Dagur - 04.11.1970, Blaðsíða 5

Dagur - 04.11.1970, Blaðsíða 5
4 I Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-166 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðamiaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. VIKUBLÖÐ DEGI berast oft áskoranir og ábend- ingar, og stundum á opinberum vett- vangi, um efni J>að er hann flytur. Allt er þetta meðtekið með þakklæti og um það liugsað. En áður en nánar er rætt um efnisval og útgáfu viku- blaðs, verður að hafa í huga, að tekju stofnar eru aðeins tveir: áskriftagjöld og auglýsingar, og þeir verða að standa undir öllum útgáfukostnaði. Dagur hefur frá fyrstu tíð helgað sig þrem megin verkefnum. Hann er norðlenzkt fréttablað, norðlenzkt málgagn, gefinn út af Framsóknar- félögum við Eyjafjörð og pólitískt blað samkvæmt því. En margs fleira er af honum óskað, svo sem fastra þátta um atvinnumál, iðnaðarmál, landbúnaðarmál, sjávarútveg, sam- vinnumál, verkalýðsmál, íþróttir, málefni húsmæðra, skólamál, listir, að ógleymdri framhaldssögu. Allt getur þetta verið fróðlegt, þarft og skemmtilegt efni í blaði. En jafn- framt má ljóst vera, að til þess að koma verulega til móts við þessar óskir þarf stórt dagblað í stað átta síðu vikublaðs. Verður því að velja og hafna og það val verður seint A'ið allra hæfi. í því sambandi má nefna, að áhugasamt fólk um stjómmál vill fá mikið pólitískt efni, sem aðrir sneiða hjá og lesa ekki, og þannig er áhugi misjafn á öðram sviðum, nema á fréttaefni, sem allir lesa. Og fréttir reyna öll blöð að flylja, svo og annað það efni, sem auðveldar fólki félagsleg, viðskiptaleg og mann leg samskipti á mörgum sviðum. En þótt hér sé bent á augljós tak- mörk vikublaðs, ætti það að vera ein- hvers virði fyrir hvern landsf jórðung eða byggðarlag, að liafa aðgang að traustu málgagni til sóknar í menn- ingar- og framfaramálum, og til sókn ar og vamar á pólitískum vettvangi. Vikublöð þessa lands, sem fyrst og fremst þjóna hagsmunum fólks í sín- um landshlutum, era flest skuldum vafin og aðeins örfá koma út reglu- lega, þótt vikublöð nefnist, og er það vegna fjárskorts. Dagblöðin, sem öll koma út í Reykjavík, era hins vegar styrkt af ríkisfé í veralegum mæli, og era því enn færari um það en áður, að þjóna kröfum liöfuðborgarsvæðis ins, og það gera þau trúlega þótt þau séu jafnframt landsblöð sinna flokka. Þennan aðstöðumun og aug- ljósa ranglæti þarf að leiðrétta. Þetta er mál, sem bæði varðar þing og þjóð. O Björn Vigfússon á Þverá í Skíðadal IN MEMORIAM ÞANN 17. sept. sl. var til mold- ar borinn í Tjarnarkirkjugarði Björn Vigfússon smiður á Þverá í Skíðadal. Hann hafði verið að vinna við byggingu á Tjörn fyrstu vikuna í september. Að kvöldi þess áttunda, er hann hafði lokið vinnudegi, gekk hann til herbergis síns að venju. Er hans var vitjað um ellefu leytið, var hann örendur í hvíl- unni. Skyndilegt andlát Björns kom þó ekki með öllu á óvart, því um nokkurt skeið hafði hann kennt hjartasjúkdóms og hafði raunar nýlega verið afráðið, að hann færi til útlanda á komandi vetri til að gangast undir hjarta aðgerð. Til þess kom ekki, dauð inn varð fyrri til, eins og svo oft endranær, og' gerði allar frekari ráðagerðir óþarfar. Björn var fæddur á Þverá 10. marz árið 1913 og átti þar heim- ili alla ævi. Foreldrar hans voru hjónin Soffía Jónsdóttii' og Vig fús Björnsson, sem bjuggu á Þverá með sæmd og prýði frá árinu 1909 og allt þar til Vigfús tók banamein sitt, en hann and aðist 1938. Soffía varð hins vegar háöldr uð og dó í maí 1965. Bæði voru þau hjón lögð til hinztu hvíldar í kirkjugarðinum á Tjörn. Saga Björns á Þverá er ein- föld og auðrakin a. m. k. eins og hún birtist okkur samferða- mönnum hans og sveitungum, sem nutum margvíslega verka hans á liðnum árum. í æsku naut hann venjulegrar skóla- göngu sem þá tíðkaðist í daln- um, en það var einungis nokk- urra vikna kennsla í farskólan- um þrjá eða fjóra vetur. Síðan tók við skóli lífsins, sem reynd- ist Birni svo vel, að þaðan út- skrifaðist hann sem einn hinn bezti drengur og nytsamasti maður, sem sveit hans hefur fóstrað þessi árin. Sá er a. m. k. dómur almennings nú að leiks- lokum. í þeim skóla heima á Þverá bjó Björn sig undir að feta í fótspor feðra sinna og gerast bóndj í sveit sinni, þegar stund ir liðu fram. Jafnframt lærði hann þar margskonar handiðnir umfram allt smíðar, sem létu honum ákaflega vel, svo að með tímanum varð hann ágætur smiður, sem menn treystu til að veita forstöðu hinum vönduð- ustu byggingum og urðu aldrei fyrir vonbrigðum. Það átti ekki fyrir Bii'ni að liggja að gera bú- skap að ævistarfi sínu. Að vísu bjuggu þeir saman á Þverá um 10 ára skeið hann og Sveinn bróðir hans og var Soffía móðir þeirra ráðskona hjá þeim þann tíma. En eftir að Sveinn kvænt- ist Þórdísi Rögnvaldsdóttur frá Dæli árið 1950, dró Björn sig smátt og smátt út úr búskapn- m, en sneri sér að sama skapi meir að smíðastörfum í sveit- inni, unz hann að lokum gaf sig einvörðungu að þeim og átti jafn an kost á miklu fleiri verkefn- um en hann komst yfir að sinna. Á Þverá var þó jafnan heimili hans, en hann kvæntist ekki og átti ekki afkomendur. Skíðadalur er lítil byggð og nokkuð afskekkt. Þar eru nú setnar sjö jarðir og hefur þeim fækkað um meira en helming á þessari öld. En sú byggð, sem eftir er, er blómleg í bezta lagi. og þar býr fólk, sem er til fyrir myndar um félagslegan áhuga, samhjálp og snyrtilegan bú- skap. Um liið síðasttalda getur hver og einn sannfært sig, sem ekur um dalinn. Hitt getum við 'sveitungar þeirra vottað af reynslu. Sjálf er Þverá í Skíða- dal eitthvert fallegasta býli í allri Eyjafjarðarsýslu hvar sem á er litið. Þessari jörð og þessu litla byggðalagi var Björn tengdur órjúfandi böndum. Þar átti hann mörg spor um hrikaleg fjöllin, en á yngri árum var hann allra manna mestur göngu og fjallagarpur og kunni öðrum mönnum betur skil á torfærum leiðum fjallanna umhverfis Skíðadalinn. Og mörg handtök- in á hann þar líka ekki einasta heima á Þverá, heldur á hverj- um bæ, því allir þurftu ein- hverntíma á verkum hans að halda við smíðar eða annað það, sem handlagni þurfti við. Og þar voru allir menn vinir hans og velunnarar, því hann hafði á sinni tið verið fólkinu í dalnum stoð og stytta, hvenær sem ein- hvers þurfti með, bjargvættur, EINS og undanfarna vetur mun Náttúrugripasafnið leitast við að auka fjölbreytni í sýningum og annarri kynningarstarfsemi yfir vetrarmánuðina. Óhentugt húsnæði og þröngur fjárhagur setja þessari starfsemi þó að sjálfsögðu verulegar skorður, og verða menn því í mörgum til- fellum að sætta sig við ófull- komin verk. Safnið vonar þó að menn taki viljann fyrir verkið, og noti sér þær sýningar, sem það hefui' upp á að bjóða. Hinar föstu sýningar safnsins verða, sem áður, opnar á sunnu dögum kl. 2—4 síðdegis. Mun Sigurlaug Skaftadóttir annast vörzlu á þeim. Auk hinna föstu sýninga eru fyrirhugaðar tvær sérsýningar í vetur. Fjallar sú fyrri um lífið í jarðveginum, og átti raunar að vera á sl. vori, en var frestað vegna framlengingar á steina- sýningunni, og ýmissa annarra orsaka. Sýningin mun leitast við að kynna þann lífheim, sem þróast undir fótum okkar, ef svo má segja, og fæstir hafa minnstu hugmynd um. Á síðari árum hefur þó komið í Ijós, að þessi lífheimur er mikilvægari en flesta gru,nar að óreyndu, og truflun hans getur haft hinar alvarlegustu afleiðingar, sem m. a. geta birzt okkur í gras- bresti eða klai túna. Síðari sýningin fjallar um skófir, öðru nafni fléttur, og mun dr. Hörður Kristinsson grasafræðingur annast uppsetn ingu hennar. Þegar á heildina er litið eru skófir og mosar mest áberandi gróður landsins. Það sem leitað var til og aldrei brást, þegar eitthvað lá við. Og vissulega voru það ekki einungis Skíðdælingar, sem nutu starfa Björns, óbilandi iðju semi hans og einstakrar sam- vizkusemi. Flest eða öll heimili í Svarfaðardalshreppi áttu hon- um þakkarskuld að gjalda, því hvar sem hann vann og við hvað sem hann vann, þá lagði hann slíka alúð við verkið, að langt tók fram því, sem hægt er að ætlast til af nokkrum venju- legum manni. Hann var þess- háttar maður, sem allir undan- tekningarlaust báru hlýjan hug til, þeir, sem honum kynntust. Og það stafaði ekki eingöngu af því, hversu þarfur maður hann var sveit sinni og samferða- mönnum, né heldur af því, hve vel hann leysti af hendi iöll verk, sem honum var trúað fyrir og hve ótrúlega hógvær hann var í öllum kröfum sjálf- um sér til handa. Það stafaði hreint og beint af því, að menn komust ekki hjá að veita því athygli, að Björn var óvenju- lega góður og grandvar maður, sem ætíð lagði gott til mála og ekki vildi vamm sitt vita í neinu. Hann var þannig allra manna gætnastur í oi'ðum og honum var það fjarri skapi að kveða upp dóma eftir sögusögn um og að lítt athuguðu máli. Hann tamdi sér að leggja eigið mat á menn og málefni, og hann var gæddur svo traustri dóm- greind og heilbrigðri skynsemi, að niðurstöður hans reyndust réttari en flestra annarra manna. Hann var einn hinna allt of fáu ágætismanna, sem hafa bæt andi áhrif á umhverfi sitt og alla þá, sem þeir hafa samskipti við. Ævi Björns á Þverá varð of stutt, en Svarfdælingar munu lengi geyma minningu hans í þakklátum huga. Hjörtur E. Þórarinsson. gegnir því furðu, hve lítinn gaum við íslendingar höfum gef ið þessum mikilvægu plöntu- flokkum. Ymsar skófir hafa þann eiginleika, að geta vaxið á beru grjóti, og jafnvel inni í steininum, en það geta fáar aðrar jurtir. Skófirnar eiga því mikinn þátt í landnámi gróðurs á bersvæðum, og búa í haginn fyrir aðrar jurtirð með því að mylja og leysa upp grjótið. Loks eru nokkrar skófir alþekktar matjurtir hérlendis, svo sem fjallagrösin, sem eru þær villi- jurtir sem algengast er að neyta enn í dag. þ Þá eru fyrirhugaðar fastar sýningar á litskuggamyndum, og vei'ða þær væntanlega á sunnudögum, eftir vanalegan sýningartíma. Efni sýninganna verður nánar auglýst í blöðum og í sýningarglugga safnsins. Eins og undanfarna vetur mun safnið ryna að verða við óskum skólanna um að veita nemendahópum aðgang að safn inu, utan venjulegra sýningar- tíma. Hefur Kristján Rögnvalds son tekið að sér að sjá um þess ar sýningar og eru forráðamenn skólanna beðnir að snúa sér til hans, hverju sinni. Loks er áætlað að efna til nokkurra fyrirlestra um nátt- úrufræðileg efni, seinna í vetur. e. t. v. í sambandi við sérsýn- ingar. Skrifstofa safnsins og bóka- safn þess verða sem áður opin á mánudögum kl. 2—5 síðd., og gefst mönnum þar kostur að ræða við forstöðumann safns- ins um náttúrufræðileg vanda- mál sín. Safnið verður lokað frá 10. des. til 9. jan. □ VETRARDAGSKRÁ NÁTTÚRUGRIPASAFNS Skírnai'fontui'inn nýi í Borgarneskirkju. Myndin tekin á heimili Sigurðar Guðmundssonar á Akureyri. (Ljósm.: E. D.), Kirkjugripur hagleiksmanna Á SUNNUDAGINN átti að af- henda skírnarfont þann, er myndin er af, kirkjunni í Borg- arnesi. Sigurður Guðmundsson kaupmaður á Akureyri og níu systkini .hans gefa hann kirkj- unni til minningar um foreldra sína, þau Ragnhildi Jónsdóttur og Guðmund Andrésson, sem um 34 ára skeið bjuggu á Ferju bakka í Borgarfirði. En skírnarfontur þessi er þó gerður á Norðurlandi. Valdimar Jóhannsson á Akureyri smíðaði hann, en teikninguna og út- skui'ð allan gerðu Kristján sg Hannes Vigfússynir í Litla- Árskógi, ©g sýnist handbiagðið frábært. Hafa bræður þessir skorið út skírnarfonta í nokkr- ar kirkjur áður, sem þykja fagrh'. Hinn nýi kirkjugripur er úr mjög vandaðri viðartegund, og er dökkur á lit. □ Félagsmálaskóli FRÉTTARITARI blaðsins í Vatnsdal, Guðmundur Jónas- son, Ási, sagði á mánudaginn á þessa leið: Veður er svalt, þurrt og þyrkingslegt en alveg snjólaus jörð. 'Búið er að lóga fénu og er meðalvigt rúm 14 kg. og nálægt 53 þús. fjár, sem tekið var á móti á Blönduósi og Skaga- strönd. Margir bændur setja færra á en í fyrra. Hrossaslátrun stendur yfir, TRYGGVI ÞÓRÐARSON frá Kristnesi, Glerárhverfi Fæddur 25. des. 1874. Dáinn 29. sept. 1970. KVEÐJA frá tengdadóttur og sonarbörnum Nú ertu horfinn himinsælu til, hjartkæri afi, og tengdafaðir kær. Oldungnum góða horfin skúra skil, skynjum að nú ert geislavegu fær, læknaður þegar öllum meinum af alfaðir góður bindur sára traf. Hugljúfum vini send er kveðja klökk kærleikans vegferð þá skal ávallt muna. Líður' frá hjörtum þinna granna þökk þeirra sem kynntnst mannúð, hjartans firna. Blessunar hendur mjúkar kaldar hvila kærleikans brosin himintjöldin skýla. Afi minn góður, tengdafaðir tryggur, til þín við sendum hinztu kveðjur nú; Þú varst svo mildur, dagfarslega dyggur, Drottinn þig signi í ást og von og trú. Blessum þcr heimför inn á ljóssins landið, lengi mun haldast, vina kærleiks bandið. (J. G. P.) Svar félags lartdeigenda á Laxársvæðinu við greinargerð stjórnar Laxárvirkjunar vegna vafnsmiðlunar Laxárvirkjunar við Mývafn 5) Mótmælaskeyti lueppsnefud ar Skútustaðalirepps. Síðan segir í gerðarbókinni, að samþykkt hafi verið, að odd viti sendi stjórn Laxárvirkjun- ar svohljóðandi símskeyti, næsta dag: „f umboði landeigenda og annarra veiðiréttareiganda í Mý vatni og Laxá í Skútustaða- hreppi kalla ég yður hér með til ábyrgðar á hvers konar afleið- ingum fyrr og síðar, sem stafa kunna af gerðum og fyrirliug- uðum framkvæmdum í Laxá og kvíslum hennar.“ Þrátt fyrir símskeyti þetta þegar árið 1960 og ótal mót- mæli í munnlegum samtölum leyfir stjórn Laxárvirkjunar sér að halda því fram opinberlega, að stíflugerðinni í Miðkvísl hafi aldrei verið mótmælt. Hitt er sömuleiðis ljóst af áðurnefndri fundargerð hreppsnefndar, að stjórn Laxái'virkjunar aflaði sér ráðherraleyfis til stíflugerðar- innar, án þess áður að hafa reynt að ná samkomulagi við rétta umráðamenn landsins. í Húnaþingi en hrossum hefur fækkað að undanförnu, enda þolir landið ekki jafn mikla hrossa- og sauð fjárbeit, síðan harðnaði í ári. Mikil eftirspurn er eftir hrossa kjöti. Verzlanir gefa 70 kr. fyrir folaldakjöt. Víða er fámennt á heimilum, því unga fólkið er farið í skóla. Byrjað er með félagsmálaskóla, sem ungmennasambandið og kaupfélagið standa að. Stjórn- andi er Baldur Oskarsson, ásamt Magnúsi Ólafssyni, Sveinsstöðum, foi-manni ung- mennasambandsins. Til stóð flugleit á heiðunum en gaf ekki til þess. Fóru loks 6 menn á Grímstungu- og Haukagilsheiði en fundu ekkert. Bendir það til þess, að vel hafi smalazt í göngunum í haust. □ LITLAR KARTÖFLUR KARTÖFLUUPPSKERAN á þessu ári er talin 45—50 þús. tunnur og endist fram yfir ára- mót. Nú þegar er undirbúinn innflutningur erlendra kart- aflna. □ FRA SKAKFELAGINU ÚRSLIT í Haustmótinu urðu þau, að í 1.—4. sæti urðu Ár- mann Búason, Guðmundur Búa son, Jón Björgvinsson og Júlíus Bogason með 5 v. hver, í 5.—7. sæti urðu Jóhann Pétursson, Kristinn Jónsson og Jóhann Snorrason með Wz v. hver og í 8.—9. sæti Hreinn Hrafnsson og Margeir Steingrímsson með 4 v. o. s. frv. Þar sem ekki fengust hrein úrslit um fyrsta sætið verður að tefla um það og stendur sú keppni nú yfir. Lýkur henni á fimmtudagskvöld. Athygli skal vakin á því, að nú er teflt í Iðnskólanum og verður opin skákæfing þar á fimmtudagskvöldið kl. 8.00. □ 6) Hver voru skilyrði Mývetninga? Þá segir ennfremur í 7. fund- argerð hreppsnefndar árið 1960, að hinn 1. september 1960 hafi verið stofnað til viðræðufundar við stjórn Laxárvirkjunar í húsakynnum hennar við Laxár ósa. Lagði stjórn Laxárvirkjun- ar þar fram svör raforkumála- stjóra við skilyrðm Mývetninga fyrir samkomulagi um athafnir við Laxá. í skilyrðunum var ANNAR HLUTI m. a. farið fram á, að farvegi Laxár verði aldrei rótað neðan við Kleifarhólma, að stjórn Lax árvii'kjunar hlíti sameiginlegri ákvörðun landeigenda við Laxá ofan Laxárvirkjunar um há- marksvatnsrennsli í ánni, að stjórn Laxárvh'kjunar gangist undir að hlíta sameiginlegri ákvörðun hreppsbúa um há- marks- og lágmai'ksvatnsstöðu í Mývatni, að eigendum Arnar- vatns sé bætt tjón fyrir spell á landi og veiðistöðvum vegna væntanlegra framkvæmda með árgjaldi, er svari til afnota af 50 kw. rafmagns, að almennt tjón annarra landeigenda í heppnum af fyrirsjáanlegum hindrunum silungsgengdar milli Laxár og Mývatns, svo og meiri og minni landspjöllum undan- farið, sé bætt með því, að Lax- árvirkjun greiði verð á raforku til sveitarmanna frá væntan- legri raforkulínu um Mývatns- sveit niður á sama verði og út- söluverð rafmagns er hverju sinni á Akureyri. Skilyrði þessi eru rakin í fundargerð 4. sveit- arstjórnai'fundar hreppsnefndar Skútustaðahrepps, sem haldinn var hinn 22. júlí 1960. 7) svör stjórnar Laxárvirkjunar í áðurnefndri fundargerð 7. sveitarstjórnarfundar segir, að svör rafoi’kumálastjóra, sem Laxárvirkjun bar fyrir sig, hafi verið neikvæð við öllum skilyrð unum, sem máli skiptu, en jafn framt hafi raforkumálastjóri bent á, að beitt yrði ákvæðum vatnalaga um eignarnám o. s. frv., ef þörf þætti á vegna fram kvæmdanna. Þetta og margt annað er tal- andi dæmi þess, hvernig Laxár virkjunarstjórn hefur skotið sér undan að koma til móts við Mý vetninga með því að veifa ráðu- neytisleyfum eða yfirlýsingum, sem hún hefur fengið einhvern opinberan aðila til að skrifa undir eftir eigin fyrirsögn. III. Um ólögmæti stíflunnar í N Miðkvísl. Stjórn Lavárvirkjunar vísar um lögmæti stíflugerðarinnar í Miðkvísl til leyfis landbúnaðai'- ráðuneytis frá 5. júlí 1960, en eins og réttilega er tekið fram, var það leyfi veitt með því skil- yrði, að Laxárvirkjun setti not- hæfan silungsstiga fram hjá stíflunni. 1) Leyfi frá réttum umráða- mönnum landsins vantaði. Hins vegar minnist stjórn Laxárvirkjunar hvergi á leyfi frá landeigendum til þessarar stíflugerðar, enda hafði hún aldrei fengið neitt slíkt leyfi, heldur vaðið inn á lönd bænda í fullkomnu leyfisleysi með stór ar vélar og mannmarga vinnu- flokka. Þetta er heldur ekki í fyrsta sinn, sem Laxárvirkjun hefur talið sig eiga í fullu tré við bændur með ráðuneytisleyfi upp á vasann. Hitt mun hún þó aldreig geta hrakið, að með yfir gangi sínum hefur hún brotið gegn hriðhelgi eignarréttar og almennum mannréttindum. Eða heldur stjórn Laxárvirkjunar ef til vill, að Mývetningar gætu lagt undir sig íbúðarhús stjórn- arinnar á Akureyri, ef þeir hefðu ráðuneytisleyfi til þess? Slíkt og þvílíkt hefur Mývetn- ingum aldrei dottið í hug, enda þótt Laxárvirkjun telji sig geta traðkað á eignarrétti Mývetn- inga í krafti ráðuneytisleyfis. 2) Tóku möl til stíílugerðar ófrjálsri hendi. Hér má eignnig því við auka, að Laxárvirkjunarmenn rudd- ust inn á landareign Gautlanda, þegar framkvæmdirnar stóðu yfir, og tóku þar möl til steýpu gerðar að landeigendum for- spurðum. Neitaði Laxárvirkjun að greiða eyri fyrir mölina, en landeigendur höfðu áður látið fara fram rannsókn á því, að þessi möl var nær sú eina, sem nothæf var í Þingeyjarsýslu til að steypa úr í vatni. NeyddusS landeigendur þá til að kæra Laxárvirkjun og féllst hún þá á að greiða ákveðið verð fyrir þá möl, er hún tæki eftirleiðis. 3) Skylda stjórnar Laxárvirkj- unar til að láta fara fram ram. > sókn á gagnsemi stíflunnar i Miðkvísl, áður en hún var set ', Eftii' reglum stjórnsýslurétt > ar og landslaga bar Laxárvirkj > un að láta fara fram rannsókn á gagnsemi stíflumannvirkja, áður en hún réðst í framkvæmcl ir. Laxárvirkjun hefur aldrei lagt fram gögn um, að slík rann sókn hafi farið fram, enda þót'; hún telji sig hafa tekið ákvarö ■ anir „eftir ítarlegar athuganir. ; Bæði stjórn Laxárvirkj una:.’ og ráðuneyti eru opinber stjórn völd, sem ber að rannsaka mai > efni, áður en þau taka ákvarci - anir um þau. Stíflugerðin vio Mývatn í Miðkvísl árin 1960 oj.; 1961 hefur aldrei sannað gagn- semi sína, né heldur hafa verio lögð fram gögn um rannsókn gagnsemi þeirra, sem gerð hafi verið fyrir fram. (Framhald í næsta blaði) SLMARHÚS BRANN Á LAUGARDAGINN kviknao! í sumarbústað er stóð austai. við Pollinn. En þar höfðu ungii: menn kveikt upp eld litlu fyrr, Klukkan 15.30 var slökkviiic I Akureyrar kallað út, en húsio var alelda er það kom á staðini. og brann nálega allt er brunnio' gat, en engan mann sakaði. Eig-> andi hússins var Sveinn Krist- jánsson. □ Guðrún Andrésdóffir Fædd 24. ágéist 1897. Dáin 6. október 1970. Kveðja frá ásfvinum Þó kólni jörð og fölni fagur gróður, og falli lauf af stofni eitt og eitt. Við trúum því að guð sé ávallt góður og geti sorg í fögnuð vina breytt. Sú kona er við kveðjum hér með trega, var kærleiksrík og leiddi gott af sér. Nú flytur þú í dýrð svo dásamlega og Drottins englar taka á móti þér. Er horfi ég rúriia hálfa öld til baka, er heilög minning yfir gengin spor. Mér fannst það mundi aldrei enda taka og alltaf skína sól og blessað vor. Það voru mildar móðurhendur þínar sú minning lifir björt og lirein og skær. Ég flyt þér vina þúsund þakkir minar þín ég sakna á meðan hjartað slær. Þig eiginmaður kveður klökkvum rómi kærar þakkir fyrir allt og allt. Mér finnst það vera Drottins dýrðar Ijómi er dvelur kring um grafar húmið kalt. Kvödd er systir, amma og mætust móðir, margt skal þakkað sem að liðið er. í Ijóssins sölum allir englar góðir ætla að sjngja og vaka yfir þér. H. J.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.