu- dagskvöld 19. marz lauk starfs- ári Tónlistarfélags Akureyrar með tónleikum í Borgarbíói. Var þar komið Trio of London, sem lék verk eftir Haydn, Ravel (d. 1937), Bloch (d. 1959) og Beethoven. Þau þremenningar eru Akur eyringum að góðu kunn, því að þau léku hér fyrir tveim árum við mikla hrinfningu áheyr- enda. Trio of London er skipað Carmel Kaine fiðluleikara frá Ástralíu, Peter Willisons selló- leikara frá London og Philip Jenkins píanóleikara. Þau mynduðu þetta trio árið 1964 og höfðu þá öll lokið námi Ifrá „Konunglega tónlistarháskólan um í London“ og hlotið margs- konar viðurkenningu, bæði fyr ir samleik sinn og sem ein- leikarar. Tríóið hefur haldið fjölda tónleika t. d. í Frakklandi, Belgíu, Þýzkalandi svo og í Bretlandi og hvarvetna hlotið hinar beztu undirtektir og lof gagnrýnenda fyi'ir sérlega vand aðan tónlistarflutning. Þau Carmel Kaine og Peter WiUison hafa einnig leikið með „Enghsh Chamber Orchestra“ á hljómleikaferðum víða um lönd, en sú sveit hefur einkum ástundað flutning tónhstar frá fyrri tfcnum, baroktónlist og þaðan af eldri. slenzkt þjóðfélag í framfíðarheimi Steingrímur Hermaniísson flutti erindi í lok námskeiðs Félagsmálaskólans á Akureyri AÐ UNDANFÖRNU hefur stað ið yfir á Akureyri námskeið í þjálfun félagsmála hjá Félags- málaskóla Framsóknarmanna. Stjórnandi þess var ungur og efnilegur maður frá Akranesi, Atli Freyr Guðmundsson, og voru umsóknir miklu fleiri en 'hægt var að sinna. í námskeiðslok, á sunnudag- inn, flutti Steingrímur Her- mannsson ræðu, sem hann nefndi „íslenzkt þjóðfélag í framtíðai'heimi“, en síðan var fjölmörgum fyrirspurnum beint til hans. — Fundarstjóri var Hákon Hákonarson. Þessi síðasti fundur nám- skeiðsins var haldinn á Hótel KEA og var hinn skemmtileg- asti, enda tóku margir til máls. Hér fer á eftir ofurlítill út- dráttur úr ræðu Steingríms. Hann gerði það fyrst að um- talsefni, að íslendingar myndu ekki lengi verða ósnortnir af vaxandi hringiðu í hinum vestræna heimi. Áhrifin berast hingað^ með fjölmiðlum og vegna góðra samgangna á miklu skemmri tíma en áður var og við stöndum ekki lengur einangraðir í miðju Atlantshafi. Og þrátt fyrir þá stöðnun, sem ríkt hefur hér undanfarin ár og atvinnuleysi í fyrsta sinn í ára- tugi, þar að auki rirnun lífs- kjara, á sama tíma og meiri framfarir hafa orðið hjá ná- grannaþjóðum, hafa þessar breytingar ekki farið fram hjá okkui' og við spyrjum sjálf okk- ur hvað veldur því, að við drög umst aftur úr, og hvernig á því hörmungarástandi stendur, að fslendingar hverfa til annarra landa í atvinnuleit svo hundr- uðum skiptir. Ég var þeirrar skoðunar, að innganga okkar í EFTA eða Það er rík ástæða til að íagna 'komu listafólks, sem flytur okk ur kammermúsik, sem alltof sjaldan heyrist hér í tónleika- sal. Mörg af dýrlegustu tónverk- um sem um getur, eru einniitt á sviði kammertónlistar, og fá svið get ég hugsað mér öllu að- gengilegri t. d. fyrir lítt vana áheyrendur en kammertónlist í hinum ýmsu myndum. Það er einatt einhver innilegur blær yfir henni, sem verður áheyr- anda nákominn og þegar bezt lætur er líkast því sem hljóð- færin séu í andríkum samræð- um sín á milli eins og merkur maður hefur látið orð fall.a um. Tónleikarnir hófust með Trio eftir Haydn, en eftir hann ligg- ur geysimikið lífsverk, sem t. d. innan 'kammertónllstar átti eft- ir að marka djúp spor. Það verk, sem langsamlega bar af á þessari efnisskrá var Trio eftir Ravel, samið árið 1914 og er eitt af meiri háttar verk- um þessa ágæta tónskálds, sem var mikill foimsins meistari með meiru. Þarna hvað við geysi ólíkan tón, enda mikið vatn til sjávar runnið frá því að Haydn lokaði augum sínum í hárri eUi árið 1809 og þar td Ravel sá dagsins ljós árið 1875. Eftir hlé komu svo „Þrjú næturljóð“ eftir Bloch, öU eink ar áheyrileg, en seinast á efnis- skiá. var svo Trio eftir Beet- hoven. Þetta verk er samið fyr- ið aldamótin 1800, er tónskáldið einhver slík tengsl yrðu óhjá- kvæmileg fyrr eða síðar. Að vísu harma ég það, að við skyld um berast inn í þetta bandalag sem stjórnlaust rekald. Ég hefði fremur kosið, að það hefði verið gert með forsjá og fyrirhyggju Steingrímur Hermannsson. til að mæta þeirri samkeppni, sem okkar bíður. En nú sýnist mér hins vegar, þegar blaðið er brotið til fulls, að það sé ekki ástæða til að dvelja allt of mik- ið við það, sem liðið er, heldur að líta fram á veginn. í okkar, að mörgu Ieyti erfiða landi, á að ríkja skipulagshyggja, eða kerfisbundin starfsemi forsjár í okkar áætlanagerð. Og ef það var nauðsynlegt áður, er það lífsnauðsyn nú. Staðreyndin er sú, að allar breytingar eru svo var á ungum aldri og ríkir þar enn hin klassíska hefð. Nú á þessu ári er þess minnzt um allan heim, að 200 ár eru liðin frá 'fæðingu Beethovens. Á þessum tónleikum var hvert sæti í Borgarbíói skipað og ríkti að vonum einlæg hrifn- ing enda mesta eftirlæti að eiga kvöldstund með þessu ágæta listafólki. Carmel Kaine er ofburða góð ur fiðluleikari og mér virðist leikur Trio of London bera mjög sterkan svip af öHum máta hennar sem listakonu. Skal þó sízt dregið úr hlut þeirra Peter Willisons og Philips Jenkins, sem er vegleg- ur, hvað þá báða áhrærir. Sam- leikur þeirra þremenninga er ævinlega tær og fágaður, á köflum stór í sniðum og inn- blásinn og í tilbót er þeim öllum léð hin ósvikna músik- gleði, sem verkar svo strekt á áheyrendur. Þá er sem fyrr segir þessu starfsári Tónlistarfélags Akur- eyrar lokið. Það er einlæg von min, að áhugafólk um tónlist, sjái sér fært að setja félagið á næsta ár, svo takast megi að veita fólki að njóta góðra stunda í tónleikasal. Allavega reyni menn að finna þessari starfsemi eitthvert það fyrir- komulag að styðjast við, sem vænlegt sé til þess árangurs að efla tónlistaráhuga og au'ka fjöl breytileika tónlistarlífs hér á Akureyri. S. G. hraðar, að hver mistök, sem við gerum, geta oi'ðið örlagarík fyrir framtíð þessarar þjóðar. Það er þess vegna, sem ég reyni að kynna mér það, sem er hinumegin við hornið, þ. e. hvað er að gerast með öðrum þjóðum á sviði tækni og vísinda og er að koma. En með því að skiljla hin ýmsu áhrif, sem verka kunna verulega á okkar þjóðfélag í næstu framtíð, er unnt að breyta stefnunni um nokkrar gráður, á þann veg að betur henti. Þetta þurfum við að gera. Bandaríkjamenn hafa gert sér grein fyrir hinni marg- víslegu þróun fram að næstu aldamótum og þótt slík spá sé ekki óyggjandi, er þetta þó ekki spádómur í glerkúlu, því tugir vísindamanna hafa þar að unn- ið. Svíar hafa á svipaðan hátt reynt að gera sér grein fyrir framtíðarþróuninni og eru nið- urstöður fróðlegar og sýna stór kostlegar breytingar á mörgum sviðum þjóðfélagsins og mann- lífsins. En bæði hinir amerísku og sænsku komast að þeirri sömu niðurstöðu, að hraðfara tækniþróun muni eiga mestan þátt í þessum breytingum. Og sjálf sjáum við þetta raunar hér heima og er skemmst að minnast ferð manna til tungls- ins. En sú þekking, sem liggur að baki slíks afreks, er á næsta leiti fyrir hvern einstakling og kemur fyrr en varir inn í okk- ar daglega líf. Margir hafa talið uppgötvanir eins og kjarnork- una, flugið og fjölmargt fleira til mestu afreka mannsandans, en þó held ég að rafreiknirinn eða tölvan sé stærsta skrefið á tæknibraut. Með þessu tæki hef ur maðurinn aukið mátt sinn, á borð við þann mun, sem er á skóflu og jarðýtu og í andlegum afköstum getur tölvan leyst hin flóknustu dæmi á augnabliki, sem færasti maður gæti ekki leyst á heilli mannsævi. Flugið til tunglsins var algerlega úti- lokað, nema með hjálp slíkra reiknivéla, þar sem ekki skeik- aði nema nokkrum sekúndum á hinni löngu leið, en slíkt er ótrúleg nákvæmni tölvunnar. Líklegt er talið, að það verði rafreiknirinn eða tölvan, sem verði ráðandi í framvindunni í heiminum, öðru fremur, í ná- inni framtíð, og er hlutur henn- ar þó þegar orðinn mikill. Stund um kemur manni að vísu í hug, hver verði í framtíðinni hús- bóndinn og hver þrællinn, mað- urinn eða tölvan. Framtíðarspár Svíanna segja, að eftir 2—3 ái-atugi muni árs- laun manna verða um ein miUj. kr. (ísl.) og vinnutíminn þó mun styttri, vegna tækniþróun- ar. Fólki muni mjög fækka í Iandbúnaði og sjávarútvegi en fjölga í iðnaði og síðan mjög í þjónustugreinum, vegna bættra lífskjara. Þá muni og stórbreyt- ing verða á skólakerfi og kennslu. En þessir spádómar eiga erindi til okkar nú, vegna þess hve líklegt er að þeir ræt- ist að meira eða minna leyti og nái til okkar einnig. Um þessar mundir er mikið talað um mengun lofts, vatns, jarðar og gróðurs og er stórkost legt vandamál víða um lönd. Maðurinn hefur, með tækni sinni og e. t. v. græðgi gengið of 'langt í samskiptum sínum við umhverfi sitt og gjafmilda náttúru. Nú er að hefjast fj>rir alvöru barátta gegn mengun, með aðstoð vísindanna. Nýlega hefur vísindamönnum tekizt að einangra sjálfan erfða eiginleika lifandi -veru. Þeir (Framhald á blaðsíðu 6) TRIO OF LONDON

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.