Dagur - 24.06.1970, Side 5

Dagur - 24.06.1970, Side 5
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaSur: ERLINGUR BAVÍÐSSON V ____ Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. FALIN GLÚÐ HINN 17. jviní grúfði skuggi verk- fallanna yfir landinu. í þeim skugga lásu menn teikn mörg um þjóðféíag okkar og þá sambúðarliæui, er flest- ir fordæma. En þótt menn ættu að vera reynslunni ríkari að hverju verkfalli loknu og séu það vissulega, hefur sú reynsla ekki leitt menn inn á nýjar brautir, þar sem deilur um kaup og kjör yrðu leystar á sæmi- legri Iiátt og með rninna tjóni fyrir þjóðarheildina og einstaklinga henn ar. í hvert sinn að staðið er upp frá samningaborði og foringjar fylkinga lýsa árangri erfiðis síns, hafa þeir, vitandi eða óafvitandi, falið neista að nýjum átökum. En um leið og menn fagna lausn þeirra deilna, er náðst hefur, vænt- um við þess, að lausn annarra af sama toga, sé skammt undan. En jhvað sem menn annars sáu og gátu lesið úr skuggum verkfalla og vinnudeilna, hélt sólin áfram að hækka á lofti, og hér fyrir norðan var hver dagurinn öðrum íegri og veðurbh'ða einstök verkfallsvikurnar þrjár. Og á bjartasta degi ársins 21. júní, var 24 stiga hiti á Grímsstöð- um á Fjöllum. Gróðurinn óx og angaði. En í þessu mikla sólfari lang degis á norðurslóðum lesa menn einnig rúnir, er ristar hafa veríð á ræktarlönd bændanna, og frammi fyrir þeim standa þeir ráðafáir. En rúnir þessar eru kal, allt upp í 80% dauðakal á ræktuðu landi. Þótt margt hafi verið um kalið ritað og rætt, liggur það eitt ljóst fyrir, að hvorki bændur eða vísindamenn landbúnaðarins hafa fundið við- hlýtandi skýringu á því og heldur engin fullgild ráð til varnar. Fyrir augum manna afsannar einn hluti túns, það sem annar sannar, um kal- ið. Þessar túnaskemmdir eru hið alvarlegasta áfall fyrir bændastéttina og þjóðarbúið í heild og er vand- fundnari lausn þess máls en heitna- tilbúnar deilur um arðskiptingu. Þótt mönnum leiki ekki lausnar- orð á tungu ennþá hvað snertir hin- ar mestu túnaskemmdir er orðið hafa og nú blasa við, og óvíst sé einn- ig, að menn hafi orðið miklu vitrari af því, að stöðva að miklu leyti fram- leiðslustörf þjóðarinnar svo viktrm skiptir, er ekki ástæða til að örvænta. Margar eru þær rúnir, sem einnig gefa fögur fyrirheit, þrátt fyrir allt er miður fer. Eitt af því er áhugi ungs fólks á því, að endurgræða landið. Sjálfboðaliðar m. a. í ungmenna- félögunum við þau þjóði'æknisstörf, bregða birtu á framtíðina. A meðan við eigum æsku, sem eykur hið gróna land, eigum við einnig falinn eld til framtiðarheilla í hfsbaráttu kom- andi daga. □ Þar sem Kjarval byggSi sér sumarhús Viðtal við Björn Guttormsson á Ketiisstöðum HÉR var staddur í bænum á mánudaginn maður sá af Fljóts- dalshéraði, er Björn heitir, Gutt ormsson, bóndi á Ketilsstöðum í Utmannasveit, og leit hann inn á skrifstofur blaðsins til að spyrja tíðinda. Þetta fór þó á annan veg en ætlað var, því ég tók fljótlega að spyrja hann frétta. Björn er tæplega sjötug- ur að aldri, fyllir sjöunda tug- inn 5. ágúst í sumar, ber aldur- inn mjög vel og sýnist traustur maður að allri gerð og vel á sig kominn, afkomandi presta og sýslumanna austur þar. E. t. v. einn þeirra, sem hefur ráð á að vera hann sjálfur. Ertu ættaður frá Ketilsstöð- um? Ég fluttist þangað 1907 og hef átt þar heima síðan, en bóndi frá 1924. Búskapurinn á Héraði? Mesta framleiðsla okkar bygg ist á sauðfjár- og nautgripa- rækt. Aukabúgreinar eru kart- öflurækt og kornrækt, er dreg- izt hafa saman á undanförnum árum, sökum kólnandi veðráttu. En af hinu kólnandi veðurfari stafar margvíslegt tjón annað, svo sem ka'l í túnum, sem nú ber einna mest á á Héraði utan- verðu. Mjólkurframleiðslan hef ur heldur dregizt saman á und. anförnum árum, en virðist nú aftur í vexti og nautakjötsfram- leiðslan eykst töluvert og má gera ráð fyrir mikilli aukningu í þeirri grein á næstunni, þar sem nú er unnt að fá holda- nautasæði frá sæðingarstöð B. í. á Hvanneyri. En Búnaðarsam- band Austurlands hefur komið á fót sæðingarstöð á Egilsstöð- um og fær hún sæðið djúpfryst. Sérstakar nýjungar í búskapn um? Menn láta sig auðvitað alltaf dreyrna um nýjungar og smám saman verða draumarnir að veruleika á tímum tækni og margþættra framfara og breyt- inga. Vera má, að búgreinum megi fjölga. Til dæmis mætti hugsa sér gróðurhúsarækt þeg-< ar meira af heitu vatni hefur náðzt upp á yfirborðið við Urriðavatn, en er enn lítt rann- sakað mál. Ræktunar- og byggingarfram kvæmdir? Úr þeim framlcvæmdum hef- Ur dregið hin síðari ár í sveit- um. Oi-sakir þess eru margar og þar grípur hin versnandi veðr- átta líka inn í, ennfremur láns- fjárskortur, vaxtaokur og margt fleha. Og enn eru raforkumálin óleyst fyrir mikinn hluta hér- aðsins. Sýnist naumast viðhlýt- andi lausn fást á því vandamáli fyrr en Lagarfoss verður virkj- aður. Fækkar fólki í sveitum? Frekar og jarðir fara í eyði. Hins vegar er Egilsstaðakaup- tún ört vaxandi staður, því þangað flytja margir, sem bú- skap hætta. Ei- það að vísu bót í máli að tapa ekki fólkinu alveg. Og það hefur þegar sann azt, að þesá þéttbýlisstaður og sveitirnar styðja hvort annað. Ekkert er líklegra en að fólks- flótti hefði orðið frá Fljótsdals- héraði í stórum stíl ef Egils- staðakauptún hefði ekki mynd- azt og orðið það sem það er. Veiðiárnar? Margir gera sér góðar vonir um aukna fiskgengd og veiði á vatnasvæðum Lagarfljóts og Selfljóts. Veiðifélög hafa verið stofnuð og nú þegar hefur Sel- fljót verið leigt og mun þar verða ræktaður fiakui1. Leigan er til nokkurra ára. Einnig stóð til að leigja vatnasvæði Lagar- fljóts og er mér það mál ekki frekar kunugt. Þið hafið öflugt ræktunar- samband? Búnaðarsamband Austur- lands hefur verið að færa út staufsemi sína undanfarið. Ég nefndi sæðingarstöð þess og fyr ir stuttu voru sameinuð öll ræktunarsamböndin í eina heild, en þau voru mörg og sum smá, Ræktunarsamband Austur Björn Guttormsson. lands og ráðinn að því sérsta'kur framkvæmdastjóri, Sigfús Þor- steinsson. Einnig var fjölgað í stjórn þeirra samtaka og hafa nú yngri menn tekið við for- ystunni. En læknamiðstöðin? Heilbrigðisþjónustan hefur lengst af verið sæmileg síðan tveir læknar komu í Egilsstaði og sjúkraskýli var reist. Þó hef- ur það komið fyrir, að læknir hefur verið aðeins einn og er það óviðunandi, einkum að vetr arlagi. En í þessum efnum er nú von mikilla umbóta á næst- unni, því í sumar verðui1 byrjað á að byggja læknamiðstöð á Egilsstöðum, senilega hina fyrstu úti á landi. um, var eitthvað í „prestkomp- unni“ í gamla skólanum, sem var ebki gott að vita hvað var eða skýra. Einnig var það, að fyrir mörgum árum var hjá mér ung stúlka, sem ég hirði e'kki um að nafngreina og var gædd dulai'hæfileikum, bæði dul- skyggni og dulheyrn, en sjálf var hún dul í skapi og sagði sjaldan frá því, er fyrir hana bar. Einu sinni sem oftar sat ég inni í eldhúsi heima hjá mér. Varð ég þá var við einhver óþægindi, stóð upp og færði mig til. Nokkru síðar heyrði ég það haft eftir hinni skyggnu stúlku, að hún hefði séð ungan mann, sem við þekktum og var nýlega látinn, standa hjá mér í eld- húsinu og viljað koma snæris- hönk yfir höfuð mitt. En þar hefði þá móðir mín, einnig dáin, komið að og sagt: Hví lætur þú svona .... og hindraði hún unga manninn að koma fram áformi sínu. Einu sinni sem oftar var faðir minn á gangi úti á túni. Bregð- ur þá svo við, að hann dettur kylliflatur. Fyrrnefnd stúlka sagðl, að maður hefði brugðið fyrir hann fæti og var það ungi maðurinn, sem fyrr getur. Að síðustu er svo enn ein frá- sögn, þar sem skyggna stúlkan kemur við sögu. Hún var þá (kaupakona í Mývatnssveit og var hún með öðru fólki að dreifa heyi í sólskini og góðu þurrkútliti. Var hamast við að breiða heyið til að nota þurrk- inn. En allt í einu hættir stúlk- an og segir við húsbónda sinn: Þeir eru hættir að breiða. Hafði hún þá séð huldufólk við sömu iðju en það var nú hætt að breiða hey sitt. Eftir örlitla stund var komin hellirigning. Er það satt, að Þorgeirsboli hafi flækzt austur á Hérað og sé þar ennþá? Því gæti ég bezt trúar. Einar nokkur reisti bæ á Stakahjalla í Koreksstaðalandi í Útmanna- sveit. Bjó hann fyrst einn en kvæntist síðan dóttur Þorleifs á Hrjóti í sömu sveit. Þorleifur var ættaður vestan úr Skaga- Ketilsstöðum og sá þar m. a. sumarbústað Kjarvals? Já, segir Björn bóndi og glaðn ar mjög. Kjarval sagðist vera landseti minn og ég er stoltur af því. Hann orti einu sinni þetta til mín: Landsetinn gæddur Ijóði leyfir sér hér með góði að inna þér orðgnótt snjalla eigandi lífs og lands Ketilsstaða-blómabands við klettastalla. Já, hann kom hingað 1949, ætlaði til Borgarfjarðar, fá sig ferjaðan yfir Selfljót, en bát- urinn kom ekki svo að hann snéri við og kom heim til mín og baðst leyfis að mega tjalda í landi mínu, þar sem hann hafði fundið sér fyrirmyndir til að mála. Tjaldstæðið var hon- um velkomið. Þetta var upphaf okkar kynna, sem góð hafa haldizt síðan. Svo byggði hann? Hann fékk smíðaðar þessar örlitlu vistai*verur og setti þær þarna niður. Þetta eru raunar tvö hús og bátaskýli. En sagan um kúna? Já, ég kannast við hana. Þetta er þjóðsaga um kúna, sem var viðskila við hinar kýrnar og kom að tjaldi málarans. Hann átti að hafa leitt hana inn í tjaldið en sofið sjálfur úti. Sá er fóturinn fyrir þessari sögu, að Kjarval hafði einhverjar áhyggjur af kú, sem hann sá. En hann má ekkert aumt sjá og lét sér annt um, að eitthvað væri fyrir skepnuna gert. Kjar- val ann dýrum og blómum. Hann talar við fuglana og tekur eftir umhverfinu af svo miklum næmleika að furðu sætir. Ekk- ert fór fram hjá honum og því varð hann svo undrandi eitt sinn, á því eftirtektarleysi, að hann hefði ekki fyrr tekið eftir planka einum við kálgarð í nokkurri fjarlægð, en raun varð á. Það fannst honum, að fyrr hefði átt að vera og var plankinn þó á engan hátt merki legur, en lá þarna aðeins. Svo málaði hann? Já, hann kom sumar eftir sum ar og málaði fjölmargar myndir og sumar fegurstu myndii'nar. Sumarbústaður Kjarvals í Ketilsstaðalandi. Ekki vænti ég að álfar búi í klettunum í landi þínu? Ekki hef ég orðið þeirra var og get því ekkert um þá sagt af eigin reynslu, eða af öðrum dul- rænum toga. Helzt er, að eitt- hvað beri fyrir mann í draumi^ en helzt er það fyrir veðri um lengri eða skemmri tíma. En auðvitað er til fólk, sem sér fleira en fjöldinn og maður haf- ur ’heyrt sitt af hverju um það. Viltu segja mér eitthvað af því tagi? Þegar ég var nemandi á Eið- firði og með honum kom boli og hefur fylgt afkomendur hans. Það hefur heyrzt til hans og menn dreymir hann stundum. Einu sinni urðu kýrnar í fjósi mínu ærarí einkum í annarri básaröðinni. Þær blésu og baul- uðu og létu öllum illum látum, svo mér ofbauð. Eftir litla stund kom einn af ætt Þorleifs og átti hann erindi í fjósið til okkar, iþar sem við vorum við mjaltir. Fleiri hafa svipaða sögu að segja. Einu sinni ók ég fram hjá Samtök um náftúruvemd á Norðurlandi stofnuð Nemendur Húsmæðraskólans ;á Laugiun. — Sjá grein á bls. 2. STOFNFUNDUR Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi (SUNN) var haldinn í Mennta- skólanum á Akureyri, dagana 20. og 21. júní sl. Formaður undirbúningsstjórn ar samtakanna, Helgi Hallgríms son safnvörður, setti fundinn og skipaði fundarstjóra Hauk Haf- stað bónda í Vík í Skagafirði. Síðan flutti Helgi skýrslu um gerðir stjórnarinnar. Kom þar m. a. fram að stjórnin hefur -haldið fjóra fundi á árinu, og auk þess efnt til nokkurra auka funda með bændum. Þá hefur stjórnin samið ýtarlegar greinar (Ljósm.: E. D.) sínar, held ég. Nefni ég mynd hans iSuiaar við Selfljót, sem er ein af steeretu málverkum hans, til dæmis. Hann unni sér engrar hvíldar þegar hann -var að mála og hugsaði ekki einu sinni um að borða. Við höfðum áhyggjur af þessu og reyndum stundum að bæta úr því, og stundum kom hann og gisti og var þá allra manna skemmtilegastur og góð ur maður er hann, trölltryggur, viðkvæmur. Hann gaf mér nokkur málverk, sem mér þykir (Framhald á blaðsíðu 2) Gagnfræðaskólanum á Akureyri slifið í 40. sinn GAGNFRÆÐASKÓLANUM á AkUreyri vaf slitið í 40. sinn hinn 1. júní. Nemendur í vetúr voru 822, og skiptust þeir í 31 bekkjardeild. Taka varð á leigu 4 kennslustofur utan skólahúss- ins til þess að koma öllum nem- endum fyrir. Kennarar-voru 51, 31 fastakennari og 20 stunda- kennarar. Fi-amhaldsdeild (5. bekkúr) starfaði í fyrsta sinn við skól- ann í vetur, og skiptust nem- endur til helminga í tækni- og viðskiptakjörsvið. 14 luku prófi þaðan og stóðust allir. Efstur varð Theódór Hallsson, I. 8.0. Brautskráðir voru 113 gagá- fræðingar, 76 úr bóknámsdeild og 37 úr verknámsdeild. Hæstu einkunp á gagnfi-æðaprófi hlabt Ingveldur Ejeldsted Hjartar- dóttir, I. 7.61. a Til landsprófs miðskóla inn- rituðust 83, og þar af stóðust landspróf 69 og réttindaeinkunn til setu í menntaskóla o. fl. (6.0) náðu að-mati skólans 54. Hæstu meðaleinkunn í landsprófsgrein um og jafnfi'amt hæstu landk- prófseinkunn við skólann fram til þessa hlaut Þóra I. Þórodds- dóttir, Iv ág. 9.7, en önnur vaið Hólmfríður Vignisdóttir, I. ág. 9.4. Áttu þær einnig hæstu aðal einkunnir í skólanum á þessu vori. Báðar hlutu þær bóka- verðlaun fyrir námsafrek, pn önnur verðlaun gaf bókaverzl- unin Bókval. Aði'ir verðlaunahafar voru þessir: Viktoría Hannesdóttir hlaut farandbikar fyrir hæstu einkunn í íslenzku á gagnfræða prófi., Arnfríður Jónasdóttir, Viktoría Hannesdóttir, Fjóla Grímsdóttir og Stefán Baldvins son fengu bækur frá Þýzka sendiráðinu fyrir þýzkukúnn- áttu og Þorstéinn Jósepsson bók frá Danska kennslumálaráðu- neytinu fyrir góðan árangur í dönsku á gagnfræðaprófi. Þá veitti Lionsklúbburinn Huginn veiíilaun fyrir hæstu einkunnir pilts og stúlku í stærðfræði, bþk færslu, vélritun og_ritleikni á gagnfæðaprófi, og afhenti full- trúi klúbbsins, Gunnar Árna- son, kaupmaður, þedm Signínu Baldursdóttur, Jóhannesi Mika- elssyni og Friðriki Adólfssyni þau verðlaun, en þeir voru jafn liáir. —i Jóhannes Mikaelsson, Albert S. Karlsson, Þorbjörg Ingvadóttir, Haraldur G. Han- sen og Omar Einarsson fengu bækur. frá skólanum fyrír tnín- aðarstörf og fprystu i félags- málum. . * Félagslif nemenda var mikið og gott í vetur. Ýmsar íþróttir voru stundaðar. Haldin voru mörg íþróttamót innan skólans og þar að aúki efnt til keppni við Laugaskóla. Auk þess mæ.tti nefna málfundi, söngstarfsemi tveggja kóra, blaðaútgáfu, tón- leika- og námskeiðshald, en skólinn naut ágætrar samvinnu við Æskulýðsráð bæjarins og æskulýðsfulltrúa. 18 skemmti- samkomur voru haldnar í skól- anum, yfirleitt prýðilega sóttar og fóru allar vel fram. Áramóta fagnaður, grímudansleikur og árshátíð voru veglegustu sam- komurnar. Tilsjónarmenn félags lífs voru kennararnir Haraldur M. Sigurðsson og Ingólfur Ár- mannsson. Við skólaslitin gáfu 10 ára gagnfræðingar fagra fánastöng og íslenzkan fána til minningar um látna bekkjarsystur, Stein- unni Pálmadóttur. Einnig til- kynntu þeir, að þedr myndu gefa skólanum aðra stöng sams konar og ásamt henni fána með ísaumuðu merki skólans. Af þeirra hálfu töluðu þau frú Jónína Pálsdóttir og Ingimar Sveinbjörnsson, flugstjóri. Ýmsar aðrar ágætar gjafir hafa borizt skólanum. Meðal þeirra má nefna peningagjöf Barkar Eiríkssonai', forstjóra, í Minningarsjóð Sveins Eiríksson ar og andlitsmynd (rismynd) af hinum ástsæla kennara, Agli Þórlákssyni, gerða af Ríkharði Jónssyni. GefendUr voru ekkja og nokkrir aðrir vandamenn Egils, frú Aðalbjörg Pálsdóttir, hans og vinir. f lok skólaslitaathafnarinnar ávarpaði skólastjórinn, Sverrir Pálsson, brautskráða nemendur og árnaði þeim heilla og bless- unar. (F réttatilky nning ) gerðir um Laxárvirkjunarmálið og um Frumvarp til laga um takmarkaða náttúruvernd í Mý vatnssveit, og hefur það fyrr- nefnda verið birt í blöðum. Einnig hefur stjórnin sam'ið ávarp í tilefni af evrópska nátt- úruverndarárinu 1970, sem birt var í ýmsum blöðum og einnig sérprentað og dreift til fundar- manna. Stjórnin hefur sent nokkrum formönnum náttúru- verndarnefnda á Norðurlandi, bréf með erindum um friðlýs- ingar á ýmsum stöðum, en blot- ið litlar undirtektir. Gjaldkeri stjórnarinnar, Hjört ur E. Þórarinsson, bóndi á Tjörn, gerði grien fyrir fjárhag félagsins. Kom þar fram, að Samtökin hafa hlotið styrki að upphæð 20 þús. kr. frá kaup- félögunum í Skagafirði og Eyja firði. Komu þeir í góðar þarfir, þar sem engin félagsgjöld 'hafa enn verið innheimt. Skipað var í tvær nefndir: laganefnd og alls herjarnefnd. Að svo búnu var fundi frestað til kl. 2 e. h. en nefndir störfuðu á meðan. Kl. 2 s.d. hófst fundur á ný. Hörður Kristinsson doktor í grasafræði talaði um almenna náttúruvernd og mengunarmál- in sérstaklega, en hann hefur kynnzt þeim málum nokkuð af dvöl sinni í Bandaríkjunum. Var erindi hans fróðlegt í alla staði, og ágæt kynning þessara mikilvægu mála. Hjörleifur Guttormsson líf- fræðingur frá Neskaupstað ræddi um náttúru Austurlands og austlenzk vandamál á þessu sviði. Kom þar m. a. fram, að hafinn er undirbúningur að stofnun náttúruverndarsamtaka á Austurlandi, og var undirbún ingsfundur haldinn á Halloi-ms- stað þann 14. júní'sl. Nokkrar umræður urðu út af Skólaslil Oddeyrarskólans á Akureyri ODDEYRARSKÓLANUM á Akureyri var slitið 29. maí sl. í vetur voru nemendur 480 í 19 bekkj ardeildum. Við skólflslit minntist skólastjóri þess, að nú eru 99 ár liðin síðan að almenn barnafræðsla hócfst á Akureyri. Komandi skólaár yrði sennilega notað til að undirbúa 100 ára afmælið vorið 1971. Þegar skólinn hóf störf á sl. hausti, hafði lóðin tekið miklum •breytingum. Gagngerar endur- bætur höfðu farið fram á suð- vesturhluta hennar, skipt var þar um jarðveg, komið fyrir nið urföllum, gerður 25x50 metra boltavöllur, búnir til grasreitir, malbikuð bílastæði og sá hluti lóðarinnar, sem er að sunnan og vestan. Endurbættar voru tvær kennslustofur í elzta hluta skólans og eru þær nú eins góð- ar og bezt tíðkast erlendis í hlið stæðum húsakynnum. Tvö undanfarandi ár hafa yngstu börnin gengið undir skólaþroskapróf og sálfræðingJ ur fenginn til þess að rannsaka nokkur börn. Eru niðurstöður þeirra rannsókna foreldrum og kennurum til leiðbeininga. Á árinu hafa skólanum bor- izt margar gjafir. Sumt eru pen ingar í sjóði, en annað eru grip- ir í söfn skólans. Náttúrugripasafnið á Akur- eyri hélt í vetur sýningar varð- andi náttúruvernd og tunglið. Börn í 5. bekkjum unnu í 4—7 manna hópum í safninu undir leiðsögn bekkjakennara, safn- vai'ðar eða skólastjóra. Að lok- um var svo búið til risastórt tungl með tilheyrandi landslagi. Mikið af þessu starfi var unnið í sjálfboðavinnu og utan venju- legs kennslutíma. Var flestra dómur að þetta væri skemmti- Iegt, þroskandi og hugmynda- aukandi nám, sem vert væri að auka á komandi skólaárum. Rétt fyrir „litlu-jólin“ unnu nokkur börn í 5.—6. bekkjum málverk á glært plast. Málverk- in voru límd á rúðurnar í skála skólans og lýst í gegn. Var þetta tilraun til skreytingar á skól- anum, en áherzla hefur verið lögð á, að börnin önnuðust sjálf skreytingar á skólanum eftir því sem mögulegt væri. Eftir áramótin voru stofnuð bekkjaráð í 6. bekkjum. Voru þau kosin af nemendum hverrar deildar. Fimm börn mynduðu hvert bekkjarráð og af þeim var einn með titilinn bekkjarstjóri. Settar voru starfsreglur fyrir í’áðin og þar ákveðið, að ráðin ynnu að ákveðnum verkefnum. í hverri viku hélt skólastjóri fundi með ráðunum og hjálpaði þeim við val verkefna, sem síð- an voru unnin í sjálfboðastarfi utan kennslutíma. Var að ýmsu unnið og má þar til nefna gjöf- um, sem kennaraskólanemum voru færðar, þegar þeir komu hingað á vegum Kennaraskóla íslands og kenndu sína kennslu viku. Margt fleira má nefna úr starfi skólans eins og t. d. skoð- unarferð um Eyjafjörð, heim- sókn í Nonnahús, skíðaferðir í Hlíðarfjall, skólaskemmtun með 7 sýningum, skóladansleiki, bekkjakvöld, skólaferðalag 6. bekkinga, blaðaútgáfu, stúku- starf, móttökur gesta, fyrirlestra og myndasýningar, frímerkja- söfnunarfélagsskap, frjálsa mál verkagerð og margs konar íþróttakeppnir bæði andlegar og líkamlegar. 1 vor var í fyrsta sinn keppt um titilinn „Skákmeistari Odd- eyrarskólans". Var það útsláttar keppni og að nokkru leyti undir búin af bekkjarráðunum. Titil- inn hlaut Gúnnar Jón Eiríksson og fékk til eignar fagran verð- launapening. Svigmeistari skólans varð að þessu sinni Sigvaldi Torfason og hlaut til eignar fagran verð-I launapening, sem gefinn var af Vilhebn Þorsteinssyni fram- (Framliald á blaðsíðu 2) þessum erindum, en síðan va;.’ gefið kaffihlé. Kl. 4 s.d. hófst fundur á ný með því að laganefnd skilaði áliti sínu. Hafði nefndin fengið til meðferðar lagauppkast, sem stjórnin hafði gert ásamt breyt- ingartillögum frá henni, og var það samþykkt að mestu óbreytt. Að því búnu gaf Helgi Hall- grímsson yfirlit um viðhorfin £ náttúruverndarmálum fjórð- ungsins. Minnti hann á ýmislegt sem áunnizt hefði, og taldi lík— legt að sl. ár og náttúruvernda.’ árið 1970, mörkuðu þáttaskil í náttúruverndarmálum í fjórð ■ ungnum. Þá drap hann á ými; mál, sem aðkallandi væru, m. a. mengun vatna og vatnsfalla, hugmyndir um stórvii'kkjanir ; fallvötnum í fjórðungnum oj hugsanlega stóriðju við Eyja ■ fjörð, sorphaugamálin o. fl. Á eftir erindi Helga gei'ði rit • ari, Árni Sigurðsson sóknar prestur á Blönduósi, grein fyri ályktunartillögum er alsherjar • nefnd 'hafði smíðað. Lagði nefnd in til að fundurinn ályktaði un eftirfarandi efni: staðsetning álúmsverksmiðju við Eyjafjörí . sorphaugamál kaupstaðanna, oj hættuna af ofbeit í landinu. Spunnust af þessu fjöruga umræður, sem margir tóku þát! í, einkum voru beitarmálii. umrædd. Að lokum voru tillög urnar samþykktar í lítið breytt formi. Verða þær birtar síðar. Skipuð var 10 manna nefnc. til að athuga vatnamálin oí. skila um þau áliti á fundinun, daginn eftir. Að lokum fór fram stjórnar ■ kosning, en samkvæmt hinun . nýju reglum skal stjórnin skip ■ uð fimm mönnum, og kosið i einu lagi á fyrsta aðalfundi san . takanna. Þeir Jóhann Skaptasoi:. sýslumaður á Húsavik og Egiu Bjarnason ráðunautur á Sauðá:. króki, búðust undan endurkosi. ingu sökum embættisanna. Þes.j ir hlutu kosningu i stjornina Helgi Hallgrímsson, Hjörtur L!. Þórarinsson, Árni SigurÖsson, Haukur Hafstað og Sigurður Jónsson bóndi Yztafelli, Kinn. Varamenn voru kjörnir: Gísll Kolbeins sóknarprestíir á Mel ■ stað, V.-Hún., Ingólfur Niko ■ demusson trésmiður, Sauðái ■ króki, Sigurður Þórisson bónöi Grænavatni og Árni Kristjáns ■ son kennari, Akureyri. Lauk þessum fundi um kl. 8 s.d. Um kvöldið var eínt til kvöhl ■vöku í sýningarsal skólans. Þa ' lásu Árni Kristjánsson, Heið • rekur Guðmundsson og Rósber.fi; G. Snædal bundið mal og óbunci ið. Hjörleifur Guttormsso:-1 sýndi skuggamyndir af Aust,- ■ fjörðum og Helgi Hallgrimsso \ (Framhald á blaösiðu 2) - Tvö skip SÍS í smíium (Framhald af blaðsíðu 8). og löndunarbúnaði, þannig að unnt er að vinna samtímis með fjórum óháðum vinnuflokkum, tveimur 3ja tonna krönum mið- skips á sameiginlegri súlu, og geta þeir hvort heldur er unnið sjálfstætt eða tengdi, og þá lyft 6 tonnum sameiginlega, enn- fremur er skipið búið tveimur pörum af 3ja tonna bómum, öðru fram við bak’ka og hinu aftur við brú. Kranarnir verða sérstaklega búnir til grabba- notkunar. Tveir vörulyftarar verða í skipinu. íbúðir í skipinu erú fyrirJ19 manna áhöfn, og búa allir í eins manns klefum. Skipið verður ; yggt efti'ít ströngustu kröfum Llod s Reg’ ■ ster og Shipping', en hefur um- fram þær verið sei'sta’kleg?! styrkt og búið með tiiiiti til ís- lenzkra aðstæðna, iss, o ; reynslu útgerðar. henni stjórnað frá brú. Gert er í'áð fyrir sérstökum búnaði til Aðalvél skipsms verður ai: gerð Deutz, 2000 hestafla og ei' brennslu á meðalþungri olit , Hjálparvélar verða hms vegar af gerð MAN. Ganghraði skipsins fulllestaóa verður 14 sjómílur. Skipið verð- ur búið fullkomnustu sigli'nga- tækjum og radiotækjum a”! „single sideband“ gerö. j_J

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.