Dagur - 16.05.1970, Page 5
4
Skriístofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Síntar 1-11-66 »g 1-11-67
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
ERLENGUR OAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓN SAMtJELSSON
Prentverk Odds Björnssonar hi.
ÖFLUGT STARF
ÞRÁTT FYRIR annir vorsins, og
að bæði efstu menn og fleiri á lista
Framsóknarmanna séu störfum
hlaðnir, enda margir þátttakendur í
athafnalífinu, er nú unnið þróttmik-
ið undirbúningsstarf kosninganna í
bænum meðal Framsóknarmanna.
Skrifstofa flokksins í Hafnarstræti
90 er opin alla daga frá klukkan 9
að morgni til kl. 10 að kvöldi og
stjórnar Haraldur M. Sigurðsson þar
verkum. Þangað streyma sjálfboða-
liðar til starfa, einkum þegar önn
dagsins lýkur á venjulegum vinnu-
stöðum — og önnur skrifstofa er í
Glerárhverfi. Þangað sækja menn
upplýsingar og aðstoð og eru jafn-
framt vinnusamir veitendur í yfir-
gripsmiklu undirbúningsstarfi, því
áhugi er mikill.
Forvígismenn hinna flokkanna
fara ekki leynt með það, hvílík deyfð
er þar ríkjandi. Og blöð þeirra bera
því bezt vitni. — Aumingja íhaldið
virðist utangátta; getur í hvorugan
fótinn stigið í þessum kosningum;
fær sig ekki til að taka upp jákvæða
baráttu í bæjarmálum, því þá finnst
Sjálfstæðismönnum, að þeir séu að
styðja framkvæmdastefnu Framsókn-
ar. Þeir geta heldur ekki ráðizt á
einn eða neinn flokk út af bæjarmál-
um, því þeir hafa nauðugir, viljugir
fallist á framkvæmdastefnuna. En
svo treglega sem íhaldinu gengur
tungu að hræra, er Alþýðuflokkur-
inn enn aumari — algerlega stefnu-
laust rekald, glefsandi í samborgar-
ana, hlerandi og snuðrandi, og blað
hans dottið niður í miðri kosn-
ingabaráttunni. Kommar og hálf-
kommar em nú harðir andstæðingar
og eiga það eitt sameiginlegt, að
reyna að notfæra sér kaupgjaldsmálin
til framdráttar í kosningunum. En
í kjarabaráttu þess vegna máttvana
eins og áður, og líklegastir til þess að
semja enn einu sinni af sér, eins og
þeir hafa gert á undanförnum árum,
og síðan hælt sér af. Of margir glepj-
ast þó til að kasta atkvæðum sínum
á þessi flokksbrot í stað þess að fylkja
sér um sterkasta íhaldsandstæðing-
inn, Framsóknarflokkinn. Hann einn
virðist vera fær um það hér á Akur-
eyri, að stjóma vel því framkvæmda-
tímabili, sem nú er, og öllu öðru
fremur verðúr að halda áfram. Um
það, fyrst og fremst, eiga kosning-
arnar að snúast, hvort svo skuli fram
haldið í framfaraátt, eða einhver
önnur stefna upp tekin. □
u
gamansögur, heldur aS benda á,
að' þessi mikli athafnamaður og
þjóðhagasmiður má eflaust telja
einn af höfundum þeirrar verk-
menningar, sem síðan ruddi sér
til rúms, og þess iðnaðar, sem
orð hefur farið af við Eyjafjörð
og ekki sízt á Akureyri.
Fram að síðustu árum var
Þorsteinn talinn barnlaus mað-
ur því börn þeirra Margrétar
Þorláksdóttur í Skriðu, urðu
skammlíf. Nú þykir sannað, að
Þorsteinn hafi, er hann fyi-st
var við smíðanám á Akureyri
og áður en hann sigldi til „for-
frömunar“ í iðn sinni, getið
barn við konu einni hér í bæ,
og ól hann hana síðan upp að
nokkru. Kona sú giftist íslenzk-
um manni og fluttu þau til Dan
merkur og er allmikill ættbogi
:af þeim kominn þar og í fleiri
löndum utan íslands.
En hvað sem þessu líður, var
Þorsteinn upphafsmaður
margra nytsamra nýjunga og
brautryðjandi í byggingaiðnaði
og skipasmíðum við Eyjafjörð.
Það er því vel þess vert, að iðn-
aðarmenn minnist hans, og að
varðveitt sé það hús, þar sem
hann löngum vann að smíðum
sínum og fyrr var getið. □
Heíldaráætlun um uppbygginp ferðamála á Ak
Tíuþúsundasti gesturinn tekur á móti konfektkassa frá fornianni
Leikfélags Akureyrar. (Ljósmyndastofa Páls)
Tíubúsundasti leikhúsgestur LA
í FYRRAKVÖLD kom tíuþús-
undasti leikhúsgesturinn -á
þessu leikári, á 17. sýningu Jör-
undar hjá Leikfélagi Akureyr—
ar. Er þetta met-aðsókn í bæn-
um, og ber að fagna því, að sýrr-
ingar hafa verið óvenjulega vel
Flugfélags Islands
á þriðjudögum, fimmtudögum,
laugardögum og sunnudögum.
Til Fagurhólsmýrar verður flog
ið á fimmtudögum og sunnu-
dögum. Til Húsavíkur verður
flogið á þriðjudögum og föstu-
dögum. Til Raufarhafnar og
Þórshafnar verður flogið á mið
vikudögum frá 1. til 27. maí og
frá 9. til 30. september, en á
fimmtudögum frá 4. júní til 3.
september. f vetur hefur verið
flogið til Norðfjarðar tvisvar í
viku og til maíloka verður flog-
ið þangað á þriðjudögum og
laugardögum.
Flugfreyjur í nýjum búningum
FLUGFREYJUR Flugfélags ís.
lands; hafa klæðzt nýjum bún-
ingum. Nýi einkennisbúningur
inn er dragt, ásamt rauðuni
hatti. Blússa er Ijósblá. Skór og
veski eru í bláum lit. Hanzkar
'hvítir. Við framreiðslustöff í
flugvélum eru nötaðar sérstak-
ar svuntur rauðar að lit. Yfir-
höfnin ex blár frakki með lausu
vetrarfóðri. Við frakkann ef
blá hetta sem einnig má taka af.
Snið dragtar og frakka er
franskt, valið af Kristínu Snæ-
hólm Hansen yfirflugfreyju og
Rúnu Bínu Sigtryggsdóttur að-
staðaryfirflugfréyju. Enrifrémuf
hefur Kristín Snæhólm Hansen
hannað blússur, hatta og svunt-
ur. Efni í dragt og frakka gr
ullarkamgarn en blússur og
svuntur úr baðmull og terylene.
Dragtir og frakki eru saum-
aðar hjá Caríta h.f. í Reykja-
vík úndir -umsjón Þórðar Guð-
jónssonar yfirklæðskera. Blúss-
ur og svuntur eru saumaðar hjá
Heklu á Akureyri en hattar exu
frá Walter Wegglitd. i London.
Bláar töskur við búninginn úr
dhérry lák eru búnar til hjá
Bon Cut i Kaupmannahöfn. i
(Fréttatiikynning ).
sóttar og Leikfélagið hefur unn
ið af kappi með nýjum kröftum
á liðnum vetri.
Sumir hafa fallið í þá gryfju,
að ræða og rita mjög óheppilega
um starfsemi L. A. í vetur og
blandað þar saman leiklist og
pólitík. Það á ekki að gera. Leik
listin á að njóta sannmælis,
hvort sem leikarar eru rauðir
eða grænir utan leikhússins.
Sýningin í leikhúsi bæjarins
í fyrrakvöld var 66. sýningin
þar á þessu leikári.
En tíuþúsundasti gesturinn
var Þórey Bergsdóttir hjúkrun-
afkona og fékk hún gómsæta
gjöf á staðnum og fær frímiða
L. A. á næsta leikári.
Þess ber að geta, að sýningar
á Jöi-undi annan hvítasunnudag
falla niður, en 18. og síðasta
sýning verður 21. maí, fimmtu-
dag. □
I Stefna Alþýðuflokksins j
|er engin - nema bitl-j
I ingasýki og þjónusta j
| við íhaldið. |
"lrIHMMMIIimMIHMMnMMMMMimilmMMMMMMMIIM»
HEIMILIÐ -
veröld innan
SYNINGIN „HEEMILIÐ — Ver
öld innan veggja“ er fyrsta sýn
FERÐAMÁLAFÉLAG Akur-
eyrar hefur ákveðið að beita
sér fyrir heildaikönnun á upp-
byggingu ferðamála á Akur-
eyri. Ætlunin er, að könnun
þessi verði mjög víðtæk og nái
til flestra þátta fei'ðamálanna.
Með þessu verki er stefnt að því
að leiða betur í ljós en hægt
hefur verið, hvað gera þurfi á
einstþkum sviðum ferðamái-
anna á Akureyri til þess að
straumur ferðamanna aukizt
þangað og fullt samræmi sé í
þeirri ferðamannaþjónustu, sem
þar er að fá. Á þessum athug-
unum er ætlunin að byggja
gerð framkvæmdaáætlunar í
ferðamálum Akureyrar, sem
beindist alveg sérstaklega að
því að bæta þar öll skilyrði til
vetraríþrótta og vetraríerða-
mennsku. Athuganir þessar
munu ná til — svo dæmi sé
tekið — hversu mikið gistirými
sé til staðar í bænum á tíma-
bilinu marz—júní, sem hægt er
að bjóða innlendum og erlend-
um vetrarferðamönnum, hver
áfoim séu um aukningu þess
þannið að kostur sé á að aug-
lýsa gagngert hópferðir eidendis
til vetraríþróttaiðkana á Akur-
eyri, hvaða aðgerða sé þörf í
Hlíðaríjalli til þess að tryggja
skíðaferðir fram-í júní og síðar
til skíðaferða allt sumarið á
V indheima j ökli, hvaða líkur
séu á að allar slíkar fyrirætl-
anir geti borið arð o. s. frv.
Náttúruskilyrði á Akureyri
til iðkana vetraríþrótta eru
mjög ákjósanleg og veðursæld
þar einstök, svo sem kunnugt
er og frarn kemur í veðurfars-
skýrslum. í sambandi við upp-
byggingu vetrarferðamálanna
er þó mest um vert, að á Akur-
eyri er rúmlega 10 þúsund
manna byggð í næsta nágre'nni
við skíðaland, þar sem stunda
má skíðaferðir fram á vor og
raunar allt sumarið. Vegna mik
illar notkunar bæjarbúa úr svo
öflugu byggðarlagi á skíðamann
virkjum, auk gesta, nýtast þau
betur en ella og ennfremur býð
ur svo mannmargt og vaxandi
byggðarlag upp á þjónustuum-
hvei-fi sem er ómetanlegt til
dægradvalar og þægindaauka
fyrir ferðamenn. Af þessum
ástæðum er alveg sérstök að-
staða til uppbyggingar Akur-
eyrar sem vetrarferðamanna-
miðstöðvar, svo sem allir sér-
fróðir menn á þessum sviðum
hafa margoft bennt á.
Ferðamálafélag Akureyrar
hefur snúið sér til allra þeiiTa
aðila, sem hagsmuni hafa ai$
gæta vegna þeirrar uppbygg-
ingar í ferðamálum Akureyrar,
sem stefnt er að og óskað sam-
starfs við þá og fjárhagsstuðn-
ings til þess að framkvæma
þessa könnUn og áætlunargerð.
Meðal þessarra aðila eru hótel-
rekendur á Akureyri og' emnig
öll flug- og skipafélög, sem
annast farþegaflutninga að og
fró landinu, þar sem aukinn
ferðamannastraumur yfir vetur
inn og snemma vors er brýnt,
hagsmunamál þessarra aðih*,
Fyrstu viðbrögð þeirra við mál;»
leitan félagsins hafa verið mjög
jákvæð og hvetjandi auk þes: i
hefur bæjarstjórn Akureyra.1
samþykkt að veita kr. 200.000 ;i
þessu ári til þróunar ferðamála
og réði það ásamt góðum undi.7
tektum úrslitum um að ráðis l
verður í að hefja þetta áætluna
verkefni, en með slíkum vinnu-
brögðum ættu þeir fjölmörg i
aðilar, sem hag hafa að upp«
byggingu ferðamála á Akureyri
allir að geta lagzt á eitt um afi
ná þeim fyrirfram ákveðn \
markmiðum í heildaruppbygg .
ingunni, sem hverju sinni t :
talið æskilegt og hagkvæmt a,3
stefna að.
Ferðamálafélag Akureyra’
Samsöngur Karlakórs Ak
veggjíi
ing sinnar tegundar hérlendis.
Hún hefur þann tiigang að géfa
landsmönnum kost á að kynn-
ast á einum stað framboði flest-
allra þeirra hluta, sem bústofn
og rekstur heimilis varðar.
Sýningar sem þessi eru ’haldn
ar einu sinni til tvisvar á ári í
mörgum borgum erlendis, en
kunnust þeirra er sýningin
„Ideal Home“ í London.
Alls munu um 140 fyrirtæki
innlendra framleiðenda og er-
lend fyrirtæki fyrir milligöngu
umboðsmanna sinna hér, hafa
sýningardeiidir og er allt rými
Sýningahallai-innar nýtt.
Auk sýningadeilda fyrirtækj-
anna mun sýningarstjórn koma
upp sérsýningu um þróun heim
ilishalds hér á landi undir nefn-
inu „Hvaðan komum við —
hvert förum við.“ í veitingasal
verða flutt stutt erindi um ýmis
legt er varðar heimilishalð, og
loks verður margt til skemmt-
unar og fræðslu.
Til- þess að auðvelda fólki að
komast á sýninguna á sem hag-
kvæmastan hátt hefur samkomu
lag verið gert við Flugfélag ís-
lands um 20% afslátt á fargjaldi
fyrir hópa, 15 eða fleiii.
KARLAKOR AKUREYRAR
efndi til samsöngva dagana 8.,
9. og 10. maí sl. Voru þeir í til-
efni af 40 ára afmæli kórsins,
en hann er stofnaður 26. janúar
1930. Söngstjóri var Guðmund-
ur Jóhannsson og Áskell Jóns-
son stjórnaði söng eldri kór-
félag'a. Undirleik annaðist Ragn
heiður Árnadóttir, nemandi í
Tónlistarskóla Akureyrar. Ein-
söngvarar voru Hreiðar Pólma-
son, Ingvi Rafn Jóhannsson,
Eiríkur Stefánsson og Jóhann
Konráðsson.
Fyrsti söngstjóri kórsins var
Áskell Snorrason tónskáld, og
vakti söngstjórn hans verð-
skuldaða athygli á sínum tíma.
Karlakór Akureyrar hóf
göngu sína við þau skilyrði, að
hópur erfiðismanna kom saman
til að iðka söng að afloknum
löngum og ströngum vinnudegi.
Raddimar voru upp og ofan
eins og gengur, en þessi kór
náði þeim árangri, sem ekki
getur heitið neitt anriað en
afrek.
Ég man ekki betur en hann
væri um tíma talinn einn allra
bezti kór landsins. Söngur hans
þótti einkennast af nákvæmum
og strangöguðum vinnubrögð-
um stjórnandans, ríkri fágun
hans og næmum tónlistar-
smekk.
Karlakór Akureyrar hefur úr
talsvert háum söðli að dettla, og
því miður hefúr mjög lækkað á
honum risið. Því valda að sjálf-
sögðu ýmsar ytri aðstæður og
örðugleikar, en þó aðaliega
staðnað viðhorf og visst áhuga-
leysi um tónlist almennt.
Merkisafmæli eru oft nefnd
tímamót, en einkum ber að láta
á þau sem hoila áminningu um
það, að tíminn iíður vægðar-
laust.
Á þessu fertugsafmæli Karla-
kórs Akureyrar vildi ég bera
fram þá ósk honum til handa,
að kórfélagaiTiir færu nú að hug
leiða af fullu raunsæi, hvar þeir
standa og hvað þeir ætla sér í
framtíðinni.
Ég hygg, að mörgum kórfélag
anum hafi undir stjórn Áskels
Snorrasonar boðið í grun, að
söngur og tónlist er ekki endi-
lega hávaði og aftur hávaði.
Það er vafalaust, að kórinn hef-
ur fram eftir árum búið að þeim
grunni, sem fyrst var lagður.
Á kórinn að halda áfram að
hjakka í sama farinu, að vera
í hæsta lagi nokkurs konar
skemmtifélag, sem er sjónarmið
fyi’ir sig og ekki skal kastað
neinni rýrð á sér á parti. Þá
verða menn bara að gera sér
Ijóst, að þeir eiga ekkert erindi
upp á tónleikapall.
Vilja ménn að öðrum kosti
freista þess að horfa ögn lengra
og umfram allt hærra og færast
í fang verkefni, sem gera ein-
hveijar kröfui’, jafnt til iðkendh
sem áheyrenda?
Langar menn til að læra eitt-
hvað um tónlist og vanda söngs
ins og kynnast tónverkum, sem
eitthvert gildi hafa, í stað þess
að tönnlast einlægt á sömu
sykurmolunum ?
Ég get fátt hugsað mér öilu
fráleitara að eyða tíma og orku
í að fást við en t. d. allt þetta
rósaverk, sem einkenndi þessa
söngskrá af langmestu leyti,
rétt eins og það dynji ekki nóg
yfir mann úr öllum áttum af
því taginu. Slík lög eiga lítið
erindi og þjóna litlum tilgangi
ailra sízt þeim að víkka músík-
alskan sjóndeildarhring manna.
Af tuttugu lögum var harla
fátt, sem verulegt svipmót bar,
og efnisvalið var í heild of
stefnulaust. Ég nefni tvö lög,
sem skáru sig úr. Lagið „Skot-
liðarnir" eftir R. Schumann er
eins og allir vita svipmikið og
stórt í sniðum. Það var aftur á
móti helzt til dauflega flutt. Þá
er íslenzka þjóðlagið „Ungur
‘þótti ég með söng“ skemmtilegt
lag ag var einsöngur Eiríks
Stefánssonar til piýði. Sama
mátti segja um söng Jóhanns
Konráðssonar, en það lag sem
hann flutti var miður heppilega
valið.
Væri ekki ráð, að kórinn
syngi meira af íslenzkum þjóð-
lögum en gert hefur verið? Það
gegnir furðu, hve þau eru ein-
lægt sniðgengin.
Mér er vel ljóst, að það er
hægur vandi að setja út á, en
það haggar ekki þeM'i slað-
reynd, að eigi kórar yfirleitt a.J
hafa einhvern grundvöil sinna
tilveru, sem takandi sé alvai
lega, þá verða þeir aö setja se ■
mark, ástunda raddþjálfun ötu.
lega og fylgja vissri stefnu i
verkefnavali. Það hlýtur ad
vera megintilgangurinn mel
siíkri starfsemi aö giæða tór, •
listaráhuga og efla tónmennr,
og hafa jafnframt eitthvað þa.-l
að flytja áheyrendum, sem.
einnig þeim sé íengur aö.
Þá fyrst er betur farið eix
heima setið.
Að lokum er skyit að get i
þess, að mer virtist söngur eldr t
kórfélaga mjög bera af öðru,
sem framreitt var að þessu sinr t
af hálfu Karlakórs Akureyrar,
S. G. 1
- Atvinnuleysi utrým
(Framhald af blaðsiðu 8).
Það vita allir, er til vinnu •
bragða Sjálfstæðismanna .!
bæjfirstjórn þekkja, á mejðan
þeir réðu meiru en nú, að það-
an er engrar forystu að væntn
um verklegar iramkvæmdir ne
afskipti af atvmnumalum.
Þeirra hagsmunir liggja á öðr-
um sviðum.
Með þvi að athnga listann yfir
iánin, stm Íslendingur-Isafold
birtir, getur 'íika river og einn
velt því fyrir sér, hvei-ju af þcs ;
um málum Sjáifstieðismenn 'hafi
barizt fyrir.
-En lánalistinn er þeasi:
Til Sútunarverksmiðju SÍS
39.0 miilj. kr. Til bæjarsjóða
vegna Iðnskólabyggingar 18.6
millj. kr. Til bæjarsjoðs vegna
hitaveituframkvæmda 3.5 millj.
kr. Tii Hafnarsjóðs vegna hafn-
arframkvæmda 15.0 miilj. kr.
Til Utgerðarfélags Akureyringa
h.f. 11.0 millj. kr. Til Slipp-
stöðvarinnar hi. «.0 miilj. kr.
Til Almennu toilvörugeymsiunn
ar 4.6 millj. kr. Og til annarra
aðila 12.0 millj. kr. }
Dagu
kemur næst út ilmmtud.
21. maí.
Á að varðveita gamla skipasmíðahúsið?
Margxét Þorláksdóttir.
á Skipalóni var ekki aðeins
skrítinn karl, eins og munn-
mælasögur vitna um, heldui’
stói-mei'kur brautryðjandi á
mörgum sviðum.
Þorsteinn Daníelsson byggði
árið 1843 skipasmíðahús það á
Skipalóni er enn stendur þair,
Og er það 13x7 metrar og 6
meti-a hátt. Þar smíðaði hann
þilskipið Orra og gerði það út
ásamt einum sveitunga sinna,
og síðan miklu fleh'i skip og
stærri og fleytti þeim til sjávar.
Þorsteinn Davíðsson.
Minjasafnsins, því húsið er ein-
stakt í sinni röð og margir hafa
hug á að varðveita það.
En Þorsteinn Daníelsson
gerði meira en smíða skip og
báta. Hann smiðaði kirkjur svo
sem á Möðruvöllum í Hörgár-
dal og á Bcakka í Oxnadal. Hann
var líka einskonar faðir Odd-
eyrar, átti hana alla um skeið
en seldi hana síðan Gránufélag
inu og byggði hús þess við
Strandgötu ei' enn standa. Og á
Oddeyri byggði hann Lund,
Mót skólastjóra að Laugum
ÞRIÐJA fræðslu- og kynning-
armót Skólastjórafélags íslands,
fyrir skólastjóra og yfirkennara
í skólum skyldunámsstigsins,
verður haldið að Laugum í S.-
Þing,, dagana 19.—25. júní í
sumar.
Á mótinu verða fluttir fyxir-
lestrar og erindi um mörg
helztu mál, sem efst eru í hug-
um skólamanna. Inngangserindi
mótsins flytui' próf. Matthías
Jónasson, neniandinn í skóla-
kerfinu. Þá verðá flutt eriridi
um starfsaðstæður og starfs-
hætti skólastjóra, skýrslu- og
áætlanagerð í skólum, mála-
kennslu í barnaskólum, skóla-
mál dreifbýlisins, endumiennt-
un kennara, bókasöfn og les-
stofur í skólum, skólasjónvarp,
eðlisfræðikenuslu og sálfræði-
þjónustu.
Þá mun menntamálaráðherra
og skólestjóri Kennai'askólans
sitja fyrír evörum um þau mál,
sem eru á brennidepli meðal
skólamanna, ný iagafrumvöi'p,
ný ft'æðaiulög og reglugei'ðir,
nýjungai’ á ákólamálum, Kenn-
araskóiann og kennai'amennt-
unina.
Margir Icunnir ekólapienn og
ræðurmmn flytja fyrirlesti'a,
erindi og ræeur á mótiriu, og
eru meðal þeirra: Próf. Matt-
hías Jónasson, dr. Broddi Jó-
hannesson, dr. Gylfi Þ. Gísla-
son, Benedikt Gunnarsson verk
fræðingui', Sigurður Þorkelsson
fulltrúi, Hörður Bergmann
dönskukennari, Heimir Áskels-
son enskukennari, Valgarður
Haraldsson námsstjóri, Jóhann
Skaptason sýslumaðui', Stefán
Ólafur Jónsson námsstjóri,
Stefán Júlíusson bókafuiltrúi,
Benedikt Gröndal alþm. for-
stöðumaður kvikmyndasafns
ríkisins og Óm Helgason eðlis-
fræðingur. Auk þessara fyrir-
lesara taka margir skólastjórar
meðal þátttakenda virkan þátt
í störfum þingsins.
Farið varðiu' í kynningar-
ferðir um Þingeyjarsýslur og
mun þetta verða um 80 manna
hópur.
Myndin er frá Laugarvatni
1966, en betri helmingur skóla-
mannanna sækir kynningai-mót
in, og í þessum hópi er séra
Sigurður Einárssön í Holti.
Sumaráæflun
HINN 1. maí gekk sumaráætl-
un innanlandsflugs Flugfélags
íslands í gildi. Ferðum Faxanna
innanlands fjölgar nú í áföngum
út maímánuð og fram í júní og
nær háannatímabilið fram í síð-
ari hluta september, en þá fækk
ar ferðum nokkuð á ný.
Eins og undanfarin tvö sum-
ur, bera Fokker Friendship
skrúfuþoturnar hita og þunga
flugsins en DC-3 flugvélar
verða notaðar þegar Friendship
flugvélarnar fara í fyrirfram
ákveðnar skoðanir og eftirlit.
Eftir að sumaráætlunin er að
fullu gengin í gildi verður ferða
fjöldi til einstakra staða frá
Reykjavík sem hér segir:
Til Akureyrar verða 3 ferðir
á dag. Til Vestmannaeyja verða
2 ferðir á dag. Til ísafjarðar
verður flogið á hverjum degi.
Til Egilsstaða verða 8 ferðir á
viku, þ. e. alla daga vikunnar
og' 2 ferðir á laugardðgum. Ferð
ir milli Egilsstaða og Akureyr-
ar verða ó miðvikudögum og
laugardögum. Til Patreksfjarð-
ai' verður flogið á mánudögum,
miðvikudögum og föstudögum.
Til Sauðárkróks verður flogið
á mánudögum, miðvikudögum,
föstudögum og laugardögum.
Til Hornafjarðar verður flogið
Húsið er eign Iðnminjasafns ís-
lands, en það hefur með bréfi
afhent það Minjasafninu á Akur
eyri.
Nú væri það verðugt viðfangs
efni iðnaðai'mönnum á Akur-
eyri, að minnast brautryðjand-
ans á Skipalóni með því að
kosta flutning þessa gamla húss
til Akrureyrar og setja það upp
þar endurbvggt, ef unnt er að
fá því heppilega lóð í nágrenni
sem er víst elzta húsið á þeim
slóðum, að ógleymdu ráðhús-
inu, sem jafnframt var fanga-
hús. Hann lét svo um mælt er
hann reisti þá byggingu, að ef
hann mætti ráða, myndi hann
loka Bakkus þar inni fyrstur
allra. Á efri árum sínum hataði
hann Bakkus og leti samferða-
mannanna. Á Skipaióni byggði
hann sér bæ er enn stendur og
þótti á sinni tíð myndarlegur.
Þar var gestastofa í hefðarstíl.
Þorsteinn á Skipalóni ræfct-
aði kartöflur, fékk norskan
mann til að hjálpa bændum við
túnræktina. Hann; keypti til
landsins fjórhjólaða vagna og
var um margt á undan samtíð
sinni í verklegum efnum. Og
sagt er, að illt þætti honum að
horfa upp á léleg vinnubrögð.
Einu sinni var hann á leið fram
í Öxnadal og sá þá konu eina
er var að raka. Hann stöðvaði
hest sinn og horfði á, sneri síð-
an við, fór heim til sín og kom
aftur með hrífu af þeirri gerð,
sem honum þótti hæfa konunni.
En hér átti nú ekki að segja
ÞORSTEINN DANÍELSSON á
Skipalóni var sérstæður maður
um margt og enn eru sagðar
gamansamar sögur um hann.
Hann er einskonar þjóðsagna-
persóna og nokkuð fjarlægur
okkur flestum. En fyrir
skömmu ritaði Kristmundur
Bjamason fræðimaður um hann,
bók, sem varðveita mun nafn
hans um ókomna tíð. Og hún
sýnir, að bóndinn og smiðurinn