Dagur - 04.11.1970, Blaðsíða 7

Dagur - 04.11.1970, Blaðsíða 7
7 - EITT OG ANNAÐ FRÁ BÆJARSTJÓRN (Frsmhald af blaSsíðu 81. eru samkv. till. leigðar á mjög mismunandi verði eða frá 3 kr. ferm. og upp í 54 kr. ferm. (í miðbænum). En algengasta leig an er 9—24 kr. á fermetra á ári. Ekki er vitað hver endanleg afgreiðsla verður hjá bæjar- stjórn, né hvoi't þessi hækkun fellur undir ákvæði um verð- stöðvun. Hækkar rafmagn? Rafveitustjórn leggur fram fyrir bæjarstjórn tillögur um hækkun á seldri raforku. Þessi hækkun er m. a. rökstudd með því að raforkuverð í heildsölu frá Laxárvirkjun hækkar um 12—15%. í tillögum rafveitustjórnar er gert ráð fyrir að algengustu taxtar hækki frá 10—16%. T. d. er gert ráð fyrir að heimilistaxti hækki úr 1.82 kr. hver kwst. í 2 kr. eða 10%. Daghitun úr 69 aur. hver kwst. í 77 aur. eða 11.6%. Næturhitun úr 38 aur. hver kv/st. í 44 aur. eða 15.8%. Þess má geta að olíuverð hef- ir nýlega hækkað yfir 30%. Bæjarábyrgð vegna SIipp- stöðvarinnar h.f. Á bæjarráðsfundi 29. október er þetta bókað: Með bréfi dagsettu 22. októ- ber 1970 fer Slippstöðin h.f. þess á leit við bæjarráð, að Akur- eyrarbær veiti fyrirtækinu ábyrgð fyrir rekstrarlánum (yfirdráttarheimild) hjá Lands- banka íslands allt að kr. 15 milljónir, vegna vaxandi rekstr arfjárþarfa og nauðsynlegrar fyrirgreiðslu við ábyrgðaropn- anir. Fram kom svohljóðandi til- laga frá Vali Arnþórssyni: „í því augnamiði að tryggja, eftir því sem föng eru á, að Slippstöðin h.f. geti að jafnaði notið beztu fáanlegu viðskipta- kjara í vörukaupum sínum er- lendis frá, svo og til þess að auð velda fyrirtækinu að taka að sér þýðingarmikil skipasmíðaverk- efni á næstunni, samþykkir bæjarráð að leggja til við bæjar stjórn, að orðið verði við beiðni Slippstöðvarinnar h.f. um ábyrgð á yfirdráttarheimild hjá Landsbanka íslands og/eða öðr- um lánastofnunum að upphæð allt að kr. 15.000.000.00, enda verði ekki um frekari veðsetn- ingar en nú er orðið á fasteign- um og lausafjármunum fyrir- tækisins að ræða án samþykkis bæjarráðs Akureyrar. Kvöð þar að lútandi verði þinglýst við bæjarfógetaembættið á Akur- eyri. Ábyrgð þessi verði undan- þegin ábyrgðargjaldi á sama hátt og afurðavíxlar Utgerðar- félags Akureyringa h.f. og Krossanesverksmiðju.“ Tillagan var samþykkt með 4 atkvæðum samhljóða. □ - Hitaveitan á Dalvík (Framhald af blaðsíðu 1) verkfæri munu nú vera á næstu grösum, en áttu að vera komin og borinn fyrir löngu. Fólk er ákaflega ánægt yfir því að fá heita vatnið í hús sín, og vænt- anlega fá öll hús á Dalvík heita vatnið innan skamms. Samkv. viðtali við Jóhannes Haraldsson fréttaritara blaðsins á Dalvík. Q Faðir okkar, GUÐJÓN JÓNSSON, Finnastöðum, andaðist að Kristneshæli laugardaginn þ. 31. okt. s.l. Jarðarförin fer fram að Grund í Eyjafirði laiugardaginn þ. 7. nóv. n. k. kl. 13.30. Fyrir hönd vandamanna, Ketill S. Guðjónsson, Þorvaldur Guðjónsson. Eiginmaður minn, ÁRNI JÓNSSON, bókavörður, Gilsbakkavegi 11, sem lézt 29. f. m., verður jarðsunginn frá Akur- eyrarkirkju fimmtudaginn 5. nóv. kl. 13.30. Guðrún Bjarnadóttir. Sonur okkar og bróðir, : GRÉTAR FRI'.YR STEFÁNSSON, í Hömrum, Akureyri, . lézt af slysförum 26. okt. s.l. — Jarðarförin er ákveðin frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 4. 1 : nþyember n.k. ikl. 13.30. i lÍÞÖjunn Júlíusdóttir, Stéfán Jóhannsson og börn. Alúðarþakkir okkar og annarra vandamanna fyr- ir samúðarkveðjur og vinarhug við andlát og útför eigiinkonu minnar og móður okkar, F.STER RANDVERS. Sérstaklega þökkum við hjartanlega Söngfélaginu Gígjunni fyrir sönginn og hlýhug í okkar garð. Sigurður Leósson og börn. I.O.O.F. 1521168 fú — II. Kl HULD 59701147 VI — 2 MESSAÐ verður í Akureyrar- kirkju n. k. sunnud. kl. 2 e. .h Kristniboðsdagurinn. Tekið verður á móti gjöfum til ís- lenzka kristniboðsins. Sálm- ar: 4 — 432 — 127 — 346 — 114. — B. S. MÖÐRUV ALL AKL AUSTURS - PRESTAKALL. Guðsþjón- usta að Bægisá kl. 13.30 n. k. sunnudag. Guðsþjónusta að Bakka sama dag kl. 16.00. Aðalsafnaðarfundur eftir guðs þjónustu. — Sóknarprestur. FRÁ Guðspekistúkunni: Fund- ur n. k. Laugardag, 7. nóv. kl. 8.30 og sunnudag 8. nóv. kl. 3.30 á venjulegum fundarstað. — Stjórnin. FRÁ SJÓNARHÆÐ. Samkoma n. k. sunnudag kl. 17. Drengja fundur mánudag kl. 17.30. Telpnafundur laugardag kl. 14.30. SAMKOMUR votta Jehóva að Þingvallastræti 14, II hæð: Hinn guðveldislegi skóli, föstudaginn 6. nóvember kl. 20.30. — Opinber fyrirlestur: Þær blessanir, sem fólgnar eru í því að þekkja Guð. Sunnudaginn 8. nóvember kl. 10.00 f. h. Allir velkomnir. OU/ HJÁLPRÆÐISHERINN Fimmtudag kl. 4 e. h. Kærleiksbandið. Kl. 8 Æskulýðsfundur. Sunnu dag kl. 2 e. h. Sunnudagaskól inn. Allir krakkar velkomnir. Sunnudag kl. 20.30 Almenn samkoma. Mánudag kl. 4 e. h. Heimilasambandið. Allir vel- komnir. Æ LEIKFÉLAG AKUREYRAR LÝSISTRATA eftir Aristófanes, Frumsýning fimmtu- dagskvöld kl. 20.30. Sýningar um næstu helgi auglýstar í útvarpi og götuaiuglýsingum. Aðgöngumiðasalan í Leikhúsinu opin 15—17 daginn fyrir sýningu og 15-17 og 19.30-20.30 " sýningardaginn. BARNAKERRA með skýli óskast til kaups. Jón Hlöðver Áskelsson, sími 1-17-42. TAPAÐ! Á miðvikudaginn tapað- ist GULLARMBAND (spöng) á Ytri Brekk- unni eða hjá Hafnarstr. 100. Finnandi vinsaml. hringi í síma 1-10-70. — Fundarlaun. SUNNUDAGASKÓLI Akureyr arkirkju verður n. k. sunnu- dag kl. 10.30 f. h. Eldri börn uppi í kirkjunni en yngri í kapellunni. Öll börn hjartan- lega velkomin. — Sóknar- prestar. FÍLADELFÍA, Lundargötu 12. Sunnudagsskólinn er hvern sunnudag kl. 10.30 f. h. Öll börn velkomin. — Almenn samkoma hvern sunnudag kl. 8.30 e. h. Einar Gíslason og frú tala og syngja. Allir vel- komnir. — Fíladelfía. LIONSKLÚBBURINN HUGINN. Fundur n. k. fimmtudag kl. 12.00 að Hótel KEA. I.O.G.T. stúkan Akurliljan nr. 275. Fundur fimmtudaginn 5. nóv. n. k. kl. 21 í ráShúsi bæj- arins. Vígsla, önnur mál, hag- nefndaratriði. — Æ.T. KONUR Akureyri og nágrenni. Leitarstöð Krabbameinsfélags Akureyrar er opin á miðviku dögum. Tekið á móti pöntun- um í síma 11477 milli kl. 5 og 6. — Krabbameinsfél. Ak. ÁFENGISVARNARNEFND Ak ureyrar hefur opnað skrif- stofu í Kaupvangsstræti 4. Opið fimmtudaga kl. 5—7 á daginn. AUGLÝSINGAVERÐ hjá Akur eyrarblöðunum er kr. 105.00 pr. dálksentimetri, frá og með 1. nóv. Til sölu vegna brott- flutnings: HJÓNA- RÚM, hlaðrúm, skenk- ur, svefnsófi (tvíbreiður), kommóða, ísskápur (Bosch), Sjónvarp (Kuba), burðarrúm, barnavagn (Pedigree). Allt er þetta nijög nýlegt og í góðu ásigkomulagi. Uppl. í Suðurbyggð 16, að austan. Til sölu 4 SNJÓDEKK, 590x13. Uppl. í síma 2-11-96. BÆNDUR ATHUGIÐ! Hef til sölu 25 hestafla Zetor dráttarvél ásamt moksturstækjum á hag- stæðu verði. Uppl. gefur Sigurður Ólafsson, Vatnsdals- gerði, Vopnafirði. Pedigree BARNA- VAGN til sölu. Uppl. í síma 1-11-03. HLJÓÐFÆRA- MIÐLUN. - Til sölu: píanó; píanetta; orgel, 2 radda; rafm.orgel, lít- ið; harmonikur, viðgerð- ar. — Til viðtals eftir kl. 18 og um helgar. Flaraldur Sigurgeirsson, Spítalavegi 15 ,sími 1-19-15. BRÚÐHJÓN. 10. okt. sl. voru gefin saman í hjónaband í Akureyrarkirkju ungfrú Sig- ríðúr E. Hreiðarsdóttir ritari og Einar Guðbjartsson bólst- urgerðarnemi. Heimili þeirra er að Meistaravöllum 7, Rvík. FILMAN, ljósmyndastofa. BRÚÐHJÓN. 17. október voru gefin saman í hjónaband í Grundarkirkju, ungfrú Val- gerður Guðrún Schiöth í Hóls húsum og Gunnar Jónasson á Rifkelsstöðum. Hinn 23. október voru gefin saman í hjónaband, Svein- björg Kristjana Pálsdóttir og Aðalsteinn Magnússon járn- smiður, Grundargötu 3, Akur eyri. AMTSBÓKASAFNIÐ er opið alla virka daga kl. 1—7 e. h., nema á laugardögum kl. 10 f. h. — 4 e. h. Einnig á sunnu dögum kl. 2—5 e. h. NÁTTÚRUGRIPASAFNIB. — Sýningar á litgeislamyndum hefjast sunnudaginn 8. nóv. kl. 16. Sýndar verða myndir af íslenzkum plöntum og ýms um gróðri. i SKÁKMENN! Skákæfing verð- ur í IðnskóLanum á fimmtu- dagskvöld kl. 8.00. FÉLAGAR Flugbjörgunarsveit- ar Akureyrar! Félagsfundur kl. 8 e. h. miðvikudaginn 4. nóv. — Stjórnin. UPPSALAÆTT: Munið áður tilkynnt ættarmót, laugardag inn 7. þ. m. Hefst kl. 8V2 síð- degis. — Ættarráð. SLYSAVARNAKONUR Akur- eyri. Munið áður auglýstan fund á fimmtudagskvöldið í Alþýðuhúsinu. Kennt verður „Hjálp í viðlögum“. Skemmti atriði á eftir. — Stjórnin. FUNDUR hjá Akureyrardeild H.F.Í. mánudaginn 9. nóv. kl. 21 í Systraseli. Bergþóra Gústafsdóttir spjallar um föndur. — Stjórnin. SKEMMTIKLÚBBUR Templ- ara heldur spilakvöld í Al- þýðuhúsinu nokkur næstu föstudagskvöld og hefur glæsi leg verðlaun. Sérstök athygli skal vakin á að fólk þarf ekki að vera bindindisfólk til að njóta þessarar skemmtunar. Sjáið nánar auglýsingu. SIÐDEGISSKEMMTUN verður haldin í Sjálfstæðishúsinu sunnudaginn 8. nóv. kl. 15. Skemmtiatriði: Ávarp, tízku- sýning, happdrætti. Kaffiveit ingar. Ágóði af skemmtuninni rennur í tækjasjóð F. S. húss- ins á Akureyri. — Zonta- klúbbur Akureyrar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.