Dagur - 02.04.1970, Blaðsíða 8
8
Eitt og annað frá bæjarstjórn —
SMATT & STORT
Á BÆ J ARST J ÓRN ARFUNDI
24. marz gerðist m. a. þetta:
Efsta hæð í Geislagötu 9.
SamþykRt að fela arkitekt
bæjarins að gera teikningar og
'kostnaðaráætlun af breytingu á
efstu 'hæð skrifstofuhúss bæjar-
ins með hliðsjón af því að þar
verði innréttað húsnæði fyrir
ðkrifstofur.
Raðhús.
Samþykkt að veita Stefáni
Reykj.alín leyfi til að byggja 6
íbúða raðhús á lóðinni nr. 1 við
Akurgerði og Smára h.f. sams-
'konar leyfi til að byggja tvo 6
íbúða raðhús á lóðunum nr. 4
og 6 við Einilund.
Tilboð Strengjasteypunnar h.f.
Lagt var fram tilboð frá
Strengjasteypunni h.f. í fram-
leiðslu strengjasteypueininga í
Frostastöðum 22. marz. Eins og
áður hefur verið frá skýrt hér
í blaðinu hafa að undanförnu
staðið yfir hjá Leikfélagi Skag-
firðinga æfingar á sjónleiknum
Ævintýri á gönguför, en Ágúst
Kvaran leikstjóri á Akureyri
annazt leiðbeiningar og leik-
stjórn. Eru sýningar nú hafnar
á leikritinu og þegar að baki
tvær í Miðgarði og ein á Sauð-
Lúðrasveitin SVANUR
LÚÐRASVEITIN SVANUR úr
Reykjavík mun verða hér um
næstu helgi, leika á Húsavík á
laugardaginn en síðdegis á
sunnudaginn, eða kl. 2, í Sjálf-
stæðishúsinu á Akureyri.
Lúðrasveitin er skipuð 35
hljóðfæraleikurum og stjórn-
andi hennar er Jón Sigurðsson,
gamall Akureyringur.
Lúðrasveitin Svanur ‘hefur
mjög fjölbreytta og forvitnilega
efnisskrá. □
BÚIÐ er að ákveða framboðs-
lista Framsóknarmanna á Sauð
árkróki og skipa efstu sætin
þessir menn: Guðjón Ingimund
arson kennari, Mai'teinn Frið-
riksson framkvæmdastjóri, Stef
án Guðmundsson bygginga-
meistari, Kristján Hansen bif-
reiðastjóri, Stefán Petersen ljós
myndari, Sveinn Friðvinsson
hafnargerð sunnan Oddeyrar.
Er hór um að ræða staura, plöt-
ur og bita samtals fyrir kr.
6.203.600.00. Verðið er miðað
við einingarnar afgreiddar á
flutningatæki á verksmiðjulóð.
Söluskattur er ekki innifalinn í
verðinu.
Hafnarstjórn felur hafnar-
stjóra að ganga frá samnings-
uppkasti við Strengjasteypuna
h.f. á grundvelli ofangreinds til
boðs og þeim drögum að verk-
samningi, sem borizt hefir frá
Hafnarmálastofnun ríkisins.
Samningsuppkastið verði lagt
fyrir næsta fund hafnarstjórnar.
Skipulag við Sandgerðisbót.
Lagt var fram bréf dagsett 20.
marz 1970 frá Bátafélaginu
Verði, þar sem óskað er eftir að
hafnarstjóm láti skipuleggja
hafnarsvæðið í Sandgerðisbót,
þannig að þar skapist lóð undir
árkróki, jafnan við húsfylli og
ágætar undirtektir. Munu fleiri
framundan hér heimafyrir og
óefað sýnir félagið leikinn einn-
ig utan héraðs.
Ekki er ástæða til að fara
mörgum orðum um þetta verk
Hostrups gamla því það hefur
verið sýnt víðsvegar um land í
áratugi og jafnan þótt góð
skemmtun, — en er heldur
naumast meira. Þetta er söng-
og gleðileikur, raunar með
nokkrum votti af alvarlegum og
kristilegum undirtón, ástföngn-
um unglingum og fyrirmönn-
um, sem ekki eru skynsamir um
skör fram. Þó að leikritið sé
hvorki ýkja efnismikið né til-
takanlega viðkvæmt í meðför-
um er þó ekki alltaf erfiðalaust
að velja leikendur til flutnings
á því. Þeir þuifa bæði að hafa
nokkra leikhæfileika og sæmi-
legar söngraddir en það vill
ekki alltaf fara saman. Hvoru-
(Framhald á blaðsíðu 2)
bifvélavirki og Sæmundur Her-
mannsson sjúkrahúsi'áðsmaður.
Bæjarstjórn Sauðárkróks er
skipuð 7 mönnum. Framsókn
hefur 3 fulltrúa, Sjálfstæðis-
flokkur 2 fulltrúa, Alþýðuflokk
ur 1 og Alþýðubandalag 1, og
fengu tveir þeh' síðasttöldu jöfn
atkvæði í síðustu kosningum,
96 atkvæði hvor. S. G.
venbúðir fyrir bátaeigendur.
Hafnarstjóm leggur til, að
svæðið við Sandgerðisbót verði
skipulagt hið fyrsta og þar gert
ráð fyrir verbúðalóðum, sem
hægt yrði að hefja byggingar á
nú í vor.
Atvinnuásíand í bænum.
Samlkvæmt skýrslu vinnu-
miðlunarskrifstofunnar voru
þann 28. febrúar sl. alls 118
manns á atvinnuleysisskrá, 88
kárlar og 30 konur. Af körlum
njóta 32 elli- og örorkubóta og
(Framhald á blaðsíðu 7)
SKOÐANAKÖNNUN
Á DALVÍK
EINS og frá var sagt áður hér
í blaðinu efndu Framsóknar-
menn á Dalvík til skoðanakönn
unar, sem fram fór sl. fimmtu-
dag og laugardag. Þátttaka var
mikil því 155 greiddu atkvæði.
Þessi sex hlutu flest atkvæði:
Baldvin Magnússon bóndi,
Gylfi Björnsson verzlunarmað-
ur, Hilmar Daníelsson sveitar-
stjóri, Valgerður Guðmunds-
dóttir húsfreyja, Sveinn Jó-
hannsson sparisjóðsstjóri og
Árni Oskarsson verkamaður. □
Skagaströnd 1. aprfl. Hér hlóð
niður miklum snjó um páskana,
en vegurinn til Blönduóss er
ruddur jafnharðan. Jarðlaust er
með öllu og hér er ofurlítiil
hrossahópur, sem flækist á göt-
unum og leitar uppi sorptunn-
urnar. Bændur í nágrenninu
eiga þessi hross en hirða ekki
um þau. Lögreglan mun hafa
verið látin athuga þetta mál í
gær.
Norðlenzkur
bókamarkaður
ÞAÐ hefir verið ákveðið að
halda í fyrsta skipti norðan-
lands bókamarkað Bóksalafé-
lags íslands á Akureyri dagana
4. til 12. apríl n. k. að báðum
dögum meðtöldum í Amarohús
inu, Hafnaj-stræti 99, annarri
hæð (áður Bólstruð húsgögn).
Hugmyndin er að hafa markað
þennan eins fjölbreyttan og full
kominn sem kostur er.
(Fréttatilky nning )
BERGMÁL AÐ SUNNAN
Jón G. Sólnes lét nýlega hafa
það eftir sér í blaðaviðtali, að
Sjálfstæðismenn' á Akureyri
stefndu nú að því að mynda
„ábyrgan meirihluta“ í bæjar-
stjórn Akureyrar. Gísli Jóns-
son, efsti maður lista þeirra
gerði orð hans að sínum og rit-
stjóri íslendings-ísafoldar át
þau síðan upp og mun þeim öll-
um hafa þótt þetta góð hug-
myndafræði, en ný er hún nú
ekki. Þetta er meðal kosninga-
slagorða borgarstjórnaríhalds-
ins í Reykjavík, sem notuð eru
við hverjar kosningar syðra, og
eiga að því leyti við þar, að þar
hefur íhaldið um áratugi verið í
raunverulegum meirihluta og
farið með völd samkvæmt því.
Það er óneitanlega dálítið bros-
legt bergmál, þegar þessi slag-
orð heyrast frá flokksbræðrum
þeirra á Akureyri, sem eiga að-
eins þrjá fulltrúa af ellefu í
bæjarstjórn, og minnir á hið
gamla máltæki: Miklir menn
erum við Hrólfur minn.
í HVERJU ER MEIRI
STYRKUR?
Þeir Sjálfstæðismenn, sem hér
var vitnað til, telja bænum
mikla þörf á „ábyrgum meiri-
hluta“. í því sambandi er rétt
að spyrja: Eru Sjálfstæðismenn
í bæjarstjóm óábyrgir fulltrú-
ar? Eða em einhverjir aðrir
óábyrgir þar? Er meira traust
eða ábyrgð í því fyrir hina al-
mennu borgara þessa bæjar, að
í bæjarstjóm sé einhver fyrir-
fram ákveðinn svokallaður
„ábyrgur meirihluti“ og ábyrg-
ur eða óábyrgur minnililuti-
Eru þær ákvarðanir traustari
og ábyrgðarmeiri, sem naxunur
meirihluti stendur að, t. d. sex
af ellefu, en þegar allir bæjar-
fulltrúarnir, ellefu að tölu,
ákveða þá hluti er gera skal?
Eruj ekki ákvarðanir naums
meirihluta að jafnaði veikari en
alger samstaða? Eða er það ekki
sterkara fyrir bæjarstjórnina og
bæjarfélagið t. d., að fjárhags-
áætlunin, sem er stefnuskrá
TVEIR ungir menn, annar utan
bæjarmaður, hafa játað á sig
innbrot það og þjófnað í Þórs-
Atvinna er of lítil, þó aflar
rækjubáturinn allvel þegar veð
ur leyfir og skapar töluverða
atvinnu.
Margir búa sig undir að veiða
grásleppu nú í vor og nota háa
verðið á hrognunum, sem nú
verður greitt. En ógæftir koma
enn í veg fyrir þær veiðar.
ísinn höfum við ekki séð enn
þá, en sagður var hann nær-
göngull norður á Skaga en mun
nú horfinn.
Fólk sækir Húnavökuna tölu
vert þessa daga og skemmtir
sér vel. X.
Loðmiaflinii 152 þ ús. t.
LOÐNUAFLINN var orðinn
152 þús. tonn um síðustu helgi.
Heildaraflinn í fyrra varð 162
þús. tonn. Nær helmingur þess
afla hefur verið lagður upp í
Vsetmannaeyjum. Aflahæsta'
skipið er Súlan KA með 4706
tonn en fjögur önnur skip voru
eirrnig komin með yfir 4000
tonna afla sl. laugardag. □
bæjarins frá ári til árs, skuli
samþykkt með öllum atkvæð-
um en ekki með naumum meiri
hluta gegn atkvæðum minni-
hluta?
ALLIR ERU ÁBYRGIR
Á meðan svo hagar til á Akur-
eyri, að fylgi kjósenda nægir
ekki neinum einum flokki til að
stjórna bænum, verður sam-
starf fleiri flokka að koma til,
hvort sem menn vilja eða ekki.
Hve viðtækt það samstarf á að
vera, getur auðvitað ætíð verið
álitamál. En það fellur að sjálf-
sögðu í hlut þess flokks, sem
flesta fulltrúa fær kjörna, að
vera hinn leiðandi flokkur eða
hafa á hendi forystuna. Það féll
í hlut Framsóknarmanna við
síðustu bæjarstjórnarkosningar.
Þeir tóku þann kostinn, að fá
aðra flokka til samstarfs um öll
helztu málin, lögðu í það vinnu
að gera hvern og einn bæjar-
fulltrúa ábyrgan í afstöðu til
mála, án tillits til stjórnmála-
skoðana. Þetta hefur tekizt svo
vel, að það er öllum til sóma, og
vitna verkin bezt um það á yfir
standandi kjörtímabili. Og jafn
framt er þetta mesti styrkur
bæjarstjórnarinnar bæði út á
við og inn á við. BæjarfuIItrú-
arnir hafa ekki skotið sér á bak
við fyrirfram gerða samningá
um meirihluta og minnililuta.
ERU ORÐ ÞEIRRA ÓMERK?
Menn geta, þrátt fyrir þetta,
velt því fyrir sér, hvort ekki
liefði nú verið ennþá betra ef
„ábyrgur meirihluti“ í bæjar-
stjórn hefði einn borið ábyrgð
á framkvæmdum og stjórn bæj
arins á undanförnum árum, svro
sem eins og í ríkisstjórninni eða'
í borgarstjórn Reykjavíkur.
Sjálfstæðismenn telja sig máski
ekki ábyrga fyrir því, að hafa,
ásamt öðrum veitt Sambands-
verksmiðjunum fyrirgreiðslu
eftir brunann mikla eða Slipp-
stöðinni og Sana aðstoð? Eða
voru atkvæði þeirra ómerk þeg
ar ákveðið var að byggja nýja
hafskipahöfn, nýtt iðnskólahús,
(Framhald á blaðsíðu 7)
hamri á Akureyri, sem áður
var frá sagt hér í blaðinu. En
þá var þýfið fundið en þjófarn-
ii' ekki.
Nú um páskana var innbrot
reynt á Saumastofu Gefjunar
við Ráðhústorg, en tókst ekki.
Hins vegar var brotist inn í
verkstæðishús Landssímans við
Gránufélagsgötu, en lítils mun
þar saknað.
Flesta daga verða bifreiða-
árekstrai' í umferðinni og marg
ir suma daga og valda þeir ótrú
lega miklu tjóni, þótt ekki verði
slys á fólki.
(Samkv. viðtali við lögregl-
una).
Valgarður Baldvinsson
endurráðinn
ÞAU tíðindi hafa gerzt, að Val-
garður Baldvinsson bæjarritari,
sem sagði star-fi sínu lausu, hef-
ur verið endurráðinn, sam-
kvæmt eindregnum tilmælum
bæjarráðs og síðan bæjarstjórn-
ar. Mun því vera fagnað af
þorra manna, að Valgarðm- gaf
þess kost, að endurskoða af-
stöðu sína og síðar að fallast á
að halda áfram bæjarritara-
störfum, þar sem hann hefur
notið bæði trausts og vinsælda
á liðnum árum. □
Skagfirðingar leika
Listi Framsóknar á Sauðárkróki
Ungir menn játa þjólnað