Dagur - 04.11.1970, Blaðsíða 1

Dagur - 04.11.1970, Blaðsíða 1
FILMU HÚSIÐ Hafnarstræti 104 Akureyri Sfmi 12771 - P.O. Box 397 SÉRVERZLUN: LJÓSMYNDAVÖRUR FRAMKÖLLUN - KOPIERING Verðslöðvun - og verðhækkanir Á FUNDI verðlagsnefndar sl. laugardag var samþykkt eftir- farandi tillaga, sem felur í sér stöðvun vöruverðs frá þeim degi að telja: „Samkvæmt heimild í lögum nr. 54 frá 14. júní 1960 samþykk ir verðlagsnefnd að frá og með 1. nóvember 1970 skuli óheimilt að hækka verð eða álagningu á hvers konar vörum og þjónustu nema leyfi verðlagsnefndar komi til. Gildir þetta um allar vörur, sem eru verðlagðar samkvæmt sérstökum lögum, eða eru seld- ar úr landi, ennfremur um alls konar þjónustu og greiðslur fyrir hvers konar verk, sem ekki hafa verið ákveðnar með samningum stéttarfélaga.“ Á sama tíma dynja yfir hækk anir á mörgum vörum og þjón- ustu, svo sem hjá Pósti og síma, á fargjöldum og flutningsgjöld- um, rafmagni, lyfjum, brauðum, gosdrykkjum, tóbaki og áfengi. Hins vegar er verðlækkun að- eins á mjólk og rjóma. □ Hifaveita í síðusfu húsin á Dalvík MEÐALVIGT dilka á Dalvík var í haust 13.216 kg. og er það um 150 gr. lakara en í fyrra. Lógað var 11.593 kindum og á Hátölurum stolið FYRIR skömmu var tveim köss um með nokkrum hátölurum í hvorum, stolið við Sundlaugina. Lögreglan biður þá, sem upp- lýsingar geta gefið um mál þetta, að gera aðvart. □ fjórða hundrað stórgripum hef- ur verið lógað, og er með mesta móti slátrað, bæði af sauðfé og stórgripum, vegna lítilla heyja. Þyngsti dilkurinn í haust var 28 kg. og átti Sigurður Ólafsson í Syðraholti hann. Er þetta þyngsti dilkur, sem um ár og jafnvel áratugi hefur komið á sláturhúsið á Dalvík. Rjúpnaskyttur eru að byrja að huga að rjúpum, en sjá lítið af þeim og þær eru auk þess styggar. Nú er verið að stækka frysti- húsið verulega. Vinnupláss verð ur aukið og frystigetan aukin, og um leið afköstin. Þótt veiði hafi verið misjöfn hefur verið nokkuð stöðug vinna þar. Verið er nú að leggja fyrir hitaveituna inn í síðustu húsin og hefur það gengið vonum betur. Hins vegar er ekki unnt að hleypa heita vatninu á allt kerfið og getum það ekki fyrr en við fáum dælu eða bor til að auka vatnsmagnið. En þau (Framhald á blaðsíðu 6) Svalbarðskirkja komin til Akureyrar. (Ljósm.: E. D.) Svðlbðrðskirkja llufl fil Akureyrar ÁRIÐ 1863, eða ári síðar en Akureyri fékk kaupstaðarrétt- indi, var kirkja byggð í Fjör- unni og hleypt af fallbyssuskot- um er hún var reist en fagnaðar veifa blakti á hverri stöng í bæn um. Stórhneykslanlegt þótti, að turninn var að austan og var því breytt, en turn og forkirkja sett að vestan. Akureyringar áttu áður kirkjusókn að Hrafna gili. Hrafnagilskirkja var á sama tíma rifin og úr henni notaðir viðir í þessa fyrstu kirkju á Akureyri, sem stóð fram yfir 1940. En ný kirkja var byggð, sú er enn stendur, árið 1940, vígð 17. nóvember það ár. Lóð gömlu kirkjunnar á Ak- ureyri er norðan við Kirkju- hvol, þar sem nú er Minjasafn- ið á Akureyri, milli Aðalstrætis 58 og 54. Þar var í sumar steypt ur og hlaðinn grunnur. Og 29. október var Svalbarðskirkju komið á þann grunn. Svalbarðskirkja var byggð af Þorsteini Daníelssvni á Lóni 1846 og afhelguð 1957, er önnur kirkjubygging hafði risið þar í sveit. Gamla kirkjan er 5x10 metrar að grunnmáli, turnlaus trékirkja með bekkjum, predik unarstól, altari, altaristöflu og einni klukku. Hún var flutt í heilu lagi á dráttarvagni til Akureyrar, undir stjórn Þórðar Friðbj arnarsonar safnvarðar Minjásafnsins á Akureyri, en safn það eignaðist kirkjuna 1963. Kirkja þessi hlýtur nú nauðsynlega viðgerð, enda kirkjuviðir þegar búnir og bíða þess að vera settir á sinn stað. Síðan verður þetta forna hús sennilega vígt á ný til kristi- legrar þjónustu. Safnvörður bið ur blaðið fyrir þakkir til allra þeirra, sem að kirkjuflutningn- um unnu. Svalbarðskirkja, sem er orð- in forngripur, er sögð gefa góða mynd af kirkjum sinnar tíðar. Guðjón Jónsson látinn Árni Jónsson látinn Framboðslislinn á Auslurlandi arasjómenn innbrot og stálu skartgripum og öðru girnilegu. Voru þeir auk þess illir viður- eignar og þurftu heimamenn aðstoð vopnaðra manna af ís- lenzku varðskipi til að járna og hemja baldinn lýð. En slíkt er mjög óalgeng framkoma brezkra sjómanna hér á fjörð- unum. Hér var um að ræða tog- arann Arsenal frá Grimsby. Þýfið talið 150 þús. krónu virði. Togarinn liggur enn á Seyðis- firði. Framsóknarmenn héldu kjör dæmisþing á Reyðarfirði um (Framhald á blaðsíðu 2) GUÐJÓN JÓNSSON frá Finna stöðum andaðist á Kristneshæli 31. október. Hann var tæpra 103 ára, mikill atorku og skapgerð- armaður fram í háa elli og hafði fótavist til siðasta dags. □ Einyrkjubóndi þiggur boð háskóla FYRIR nokkrum árum ræddi Dagur við sérkennilegan mann, Jón Normann á Selnesi á Skaga, og birti það viðtal. Jón er Skag firðingur, var lengi kennari í Reykjavík, þar til hann festi kaup á Selnesi, byggði þar og hefur búið síðan, einsetumaður, bóndi og fræðimaður í senn. Jón Normann hefur um ára- bil staðið í bi'éfaskriftum við bandaríska háskólamenn er norrsen fræði stunda, og fýsir að fræíast iu» skaðanir Jóns »g skýringar á Hávamálum og um seiðinn og fleira fornlegra fræða. Og í boði háskóla í Pennsyl- vaníu og að áeggjan prófessors eins við Harvard-liáskóla, er bóndinn á Selnesi nú kominn vestur og hyggst dvelja þar fram í desember. Jón Normann er rúmlega sjö- tugur, Ijúfur í viðmóti, dulræn- um gáfum gæddur, ötull og sjálf stæður fræðimaður og bóndi jöfnum höndum. □ Engar sællir í deilunni um Laxá DEILURNAR alkunnu um virkjun Laxár komust næst því að lykta með sættum hjá iðnað- arráðherra, Jóhanni Hafstein, á síðasta vori. Grundvöll þeirra sátta er að finna í ráðherrabi'éfi frá 13. maí, en hann leiddi þó ekki til niðurstöðu. í vor hófust framkvæmdir við fyrsta af fjór- um áföngum Gljúfurversvirkj- unar og hafa staðið síðan, þrátt fyrir hörð mótmæli landeigenda KJÖRDÆMISMNGIÐ KJÖRDÆMISÞING Framsókn- armanna hér -í kjördreminu liefst á laugardaginn kl. 10 f. h. í Varðborg. Fulltrúar eru beðn- ir að mæta stundvíslega. Q og lögbannskröfu um stöðvun framkvæmda. Hinn 18. júlí fjöl- menntu Þingeyingar með mót- mælabréf til Akureyrar og af- hentu bæjarstjóranum. Tæpum mánuði síðar svaraði bæjar- stjórn Akureyrar bréfi þessu og óskaði sátta. Iðnaðarráðuneytið skipaði þá sýslumennina Ófeig Eiríksson og Jóhann Skaptason sáttasemjara 20. ágúst. Hinn 26. ágúst sprengdu Mývetningar Miðkvíslarstíflu, en sprengingar við jarðgöng í Laxárgljúfri voi'u þá hafnar. Hinn 7. október hélt sáttanefnd fund með báðum deiluaðilum og aftur 28. sama mánaðar, en án árangurs. Þing- eyingar lýstu því yfir, að fram- hald slíkra funda væri aðeins tímasóun. Ráðherra tilkynnti, að hann myndi kalla deiluaðila til fundar í miðjum nóvember- mánuði. Sáttanefnd fór fram á, að verklegum virkjunarfram- kvæmdum væri frestað á með- an unnið væri að samkomulagi. Því var hafnað. Lögbannskrafa Þingeyinga og kærur hafa lent á biðstofu dómstólanna, sáttatil raunir mistekist og málið er á ný komið í hendur stjórnvalda, eftir einskonar misheppnað sum arleyfi. í lok október báðu Bún aðarfélag íslands, Stéttarsam- band bænda, Nýbýlastjórn, Veiðimállanefnd og Náttúru- fræðistofnun íslands, iðnaðar- ráðherra að stöðva virkjunar- framkvæmdir til að auðvelda samninga deiluaðila og á meðan (Framhald á blaðsíðu 2) ÁRNI JÓNSSON bókavörður á Akureyri andaðist 29. október. Hann var aðeins 53 ára, en hafði kennt sjúkleika um skeið. Með honum er genginn gáfaður mað ur og góður drengur. □ Egilsstöðum 3. nóv. Líkamlegt heilsufar er allgott, en ýmsir eru andlega hrjáðir vegna þess, að kólguský þau af aðgerðum Gylfa og félaga sem miðast nú við kosningar, eru farin að sjást á himni og spá ekki góðu. Hafin er vinna við háspennu- línuna milli Lagarfoss og Eiða og ennfremur vegagerð vegna væntanlegrar virkjunar. Landsfundur hestamanna var nýlega haldinn í Valaskjálf, fjöl mennur og stóð í tvo daga með miklum gleðskap, sem títt er hjá slíkum. Róstusamt var nýlega á Seyð- isfirði og frömdu brezkir tog-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.