Dagur - 14.10.1970, Blaðsíða 1

Dagur - 14.10.1970, Blaðsíða 1
FILMU HÚSIÐ Hafnarstræti 104 Akureyri Sfmi 12771 • P.O. Box 397 SERVERZLUN: LJOSMYNDAVÖRUR FRAMKÖLLUN - KOPIERING Bifreiðaslys og þjófnaður Bjarg við Hvannavelli, heimili Sjálfsbjargar á Akureyri. (Ljósm.: E. D.) Endurhæfingarstöð Sjálfsbjargar SAMKVÆMT frásögn lögregl- unnar á Akureyri í gær, varð þá um morguninn harður bif- reiðaárekstur á móturn Þing- Húsmæðraskólínn á Laugmn Lauguni 9. okt. Húsmæðraskól- inn á Laugum var settur 29. september. Prófasturinn, séra Sigurður Guðmundsson, flutti guðsþjónustu við það tækifæri og skólastjóri, Jónína Bjarna- dóttir, setningarræðu. Skólinn er ekki fullskipaðui' í vetur. Breytingar vei'ða ekki á kennaraliði nema að nýr að- stoðarkennari, Hildur Pálsdótt- ir frá Ufsum í Svarfaðardal, kemur til starfa við skólann. Tveir kennarar skólans fluttu í nýtt hús, sem reist var á fögr- um stað á skólalóðinni. Bygg- ing þess hófst sumarið 1968 og var húsið' tilbúið nú í haust. SL. SUNNUDAG fór fram leik- ur milli KA og Þórs í Akureyr- armóti í knattspyrnu. Þetta var annar slíkur leikur þar sem sá fyrri endaði með jafntefli, ALÞINGI hóf störf 10. október. Frumvarp til fjárlaga fyrir árið 1971 var lagt fram 12. október. Niðurstöðutala frumvarpsins (ríkistekjur) er nálægt 10 milljörðum og 600 milljónum króna. En tilsvarandi tala í fjár lögum fyrir yfirstandandi ár er ca. 8 milljarðar og 400 milljónir króna. Hækkun fjárlaganna er því um 2000 milljónir króna eða 26%. Gert er ráð fyrir nokkrum greiðsluafgangi, sem áreiðan- lega verður þó enginn í lokin, því að í greinargerð frumvarps ins segir svo: „Ekki er í frumvarpinu áætl- að neitt fé til að mæta launa- hækkunum vegna kjarasamn- inga við opinbera starfsmenn, sem nú standa yfir — — var heldur ekki hægt að áætla út- gjöld vegna harðindaaðstoðar við bændur." Og ef að vanda lætur, mun fleira bætast við. Þetta er í sjötta sinn, sem núverandi fjár- málaráðherra, Magnús Jónsson, leggur fjárlagafrumvai-p fyrir Alþingi. En á árunum 1960— MAÐUR einn af Litlafellinu, Baldur Sigurðsson að nafni, er var á gangi í bænum á sunnu- dagsmorgun, fann brunalykt og gerði slökkviliðinu aðvart. Eldurinn var í þaki yfir lager BSA-verkstæðisins, sem stend- ur við Strandgötu og Laufásveg á Oddeyri. Slökkvistarf tók vallastrætis og Þórunnarstrætis. í öðrum bílnum, Landrover með Reykjavikurnúmeri, voru tveir menn en í hinum, Skoda, var kona með tvo syni sína. Drengirnir meiddust báðir en voru þó óbrotnir og konan hlaut einhver meiðsl, ennfrem- ur fékk farþegi Landroverbíls- ins höfuðhögg. Á laugardaginn valt bíll sunn an við Lónsbrú, en þar slasað- ist enginn. Á föstudaginn valt bill í Hlíðarfjalli og meiddust farþegai' lítilsháttar. Fyrir skömmu bar nokkuð á þjófnaði í fatageymslum og verzlunum hér á Akureyri. Var þar ofurlítill hópur ungmenna að verki, og eru þau mál upp- lýst. Auk peninga stálu ung- menni þessi skotvopni og skot- um, og í sambandi við það, ósk- ar lögreglan að minna byssu- eigendur á, að gæta skotvopna sinna vel, svo og skotfæra, svo að þau leiði ekki til slysa í hönd um óvita eða unglinga. Q 2:2, og þurfti þá nýjan leik. En í síðari leiknum sigraði Þór með 3:2 og hlaut þar með titilinn Akureyrarmeistari í knatt- spyrnu 1970. Q 1965 var Gunnar Thoroddsen fjármálaráðherra en Guðmund- ur f. Guðmundsson 1959. í tíð vinstri stjórnarinnar var niðurstöðutala fjárlaga innan við 1 milljarð og eins þó að tekið sé tillit til þess, að upp- setning fjárlaga var önnur nú en hún var þá. Q Laugum 9. okt. Laugaskóli var settur í gær, 8. október. Athöfn in hófst með guðsþjónustu, sem séra Sigurður Guðmundsson prófastur flutti. Sigurður Krist jánsson skólastjóri flutti setn- ingarræðu og gat þess, að 45 ár væru liðin síðan skólinn var settur í fyrsta sinni. Nemendur eru 151 í 7 bekkjardeildum og skortir tilfinnanlega kennslu- húsnæði. Miklar breytingar verða á kennaraliði skólans í vetur. rúmar tvær klukkustundir. Þak og loft brann, vörur ekki, en munu skemmdar, m. a. af salti, því að sjór var notaður til að slökkva eldinn. Líklegt er, að sögn slökkvi- liðsstjóra, að eldurinn hafi kom ið fi'á geislahitun, er þar var. Q FYRIR 12 árum risu fatlaðir menn á Akureyri upp, stofn- uðu félag, byggðu sér félags- heimilið Bjarg við Hvannavelli, hafa notið þar félagslífs, föndurs og skemmtana, og komu full- frískum mönnum á óvart með dugnaði sínum. Þar lét félag þeirra, Sjálfsbjörg, þó ekki staðar numið, heldur byggði meira, kom upp iðnaði og nú um helgina var þar oþnuð end- ui'hæfingarstöð, sú fyrsta utan höfuðstaðarins, og sú fyrsta hjá Sjálfsbjargarfélögum landsins. Iðnaður Sjálfsbjargar er ein grein platsframleiðslu, sem seld er um allt land og notuð við raflagnir, en í undirbúningi er, að framleiða fiskkassa fyrir skip og fleiri ílát. Frá fyrstu tíð Sjálfsbjargar á Akureyri, hefur bjartsýni ein- kennt starfið og stórhugur, sem aðdáun hafa vakið. Og þótt skoðanir hafi verið skiptar um margt í félaginu og félagsleg átök, áttu samtökin jafnan næg an þrótt til starfa og misstu ekki sjónir af markmiðum sín- um, sem frá upphafi voru þau, Anna Stefánsdóttir, sem kennt hefur handavinnu stúlkna um nær 30 ára skeið, lætur af störf um. Ingi Tryggvason fær leyfi frá störfum um eins árs skeið og tekur við starfi hjá Stéttar- sambandi bænda. Guðmundur Viðar Gunnlaugsson, sem kenndi sl. vetur, hverfur aftur að námi, og Páll H. Jónsson, sem hefur verið stundakennari, lætur af því starfi. Við kennslu taka: Arngrímur Geirsson, sem bafði orlof frá störfum sl. ár og Konráð Erlendsson stud. med. frá Akureyri. En afi hans og alnafni var einn þeirrh, sem hófu störf við skólann í upp- hafi og kenndi þar í aldarfjórð- ung. Engár byggingaframkvæmdir hafa verið á vegum skólans í sumar, nema unnið hefur verið að endurbótum á frystiklefum. Hins vegar er hafinn undirbún- ingur að byggingu nýs íþrótta- húss. G. G. að vinna félagslega og fjárhags- lega í þágu þeirra, sem vegna fötlunar standa ver að vígi í lífsbaráttunni en aðrir. Störf Sjálfsbjarðar eru verð aðdáun- ar og góðrar fyrirgreiðslu sam- félagsins. Síðasti áfangi þessa merka starfs er endurhæfingarstöðin, sem tók til starfa um síðustu helgi. Nú þegar er þar mikil eftirspurn, og sýnist hún því hið nauðsynlegasta framtak. Sjálfsbjörg bauð til mann- fagnaðar í Bjargi eftir hádegi á sunnudaginn. Þar voi'u húsa- kynni og tæki endurhæfingar- stöðvarinnar sýnd og kynnt. Heiðrún Steingrímsdóttir for maður Sjálfsbjargar flutti ræðu, en ávarp fluttu: Eggert G. Þor- steinsson ráðherra, er jafnan veitti stöðinni leyfi til starfa, Jón G. Sólnes forseti bæjar- stjórnar, Þóroddur Jónasson héraðslæknir, Theodór O. Jóns- son formaður Landssambands Sjálfsbjargar, Haukur Haralds- son formaður Kiwanisklúbbsins Kaldbaks, Oddur Olafsson fyrr- verandi yfirlæknir á Reykja- lundi, Sigurður Guðmundsson formaður Sjálfsbjargar í Reykja vík og Sigrún Björnsdóttir for- maður Berklavarnar. Blóm og árnaðaróskir bárust víða að. Gestir nutu ágætra veitinga. Dagur árnar Sjálfsbjörg allra heilla. Hér fer á eftir fréttatilkynn- ing Sjálfsbjargar í tilefni af hin um nýja áfanga. Sanamalið a DÓMUR var kveðinn upp í Sanamálinu föstudaginn 9. októ ber. Forsaga þess máls er sú, að Sanaverksmiðjan á Akureyri var kærð fyrir framleiðslu á of sterku Thule-öli, samkvæmt niðurstöðum rannsóknar í Þýzkalandi, en síðar hjá Rann- sóknarstofnun iðnaðarins. í aprílbyrjun voru svo inn- siglaðar Thule-ölbirgðii' verk- smiðjunnar, á fjórða hundrað kassar og daginn eftir voru inn siglaðir 611 kassar Thule-öls í Reykjavík, að boði saksóknara- embættisins eða samtals 22894 flöskur, vegna gruns um of mikið innihald vínanda. í Ijós kom, að áfengismagnið var 2.67% en mátfci vera 2.25%. Sjálfsbjörg, félag fatlaðra á Akureyri, opnar í dag endur- hæfingarstöð að Bjargi, Hvanna völlum 10 á Akureyri, en það hús byggði félagið fyrir nokkr- um árum, og er þar einnig til húsa Plastiðjan Bjarg, sem er eign félagsins. Það hefur allt frá stofnun fé- lagsins verið á stefnuskrá þess að koma upp þjálfunarstöð fyrir sjúka og fatlaða, og er því marki nú náð, að kominn er vísir til slíkrar stöðvar, en von félagsins er, að smám saman verði hægt að færa út kvíarnar, þannig að um alhliða endur- hæfingu verði að ræða. Forstöðumaður stöðvarinnar er Magnús Ólafsson sjúkraþjálf ari, sem nýlega hefur lokið námi í sínu fagi í Noregi. Með honum vinnur ein aðstoðar- (Framhald á blaðsíðu 4) Kjölur lagður að tveim fiskibátum á Akureyri Á FÖSTUDAGINN var kjölur lagður að tveim stál-fiskibátum hjá Slippstöðinni h.f. á Akur- eyri. Annar báturinn verður 150 tonna og er eigandi hans Sæ- finnur h.f., Reykjavík. Hinn báturinn verður 105 tonn og eigandi hans Geir Sigur jónsson, Hafnarfirði. Bátar þessir verða tilbúnir í marz á næsta ári. Q Akureyri Nokkru síðar kom í ljós, að áfengismælir verksmiðjunnar var bilaður og úr því bætt. Dómurinn, sem Bogi Nílsson, fulltrúi bæjarfógeta á Akureyri, kvað upp, var á þá leið, að Ey- þór Tómasson stjórnarformaður Sana fékk 20 þús. kr. sekt eða sæta 20 daga varðhaldi, Jón M. Jónsson fékk 15 þús. kr. sekt, Gunnar Ragnars 10 þús. kr. sekt, báðir stjórnarmenn Sana, Magnús Þórisson verksmiðju- stjóri 15 þús. kr. sekt og Börk- ur Eiríksson 10 þús. kr. sekt. Auk þess voru svo ölbirgð- irnar, ásamt umbúðum, upptæk ar gerðar, en verðmæti þeirra er talin yfir 200 þús. kr. Verjandi stjórnarmanna Sana var Páll S. Pálsson. □ G. G. Þór Akureyrarmeistarar 1970 Gífurleg hækkun fjárlaga Eldur laus í BSA-verksfæðinu Laugaskóli settur hinn 8. október r I skólanum eru rúinlega 150 neinendur

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.