Dagur - 10.03.1971, Síða 6

Dagur - 10.03.1971, Síða 6
6 Öli félög vinni að náfíúruvernd Á FUNDI í íslendingafélaginu í Málmey og nágrenni var þann 12. febrúar 1971 samþykkt eftir- farandi ályktun um náttúru- vernd: Náttúruvernrd virðist að mörgu leyti vera olnbogabarn í íslenzku þjóðlífi, og teljum við að brýn þörf sé á að mál þau verði tekin föstum tökum, til dæmis þannig, að Náttúruvernd arráði verði á hendur falið úr- slitavald er ekki verði áfrýjað nema til Alþingis eða þjóðar- atkvæðis. Hlutverk Náttúru- verndarráðs er það þýðingar- mikið, að eigi verður við unað, að úrskurðir þeirrar stofnunar séu virtar að vettugi. i Því er nú svo varið, að áhrifa mikil öfl eru til, er eigi skirrast við að ráðast gegn íslenzku landi, af algeru tillitsleysi, vegna framkvæmda, sem sjálf- sagt eru þarfar, en væru fram- kvæmanlegar með litlum eða jafnvel engum náttúruskemmd- um, ef unnendur íslenzkrar náttúru fengju einhverju ráðið. Þau mál er hvað mesta at- hygli hafa vakið undanfarin ár eru: Vegagerð við Mývatn, Barnamoldarverksmiðja við Mý vatn, fyrirhuguð eyðing Laxár- dals og Þjórsárvera, álvei'k- smiðjan og væntanleg olíuhöfn. Nokkur smærri máli mætti nefna sem athygli eru verð svo TAPAÐ KVENARMBANDSÚR tapaðist í Miðbænum eða í Glerárgötu. Finn- andi vinsamlega skili úrinu á afgreiðslu Dags. Til sölu mjög gott REIÐHJÓL með gírum, handbremsu o. 11. Selst ódýrt! Uppl. í síma 1-15-92, eftir kl. 19. Til sölu 1 Vi tonns TRILLA. Uppl. í síma 2-14-59, milli kl. 4 og 5 á daginn. UNGLING, 14-17 ára, vantar á gott sveitaheim- ili í 1—3 mánuði nú þegar. Uppl. í síma 2-13-36, eftir kl. 18. RÁÐSKONA óskast á fámennt heimili á Ak- ureyri. Öll þægindi. Uppl. í síma 1-13-65, eftir kl. 18.30 daglega. Stúlka, 12—15 ára, óskast til að gæta tveggja BARNA í sumar. Uppl. í Brekkugötu 34. sem: Sumarbústaðagerð á Þing völlum, eyðing Rauðhóla, skemmdir á málningu húsa og bíla á Akranesi vegna efna úr skorsteini Sementsverksmiðj- unnar, frægi „ilmurinn" í Reykjavík, skemmdir á Græna vatni í Krýsuvík og eyðilegg- ing Grábrókar í Borgarfirði. Lengi mætti eflaust telja, en öll sýna dæmi þessi í hverjum ólestri náttúruvernd er á ís- landi. Við teljum mál þessi það al- var-leg, að við leggjum til að öll félagasamtök á íslandi taki náttúruvernd til umræðu og sameinist til varnar. Sérstak- lega skorum við á ungmenna- félög og verkalýðsfélög að láta mál þessi til sín taka. Væri stofnun náttúruverndarnefnda í hverju slíku félagi þýðingarmik ið spor í rétta átt. Við viljum og benda á, að lax og silungsveiði í íslenzkum ám og vötnum á ekki að vera for- réttindi útlendinga eða fá- mennra hópa íslendinga, heldur fyrst og fremst réttur allra ís- lcndinga. Við lýsum yfir stuðningi við bændur í Mývatnssveit en mæl um ávallt gegn því að gripið sé til ofbeldisverka. Við viljum að lokum lýsa ánægju okkar með þann árang- ui' er náðzt hefur í friðunarmál um ýmsra landsvæða á íslandi. Ennfremur var samþykkt eft- irfarandi tillaga um íþróttamál: Fundur haldinn í íslendinga- félaginu í Málmey og nágrenni samþykkir að leitast við að koma á sambandi milli íþrótta- félaga á íslandi og í Málmey. Jafnframt skal leitast við að aðstoða íslenzkan eða íslenzka íþróttamenn með að koma hing- að til dvalar eða keppni. Á fundinum voru síðan kosn- ir tveir fulltrúar til að vinna að máli þessu, þeir Hreiðar Júlíusson, Sjöbladsvag 29, Málmey og Guðmundur Axels- son, Koralgatan 34, Málmey. (Frétt.frá íslendingafélaginu í Málmey og nágrenni). Til sölu TAUNUS 17M, árg. ’61. Nýuppgerð vél. Uppl. í síma 2-17-70 á kvöldin og 1-10-24 á daginn. Til sölu er BIFREIÐIN A-2303, Taunus 17M, station DeLuxe, árg. 1964. Baldvin Ásgeirsson, símar 1-15-45 og 1-25-80. Til sölu er TAUNUS 15M, árg. 1955, í því ásigkomulagi sem hann er í nú. Lítil útborgun. Uppl. í síma 2-17-65 eða 2-13-37, eftir kl. 19. Til sölu er mjög góður WILLYS-JEPPL árg. ’65. Uppl. í Oddeyrargötu 15 eftir kl. 19. Nýkomið PINGUIN-GARN — með silkiþræði — 5 litir VERZLUNIN DYNGJA Sjónvarps- IAHPAR! Verndið sjónina og fáið betri mynd með því að lýsa vegginn bak við sjónvarpið. SJÓNVARPS- LAMPINN er festur á bakhlið tækisins. Auðveld uppsetning. Engar skrúfur. Engar aukasnúrur. RAFLAGNADEILD AMSÓKNARVIST Spiluð verður framsóknarvist að MELUM í Hörg- árdal laugardaginn 13. marz kl. 9 e. h. Ávarp flytur Ingi Tryggvason. N e f n d i n . ÞARATÖFLURNAR - komnar aftur NÝLENDUVÖRUDEILD HAGLASKOT, „Hubertus44 HAGLABYSSUR - TVÍHLEYPUR - n ý k o m i ð . JÁRN- OG GLERVÖRUDEILD Til sölu EFRI HÆÐ í Byggðavegi 109, þrjú herbergi, eldhús og bað. Uppl. í síma 1-11-07 frá kl. 10—15 og hjá Ás- mundi S. Jóhannssyni hdl., símar 1-27-42 og 2-17-21. IFERBERGI óskast til leigu sem fyrst, helzt í Glerárhverfi. Uppl. í síma 2-15-76. Barnlaus, eldri hjón óska eftir 2ja—3ja her- bergja ÍBÚÐ til leigu. Uppl. í síma 1-23-91. ÍBÚÐ! - Þriggja lierbergja ílnið í blokk í Glerárhverfi til leigu. Uppl. í síma 1-26-50 kl. 19-20. Magnús Jónatansson. 2ja herbergja ÍBÚÐ cískast til leigu. Reglu- semi heitið. Uppl. í síma 1-20-15. HERBERGI óskast. Uppl. í síma 1-19-20. MEÐ BLÆSTRI — 5 gerðir — verð frá kr. 1780.00. JARN- OG GLERVORUDEILD TO-SALT SÉRSTAKLEGA ÆTLAÐ TIL AD ÞÝDA SNJÓ OG ÍSINGU AF GANGSTÉTTUM OG TRÖPPUM KJÖRBÚÐIR KEA KABARETTINN Vegna fjölda askorana koma THE HURRICANES enn fram á kabarelt- iniiin n. k. fimmtudags- og föstudags- kvöld, og það eru í síðustu skiptin. Lokað samkvæmi á laugardag. Bingó á sunnudag.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.