Dagur - 25.11.1970, Síða 1
FIUMU HÚSIÐ
Hafnarstræti 104 Akureyri
Sími 12771 ■ P.o. Box 397
SÉRVERZLUN:
LJÖSMYNDAVÖRUR
FRAMKÖLLUN - KOPIERING
Slúdentakór kemur til Akureyrar
STÚDENTAKÓRINN í Reykja
vík ætlar að koma hingað norð-
ur og skemmta Akureyringum
í Sjálfstæðishúsinu 28. nóvem-
'ber. Hefst söngurinn kl. 3.30 sið
degis. Söngstjóri er Atli Heimir
Sveinsson, en kórfélagar eru
um 40 talsins. Þessi ferð er
fyrsta söngför kórsins innan-
lands. Formaður hans er Guð-
mundur Marteinsson. Á söng-
skránni eru bæði innlend og
erlend lög.
Akureyringar eru unnendur
kóra og hafa eflaust áhuga á |||
því, að hlusta á hina sunn-
lenzku söngmenn, sem öðrum
þræði eru háskólastúdentar og
eldri háskólaborgarar. □
Vegaþjónustan ófullnægjandi
Siglufirði 24. nóv. Gæftir voru
fremur stirðar í nóvember, en
FÖNDURNÁMSKEIÐ
FÖNDURNÁMSKEIÐ á vegum
Góðtemplara á Akureýri hefst
1. des. kl. 5.30 e. h. í Kaupvangs
stræti 4. Símar 21293 og 11360.
Þátttökugjald er ekkert. Unnið
er úr mosaic, myndir hentugar
til jólagjafa. Innritun stendur
yfir. □
Skíðahótelið opnað
UM næstu helgi taka Skíða-
hótelið og skíðalyftan í Hlíðar-
fjalli til starfa. 1 sumar hefir
verið unnið að endurbótum á
hótelinu og lyftunni til aukins
hagræðis fyrir viðskiptavini.
í desember er fyrirhugað að
hafa lyftuna opna á laugardög-
um frá kl. 13—15.30 og sunnu-
dögum frá kl. 10—12 og 13—
15.30.
Togbrautin við hótelið verður
opin frá 13—-16.30 á laugardög-
um og 10—16.30 á sunnudögum.
Skíðafæri er gott í Hlíðarfjalli
og verða brekkur væntanlega
troðnar.
(Fréttatilkynning)
dágóður línuafli þegar á sjó
gefur, nema hjá togbátum, sem
afla lítið. Mun minni fiskur var
lagður á land í okt. í ár en á
sama tíma í fyrra. Togarinn
Hafliði hefur verið í langri
klössun, eða 3 mánuði og mun-
ar um það, og togbátarnir hafa
siglt með aflann. Vinna í íshús-
unum hefur því verið lítil.
Hlutafélagið Höfn hefur
keypt togskipið Sigurð Bjarna-
son frá Akureyri, og heitir nú
Hafnarnes SI 77 og er á tog-
veiðum.
Á atvinnuleysisskrá voru 240
14. nóv. en bótagreiðslur fengu
160.
Snjór er töluvert mikill. Við
erum óánægðir með vegamálin,
að aðeins einu sinni í viku sé
opnaður vegur og þyrfti að vera
opin leið a. m. k. tvisvar í viku.
J. Þ.
Togarar Ú. A. við bryggju.
(Ljósm.: E. D.)
Ályklanir bæjarsljórnar um logarakaup
BÆJARSTJÓRN Akureyrar
hélt auka-bæjarstjórnarfund á
laugardaginn í tilefni af væntan
legum togarakaupum Ú. A. og
smíði þessara togara á Akur-
eyri.
Samþykkt var eftirfarandi
með öllum atkvæðum:
I.
Bæjarstjórn Akureyrar lýsir
skilningi sínum á þeirri afstöðu
stjórnar Ú. A. til togarasmíði
fyrir félagið á Akureyri, sem
Togskip og eikarbátur til Þórsh.
Gunnarsstöðum 23. nóv. Hrað-
frystistöðin, hreppurinn og
fleiri félög á Þórshöfn hafa
myndað útgerðarfélag og keypt
togskipið Hörpu, Reykjavík, 300
tonna, 3ja ára skip, sem stundað
Frá Bókaíorlagi Odds Björnssonar
BLAÐINU hafa borizt fjórar
bækur frá Bókaforlagi Odds
Björnssonar á Akureyri.
Samferðamenn, minninga-
þættir eftir Jónas Jónsson frá
Hriflu. Jónas Kristjánsson bjó
bók þessa til prentunar og ritar
formálsorð. Hér er um að ræða
mjög margar greinar flestar
stuttar. Bókin er 288 blaðsíðui’,
prentuð hjá POB.
A'ndrés Kristjánsson hefur
um höfundinn sagt: Enginn
Jónas Jónsson frá Hriflu.
maður kunni betur að nota sög-
una sem sjónauka á mannlífið
og málefni nútíðar. Minni hans
og snjöll rökhugsun gerði hon-
um ætíð tiltækar svo hugfleyg-
ar og snjallar líkingar, að hann
gat birt mönnum í andrá og ör-
fáum orðum kjarna flókins
máls, og stundum jaðraði þessi
vígfimi við sjónhverfingar.
Myndræn fegurð og hljómur
máls féll í löð við skapheitt og
súgmikið hugarflug. Enginn ís-
lenkur stjórnmálamaður hefur
haldið á máttugri penna.
Leyndardómu-r Lundeyja er
síðara bindi Guðjóns Sveins-
sonar og þriðja bók höfundar.
Bókin skiptist í 5 kafla, og
fjallar um Bolla, Skúla og
Adda, Dísu og Krumma.
Ástir og lietjudáðir eftir Ingi-
björgu Sigurðai'dóttur er Í4.
skáldsaga, sem eftir hana kem-
ur í bókarformi, 150 blaðsíður
í fremur litlu broti.
Eiginkonur læknanna er
fjórða bókin frá Bókaforlagi
Odds Björnssonar, og er eftir
Frank G. Slaughter, 300 blað-
síðu bók í þýðingu Hersteins
Pálssonar. Nafn þessa höfundar
er góð ti'ygging, sem hér svíkur
ekki. □
hefur síldveiði. Seljendur hafa
skipið á leigu fram til 20. marz.
Þá kemur skipið til heimahafn-
ar og verður gert út þaðan.
Á Þórshöfn er mjög dauft
atvinnulíf um þessar mundir.
Þessa daga eru nokkrir menn
frá Þórshöfn að taka á móti
nýjum, 36 tonna eikarbáti, sem
smíðaður er í Stykkishólmi. En
afhending hans hefur dregizt
mjög, því hann átti að vera til
í júlí í sumar. Verður nú bátur-
inn gerður út á hörpudiska-
veiðar vesti'a fram að áramót-
um, en eftir það kemur hann
heim. Báturinn heitir Skálanes.
Formaður er Kjartan Þorgríms
son, en hann er einn af fjórum
eigendum.
Jörð er að mestu áuð nálægt
sjó en hins vegar jarðlaust orð-
ið á innstu bæjunum, enda þar
kominn mikill snjór.
Fært er til Vopnafjarðar en
illfært eða ófeert til Raufai'-
hafnar. Ó. H.
Jólakort ÆSK komið
AÐ VENJU hefir ÆSK í Hóla-
stifti gefið út jólakort og mun
ágóði af sölu þess renna til
Sumarbúða ÆSK við Vest-
mannsvatn.
Kortið hefir að þessu sinni
teiknað Guðrún Pétursdóttir
nemandi í M. A., Einar Helga-
son teiknikennari hannaði kort-
ið og Valprent prentaði.
ÆFAK-félagar munu um
helgina bjóða Akureyringum
kortið til kaups.
Væntir ÆSK góðra undir-
tekta, nú sem endranær.
fram kemur í bréfi stjórnarinn-
ar frá 20. nóv. sl. Lýsir bæjar-
stjórn því yfir, að hún muni
taka að sér, að greiða hluta af
verði nýrra togara Ú. A., svo
unnt verði að smíða þá á Akur-
eyri. Telur bæjarstjórn rétt, að
þegar samningsgerð við Slipp-
stöðina h.f. lýkur, verði samið
um endanlega kostnaðarþátt-
töku bæjarins í skipasmíðunum
og mun bæjarstjórn Akureyrar
ábyrgjast, að Ú. A. þurfi ekki
að greiða meira en 5% hærra
verð fyrir skip smfðuð á Akur-
eyri en erlendis.
II.
Bæjarstjórn Akureyrar lýsir
yfir, að hún fyrir sitt leyti fall-
ist á, að Ú. A. gangi til samn-
inga við Slippstöðina h.f. um
kaup á einum togara, í aðal-
atriðum í samræmi við útboðs-
lýsingu togarasmíðanefndar rík
isins. Einnig fellst bæjarstjórn
fyrir sitt leyti á, að Ú. A. gerist
kaupartdi að öðrum samskonar
togara, smíðuðum í Slippstöð-
inni h.f., en þó þannig, að eigi
þurfi að ganga frá samningum
um kaup félagsins á því skipi
tímum. Þar sem bifreið þessi er
fyrr en síðar. Lýsir bæjarstjórn
því yfir, að hún muni að sínu
leyti taka á sig fjárhagslegar
skuldbindingar, sem nauðsyn-
legar eru, til að unnt sé að
semja um smíði skipanna við
Slippstöðina. Hins vegar telur
bæjarstjórn sanngjarnt og rétt,
þar sem hér er um að ræða mál,
sem hefur mikla þjóðhagslega
þýðingu, að hæstvirt ríkisstjórn
veiti frekari fyrirgreiðslu en
fram kom í skeyti forsætisráð-
herra frá 20. nóv. sl. og óskar
bæjarstjórn eftir viðræðum við
ríkisstjórnina um það mál hið
fyrsta. □
Bændaklúbbsfundur
verður að Hótel KEA fimmtu-
daginn 3. des. n. k. kl. 21.00.
Frummælandi verður Ólafur
Guðmundsson framkvæmda-
stjóri Bútæknideildar Rann-
sóknarstofnunar landbúnaðar-
ins. Ræðir hann um heyverk-
unaraðferðir og heyvinnuvélar.
Atliugið að fundurinn er á
finuntudaginn 3. des. n. k. □
Ksupa fulikomna sjúkrabifreíð
UM LEIÐ og Flugbjörgunar-
sveitin á Akuréyri þakkar þann
stuðning og styrk, sem bæjar-
búar og aðrir Norðlendingar
hafa sýnt sveitinni á liðnum
ái'um, vill sveitin minna á að
dagana 26. og 29. nóvember
munu félagar úr F.B.S.A. ganga
í hús og bjóða jólapakka sína
til kaups.
Á síðasta ári var keyptur vél-
sleði fyrir hagnaðinn. Sleði
þessi hefur reynzt mjög vel í
alla staði og komið að miklum
notum.
Nú hefur F.B.S.A. ákveðið að
tekjur af jólasölu í ár gangi upp
í kaup á sjúkrabifreið með drif
á öllum hjólum. Bifreið þessi
verður með sjúkrakörfur fyrir
4—5 sjúklinga og búin fullkomn
ustu tækjum, sem völ er á.
Bifreið þessi kemur óinnréttuð
en félagar í F.B.S.A. munu sjá
um að ganga frá klæðningu og
annaiTÍ inru'éttingu í sínum £rí
tímum. Þar sem bifreið þessi er
mjög dýr í innkaupi vonar
F.B.S.A. að bæjarbúar og aðrir
Norðlendingar takj mjög vel á
móti sölumönnum sveitarinnar
er þeir knýja dyra. Verð jóla-
pakkanna í ár er 150 kr.
Stjórn F.B.S.A. vill taka frorn
að tæki sveitarinnar eru til
reiðu hvenær sem hjálpar eða
aðstoðar er þörf og tæki sveit-
arinnar koma að notum.
HANDKNATTLEIKUR
Á AKUREYRI
KL. 4 á laugardaginn, 28. nóv.,
leika í íþróttaskemmunni KA
og Þór. Þetta er fyrsta hand-
knattleikskeppni félaganna í
vetur, og er þess vænst, að
almenningur sýni áhuga á
íþróttinni og fjölmenni í fþrótta
akemmuna. Q