Dagur - 04.11.1970, Blaðsíða 8

Dagur - 04.11.1970, Blaðsíða 8
e Eitt og annað frá bæjarstjórn — SMÁTT & STÓRT Nýr Glerárskóli. Bæjarráð, 29. október, leggur íl við bæjarstjórn: „Bæjarstjórn Akureyrar lýsir yfir, að veitt muni á fjárhags- íætlun bæjarsjóðs Akureyrar irin 1971 og 1972 fé, sem nægja .nun til greiðslu á hluta bæjar- ins af stofnkostnaði 1. áfanga /æntanlegs barnaskóla í Glerár íverfi, allt að kr. 10 milljónir irið 1971 og kr. 15 milljónir árið .972. Þegar hefir verið veitt fé il Dyggingar þessa skóla á fjár- íagsáætlunum áranna 1966 og .970 samtals kr. 4.5 milljónir." Glerárbrú. A sama fundi er bókað: L,agt var fram bréf frá konum Kvenfélaginu Baldursbrá í Glérárhverfi, þar sem vakin er ithygli á hættulegu ástandi við 1 'ílerárbrú og nauðsyn úrbóta. Við umræður um erindið kom ram svohljóðandi tillaga frá "lalí Arnþórssyni: „Bæjarráð samþykkir að fela ■ ict jarverkfræðingi í samráði rið umferðarnefnd að láta hið : yrsta gera endurbætur við Glerárbrú, þannig að slys á 1 >rúnni, eða við hana, verði fyrir iuyggð eftir því sem við verður : æmið. Jafnframt felur bæjar- : óo bæjarverkfræðingi og um- : erðarnefnd að gera hið fyrsta : /önnun á leiðum til að fyrlr- Óyngsti dilkur 31.8 kg \ AKUREYRI og Grenivík var haust lógað hjá Kaupfélagi Ey irðínga 42.698 kindum og á Dal uk 11.593, eða samtals 54.291 -dnd. Frá Dalvík segir á öðrum tað, en meðalvigt í öllum slát- trhusum KEA er um 13.76 kg. >g er það heldur minna en í yrrahaust. Þyngsta dilk nú átti Stefán ohannsson á Hömrum, 31.8 kg., >g er það jafnframt þyngsti dilk u, sem blaðið hefur fréttir af á jessu hausti. Næstþyngsta dilk ctti Snæbjörn Sigurðsson, írund, 29 kg. □ byggja hina óhugnanlegu tíðni umferðarslysa í bænum. Könn- unin feli í sér athugun á kostn- aði við kaup og uppsetningu um ferðarljósa við þau gatnamót, þar sem umferðarslys hafa orð- ið tíðust, o. s. frv.“ Gróðrarstöðin. „Bæjarráð'léggur til við bæj- arstjórn, að eftirfarandi sam- þykkt verði gerð: Bæjarstjórn Akureyrar skor- ar hér með á hæstvirtan land- búnaðarráðherra, að Gróðrar- stöðin, þ. e. skógarreitur og garður, á Akureyri, sem stofnuð var og rekin af Ræktunarfélagi Norðurlands verði afhent Akur eyrarbæ sem fyrst.“ Bæjarráð samþykkir tillög- una. Lóðaleigur á Akureyri. Samkvæmt fundarsamþykkt bæjarstjórnar 6. okt. sl. var ákveðið að endurskoða leigu- gjöld eftir lóðir og lönd bæjar- ins. Nú hafa starfsmenn bæjar- ins gert tillögur samkvæmt þess ari samþykkt og voru þær til umræðu í bæjarstjórn í gær. Lóðarleigur hjá Akureyrarbæ munu vera mjög mismunandi. Sumar leigurnar eru reiknaðar sem viss % af fasteignamati lóða en aðrar með ákveðnu gjaldi á fermetra með heimild til endurskoðunar á hálfum og heilum áratug, a. m. k. flestar. Með hinu nýja fasteignamati hækka lóðarleigur mjög mikið ef óbreytt prósenta er látin gilda, en hún hefir verið 4—5% á ári eða yrði um 8 kr. á ferm. eftir íbúðahúsalóðir. Tillögurnar miða að heildar- endurskoðun og jöfnun á leig- um eftir alm. íbúðahúsalóðir. Er gert ráð fyrir að ársleigur af íbúðahúsalóðum verði 3 kr. eftir hvern fermetra eða 1.5% af hinu nýja fasteignamati. Iðnaðar- og verzlunarlóðir (Framhald á blaðsíðu 7) MANNS LEITAÐ Rjúpnaskyttu var leitað í viku af fjölda manns syðra, en án árangurs. Sagt er, að 1200 dags verk liafi verið lögð fram við þessa miklu leit, auk bifreiða og flugvéla. Líklegt er, að maður með vel taminn blóð- eða sporhund hefði fundið manninn á fyrsta degi. En slíkur hundur virðist ekki vera til í þessu landi, því að hundamergð á Islandi, er samsafn heimskra, gagnslftillai og óræktaðra kvikinda. Væri nú ekki ráð, að slysavarnafélög eða aðrir góðir aðilar, keyptu nokkra tamda sporhunda til að geta brugðist við verkefnum sín um að hætti venjulegra þjóða. N ÁTTÚRUKR AFTUR Dr. Valdimar K. Jónsson verk- fræðingur ritaði í sumar grein um bætta nýtingu jarðhita til raforkuframleiðslu. Fyrir nokkru kom liingað til lands Lysisfrata - frumsýning LA á morgun LEIKFÉLAG AKUREYRAR frumsýnir á fimmtudagskvöld gamanleikinn „Lysistrata“ eftir Aristófanes. Kristján Árnason þýddi leikinn úr grísku — leik- stjóri er Brynja Benedikts- dóttir. Leikritið er skrifað 411 fyrir Krist, en Aristófanes ber hæst gamanleikjahöfunda þessarar gullaldar grískrar leikritagerð- ar. Það segir frá því hvernig konum tókst að koma á friði í Grikklandi, með því að neita að sofa hjá mönnum sínum haldi þeir áfram að berjast. Leikstjóri er Brynja Bene- diktsdóttir, eins og fyrr segir, en hún stjórnaði einnig leikrit- inu hjá Herranótt M. R. sl. vet- ur. Brynja er löngu kunn sem leikkona og leikstjóri — stjórn- aði nú síðast uppsetningu á „Eftirlitsmanninum“ eftir Gogol hjá Þjóðleikhúsinu. framboðslisti Framsóknarmanna í Norðurlandskjördæmi vestra . , KJÖRDÆMISÞINGI Fram- : óknarmanna í Norðurlandskjör 'læmi vestra, sem haldið var í : élagsheimilinu á Hvamms- : anga, var tillaga framboðs- : lef'ndar um skipun á framboðs- . ista samþykkt óbreytt. Sam- kvæmt því er listinn þannig fikipaður: . Ólafur Jóhannesson, alþing ismaður. 2. Björn Pálsson, alþingis- maður. 3. Magnús Gíslason, bóndi, Frostastöðum. 4. Stefán Guðmundsson, bygg- ingam., Sauðárkróki. 5. Sigurður J. Líndal, bóndi, Lækjamóti. 6. Bogi Sigurbjörnsson, skatt- endursk., Siglufirði. 7. Guðmundur Jónasson, bóndi Ási. 8. Ólafur H. Kristjánsson, skólastj., Reykjum. 9. Helga Kristjánsdóttir, frú, Silfrastöðum. 10. Bjarni M. Þorsteinsson, verkstj., Siglufirði. Þýðandinn, Kristján Árnason, hefur valið tónlistina sem sung- in er, en danstónlist er eftir gríska tónskáldið Þeodórakis. Eins og í öðrum grískum leik ritum, frá þessum tíma, gegna kórar mjög mikilvægu hlut- verki og hefur Jón Hlöðver Ás- kelsson annazt kórstjórn, en byggt er á útsetningum Atla Heimis Sveinssonar fyrir Herra nótt M. R. Þórhildur Þorleifs- dóttir hefur samið dansana, en dansar auk þess í sýningunni. Búningateikningar gerði Mess- íana Tómasdóttir, en Ágústa Tómasdóttir og fleiri hafa haft veg og vanda af gerð þeirra. Leikmynd er eftir Arnar Jóns- son o. fl. en Ijósameistari er. Stefán Steinarr. Árni Valur Viggósson, sem verið hefur ljósameistari hjá félaginu um (Framhald á blaðsíðu 2) Aðalfundur Framsóknarfélagsms AÐALFUNDUR Framsóknar- félags Akureyrar var haldinn 29. október í félagsheimilinu, Haraldur M. Sigurðsson. fundarstörf, þar með talin skýrsla formanns og gjaldkera. Nokkrar umræður urðu um Hafnarstræti 90. Á fundinum fóru fram hin venjulegu aðal- starfsskýrsluna og reikninga fé- lagsins og síðar um félagsstarf- semina og framtíðarmál og var almenn þátttaka í umræðunum. Kosnir voru 22 menn í full- trúaráð félagsins og 12 fulltrúar á kjördæmisþing það, er hefst árdegis á laugardaginn kemur, 7. nóvember og er haldið í Varð 'borg. Fulltrúar á kjördæmisþing eru: Björn Guðmundsson, Har- aldur M. Sigurðsson, Valur Arn þórsson, Jón E. Aspar, Sigurður Óli Brynjólfsson, Sigurður Jó- hannesson, Ingimar Friðfinns- son, Kristín Aðalsteinsdóttir, Baldur Halldórsson, Stefán Reykjalín, Jón Samúelsson og Jónas Oddsson. í stjórn félagsins voru kjörn- ir: Haraldur M. Sigurðsson for- maður, Sigurður Óli Brynjólfs- son ritai’i, Ingimar Friðfinnsson gjaldkeri og meðstjórnendur Haukur Árnason og Jón E. Aspar. I blaðsstjórn voru kjörnir: Sigurður Óli Brynjólfsson, Har- aldur M. Sigurðsson og Arnþór Þorsteinsson. norskættaður maðuor að nafni Norris J. Nelson og er hluthafi í fyrirtæki, sem hefur einka- leyfi á notkun freons, sem er efni, er sýður við 35 stiga hita og er byrjað að nota til að knýja vélar bifréiða. En þetta efni má einnig nota, að því er talið er, við framleiðslu jarðgufu til raf- orkuframleiðslu. En hin heita jarðgufa er ein af Iítt notuðum' auðlindum landsins. í jarðhitau uin býr óhemju náttúrukraftur, sem framtíðin mun nýta þegar þekking og reynsla hefur aukizfc STÓRKOSTLEG HUGMYND í nýlegri blaðagrein Steingríma Hermannssonar eru þessi efni tekin til umræðu og bent á, að samkvænit athugunum áður- nefndra manna, nvuni e. t. v. unnt að nýta jarðhita á mjög hagkyæman hátt til raforku- framleiðslu. Með því að beina heitri gufu að túrbínu, sem síð- an knýr rafal, sem framleiðir rafmagn, nýtast aðeins 3% af oi'ku gufunnar eins og nú er. Með notkun hins nýja efnis mætti ætla, að ekki þvrfti marg ar borholur í Bjarnarflagi til að afla raforku á móts við fulla Gljúfurversvirkjun, ef freon- áætlanirnar reynast réttar. SAGAN ENDURTEKUR SIG Fyrir bæjarstjórnarkosningarn- ar sl. vor kepptust allir við að lýsa því yfir, að þörf væri á að hækka laun, aflabrögð hefðu verið góð og verðlag sérstaklega liátt á þessu ári. Skil.vrði til kauphækkunar væru ákjósan- leg. Jafnvel stjórnvöld buðu gengishækkun. Nýir kjarasanm ingar voru gerðir eftir þriggja vikna verkfall. En verðbólgan fylgdi fast á eftir. Allt var gefið1 frjálst. en verðstöðvun er á dag- skrá á nýjan leik eins og fyrir síðustu kosningar í þeirri von, (Ffamhald á blaðsíðu 7) Nýjár skrár á pósthólf PÓSTMEISTARINN á Akur- eyri hefur tjáð blaðinu, að búið sé að„skipta .um alla lása póst- hólfanna, og menn séu beðnir að vitja nýrra lykla sinna. Þá er þess að geta, að menn geta enn leigt sér pósthólf í pósthúsinu. En notkun póst- hólfa á nú', eftir endurbætui', að þjóna tilgangi sínum eins ákjós- anlega og framast má verða. □ MINKAR UNNIR í SAURBÆJARHREPPI nota meindýraskyttur snjófölið til að auðvelda minkaleitina. Hafa 4 minkar verið drepnir og vitað um 2 að auki. Minkarnir halda sig við Eyjafjarðará og hingað og þangað á öðrum stöðum í hreppnum. Hafa menn hug á, að fækka þeim meira á næst- unni. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.