Dagur - 02.04.1970, Blaðsíða 1

Dagur - 02.04.1970, Blaðsíða 1
FILMU HÚSIÐ Hafnarstrætj 104 Akureyri Sími 12771 • P.O. Box 397 SÉRVERZLUN: LJÖSMYNDAVÖRUR FRAMKÖLLUN - KOPIERING Þórshamar í nýjum húsakynnum ÞESSA dagana er verið að taka nýtt húsnæði við Tryggvabraut á Akureyri í notkun. Það er Bifreiðaverkstæðið Þórshamar, sem það byggði og er að flytja þangað starfsemi sína á 1900 fermetra gólfflöt, að nokkru á tveim hæðum, bifvélaverkstæði, verzlun og skrifstofur. Þarna star.fa um 20 bifvélavirkjar. Fyrirtækið kallar væntanlega á fréttamenn er því þykir tími til kominn og verður þá nánar frá þessu sagt, en í gær varðist það allra frétta. □ Sæluvikan hefsl 5. aprl SÆLUVIKA Skagfirðinga hefst 5. apríl á Sauðárkróki og lýkur DIMMALIMM B ARN ALEIKRITIÐ Dimma- limm hefur hlotið góðar við- tökur á Akureyri. Fjórar fyrstií sýningarnar hafa verið ágæt- lega sóttar og sú fimmta er í dag, fimmtudag, og sækja hana m. a. skólabörn úr Hrafnagils- og Saurbæjarhreppi. Frú Helga Egilsson, höfundur leikritsins, var viðstödd sýn- ingu á sunnudaginn og var hyllt með blómum. Fjórar sýningar verða um helg ina. Sýningum þarf að hraða og fólki bent á, að missa ekki af þessu skemmtilega leikhús- verki. □ 12. apríl. Hefst hún með messu í Sauðárkrókskirkju kl. 14 á sunnudag. En félagsheimilið Bifröst annast framkvæmd Sæluvikunnar. Leikfélag Sauðárkróks sýnir Lénharð fógeta flest kvöld, Verkagvennafélagið Aldan sýn- ir Svefnlausa brúðgumann, Gagnfræðaskólinn er með skemmtun á mánudaginn, eink- um ætlaða börnum og ungling- um, Karlakórinn Feykir—Heim ir syngur á þriðjudag. Samkór Sauðárkróks syngur á föstudag, Sauðárkróksbíó sýnir valdar kvikmyndir alla daga vikunnar. Flamingó leikur fyrir dansi á fimmtudagskvöld og næstu kvöld til loka Sæluvikunnar, gömlu dansarnir eru á fimmtu- dagskvöldið. Samtals fer fram 31 skemmtiatriði. S. G. Kópur á siglingu. (Ljósm.: G. P. K.) Bátasmjðir hafa nóg að gera hér FYRIR skömmu fengu Húsvík- ingar nýjan 17 tonna bát, smíð- aðan af Trausta Adamssyni og Gunnlaugi Traustasyni skipa- smiðum á Akureyri. Báturinn heitir Sæborg ÞH 55, er með 134 hestafla Scania Vabis vél og gengur 10 milur. Eigandi er Karl Aðalsteinsson og synir á Húsavík. Rétt fyrir páskana var annar nýr dekkbátur, smíðaður á Ak- ureyri, af’hentur eiganda sínum, sem einnig á heima á Húsavík, Gesti Halldórssyni. Sá bátur var smíðaður á Skipasmíðastöð KEA, er 12 tonn og með 159 hestafla Perkins vél og kraft- blökk. Báða bátana teiknaði Tryggvi Gunnarsson skipasmið ur á Akureyri. Kópur er 102. í röðinni hjá Skipasmíðastöð KEA. En í fyrradag vai' kjölur lagður að jafn stórum bát þar og fleiri pantanir liggja fyrir, (Framhald á blaðsíðu 2) Akureyringar komu heim Islandsmeisfarafitla VIKAN fyrir páska og páska- helgin er orðin skíðavika skíða- fólks víða um land. Að þessu sinni var Skíðalandsmótið hald- ið á Siglufirði og Unglinga- meistaramót íslands á Seyðis- firði og kepptu Akm-eyringax á báðum stöðunum og fóru þang- að 20 keppendur og 3 farar- stjórar en til Siglufjarðar 12 keppendur og tveir fararstjórar. Þetta skíðafólk frá Akureyi'i kom heim á þriðjudagskvöldið og hafði unnið 13 íslandsmeist- aratitla og er það viðburður í skíðaíþróttinni, sem bæjarbúar geta fagnað af heilum huga. Frímanni Gunnlaugssyni for manni Skíðaráðs sagðist efnis- lega svo frá við blaðið eftir heimkomuna: Til Siglufjarðar fórum við með Drang á þriðjudag, 24. marz, en landsmótið var sett daginn áður. Við tókum þar fyrst þátt í stórsvigi karla. Þar sigi'aði Guðmundur Frímanns- Raufarhöfn 1. apríl. Töluverður snjór er hér og vegir ófærir hér í nágrenninu en flugvöllurinn er opinn. Leiðindatíð var hér í síðustu viku og ísinn var kominn nærri, en á laugardaginn fyrir páska gerði norðaustan veður og þá rak ísinn að landi og hálf fyllti KNATTSPYRNA Á LAUGARD4G EINS og áður hefur verið sagt frá hér í blaðinu leika íslands- meistararnir í knattspyrnu ÍBK og Bikarmeistararnir ÍBA fjóra leiki, og er keppt um veglegan bikar. Fyrsti leikurinn í keppni þessari fer fram á Akurevri n.k. laugardag, kl. 4 e. h., á malar- vellinum við Sana. — Lið ÍBA hefur ekki verið vahð, en búast má við að Hermann Gunnars- son þjálfari ÍBA-liðsins leiki með því. — Trúlega láta knatt- spyrnuunnendur sig ekki vanta á þennan fyrsta knattspyrnu- leik ársins 1970. □ son, Akureyri, Jóhann Vilbergs son, Reykjavík varð annar, en þriðji Reynir Brynjólfson, Akur NÚ stendur yfir Húnavaka á Blönduósi, sem Ungmennasam- band A.-Húnvetninga heldur árlega og hefur gert um fjölda ára. En formaður sambandsins er Magnús Ólafsson á Sveins- stöðum. Húnavakan hófst annan páska dag og lýkur 5. apríl og er bæði skemmti- og fræðsluvika. Þarna eru þrjú Ieikrit sýnd, Ævintýri á gönguför, Allir í verkfall og Svefnlausi brúðguln inn. Karlakór Bólstaðarhlíðar- hrepps og Karlakórinn Vöku- menn syngja og hjálparsveit skáta sýnir „revíukabarett11. Hljómsveit Ingimars Eydal með höfnina af ís. Skemmdir urðu þó ekki og nú er ísinn að mestu horfinn hið næsta en íshroði lengra út. Mjög mikið atvinnuleysi er. Togskipið Jökull hefur þó aflað sæmilega og vel og er það mikil atvinnubót, en ekki næg. Grásleppu hefur lítið orðið vart ennþá og naumast verða netin lögð á ný fyrr en ísinn fjarlægist meira. H. H. meS þreffán yeri, fjórði Árni Óðinsson, Aku!r eyri og fimmti Ingvi Óðinsson, Akureyri. Veður var bjart en kalt. Svigkeppni fór fram á laug aixlag í miður góðu veðri. Þar sigraði Árni Óðinsson, Ak., ann (Framhald á blaðsíðu 5). sínum vinsælu söngvurum skemmtir og einnig leika Ós- menn. Aauk alls þessa eru svo kvikmyndasýningar og dans. Nýlokið er spurningakeppni á vegum Ungmennasambandsins. Sjö lið tóku þátt í keppninni og lauk henni með sigri liðs Ung- mennafélags Bólstaðarhlíðar- hrepps. Fyrir það kepptu þeir Sigurjón Guðmundsson, Foss- um, Pétur Sigurðsson, Skeggja (Framhald á blaðsíðu 2). ÆSKULÝÐSBLAÐIÐ FYRSTA tölublað Æskulýðs- blaðsins í Hólastifti, undir rit- stjórn séra Bolla Gústafssonar, er komið út. Fjallar það m. a. um eiturlyf þau, sem mikið er um rætt á síðustu vikum vegna uggvekj- andi frétta um notkun þeirra hér á landi. Séra Ingþór Indriða son skrifar „Til Korintu með Páli“, séra Stefán Snævarr pró- fastur svarar spurningum og séra Kolbeinn Þorleifsson á Eskifirði ritar bréf að austan. Auk þessa eru smáviðtöl, gam- anmál, kvæði eftir Kristján frá Djúpalæk og minning nafna hans Sigui'ðssonar kirkjuvarðar o. fl. Ritið er prentað á góðan pappír og myndskreytt. □ Þeir æfla að sifja fyrir svörum OFT ber það við, að fólk liringir hingað á skrifstofu blaðsins og ber frani spum- ingar um hina ýnisu þætti bæjarmála. Stundum er auð velt að gefa svör eða vísa á heimildir, en oft em svörin ófullnægjandi. Nú liafa mál- in skipazt á þaim veg, að bæjarfulltrúar Framsóknar hafa lofað að svara spuming um Akureyringa um bæjar- mál, og er gott að þær um- ræður fari fram fyrir opnum tjöldum. Góðir lesendur! Sendið blaðinu spurningar um bæj- amiólin, sem þið óskið að fá svör við, og blaðið mun birta svörin jafnóðum. Sendið nafn ykkar með spumingun- um og takið fram um leið, hvort þið óskið að þau verði birt. □ Mikið atvinnuleysi á Raufarhöfn Húnavakan á Blönduósi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.