Dagur - 10.03.1971, Blaðsíða 7
7
V)
ÖFUGMÆLI” LAXNESS
í SUNNUDAGSBLAÐI Tím-
ans, 2. tbl. þ. á., las ég grein eft-
ir Halldór Kyljan Laxness.
Greinin nefnist „Hernaðurinn
gegn landinu“. Blaðið Dagur á
Akureyri segir að greinin sé
„einn meiri háttar óður um
hina dýrmætu náttúru lands-
ins.“ Víst er um það að skáldið
leggst þarna hraustlega á sveif
með þeim, sem vilja verja feg-
urðarverðmæti landsins gegn
aðsteðjandi ósóma. En svo virð-
ist sem H. K. L. hefði vel mátt
láta það ógert að fara jafnframt,
enn á ný, að reka olnbogana í
sauðfjárrækt okkar íslendinga.
H. K. L. spyr: „Ætli ísland sé
ekki einna óhentugast land og
mest öfugmæli til sauðfjárrækt-
ar af öllum löndum heims.“ Það
væri sannarlega mál til komið
að biðja guð almáttugan að
hjálpa þjóðinni, ef hún skyldi
hafa búið við slíkt „öfugmæli“
alla tíð síðan land byggðist.
Ein sönnun um það „öfug-
mæli“ er að dómi höfundar
greinarinnar sú að á íslandi sé
ekki hægt að vera út í haga við
fjárgeymslu á jólanóttina eins
. og í Betlihem. Jæja! Ekki hægt.
Ég held það gæti meira segja
verið gaman. íslenzkir fjár-
geymslumenn kæra sig bara
ekkert um að þurfa að vera
hafa andvara á sér eða liggja
úti á sjálfa jólanóttina. Þeir
hýsa þá heldur þá nóttina. Það
munar ekki því.
En svo maður sleppi nú öllu
gamni, þá má nú segja, að grein
arhöfundur hafi nokkuð til síns
máls, þegar hann fer að tala um
tilkostnaðinn við fjáreignina.
Já, það er þessi ótti við það að
GOLF-KENNSLA
GOLFKLÚBBUR AKUREYR-
AR veitir nú sem fyrr golf-
kennslu, sem fram fer í íþrótta-
skemmunni.
Kennt er tvö kvöld í viku, á
miðvikudögum kl. 5.30—7.30 og
á föstudögum kl. 8—10. Kenn-
ari er Sævar Gunnarsson.
Kennsla þessi er ætluð byrj-
endum, sem fá 5 tíma án endur-
gjalds, svo og þeim, sem lengra
eru komnir.
Lengið golf-árið með því að
byrja æfingar tímanlega. □
Hrísey 9. marz. Drangur er að
fara frá bryggju, er í áætlunar-
ferð í dag. Þessar endurvöktu
ferðir Drangs eru okkur mikið
gleðiefni.
Veiðin er nánast engin. Við-
gerð á frystihúsinu lýkur nú
innan fárra daga. Hér er því
mjög dauft á atvinnusviðinu, en
vonandi rætist úr því. Á meðan
búa menn sig undir grásleppu-
þurfa nokkuð að reyna á líkam
ann. Þetta nýíslenzka eða öllu
heldur óíslenzka hugarfar, sem
margur er svo ríkur af nú á
tímum.
Hvort það skyldi vera munur
að þeysa á hesti í kringum fjár-
hópana allt árig um kring eins
og Patagöníumaðurinn, eða
standa við slátt tíu tíma á dag
eða lengur, viku eftir viku, eins
og íslendingurinn hefur löng-
um þurft að gera. En heyrðu
vinur! Það skyldi þó aldrei
vera, að fslendingurinn hafi eft-
ir allt saman verið eins sæll og
Patagöníumaðui’inn?
Stephan G. segir á einum
stað í kvæðinu Vorönn, að hann
sé viss um, að hinn mikli al-
heimssmiður muni aldrei hafa
verið eins sæll og vikuna, sem
hann skóp heiminn. Það var
skrýtið! Hann var þó einn að
verki og hann hlýtur að hafa
orðið að leggja nótt við dag,
því að enginn einn hefur
nokkru sinni afkastað meiru á
einni einustu viku. Hver skilur
þetta nú á dögum?
Einhver mun nú segja, að
ekki sé allt búið með tilkostn-
aðinn við sauðfjárbúskapinn,
þó að heyskapnum sé lokið.
Aumingja bóndinn þurfi að
byggja hús yfir skepnurnar, en
hvort hann lætur þær aldrei út
allan veturinn, og hvort hann
elur þær svo næsta mikið á
korni. Það er hins vegar vafa-
mál. Hvað sögðu Hólsfjalla-
menn í vetur? Ekki leit út fyrir
að fé þeirra stæði inni. Þeim
stóð ógn af víðáttu beitilands-
ins og sögðu, að það væri for-
ystufénu að þakka að hægt
væri að búa á Fjöllunum.
Satt er það að vísu, að fé er
yfirleitt miklu meira haft við
hús nú á tímum en áður var.
Enda miklu betur á sig komið
ag vorinu en fyrrum. Það er
skemmtilegt öfugmæli hjá H.
K. L., að sauðkindin sé „í meira
lagi óbeysin á vorin.“ Ær, sem
skilar vænu reyfi að vorinu og
tveimur lömbum að haustinu
með 40 kílóa kjötþunga eða jafn
vel vel það, hún má ekki vera
„óbeysin“ að vorinu. Hún þarf
að vera mun feitari að vorinu,
en haustinu áður og hún er það
líka allsstaðar, þar sem ég
veiðarnar og aðra útgerð, en
taka lífinu að öðru leyti með
hinni mestu ró.
Við höfum bingó í annarri
hverri viku en spilakvöld hina
vikuna. Þetta er svo sem nota-
legt allt saman og menn vænta
þess þó að bráðlega verði hægt
að ta'ka til hendinni við fisk-
veiðar og fiskverkun. S. F.
þekki til. Og er henni þó meira
og minna beitt í öllu venjulegu
tíðarfari. Lambið þarf ekki
mjög mikið fóður til þess að
vera þó orðið talsvert þyngra
gemlingurinn að vorinu. Þess
veit ég dæmi að hrútar hafa
verið þyngri að vorinu en haust
ið eftir, án þess þó að vera
mjög aldir.
En það er ekki öll sagan sögð
enn hvað sauðkindina snertir.
Hlutverk hennar í þágu ís-
lenzku þjóðarinnar hefur fleiri
en eina hlið. Þetta dýr er, —
auk þess sem það sér mann-
skepnunni fyrir lifibrauði, —
eitt af fegurðai-verðmætum
landsins og síður en svo það
ómerkasta. —
Eitt af skáldunum okkar hef-
ur fellt í ljóðstafi, orð Gunnars
á Hlíðarenda, þau sem hann
mælti, þegar honum reyndist
um megn að yfirgefa fósturjörð-
ina:
„Sá ég ei fyr svo fagran
jarðargróða,
fénaður dreifir sér um
græna haga,
við bleikna akur rósin
blikar rjóða.“
Gunnar horfir á þetta mikla
málverk. Hann sér þar þrennt
í einu: hlíðina víði vöxnu,
hjörðina lagðprúðu, túnin ný-
slegnu. Ekkert af þessu hefði
mátt vanta. Ef til vill sízt af
öllu hjörðina lagðprúðu. Hvað
ætli Mývetningar segðu, ef
hjörðinni lagðprúðu væri allt í
einu kippt í burt úr- listaverk-
inu mikla — sveitinni þeirra?
Ætli fjalladrottningin hefði
ekki orðið döpur daginn þann?
— og það alveg eins þó að hún
hefði fengið nóga stóriðjupen-
inga fyrir sjálfa sig. Það mætti
segja mér, að áhrif frá sam-
skiptum við hina lagðprúðu
hjörð hefðu gefið lofsöngvum
um fjalladrottninguna einn af
hans dýrustu hljómum.
Ég man eftir einu litlu atviki
frá yngri árum mínum. Ég hefi
gaman af að skjóta því hérr inn
í, af því það sýnir svo glöggt
hversu sterk ítök sauðkindin
íslenzka getur átt í hugum
sumra manna:
Ég var fjármaður hjá föður
mínum. Hann bjó þá í Kaldbak
við Húsavík. Það var eitt kvöld
á jólaföstu, að Sigurður á Arn-
arvatni kom í Kaldbak og baðst
gistingar fyrir sig og annan
mann. Ferðamenn þessir komu
í fjárhús til mín um kvöldið. Ég
hafði nýlokið við að hýsa féð.
Það hefði mátt ætla, að Sigurð-
ur — Mývetningurinn — kall-
aði ekki allt ömmu sína, en þó
fór svo, að hann gleymdi sér
gersamlega, þarna í húsinu, við
að skoða kindurnar mínar. Ég
sé enn fyrir mér fýlusvipinn á
félaga hans, — þar sem hann
stóð við garðahöfuðið og beið,
svangur og göngulúinn.
Marga menn hefi ég þekkt,
sem hafa gleymt sér á svipaðan
hátt og Sigurður, þegar sauð-
kindin hefur verið annars veg-
ar. Og það oft og einatt án allr-
ar íhlutunar hins hagræna sjón
armiðs. Ég hefi líka þekkt
menn, sem hafa verið farnir að
hlakka til sauðburðarins strax
á þorra. Og ég hefi þekkt menn,
sem farnir voru að hlakka til
gangnanna um mitt sumar.
Þannig getur sveitamaðurinn
skipt hverju ári fyrir sig í
áfanga — áfanga, sem skilja
eftir hjá honum, hver um sig,
ómetanlega lífsfyllingu. —
Á þorranum 1971.
Óskar Stefánsson
frá Kaldbak.
i . ■ i
a Innilegar þakkir fceri ég öllum þeim, sem syndu
mér vinscmd á sextugsafmœli minu, 5. marz s.l. ^
| f
| JÓHANNES EIRÍKSSON. |
§ , , f
Innilegar þakkir fyrir auðsynda satnúð vegna and-
láts og jarðarfarar
VALDIMARS GUÐMUNDSSONAR,
Hraukbæ j ar ko ti.
Vandamenn.
) I
HáSega enginn afli er í Hrísey
□ RÚN 59713107 = 5 Frl.:
I.O.O.F. Rb. 2 — 1203108y2 — II.
FÖSTUMESSA verður í Akur-
eyrarkirkju í kvöld (miðviku
dagskvöld) kl. 8.30. Séra
Björn H. Jónsson, Húsavík
predikar. Guðmundur Gunn-
arsson les Píslarsöguna. Sung
ið verður úr Passíusálmunum
sem hér segir: 10, 13.—17. v.;
11, 3.-5. og 16,—17. v.; 12,
21.—29. v.; 25, 14. v. Fjöl-
mennið. Takið með Passíu-
sálmana og syngið með. —
B. S.
MESSAÐ verður í Akureyrar-
kirkju n k. sunnudag kl. 2
e. h. (Lok kirkjuvikunnar).
Séra Bernharður Guðmunds-
son æskulýðsfulltrúi kirkj-
unnar prédikar. Sálmar: 26
— 218 — 317 — 114 — 203.
— Sóknarprestar.
KRISTNIBOÐSHÚSIÐ ZION.
Sunnudaginn 14. marz.
Sunnudagaskóli kl. 11 f. h.
Oll börn velkomin. Samkoma
kl. 8.30 e. h. Jón Viðar Guð-
laugsson talar. Tekið á móti
gjöfum til kristniboðsins. All-
ir hjartanlega velkomnir.
BRÚÐHJÓN. Hinn 6. marz sl.
voru gefin saman í hjónaband
í Akureyrarkirkju ungfrú
Kristín Huld Harðardóttir og
Sigurður Lúðvík Þorgeirsson
verkamaður. Heimili þeirra
verður að Gránufélagsgötu
43, Akureyri.
INNILEGAR ÞAKKIR færum
við öllum þeim sem studdu
æskulýðsstarf kirkjunnar á
Noi’ðurlandi með fjárframlög
um, og með því að fjölmenna
í kirkjurnar. — Stjórn ÆSK
í Hólastifti.
f ÁSTRALÍUSÖFNUNINA. Kr.
400 frá „frænda“ og kr. 3.500
frá börnum í Oddeyrarskól-
anum. — Beztu þakkir. —
Birgir Snæbjörnsson. i
ÁRSHÁTÍÐ Vestfirðingafélags-
ins verður að Hótel KEA
laugardaginn 20. marz. Nánar
auglýst síðar.
I.O.G.T. stúkan Brynja nr. 99.
Fundur mánudaginn 15. þ. m.
í Varðborg — Félagsheimili
templara — kl. 9 e. h. Venju-
leg fundarstörf. Hagnefndar-
atriði. Nýir félagar velkomn-
ir. — Æ.t.
SLÖKKVISTÖÐIN — Sjúkra- SLYSAVARNAKONUR Akur-
bíllinn — Brunaútkall, sími
1-22-00.
K VIKM YND ASÝNIN G að
Hótel KEA fimmtudaginn 11.
marz n. k. kl. 9 e. h. Aðgang-
ur ókeypis. Allir velkomnir.
— Þýzk-íslenzka félagið.
SAMKOMA votta Jehóva að
Þingvallastræti 14, II hæð:
Hinn guðveldislegi skóli,
föstudaginn 12. marz kl. 16.00.
Opinber fyrirlestur: Gegnið
skyldum hinnar sönnu trúar,
sunnudaginn 14. marz kl.
16.00. Allir velkomnir.
SKAKFÉLAG AKUREYRAR
heldur aðalfund sinn að Hótel
Varðborg sunnudaginn 14.
marz kl. 2 e. h. Félagar fjöl-
mennið. — Stjórnin.
HJÁLPRÆÐISHERINN
Börn — Börn. Barna-
samkoma n. k. miðviku-
dag kl. 6 e. h. Kvik-
mynd. Fimmtudagskvöld kl.
5 e. h. saumafundur. Kl. 8
e. h. Æskulýðsfélagið. Hjálp-
ræðissamkoma sunnudags-
kvöld kl. 20.30. Deildarstjór-
inn brigader Mortensen talar.
LEIKFÉLAG
AKUREYRAR
TÓPAS
eftir Marcel Pagnol.
Þýðandi Bjarni Guð-
mundsson. Leikstjóri Jó-
■hanna Þráinsdóttir.
Frumsýning sunnud. kl.
8.30 e. h.
Miðasala opin föstudag
og laugardag kl. 3—5 og
sunnudag kl. 3—5 og
7.30-8.30. Sími 1-10-73.
Fastir frumsýningargest-
ir vitji miða sinna föstu-
dag og laiugardag, annars
seldir öðrum.
eyri. Munið aðalfund deildar-
innar miðvikudaginn 10. þ. m.
LIUJS SliL U B
lAKUREYRA
'' Afmælisfundur og koi
kvöld í Sjálfstæðishí
inu laugardaginn 13. marz 1
19. — Félagar! fjölmennið >
takið með ykkur gesti.
Stjórnin.
SFRA SJALFSBJÖRG.
Næstu félagsvistir
verða í Alþýðuhúsinu
fimmtudaginn 11. og
25. þ. m. kl. 8.30 e. h.
Félagar, takið með ykkur
gesti og hafið með spilara í
parakeppninni. — Nefndin.
FRÁ Skemmtiklúbbi templara!
Vinsamlegast athugið að
þriðja og síðasta spilakvöldið
verður föstudaginn 12. marz
en ekki laugardaginn 13. eins
og áður var auglýst. Sjáið
nánar í auglýsingu annars
staðar í blaðinu.
GJAFIR til Akureyrardeildar
Rauða krossins: Öskudagslið
Guðríðar Pétursdóttur og
flokkur hennar kr. 350.00.
Öskudagssöfnun Soffíu Páls-
dóttur og Önnu Kristínu Páls
dóttur og félagar kr. 200.00.
Öskudagslið Karínar og Guð-
rúnar kr. 420.00. Öskudags-
söfnun Köru Guðrúnar Mel-
sted kr. 360.00. Auður Ingi-
marsdóttir, Úlfar Indriðason,
Ingunn Indriðadóttir, Harpa
Halldórsdóttir, Baldur Guð-
laugsson, Hanna B. Ragnars-
dóttir, Gýgja Harðardóttir,
Þóra Harðardóttir kr. 276.00.
Guðrún Jóhannesdóttir kr.
70.00. Dýrleif, Hafdís, Dýrleif
og Jóhanna kr. 75.00. Frá
Hildi, Hreindísi, Björgu,
Rannveigu, Hólmfríði, Evu,
Valdís Steinunn, Margrét kr.
575.00. Steinn Snorrason kr.
2.000.00. O. K. kr. 50.00. N. N,
kr. 1.000.00. Ýmsir kr. 75.00.
— Með þökkum móttekið. —
G. Blöndal.
MINNINGARSPJÖLD Fjórð-
xmgssjúkraliússins fást í bóka
verzl. Bókval.
MINNINGARSPJÖLD Elli-
heimilis Akureyrar fást í
Skemmunni og Elliheimilinu.