Dagur - 17.02.1971, Blaðsíða 1
Dagu
LIV. árg. — Akureyri, mlðvikuðaginii 17. febrúar 1971 — 7. tölubl.
LÁGFREYÐANDI
vofl^ílAR
FILMU HÚSIÐ
Hafnarstræti 104 Akureyrl
Sími 12771 • P.O. Box 397
SÉRVERZIUN:
LJÖSMYNDAVÖRUR
FRAMKÖLLUN - KOPIERING
Konudagur -
Á SUNNUDAGINN kemur, 21.
febrúar er konudagurinn, en
þá, eins og á undanförnum ár-
um, er það sem Lionsklúbbur
Akureyrar hefur sína árlegu
fjársöfnun með blómasölu, og
koma meðlimir hans í hvert hús
í bænum með blómvendina.
Eins og ávallt áður, vonar
klúbburinn að fá sömu góðu
móttökurnar hjá bæjarbúum.
Þess skal getið, að öllum
ágóða af sölunni, nú eins og
Lionsblóm
áður, er varið til ýmiskonar
styrktarstarfsemi, og alltaf
reynt að styrkja það sem mest
er aðkallandi hverju sinni.
Á síðastliðnu ári var m. a.
gefið Fjórðungssjúkrahúsinu
mjög nauðsynlegt tæki til notk-
unar við hjartasjúklinga, svo-
nefnt gjörgæzlutæki. Þá var
gefið vandað píanó vistheimil-
inu Sólborg, og fleiri gjafir til
sjúkra og aldraðra.
(Fréttatilkynning)
HLUTAFÉLAGIÐ ,,Flóabátur-
inn Drangur h.f.“ var stofnað á
Akureyri 10. febrúar. Hlutafé
er rúmar 8 millj. kr. og skiptist
þannig milli eigenda í stórum
dráttum, að i'íkissjóður á 49%,
Steindór Kr. Jónsson, fyrrver-
andi elgandi Drangs, á 25% og
sveitai'félögin Akureyri, Siglu-
fjörður, Ólafsfjörður, Hrísey og
Grímsey eiga samtals 26%.
Heimili félagsins er á Akureyri.
Stjórnina skipa Bjarni Einars
son, bæjarstjóri á Akureyri, for
maður, Ásgrímur Hartmanns-
son, bæjarstjóri í Ólafsfirði,
Stefán Friðbjarnarson, bæjar-
stjóri í Siglufirði, Steindór Kr.
Jónsson, skipstjóri, Akureyri,
og Sigurður Ringsted, banka-
útibússtjóri, Akureyri.
Tilgangur félagsins er að
kaupa ms. Drang og annast
rekstur hans og er skipinu ætl-
að að stunda fastar ferðir milli
hafna við Eyjafjöi'ð. Endanlega
er ekki búið að ganga frá áætl-
unarferðum Drangs en í viðtali
við Steindór Kr. Jónsson á
mánudaginn, sagði hann að þær
yrðu tvær í viku og með svip-
uðum hætti og þær voru áður.
Skipstjóri verður Steindór
Kr. Jónsson og er áhöfn ráðin,
og fyrsta áætlunarferðin farin
í gær, þriðjudaginn 16. feþrúar. Frummælendumir, Hákon, Baldur og Olafur. (Ljósm.: G. P. K.)
Aili Akureyrartogaranne
ÚTGERÐARFÉLAG Akureyr-
inga h.f. hefur sent frá sér yfir-
lit um afla og nýtingu fyrir-
tækisins fyrir síðasta ár.
Togarar félagsins eru: Kald-
bakur, Svalbakur, Harðbakur
og Sléttbakur.
Veiðiferðir skipanna urðu
alls 83 talsins, móti 94 árið 1969.
Þar af voru farnar 20 söluferðir
með afla til annarra landa, móti
11 söluferðum 1969.
Heildarafli skipanna varð
13.950 tonn móti 14.721 tonni
árinu áður, sem fengust á 1.033
veiðidögum móti 1.055 veiðidög
um árið 1969.
Aflanum ráðstafað þannig, að
landað var á Akureyri 10.955
tonnum. Úr honum fengust
3.249 tonn af freðfiski eða
120.115 kassar, 57 tonn skreið
og 215 tonn saltfiskur. Ennfrem
ur var landað á Akureyri 105
tonnum af lýsi.
Aflamismunur millí áranna
1969 og 1970, sem er lægri síð-
ara árið, stafar fyrst og fremst
af færri veiðidögum.
Greidd vinnulaun á árinu
LUKKURIDDARINN
Dalvík 16. febrúar. Mjólkur-
bílarnir voru 9 klst. frá Akur-
eyri í gær, bæði sökum ófærðar
og illviðris. En í dag mun snjó-
blásarinn hreinsa vegi eftir því
sem tími vinnst til.
Loftur Baldvinsson og Bjarmi
II eru að fara á loðnuveiðar,
leggja sennilega af stað á morg-
un. í sl. viku lögðu Björgvin og
Björgúlfur upp 70 tonn af fiski,
þrátt fyrir miklar ógæftir.
Minni bátar hafa lítið á sjó kom
izt. Margrét og Arnar eru byrj-
uð með net en aflinn hefur eng-
inn verið ennþá.
Leikfélag Skagfirðinga sýndi
hér Lukkuriddarann undir leik
stjórn Magnúsar Jónssonar við
gcðar undirtektir.
Nokkrir ísjakar hafa borizt
upp á Böggvisstaðasand. J. H.
urðu: Fyrir landvinnu 51.682
millj. kr. og til sjómanna 49.647
millj. kr., eða samtals 101.329
millj. kr.
Kaldbakur aflaði 3.297.447
kg. Skipstjóri Sverrir Valdi-
marsson.
Svalbakur aflaði 3.417.662 kg.
Skipstjóri Halldór Hallgríms-
son.
Harðbakur aflaði 3.694.168
kg. Skipstjóri Ári Stefánsson.
Sléttbakur aflaði 3.540.897 kg.
Skipstjóri Ketill Pétursson.
í janúar á þessu ári munu
freðfiskbirgðir hafa verið af-
skipaðar að fullu. □
Á fundi ungra Framsóknarmanna í Borgarbíói sl. sunnudag.
(Ljósm.: G. P. K.)
Góður fundur ungra Framsóknarmanna
Á LAUGARDAGINN efndu
ungir Framsóknarmenn til
opinbers fundar í Borgarbíói
á Akureyri. Umræðuefnið var
staða og framtíð vinstri hreyf-
ingar á íslandi.
Frummælendur voru: Ólafur
Ragnar Grímsson, Baldur Ósk-
arsson og Hákon Hákonarson,
en fundarstjóri var Hákon
Eiríksson.
Aðsókn var meiri en flestir
bjuggust við, hálft hús eða
meira. Frummælendur ræddu
flokkaskipunina í landinu og
færðu að því gild og öfgalaus
Mörg snjóflóð féllu á Siglufirði
Siglufirði 15. febrúar. Mörg
snjóflóð hafa fallið hér á sama
sólarhringnum. Fyrsta snjóflóð-
ið féll kl. 7 í gærkveldi. Kom
það úr fjallinu ofan við kaup-
staðinn, þar sem aldrei hefur
fallið snjóflóð svo menn viti, úr
Gimbraklettum. Það lenti á
efsta húsinu, við Hlíðarveg.
Þar býr Kjartan Bjarnason,
kona hans Helga Gísladóttir og
sonur þeirra Sigurjón. Flóðið
lenti á suðvesturhluta hússins,
braut glugga, fór inn í borð-
stofu og út að austan. Konan,
er sat á stól í borðstofunni fór
í kaf. Bóndi hennar sat einnig
fastur en Sigurjón, er stóð á
öðrum stað, slapp, og hringdi
til lögreglunnar. Vísismenn, er
voru að koma af söngæfingu,
áttu þarna leið og komu til
hjálpar, ásamt lögreglunni. Kon
an var flutt í sjúkrahús.
I morgun sást svo, að alhnörg
fleiri snjóflóð höfðu fallið, bæði
norðan við aðalbyggðina og upp
af bænum sunnar.
Tíu fjárhús stóðu upp af bæn-
um sunnanverðum. Fimm
þeirra voru horfin og þar fórust
um 70 kindur, einnig verulegt
magn af heyi. Jóhann Rögn-
valdsson átti stærsta húsið og
missti hann það og 30 kindur.
Sigurbjörn Bogason og Anton
Sigurbjörnsson áttu annað hús,
er flóðið tók og misstu yfir 20
fjár og Gunnar Guðmundsson
missti 10 eða 12 kindur og Ragn
ar Gíslason missti 5 kindur.
(Framhald á blaðsíðu 5)
Nýja sorphreinsunin á þessu ári
FYRIR hálfu öðru ári sam-
þykkti bæjarstjórn Akureyrar
að varpa öskutunnum fyrh’
borð og taka upp auðveldari
sorphreinsunaraðferðir, þ. e.
■þann þátt þeirra hreinsunar, er
beinast snertir íbúana. í stað-
inn fyrir sorptunnurnar áttu að
koma léttir pokar í grind.
Bæjarverkfræðingi var falin
framkvæmd málsins og örlaði á
úrlausnaráhuga sumra aðila
fyrir síðustu bæjarstjórnarkosn
ingar,.en hann virtist hafa dvín
að að þeim loknum, án þess þó
að kulna alg-arlega.
Nú þegar ei' farið að fram-
leiða hér á Akureyri sorpplast-
poka fyrir Kópavogskaupstað,
en grindur eru framleiddar
syðra. Virðást tími til kominn,
að Akui'eyri verði ekki langt á
eftir, ef fyrri samþykkt er enn
í gildi. Mun bæjarverkfræðing-
ur ætla að bjóða norðlenzkum
aðilum að annast smíði grind-
anna en útboð mun verða gert
gegnum Innkaupastofnun ríkis-
ins, svo sem gert var syðra.
Telur verkfræðingur, að
hreyfing komist á þetta mál á
næstunni, og að síðar á þessu
ái'i muni hin nýja aðferð komin
til framkvæmda. □
rök, að vinstri flokkum og
flokksbrrotum á íslandi myndi
naumast vegna vel á komandi
árum eða hafa styrk til að
koma hugsjónamálum sínum
verulega áleiðis nema að sam-
einast að verulegu leyti og
mynda á þann hátt öflugan
vinstri flokk. f viðræðum við
unga menn annarra vinstri
flokka kæmi fram vaxandi
skilningur á þessu máii, sögðu
þeir, og sameining vinstri afl-
anna í landinu væri þess ein
megnug að velta íhaldinu úr
sessi, en það hefði nú lykilað-
stöðu til pólitískra valda og
gæti stjórnað með tilstyrk að-
eins eins af hinum minni flokk-
unum.
Fundargestir tóku frumræð-
um mjög vel og á eftir hófust
umræður og tóku eftirtaldir
þátt í þeim: Ingvar Gíslason og
Stefán Valgeirsson alþingis-
menn, Þórður Ingimarsson, Pét
ur Gunnllaugsson, Ingimar Ey-
dal, Haraldur M. Sigurðsson,
Kristín Aðalsteinsdóttir og Ósk
ar Guðmundsson, að síðustu
frummælendur, sem þá svöruðu
fyrirspurnum.
Fundurinn þótti takast mjög
vel og lýstu fundarmenn yfir
ánægju sinni með hann. □
DRANGUR SIGLIK Á NY