Dagur - 23.12.1970, Page 4
4
5
(----------------------^
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Símar 1-11-66 og 1-11-67
Ritstjóri og ábyrgðariuaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓN SAMÚELSSON
Prentverk Odds Björnssonar h.f.
Á RÉTIRI LEIÐ
í FRUMVARPI því, sem Gísli Guð-
mundsson, Ingvai' Gíslason og Steíán
Valgeirsson fluttu á þingi um virkj-
un fallvatna í Þingeyjarsýslum, er
gert ráð fyrir því, að Náttúruvernd-
arráð skeri úr um það, hvort hækka
megi vatnsborð Laxár upp að Birn-
ingsstaðaflóa, enda hafi áður farið
fram rannsókn sú, er gert var ráð
fyrir í ráðherrabréfi 13. maí sl. Sam-
kvæmt lögum er Náttúruverndarráð
skipað sjö mönnum. Eru þrír þeirra
tilnefndar af Náttúrufræðistofnun-
inni, einn af Búnaðarfélagi Islands,
einn af Skógræktaifélagi íslands og
einn af Verkfræðingafélagi íslands.
En sá sjöundi, formaðurinn, er til-
nefndur af ráðlierra.
Auðvitað er til þess ætlast, að
byggt sé á hinum vísindalegu rann-
sóknum, en talið æskilegt, að síofn-
un af þessu tagi, ekki pólitískur ráð-
herra, taki liina formlegu ákvörðun,
hver svo sem ráðherrann er eða kann
að verða.
Síðan frumvarpið var flutt hefur
það nú gerzt í þessu máli, að nefnd
sú er ráðherra skipaði 26. júní sl.
„til athugunar og tillögugerðar við
framkvæmd rannsókna á vatnasvæði
Laxár," kom saman á fund í Reykja-
vík 14. des. sl. ásamt tveim vísinda-
mönnum íslenzkum, og einum er-
lendum, sem gert er ráð fyrir að sjái
um rannsóknarstörf. f nefndinni er
m. a. formaður Landeigendafélags-
ins, og fulltrúi frá Laxárvirkjunar-
stjóm. Þessi fundur virðist hafa bor-
ið góðan árangur. Samkvæmt niður-
stöðum, sem birtar hafa verið frá
fundinum, eru allir nefndar menn
sammála um, hvemig haga skuli
rannsóknunum og liverjir skuli ann-
ast þær. f fyrsta lagi á að rannsaka
eðlis- og efnafræðilega eiginleika Mý
vatns og Laxár. í öðru lagi er gert
ráð fyrir vatnalíffræðilegum rann-
sóknum og í þriðja lagi fiskirann-
sóknum, og að rannsóknirnar taki
allt að þrem árum, þótt líklegt sé, að
sumum þessum þáttum megi ljúka
fyrr. Ennfremur var fjallað um
kostnað og mannaflaþörf. Nefndin
taldi nauðsynlegt að rannsaka Laxá
bæði ofan og neðan virkjunar, Mý-
vatn og vatnasvæðið í heild. Þá segir
nefndin, að rannsaka þurfi og fá úr
því skorið, hvaða áhrif fyrirhuguð
rennslisvirkjun kunni að hafa á lax-
ræktarmöguleika í Laxá ofan virkj-
unar og för niðurgönguseyða til
sjávar. Þar sem nefndin var skipuð
af ráðlierra og var sammála um öll
framangreind atriði, er þess nú að
vænta, að tillögur hennar verði framj
kvæmdar og er án efa mjög mikils-
vert að eignast þá vitneskju, sem þær
rannsóknir munu leiða í ljós. □
Slefna Framsóknarflokksins í verki
HÉR verða enn nehid nokkur
mál, seni heyra undir stefnumál
Framsóknarflokksins, og með
þeim lýkur greinaflokki þessum
að sinni.
SKULDAMÁL BÆNDA.
Frumvarp til laga um breyt-
ingu á lausaskuldum bænda í
föst lán og skuldaskil.
Lög um þetta hafa áður verið
sett, sem kunnugt er, en að
dómi Framsóknarmanna hafa
þau verið ófullnægjandi og því
er frumvarp þetta flutt. Fjallar
fyrsti kafli þess um lausaskuldit
lán og annar kafli um skulda-
skil fyrir þá, sem ekki geta not-
að sér lausaskuldalánin svo að'
gagni komi.
í lausaskuldakaflanum eru
þessi ákvæði helzt:
Að lögin nái yfir tímabilið
1960—1970. Að lögin taki einnig
til Iausaskulda, sem liafa mynd-
azt vegna bústofns- og fóður-
kaupa. Að vextir verði ekki
yfir 6%. Að heildarlánsupphæð
megi vera 80% af matsverði. Að
einnig verði tekið veð í vélum
bænda og vinnslustöðvum
þeirra. Að lögin nái til lausa-
skulda lijá fyrirtækjusn bænda,
sem komið hafa upp vinnslu-
stöðvum en ekki fengið nægi-
leg stofnlán. Að Seðlabankinn
kaupi á nafnverði bankavaxta-
bréf, sem veðdeild Búnaðar-
bankans gefur út vegna lán-
veitinga.
I skuldaskilakaflanum er gert
ráð fyrir því, að skuldaskila-
sjóður greiði sjálfur helming
þeirrar fjárhæðar, sem skuldu-
naut er gefinn eftir.
RANNSÓKN VERÐ-
HÆKKANA.
Flutt hefur verið á vegum
Framsóknarflokksins tillaga til
þingsályktunar þess efnis að
neðri deild kjósi, samkvæmt 35.
grein stjórnarskrárinnar, nefnd
deildanna til að „rannsaka þær
verðhækkanir, sem orðið hafa
síðan kaupsamningar voru gerð
ir í jnúímánuði síðastliðnum,
enda kynni hún sér sérstaklega,
hvort um sé að ræða ólöglega
miklar verðliækkanir, er krefj-
ist sérstakra aðgerða varðlags-
yfirvalda og leggi niðurstöður
sínar fyrir Alþingi.“
LAXVEIÐI í SJÓ.
Tillaga til þingsályktunar um,
að ríkisstjórnin beiti sér fyrir
samkomulagi Evrópuþjóða um
algert bann við laxveiðum í
Norður-Atlantshafi.
NÁTTÚRUGÆÐANEFND.
Frumvarp til laga um breyt-
ingu á orkulögum. f því er gert
ráð fyrir, að skipuð verði nátt-
úrugæðanefnd með fulltrúum
frá Sambandi íslenzkra raf-
veitna, Rannsóknarráði íslands,
Búnaðarfélagi fslands, Náttúru
verndarráði og Veiðimálanefnd,
og sé hún orkumálastjóra til
ráðuneytis í virkjunarmálunl
með það fyrir augum, að tekið
verði tillit til náttúrugæða og
náttúruverndar.
- Tónleikar um jól...
(Framhald af blaðsíðu 1).
Þorgerður Eiríksdóttir á píanó
og einnig' mun Heiðdís Norð-
fjörð lesa upp úr jólaguðspjalli.
Þessir aðilar hafa allir í sam-
einingu sett saman einkar
ánægjulega efnisskrá, sem
stendur mjög í tákni jólanna.
Þarna er ævagamalt lag úr
Grallaranum 1594 útsett af Jóni
Þórarinssyni, lög eftir þá
Heinrich Isaac og Michael
Praetorius og fleira mætti telja.
Þá munu Karlakór Akureyrar
og Gígjan syngja fjögur lög
sameiginlega undir stjórn Jóns
Hlöðvers Áskelssonar.
Eftir nýár eða þriðjudaginn
5. janúar mun svo Tónlistar-
félag Akureyrar efna til tón-
leika í Borgarbíói þar sem Haf-
liði Hallgrímsson leikur á celló
við píanóundirleik Philips
Jenkins, en um þá tónleika er
getið á öðrum stað í blaðinu í
fréttatilkynningu frá félaginu.
S. G.
OPIÐ
ANNAN JÓLADAG
FRÁ KLUKKAN 10-12 Á HÁDEGI.
KJÖRBUÐIR
KEA
Nýkomið!
Heilir KARLMANNAINNISKOR
* -K -K
Hinir margeftirspurðu
svörtu SVAMPINNISKÓR
komnir aftur og einnig margar aðrar gerðir af
KVENINNISKÓM
-K -X *
INNISKÓR BARNA
— 3 gerðir — stærðir 20—28.
SKÓVERZLUN M. H. LYNGDAL
Félag íslenzkra bifreiðaeigenda
HAGNÝTING FISKI-
MIÐANNA.
Tillaga til þingsályktunar um
undirbúning lieildarlöggjafar
um hagnýtingu fiskimiðanna,
umhverfis landið. Gerir tillag-
an ráð fyrir ákveðnum veiði-
svæðum fyrir nánar tilgreindar
tegundir veiðarfæra og nauðsyn
lega friðun uppeldisstöðva.
ÁFENGISVARNARSJÓÐUR.
Frumvarp til laga um að skip ;
aður verði Áfengisvarnarsjóður,
sem fái í sinn hluta 3% af hagn
aði Áfengis- og tóbaksverzlun-
ar ríkisins.
ÚTFLUTNINGUR OG
MARKAÐSMAL.
Tillaga til þingsályktunar um j
útflutningsráð, er verði sjálf-
stæð stofnun, skipuð fulltrúum
helztu samtaka íslenzkra út-
flytjenda og atvinnuvega og
njóti aðstoðar utanríkisþjónust-
unnar. f nágrannalöndunum
liefur slíkri starfsemi verið konl
ið á fót.
FÓLKSFLUTNINGAR MEÐ
STRÖNDUM FRAM.
Tillaga til þingsályktunar um 1
að gerð verði áætlun um smíði
og rekstur strandferðaskips til
farþegaflutninga.
RANNSÓKN FISKVERÐS.
Tillaga til þingsályktunar um
að rannsakað verði í samráði
við fulltrúa fiskseljenda og fisk
kaupenda, hverjar séu ástæður
til mismunar á fiskverði hér og
í Noregi. Um þennan verðmun
hefur verið ræít og deilt árum
saman og er nauðsynlegt að afla
upplýsinga um það', sem menn
geta bæði treyst og viðurkennt.
ATHUGASEMD frá stjórn FÍB
vegna frumvarps til laga um
breytingu á vegalögunum, nr.
23 16. apríl 1970, sem nú lig'gur
fyrir Alþingi.
1. Á Landsþingi FÍB sem
haldið var 5.—6. desember 1970
var þeim áfanga fagnað, sem
undanfarið hefur náðzt í undir-
búningi gerð framkvæmdaáætl
ana og lagningu hraðbrauta.
Ennfremur lýsti þingið yfir
ánægju sinni yfir því, að hlut-
fallslega stærri hluta af tekjum
ríkisins af bifreiðum og rekstr-
arvörum þeirra hefur á síðast-
liðnu ári verið varið til vega-
gerðar.
Landsþingið ítrekar fyrri sam
þykktir sínar, að öllum eða
meiri hluta tekna ríkisins af
bifreiðum og rekstrarvöi'um
þeirra verði um nokkurt árabil
varið til vegamála.
Telur FÍB ekki þörf á frekari
hækkunum á rekstrarvörum
bifreiða.
2. íslenzkir bifreiðaeigendur
hafa undanfarin ár borið all-
rniklar byrðar vegna vegamála
og stöðugt bent á þá þjóðhags-
legu nauðsyn, að hér séu byggð
ir varanlegir vegir.
Á síðastliðnum 10 árum hafa
tekjur ríkissjóðs af umferðinni
verið kr. 6.270 milljónir. Þar af
varið kr. 2.644 milljónum til
vegamála. Mismunur kr. 3.626
milljónir.
Þetta samsvarar að aðeins
42.2% af framlagi bifreiðaeig-
enda hefur verið varið til vega-
mála.
3. FÍB bendir á það, að þær
tekjur, sem Vegasjóð vanti, til
að ljúka við áætlaðar hraðbraut
ir hafa þegar verið greiddar af
bifreiðaeigendum. Árið 1969
greiddu bifreiðaeigendur kr.
r
AskeSI Snorrason tónskáld
Kveðja frá Karlakór Akureyrar
VIÐ andlátsfregn Áskels Snorra
sonar tónskálds setti okkur
gömlu félaga hans úr Karlakór
Akureyrar hljóða. Minningar
koma fram í hugann hver af
annarri, frá samverustundum
okkar á fyrstu árum karlakórs-
ins, en Áskell var stofnandi
kórsins ásamt nokkrum áhuga-
sömum ungum mönnum, og var
fyrsti söngstjóri hans. Óslökkv-
andi áhugi hans og fórnarlund
fyrir málefnum kórsins unnu
bug á öllum erfiðleikum. Hann
hafði einstakt lag á að laða fram
það fegursta og bezta í rödd
hvers einasta manns, sem hann
hafði fengið til að leggja kórn-
um lið.
Framkoma hans öll einkennd
ist af svo sérstakri hjartahlýju
og góðvild, að sjaldgæft er.
Ætíð stóð okkur heimili hans
opið til æfinga eða funda ef á
þurfti að halda, og bjó hann þó
þröngt á þeim árum, en þar var
jafnan nóg rúm fyrir gesti, og
margar ógleymanlegar stundii'-
áttum við á heimili þein-a
hjóna, Áskels og frú Guðrúnar
Kristjánsdóttur, en hún er nú
látin, aðeins nokkrum vikum
á undan manni sínum. Yfir því
hvíldi sérstakur menningar-
blær, sem einkenndist af list-
fengi húsráðenda í smáu og
stóru.
Eftir að Áskell varð að hætta
söngstjórn af heilsufarsástæð-
um fylgdist hann af áhuga með
störfum kórsins og bar hag hans
ætíð mjög fyrir brjósti. í virð-
ingar- og þakklætisskyni fyrir
störf hans í þágu kórsins var
852 milljónir. Til vegamála var-
ið kr. 482 milljónum. Mismunur
kr. 370 milljónir.
Árið 1970 (áætlun) kr. 866
milljónir. Varið til vegamála
(áætlun) kr. 510 milljónir. Mis-
munur kr. 356 milljónir.
Viðbótarfjárþörf Vegasjóðs
árið 1971 er áætluð kr. 284.3
milljónir, svo að ekki er þörf á
nýjum álögum á bifreiðaeigend
ur heldur meiri sparnað á þeim
fjármunum er ríkisvaldið hefur
þegar fengið.
4. FÍB mótmælir harðlega
þeim vinnubrögðum ríkisvalds-
ins að koma aftan að bifreiða-
eigendum með nýjar álögur á
þeim tíma, sem verðstöðvunar-
lög eru í gildi.
Þess er getið í blaðafregnum,
að gert hafi verið ráð fyrir
benzín- og þungaskattshækkun
í verðstöðvunarlögunum en í
- Meðalaldur og dánarorsakir
(Framhald af blaðsíðu 8).
in er hin háa fæðingaratla og
hin háa dánartala af völdum
barnsfara í þessum löndum.
Yfirlit yfir dánarorsakir.
Yfirlit yfir dánarorsakir í
heiminum sýnir, að hjartasjúk-
dómar og krabbamein eru efst
á blaði í flestum iðnaðarlönd-
um. í vanþróuðum löndum er
yfirleitt látið uppi að algeng-
asta dánarorsök sé ellihrum-
leiki, án þess hann sé nánar
skilgreindur.
í Japan, Portúgal og Búlgaríu
eru æðasjúkdómar algengustu
dánarorsakir, en maga- og
þarmasjúkdómar valda flestum
dauðsföllum í Arabíska sam-
bandslýðveldinu, Costa Rica og
Colombíu. □
frumvarpinu, sem samþykkt
voru á Alþingi 18. nóvember
1970, er hvergi nokkurs staðar
minnzt á þetta atriði.
Hvað sagt er munnlega á Al-
þingi, er svo annað mál og telur
FÍB það ósæmilega framkomu
og virðingarleysi gagnvart ís-
lenzku þjóðinni, að Alþingi
þverbrjóti sín eigin lög og að
ríkisvaldið hafi forgöngu í því,
að hækka vöruverð og leggja á
aukna skatta, þegar þjóðin öll
verður að búa við verðstöðvun.
5. Allur samanburður við
Norðurlönd um lægra benzín-
verð er órökstuddur.
6. Bifreiðaeigendur hafa þeg-
ar greitt á árinu 1969 og sam-
kvæmt áætlun 1970, kr. 726
milljónir umfram það, sem var-
ið hefur verið til vegamála og
eru fúsir til að bera þær byrðar
í framtíðinni, sem þeim ber í
uppbyggingu vegakerfisins, inn
an skynsamlegra marka. En
meðan verðstöðvunarlög eru í
gildi, þá mótmælir FÍB þessum
auknu álögum og hvetur alla
alþingismenn til að standa vörð
um þessa réttlætiskröfu.
Stjórn FÍB.
hann kjörinn heiðursfélagi
hans.
Þó Áskell flytti til Reykjavík
ur fyrir allmörgum árum, shtn-
uðu ekki tengsl okkar við hann
að fullu, því þó ekki væri um
persónulegt samband að ræða,
heyrðum við hann öðru hverju
í útvarpinu leika á kirkjuorgel
sín sérkennilega fögru tónverk,
en okkur fannst þau lýsa öðru
fremur góðvild hans og hjarta-
hlýju.
Hann ávann sér virðingu
allra, sem kynntust honum og
er hans nú sárt saknað' af sam-
ferðamönnunum, en þó mest af
þeim, sem næst honum stóðu.
Far þú í friði,
friður guðs þig blessi.
Hafðu þökk
fyrir allt og allt.
ÁVALLT FYRIRLIGCJANDI
vörur í fjölbreyttu úrvali
A HAGSTÆÐU VERÐI
SENDUM GEGN PÓSTKRÖFU
KAUPFÉLAG EYFIRDINGA
Nýlenduvörudeild
Vefnaðarvörudeild
Herradeild
Jám- og Glervörudeild
Byggingavörudeild
Skódeild
Véladeild
Raflagnadeild
Olíusöludeild
Kjötbúð
Stjömu Apótek
Gummíviðgerð
Þvottahúsið Mjöll
Vátryggingadeild
Hótel KEA
Matstofa
Útgerðarfélag
Brauðgerð
Efnagerðin Flóra
Mjólkursamlag
Kjötiðnaðarstöð
Reykhús
Skipasmíðastöð
Smjörlíkisgerð
Sláturhús og frystihús
Sameign SÍS og KEA:
Kaffibrennsla Akureyrar
Efnagerðin Sjöfn
T engdamamma
verður sýnd í Laugarborg sunnudagskvöldið 27.
des. kl. 20.30. — Aðgöngumiðar við innganginn.
LAUGARBORG.
tst'-
★ IGNIS heimilisfæki
FYRIRLIGGJANDI:
EiT KÆLISKÁPAR - allar stærðir
Z.%* FRYSTIKISTUR
ÞVOTTAVÉLAR
-K Gæðárvara á góðu verði.
RAFTÆKNI - Ingvi R. Jóhannsson
Geislagötu 1 - Akureyri - Sími 1-12-23 og 1-20-72.
SENDUM FELAGSMÖNNUM
KAUPFÉLAGSINS,
STARFSFOLKI ÞESS
OG YIÐSKIPTAYINUM
BEZTU OSKIR UM
gleðileg jól,
farscelt nýtt ár,
MEÐ ÞOKK FVRIR ÞAÐ,
SEM ER AÐ LÍÐA