Dagur - 05.12.1970, Side 7
7
- Nýjungár í starfsemi Tónlistarfélags Ak.
(Framhald af blaðsíðu 1)
eins og tónleikasókn og bíó-
ferðir. Jón Hlöðver sagðist vona
að ástandið væri nú að komast
í eðlilegt horf, og að 'fólk gæti
slitið sig frá sjónvarpinu eina
og eina kvöldstund, er gott tón-
listarfólk ber að garði.
Blásarakvintett Tónlistarskól
ans átti að leika á vegum félags
ins í Borgarbíói þ. 20. nóv., og
var gert ráð fyrir að þeir léku
einnig í þremur skólum hér í
bæ. Fimm dögum fyrir tónleik-
ang afsögðu þeir félagar á þeim
forsendum að þeir ættu að leika
í Þjóðleikhúsinu kvöldið eftir
tónleikana hér, og hefði þjóð-
leikhússtjóri gert þá fjárhags-
lega ábyrga fyrir sýningunni
(150.000.00 kr.) ef flugið að
norðan tepptist þann dag.
Reynt var að útvega listamenn
í stað þessara en án árangurs.
Nokkrar breytingar og nýj-
ungar hafa verið ákveðnar á
starfsemi félagsins í vetur og
miða þær að opnara starfi, sem
höfði til bæjarbúa almennt og
jafnframt til skóla bæjarins. í
því sambandi má geta um fjóra
tónleika í skólum bæjarins í
vetur, en á þeim verða hljóð-
færi og tónlist kynnt á lifandi
hátt. Auk hinna venjulegu tón-
leika félagsins mun Philip
Jenkins leika og kynna píanó-
verk í Borgarbíói á fernum tón
leikum í vetur, eða kl. 5 e .h.
á laugardögum. Verði aðgöngu-
miða er mjög stillt í hóf, eða
100 kr. fyrir fullorðna en 50 kr.
fyrir skólafólk og börn. Fyrsta
kynning P. Jenkins verður í
dag kl. 5 e. h.
Aðrir tónleikar félagsins á
þessum vetri verða þann 5.
janúar en þá leikur Hafliði Hall
Til SJÁLFSBJARGAR
EFTIRTALDAR gjafir hafa
borizt: Berklavörn Akureyri kr.
10.000, Guðmundur Ketilsson
kr. 1.500, Stefán Vilmundarson
kr. 1.000, B. S. kr. 3.000, Jó-
hanna Vilhjálmsdóttir kr. 1.000,
Þórhallur Einarsson kr. 1.000,
Anna Friðriksdóttir kr. 2.000,
Guðríður Brynjólfsdóttir kr.
400, Guðrún Guðnadóttir kr.
600.
Sjálfsbjörg bárust eftirtaldar
gjafir á fjáröflunardaginn þann
27. sept. sl.: Frá Dalvík kr. 390,
Þorbjörg og Kristín kr. 370,
börn Snorra og Knúts kr. 550,
Guðm. Sigurgeirsson, Klauf, kr.
270.
A. K. Ólafsfirði kr. 900, H. J.
L. Akureyri kr. 400, R. G. kr.
100, Eyfirðingur kr. 100, áheit
frá aldraðri konu kr. 500, Soffía
kr. 100, N. N. kr. 600.
Sjálfsbjörg þakkar af alhug
gjafir þessar og þann hlýhug og
skilning sém þeim fylgir.
grímsson á nýtt og vandað celló
í Borgarbíói við undirleik P.
Jenkins.
í febrúar munu Rut Magnús-
son söngkona, Jósep Magnús-
son flautuleikari og Guðrún
Kristinsdóttir píanóleikari
koma fram á þriðju tónleikum
félagsins.
Verið er að útvega enskan
fiðluleikara fyrir tónleika í
marz, sem verða á fjórðu.í röð-
inni.
Fimmtu og síðustu tónleikarn
ir á þessu starfsári verða í apríl,
en þá kemur Sinfóníuhljóm-
sveit íslands og er ætlunin að
Philip Jenkins komi fram sem
einleikari sveitarinnar. Fyrir-
tæki þetta er svo kostnaðarsamt
að Tónlistarfélagið verður að
hafa ráðamenn bæjarins og 400
manna hlustendahóp að bak-
hjarli ef þetta stóra takmark á
að nást.
Jón Hlöðver gat þess að lif-
andi hljómsveitaflutningur
væri nauðsynlegur til þess að
efla 'tónlistarsmekk bæjarbúa,
og að skortur á slíkri snertingu
17. Sambandsráðsfundur Ung-
mennafélags íslands var hald-
inn í félagsheimilinu Stapa sl.
sunnudag. Á sambandsráðs-
fundi eiga sæti formenn allra
héraðssambanda og félaga sem
hafa beina aðild að UMFÍ, og er
hann haldinn annað hvert ár.
Mættir voru *fulltrúar frá 18
sambandsaðilum auk gesta en
meðal þeirra var Þorsteinn Ein
arsson íþróttafulltrúi ríkisins.
Fundinn sátu alls um 40 manns.
Að þessu sinni var fundurinn
með nokkru breyttu fyrirkomu
lagi frá fyrri fundum, bæði
hvað dagskrá snerti, meðferð
mála, og stóð auk þess aðeins
einn dag að þessu sinni, í stað
tveggja áður.
Hafsteinn Þorvaldsson for-
maður Ungmennafélags íslands
setti fundinn og flutti skýrslu
stjórnar. í skýrslunpi kom fram
að mörg mál eru á döfinni hjá
UMFí og gert hefur verið stór-
átak á árinu til þess að hrinda
mörgum þeirra í framkvæmd.
Þannig hafa samtökin nú leigt
sér vistlegt skrifstofuhúsnæði
að Klapparstíg 16 og ráðið til
sín framkvæmdastjóra og skrif-
stofustúlku.
Erindrekstur hefur verið
meiri á þessu ári en oftast áður
og mikið samband haft við
aðildarfélögin og þeim veitt
margskonar fyrirgreiðsla af
hálfu skrifstofunnar, þá hafa
tvö ný héraðssambönd hafið
starfsemi sína á þessu ári, og
eitt nýtt ungmennafélag verið
stofnað.
hér í bæ hefði haldið uppi
óhemjulegum fordómum bæði
hinna yngri og eldi'i í garð
hlj ómsveitarf lutnings.
í lok blaðamannafundarins
kom fram að Tónlistarfélagið
hefur á stefnuskrá sinni upp-
byggingu góðs blandaðs kórs,
strokhljómsveitar og fleira.
Bæjarbúar eru sérlega hvatt-
ii' til að sækja „kynningartón-
leika P. Jenkins“ kl. 5 e. h. í
Borgarbíói í dag. Aðgöngumiða
sala fer fram í skólum bæjarins,
bókaverzluninni Huld og einnig
við innganginn.
(Frá Tónlistarfélaginu)
(Framhald af blaðsíðu 1)
rannsókn möguleika til að
virkja Skjálfandafljót við íshóls
vatn. Skal sú endurskoðun og
rannsókn, sem hér er mælt fyr-
ir um, sitja fyrir öðrum meiri
háttar rannsóknum á fallvötn-
um landsins.
5. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.
Með frumvarpi þessu er ítar-
leg greinargerð, þar sem saga
Á þessu síðasta starfsári hófst
nýr og merkur þáttur í starf-
semi UMFÍ, en það er rekstur
Félagsmálaskóla UMFÍ. Hóf
hann starfsemi sína á sl. vetri
og heppnuðust fyrstu námskeið
hans prýðilega vel. Aðalkennari
skólans er Sigurfinnur Sigurðs-
son, Selfossi.
Skinfaxi, félagsrit UMFÍ, hef
ur nú komið út í rúm 60 ár. Er
blaðið gefið út 6 sinnum á ári,
32 síður hvert blað. Kaupend-
um fjölgar stöðugt, og var sam-
þykkt að gera enn stórátak í þá
átt að útbreiða blaðið. Ritstjóri
Skinfaxa er Eysteinn Þorvalds-
son.
17. sambandsráðsfundur
UMFÍ haldinn í Stapa 25. okt.
1970 hvetur sambandsfélög
UMFÍ til öflugrar þátttöku í 14.
landsmóti UMFÍ, sem halda á
að Sauðárkróki dagana 10. og
11. júlí sumarið 1971.
Sambandsaðilar leggi meðal
annars áherzlu á eftirtalin
atriði:
a. Þjálfun íþróttafólks með
þátttöku í landsmótinu í huga.
b. Unnið verði í tíma að út-
vegun samstæðra íþróttabún-
inga á íþróttafólk, svo og félags
merkja og burðarfána, og á ann
an hátt reynt að vanda fram-
komu þátttökuliða á mótinu.
c. Sambandsaðilar bregðist
vel við um útvegun starfsmanna
vegna íþróttakeppni landsmóts-
ins.
d. Sambandsfélagar geri sitt
til þess að auglýsa landsmótið á
sínu sambandssvæði og efni til
hópferðar ungmennafélaga til
mótsins, ef aðstæður leyfa, enda
yrði slík hópferð undir öruggri
fararstjórn og á ábyrgð viðkom
andi héraðssambands.
(Úr fréttatilkynningu)
FIRMAKEPPNI í
HANDKNATTLEIK
N. K. LAUGARDAG fer fram í
íþróttaskemmunni firmakeppni
í handknattleik og hefst kl. 3
og verður áfram haldið sunnu-
dag kl. 1 e. h.
Keppt verður um veglega
verðlaunastyttu, sem gefin var
af Samvinnutryggingum sl. vet
ur, en vannst þá af keppnisliði
fi'á Gunnari Óskarssyni og
Árna Árnasyni. □
FRÁ SJÓNARHÆÐ. Samkoma
n. k. sunnudag kl. 17. Drengja
fundur mánudag kl. 17.30.
Telpnafundur laugardag kl.
14.30.
MINJASAFNH) er opið á
sunnudögum kl. 14.00—16.00.
Sími safnsins er 1-11-62 og
safnvarðar 1-12-72.
Laxárvii'kjunar er að nokkru
rakin, og hver grein frumvarps
ins er nánai' skýrð og rökstudd.
í greinargerð um 1. gr. frum-
varpsins er bent á, að með
henni sé það lagt undir úrskurð
Náttúruverndarráðs, hvort gera
skuli stíflu í Laxá, en þó sett
hámark á stífluna ef til kæmi.
Yrði uppistaðan þá aðeins hluti
af því, sem fyrirhugað var. Gert
ei' ráð fyrir, að áður en Náttúru
verndarráð kveður upp úrskurð
sinn, liggi fyrir hin líffræðilega
rannsókn, sem ákveðið er að
fram fari.
í annarri grein greinargerðar,
er það sjónarmið skýrt, að rétt
þyki að ríkissjóður bæti Laxár-
virkjun eftir mati tjón og auka
kostnað af núverandi virkjunar
framkvæmdum, sem ekki koma
að gagni ef úrskurður fellur á
þá leið, að stíflu megi enga gera,
eða aðeins 18—20 metra.
Greinargerð með þriðju grein
fjallar um, að mikilvægt sé að
Laxá öll geti orðið laxveiðiá,
en óttast sé, að stífla í ánni o. fl.
geri það örðugra en ella, að
koma því í kring.
Fram er tekið, að óheimilt sé
að stofna til virkjunar í efri
hluta Laxár, en hjá Orkustofn-
un hafi verið uppi ráðagerðir
um það, en á vegum Laxár-
virkjunar hafi sú virkjun ekki
verið á dagskrá.
í fjórðu og síðustu grein
greinargerðarinnar eru virkjun
armálin rædd á breiðari grund-
velli og að síðustu bent á, að
með frumvarpi þessu, ef að lög
um yrði, væri Laxárdeilan leyst
á þann hátt, að allir megi vel
við una, þegar hliðsjón sé höfð
af þróun málsins og meðferð
hingað til. □
BRÚÐKAUP. Þann 1. des. voru
gefin saman í hjónaband í
Akureyrarkirkju brúðhjónin
ungfrú Gunnborg Hugrún
Gunnarsdóttir frá Hauganesi
og Pétur Heiðar Sigurðsson
múrai'i. Heimili þeirra er að
Fjólugötu 16, Akureyri. —
Og ungfrú Þórunn Játvarðs-
dóttir og Ólafur Jón Jónsson
stai'fsmaður í Slippstöðinni.
Heimili þeirra er að Hafnar-
stræti 23, Akureyri.
PAKISTANSÖFNUNIN. Frá L.
O. kr. 1.000, Akureyringur
ki'. 100, N. N. kr. 5.000, H. Á.
kr. 1.000. — Beztu þakkir. —
Pétur Sigurgeirsson.
PAKISTANSÖFNUNIN. Hall-
grímur kr. 500, E. S. kr. 200,
R. J. kr. 200, K. J. kr. 1.000,
A. G. og fjölskylda kr. 500,
S. H. kr. 100, G. J. kr. 300. —
Samtals kr. 2.800.00.
FRÁ Sálarrannsóknafélaginu.
Fundur verður haldinn í Al-
þýðuhúsinu þann 8. des. kl.
20.30. Ólafur Tryggvason tal-
ar um ný viðfangsefni. Félög-
um og gestum þeirra heimill
ókeypis aðgangur. — Stjórnin
BAZAR. Kvenfélagið Fi'amtíð-
in heldur köku- og muna-
bazar laugai'daginn 5. þ. m.
kl. 4 e. h. að Hótel KEA.
Ágóðinn rennur til Elli—
heimilisins.
Óska að taka á leigu eða
kaupa TRILLU eða
BÁT, allt að 12 tonnum.
Uppl. í síma 1-23-44,
eftir kl. 19 á kvöldin og
um helgar.
HLUTAVELTA
verður lialdin í Alþýðu-
húsinu sunnud. 6. des.
kl. 16. Ágóðinn rennur
til barnanna á Sólborg.
Starfsfólk Sólborgar.
-
I
1
i
I
M'mar beztu þakkir fyrir heimsóknir, gjafir, blóm
, og heillaóskir á 80 ára afmæli mínu.
Guð blessi ykkur öll. <p
| ' ÞORGERÐUR SIGGEIRSÐÓTTIR, |
© Önndsstöðum. f
I- ' i
Innilegar þakkir til allra fjaer og nær, sem sýndu
mér og mínaim samúð við andlát og jarðarför
móður minnar,
JÓHÖNNU JÓHANNSDÓTTUR.
Með kærri kveðju.
Sigurlína Guðmundsdóttir.
KARLMANNAFÖT
MANCHETTSKYRTUR
SNYRTIVÖRUR
GJAFAKASSAR -
- góðar vörur
P ó s t s e n d u m
Frá saibindsráðsfundi UMFS
- Frumvarp um virkjanir í Þingeyjarsýslu
©AUOUSINCASTOFAK