Dagur - 02.04.1970, Blaðsíða 2

Dagur - 02.04.1970, Blaðsíða 2
SKÍÐAMÓT Á HÚSABAKKA Sæborg við bryggju. (Ljósm.: G. P. K.) - BátasmiSir (Framhald af blaðsíðu 1) því margir vilja nú eignast litla þilfarsbáta. Baldur Halldórsson á Hlíðar- enda hefur í vetur afhent tvo eða þrjá trillubáta og einn 7 á Akureyri tonna og er þegar byrjaður á öðrum af sömu stærð. Jón Gíslason o. fl. hafa ný- lega lokið við smíði rúmlega 4 tonna trillubáts, sem heitir Langnesingur. □ SKAGFIRÐINGAR LEIKA (Framhald af blaðsíðu 8). tveggja þetta hefur bó allvel tekizt hjá Leikfélagi Skagfirð- inga. Auðvitað skila ekki allir söngnum jafnvel, leiknum ekki heldur, en þó finnst mér söng- urinn jafn betri. Þegar á heild- ina er litið er þó flutningurinn á Ævintýrinu sómasamlegur og um sumt ágætur. Það hlýtur að vera erfitt verk fyrir leikstjóra og ekki öllum hent, að búa til flutnings leikrit með fólki, sem þekkir lítt eða ekki þann heim, sem leiksviðið er. En engu að síður má það vera ánægjuleg vinna þegar all- ir leggja sig fram og allir taka framförum. Ágúst Kvaran get- ur með gleði litið yfir það starf, sem hann hefur unnið undan- farnar vikur hjá Leikfélagi Skagfirðinga. Það hefur borið góðan árangur. Ég er ekki leikfróður og ætla því ekki hér að dæma um frammistöðu einstakra leik- enda. Þó verð ég að segja, að jafn bezt fannst mér meðferð Knúts Ólafssonar á hlutverki Skrifta-Hans og er naumast nokkur vafi á því, að Knútur býr yfir miklum leikhæfileik- um. En öll er sýningin ánægju- leg og þakkarverð. Það fólk, sem sinnir leiklistar málum úti um landsbyggðina, vinnur gott starf. Undantekning arlítið eru það áhugamenn, alls ólærðir á leikUstarsviðinu. Með hlitsjón af því ber að dæma við- leitni þess, annað væri ósann- gjarnt. En með óeigingjarnri starfsemi sinni stuðlar það að því, að auka á fjölbreytni í menningar- og skemmtanalífi dreifbýlisins og fyrir það á það skilið fyllstu þakkir og allan stuðning. Ég vil hvetja fólk til þess að sjá Ævintýrið hjá Leikfélagi Skagfirðinga. Það leiðist eng- um á meðan. Árni Ingimundarson frá Ak- ureyri annast undirleik við söngvana í leikritinu og gerir það svo, að ekki verður að fundið. —mhg NÁMSBÖKASPJALL RÍKISÚTGÁFA námsbóka í Reykjavík hefur sent frá sér nokkrar nýstárlegar bækur, sem vert er að vekja athygli á. Þeirra á meðal MÓÐURMÁL (tvö myndskreytt hefti) eftir Ársæl Sigurðsson og LANDIÐ OKKAR eftir Frímann Jónas- son. Ferskur léttleikablær er á móðurmálsbókunum og mjög starfrænt snið. Bók Frímanns er „lesbók um landafræði ís- lands“, prýdd ágætum litmynd- um og teikningum. Merkir at- burðir, eins og Geysisslysið á Vatnajökli og björgunarafrekið við Látrabjarg, sundafrek Greít is, hetju- og hannsaga þeirra Bjargsbræðra í Drangey, tækni ævintýrið við Þjórsá (Búrfells- virkjunin) o. fl. o. fl. tengjast cgleymanlega við héröð og landshluta, en notast líkt og leiksviðstjöld umhverfis atburð ina. f ráði mun að gefa út fleiri slík hefti og mun það vel ráðið, leiða nemendur frá lexíuþræl- dómnum og stuðla að frjálsara námi. Ríkisútgáfan hefur gefið út lesbókaflokk eftir Jennu og Hreiðar, fjögur mjög læsileg hefti, búin sömu góðu kostun- um og aðrar bækur þessara vin sælu barnabókahöfunda. Þá skipa íslandssögulesbækur Stef áns Jónssonar virðulegan sess í safni Ríkisúlgáfunnar, merkis bækur og hinar þörfustu í þeirri grein. (Framhald á blaðsíðu 5) FÖSTUDAGINN 20. marz fór fram að Húsabakka í Svarfaðar dal skíðamót Árskógs- og Húsa bakkaskóla í ágætu veðri. Þetta er í fyrsta skipti, sem þessir skólar efna til sameiginlegs skíðamóts, og reið Húsabakka- skóli á vaðið og bauð Árskógs- strendingum til mótsins. Um 40 nemendur Árskógsskóla ásamt skólastjóra og kennurum. komu með rútu Ævars Klemenssonar að Húsabakkaskóla kl. 1.00 e. h. Mótið hófst á keppni í svigi og stórsvigi í fjallshlíðinni fyrii' ofan skólann. Keppendur vovu 26, bæði drengir og stúlkur, og luku 23 keppni. Að afloknu mið degiskaffi fór fram keppni í stökki og voru keppendur 15 piltar og luku allir keppni. Tvær stökkbrautir höfðu verið útbúnar í þessu tilefni, önnur (15 m.) í fjallshlíðinni fyrir ofan skókmn, en hin (10 m.) með upphlöðnum atrennupalli í bakkanum, sem skólinn er kenndur við. Var keppt í þeirri síðarnefndu. Að lokum var keppt í göngu. Keppendur voru 42 bæði drengir og stúlkur og luku 40 keppni. Göngubrautin var u. þ. b. 2 km. að lengd fyrir (Framhald af blaðsíðu 5). mál væru í heiðri höfð. — Hann var söngvinn svo af bar, og í söngmálum kirkjunnar var hann um fjölda ára, bezta drif- fjöðrin, enda byrjaði hann á unga aldri að syngja við guðs- þjónustui' í Grenivíkurkirkju, og hélt því þar til nú á síðustu árum. Telst mér svo til að hann hafi verið virkur þátttakandi í kirkjusöngnum um 60 ára skeið. Dáðist ég oft að því og undrað- ist hve mikið hann kunni. Það virtist næstum því sama hvar flett var upp í sálmabókinni. Mun hann þar hafa notið þess, hve mikið og gott sönglíf var hér í Grenivík, undir hand- leiðslu Ingimundar Árnasonar á öðrum og þriðja tug þessarar aldar. Enda minntist Þórhallur jafnan með þakklæti starfs Ingi mundar í þágu söngmálanna 'hér í kirkjunni og utan. Þegar Kirkjukór Grenivíkur- kirkju var formlega stofnaður 1943, var Þórhallur strax kos- inn þar í stjórn og formaður fi'á 1946 til 1952 er hann óskaði eftir að losna úr því starfi, vegna þess er hann sagði, við það tæki færi „teldi sig ekki mann til, vegna aldurs síns, að sinna þess um málum eins og hann vildi og vert væri.“ Við það tækifæri gerði kór- inn hann að heiðursfélaga, og vildi með því votta honum þökk og virðingu fyrir vel unnin störf. — Og enn hélt hann áfram að syngja í kirkjunni ef veður eða krankleiki hamlaði ekki — þar til árið 1964, en þá hætti hann alveg, — röddin bil- aði — en samur var áhuginn um framgang söngsins — og ánægjan af því að hlýða á söng til hinztu stundar. í sóknarnefnd var Þórhallur í 29 ár eða frá 1937—1966 og lengi formaður. Þar var áhugi hans hinn sami og í söngmál- unum um að gera hlut kirkju- og safnaðarlífs sem beztan, enda var hann einlægur trúmaður og taldi kirkju- og trúarlíf eitt hið nauðsynlegasta í lífi hvers manns. Þegar nálgaðist 75 ára afmæli Grenivíkurkirkju — en það var árið 1960, — beitti Þórhallur sér fyrir því, að þau tímamót yrðu gerð sem hátíðlegust. — drengi og stúlkur á barnaskóla- aldri og stúlkur í unglinkask., en 4 km. (2 hringir) fyrir pilta á unglingastigi. Úrslit í keppnis greinum urðu þessi: Svig og stórsvig (samanl. tími). Piltar í ungl.sk.: sek. Jón Halldórsson, H. 101.3 Kristján Hjartarson, H. 103.6 Jón Hjaltason, H. 127.1 Stúlkur í ungl.sk. (styttri braut): sek. Sólborg Friðbjörnsd., H. 125.6 Ingibjörg Helgadóttir, H. 139.9 Soffía Sveinsdóttir, H. 145.7 Piltar í barnask. (sama braut og stúlkur í ungl.sk): sek Skarphéðinn Sigtryggss., H. 87.9 Helgi Halldórsson, H. 88.9 Óskar Árnason, H. 96.7 Stúlkur í barnask.: sek. Guðrún Kristjánsd., H. 135.3 Stökk. Piltar í ungl.sk.: stig Gunnlaugur Sigurðss., Á. 112.5 Kristján Hjartarson, H. 112.5 Jón Hjaltason, H. 105.0 Barðist hann fyrir því að fram færi endurnýjun og uppbygg- ing kirkjunnar, og tímamótanna minnzt á svo veglegan hátt og unnt væri. Vann hann að fram- gangi þessa máls, af einhug og árvekni, og munu ótalin þau spor, er hann átti til stuðnings og styrktar, bæði við fjársöfnun og annars sem við þurfti. — Þennan draum sinn sá hann rætast, er fram fór endurvígsla kirkjunnar og afmælishátíð haustið 1960 öllum sóknarbörn- um til mikillar ánægju. Ég minnist með hlýjum hug og þakklæti þessa horfna vinar míns. Fram í hugann koma margar hugljúfar minningar frá samverustundum okkar á elsku legu heimili þeirra hjóna. Þau reyndust mér eins og foreldrar í fölskvalausri vináttu, sem aldrei bar skugga á, auk óverð- skuldaðrar aðstoðar, er ég átti í erfiðleikum. — Slíkt verður aldrei þakkað, eins og vert er, — en lýsir eins og kyndill sem ber birtu á lífið. Fluttar eru þakkir frá kirkju kór, sóknarnefnd og kirkjunni hans, sem var honum svo dýr- mæt í lífinu. Við leiðarlok er gott að líta til baka og muna góðan vin og samstarfsmann. — Hann hefir lokið heillaríkri og langri ævi, kvatt elskulega eiginkonu, börn og aðra vini, — en aðeins um stundarsakir samkvæmt hans eigin skoðun og trú. Helgur reitur kirkju bans, hefir vafið líkamsleifar hans sinni mjúku mold. — Hann er enn kominn til kirkju. Ég votta eiginkonu hans og öllum ástvinum fjær og nær mína dýpstu samúð — um leið og ég enda þessar fátæklegu línur með erindi eftir Ólínu Andrésdóttur sem er eins og talað út af munni þessa vinar míns. Þó missi ég heyrn og mál og róm og máttinn óg þverra finni. Þá sofna ég hinzt við dauðadóm. Ó, Drottinn gef sálu minni að vakna við söngsins helga hljóm í himneskri kirkju þinni. I. B. Piltar í barnask.: stig Helgi M. Halldórsson, H. 118.5 Halldór Reimarsson, H. 99.0 Hjörleifur Hjartarson, H. 90.0 Ganga. Piltar í ungl.sk. (4 km.): mín. Vignir Hjaltason, Á. 16:41.0 Gunnl. Sigurðsson, Á. 18:08.0 Angantýr Árnason, Á. 19:12.0 Stúlkur í ungl.sk. (2 km.): mín. Sigfríð Valdemarsd., Á. 10:21.0 Sigurbj. Snorradóttir, Á. 10:54.0 Elsa Halldórsdóttir, Á. 11:17.0 Piltar í barnask. (2 km.): mín. Marinó Þorsteinsson, Á. 9:57.0 Jón Ingi Sveinsson, á. 10:20.0 Haukur Snorrason, Á. 10:49.0 Stúlkur í barnask. (2km.): mín. Sigrún Þorsteinsd., Á. 10:21.0 Svanfríður Sig.dóttir, Á. 10:47.0 Signý Sigurðard., Á. 13:34.0 Þess má geta, að Hjörtur E. Þórarinsson keppti sem gestur í 2. km. göngu í flokki með barnaskólastúlkum og varð þriðji á 12:06.0 mín. Fyrir beztan tíma í göngu nnan Húsabakkaskóla er á ári ■hverju veittur farandgripui', sem Snorri Sigfússon fv. náms- stj. gaf skólanum árið 1956. A5 þessu sinni urðu hlutsköi-pust Guðrún K. Þorgilsdóttir á 12:38.0 mín. (2 km.) og Jón Hjaltason á 20:05.0 mín. (4 km.) Að afloknum kvöldvei'ði var efnt til dansleiks í nýjum sam- komusal Húsabakkaskóla og voru þar veitt vei'ðlaun fyrir beztan árangur í hverri grein. Hljómsveit Pálma Stefánssonar lék fyrir dansi af miklu fjöri. Mótsstjóri var Jón Halldórs- son skíðakennari frá Dalvík og lagði hann einnig svigbrautirn- ar. Stökkbrautirnar byggðu þeir Jón Halldói-sson, Björn Daníelsson og Ingvi Baldvins- son, og göngubrautina lagði Óttar Einarsson. Allt fór mótið vel og skipulega fi-am og varð þetta hinn ánægjulegasti dagur fyrir alla aðila. (Fi-á Húsa'bakkaskóla). IÍA leikur til úr- slita í 2. deild ÖRUGGT mun nú, að það verð ur KA, sem leikur til úrslita í 2. deild í handknattleik við sig- urvegarana úr Suðui'landsriðlin um, sem vei'ður ti’úlega ÍR. Sl. laugardag féll dómur í héi'aðs- dómi ÍBA út af leik KA og Þói'S, er Hei-mann Gunnarsson lék með Þór, og var KA dæmd- ur sigur í leiknum, og er KA nú með 6 stig, en á eftir að leika seinni leik sinn við Dalvíkinga og fer hann fram n. k. mánu- dag. Þór og Dalvíkingar leika svo síðasta leilrinn í 2. deild á fimmtudag í næstu viku. □ - HÚNAVAKAN (Framhald af blaðsíðu 1). stöðum og Birgir Ingólfsson, Bollastöðum. í öði'u sæti varð lið Ungmennafélags Svínvetn- inga. Nú stendur yfir sveitakeppni í skák á vegum Ungmennasam- bandsins. Fjögur lið taka þátt í keppninni. Skákþingi Húnvetn- inga er nýlokið á Blönduósi. Tefldar voru sex umferðir í ein um flokki eftir Monradkerfi. Jónas Halldói'sson, Leysingja- stöðum varð Skákmeistari Hún vetninga. Þetta er í þriðja sinn, sem Skákþing Húnvetninga er háð, en samvinna er um mót þetta milli U.S.A.H. og U.S.V.H. - Þórhallur frá Finnastöðum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.