Dagur - 04.11.1970, Blaðsíða 2

Dagur - 04.11.1970, Blaðsíða 2
2 Sérskófi fyrir margvíslepr KENNARAMÓT fyrir Eyja- fjarðar- og Þingeyjarsýslur, var haldið í Oddeyrarskóianum á Akureyri, dagana 16.—17. októ- ■ber sl. Fundarboðendur voru stjórnir kennarafélaganna og námsstjórinn á Norðurlandi, sem einnig flutti erindi um fram kvæmd skólamáia á kiörsvæð- inu. Heimir Kristinsson, kenn- ari á Dalvík, sagði frá Banda- ríkjaför sinni á liðnu sumri. Bjarni Kristjánsson, kennari í Sólborg, skýrði frá starfseminni þar og sýndi staðinn. Þá var, í sambandi við mótið, þriggja daga námskeið í handavinnu og föndri, sem Rganheiður Val- garðsdóttir kennari annaðist. Síðasta dag mótsins, voru haldn ir aðalfundir kennarafélaganna og á fundi Kennarasambands Norðurlands eystra, voru sam- þykktar eftirfarandi tillögur: „Aðalfundur K.S.N.E. hald- inn á Akureyri 17. okt. skorar á háttvirt Alþingi, að taka nú þegar til endurskoðunar lögin um skólakostnað frá 1967. Sér- staklega bendir fundurinn á 19. grein laganna, er fjallar um há- mark stundafjölda, er skólum er setlaður, þar sem komið hef- ur í ljós að hámarkið reynist ekki nægjanlegt til að fram- kvæma fræðsluskyldu sam- kvæmt námsskrá, í hinum fá- mennari skólum. Lítur fundur- inn svo á, að hámarks stunda- fjöldi sá, sem skólum sé ætlað- ur, þurfi að vera það rýmilegur, að 70% af honum nægi fyrir allri beinni kennslu, en 30% til annarra starfa í þágu skólans.“ „Aðalfundur K.S.N.E. 1970 fagnar því, að frumvarp að nýj- um fræðslulögum skuii verða lagt fyrir yfirstandandi Alþingi, en vill minna mjög rækilega á, að hlutur byggðanna í dreif- Perusala á laugardag LIONSKLÚBBURINN Huginn heldur sína árlegu perusölu n.k. laugardag þann 7. nóvember. Þá ganga Lionsfélagar í hús og bjóða ljósaperur til sölu. Verð pakkans kr. 150.00 er mjög í hóf stillt, en allur ágóði sem af sölunni verður rennur til líknar mála. Framtak Lionsklúbbsins Hug ins á undanförnum árum hefur mætt velvild og skilningi hjá bæjarbúum og vænta félagarnir þess að svo verði einnig nú í þetta sinn. (Fréttatilkynning) esga s m\ leikum vil m býlinu verði þar ekki fyrir borð borinn.“ „Aðalfundur K.S.N.E. 1970 beinir þeirri eindregnu áskorun til fjárveitingavaldsins, að stór- auka framlög til námskeiðs- halda og endurmenntunar kenn araliðsins." „Aðalfundur K.S.N.E. 1970 telur bæði óeðlilegt og óæski- legt, að Kennaraskóli íslands sé orðinn .að menntaskóla, svo sem nú hefur verið um nokkurt skeið. Fundurinn lítur svo á, að skólinn eigi eingöngu að mennta fólk til k'ennslustarfa, og til þess að öðlast inngöngu í skólann þurfi stúdentspróf eða aði’a tiísVái’andi menntun." Formaður K.S.N.E. er Tryggvi Þorsteinsson. Á aðalfundi Kennarafélags Eyjafjarðar flutti stjórnin eftir- farandi tillögur, sem voru sam- þykktar: „Aðalfundur Kennarafélags Eyjafjarðar, háldinn á Akureyri 17. okt. 1970, skorar á fræðslu- yfirvöld, að sem allra fyrst verði komið á fastri sálfræði- þjónustu við skyldunámsskól- ana í landinu.” „Aðalfundur Kennarafélags Eyjafjarðar, lialdinn á Akureyri 17. okt. 1970, skorar á fræðslu- yfirvöld á Akureyri og í Eyja- firöi, að láta athuga þann mögu leika að koma upp sérskóla eða deild við barnaskóla, er annist kennslu þeirra barna, sem að ýmsu leyti eru ekki liæf til þess að stunda nám í venjulegum bekkjum, en hafa þó ekki svo lága greindarvísitölu, að ætla verði þeim dvöl í vanvitahæl- um. Telur fundurinn nauðsyn- legt, að í slíkum skóla eða deild, starfi kennarar með sérmennt- un á þessu sviði.“ Hér er átt við skóla með mjög fámennum deildum (6—12 börn í deild), er hefðu á allan hátt betri aðbúnað en almennt ger- ist í skólum, bæði hvað snertir húsnæði, kennslutæki og kennslukrafta. Var -stjórninni falið að koma tillögunum á fram færi við hlutaðeigandi aðila. Þá kom fram á fundinum, að um styrk til talkennaranáms barst ein umsókn. Ákveðið var að veita umsækjanda styrkinn, Ketill Pálsson, kennari við Odd eyrarskólann, var umsækjand- inn, en umsókn hans með fyrir- vara, enda enn ekki hægt að segja til um hve hár styrkurinn verður. Eins og kunnugt er gefur fé- lagið út uppeldismálaritið Heim ili og skóla. Á þessu ári hafa því bæzt æði margir nýir áskrif endur, en enn hefur ekki verið ráðinn fastur ritstjóri að blað- inu, í stað Hannesar J. Magnús- sonar, sem lét af ritstjórn um sl. áramót. Stjórn Kennarafélags Eyja- fjarðar skipa nú: Edda Eiríks- dóttir, Jóhann Sigvaldason og Indriði Úlfsson. Jónas Jónsson var áður í stjórninni, en baðst undan endurkosningu. Að loknum fundarhöldum bauð Kennarafélag Eyjafjarðar þátttakendum til kaffidrykkju. (Aðsent) AÐALFUNDUR Ræktunarfé- lags Norðurlands var haldinn að Hótel KEA þ. 30. okt. sl. Mættir voru fulltrúar og ráðunautar af öllu félagssvæðinu, en það nær eins og kunnugt er yfir 6 sýslur í Norðlendingafjórðungi. í skýrslu stjórnarinnar kom fram, að aðalstarf félagsins er nú að mestu bundið við rekstur Rannsóknarstofu Norðurlands á Akureyri og útgáfu Ársrits fél. Á vegum Rannsóknarstofunnar var unnið að jarðvegs- og fóður efnagreiningum fyrir bændur. Ennfremur voru hafnar rann- sóknir á magni snefilefna í jarð vegi og heyi. Nánari skýrslur um starfsemi Rannsóknarstof- unnar verða birtar í Ársriti Rf. Nl. ENGAR SÆTTIR I LAXARDEILUNNI (Framhald af blaðsíðu 1) dómstólar fjölluðu um lögmæti virkjunaráforma, en var synjað. Á meðan þetta og fleira hefur fram farið, hefur deilan um Lax árvirkjun harðnað. Tækifæri til að semja, sem fyrir nokki’um mánuðum virtist mögulegt en því miður ekki notað þá, er nú glatað. Forsætisráðherra hefur lýst því yfir, að Gljúfurversvirkjun sé úr sögunni, fallið frá bæði Suðurárveitu og að sökkva Lax árdal með 57 metra stíflunni. Fullt leyfi sé hins vegar fyrir þeim virkjunaráfanga, sem nú er verið að gera (7 MW virkj- un). Þingeyingar halda því hins vegar fram, að jarðgöng og neðanjarðarstöðvarhús, ásamt vélum, sé allt miðað við fulla Gljúfurversvirkjun og eigi það enga stoð í lögum eða leyfum stjórnarvalda. Þótt hér séu aðeins rakin nokkur atriði deilunnar miklu um Laxá, sýna þau vanda orku öflunar fyrir stórt svæði hér norðanlands, sem enn er óleyst- ur. □ Á fundinum flutti dr. Stefán Aðalsteinsson erindi um rann- sóknastarfsemi landbúnaðarins. Lagði hann áherzlu á nauðsyn þess að auka þyrfti rannsóknir í þágu landbúnaðarins, og þeirri aukningu ætti fyrst og fremst að beina að lausn brýnna bú- skaparvandamála, og að þær rannsóknir o gtilraunir færu að verulegu leyti fram út um sveit ir hjá einstökum bændum. Umræður urðu allmiklar um landbúnaðarmál og ýmsar sam- þykktir gerðar m. a. um aukna leiðbeiningaþjónustu í landbún aðinum og árlega fræðslufundi á vegum Ræktunarfélags Norð- urlands. í tilefni af framkominni blaða frétt um fundinn skal tekið fram, að formaður félagsins gekk af fundinum í mótmæla- skyni við framkomna tillögu varðandi málefni Laxárvirkj- unar, þar sem hann taldi slíkt mál vera algjörlega óviðkom- - LYSISTRATA - frumsýning Leikfélagsins (Framhald af blaðsíðu 8). árabil hefur nú látið af störfum. Lysiströtu leikur Brynja Grét arsdóttir, Fógetann Gestur Jónasson, Kalónítu Guðlaug Hermannsdóttir, Lempídó Þór- hildur Þorleifsdóftir, Myrrhinu Svanhildur Jóhannesdóttir, Kinenias Sigmundur Orn Arn- grímsson, en með önnur hlut- I Suðurlandskjördæmi FRAMBOÐSLISTI Framsóknar flokksins í Suðurlandskjördæmi hefur n verið ákveðinn. Hann skipa: Ágúst Þorvaldsson, Björn Fr. Björnsson, Helgi Bergs, Jón Helgason, Jón R. Hjálmarsson, Sigurgeir Kristjánsson, Albert J óhannsson, Arnór Karlsson Oskar Matthíasson, Júlíus Jóns son, Olvir Karlsson og Sigur- finnur Sigurðsson. □ verk fara: Bergþóra Gústavs- dóttir, Helga Sigurðardóttir, Val gerður Sverrisdóttir, Einar Har aldsson, Gísli Rúnar Jónsson, Níls Gíslason og Tryggvi Jakobs son. í kórum kvenna og öldunga eru: Björg Baldvinsdóttir, Krist jana Jónsdóttir, Sigurveig Jóns dóttir, Þórey Aðalsteinsdóttir, Arnar Jónsson, Eggert Þorleifs- son, Kjartan Ólafsson og Þor- grímur Gestsson. Aðalsteinn Bergdal leikur á ásláttarhljóð- færi. í ráði var að Brynja Bene- diktsdóttir annaðist einnig leik- stjórn á næsta verkefni L. A., þ. e. barnaleikritinu „Lína lang sokkur" eftir Astrid Lindgren, en vegna anna hennar getur ekki af því orðið. Verður „Lína langsokkur" því væntanlega frumsýnt upp úr áramótum. (Fréttatilkynning) INGIBJÖRG R. Magnúsdóttir á Akureyri hefur þýtt og gefið út kver um grundvallaratriði hjúkrunar, en höfundur er Virginia Henderson hjúkrunar- kona og rithöfundur í Banda- ríkjunum. Formála ritar Daisy C. Bridges, framkvæmdastrjóri Alþjóðasambands hjúkrunar- kvenna. Hjúkrunarkverið fjallar um hlutverk hjúkrunarkonu, frum- þarfir mannsins, hjúkrunarþörf sjúklings og einstaka þætti al- mennrar hjúkrunar og einstaka þætti hennar, auk formála, inn- gangs og eftirmála. Hjúkrunarkverið er hið fróð- legasta rit fyrir þá, sem hjúkr- unarstörf stunda i stofum og heimahúsum. Það á erindi inn á heimilin, því að þar fara fram meiri og minni hjúkrunarstörf og fullorðið fólk þarf að horfast í augu við þau, oft án fyrirvara, er sjúkdóma ber að höndum. Kverið ætti að auka skilning almennings á margskonar hjálp við sjúka, hvar sem er, þótt það muni einkum ætlað þeim, sem hjúkrun nema sérstaklega. □ andi starfsemi Ræktunarfélags Norðurlands. Endurkjörinn í stjórn félags- ins til næstu 3ja ára var Jónas Kristjánsson. Aðrir í stjórn Rf. Nl. eru Steindór Steindórsson og Jóhannes Sigvaldason. □ Frá Bridgefélagi Ak. LOKIÐ er fjögurra kvölda tví- menningskeppni B. A. Keppnin var hörð um efsta sætið og skemmtileg allan tímann. Sigur vegarar urðu Baldur Ámason og Ragnar Steinbergsson og hljóta þeir sæmdarheitið tví- menningsmeistarar Bridgefélags Akureyrar. Röð efstu para varð þessi: 1. Baldur — Ragnar 774 2. Ármann — Jóhann 772 3. Guðjón — Þormóður 743 4. Mikael — Sigurbjörn 742 5. Dísa — Rósa 708 Næsta keppni. 10. nóvember hefst sveita- keppni félagsins, bæði í meist- araflokki og fyrsta^ flokki, og er bridgefólk beðið að láta skrá sveitir sínar sem fyrst til stjórn ar B. A. Gekk úr flokknum KARL Guðjónsson kvaddi sér hljóðs í Sameinuðu Alþingi á miðvikudaginn, og lýsti úrsögn sinni úr þingflokki Alþýðu- bandalagsins. Taldi hann sig lítilsvirtan í flokki sínum, og þau öfl ráðandi innan flokksins, er ynnu gegn samvinnu vinstri manna í landinu. Kvaðst hann nú telja sig utan flokka og ekki hafa í hyggju að ganga í annan stjórnmálaflokk eða stofna nýj- an. En úr Alþýðubandalaginu gengu fyrir tveim árum þeir Hannibal og Björn og stofnuðu nýjan flokk, svo sem kunnugt er. □ - SMÁTT OG STÓRT (Framhald af blaðsíðu 8). að hjá stóráfölluni verði komizt fram yfir alþingiskosningar næsta vor. Þannig er sagan að endurtaka sig, og stjórnleysið er hið sama og áður. ÓTTI OG EITUR í erlendu heilsuræktarhlaði seg ir: „Öll starfsemi líkamans verð ur fyrir áhrifum frá hugar- ástandinu. Hatur, öfund, fyrir- litning, afbrýðissemi og ótti frainkalla eitur í líkamanum, ekki sálarlegs eðlis, heldur raun verulegt eitur og afleiðingin verður, að líffærin missa mátt. Því hefur margoft verið veitt athygli, hvernig fólk, sem býr við harðstjórn, stöðugan ótta - FRAMBOÐSLISTINN Á AUSTURLANÐI (Framhald af blaðsíðu 1). síðustu helgi. Ákveðinn var framboðslisti þeirra á Austur- landi. Hann skipa: Eysteinn Jónsson, Páll Þorsteinsson Vil- hjálmur Hjálmarsson, Tómas Árnason, Kristján Ingólfsson, Þórður Pálsson, Refstað, Aðal- steinn Valdimarsson, Eskifirði, Kristinn Sævar Jónsson, Rauða bergi, Vilhjálmur Sigurbjörns- son, Egilsstöðum, Magnús Þor- steinsson, Höfnum. Sauðfjárslátrun er að mestu lokið. Lógað var rúmlega 53 þús. fjár og meðalþungi var 13.56 kg. eða rúmu kílói minni en í fyrra. Sláturfjártalan er allt að 6 þús. hærri en í fyrra, því margir fækka vegna lítilla heyja. Slátrun nautgripa stend- ur yfir. V. S. eða eitthvað annað hliðsíætt ástand, brotnar smám saman niður og verður gamalt fyrir aldur fram. Þetta er ekki ímynd un ein, heldur viðurkennd stað reynd. Þegar menn verða t. d. liræddir, áhyggjufullir, spennt- ir, reiðir eða afbrýðissamir, framleiðist of mikið af adrena- líni í líkamanum. Líka verða til í honum önnur eiturefni, og af- leiðingin er, að allt lífsstarfið truflast.“ KAUPFÉLAG SIGLF. GJALDÞROTA Kaupfél. Siglfirðinga gjaldþrota ÞAU leiðu tíðindi hafa borizt, að Kaupfélag Siglfirðinga á Siglufirði hefði hætt verzlunar- rekstri og stjórn þess óskað eft- ir því við fógeta, að bú félags- ins yrði tekið til gjaldþrota- skipta. Rekstur félagsins hefur gengið erfiðlega undanfarin ár, og nú fyrir skömmu var svo komið, að það leitaði eftir naúða samningum við lánardrottna sína. Þeir samningar tókust ekki, og voru þá ekki aðrar leið ir færar fyrir félagið en að óska eftir gj aldþrotaskiptum. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.