Dagur - 10.03.1971, Síða 1

Dagur - 10.03.1971, Síða 1
F1L.MU HÚSIÐ Hafnarslrætj 104 Akurcyri Sími 12771 • P.O. Box 397 SÉRVERZLUN: LJOSMYNDAVÖRUR FRAMKÖLLUN - KOPIERING Húfuverksmiðja í Borgarnesi Á VEGUM Iðnaðardeidrar SÍS er nú angt komið undirbúningi að stofnsetningu verksmiðju í Borgarnesi, sem framleiða á kuldahúfur úr íslenzkum pelsa- Bændaklíibbsfimdur verður að' Hótel KEA mánu- dagskvöldð 15. þ. m. og hefst hann kl. 21. Sýndar verða skuggamyndir teknar í bænda- för sl. sumar. Einnig mun verða myndagetraun og umræður um daginn og veginn. AHir þótttakendur í bænda- förinni eru minntir ó að þeirra sé vænst, ef ástæður leyfa. □ skinnum frá Iðunni. Verður verksmiðjan í sama húsnæði og verksmiðjan Vör, sem deildin rak þar fyrir nokkrum árum. Þegar þetta er ritað er verið að vinna við að setja verksmiðjuna upp, og er því starfi svo langt komið, að væntanlega verður starfræksla hennar hafin um þær mundir er blaðið kemur til lesenda. Verksmiðjustjóri verður Björgvin Oskar Bjarnason. sem verið hefur starfsmaður hjá Iðn aðardeild undanfarið, og var hann í Þýzkalandi um þriggja mánaða skeið á sl. árj á vegum deildarinnar við að kynna sér framleiðslu á kuldahúfum. □ Norskar konur vinna mikið úti NORSKA hagstofan kannaði nýlega fjölda útivinnandi giftra kvenna þar í landi og gerði jafn framt könnun á viðhorfum heimaverandi húsmæðra til vinnu utan heimilisins. í ljós HELGI VALTYSSON LÁTINN- — - HELGI VALTÝSSON rithöf- undur lézt á Akranesi 6. marz, á 94. aldursári. Hann var lengi kennari bæði í Noregi og hér á landi, einnig blaðaniaður, rithöfundur, skáld og þýddi margar bækur. Bú- settur var hann á Akure.vri frá 1935 og þar til fyrir örfáum ár- um, að hann fluttist suður á Akranes. i Helgi Valtýsson var fjölgáfað ur hugsjónamaður og hinn ágætasti drengur. □ 1163 atvinnulausir UM síðustu mánaðamót voru 1163 íslendingar skráðir at- vinnulausir á landinu öllu. Þar af voru langflestir í kaupstöðun um, eða 758. 58 voru skrððir í kauptúnum með 1000 íbúa eða fleiri, en 352 í öðrum kauptún- um. Um næstu mánaðamót á und- an voru 1329 atvinnulausir, og hefur því tala þeirra minnkað nokkuð. Hér á Akureyri urðu margir atvinnulausir vegna stöðvunar togaranna, enda mikil togara- útgerð hér, auk fiskverkunar og munar því mikið um þennan þátt atvinnulífsins í bænum. Að öðru leyti hefur atvinna verið sæmileg á Akureyri og í sumum greinum aukin starf- semi atvinnugreina. □ kom, að 23% allra giftra kvenna yngri en 60 ára í Noregi hafa vinnu utan heimilis, og hefur þetta hlutfall aukizt úr 10% 1960. Þessi niðurstaða er talin benda til þess, að Noregur sé á leið inn á sömu braut og flest önnur lönd Vestur-Evrópu, þ. e. að það færist stöðugt í aukana, að húsmæður fái sér vinnu után heimilis, einkum þó í þéttbýl- inu. Það kom líka í ljós, að í borgum landsins var hlutfallið •langt fyrir ofan meðaltal alls landsins, því að t. d. í Osló höfðu 43% allra húsmæðra á þessum aldri vinnu utan heim- ilis, en í Björgvin, Þrándheimi og Stafangri var meðaltalið 31%. í sveitum landsins var hlutfallið ekki nema 15%, en þar er þó að því að gæta, að langflestar húsmæður þar vinna að sjálfsögðu mikið að landbún aðarstörfum, sem ekki var tek- ið með í þessum tölum. □ f Sandgerðisbót er unuið að gerð smábátahafnar er rúmað getur 40—50 trillubáta. (Ljm.: E.D.) Lax gengur í 90 ár hér á voru landi NÝLEGA var upplýst í sjón- varpsþætti um veiðimál, að á síðasta sumri hefðu hér á landi veiðzt 56 þúsund laxar, allir í fersku vatni, því að laxveiðar eru bannaðar í sjó, þar af 40% í net, einkum í Olvusá og Hvítá í Árnessýslu og Hvítá í Borgar- firði. Hæsta tala veiddra laxa áður á einu sumri var 40 þús. En þess ber að geta, að í Kolla- fjarðarstöðina gengu rúmlega 4 þús. laxar. Þessa veiðiaukningu má rekja til aukinnar laxrækt- ar síðustu ár, og ennfremur hafa laxasvæðin lengst með gerð fiskvega. Talið er, að lax gangi í 90 ár hér á landi, þótt margar þeirra beri naumast það heiti með réttu enn sem komið er. En þeim ám fjölgar, sem áður voru laxlausar en eru nú verðmætar laxveiðiár. Hér norðanlands hafa Laufás- fossar verið lagfærðir vegna lax göngu, tveir laxastigar hafa verið gerðir í Reykjakvísl, ann- ar þeirra allmikið mannvirki. í Selá í Vopnafirði er nýlegur Eru að undirbúa keðjufiáningu á Blönduósi Blönduósi 8. marz. Snjóföl er hér en naumast hylur það jörð, en það er storka. Nú er búin að vera góð tíð og gjafaléttur vet- ur. Þó er mjkið notað af kraft- fóðri, eða svipað og í fyrra, það sem af er vetri. Atvinna er rnjög sæmileg hér í kauptúninu. Við erum að breyta sláturhúsinu hér fyrir keðjufláningu, samkvæmt nýj- um kröfum og vaxandi um slát- urhús, sem flytja kjöt á erlenda markaði. Nýlega er byrjað að vinna að þeim breytingum og á þeim að verða lokið fyrir næstu sláturtíð. En auk breytinganna í gamla sláturhúsinu, verður einnig byggt við það. Er að því stefnt, að geta tekið á móti 2500 fjár á dag eða allt að því. Þetta er mesta framkvæmdin hjá okk ur þetta árið, kostnaðaráætlun er 27 milljónir. Þennan geirfugl á Náttúrugripa safnið á Akureyri. Er hann gerð ur úr svartfuglshömum, og er höfundur hans Kristján Geir- mundsson. (Ljósm.: E. D.) Önnur stórframkvæmd, sem yfir stendur, er bygging barna- skólans, sem stöðugt er unnið að. Hugmyndin er að taka skóla húsið í notkun næsta haust. Blanda hefur verið fremur hógvær í vetur og ekki sýnt af sér neinn teljandi óhemjuskap til skaða. Tilboð eru komin í veiðiréttinn í Blöndu næsta sumar, en samningar hafa ekki farið fram. Á. J. laxastigi, í Svartá í Skagafirði er byrjað á laxastiga og í Laxá í Þingeyjarsýslu er áhugi fyrir laxvegi upp fyrir Brúarfossa. í Þorvaldsdalsá á Árskógs- strönd er fiskvegur undirbúinn upp fyrir foss þann í ánni, sem ekki hefur verið fiskgengur. í Hítará á Mýrum var í sumar byggður laxastigi við Kattar- foss og þannig mætti lengur telja. Á síðasta aldarfjórðungi hafa veiðisvæði lengzt við gerð fisk- vega yfir 300 km. Talið var fyrir fáum - árum, að stangveiðidagar, seldir í veiðiám landsins, væru um 15 þúsund, og er sú tala sennilega komin í 18 þúsund eða jafnvel 20 þúsund á ári nú. Eins og fyrr er sagt, eru 40% af laxinum veidd í net. Ef því væri hætt og árnar nytjaðar í (Framhald á blaðsíðu 5) ERINDI UM HEYVERKUN A BUNAÐARÞINGI ALLMÖRG mál voru á dagskrá Búnaðarþings við fyrri umræðu í fyrradag, en engin mál af- greidd. Þá flutti Benedikt Gísla son erindi um heyverkunar- aðferð sína. Á sunnudaginn fóru búnaðar- þingsfulltrúar upp í Kollafjörð og skoðuðu fiskiræktarstöðina í boði veiðimálastjóra. Landbúnaðarnefnd Alþingis hefur sent Búnaðarþingi frum- varp til laga um stofnlánadeild landbúnaðarins, landnám og ræktun og byggingar í sveitum. Þá hefur frumvarp að fjárhags- áætlun Búnaðarfélags íslands fyrirr árið 1971 verið lagt fram. Laxárdeilan enn í brennidepli SÁTTAFUNDUR í Laxárdeil- unni hófst á Akureyri á laugar- daginn, að tilhlutan iðnaðar- ráðuneytisins. Þar voru deilu- aðilar mættir svo og sáttasemj- arar og ráðuneytisstjóri. Var fyrst rætt við deiluaðila, hvorn í sínu lagi, en á mánudaginn sameiginlega. Þeim fundi stjórn aði Jóktamm Hafstein forsætis- og iðnaðarráðherra. Sættir tók- ust ekki þann dag. Félag landeigenda boðaði til fundar í Skjólbrekku í gær. Búist er við, eða a. m. k. rætt um, að sáttafundi yrði fram haldið á morgun, fimmtudag. Því miður er lítil von um árangur sáttatilrauna, eins og) nu horfir. □

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.