Dagur


Dagur - 10.03.1971, Qupperneq 5

Dagur - 10.03.1971, Qupperneq 5
4 S Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðamiaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. Afmælisgjöl INNAN við tvo hundraðshluta lands okkar höfum við ræktað á ellefu öldum. Og því er eðlilegt, að helmingur af öllu grasfóðri, sem bú- peningur bænda notar, komi af óræktuðu landi, án þess að þar komi nokkuð verulegt á móti. Úthaga gróðurinn þekur fjórða hluta eða jafnvel aðeins fimmta hluta af flatar- máli landsins, og er í heild rýr til beitar og viðkvæmur vegna óhag- stæðra vaxtarskilyrða. Gróðurinn sjálfur þolir því ekki mjög mikla beit og svo er jarðvegurinn víða svo sand- og vikurborinn, að honum hættir til að blása upp, svo að auðn- in ein er eftir. Það hafa allir ferða- menn séð. Fróðir menn, svo sem Ingvi Þor- steinsson, telja, að gróðurlendið sé enn að dragast saman, og því er um kennt, að helmingur liins gróna lands sé ofbeittur, en fleira kann til að koma. Samkvæmt gömlum og nýjum skilningi á þessu, er þá land- ið okkar, hið gróna og græna land, undirstaða alls þess er lifir og hrær- ist á okkar norðlæga landi, að minnka. Gróðureyðingin hefur kom ið þjóðum og menningu þeirra á kaldan klaka, þótt margir látist ekki skilja það. Græna beltið með strönd- um íslands, sem teygir sig víða langt inn í land, er fjöregg þjóðarinnar. Sennilega hafa menn sjaldan haft af því verulegar áhyggjur, hvort það stækkaði eða gengi saman, nema þegar fljótvirk eyðingaröfl, svo sem eldgos eða sandstormur voru að verki, og var þá jafnan fátt til vam- ar. íslendingar hafa nú búið nær ellefu aldir í landi sínu. Á síðustu áratugum, og þó einkum á síðustu árum, vex skilningur fjölmargra á þýðingu gróðurs og gróðurvemdar. En þrátt fyrir Sandgræðslu, Land- vernd, skógrækt og ræktun bænd- anna, er hið gróna land á undan- haldi, og staðfesta rannsóknir þá döpru niðurstöðu. Brátt verður ellefu alda íslands- byggðar minnzt, væntanlega í hverju héraði og í öllum kaupstöðum. En hver verður þá afmælisgjöfin? Hana verðum við að gefa okkur sjálf. Sögu aldarbær úr torfi, þjóðarbóklilaða úr steini og vegabætur um Þingvöll, eru vart umtalsverðir hlutir, og sízt ástæða til að andmæla þeim. En þeir em lausir við alla reisn, kveikja eng- an eld hugsjóna með þjóðinni. Enga afmælisgjöf, er þjóðin gæfi sjálfri sér á ellefu alda byggðaafmæli sínu, veit ég verðugri en þá, að sam- einast til vemdar gróðri landsins og snúa á því sviði vöm í sókn. Þar væri verðugt verkefni þjóðliátíðamefnd- ar. □ Ingi Tryggvason svarar nokkrum spurningum Um íslenzku búvörurnar INGI TRYGGVASON, kennari og bóndi á Kárhóli hefur verið ráðinn til þess um eins árs skeið að annast upplýsingastarfsemi fyrir landbúnaðinn. Dagur kom nýlega að máli við lnga af þessu tilefni og lagði fyrir hann nokkr ar spurningar. Þetta er nýtt starf hjá bænda- samtökunum. Hver er aðaltil- gangurinn? Mörgum bændum finnst, að á stétt þeirra sé hallað bæði í orði og á borði. Oft gæti mis- skilnings milli neytenda og framleiðenda landbúnaðarvöru, sem stafi m. a. af því, að aðstaða og viðhorf bændanna sé ekki nægilega túlkað. Aðaltilgangur- inn með þessu starfi mínu á að vera sá, að koma í veg fyrir og leiðrétta misskilning og rang- færslur, eftir því sem við verð- ur komið, og leitast við að svara, ef ranglega er deilt á bændastéttina og félagasamtök hennar. Ýmsir tala um offramleiðslu í landbúnaði? Eins og er framleiðum við meira af mjólk og kjöti heldur en markaðurinn innanlands tek ur við. Mjólkur og smjörneyzla hefur heldur dregizt saman nú síðustu ár, en ostaneyzla hefur aukizt. Við stöndum ekki vel að vígi til að framleiða mjólkur- vörur til útflutnings. Framboð mjólkurvara er mikið í helztu viðskiptalöndum okkar og verð- inu er haldið niðri með ýmsu móti. Við seljum osta bæði til Svíþjóðar og Bandaríkjanna. Ostarnir þykja ágætir og eru seldir á svipuðu verði og hér til neytenda, en meirihluti verðs fer í tolla og sölukostnað. Smjör hefur verið lítt seljanlegt í Vestur-Evrópu, en nú er þetta að breytast. Eln verðið er allt of lágt. Að óbreyttum aðstæðum er ekkí annað sýnilegt en bænd ur verði a. m. k. um sinn að stöðva aukningu mjólkurfram- leiðslunnar. Nú fáum við gott verð fyrir það dilkakjöt, sem við getum selt í Noregi og Svíþjóð. Sví- þjóðarsalan gaf fullt verð á síð- astliðnu ári, enda er kjötverð yfirleitt hátt í Svíþjóð. Aðrir markaðir eru okkur erfiðir. Menn mega ekki gleyma því, að tæpast verður talað um nokk- urt ,,heimsmarkaðsverð“ á kjöti. Hver þjóð fyrir sig reynir að hlú að eigin landbúnaði og vera sjálfri sér nóg, en fáir treysta á útflutning. Nýlega var frá því skýrt í blöðum, að við ættum nýlegt Evrópumet í verð bólgu. Ör verðbólguþróun ýtir ekki undir möguleika á útflutn- ingi landbúnaðarvara. En ull og gærur? Okkur er sagt, að íslenzka ull in sé mjög verðmæt í ýmsa framleiðslu. Samt telja bændur sig fá allt of lágt verð íyrir ull, en verksmiðj urnar telja verðið of hátt til að þær geti staðizt samkeppni á erlendum mörkuð- um. UUarverð var hækkað á sl. óri og nú er verðið innanlands ofan við heimsmarkaðsverð. ís- lenzkar gærur eru mjög eftir- sótt verzlunarvara og verð þeirra tiltölulega hátt. Slæmt að geta ekki farið að ráðum þess góða manns, sem réði bændum til að draga úr kjötframleiðslu, en framleiða fleiri gærur í stað- inn. Hve miklu nam útflutningur landbúnaðarvara á sl. ári? Samkvæmt janúarhefti hag- tíðinda þetta ár nam útflutning- ur landbúnaðarvara rúmlega 435 millj. kr. sk ár. Er það um 156 millj. kr. lægri upphæð en 1969. Útflutningur á kjöti dróst saman vegna vaxandi neyzlu innanlands og minni fram- leiðslu. Sarna er að segja um gæruútflutninginn, en innlend- ar sútunarverksmiðjur kaupa nú meginhluta gæruframleiðsl- unnar. Útflutningur loðsútaðra skinna og ullarvara jókst úr 190 millj. kr. 1968 í 320 millj. 1970 eða um 130 millj. Á skinnaút- flutningurinn vafalaust eftir að vaxa ag verðmæti, því að sút- Ingi Tryggvason. unarverksmiðjurnar eru tæp- ast komnar í gagnið enn. Sam- tals nemur þetta um 755 millj. kr., en auðvitað á iðnaðurinn hluta af þessu verðmæti. Til samanburðar má geta þess, að útflutningur á nýjum og ísvörð- um fiski öðrum en síld nam tæp lega 720 millj. króna árið 1970. Þó að verð það, sem fæst fyrir sumar landbúnaðarvörur sé lágt, munar okkur enn um 750 millj. í gjaldevri. Auk þessa hafa svo erlendir ferðamenn keypt verulegt magn af land- búnaðarvörum hér á landi, bæði mat og fatnað. Þess má geta, að ýmiss konar afrekstur hlunninda var fluttur út fyrir um 17 millj. króna til viðbótar því, sem áður ar talið. Hvert fara svo þær landbún- aðarvörur, sem út eru fluttar? Dilkakjötið fór mest til Bret- lands, Færeyja, Noregs og Sví- þjóðar sfðasthðið ár. Nokkurt magn fór til Danmerkur og Vestur-Þýzkalands og smávegis til Finnlands, HoUands og Sviss. Engir örðugleikar eru á því að selja dilkakjötið, en verð ið er víðast allt of lágt. Mjólkur og undanrennuduft fór mest til Bretlands, kaseinið allt til Dan- merkur og ostarnir mest til Bandaríkjanna og Svíþjóðar. Bretar og Þjóðverjar og jafnvel Danir kaupa þó nokkurt magn af ostum. UU var flutt til margra landa, en mest magn fór til Bandaríkjanna, Póllands og Bretlands. Saltaðar gærur fóru aðallega til Svíþjóðar og Finn- lands. Svíar hafa um langt skeið keypt nær aUar gráar gær ur héðan og búið til úr þeim dýrindis pelsa eins og kunnugt er. Útflutningur á gærum til PóUands dróst mjög saman, en Pólverjar hafa unnið íslenzkar gærur til sölu á mörkuðum Vestur-Evrópu og Norður- Amerfku. Innmatur úr sauðfé var fluttur til Bretlands fyrir tæpai- 10 miUj. kr., húðir fóru einkum til Svíþjóðai', Noregs og Hollands, hreinsaðar garnir fóru mest til Hollands og Bret- lands, hross til margra landa en flest til Svíþjóðar, lax og silung ur aðallega til Svíþjóðar. Ýmsar fleiri þjóðir keyptu landbúnað- arvörur í smærri stíl. Loðsútuð skinn og húðir voru flutt til 22 landa, t. d. Grænlands og Ástralíu, en mest var flutt til Bandaríkjanna, Finnlands og Vestur-Þýzkalands. Ullarlopi, band, ullarteppi og prjónavörur úr ull voru flutt til 24 landa, lopinn og bandið mest til Banda ríkjanna og Danmerkur, ullar- teppin til Sovétríkjanna og prjónavörurnar líka lang mest til Sovétríkjanna og Bandaríkj- anna. Eins og áður segir var útflutningur loðsútaðra skinna og ullarvara 320 millj. króna 1970. Þetta er að vísu ekki mjög há upphæð, en til samanburðar má geta þess, að útflutningur annarra íslenzkra iðnaðarvara að undanskildum unnum sjávar afurðum og áli, nam aðeins 200 millj. króna. Munar þar mest um kísilgúrinn. Mér finnst ástæða til að leggja áherzlu á, að iðnaður sá, sem byggist á fullvinnslu landbúnaðarvara, er okkur mjög mikilvægur, skap- ar veruleg' útflutningsverðmæti og mikil verðmæti til sölu inn- anlands. Fjöldi fólks vinnur við ullai' og skinnaiðnað auk þeirra, sem vinna í mjólkurbúum, kjöt vinnslustöðvum og sláturhús- um. Bændastéttin er orðin til- tölulega fámenn og samkvæmt upplýsingum hagstofunnar eru þeir, sem vinna við landbúnað- inn, lang tekjulægstir allra starfshópa þjóðfélagsins á árinu 1968, og hafa þó bændur í heild umtalsverðar tekjur af öðru en búvöruframleiðslu. Ég gat þess í upphafi máls míns, að bænd- um fyndist stundum hlutur þeirra fyrir borð borinn og skilningur takmai'kaður á hlut- verki þeirra í sköpun þjóðar- verðmæta. Ég var að lesa grein í Vikunni núna, sem er að miklu leyti þýdd úr blaði sænskra blaðaskólanema, sem helgað er íslandi. Um heimildar menn íslenzka er ekki getið. Margt finnst þeim sænsku at- hugavert á íslandi. Grein Vik- unnar heitir „Sauðkindin étur upp landið og arðinn af sjávar- útvegnum.“ Vitnað er í þau um mæli Nóbelsskáldsins okkai', „að betur mundi borga sig að leggja alla landsins bændur inn á sjúkrahús en að styrkja bá til að yrkja jörðina," og Gylfa Þ. Gíslasyni er hrósað mjög sem eina manni á landinu, sem „þorað hefur að gagnrýna ís- lenzkan landbúnað.“ Sam- kvæmt áðurnefndum skýrslum Hagstofu íslands voru brúttó- tekjur alls bændafólks í land- inu, þar með taldir gróðurhúsa- bændur, og allir aðrir framleið- endur landbúnaðarvara, alls yfir um 1200 milljónir. Útflutn- ingur allra landbúnaðarvara nam rúmlega 770 milljónum. Meginliluti landbúnaðarfram- leiðslunnar fer þó til innan- landsneyzlu. Auðvitað eru mörg vandamál óleyst í sam- bandi við landbúnað. En vanda málin eru víðar falin, og grun- ui' minn er sá, að þeir séu mai'g ir, meira að segja í bændastétt, sem vanmeta þátt íslenzks land búnaðar í atvinnuþróun síðustu áratuga. Við skulum því ekki undrast, þótt sænskir blaða- strákar skyggnist ekki djúpt í ís lenzk vandamál, en um heimild ir þeirra er vafalaust svipaða sögu að segja og haft var eftir Baldvini skálda: „Dýrleif í Parti sagði mér, ég hafði áður sagt henni,“ segir Ingi -Tryggva- son að lokum og þakkar Dagur svörin. □ I Landsvirkjunarmálinu Samsöngur Gígjunnar FLUTTAR AF FRAMSÓKNARÞINGMÖNNUM ÚR NORÐURLANDSKJÖRDÆMI EYSTRA FYRIR Alþingi því er nú situr liggur frumvarp um breytingu á lögum um Landsvirkjun frá 1965,-og er aðálefni þess heim- ild til að reisa tvæi' nýjar stór- virkjanir í Túngnaá syðra, við Hrauneyjarfoss og Sigöldu, sam tals allt að 350 þús. KW_. Þeir Gísli Guðmundsson, Ingvar Gíslason og Stefán Valgeirsson vilja nú láta taka nýja stefnu í þessum málurh. Leggja þeir til, að efni 3: gr. stjómarfrumvarps ins verði breytt mjög verulega, og að virkjunarheimildin verði þannig orðuð-: Landsvirkjun er heimilt: 1. Að reisa allt að 210 MW raforkuver í Þjórsá við Búrfell ásamt aðalorkuveitum. 2. Að reisa allt að 130 MW raforkuver í Jökulsá á Fjöllum við Dettifoss' eða raforkuver í Skjálfandafljóti við íshólsvatn, ásamt aðalorkuveitum, enda liggi ekki fyrir lögleg ákvörðun um, að Rafmagnsveitur ríkisins eða norðlenzkur virkjunaraðili annist þessar framkvæmdir. 3. Að reisa allt að 170 MW raforkuver í Tungnaá við Hrauneyjarfoss eða allt að 170 MW raforkuver í Tungnaá við Sigöldu, ásamt aðalorkuveitum. 4. Að ráðast í áætlanir og framkvæmdir til að tryggja það, að sem mest -af orkunni frá hinni nýju stórvirkjun eða stór- virkjunum, sem ekki telst nauð synleg til að fullnægja hinum almenna markaði, verði notað til hitunar húsa. Nú tekst ekki nægilega snemma að tryggja eðlilegt sam hengi milli orkuframleiðslu frá stórvirkjunum og orkunotkun- ar, og er Landsvirkjun þá heim ilt að reisa allt að 30 MW raf- orkuver í Brúará við Efstadal og ennig allt að 10 MW jarð- gufuorkuver í Mývatnssveit, ef bæjarstjórnir og sýslunefndir á orkuveitusvæði Laxár óskar þess. Landsvirkjun er jafnframt heimilt að gera þær ráðstafanir á vatnasvæðum ofan virkjana sinna samkv. 1. málsgr., sem nauðsynlegar þykja til að b'yggja rekstur þeirra á hverj- um tíma. Næ heimildin m. a. til stíflugerðar í Þórisós og Köldu- kvísl og að veita Köldukvísl um skurð í Þórisvatn og þaðan um skurð í Tungnaá. Ennfremur er Landsvirkjun heimilt að reisa eldsneytisstöðvar þær, sem fyr- irtækið telur rétt að koma upp. ' Þeir Gísli Guðmundsson, Ingvar Gislason og Stefán Val- geirsson leggja einnig til, að inn í frumvarpið komi tvær nýjar greinar svohljóðandi: a. (6. gr.) Heimild í 2. og 3. tölul. 6. gr. er bundin því skil- yrði, að Landsvirkjun skuld- bindi sig til, gegn tilsvarandi hækkun ríkisábyrgðar fyrir láni, að tengja saman með aðal- orkuveitu raforkuverin á aust- anverðu Norðurlandi og Suður- landi, ef ráðherra mælir svo fyrir og á þann hátt og á þeim tíma, sem hann ákveður með hæfilegum fyrirvara. Ennfrem- ur að selja raforku á sama verði til allra almenningsrafveitna, sem kaupa orkuna frá aðalorku veitum Landsvirkjunar. b. (7. gr.) Alþingi það, er sam þykkir lög þessi, kýs 7 manna nefnd til þess að endurskoða gildandi löggjöf um framleiðslu og dreifingu raforku, og skulu tillögur hennar lagðar fyrir Al- þingi eigi síðar en í árslok 1972. Meg tillögum nefndarinnar skal að því stefnt, að fyrirtækið Landsvirkjun verði annaðhvort ríkiseign eða sameign ríkisins og þeirra sveitar- og sýslu- félaga, er þess óska, í réttu hlut falli við fólksfjölda, og að raf- orka til sams konar nota verði seld á sama verði um land allt. ÞRIR ÖLVAÐÍR UM síðustu helgi tók lögreglan á Akureyri þrjá ökumenn, grun aða urn ölvun við akstur. Á laugardaginn var kvartað yfir ölvuðum hestamönnum í bænum. □ Spilakvöld um síðastliðna helgi i ÚR BRÉFI 1 Blaðinu eru alltaf að berast bréf, langlokur miklar um Lax- árdeiluna, sem ekki hafa verið nein tök á að birta vegna lengd- ar sinnar, hvað sem annað má um ritsmíðarnar segja. Þá er og þess að geta, að nafnlausar greinar hafna í bréfakörfunni, nema bréfritari segi til nafns og getur þá orðið samkomulags- atriði hvort greinin birtist und- ir nafni hans eða undir dul- nefni. í einu nýju bréfi frá lesanda segir svo m. a.: íslendingur-ísafold minnist á nýútkomna bók Áskels Einars- sonar frá Húsavík, „Land í mót un.“ f umsögn blaðsins segir: „í bókinni kemur fram ýmislegt nýtilegt um almenna byggða- stefnu.“ En hið skoplega við frá sögn fsl.-ísafoldar er, hve öfund Lárusar Jónssonar skín þar glögglega í gegn, og hvernig reynt er að draga úr því mikla átaki Áskels Einarssonar, að taka slíka bók saman um ís- lenzk byggðamál. í blaðinu seg- ir, að Efnahagsstofnunin hafi látið gera „umfangsmikla könn- un á byggðavandanum í öllu landinu og birti niðurstöður hennar ásamt öðru í tveim skýrslum á árinu 1969.“ En ekki getur blaðið þess, að Ás- kell setur ýmsar nýjar og mark verðar hugmyndir fram til skilnings og lausnar byggða- vandamálsins. Þá segir í grein ísl.-fsafoldar, að „flokkspólitískur átrúnaður mengar víða hugsun höfundar- ins,“ og nefnir sem dæmi: ,Sú stefna er geigvænleg fyrir smærri byggðarlög, að grund- vallarframleiðslutækin séu í hendi einstaklinga, sem ýmist geta flutt þau burt eða knúið staðaryfirvöld til að kaupa þau.“ Er það virkilega svo, að þeir, (L. J.?) sem leyfa sér að tala um byggðajafnvægi af alvöru, geti í málgagni sínu talað um að þessi hætta, sem Áskell Ein- arsson bendh- á og það alveg réttilega, sé flokkspólitísk? Við, héi' á Akureyri skiljum vel þá hættu, sem væri því sam fara að Ú. A. með sína fjóra togara gæti eftir duttlungum eins manns eða svo, flutt starf- semina til Hafnarfjarðar. Menn geta velt því fyrir sér, hvaða álrrif slíkt hefði hér og hvað þá á minni stöðum. En skiln- ingur þehra Sjálfstæðismanna nær auðsjáanlega ekki svona langt. Síðar í bréfi lesanda segir svo: Hvaða tökum tóku Jónas Rafnar og Bjartmar framfara- málin, sem þingmenn í þessu kjördæmi? Þessi spurning virð- ist hafa verið að bögglast fyrir brjóstinu á þeim hjá íslendingi- ísafold og valdið einhverjmn ónotum, sem von er. En blaðið reynir þó að svara þessari áleitnu spurningu eftir beztu getu. Það segir: „Þeim kjósend- um, sem umfram allt vilja fá nýja menn á þing þjóðarinnar, sem líklegir eru til að taka ýmis framfaramál ferskum tökum, gefst nú kostur á að styðja Lár- us Jónsson og Halldór" (Blön- dal). Einhverjum dettur nú e. t. v. í hug, að helzta huggunin með þá Bjartmar og Rafnar -sé sú, að þeir séu að hætta. En mönn- um gæti einnig hugkvæmst, að aðrir væru nú líklegri til að taka þjóð- og framfaramálin föstum tökum, en fyrri þjónar Bjartmars og félaga og undii'- lægjur núverandi stjórnar- flokka. □ UM síðustu helgi var fram hald ið spilakvöldum Framsóknar- félaganna, eins og áður var ákveðið. í Skúlagarði var spilað föstu- daginn 5. marz. Jónas Jónsson flutti ávarp, en Framsóknarvist inni stjórnaði Jóhann Helgason og var spilað á 18 borðum. Á Raufarhöfn flutti Jónas Jónsson einnig ávarp, en Jónas Finnbogason stjórnaði vistinni á 17 borðum. Á Kópaskeri stjórnaði Barði Þórhallsson. Spilað var á 12 'borðum. Jónas Jónsson flutti ávarp. í Skjólbrekku var spilað á 22 borðum og stjórnaði Jón Árni Sigfússon, en Ingvar Gíslason flutti ávarp. Á Breiðumýri flutti Stefán Valgeirsson ávarp. Sjá í frétt frá Laugum. Framsóknarvistinni á Húsa- vík stjórnaði Sigtryggur Al- bertsson. Spilað var á 25 borð- um. Stefán Valgeirss. ávarpaði. Á Dalvík var Framsóknarvist in á laugardaginn og flutti Gísli Guðmundsson þar ávarp. Sjá í frétt frá Dalvík. Þá er aðeins eftir að hafa spilakvöld á Melum í Hörgái- dal, og verður það á laugar- daginn kl. 9. Þar mun Ingi Tryggvason flytja ávarp. Að þeirri samkomu lokinni verður hægt að segja frá heild- arverðlaunum í kjördæminu, og væntanlega birta úrslitin í Degi í næstu viku. □ LEIKFÉLAG Akureyrar frum- sýnir á sunnudagskvöld fjórða verkefni sitt þetta leikár, en það er gamanleikurinn Tópaz eftir Mardel Pagnol. Leikstjóri er Jólianna Þráinsdóttir, en Ieikmynd er eftir Arnar Jóns- son. Þýðinguna gerði Bjami Guðmundsson. Tópaz. er heiðarlegur og fátækur barnakennari, sem inn rætir nemendum sínum þá lexíu, að itil þess að hljóta vii'ð- ingu i. lífinu, verði maðurinn fyrst Qg fremst að vera heiðar- legur.. Fyxii' heiðarleik sinn og einfeídni er Tópaz samt rekinn frá skóianum og lendir þá í klóm kaupsýslumanns nokkurs, sem notar hann sem lepp í ólög- legu braski. Samyizkubitið læt- ur ekfci á sér standa en smám saman opnast, augu hans fyrir veruleikahum- Hann tekur af- drifamikla ákvörðun og tekst að ná undirtökum sem nægja til að , koma húsbónda hans á kné, en þó á annan hátt en vænta mátti, og ekki verður rakið hér, Marcel Pagnol var sjálfur barnakennari, áður en hann snéri sér að ritstörfum. Fyrsta leikrit hans, sem hlaut almenn- ar vinsældir var „Frægðarkaup mennirnir", en Tópaz er líklega hans frægasta leikrit. Frægast- ur hefur Pagnol þó orðið fyrir kvikmyndahandrit sín. Tópaz var einnig kvikmyndaður á sín- um tíma og lék þá hinn víð- frægi gamanleikari Fernandel, sem nú er nýlátinn, aðalhlut- verkið. Tópaz leikur Sigurður Örn Arngrímsson, kaupsýslumann- inn Castél-Bénac leikur Marinó Þorsteinsson, Suzy, hjákonu Castel-Bénac, sem lokkar Tópaz til að taka þátt í braskinu, leik- ur Þórey Aðalsteinsdóttir, Jón Kristinsson leikur skólastjór- ann og dóttur hans leikur Saga Jónsdóttir, Tamís, vin Tópazar í skólanum leikur Gestur Einar Jónasson. Aðrir leikendur eru: Þórhalla Þorsteinsdóttir, Arnar Jónsson, Svanhildur Jóhannes- dóttir, Helena Gunnlaugsdóttir, Jóhanna Þráinsdóttir, Þoi'grím- ur Gestsson, Eggert Þorleifsson og auk þess kemur fram hópur SÓNGFÉLAGIÐ G í G J AN efndi til samsöngs í Borgarbíói um síðustu helgi. Söngstjóri er Jakob Tryggvason og undirleik ari Þorgerður Eiríksdóttir nem- andi í Tónlistarskóla Akur- eyrar. Einsöngvarar með kórn- urn voru Gunnfríður Hreiðars- dóttir og Helga Alfreðsdóttir. Sigurður Demetz Franzson hef- ur annazt raddþjálfun. Söngfélagið Gígjan hefur góðu heilli brugðið á það ráð að vera nokkru fyrr á ferð með samsöng en tíðkazt hefur. Er það lofsverg nýbreytní frá ráðs- lagi fyrri ára, er samsöngvar allra kóranna í bænum hafa dunið yfir í einni lotu á þrem vikum. Þess vegna skyldi enginn undrast það, að allmörg laganna hafa áður verið flutt á fyrri samsöngvum kórsins. Það tek- ur sinn tíma að æfa upp alveg nýja söngskrá. Er það raunar engin goðgá að endurtaka eitt og annað, sem fengur er að heyra. Hef ég þar einkum í huga fyrsta hluta söngskrárinn- ar þar sem flutt voru fjögur kór verk, madi'igalar frá því um 1600, en þar af var einn nýæfð- ur. Ekki skal ég draga dul á það, að mér virtist sem þessi verk bæru mjög af öðrum á þessum samsöng bæði hvað flutning áhrærir svo og listrænt gildi. Þessi lög eru örðug að fást við, en ég held það sé söngfólki mikill ávinningur að glíma við þessa tegund kórlistar að ekki sé nú talað um áheyréndur, sem alltof sjaldan fá að heyra eitt- hvað af slíku tagi. Þarna var auðheyrilega ekki kastað hönd- um til neins. Um hraðaval má að sjálfsögðu deila, ég hefði kos ið það ögn léttara og frjálslegra, og trúlega hefði kói'inn vel ráð- ið við það, en það seni mest er um vert, hljómurinn var tær ög ferskur og kunnáttan að sama skapi örugg. Kórinn er mjög líklegur til þess að geta tileink- að sér það sem einskonao ser- svið að flytja raddlist frá fyrri öldum, og er það vissulega vero ugt verkefni, en ekki auðvelt. Annar hluti söngskrár saman. stóð af innlendum og erlendum lögum, sem kórinn hefur áðu:.' flutt, og hlutu þau góðar uhdir- tektir. Mig minnir nú, að kórinn haf't átt ýmislegt merkilegra í forun. sínum frá fyrri samsöngvum en þessi lög, og á ég þar bæði við lögin sjálf velflest og íslenzku textana. Þetta er rétt eit; smekksatriðið, en t. d. er val á vönduðum textum ekki hvao sízt mikilvægt, þegar söngskra er sett saman. Að lélegum texte er þeim mun meiri raun sem kórinn ber skýrar fram, og ekk i leynir sér, að framburður kórs- ins fer sibatnandi. Yfirleitt bei’ söngur kórsins með sér, að þaö er unnið af alvöru og vand- virkni, og þeir, sem iðka söny; undir stjórn Jakobs Tryggva- sonar fá áreiðanlega innsyn I margþættan vanda söngs og tór:. listarflutnings. Síðasti hluti söngskrárínna.’ var svo helgaður Björgvin Guð' mundssyni, og fór vel á þvi, Hann hefði orðið áttræður ú þessu vori, og er ekkf nem;. sjálfsögð kurteisi, að tónsmiða:.' hans séu nokkuð um hönd hafð- ar af því tilefni. í söngskrá voru prentaða:.’ þýðingar á texta madrigalanna, og er það prýðilegt, en hver þýddi? Slíkt langar mann ævir • lega að vita. Þar sem þarna voru æði margir textar á út- lendum málum hefði þá ekkl verið rétt að prenta með skýr- ingar eða þýðingar, sem tiltæk- ar kynnu að vera? Að lokum, fer ekki að verða tímabært að huga að stofnun blandaðs kórs hér í þessum bæ? Ég er öldungis forviða, hve þac) dregst á langinn að slíkt komi til tals. S. G. LAX GENGUR I NIUTIU AR HER A LANDI Gamanleikurinn Tópas frumsýndur á sunnudaginn drengja í hlutverkum nemenda Tópazar. Þjóðleikhúsið sýndi Tópaz fyrir tæpum 19 árum og hlaut leikurinn þá miklar vinsældir. Er ekki að efa, að Tópaz mun enn bæta, hrassa og kæta áhorf endur sína. □ Fréttatilkynning KVENFÉLAGIÐ Baldursbrá þakkar bæjarbúum frábæran stuðning við fjáraflanir þess á síðasta ári, sem framkvæmdar voru til styrktar Sólborgai’- heimilinu. Gerðu þessar góðu undirtektir félaginu kleift að leggja fram kr. 63.700.00 til tækjakaupa og jólaglaðnings til vistmanna. Ennfremur viljum við vekja athygli á að Bergur Björnsson, Höfðahlíð 12, stofnaði sjóð til minningar um konu sína. Skal honum varið til líknarmála í Glerárhverfi. Framlög almenn- ings í sjóð þennan yrðu þakk- samlega þegin. Stjórnin. (Framhald af blaðsíðu 1) staðinn sem stangveiðiár, tvö- faldaðist tala stangveiðidag- anna. Er líklegt, að þróunin verði í þá átt vegna aukinnar eftirspurnar stangveiðimanna. Leigan fyrir stöngina á dag er frá eitt þúsund kr. upp í 4—5 þús. eða jafnvel meira. Sagt er, að útlendingar hafi í fyrra greitt 100 dollara fyrir veiði- leyfið yfir daginn í dýrustu án- um, en þar mun innifalið fæði, húsnæði og gjarnan önnur þjón usta, t. d. fylgdarmaður a. m. k. á sumum stöðum. Veiðleyfin eru eitthvað hækkandi í ár, einkum vegna eftirspurna út- lendra manna. Seðlabankinn tel nr sig hafa fengið 16.5 millj. kr. í erlendum gjaldeyri fyrir veiði- skap, og sagt er, að ekki hafi allt komið til skila þar. Dýrustu laxveiðiár heims eru sagðar kosta 150 dollara, þ. e. veiðileyfi í þeim á dag fyrir manninn. Hér á landi eru 82 vötn yfir einn ferkílómeter og stærri og er veiði í flestum þeirra, er unnt er að auka. Þess utan eru farin að opnast augu manna fyrir því, að leggja þarf vegi að veiðivötnum, hafa þar afdrep fyrir veiðimenn og eftirlit með veiðimönnum. Þau mál þarf að þróa félagslega og með aðstoð hins opihbera, svo sem veiði- málin í landinu í heild. En Holtamenn og Landmenn tóku sig til og stofnuðu félag um Veiðivötnin á sínum tíma. Nú eru veiðar þar stundaðar undir eftirliti til hagsbóta fyri:.’ alla aðila. Þetta getur orðið tU fyrirmyndar. Ferðafélag íslanda og landeigendur byggðu sér hua við Veiðivatn og eftirlitsmaður sér um fyrirgreiðslu og útiloka;.’ veiðiþjófa. En rannsóknir á vötnum landsins er nær allar ógerðax og bíða framtíðarinnar og eru þar mikil verkefni. Leiða verð- ur í ljós hve mikla veiði hin einstöku vötn þola, á hvern hátt auðveldast er að auka stofn inn, eða hvort hagkvæmara er að breyta um silungstegunci o. s. frv. Víða hagar svo tíl, að mörg veiðivötn geta verið á sama eftirlitssvæði, svo sem á Arnarvatnsheiði, Skaga, Sléttu eða Jökuldalslieiðum, svo acl dæmi séu nefnd. Mætti þá hugsa sér félagsskap um þessa „vatnaklasa". Enginn veít enn- þá yfir hve miklum a’aði eða möguleikum, veiðivötnin bútu En það er auðvelt að geía sé;.’ þess til, að ekki sé örðugra a'ð rækta þau upp en laxárnar. Menn munu nú þegar ve,a farnir að hugsa til sumarveiða í ám og vötnum. ísand er eití þeirra fáu landa í veiöldinni, sem boðið getur vaxandi veið.i í fiskiám sínum og er það aucÞ vitað gleðilegt. Hitt er bó enn mikilvægara, að framtíðín virc- ist búa yfir gífurlegum fiskt'- ræktarmöguleikum. Árnar liafa þegar svarað jákvætt þeim a’• gerðum til aukinnar fiskigengd- ar, sem unnar hafa verið. Ef- laust svara vötnin á sama veg. í

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.