Dagur - 14.10.1970, Blaðsíða 4

Dagur - 14.10.1970, Blaðsíða 4
4 Skriístofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Súnar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar hi. Hraðbrautir og aðrir þjóðvegir TILKYNNING ríkisstjórnarinnar um að samið hafi verið um 400 millj. kr. lán í erlendum gjaldevri til bygg- ingar hraðbranta, liefur vakið at- hygli, og var m. a. gerð að umtals- efni í þættinum „um daginn og veg- inn“ nú nýlega. Menn spyrja að von- um: Hverjar eru þessar hraðbrautir, sem nú á að fara að leggja fyrir er- lent fé? Og hvers er að vænta um úrbætur almennt í vegamálum, t. d. hér á Norðurlandi? Rétt er að skýra þetta mál nokkuð, samkvæmt þeim gögnum, sem fyrir liggja, sem eru fyrst og fremst gildandi vegalcjg og vegaáætlunin fyrir árin 1969—1972. Samkvæmt Jiessum gögnurn eru vegir þeir, sem nefnast hraðbrautir, samtals rúmlega 334 km. að lengd. Þetta eru mestmegnis vegir út frá Reykjavík, suður um Reykjanes, austur yfir fjall að Hvolsvelli og upp í Borgarf jarðarhérað. Hér á Norður- Iandi telst vegurinn af Moldhauga- hálsi austur að vegamótum Sval- barðsstrandarvegar hraðbraut. Og á Austurlandi tveir eða Jnír kílómetr- ar við Egilsstaði. Til samanburðar má geta Jiess, að svonefndar J)jóð- brautir eru samtals 2756 km., og landsbrautir 5621 km. En þjóðvegir í Jiéttbýli nálega 97 km. Þetta er Jijóðvegakerfið samkvæmt vegalög- unum, en til viðbótar koma svo sýslu vegir. I fjögurra ára vegaáætluninni, 1969—1972, eru ætlaðar 360 millj. kr. til uppbyggingar liraðbrauta, en rúmlega 480 millj. kr. til nýbygg- ingar á öllum Jijóðbrautum og lands- brautum samtals á Jressum fjórum árum. En gert er ráð fyrir, að 830 millj. kr. verði teknar að láni á áætl- unartímanum og gangi sú upphæð mestöll eða nánar tiltekið 800 millj. kr. til braðbrautanna. Um framlag til Jréttbýlisveganna eru sérákvæði í vegalögunum og verður það mál ekki rætt að þessu sinni. Af því sem hér hefur verið sagt, má sjá, að megin áherzla er nú lögð á uppbyggingu hraðbrautanna, sem eru J>ó ekki, ef miðað er við lengd, nema einn áttimdi hluti af lengd þjóðbrautanna og tæplega einn seytjándi hluti af lengd landsbraut- anna, og nær eingöngu í einum landshluta, þ. e. á Suðvesturlandi. Ekki vottar fyrir því ennþá, að ráð- stafanir séu gerðar til að hefja upp- byggingu á hraðbrautarspottanum hér við Eyjafjörð, og liefur vegar- stæðið innan við fjarðarbotninn enn ekki verið ákveðið. (Framhald á blaðsíðu 7) Áttræður og enn í göngum TALAÐ VIÐ ÞORLEIF ÞEIR gömlu eru sumir léttir upp á fótinn. Um daginn gekk 82ja ára gamall Akureyringur upp á Súlur og varð ekki meint af. Og í haust fór áttræður mað ur af Elliheimilinu á Akureyri í göngur í Hlíðarfjall, og sá er þetta ritar mætti honum við Skíðahótelsveginn og fékk þetta ávarp: Ertu þarna elskulegur og ekki kominn lengra. Þessum orð um fylgdi hressilegur hlátur og bros yfir allt andlitið. En þessi aldni maður var Þorleifur Þor- leifsson, fyrrum bóndi og síð- an ökumaður um áratugi í höf- uðstað Norðurlands. Og ef menn vilja vita á þessum manni nán- ari deili, er þetta „Leifi líf og fjör“, og undir því nafni þekkja allir Akureyringar og margir aðrir hann. Þorleifur var léttur á fæti og sporadrjúgur, eins og ungur væri og studdist lítið við gangnastafinn sinn. Honum þótti ekki nægilega vel að verið í smalamennskunni og lét þess getið. Þorleifur var ekki í verulegu viðtalsskapi því að hann er þannig gerður, að þótt hann sé manna málhressastur, er hann þó fyrst og fremst maður þess starfs, sem hann tekur að sér. Nú var hann gangnamaður og göngurnar áttu hug hans allan. Hvar fékkstu þennan hattkúf, Þorleifur? Hann Jóhann frá Graðsá tróð honum á hausinn á mér í sum- ar, eitt sinn er ég heimsótti hann. En það var rigning og ég berhöfðaður, en Jóhann vildi ekki láta mér verða kalt á höfð- inu. Mér finnst raunar bezt að bera ekkert höfuðfat, en hins vegar er þetta góður gangna- hattur, og í göngur fer maður ekki án þess að hafa eitthvað á höfði. Þú ert frá Grýtu í Önguls- staðalvreppi? Já, ég er fæddur þar og átti þar bernskusporin, en flæmdist þaðan átta ára gamall vegna fátæktar foreldra minna og fór til Júlíusar Hallgrímssonar á Munkaþverá. Þar var ég smali og ærnar voru mér heldur erfið ar. Þar lærði ég að ganga og hlaupa og hef alltaf getað það síðan, og ekki legið á liði mínu þegar á hefur þurft að halda. Snæbjörn bróðir minn gat nú líka hlaupið, en var heldur lat- ari. Einu sinni tók hann þátt í þolhlaupi á Akuréyri. Hann var þá vinnumaður hjá Stefáni bónda á Munkaþverá, og Stefán kom í bæinn til að sjá vinnu- mann sinn hlaupa, af því hann hafði aldrei séð hann hlaupa áður sagði hann! Þetta var nú skrítla, sem margir kannast við. En það er af Snæbirni að segja, að hann vann hlaupið og Stefán varð ekki fyrir vonbrigðum með vinnumanninn. Síðar varð ég bóndi á Bringu í Ongulsstaðahreppi og þar leið mér vel. En Rósa, konan mín heitin, hafði kynnzt bæjarlífinu og langaði til að flytja í bæinn. Það varð svo að vera, og við fluttum. En þar varð mér mikið á, því ég hefði betur setið jörð- ina áfram. Væri þá líklegast orð inn héraðshöfðingi! Hvenær fluttist þú til Akur- eyrar? Það var nú sama árið og byrj að var að flytja efni til Krist- neshælisbyggingarinnar. Snæ- björn bróðir tók að sér að flytja nokkuð af byggingarefninu, því að hann átti vörubíl og var bíl- stjóri. Ég hjálpaði honum við þetta og greip oft í bílinn hans. Enn hafði ég þó ekki bílpróf. Þ0RLEIFSS0N Gunnar lögregluþjónn, Jón bæjarstjóri, Vilhjálmur Þór og fleiri, sem allir höfðu búskap, báðu mig oft að aka fyrir sig. Þannig var nú eftirlitið þá með þeim ökuleyfislausu. En svo fórstu að aka og síðar að kenna? Já, ég kenndi 1250 rnanns á bíl, eða um það bil. Erfiðir nemendur? Já, margir voru klaufar og aðrir góðir, en ég kom þeim flestum í gegn. Meðal erfiðari Þorleiíur Þorleifsson. nemenda minna voru þeir dr. Kristinn og Steindór mennta- skólakennari. Ég sagði eitt sinn við Steindór, þegar hann tók öfuga beygju, að hart þætti mér það, að hann þekkti ekki sund- ur hægri og vinstri. Ekki myndi honum líka það hjá sínum nem endum. Hann reiddist af þessu. Svo slengdi ég þessu sama á dr. Kristinn og hann tók þessum orðum mínum af sinni kunnu Ijúfmennsku, sagðist mörg próf hafa tekið, en þetta væri eitt hið al-erfiðasta og svo hló hann að okkur báðum. Þeir náðu báð ir prófi og aka bifreiðum sínum enn þann dag í dag. Hvernig hefur þér annars lið- ið hér á Akureyri? FASTIR í FENINU Mikið hefir verið deilt um raf- orkumál og náttúruvernd und- anfarið og er ekki á það bæt- andi. Mig langar hins vegai: til þess að minnast á skemmdar- verk þau, er unnin voru í Mý- vatnssveit, þegar mannvirki í eigu Laxárvirkjunar voru eyði- lögð. Þar tel ég að verið hafi að verki htill hópur ofstækis- manna, sem teymdi fjöldann út í það fen er þeir sitja nú í. En hvernig er þetta eiginlega hægt — hvar voru nú hinir þrír lag- anna verðir, er óku einkennis- búnir í fararbroddi mótmæla- bifreiðalestarinnar á dögunum — hvar voru sýslunefndar- menn, hreppstjóri og hrepps- nefndarmenn — hvar var prest- ur og sóknamefndarmenn — hvar voru þeir ágætu menn sem setja upp einkennishúfur og gæta laga og réttar á sam- komum. Allt eru þetta menn, sem ætla mætti að væru kjörn- ir til sinna starfa vegna kosta sem þeir hafa umfram aðra. Því gripu þeir ekki í taumana áður en illa fór. Ég ætla ekki að orð- lengja þetta, en greinilegt er, að eitthvað er að þegar dóm- greind framámanna í heilu hreppsfélagi fer svona algjör- Heldur illla, elskulegur, ef ég á að vera hreinskilinn. Ég hef bætt mér bæjarlífið upp með því að eiga kindur og hesta. Þegar ég heyja, gef heyin á vetrum og hirði skepnurnar, finn ég sjálfan mig og þá líður mér vel. Ég átti nær 40 á fjalli núna, eina þrílembda. Dilkarn- ir hennar, þ. e. skrokkarnir, vógu 19, 18 og 17.5 kg. nú í haust. Og þessi ær var einnig þrílembd í fyrra og hitteðfyrra. Hún heitir Bílda, mikil sómaær. Hesta átti ég marga, ól þá upp, tamdi suma og seldi. Datt af hestbaki einu sinni og fékk svo vont höfuðhögg, að ég var með- vitundarlaus um tíma á eftir. Þá sá ég sýnir og man ég þær glöggt. Marga dána menn og konur bar fyrir mig, en enginn vildi taka mig með sér, en allir heilsuðu mér og brostu til mín og héldu svo leiðar sinnar. Guð mundur Karl vakti mig að síð- ustu til lífsins. Ertu ekki stundum kallaður Leifi líf og fjör? Jú, stundum kalla börnin mig þessu langa nafni og mér þykir vænt um það. Það er þannig til komið, að er ég' fyrrum stjórn- aði Framsóknarvistum hér á Akureyri og í nágrenni, var ævinlega dansað á eftir og setti ég þá allt á sprett undir þessu vígorði: Líf og fjör. Þá dansaði ég sjálfur eins og óður maður og geri enn, ef ég fæ svo sem matskeið! En nú ertu vistmaður á Elli- heimilinu, hvernig kanntu við þig þar? Ég fæ bráðum eins manns herbergi og þá verður gaman. Sambýlismaður minn vill helzt ekki opna glugga. Annars er svo gott að vera þarna, að ef eitthvað væri út á að setja, væri það á þá leið, að allt of mikið væri dekrað við mann. Samtalið varð ekki lengra að þessu sinni, og ég hugleiði hversu það megi vera, að svo gamall maður skuli ennþá halda léttleika sínum og gleði, og þakka viðtalið. E. D. lega úr skorðum. Hér virðist eiga við, að snúa frægum um- mælum og segja, aldrei hafa jafn margir ótt jafn fáum lítið að þakka. Dúi Björnsson. HVOR AÐILI MIÐKVÍSLAR- MÁLS FLÝR ATGERVI SITT? Háttvirti AM-en. Ég nota þetta nafn í ávarpi hér, án þess að vera samþykkur þeim útúrsnúningi sem í því felst. Maður nokkur tjáði mér, að Amenið ætti að þýða það, að flokkur blaðsins segði ,,amen“ fyrir fullt og allt í íslenzkum stjórnmálum. Því er ég vitan- lega ekki samþykkur. Sannara mundi, að ég væri samþykkur gagmýni á gerðir (þ. e. verk og afstöður) ýmsra ráðamanna stefnunnar. Margir aðrir verða og til þess að víta afstöðu ýmsa á vegum þessara ágætu stjórnmálasam- taka. Ótilhlýðilegt finnst t. d. að birta í sjálfum Alþýðumann- inum aðra eins leiðaranefnu og' Atgervisflóttann, sem sá dags- ins Ijós í blaðinu 4. sept. sl. Að stíl og fleiru athuguðu, sést hann bera vott um, að vera skrifaður af öðrum en ritstjór- anum. Og geiri hér því ekki foeint að honum. Ekki má graufa saman ólíkum sfofnum Magnús Ólai'sson sjúkraþjálfari í endurhæfingardeild Sjálfsbjargar. (Ljósm.: E. D.) - Endurhæfiiigarstöð Sjáifsbj. stúlka, en horfur eru á, að fjölga þurfi starfsliði fljótlega, því aðsókn að stöðinni er nú þegar meiri en hægt er að anna. Trúnaðarlæknir stöðvarinnar er Jónas Oddsson. Þriggja manna nefnd frá Sjálfsbjörg hefur staðið fyrir undirbúningi og framkvæmd- um við að koma stöðinni á fót, og hafa þeir Valdimar Péturs- son, Sigvaldi Sigurðsson og Skarphéðinn Karlsson átt sæti i henni. Fyrir tveimur árum hét Kiwanisklúbburinn Kaldbakur félaginu stuð'ningi við að koma þessárri stöð upp, og hefur hann síðan staðið fyrir fjáröflun í því skyni og kostað tækjakaup að stórum hluta. Einnig hafa góðar gjafir borizt frá fleiri aðilum. Ennfremur hefur stjórn félags- ins unnið að framgangi þessa máls, og margir félagar hafa; unnið mikið sjálfboðastarf við framkvæmdir þessar. Til-þessa hefur fjöldi fólks af Akureyri og annarsstaðar af Nprðurlandi orðið að leita suð- ur á lánd til áð eiga kost nauð- synlegrar sjúkraþjálfunar, og hefur það eðlilega verið bæði tímafrekt og kostnaðarsamt. Á þessu ætti nú að verða nokkur breyting til bóta fyrir Akur- eyringa og þá, sem í næsta ná- grenni búa. Formaður Sjálfsbjargar á Ak ureyri er Heiðrún Steingríms- dóttir. □ ÍSLENDINGAR áttu hátt á aðra milljón fjár á fjalli í sum- ar og er fé þetta allt af fjalli komið, en sauðfjárslátrun stend ur yfir. Sauðfjárrækt hefur ver ið í landinu frá fyrstu tíð og hún gerði menn færa um að búa í því. Af sauðfénu fengu menn kjöt, ull og skinn, ennfremur afurðir til útflutnings, og sauð- fjárræktin virðist mjög að skapi bænda, jafnvel svo, að fjall þykir naumast frítt eða til komumikið, ef þar sjást ekki sauðfjárhjarðir á beit. Og enn er sauðrjárrækt önnur aðal bú- grein íslenzkra bænda, og vissu lega sú, sem flestum er hug- leikin. Á þessum árstíma ákveða bændur ásetninginn í samræmi við lieyfeng og aðrar aðstæður, velja lífgimbrar og' kynbóta- hrúta. Á héraðs-hrút.asýningu í Eyjafirði fyrir skömmu komu bændur saman á Ásláksstöðum í Arnarneshreppi með beztu hrútana á sambandssvæði Bún- aðarsambands Eyjafjarðar, hlýddu á orð ráðunauta og dóm nefndarmanna, tóku á móti verðlaunum og heiðursverð- launum fyrir beztu gripina og höfðu góða aðstöðu til að bera saman ræktunarárangur hinna einstöku bænda. Þar flutti Hjalti Gestsson ráðunautur Sunnlendinga ávarp. Hann sagð ist fyrir nokkrum árum hafa átt þess kost að sjá íslenzka féð á Grænlandi, sem þangað var flutt um og eftir 1920. Það væri með öllu ókynbætt og væri því fróðlegt að bera það saman við fjárstofninn hér á landi, þar sem öflugt kynbótastarf hefði farið fram síðustu áratugi, er einkum hefði miðazt við kjöt- framleiðslu, frjósemi og mikið húsfóður. Hann benti á mikinn mun fjárkynja svo sem á vest- firzku fé, kollóttu og hyrntu fé, bað bændur að taka ákveðna stefnu í sauðfjárræktinni, halda eftirsóttum eiginleikum hrein- um með ákveðið mark fyrir aug um, en grauta ekki saman ólík- urn fjárstofnum. En þetta atriði mun einkum ráða úrslitum um (Framhald af blaðsíðu 8). vel verr farið en heima setíð. Það þurfti að gera ráðstafanir sem hindruðu, að kaupgjalds- hækkunin færi út í verðlagið og skapaði enn eina víxlrækk- un kaupgjalds og verðlags. MANNRÆKT Sífellt endurmat í skólamálum er lifsnauðsyn í síbreytilegu þjóðfélagi. En grundvöllur allr- ar menníunar á að vera mann- rækt og markmið hvers skóla, að koma hverjum nemenda til nokkurs þroska. Þá þarf að jafna menntunaraðstöðu ungra manna og kvenna í Iandinu, og í framlialdsnámi verður að gera meiri kröfur um manngildi og siðgæðisþroska en nú er. Það má ekki koma fyrir á okkaú tímum eða framvegis, að ungir og gáfaðir menn fái ekki að njóta menntunar vegna fátækt- ar, eins og gerðist á dögum Stephans G. Og það hafa vissu- lega margir Íslendingar grátið' fátækt sína, er þeir áttu þess ekki kost að afla sér menntunar. 75 MILUÓNIR „Við eigum ennþá Iangt í land með að ljúka greiðslum þeirra lána, sem tekin voru vegna kaupa á Friendship flugvélun- um og þotunni. en það er þó mikið gleðiefni, að félagið er nú skuldlaust við ríkisábyrgðar- sjóð eftír að hafa endurgreitt sjóðnum tæpl. 75 millj. króna á undanförnum þremur mánuð- ágæt viðskipti við Eyfirðinga í heykaupamálum síðastliðið sum ar. í sauðfjárræktarfélögunum er nákvæmlega fylgst með afurða- magni og fóðrun, og eru þau því líkleg til glöggvunar á ýms- um þáttum sauðfjárræktar, en krefjast aukalegrar fyrirhafnar. Sú fyrirhöfn á þó að borga sig mangfaldlega, þegar bændur hafa áttað sig á því marki, sem þeir vilja stefna að í sauðfjár- ræktinni. Að sjálfsögðu skipa - kjötframleiðslan fyrsta sæti, eins og jafnan fyrr, en ull og gærur er einnig mikilvæg fram- leiðsla, sem unnt er með kyn- bótum að bæta verulega á skömmum tírna í samræmi um.“ — Þessi orð stóðu i nýjun Faxafréttum og eru rituð a'; Erni Johnsyni. ORLOFSHEIðlILI Orlofsheimili Alþýðusamband:, Austurlands eru nú að rísa a Einarsstöðum í Eyjólfsstaða • skógi á Völlum. I fyrra voru gerðir grunnar II húsa og í lole febrúarmánuðar sl. var snuði . liúsa boðin út og barust 7 til ■ boð. Lægsta tilboð attu bygg ■ ingameistararnír V ilhjálmu Guðlaugsson og Pétur Ingólfs ■ son, Kópavogi, kr. 3.920.000.0L. Var því tilboði tekið. Er smíð húsanna lýkur í næsta manuði, verður eftir að ganga frá lóðun; í kringum þau, og bíður þac vors, en reiknað er með, að hus in verði tekin í notkun í vor. 1 SKATTHEIMTAN f fjármálatið Magnusar hefuí’ verið að því keppt, að afla ríkh; sjóði mestra tekna með aimenr. um neyzlusköttum, sem kemur þyngst niður á hinuin látæku. Þetta er nátturlega hreinf, íhaldssjónarmið allra tíma. Ellefu prósent söluskatturinn er nærtækt vitni í þessu efni, Þessi skattur a að gefa ríkis ■ sjóði mjög miklar tekjur. Fyrrum taldi Gylfi raðherrn þetta skattform hið ósanngjarn- asta, sem yfirleitt væri til. Nii er hann víst á annarri skoðun , enda þjónar hann nu hagsmun • um flialdsins í landinu og gerisi það dyggilega. Vikurit um ísland UNDANFARIN 3 ár hefur kom ið út yfir sumarmánuðina viku- ritið „This week in Iceland.“ Blað þetta er 20 síður og er eingöngu ætlað erlendum ferða mönnum er til landsins koma eða ætla að koma. Blaðið er Svonefnt Miðkvíslarmál í Mý vatnssveit er tilefnis hins stutta leiðaraplaggs. En það er kunn- ara en frá þurfi að segja, að barátta sr. Benedikts Kristjáns- sonar, Péturs á Gautlöndum og Benedikts á Auðnum gegn ágangi ríkisvalds og einstakl- inga var áframhald af og endur sköpun á hugsjónastefnu þeim eldri manna, og er enn undir- staða menningarbaráttu Þing- eyinga, — og ná þó víðar áhrif- in en um eina sýslu. Aðgerðir íbúa Skútustaðahrepps við Mið- kvíslarstíflu voru framhald á baráttunni sem háð er enn, urid: ir merkjum Benedikts frá' AuSn um og allra hans félaga. Að- gerðirnar eru undirstrikun á „Fjalladrottning móðir min, mér svo kær og hjartabundin'X „Blessuð sértu sveitin mín“ og- „Allt það sem ég unni og ann. er í þínum faðmi bundið.“ " : Sá sem vill kynna sér rök þessa máls, ætti að lesa Álits- gerð stjórnar Búnaðarfélags ís- lands, sem nú stendur prentuð í Búnaðarriti 1970, bls. 14 til 23. Hana mættu líka ’blöðin í Akúr eyrarkaupstað gjarna birta í heilu lagi. Sigurður Draumland. fyrst og fremst til að kynna þeim hvað býðst af ferðum um landið ásamt ýtarlegum upplýs- ingum um varning, sem hag- stætt er fyrir ferðamenn að kaupa hér, svo og þjónustu alls koriar. Kort er í blaðinu af Reykja- vík og Akureyri, auk íslands- korts. Ennfremur eru fréttir af innlendum vettvangi, sem æfla má að ferðamenn láti sig varða. Blaðið liggur frammi ókeypis á hótelum, ferðaskrifstofum, afgredðslum skipa og flugfélaga hérlendis og erlendis. Útgefendur blaðsins eru út- gáfufélagið Hrafnar s.f., en eig- endur þess eru Kristján Arn- grímsson og Pétur Jónsson. Bláðið nýtur engra styrkja af opinbérri hálfu, en kostnaður- inn við útgáfuna er greiddur með auglýsingum þeirra aðila, sem viðskipti eiga við ferða- menn og láta þeir vel af áhrifa- mætti auglýsinganna, enda má segja að blaðið sé sá vettvangur er öruggastmær athygli hins al- menna erlenda ferðamanns. Þörf fyrir slíkt blað sem þetta ér augljós og hyggjast útgef- endun nú ráðast í að gefa blaðið út einníg yfir v.etrarmánuðina, en þá mánáðarlega. Form vétrariílaðsins verður svipað súrriarútgáfunni, en efn- ið-að sjálfsogðu valið með tilliti fil -vetrarferða hériendis .og kynnt það sem ísland hefur-að bjóða-. erlendum lerðamönnum að vetri til. Blaðinu í vetur •verður dreift' meira eriendis, sem gagnger hvatning til vetrar ferða- til íslands. Utgefendur vilja hafa fulla •samvinnu við alla þá aðila, sem að ferðamálum vinna og-hvetja eindregi.ð iil -að þeir _sem eitt- Frá bæjarstjórn Tryggvi Þórðarson írá Kristnesi F. 25. des. 1874. D. 29. sept. 1970. KVEÐJA FRÁ ÁSTVINUM Þig ástvinir kveðja með kærleika heitt, og Kristnes hið blessunarríka. Nú hefur frelsarinn faðminn út breitt og fagnandi englarnir líka. Þú tókst jafnan vinur svo lífinu létt það Ijómaði af ásjónu þinni. í boðorðum guðs var þín breytni öll rétt því blessum við dásamleg kynni. Til guðsrflds sál þín með fögnuði fer, frelsarinn stundinni réði. Hjartað sem bærðist í brjóstinu á þér var byggðinni allri til gleði. Hjá gröfinni þinni við göngum öll hljóð, til guðsrflds sál þín er hafin. Þó maðurinn hverfi er minningin góð í móðurjörð kistan er grafin. Það skal með fögnuði að síðustu sagt er sólgeislar yfir þér skína. Að nú hefur haustblómin lausnarinn lagt á lífstíðar götuna þína. Við kveðjum með innileik aldraðan mann er átti svo gleðirflrf hjarta. Við þökkum þér guð sem að gafst okkur hann og geymum öll minningu bjarta. H. J. Nixon heitir þessi faliegi hrútur frá Bakka í Svarfaðardal. (Ljósm.: E. D.) árangur ræktunar, og grautar- gerðin í ræktuninni kemur í veg fyrir verulega framför. Ráðunauturinn bar eyfirzkum 'bændum kveðjur starfsbræðra þeirra á Suðurlandi og þakkaði " fyrir þeirra hönd ánægjuleg og við kröfur tímans, og í trausti þess einnig, að þessar ágætr. vörur verði ekki öllu lengu ■ fluttar út sem verðlítið hráefn , eins og verið hefur til þessa, heldur fullunnar af innlendun. höndum. SMÁTT & STÓRT

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.