Dagur - 23.09.1970, Page 1

Dagur - 23.09.1970, Page 1
FILMU HÚSIÐ Hafnarstræti 104 Akureyri Sími 12771 • P.O. Box 397 SÉRVERZLUN: LJOSMYNÐAVÖRUR FRAMKÖLLUN - KOPIERING ELDGOS Á JAN MAYEN •v ■< *■ tWí&k 7? -T Á laugardaginn tók að gjósa á Jan Mayen. Á mánudaginn náði gosmökkurinn 5 þús. m*hæð og stefndi á Noreg sunnanverðan. Hraun rennur á nokkrum stöð- um. Norskir vísinda- og veðurat- hugunarmenn urðu ekki fyrstir gossis varir, heldur flugstjórar, er þar nærri áttu leið í lofti. — Norðmennirnir, 39 að tölu, voru þegar sóttir og flutth burt, af ótta við öskufall, er kynni að torvelda not flugvallarins. En 18 voru þó eftir. Sumir hafa nú snúið aftur. Gos þetta gerði ekki boð á undan sér með jarð- skjálftum eins og tíðast er, og Jan Mayen var talið útdautt eldfjall. ' Jan Mayen er á Atl.hryggn- um eins og ísland. Á þessum hrygg hafa nú sex eldgos orðið með stuttu millibili. Hey með tninna mófi í Skapfirði Frostastöðum, 16. sept. Slætti er nú ýmist alveg lokið hér um slóðir eða þá alveg að ljúka. Hefur heyskapur gengið vel að því leyti, að hey hafa ekki hrak izt. Frá því í júlíbyrjun og þar til nú, um miðjan sept., hefur úrfellis gætt í 21 sólarhring. Stórfellt hefur það þó yfirleitt ekki verið. En þótt hey muni þannig yfir leitt vel verkuð, eru þau, víðast hvar í héraðinu, með minna móti. Spretta var síðbúin í vor og margir biðu með að hefja slátt en sú bið varð til lítils, því að júh'mánuð allan mátti heita að grasvexti færi ekkert fram. Bezt var sprottið í Blönduhlíð. Akureyrarmóf AKUREYRARMÓT í frjálsum íþróttum hefst á íþróttavellin- um MLÐVIKUDAGINN 23. sept. kl. 7 og verður keppt í 100 m lilaupi langstökki og kúlu- varpi, fyrir karla og konur, og 1500 m hlaupi karla. Á FIMMTU DAG kl. 7: 200 m, krineliikast og hástökk, fy.ir ka la og konuil og 800 m hlaup karla. — Á LAUGARDAG kl. 2: 400 m, 3000 m, 110 m grind, þrístökk, stangarstökk, spjótkast, og fyr- ir konur 100 m grind, spjótkast og 4x100 m hlaup. ÍBA Allvel einnig í Viðvíkursveit, Hjaltadal og Óslandshlíð, en úr því illa, einkum þó í Sléttuhlíð og Vestur-Fljótum. I vestur- héraðinu öllu var spretta jafn- lakari en að austanverðu. Þótt Skagfirðingar séu sjálfsagt mörg um betur settir með heyskap þegar á heildina er litið sýnist mér, að varla fari hjá því, að surns staðar verði hér knappt um hey. Sauðfjárslátrun hófst hjá Kaupfélagi Skagfirðinga í fyrra dag, 14. sept. Er gert ráð fyrir að slátrað verði þar um 42 þús. fjár. Mun sú tala eitthvað lægri en í fyrrahaust. Varla stafar það af því að ásetningur verði meiri nú, en færra af ám mun hins- vegar hafa verið tvílembt í vor en oft áður. Þá fer og fram slátr un í Hofsósi á vegum Kaupfé- lags Skagfirðinga og einhverju mun, svo sem undanfarin haust, slátrað hjá Slátursamlaginu. Vænleiki dilka virðist svip- aður og undanfarin haust ef gera má ráð fyrir því að þeir 2500 dilkar, sem búið er að slátra, séu þverskurður af heild inni. Frið’vin Þorsteinsson, sem í fjölda ára hefur verið sláturhús stjóri hjá Kaupfélagi Skagfirð- inga og gegnt því með mikilli prýði, hefur nú látið af störf- um en við tekið Steindór Stein- dórsson. —mlig Dalvík, 21. sept. í gær voru göngur og í dag er féð rekið til Tunguréttar. Veður er gott báða dagana, svo naumast verður á betra kosið. Stöku maður er ennþá að heyja tún, en flestir bændur heyja enn á engjuni. Það er .al- veg óvanalegt. Nokkurt hey hef ur verið keypt. Byrjað var að lóga sauðfé 15. september. Vænleiki er svipað- ur og í fyrra. Lógað verður fast að 13 þúsund fjár, eða þrem þús. fleira en í fyrra. Þó kann þessi sláturfjártala að lækka eitthvað ef vel heyjast hér eftir. En það sem menn heyja nú, er kindafóður. En almennt ger.a hændur ráð fyrir bústofnsskerð ingu nú í haust vegna fóður- skorts. Loftur Baldvinsson kom hing að á laugardaginn af Norður- sjávarmiðum með lítilsháttar af síld, sem hér var söltuð, einar 100 tunnur eða svo. Honum hef- Göngur og réttir í Bárðardal. — Gangnamaður brynnir hesti sínum og grýpur sjónaukann á meðan. Og í réttinni hjálpa börnin til við að draga. Ljósm.: Fr. Fr.) Heyskap að verSa lokiS í Þistilfirði Enn unnið við hifaveifu á Dalvík ur gengið vel í sumar. Afla- brögð þeirra sem hér leggja upp að jafnaði eru fremur léleg nú, m. a. vegna ógæfta en einnig vegna bilana. Stöðugt er unnið við hita- veituframkvæmdir og við ger- um ráð fyrir bor í næstu viku, til að leita að meiru heitu vatni fyrir Dalvík. J. H. Langanesi 21. september, Dag- ana 16.—20. ágúst voru hér um slóðir nokkuð samfelldir sólar- dagar, oft sunnan gola, en loft- hiti 10—12 stig um hádaginn og döggfall um nætur. Var samt að þessum þurrkum mikið gagn. Hinn 25. ágúst var hvass og hlýr sunnanvindur með skúr- um og bjuggust rnargir við, að laufvindar færu í hönd, enda veðuirspá þannig. En í staðinn kom norðanátt með úrkomu, og um mánaðamótin var 2—-3ja sólarhringa steypiregn með ein- hverjum mestu vatnavöxtum, sem dæmi eru til á sumri. Áður var land með þurrasta móti. En nú rennblotnuðu tún og engjar og á einum bæ á Langanesi tók vatnsflaumurinn fram undir 300 hesta af hálf þurru heyi á árbökkum, sem borið hafði ver- ið á vegna túnakals. í september hafa komið þurrkflæsur dag og dag. Hey eru enn víða úti, en ýmsir eru að ljúka hirðingu þessa daga. Þistilfirðingar sáðu miklu af höfrum til grænfóðurs, vegna kalsins, og hafa verið að slá þá. Þeir eru vel sprottnir og jafn- vel ágætlega, nema þeir haffar, sem verkfallsstjórnin í Reykja- vík stöðvaði og sumir kalla „Hannibalshafrana". — Þeir spruttu lítið, enda komst það sæði seint í jörð. Langnesingar fóru í Tungu- selsheiði, í göngur, — komu á laugardag. Réttardagur var í Hallgilsstaðarétt í gær, 20. sept. Gangnamenn eru venjulega 15. Samtímis hafa svo sumarafrétt- ir Þistilfirðinga verið gengnar, og hefst slátrun á morgun, 22. sept., og verður um 12 bús. fjár lógað. Sláturhússtjóri er OIi Halldórsson, Gunnarsstöðum. í sláturhúsinu á Þórshöfn var mest meðalvigt á landinu sl. haust, 16,9 kg. Á Kópaskeri hófst slátrun 15. sept., eða viku fyrr en hér, og var að venju byrjað að slátra fé úr Kelduhverfi, og reynist féð rýrara en í fyrra, en þá voru þeir með vænsta móti. Á Kópaskeri er kominn ung- ur og nýr kaupfélagsstjóri, Kristján Ármannsson frá Akur- eyri. En sláturhússtjóri þar er Jóhann Þórarinsson í Árdal. Allmikið er búið að flytja af heyi í Þistilfjörð, sunnan frá Lóni og Stöðvarfirði, og einnig úr Eyjafirði. Hraðfrystistöðin á Þórshöfn er búin að framleiða nær 15000 kassa af freðfiski og 130 tonn a fsaltfiski og er bað meira en í fyrra.,Á Þórshöfn er einn 50 rúmlesta stálbátur, 35 rúm- lesta bátur væntanlegur, ný- smíðaður frá Stykkishólmi og aðrir fiskibátar eru litlir þil- (Framhald á blaðsíðu 2) HAUSTVERÐ BÚVARA AUGLÝST AÐ MARGGEFNU tilefni er á öðrum stað birt haustverð ýmissa búvara. 40 þúsund fjár lógað á Húsavík Peninga-keðjubréf á Akureyri SÍÐASTA föstudag gerðu menn að sunnan „strandhögg" hér á Akurevri og hófu sölu peninga- keðjubréfa í húsi einu nýju í Hamragerði, sem fólk var ekki flutt í. Urðu þar brátt fjörug viðskipti og mikil mannaferð. — Sunnanmenn hurfu úr bænum á sunnudaginn og munu hafa farið með verulega fjárhæð frá bæjarbúum, og til þess var leik- urinn gerður. Ekki hefur verið úr því skorið hvort slík fjár- málastarfsemi er ólögleg eða ekki, en samskonar mál eru í rannsókn syðra, eins og hér. En fjársvikaákvæði hegningarlag- anna, höggva nærri slíkri starf- semi og fleiri lagaákvæði. Ástæða er til að vara við æv- intýramönnum af þessu tagi, hvaða nafni sem nefnast, og hvar sem þeir næst leita fanga. Húsavík, 22. september. Á Húsa vík hefur fiskafli verið mjög sæmilegur að undanförnu. — Flestir bátar róa með línu en nokkrir eru á snurvoð. í síð- ustu viku fengu snurvoðabátar alls um 50 lestir þar af 16 lestir af kola. Sauðfjárslátrun hófst hjá Kaupfélagi Þingeyinga 15. sept. og áætlað er að henni ljúki 26. ooktóber. Slátrað er 1200 kind- um á dag. Dilkar eru mun rýr- ari en í fyrra og er munurinn um 2 kg á skrokk það sem af er slátrun. — Áætlað er að lógað verði 40 þús. fjár. Berjaspretta var mjög léleg í nágrenni Húsavíkur í sumar. — Þó er dálítiái tíat af krækiberj- um og nota húsmæður þau í saft. Húsvíkingar notuðu góðviðr- ið um síðustu helgi til að taka upp kartöflur. Uppskeran er yfirleitt heldur léleg en sæmileg hjá einstaka manni. Þ. J. Akureyrartogararnir KALDBAKUR er á veiðum. SVALBAKUR er í klössun. HARÐBAKUR landaði 165 tonnum í heimahöfn í gær. SLÉTTBAKUR landar væntan- lega á morgun, fimmtudag. SIGURÐUR BJARNASON landaði 65 tonnum hjá U. A. á mánudaginn. Q

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.