Dagur - 02.04.1970, Side 5
4
5
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Símar 1-11-66 og 1-11-67
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓN SAMÚELSSON
Prentverk Odds Björnssonar hi.
MEINBUGIR Á
FRAMBOÐUM
„LÝSIR NOKKUR meinbugum?“
spurðu sóknarprestar á stólnum í
sambandi við fyrirhuguð hjónabönd.
Skyldu þeir þá kveðja sér hljóðs í
kirkjunni er eitthvað vissu því til
fyrirstöðu, að vígsla mætti fram fara
og má vera, að þetta tíðkist enn ef
lýst er í kirkju. Hvað sem því líður,
hefur Sigurjón AM-ritstjóri kvatt
sér hljóðs á sínum vettvangi og lýst
meinbugum á framboðum ýmsra
nafngreindra Sjálfstæðismanna til
bæjarstjórnar hér á Akureyri.
Sigurjón lýsir meinbugum á fram-
boði Jóns G. Sólness útibússtjóra
Landsbankans, segir að Sóbies hafi
„brotið landslög“ með því að taka
sæti í stjórn Slippstöðvarinnar án
leyfis yfirboðara sinna. Máli sínu til
stuðnings leggur hann fram dagsetn-
ingu á leyfisbeiðni Jóns, tveim dög-
um eftir að kosning hans í stjóm
Slippstöðvarinnar hafði farið fram
og er þetta athyglisvert, svo og bréf-
ið frá bankastjórn Landsbankans.
Þá lýsir sami Sigurjón meinbug-
um á framboði Lárusar Jónssonar,
sem á sl. hausti var ráðinn fram-
kvæmdastjóri Fjórðungssambands
Norðlendinga. Lítur greinarhöfund-
ur svo á, að Lámsi hafi borið skylda
til að fá leyfi fjórðungsráðsins til að
ganga á svo áberandi hátt undir
merki stjórnmálaflokks og gerast
skuldbundinn einu sveitarfélagi, öðr
um fremur. Trúlegt er, að Lárus
hafi fengið sitt leyfi fyrirfram, en
ekki eftirá, eins og Sólnes, hvort sem
D-listanum verður að þeirri ósk
sinni að koma honum að. Lárus hef-
ur svarað Sigurjóni en svarið er út í
hött, enda fátt með þeim, að sögn
Sigurjóns.
Sigurjón lýsir meinbugum á fram-
boði Knúts rafveitustjóra Otterstedt,
Stefáns Stefánssonar bæjarverkfræð-
ings og Péturs Bjamasonar hafnar-
stjóra, af því þeir eru allir starfs-
menn bæjarins. Að vísu er enginn
þessara manna þannig settur á list-
anum, að hann geti náð kosningu,
en Knútur og Stefán gætu orðið vara
menn ef listinn héldi fulltrúatölu
sinni frá 1966. íslendingur segir, að
þessir menn hafi fengið mörg at-
kvæði við prófkjör og er það ekkert
undarlegt af því flokkurinn setti þá
á prófkjörslistann. Sjálfsagt hefur
Sigurjón þótzt verða var við það, að
starfsmannaframboðið mælist frem-
ur illa fyrir í bænum.
Ekki lýsir Sigurjón meinbugum á
framboði Gísla Jónssonar, stríðir
(Framihald á blaðsíðu 7)
Ákureyri bfr ylir sferkri
Valur Arnþórsson aðstoðarkaupfélagsstjóri
svarar nokkrum spurningum Dags.
VALUR ARNÞÓRSSON er
Austfirðingur og ólst upp á
Eskifirði, vandist sveitastöríum
og sjósókn, en einnig verzlunar
störfum. Hann tók landspróf á
Eiðum, stundaði nám í Sam-
vinnuskólanum og gerðist síðan
starísmaður Samvinnutrygg-
inga, settist svo á skólabekk í
London og nam trygginga- og
viðskiptafræði, hóf þá störf að
nýju hjá Samvinnutryggingum
og vann þeim alls 12 ár, fór enn
utan 1964 og nam við sænska
samvinnuskólann og kynnti sér
rekstur kaupfélaga þar í landi.
Hingað til Akureyrar kom
Valur svo haustið 1965, ráðinn
fulltrúi kaupfélagsstjóra og hef-
ur gegnt því starfi til loka síð-
asta árs, er hann var ráðinn
aðstoðarkaupfélagsstjóri KEA.
Valur Arnþórsson er 35 ára,
kvæntur er hann Sigríði Ólafs-
dóttur, ættaðri af Barðaströnd,
en fædd er hún og uppalin í
Reykjavík og eiga þau 4 börn.
Hinn nýi aðstoðarkaupfélags-
stjóri varð við þeim óskum
Framsóknarmanna að taka þátt
í skoðanakönnun og síðan að
skipa þriðja sæti á lista þeirra
til bæjarstjórnarkosninga í vor.
Var honum sýnt þar mikið
traust og væntum við, að hann
sé þess fyllilega verður.
Blaðið bað hann að svara
nokkrum spurningum og fer
það viðtal hér á eftir.
Þú varst fomiaður nefndar
þeirrar, er samdi reglugerðina
fyrir skoðanakönnun Franisókn
annanna?
Samning reglugerðarinnar
var alger frumsmíð og lítið sem
ekkert við að styðjast. f heild
hygg ég þó að reglugerðin hafi
reynzt vel, þótt nokkur einstök
atriði megi vafalaust færa til
beti-i vegar, næst þegar skoðana
könnun fer fram hér. Fram-
kvæmd skoðanakönnunarinnar
tókst hið bezta og ber að þakka
mikið og óeigingjarnt starí fram
boðsnefndarinnar, sem sá um
framkvæmdina, en formaður
hennar var Björn Guðmunds-
son. Hin mikla þátttaka í könn-
uninni var mjög ánægjuleg og
ber vott um þróttmikið starí
Framsóknarmanna og sóknar-
hug hér í bænum. Megin máli
skiptir, að framboðsnefndin gat
algerlega farið eftir úrslitunum
við röðun í þau sæti listans, sem
könnunin snerist um, eða 8
efstu sætin. Ein undantekning
varð frá þessu við það, að Arn-
þór Þorsteinsson óskaði eftir
því að færast úr 7. sæti í annað
sæti neðar á listanum, og mun
hann nú hverfa úr bæjarstjórn
í lok yfirstandandi kjöríímabils.
Hann hafði lýst því yfir, áður
en könnunin fór fram, að hann
vildi draga sig í hlé, þótt hann
leyfði nafni sínu að standa á
kjörseðli könnimarinnar, og
mun það hafa valdið mestu um,
að hann hafnaði í 7. sæti. Mér
finnst sem mörgum öðrum, að
mikill sjónarsviptir sé að því,
er reyndur og traustur maður
sem Amþór Þorsteinsson hverf
ur úr bæjarstjóm. Framsóknar-
menn, og reyndar margir fleiri,
hljóta að þakka honum mikil og
fai-sæl störí í bæjarstjóm. Þá
verða Framsóknarmenn nú að
sjá á bak Jakobi Frímannssyni
af listanum, en hann kaus að
draga sig í hlé. Það þarf ekki að
fjölyrða um, hvíiíkur sjónar-
sviptir er að honum, og bæjai--
búar allir hljóta að þakka hon-
um ómetanleg störf að bæjar-
málefnum á undanfömum ára-
tugum. Það er okkur, sem list-
ann skipum að þessu sinni,
mikill styrkur að vita, að listinn
á heils hugar stuðning þeirra
beggja. Ánægjulegt var, að þeir
Sigurður Óli og Stefán Reykja-
lín fengu eindregna traustsyfir-
lýsingu í gegnum skoðanakönn
unina og virðist mér Framsókn
armenn almennt mjög ánægðir
með Sigurð Óla sem leiðtoga
listans, jafnt þeir, sem listann
skipa, sem aðrir.
Telurðu þig sæmilega undir
það búinn að taka sæti í bæjar-
stjóm?
Samkvæmt úrslitum könnun-
arinnar skipa ég 3. sæti listans
og ég vil nota þetta tækifæri til
þess að þakka það traust, sem
Valur Arnþórsson.
mér hefur með þessu verið sýnt,
sem ég tek þó fyrst og fremst
sem viljayfirlýsingu þátttakend
anna um það, að þeir vilji áfram
haldandi áhrif samvinnusam-
samtakanna á gang bæjarmála
og að samvinnufélögin fái áfram
aðstöðu til þróttmikils starfs og
uppbyggingar til hagsbóta fyrir
íbúa bæjarins og héraðsins alls.
Varðandi spurningu þína er það
að segja, að auðvitað bíður mik
ið starf allra þeirra, er í fyrsta
skipti taka sæti í bæjarstjórn,
því auik venjulegra starfa í bæj-
arstjórn verða þeir að kynna
sér bæjarmálefni öll, svo sem
föng eru á. Við þessu kynoka
ég mér ekki. Hins vegar hef ég
haft góða aðstöðu til þess að
kynnast þeim málaflokki, sem
öðru fremur hefur verið í
brenndepli á undanförnum ár-
um, þ. e. atvinnumálunum, en
ég hef átt sæti í Atvinnumála-
nefnd bæjarins svo og Atvinnu-
málanefnd Norðurlands frá
stofnun þessara nefnda. Auk
þess er ég svo að sjálfsögðu sí-
fellt í tengslum við ýmis at-
vinnumál, sem ofarlega eru á
baugi hveriu sinni, vegna starfa
minna hjá Kaupfélagi Eyfirð-
inga.
Hvað er helzt á döfinni í upp
byggingu hjá samvinnumönn-i
um hér í bæ?
Ég vil byrja á því að minn-
ast á hina nýju skinnavérk-
smiðju SÍS, sem mun taka til
starfa innan skamms, og ber
lang hæst allra framkvæmda á
sviði iðnaðar hér í bænum sem
stendur. Þessi nýja verksmiðja
mun áður en langt Hður hafa
veitt ca. 150 nýjum atvinnu-
tækifærum við frumvinnslu inn
í bæjarfélagið. Svo sem kunn-
ugt er, er áætlað, að hvert at-
vinnutækifæri í frumvinnslu
leiði af sér ca. tvö önnur at-
vinnutækifæri í þjónustugrein-
um og öðrum iðnaði. Þegar svo
í framtíðinni bætist við sauma-
iðnaður, sem hlýtur að rísa á
iðna
legg til úrvinnslu á skinnum
verksmiðjunnar, og svo aftur
margfeldniáhrifin af þeim iðn-
aði, liggur í augum uppi, að
þessi eina verksmiðja verður
búin að veita atvinnutækifær-
um inn í bæjarfélagið sem að
fjölda til nær býsna langt í því
að jafnast á við meðalstóra ál-
verksmiðju eða annað slíkt stór
iðjufyrirtæki. Hér er sem sagt
á ferðinni alíslenzk stóriðja.
Það þarí ekki að fara í neina
launkofa með þá staðreynd, að
mörg bæjarfélög í landinu sækj
ast eftir því að fá iðnaðarupp-
byggingu samvinnumanna til
sín. Akureyri hefur að sjálf-
sögðu ýmis sterk tromp á hendi
í því að laða þessi fyrirtæki til
sín og þá ekki sízt hina sterku
iðnaðarhefð, sem hér hefur skap
azt, en ég vil fullyrða að óvíða
á landinu sé jafn betra iðnverka
fólk en á Akureyri, ef þá nokk-
urstaðar. Við skulum eftir sem
áður minnast þess, að það er
ekki sama hvernig búið er að
þessum fyrirtækjum af bæjar-
félagsins hálfu — það er útlit
fyrir að samvinnumenn haldi
áfram uppbyggingu sinni, og af
henni þurfum við að fá sem
mest til Akureyrar til gagn-
kvæmra hagsbóta fyrir bæjar-
félagið og samvinnusamtökin
sjálf. — Hjá kaupfélaginu og
fyrirtækjum þess er að vanda
fjölmargt í athugun, sem til
framfara og bóta horfir, og yrði
alltof langt mál að telja það allt
upp. Til fróðleiks vil ég geta
þess, að Bifreiðaverkstæðið
Þórshamar er um þessar mund-
ir að hefja starfrækslu í nýjum
húsakynnum, sem vafalaust eru
ein þau fullkomnustu sinnar
tegundar hér á landi. Vélsmiðj-
an Oddi hefur nýverið hafið
framleiðslu á bobbingum og
komið upp fullkominni kæli-
þjónustudeild og þar er nú fram
undan athugun á framleiðslu
miðstöðvarofna samkvæmt
dönsku einkaleyfi. Hjá kaup-
félaginu er til athugunar að ráð
ast í endurbætur á aðstöðu til
móttöku, blöndunar og dreif-
ingar kjarnfóðurs, en að end-
ingu vil ég geta nýrrar iðngrein
ar, sem mér finnst að til greina
kæmi að kaupfélagið og fleiri
aðilar, þ. á. m. Framkvæmda-
sjóður bæjarins, sameinuðust
um athugun á í framhaldi af
frumathugun, sem Vilhjálmur
Þór bankastjóri hefur gert, en
það er spónaplötuframleiðsla til
sölu á innlendum og erlendum
markaði. Hér gæti verið um
mjög verulegt atvinnufyrirtæki
að ræða, sem eftirsóknarverí
væri að fá í bæinn eða næsta
nágrenni. Annars vil ég taka
það fram, til þess að forðast mis
skilning, að kaupfélagið hefur
skyldum að gegna víðar í Eyja-
firði en á Akureyri einni, en ég
vil einmitt undirstrika, að við
á Akureyri megum ekki líta
hagsmuni okkar í of þröngu
Ijósi. Það hlýtur að vera okkur
til hagsbóta, að atvinnulíf
blómgist í Eyjafjarðarbyggðujm
öllum, vegna þeirrar örvunar,
sem það hefur á ýmsar þjónustu
greinar í bænum, og ég vil sér-
staklega benda á þýðingu blóm
legs landbúnaðar í héraðinu
fyiir þróun margskonar úr-
vinnslu- og þjónustugreina í
þéttbýlinu.
Eru þér fleiri atiiði ofarlega
í huga varðandi framtíðarmögu
leika atvinnulífsins hér?
Ég er verulega bjartsýnn á þá
möguleika, sem framundan eru,
ef við höfum þrau'tseigju og elju
til þess að nýta okkur þá. Þess
ber þó að geta, að raforkuskort-
ur getur á ýmsum sviðum stað-
ið okkur fyrir þrifum og má alls
ekki dragast úr hömlu, að haf-
izt verði handa um raunveru-
legar framkvæmdir til þess að
bæta ástandið á þessu sviði.
EFTA-aðild gefur ýmsa mögu-
leika á sviði iðnaðaruppbygg-
ingar, en er ekki gerandi í
sjálfu sér, þannig að það bygg-
ist algerlega á okkar eigin fram
taki og dugnaði, hversu hún nýt
ist — hvort hún verður okkur
til ills eða góðs — en ég hef þá
bjargföstu trú, að íslendingar
spjari sig nú sem endranær. Ég
tel, að mjög beri að fagna gerð
Norðurlandsáætlunar, þótt deila
megi um hana í einstökum atrið
um, en mér virðist hún vera
mikilsverður áfangi á braut
skipulegrar byggðaþróunar,
sem Framsóknarmenn fyrstir
manna hófu baráttu fyrir hér á
landi. Við verður að treysta því,
að framkvæmdafé hennar, eða
lánsfé, verði ekki notað til fram
dráttar flokkspólitískum sjónar
miðum stjórnarílokkanna, eins
og skaðlega mikið þótti bera á
um ráðstöfun „enska lánsins“ á
sínum’ tíma. Fé hennar getur
tvímælalaust orðið lyftistöng
nýrrar atvinnuþróunar, ef því
er ráðstafað í takt við framtak
og frumkvæði heimamanna til
átaka á sviði atvinnulífsins, en
ekki hellt út á einu bretti fyrir
einhverjar kosningar. Ferða-
málin hafa verið mikið til um-
ræðu að undanförnu og virðast
allir sammála um, að Akureyri
eigi þar mikla framtíðarmögu-
leika. Miklu fé hefur verið ráð-
stafað til hótelbygginga í
Reykjavík og virðist manni, að
röðin hljóti' að fara að koma að
Akureyri, en þá verður vafa-
laust skynsamlegast og ódýrast
að byggja við núverandi hótel
bæjarins eftir því sem hægt er,
og eftir því sem þörf er á fyrir
aukinn ferðamannastraum, áð-
ur en ráðist verður í byggingu
nýrra hótela. Við í Atvinnu-
málanefnd Norðurlands send-
um ríkisstjórninni í júlí 1969
sérstakt erindi, þar sem við fór-
um fram á, að gerð yrði sérstök
könnun á skilyrðum til staðsetn
ingar stóriðju á Norðurlandi.
Engar undirtektir hafa enn
fengizt við þessari málaleitan,
en slík könnun þarf að fara
fram hið fyrsta, þannig að hún
liggi fyrir, ef möguleikar opn-
ast á því að fá hingað stóriðju
einhverraí' tegundar. Sérstak-
lega ber að kanna áhrif stór-
iðjufyrirtækja á gróðurfar og
náttúruna í nágrenninu, því
þótt stóriðja sé út af fyrir sig
eftirsóknarverð, má hún ekki
eyðileggja þá atvinnuvegi, sem
fyrir eru. Ég hef þessa upptaln-
ingu ekki lengri að sinni, en vil
bæta því við, að efling atvinnu-
'lífsins er ekki eingöngu fólgin í
nýjum fyrirtækjum og atvinnu
greinum. Engu þýðingarminna
er að hlúa að og styrkja núver-
andi atvinnufyrirtæki, en á því
sviði er ekki úr vegi að minn-
ast sérstaklega á endurnýjun
togaraflota U. A. og verkefna-
útvegun fyrir Slippstöðina h.f.,
en lausn á þessu tvennu gæti
vissulega verið samofin.
Og hvað viltu segja að end-
ingu?
Mér virðist að Framsóknar-
menn standi vel að vígi í kom-
andi kosningabaráttu og eigi
verulega möguleika á því að
vinna 5. fulltrúasætið í bæjar-
stjórn. Þeir hafa veitt bæjar-
málum örugga forystu á yfir-
standandi kjörtímabili. Þeir
áttu því láni að fagna í upphafi
tímabilsins að fá til staría sem
ibæjarstjóra hinn hæfasta mann,
Ðjarna Einarsson. Hann hefur
þegar unnið mikið og að sama
skapi gott starf og Framsóknar-
menn fylkja sér fast um hann
sem bæjarstjóra til áframhald-
andi og nýrra átaka við málefni
bæjarins á komandi kjörtíma-
bih. Framsóknai'menn trúa ekki
á þá skoðun, að myndun sér-
staks meirihluta innan bæjar-
stjórnarinnar sé einhvert patent
lausn fyrir bæjarmálin, enda
erfitt að koma auga á það, hvað
vinnst við auknar flokkspólitísk
ar deilur innan bæjarstjórnar-
innar, segir Valur að lokum. —
Dagur þakkar svörin. E. D.
Dinimalimm og Pétur prins.
LEIKFÉLAG AKUREYRAR:
(Ljósmyndastofa Páls)
Sagan af Dimmalimm kóngsdótfur
Á FIMMTUDAGINN frum-
sýndi Leikfélag Akureyrar Sög
una af Dimmalimm kóngsdóttur
í Samkomuhúsinu og er það
fjórða verkefni félagsins á þessu1
leikári, en í æfingu er það
fimmta, kennt við Jörund
hundadagakonung.
Sagan af Dimmalimm kóngs-
dóttur er gamalt ævintýri, sem
Guðmundur Thorsteinsson, list
málarinn Muggur, samdi eitt
sinn á leið sinni til ítalíu, mynd
skreytti og gaf lítilli frænku
sinni. Þetta gerðist fyrir nær
fimmtíu árum. Litla stúlkan,
sem fékk handrit og teikningar
listamannsins, Helga Egilsson,
gerði fyrir skömmu barnaleik-
rit úr ævintýrinu, Atli Heimir
Sveinsson samdi við það tón-
listina og Þjóðleikhiisið tók
barnaleikritið til sýningar í
janúar nú í vetur.
Barnaleikrit þetta er skraut-
og skemmtisýning fyrir börn og
mun sagan, þegar hún kom út
sem barnabók, hafa notið hinna
ágætu teikninga, jafnvel að-
eins verið einskonar fylgifé
Ákureyringar komu með 13 verðlaun
(Framhald af blaðsíðu 1).
ar varð Jóhann Vilbergsson,
Rvík, þriðji Ingvi Óðinsson,
Ak., fjórði fvar Sigmundsson,
Akureyri, fimmti Björn Haralds
son, Húsavík og Magnús Ingólfs
son, Akureyri sjötti'.
Á föstudaginn langa fór stökk
keppnin fram og þar stökk Norð
maðurinn Dag Jensvold 63
metra, lengsta skíðastökk hér á
landi til þessa og var það til-
komumikið. Björn Þór Ólafs-
son, Ólafsfirði sigraði í stökk-
keppninni en í stökki 17—19 'ára
sigraði Haukur Snorrason,
Siglufirði.
í flokkasviginu, sem keppt
var í annan páskadag vann
sveit Akureyrar yfirburðasigur.
í henni voru Jónas Sigurbjörns
son, Reynir Brynjólfsson, Guð-
mundur Frímannsson og Árni
Óðinsson. Næst varð sveit ísa-
fjai-ðar, og munaði 43 sek.
í 30 km. göngu sigraði Trausti
Sveinsson Fljótamaður með yfir
burðum. Og áður, eða á þriðju-
dag, sigruðu þeir líka í 15 og
10 km. göngu.
Barbara Geirsdóttir varð þre-
faldur íslandsmeistari, vann
svig stúlkna, stórsvig og Alpa-
tvíkeppni. Alls unnu Akureyr-
ingar 7 íslandsmeistaratitla á
Siglufirði.
Unglingarnir, sem fóru til
Seyðisfjarðar, fóru með Óðni,
sem safnaði keppendum saman
í leiðinni. Keppni fór fram í
leiðinlegu veðri, en mótinu var
þó lokið. Þar unnu Akureyring-
ar 6 íslandsmeistaratitla. Hauk-
ur Jóhannsson, Akureyri varð
þrefaldur íslandsmeistari í
flokki 15—16 ára og Svandís
Hauksdóttir varð einnig þrefald
ur íslandsmeistari í flokki
stúlkna 13—14 ára. Og í heild
stóðu Akureyringar sig mjög
vel þar þótt fárra sé hér getið.
Heimferðin að austan varð öðru
vísi en ætlað var sökum þess
að varðskipið vildi ekki sigla
norður fyrir land með stóran
farþegahóp vegna ísa.
Hinn góði árangur skíðafólks
á Akureyri eru góðir vextir af
fjárfestingu bæjarfélagsins í
Hlíðarfjalli. Q
- NÁMSBÓKASPJALL...
(Framhald af blaðsíðu 2).
Tvenn Ijóðasöfn er vert að
nefna, NÚTlMALJÓÐ og
LITLU SKÓLALJÓÐIN. Sú
fyrrnefnda er tekin saman af
Erlendi Jónssyni og ritar hann
langan inngang um nútímaljóð-
Iist og auk þess eftirmála. Eru
þaana saman komin ljóðaúrvöl
sex hinna yngri skálda og ævi-
ágrip þeirra. Þetta er hin þarf-
asta bók, þó að deildar mein-
ingar muni vera um sum kvæð-
in. Myndskreyting bókarinnar
er í samræmi við hin nýju Ijóð-
form og mun af sumum talin
orka tvímælis, nema höfunda-
myndirnar, sem eru bókai'-
prýði.
Litlu skólaljóðin hefur Jó-
hannes úr Kötlum tekið saman.
Einkennilegur er sá samtíning-
ur og óljóst markmið með út-
gáfu slíkrar bókar. Mörg eru
þar góð og gamalkunn stef, vís-
ur og þulur, jafnvel heil kvæði,
jöfnum höndum frá fyrri og
seinni tímum. En til hvers verið
sé að bera á borð fyrir skóla-
börn Ijóð eins og þetta:
„laung eru kvöldin í júní
léeðist þoka um hlíð
allar stelpur og strákar
steypa sér kollhnís í brekkunni
í holtinu gargar fuglinn
og flest eru kvöldin laung
en ekki er söngurinn sami
síðan við kvöddumst þar“
það fæ ég ekki skilið. Og svo er
stafsetningin á bókinni mér full
komin ráðgáta. Sýnishorn er í
ofanskráðum ljóðlínum. Er ekki
nægilega örðugt að kenna staf-
setningu og greinarmerkjasetn-
ingu, þó að skólabók sé ekki
gerð með slíkum endemum?
Þriðju ljóðabókina frá R.ú.n.
vil ég nefna að lokum. Hún
heitir SÁLMAR OG KVÆÐI.
Hafa þeir séra Sigurður Hauk-
ur og Eiríkur kennari Stefáns-
son tekið hana saman. Ágæt
bók. Eru til mikils hagræðis
prentaðar laglínur (nótnalínm')
með fyrsta erindi hvers ljóðs.
Þess var mikil þörf. Frágangur
á öllum bókunum er vandaður.
Ég læt þetta nægja að sinni.
J. Ó. Sæmundsson.
þeirra, eins og komizt hefur ver
ið að orði. Það var því mikið
vandaverk að breyta hinu
myndskreytta ævintýri í sjón-
leik, þar sem myndanna naut
ekki. En það hefur þó Helgu
Egilsson tekizt vel.
Efnið er ekki stórbrotið, en
hugnæmt. Dimmalimm kóngs-
dóttir er kát og fjörug lítil
stúlka, en hún er líka góð
stúlka og ákveðin. Pétur prins
verður fyrir álögum galdranorn
ar, sem leggur það á hann, að
hann verði að svan, og það er
aðeins einn möguleiki til að
frelsa hann úr þessum álögum.
En bezt fer á því, að börnin sjái
sjálf hvað fram fer og viti ekki
fyrirfram hvernig sagan endar.
Sýningin tekur um það bil
tvær stundir og er því ekki óhóf
lega löng fyrir börn. Atburða-
rásin er hi'öð svo efni þess er
fram fer á leiksviðinu slitnar
ekki sundur og yngstu leikhús-
gestirnir fylgjast með af áhuga
frá upphafi til enda, en allt eru
þetta góðir kostir á sjónleik fyr
ir hina ungu leikhúsgesti. Ein-
faldleiki, þar sem útflúr í orð-
um og skrauti er ekki látið
trufla um of heildarmyndina og
rökrænt samhengi atburðanna,
er nauðsyn þegar um barna-
sýningar er að ræða, og mér
finnst þessi einfaldleiki nægi-
legur til þess að halda börnum
hugfangnum við efnið frá upp-
hafi til enda, þrátt fyrir nokk-
urt ívaf. Enda mátti sjá það á
frumsýningunni, að börnin
fylgdust vel með og þau eru
beztir dómarar hvað þessi atriði
snertir.
Bæði börn og fullorðnir leika
í þessum barnasjónleik og
fannst mér sýningin áferðagóð
og bláþráSalaus, enda margt af
sviðsvönu leikhúsfólki í hópi
hinna eldri, sem leggja rækt við
‘hlutverk sín, bæði stór og smá.
Dimmalimm kóngsdóttir og Pét
ur prins mættu e. t. v. vera
meiri fyrir sér, einkum Dimma-
limm, sem er skörungur að allri
gerð, samkvæmt leikritinu. En
engu að síður er okkar Dimina-
limm góð eins og hún er svo
auðvelt er að láta sér þykja
vænt um hana og það er nú
ekki alltaf, sem leikurum tekst
það, þótt eldri séu og sviðsvan-
ari. Sýningin er hröð, tónlistin
er hugljúf og dansar barnanna
fjörlegir. Sýningin er óþvinguð,
efni ævintýrisins kemur vel til
skila. Um hana má segja eins
og sagt er með sanni um barna-
bækur, • að séu þær góðar hafa
fullorðnir gaman af að lesa þær,
og takist vel að færa barnaleik-
rit á svið, hafa 'hinir eldri einnig
gaman af að sjá það og þannig
hefur tekizt í þetta sinn. Fyrir
það á leikstjórinn, frú Þórhild-
(Framhald á blaðsíðu 7).
Þórhallur Gunnlaugsson
frá Finnastöðum
MINNING
OFT er því frestað til morguns,
sem hægt var að gera í dag. Mér
kom það í hug er mér barst and
Iátsfregn þessa góða vinar míns,
— en hann varð bráðkvaddur
að heimili sínu 4. febrúar sl. —
Tíminn líður óðfluga, fyrr en
varir er dagurinn liðinn og kom
in nótt. Nýr dagur rennur með
ný viðfangsefni, en tækifærið
sem við áttum í gær, er glatað
og kemur ekki aftur.
Oft hafði ég ráðgert það með
sjálfum mér að gangast fyrir
því að skráðar yrðu endurminn
ingar Þórhallar eftir frásögn
hans sjálfs, en alltaf var því
slegið á frest, — en nú þegar
hann er horfinn af sjónarsvið-
inu verður erfitt — jafnvel óger
legt, að ryfja upp einstök ati-iði
lífssögu hans. — Þannig týnum
við tækifæi-unum. En Þórhallur
upplifði ýmislegt það, sem er
óvenjulegt í lífi manna, nú síð-
ustu áratugi og hefði verið
fengur í að fá skráð og geymt,
— s. s. veiðiskap á vanbúnum
skipum á úthafi, — baráttu við
hafís, — ferðalag frá skipi, fót-
gangandi frá Vestfjörðum aust-
ur til Eyjafjarðar vegna hafíss,
sem þá huldi allan sjó, fyrir
Norðurlandi. Margt fleira at-
hyglisvert sagði hann mér frá
yngri árum sínum, sem ég hafði
þá ekki vit til að festa á blað,
og veit því ekki hvort ég kann
að ryfja upp svo rétt sé. — Hér
verður því minnst á fátt eitt,
frá ævi þessa horfna vinar.
Þórhallur Gunnlaugsson var
fæddui' að Hrafnagili í Þorvalds
dal 2. júlí 1889, sonur hjónanna
Sigríðar Arnfinnsdóttur og
Gunnlaugs Þorkelssonar. Var
hann einn af 5 börnum þeirra
hjóna — fjögra bræðra og einn
ar systur er dó ung. — Mun
hafa verið þröngt í búi þeirra
hjóna eins og títt var meðal
afdalabarna í þá tíð.
Þórhallur missti föður sinn
er hann var 7 ára. Leystist þá
heimilið upp. — Ekki veit ég
hvað þá varð um bræður Þór-
hallar, en hann fylgdi móður
sinni er hún réðst sem vinnu-
kona að Nesi hér í sveit. Siðar
fluttust þau að Finnastöðum á
Látraströnd — þar sem Sigríður
giftist Þorsteini Jónssyni bónda
þar, er þá var ekkjumaður. Þar
ólst svo Þórhallur upp. Eins og
aðrh' unglingar á þeim dögum
mun hann hafa þurft að vinna
hörðum höndum við öll störí
við sveit og sjó, — en Þorsteinn
stundaði sjósókn frá Finnastöð-
um jafnhliða búskapnum.
Sextán ára gamall réðst Þór-
hallur á hákarlaskip sem háseti
og síðar á önnur fiskiskip, og
var af öllum talinn ötull og feng
sæll sjómaður, enda stundaði
hann sjóinn mestan hluta starís
ævi sinnar, — en hafði jafn-
framt nokkurn landbúskap á
Finnastöðum eftir að hann gift-
ist, en það var árið 1913. Eftir-
lifandi kona hans er Vigdís Þor
steinsdóttir frá Finnastöðum.
Þau eignuðust ellefu börn en
þrjú þeirra dóu ung. Auk þess
eignaðist Þórhallur einn son
áður en hann giftist. — Þau
hjón urðu gæfurík og samhent
í öllu, börnin mannvænleg og
dugmikil. — Þórhallur var því
'hamingjumaður og gladdist í
elli sinni yfh' góðum börnum og
elskulegri eiginkonu, sem hann
unni og virti alla tíð, enda var
hún stoð hans og styrkur, og
ekki sízt þegar kraftar hans
tóku að þverra. Dáðist ég oft að
því hve innilegt samlíf þeirra
var í hvívetna.
Á Finnastöðum var tvíbýli.
Mótbýlingar þeirra Þórhallar
og Vigdísar voru hjónin Jón
Þorsteinsson, bróðir Vigdísar,
og Elísa Stefánsdóttir. — Þau
eru nú dáin fyrir allmörgum
árum en sonur þeirra Friðrik
og kona hans Anna Axelsdóttir,
búa þar nú á allri jörðinni. —
Jafnan var til þess tekið hve
sambýli þessara fjölskyldna var
gott. Börnin voru mörg á báð-
um búum og á svipuðu reki, en
sambúðin jafnan eins og meðal
góðra systkina. Þá voru og á
heimili þeirra Þórhallar og Vig
dísar tveir bræður, fram á full-
orðinsár, — teknir barnungir til
fósturs af þeim Sigríði og Þor-
steini, er foreldrar þeirra dóu,
en þau voru Gunnlaugur bróðir
Þórhallar og Þóra systh Vig-
dísar. Hafa þessir bræður jafn-
an reynzt ti-yggir og trúir þessu
fólki öllu og æskuheimili sínu.
— Einnig var heimilismaður
þeirra Jóns og Elísu, Kristján
bróðir Jóns, og dvelur nú hjá
Friðriki fjörgamall heiðursmað
ur. — Sést af þessari upptaln-
ingu að mjög hafa þessi heimili
verið mannmörg — og þar jafn-
an ríkt samhugur og samheldni.
Eins og að framan er sagt
stundaði Þórhallur sjóinn mest
an hluta ævinnar, fyrst á há-
karla- og fiskiskútum, en þegar
vélbátar komu til sögunnar,
í'éðst hann á einn af bátum
Höfðabræðra, — Óðinn frá Kljá
strönd, um nokkurra ára skeið.
Var jafnan gleði á Finnastöðuim
er Óðinn sást koma fyrir Höfð-
ann og beygja upp að heima-
vörinni. Voru þá margar hend-
ur stórar og smáar við lending-
una til að fagna kærkomnum
föður, eiginmanni og frænda.
Árið 1929 eignaðist svo Þór-
hallur lítinn vélbát, er hann
hélt út frá Finnastöðum til árs-
ins 1942 er hann var seldur.
Reyndist það hin happadrýgsta
fleyta.
Vinna þurfti hörðum höndum
fyrir stórum barnahóp, og oft
erfitt í ári — en hjónin voru
samhent og hagsýn, og hagur
þeirra blómgaðist, börnin komu
líka fljótt upp og urðu dugleg
við hin ýmsu störf til lands og
sjávar. — Hjónin voru jafnan
rómuð fyi'ir gestrisni og góð-
vild. — Þau sáu draum sinn ræt
ast í mannvænlegum börnum
og góðu heimili — og nú á síð-
ustu árum þegar lífsþrekið tók
að bila, mun það hafa verið
þeim sérstök gleði, að flytjast
með Mikael syni sínum í nýtt
og glæsilegt hús, er hann hefir
byggt í Grenivík og mega búa
með — og í grennd — við þau
af börnum sínum er þar eru bú
sett. Þó mun hugurinn oft hafa
dvalið við gamla heimilið á
Finnastöðum, þar sem þau lifðu
sínar sælustu stundir, — þar
sem lífsdraumur þeirra hófst og
rættist svo fagurlega.
Ég var orðinn fulltíða maður,
þegar veruleg kynni okkar Þór
hallar hófust. Atvikin höguðu
því þannig að ég varð samferða
honum í kirkjusöng og safnaðar
málum. Fann ég þá strax, að
þar var einlægur og trúverðug-
ur maður, sem lagði sig fram
um að allt væri gert, til að þau
(Framhald á blaðsíðu 5)