Dagur - 30.09.1970, Blaðsíða 4

Dagur - 30.09.1970, Blaðsíða 4
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar hX Hvað er á seyði? VIÐTAL, sem ríkisútvarpið flutti nýlega við yfirverkfræðing hjá Orku- stofnuninni, hlýtur að vekja þá spurningu, hverjar séu fyrirætlanir stjórnarvalda í virkjunarmálum hér á Norðurlandi. í viðtalinu kom fram, að verja þyrfti 250 millj. kr. á næstu 5 árum til svokallaðra forrann sókna á íslenzkum fallvötnum, og er miðað við verðlag í fyrra. Með þess- um forrannsóknum virðist vera stefnt að áframhaldandi röð stór- virkjana á Þjórsársvæðinu syðra, flutningi stórvatna milli landshluta og Austurlandsvirkjun í Fljótsdal, sem yrði nálega tíu sinnum stærri en núverandi Búrfellsvirkjun. En rann- sóknir, sem framkvæmdar hafa verið í sumar, hafa staðið í sambandi við þetta ævintýri. Gefið er í skyn að tvær stórvirkjanir í Þjórsá og Tungná, séu á næsta leiti. Einnig var' í viðtalinu rætt um möguleika til að veita Skjálfanda- fljóti suður yfir fjöll og austur í Laxá og að virkja Efrafáll Laxár. Kemur það spánskt fyrir sjónir, að slíkar hugmyndir séu enn uppi syðra. Hitt er svo álíka furðulegt, að ekki sé í þessu sambandi með einu orði minnzt á þau fyrirheit, sem raf- orkumálaráðherra gaf á sl. vori, um að hraðað yrði fullnaðarrannsókn á virkjunarskilyrðum við Dettifoss, sem raunar átti að vera lokið fyrir mörgum árum, í samræmi við yfir- lýstan vilja Alþingis, og rannsókn á virkjunarskilyrðum í Skjálfanda- fljóti. Eins og nú er ástatt í virkj- unarmálum hér nyrðra, hefði mátt ætla, að uppfylling þessa fyrirheits, ráðherrabréfsins frá 13. maí, yrði látin sitja fyrir. Þess munu þeir áreiðanlega hafa vænzt, sem í góðri trú tóku mark á ráðherrabréfinu, og hefur áður verið að þessu vikið hér. Hér á Norðurlandi er ástand ískyggilegt í raforkumálum. Núver- andi Laxárvirkjun er orðin allt of lítil fyrir orkuveitusvæðið, og jafn- vel þótt samkomulag yrði um ein- hverja framhaldsvirkjun Laxár, sem enn er í óvissu, verður þar ekki um framtiðarlausn að ræða. Þess vegna verður að velja annað fallvatn til virkjunar. Það er ekki til lengdar hægt að bjóða Norðlendingum tál- vonir og þrætuspil í stað rafmagns. Krafa Norðlendinga t,il ríkisvalds- ins er sú, að staðið verði við gefin loforð um virkjunarrannsóknir í Jök ulsá á Fjöllum og í Skjálfandafljóti, og um þá kröfu geta allir sameinast hér nyrðra, þótt deilt sé um Laxá, því að Laxá er ekki lengur lausnar- orðið í raforkumálum. V ettvangsskólar í BORGUM og bæjum erlendis er skipulagt nám fyrir börn og unglinga í því formi er kalla mætti „vettvangsskóla.“ Þeim er þannig hagað, að nemendurn ir dvelja, með kennurum sín- um, við náttúruskoðun, leiki og íþróttir á einhverjum fögrum stað, utan þéttbýlis, þar sem að- staða er góð til náttúrufrasði- legra athugana og útilífs. Sumir borgarhlutar, eða skóla héruð, hafa eignazt nokkra slíka staði og lagt í mikinn kostnað til að gera þá svo úr garði, að þeir gegni hlutverki sínu vel. Aðrir notast við útileguskóla ýmsra félaga eða önnur hús, sem hægt er að fá til afnota fyrir þessa starfsemi. Sums staðar kemur hver bekkjardeildin á eftir til þess- ara vettvangsskóla og er þá oft á staðnum umsjónarmaður, sem er gestunum til leiðbeiningar og aðstoðar í sambandi við alla skipulagningu þessarar náms- ferðar. Tilhögun dagskrár fer að sjálf sögðu eftir því hver staðurinn er, og á hvaða árstíma hann er heimsóttur, en veigamikill þátt- ur i vettvangsskólanum er ætíð náttúruskoðun og náttúrufræði auk fræðslu um gróðurvernd og 'búskaparhætti fyrr og nú. Ekki má heldur gleyma sögu byggðar lagsins og þjóðsögum þaðan. í „vettvangsskóla“ verður einnig að i*eyna dálítið á líkam- legt atgerfi og hæfileika til að bjarga sér þegar eitthvað reynir á. Vegna þess eru íþróttir, fjall- göngur, fræðsla í skyndihjálp og ferðatækni sjálfsagðir þættir í skólastarfinu. Þótt í „vettvangsskóla" sé stuðzt við bækur er ekki stund- aður þar lexiulestur eða kennt með sama hætti og algengast er í skólastofum. Bækur eru þar hjálpartæki til „uppsláttar“, en ekki til að endursegja. Skólanum er ætlað mikið upp eldishlutverk og kröfurnar í þeim efnum fara vaxandi sam- tímis því sem geta margra heim ila til að annast þessa mikils- verðu skyldu fer minnkandi, meðal annars vegna þess að hús mæður vinna mikið utan heim- Tryggvi Þorsteinsson. ilanna, og fjölmiðlunartæki ásamt mörgu öðru, sem ekki þekktist fyrir fáum árum eða áratugum, hefur vaxandi áhrif á allt líf manna, bæði til ills og góða. í vettvangsskóla, undir góðri stjórn, gefst gullið tækifæri til mikilla uppeldisáhrifa auk þess, sem þar er auðvelt að opna augu æskunnar fyrir dásemdum nátt- úrunnar, og styrkja tengsl þeirra við land og þjóð. Erlendis er vettvangsskóli sums staðar rekinn þannig í dreifbýli, að börnin úr skólan- um fara inn til borganna, búa þar nokkra daga á „Farfugla- 17. þing Sambands íslenzkra berklasjúklinga DAGANA 11,—13. þ. m. var 17. þing SÍBS haldið í Domus Mediea í Reykjavík. Þetta þing var sérstaklega helgað 25 ára afmæli Reykjalundar, en Reykjalundur er sú stofnun, sem alþjóð er kunn og á ekki sinn líka með þjóð vorri. Oddur Olafsson hefur verig yfirlæknir við hælið frá stofnun þess og þar til í vor, og hefur hann unnið ómetanleg störf fyrir stofnunina, svo og þeir er með honuni hafa starfað. Við yfir- læknisstörfum tekur Haukur Þórðarson. Hann 'hefur starfað við Reykjalund um 8 ára skeið, svo vel er séð fyrir framtíð staðarins í hans höndum. Nú er orðin nokkur breyting á störfum Reykjalundar þar sem berklaveikin er á hröðu undan- haldi, nú er aðstaða til endur- hæfingar og hjálpar fólki með aðra sjúkdóma. Kjörorðið er, „að styðja sjúka til sjálfsbjarg- ar“, hvaða nafn sem sjúkdóm- urinn kann að bera. Oddi lækni voru þökkuð frábær störf, hann mun halda áfram að vinna fyrir öryrkja og SÍBS enda í mið- stjórn samtakanna. Um 60 fulltrúar vofu mættir til þings frá hinum ýmsu deild- um samtakanna, einnig inn- lendir og erlendir gestir, er ávörpuðu þingið og færðu Reykjalundi gjafir. Oddur Ólafsson flutti fræðslu erindi. Fluttar voru skýrslur og fl. Lagðir voru fram endurskoð aðir reikningar og greinargerð um störf sambandsstjórnar og hinna ýmsu deilda. Hinn aldni heiðursmaður og forseti SÍBS, heimilum" eða í félagsheimilum og heimsækja söfn, leikhús, verksmiðjur og aðra eftirtektar- verða staði, undir umsjá kenn- ara sinna. Tilgangurinn er hlið- stæður þvi, sem áður er bent á í sambandi við sveitalífið. Félagsstarf nemendanna verð ur ætíð mikið í vettvangsskóla og kennarar og nemendur kynn ast þar á annan hátt en í dag- legu skólastarfi, og getur það orðið báðum aðilum til ómetan- legs gagns við hið venjulega skólastarf. Sumt af því, sem nefnt hefur verið hér að framan, hefur víða verið reynt áður í einhverri mynd, en þessi starfsemi hefur öll verið að þróast í það form, sem hér nefnist „vettvangs- skóli“. Haustið 1969 lagði ég til að til raun yrði gerð með „vattvangs-* skóla" er fram færi að Vest- mannsvatni með þátttöku nokk- urra 13 ára drengja. Þessi til- raun var framkvæmd á vegum Gagnfræðaskólans á Akureyri með stuðningi æskulýðsráðs og mun það vera fyrsti vísirinn að slíkri starfsemi hér á landi. Tilraunin í fyrra tókst mjög vel og nú munu flest 12 ára börn í skólum bæjarins njóta þriggja daga dvalar í vettvangs skóla. Orlofsheimili verkalýðs- félaganna í Fnjóskadal og Sum- arbúðir K.F.U.M. og K.F.U.K við Hólavatn urðu að þessu sinni fyrir valinu sem dvalar- staðir. Skólar á Akureyri eru braut- ryðjendur hér á landi, hvað vettvangsskóla snertir, eins og þeir hafa verið í sambandi við skíðaferðir skólabarna, og vona ég að ekki verði aftur horfið frá þessari starfsemi, þótt hún sé fyrirhafnarsöm. Tryggvi Þorsteinsson. Fyrstu tónleikar T.A. FYRSTU tónleikar Tónlistar- félags Akureyrar á nýbyrjuðu starfsári fóru fram í Borgarbíói laugardaginn 19. sept., og kom þar fram ungt listafólk þau Sigríður Magnúsdóttir söng- kona og Jónas Ingimundarson píanóleikari. Aðsókn var heldur dræm a. m. k. af hálfu styrktarfélaga Tónlistarfélagsins og heyrzt hef ur, að nýjar og ferskar kartöfl- ur hafi átt allan hug tónlistar- unnenda á Akureyri þann dag sem þetta ágæta listafólk bar hér að garði. Vonandi láta þau samt ekki af heimsóknum hingað, þótt svo tækist til að þessu sinni, að haustannir .yoru í algleymingi. Þau Sigríður Magnúsdóttir og Jónas Ingimundarson hafa-bæði stundað nám við Tónlistar- akademíuna í Vinarborg. - Sigríður hefur lokið þaðan prófi og 'hyggur nú á þriggja ára íramhaldsnám. Jónas hefur einnig lokið pi'ófi og hefur hann nú verið ráðinn .sem kennari við Tónlistarskól- ann á Selfossi, -4 Um leið og þeim er þökkuð koman hingað norður og óskað alls velfarnaðar, er. beðizt vel- virðjngar á því, að sökum fjar- veru gagnrýnanda úr bænum var ekki unnt að birta frekari umsögn um tónleikana, JZ3 Til athugunar á Berhlavarnardegi SMÁTT &STÓRT (Framhald af blaðsíðu 8). BORGARAFUNDIR Þá hafa nienn komið að máli við blaðið' og óskað, að áhuga- menn beiti sér fyrir borgara- fundum um sjúkrahúsmál og virkjunarmál. Hér er þessum hugmyndum komið á framfæri, en jafnframt bent á, að til slíkra funda þarf vel að vanda, ef árangurs má vænta. En bæðj eru mál þessi margþætt og skoðanaskipti nauðsynleg á ein hverjum vettvangi. Hér er bent á blöð bæjarins, sem slíkan vettvang og líklegan til hófsam legra og ábyrgra rökræðna og skoðanaskipta. Fyrirspurnum og svörum er hér fúslega veitt rúm á flestum sviðum almejmra mála, ef menn kjósa að notfæra sér það vegna áhugamála sinna. Borgarafundir eru svo annað Fréttir frá Skákfélagi Akureyrar Þórður Benediktsson, var end- urkjörinn svo og aðrir er úr stjórn áttu að ganga. Á sunnudaginn kemur er hinn árlegi fjáröflunardagur SÍBS. Verður þá, sem endra- nær, seld merki og hið ágæta blað „Reykjalundur". Hér á Akureyri og í nágrenninu er þess vænst að menn finni hvöt hjá sér að styrkja þau samtök er svo giftusamlega vinna að bættri heilsu öryrkja og þeirra er eiga við sjúkdóma að stríða. X - Myndsýningar (Framhald af blaðsíðu 8). Apallo 11, sem fréttaritari og málaði þá þessar myndir á 2—3 dögum, og eru þær ekki til sölu. Allmargar aðrar myndir eru þegar seldar. Hér er um að ræða olíu-, vatnslita- og dekk- litamyndir og eru fyrirmyndir jafnt úr náttúrunni, sem af and litum manna auk fantasía. Að- sókn hefur verið góð. Salurinn er góður, segir málarinn, og þótt Akureyringar séu vana- fastir og hafi vanizt sýningum í miðbænum, eru þeir jafnframt brattgengir og hafa sýnt mér þá vinsemd að koma á sýning- una. Eg er að vísu dálítið feim- inn þegar ég lít hérna út í Lysti' garðinn og sé haustlitadýrð gróðursins, en oft áður hef ég notið hennar, og ég vona með sjálfum mér, að ég hafi í upp- vexti mínum eitthvað af henni lært, þótt ég væri þá ekki far- inn að mála, segir Steingrímur að lokum. □ FIRMAKEPPNI félagsins 1970 lauk á síðasta vori. Alls tóku rúmlega 40 fyrirtæki þátt í henni. Sigurvegari varð Radio- vinnustofa Stefáns Hallgríms- sonar (keppandi Jón Björgvins son). Félagið hefur efnt til tveggja skákferðalaga í sumar. Til Húsa víkur, þar sem keppt var við Taflfélag Húsavíkur og unnum við þar allmikinn sigui'. Þá var farið suður á land og keppt við taflfélögin á Akranesi og í Reykjavík. Á Akranesi sigruð- um við eftir nokkuð jafna keppni, en í Reykjavík biðum við mikinn ósigur eins og vænta mátti. Á öllum þessum stöðum feng um við hinar beztu móttökur og var almenn ánægja með ferð- irnar. Vetrarstarf félagsins hefst þann 1. okt. með keppni í hrað- skák og verður keppt um Lindu bikarinn. Haustmót féíagsins hefst þann 15. okt. Ætlunin er að tefla 7 umferðir eftir Monrad- kerfi og tefli meistara-, 1. og 2. flokkur saman í einum flokk. Að auki er ætlunin að tefla í unglingaflokki ef næg þátttaka fæst. Mótinu á að Ijúka þann 29. okt. í byrjun nóvmber er ætlunin að fá sterkan skákmann úr Reykjavík til að.tefla hér fjöl- tefli og klukkuskák. Opnar æfingar verða éinu sinni í viku í vetur —- á fimmtu dögum — þegar' ekki eru mót hjá félaginu. Vonumst við til að þær verði vel sóftar ekki sízt af unglingum og mun verða vanur skákmaður á hverri æfingu til að leiðbeina þeim sem það vilja. Starfsemi félagsins vei’ður í Landsbankasalnum í vetur. (Aðsent) mál og geta menn hugleitt gildi þeirra sérstaklega. ALLT LENDIR ÞAÐ SYÐRA Nýlegá kom fram í viðtali við Gylfa Þ. Gíslason ráðherra, að ísland hefði fengið 360 millj. kr. að Iáni í Alþjóðabankanum lil lagningar varanlegra vega. Ekki vekur þáð neina undrun, eins cg vegir landsins eru. Hitt er furðulegfa, að öllum þessum fjármununi skuli eiga að verja til vegagerðar kringum Reykja vík gegn nær jafn hárri upphæð annarsstaðar frá. KNÝJUM A Hér nyrðra finnst mörgum rikis stjórnin sýna, að hana vanti allan vilja og einkum áhuga í Verki á uppbyggingu Norðúr- lands. ’Stjórnarsinnar hér éru látnir tala digurbarkalega um eflingu byggðar hér um slóðir, en verkin sýna hver aívara þar er að baki. En víst er, að hráð- brautarframkvæmdir gegn ttm Akureyri og út frá henni, verð- ur að knýja fram, eins og endur 'bætur á ýmsum öðrum vegiun í þessum landshluta. - HRÚTASÝMNG BÚNAÐARSAMBANDSINS (Framhald af blaðsíðu 1) Bezta dóm heiðursverðlauna- hrútanna hlaut Ofeigur Guð- laugs Halldórssonar á Merkigili. Annar bezti hrúturinn í þeirn flokki var Þorri Friðbjarnar Jó hannssonar, Hlíð, Svarfaðardal, og þriðja bezta dóminn hlaut Nixon Ingva Baldvinssonar, Bakka, Svarfaðardal. Geta má þess, að fyrstu heið- ursverðlaun voru 1500 krónur, en að auki 2000 krónur fyrir bezta hrútinn í þeim flokki og 1000 kr. fyrir þann næstbezta. Fyrstu verðlaun A voru 1000 krónur og fyrstu verðlaun B voru 500 krónur. Dómarar voru Sveinn Hall- grímsson, Hjalti Gestsson og Sigurjón Steinsson ráðunautar BSE. Á héraðssýningunni -virtust kollóttir hrútar af vestfirzku kyni margir í fremstu r.öð. En í 8 sauðfjárræktarfélögunum við Eyjafjörð hefur það komið í ljós, að kollótta féð skilar álíka miklum afurðum og þlngj eyski stofninn, a. m. k. siðustu árin. Margir ágætir kynbóta-i hrútar sýningarinnar voru þo af þingeyskum uppruna, svo: sem frá Þistilfirði, en þaðan voru um skeið hrútar á sæð- ingarstöð sambandsins á Akur- eyri. Nú eru hins vegar komnir þangað Vestfjarða„kollar“, voru þar síðasta vetur og v.erða i’ vetui’. □ Til sölu: Bifreiðin A-750, TAUNUS 17m Super, rihjög góðu lagi. Uppl. í síma 1-26-12. Til sölu BMW BIF- ~ REIÐ, árg. 1965. Skipti komá til greina. Steingrímur Steíánsson, Járn- og glervörudeild KEA. BIFREIÐIN A-397, Sáab, árgerð 1963, er til sölu. Herbert Jónsson, sími U23-30 og 1-12-05* sa___i_________________i_ Til sölu er FIAT 850, árg;TQ66. Bíllinn er lítið ikeyrður og í göðu asíg- kolmflagi. Uppl. í síma 2-17-57, eftir kl. 18. MOSKVITS ’65 tii söiu. Þarfnast viðgerðar. Tækifærisverð, I Uppl. í Skipasmíðastöð KEA. Á SUNNUDAGINN var, þann 27. sept., fór fram fjársöfnun um land allt á vegum Sjálfs- bjargar — landssambands fatl- aðra og lamaðra. Var þá selt merki samtakanna og þlað þeirra — Sjálfsbjörg — til stuðn ings málefnum öryrkja. Á sunnudaginn kemur, þann 4. okt., er Berklavarnardagur- inn. Verður þá sem endranær um þetta leyti árs selt merki „dagsins“ og blaðið Reykja- lundur, til styrktar starfsemi Sambands ísl. berklasjúklinga. Ymsum hættir mjög til að blanda saman þessum tveimur félagasamtökum og þar sem fjár öflunardagar þeirra eru svo nánir (hverja helgina eftir aðra) gætir misskilnings þessa meira. Ber talsvert á því, þegar sölufólk SÍBS kemur á vett- vang, að það fasr þau svör, að það hafi verið á ferð fyrir réttri viku með blöð og merki ,og verið afgreitt þá og því engin ástæða til að anza kvaþbi þess aftur. Bar sérstaklega mikið á því í fyrrahaust að þeir, sem önnuðust sölustarf fyrir SÍBS á Berklavarnardaginn, mættu þessum misskilningi, sem virt- ist svo rótgróinn, að í fæstum tilfellum reyndist unnt að leið- rétta hann. Það ætti að vera kunnugt, en skal þó á það minnt hér, að deildir SÍBS — félög berkla- og brjóstholssjúklinga, heita Berklavarnir utan hælanna en Sjálfsvarni á heilsuhælunum að Kristnesi og Vífilsstöðum og vinnuheimilinu að Reykjalundi, en Sjálfsbjargarfélögin nyrðra aftur á móti landssamband fatl- aðra. SÍBS og Öryrkjabandalagið stefna mjög að sama marki — að „styðja sjúka til sjálfsbjarg- ar“, en vinna sjálfstætt hvort fyrir sig og hafa aðskilinn fjár- hag. Sjálfsvörn og Sjálfsbjörg eru lík nöfn og starfsemin að baki þeirra raunar af líkum stofni. Samt eru þetta tvær greinar, sem ber að skilja skýrt í sundur. Þótt aðgreining þessi sé örugg í vitund manns, getur stuðningur eins og sama aðila við hvorttveggja starfsemina verið jafn sjálfsagður. Góðir Akureyringar og nær- sveitarmenn! Á sunnudaginn kemur verður til ykkar talað frá SÍBS í gegn um starfsemi deild anna Berklavarnar á Akureyri og Sjálfsvarnar í Kristneshæli. Sómi er að svara slíku jákvætt. 'Enda skal ekki efast um að slíkt verði gjört. Það mætti og verða nokkur hvatning til ör- lætis nú, að ekki rennur að þessu sinni allt það fé sem safn ast — út úr héraðinu, heldur gengur til góðra hluta innan þess (samanber samþvkkt frá 16. þingi SÍBS 1968 að eftirleiðis fengju sambandsdeildirnar á Vífilsstöðum, Reykjalundi og Kristnesi fullan rétt til fjár þess sem inn kæmi á Berklavarnar- degi). Leikur ekki á tveim tungum að full þörf var á ákvæði þessu. — Verkefnin blasa við og þarfnast skilnings og stuðnings. Bent skal á að haf in er nú bygging nýrra vinnu- stofa að Kristnesi. Grunnurinn er þegar ruddur og verður steyptur upp á þessu hausti. Leggjum með framlagi okkar á sunnudaginn kemur stein í þennan grunn og leggjum síðar hvert og eitt okkar lóð af mörk um, þegar veggir taka að rísa á grunni þessum. Verum þess minnug að það virðist gæfu- merki að ganga til liðs við Krist neshæli. Það, sem var stórvirki sinnar tíðar var reist fyrst og fremst fyrir fórnir og skilning fjöldans. Kvöl hins hvita dauða brennur ekki lengur. Það var 'hún, sem öllu framar knúði fram hin stóru tök, sem reistu Kristneshæli. En ennþá þarfn- ast sjúkir skilnings og stuðn- ings, vandamálin kalla viða að. Látum sjá að við svörum því ákalli játandi. Munum, að enn þarf að byggja á bæ Helga land námsmanns. Jórunn Ólafsdóttir frá Sörlastöðum. - Ekið að Kverkjökli (Framhald af blaðsíðu 81. Þegar komið var yfir brúna 'urðu fyrir torleiðir einar og veg ur enginn, en með forsjá góðra ökumanna gekk ferðin samt vel og komið var að Hvannalindum kl. 14.30. í aðalatriðum var leiðin þrædd eftir austanverðri Krepputungunni og kom áin Kreppa nokkrum sinnum í aug sýn. — Farið var yfir Lindá skammt norðan við Hvanna- lindar og slegið upp tjöldum á eystri bakka árinnar, undir Kreppuhrygg, gegnt norður- jaðri Lindárhrauns. Meðan dags birtan entist var dagurinn nýtt- ur til að ganga um Hvannalind ir og nágrenni þeirra. Gengið var á Kreppuhrygg og Lindár- keili, sem er keilulaga fell, ör- skammt austan við Lindárnar. Skoðaðar voru rústir fornra mannahíbýla á norðurjaðri Lindárhrauns. En þær eru nú í umsjá þjóðminjavarðar. Geng ið var að stæði gamallar brúar, sem Austfirðingar lögðu eitt sinn yfir Kreppu. Þar liggur ennþá vírstrengur yfir áng, en brúin er á eystri árbakkanum. Sól settist í Hvannalindum kl. 18.45. Dagsbirta helzt þó nokkru lengur. Aldimmt var orð ið, er gengið var til náða kl. 21. Snemma var farið á fætur á sunnudagsmorguninn, í gær, 27, sept., og land lagt undir jeppa ■ hjól. Þá var farin allerfið leio bifreiðum, eftir skörðum vestu • í gegn um Kverkfjallarana oi; síðan suður í Kverkjökul. Ekki var hægt að komast á bifreið- um alla leið að jöklinum og vav síðasti spölurinn genginn. Við jökulrótina var skoðaii mjög sérstæð náttúrusmið, erj. það er hellir mikill, sem gengu • inn i jökulinn, og rennur á ú i úr honum. Mikil og jökulhveli ■ ing er fremst, síðan þrengis i hellirinn, þegar innar dregur ojt er þar dimmur og ógreiðfær, oi' ekki er vitað til, að nokkur man ur hafi komizt alla leið í bots . hans. Frá Kverkfjöllum var fariil sem næst sama leið til baka Of! komið var heim til Húsavíku kl. 21.30. Veður var mjög gotA á öræfunum báða dagana. Kl. t, á sunnudagsmorguninn var hit • inn i Hvannalindum 5 stig ojj um 'hádegið 10 stig við Kverk - jökul. Samkvæmt vegamæli ein.j bílsins eru vegalengdir þessai.. Frá Möðrudal að Kreppubrú 4 ■. km. Frá brúnni til Hvannalind i 36 km. Og frá Hvannalindun til Kverkjökuls 39 km. Þ. , - FRÁ LEIKFELAGI AKUREYRAR (Framhald af blaðsiðu 8). verkefninu, en það er barna- leikritið „Lina langsokkur“, sem ætlunin er að komist einn- ig á svið fyrir jól. Brynja setti bæði þessi leik- rit á svið í fyrravetur. Lysis- trötu fyrir Herranótt Mennta- skólans, og hlaut sú sýning mjög góða dóma, og Línu lang- sokk í Kópavogi, en þar var það sýnt við geysivinsældir í allan fyrravetur. Enn hefur ekki að fullu ver- ið gengið frá verkefnum eftir áramótin, en gert er ráð fyrir tveim til þrem verkefnum til viðbótar og líklegt má telja, að Bókabúðin HULD auglýsir: ✓---------------------— íslenzk-ensk orðabók, STÓR Úrval af pennum fyrir skólafólk, nafn grafið á ef óskað er. ^-----------------------— : — Skólaritvélar, reiknistokkar, Teikniáháhöld, stórar skólatöskur úr leðri. ✓------------ --------------- RITFÖNG: smásala, heildsala 4---1---------------------------T--------- Allar námshækur fyrir skólana fást hjá HULD BÓKABÚÐIN HULD, AKUREYRI frumflutt verði eitt islenzl: í leikrit. Leiklistarskóli verður starf ■ ræktur eins og sl. vetur og ver'1 ur framhaldsdeild fyrir þá, sen . sóttu skólann þá og óska ail halda áfram. Fer innritun frarv bráðlega og verður nánar aug • lýst. Á sl. ári tók félagið upp þú nýbreytni að gefa leikhusgest um kost á áskriftaskírteinun , sem giltu fyrir allar sýninga ■ vetrarins og voru seld með 25';'' afslætti. Notfærðu margir sé. þessi hlunnindi. Slík áskrifta kort verða seld með sama hætt'. í vetur. Upplýst var á fundinum, að ný Ijósatafla yrði sett upp í leik húsinu í haust. Mikið var rætt um fyrirhug • aðar breytingar á leikhúsinu oj! þann seinagang og sinnuleys. er virtist ríkja af halfu bæjar ■ stjórnar um þessi mál. Var efti. farandi tillaga samþykkt oj. skorað á leikhúsnefnd að fylgj henni fast eftir: Aðalfundur Leikfélags Ákur • eyrar harmar þann seinaganj. , er ríkir um fyrirhugadar endu bætur á leikhúsi bæjarins. Tei • ur fundurinn að á næsta áii verði að gera hér stórátak og, minnir sérstaklega á breytinga á norðurhluta hússins, ser. óverjandi er að lengur dragis i að framkvæma. Ennlremur e:.' almennu viðhaldi hússins mjö,, ábótavant, t. d. er málmng 'hús,; ins að utan aðkailandi, ojj áklæði á sætum í áhorfendasa). þarf endurbóta víð og fleira ■mætti neína. Skorr fundurinn á leikhúsnefnd að íylgja pessui,\ málum fast eítir. (Fréttatilkynning) ! - —------------------------ GJAFIR TIL LITLU STÚLKUNNAR DEGI hafa enn borizí þessp .* gjafir til litlu, veiku telpunna: : Frá Jóni Tryggvasyni kr: 50ö, frá N. N. kr. 1.000, frá S. E. k; , 400, frá Freyju kr. 300, frá 1! kr. 500, frá gamaili konu kr, 500 og frá Þórhöllu Lauí’eyju kr. 500. v}

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.