Dagur - 13.03.1971, Blaðsíða 1
FILMU HÚSIÐ
Hafnarstræti 104 Akureyri
Sími 12771 • P.O. Box 397
SÉRVERZLUN:
LJÖSMYNDAVÖRUR
FRAMKÓLLUN - KOPIERING
Fréllabréf úr Köldukinn
Akurey rar togarar
TOGARAR Ú. A. eru nú að
koma með fyrsta afla sinn eftir
verkfallið. Verkfallið hófst 6.
janúar og stóð tæpar 8 vikur.
Fyrstur kom Sléttbakur með
45 tonn, á miðvikudaginn, ])á
Svalbakur á fimmtudag með 92
tonn, en Kaldbakur og Harð-
bakur eru á veiðum og eru
væntanlegir með afla sinn strax
úr næstu helgi. □
Sigmundur Örn og Þórey Aðalsteinsdóttir í hlutverkum sínum í
sjónleiknum Tópaz, sem frumsýndur verður um helgina í Sam-
komuhúsinu á Akureyri og getið var uin í siðasta blaði. (L.: Páll)
SÍÐASTA laugardag var brot-
ist inn í Smjörlíkisgerð KEA
og stolið 3000.00 krónum í pen-
ingum og lykli að útidyrahurð.
Þegar Arnarfell var hér síðast,
var kært yfir því, að stolið
hafði verið erlendum gjaldeyri
úr íbúð eins skipverja. Þá var
fyrir skömmu stolið 8—9 þús.
kr. úri í úrsmíðivinnustofu hér
í bæ, viðtæki á viðgerðarstofu,
hljómplötum o. fl. í verzlunum.
Samkv«N«it viðtali við Gísla
Ólafsson yfirlögregluþjón í
gær, eru allir þjófnaðir þessir
nú upplýstir að mestu og voru
unglingar að verki, þeir sömu
í öll skiptin. Þá braut ungling-
ur stóra rúðu í Amarohúsinu.
Kvartað hefur verið til lög-
reglunnar yfir skemmdum á
lóðum af völdum hesta. Nokkr-
ir árekstrar hafa orðið undan-
farið þó hálku af völdum klaka
sé naumast um að kenna, eins
og nú er. Q
Ófeigsstöðum 11. marz. Hér eru
hvorki frásagnir af fjármönn-
um, sem standa yfir fé sínu og
moka ofan af fyrir það, eins og
fyrrum var stundum gert, og
ekki hafa menn heldur lent í
harðræðum við fjárgæzluna,
því að féð hefur að rnestu staðið
í húsi. Það er fyrst nú sem far-
ið er verulega að nota beitina.
Svellalög eru veruleg í norðan-
REMINGTON vöru-
kynning á Akureyri
ORKA H.F. í Reykjavík mun á
næstunni kynna á Akureyri
hinar ýmsu framleiðsluvörur
Remington Rand. Mun Guð-
mundur Hallgrímsson sölustjóri
Remington-deildar Orku h.f.
dveljast á Hótel KEA föstudag
19. og laugardag 20. febrúar
n. k. og veita upplýsingar þeim,
er þess óska. Er ekki að efa að
forstöðumenn fyrirtækja á Ak-
ureyri munu nota sér þetta
tækifæri til að kynnast af eig'in
raun hinum fjölmörgu vöruteg-
undum, sem Remington Rand
framleiðir á sviði skrifstofu-
áhalda og spjaldskrárkerfa.
(Fréttatilkynning)
DAGUR
kemur næst út miðvikudaginn
17. marz. Efni og auglýsingar
berist í tæka tíð.
verðri Kinn, sem góða tíðin
hefur lítið unnið á ennþá.
Menn vona, að hey nægi, og
ef spá sérfræðinga rætist, ætti
sú von að geta rætzt.
Mikil atvinna hefur verið hér
á síðasta ári og er 'enn vegna
skólabygginganna í Aðaldæla-
og Ljósavatnshreppi. Eru báðir
þessir skólar stórir, ætlaðir
bæði börnum og unglingum,
sem margir hreppar standa að.
Hér er verið, í Ljósavatns-
hreppi, að byggja félagsheimili,
Ljósvetningabúð. Unnið er þar
ofurlítið, einkum í sambandi
við leiksvið og aðstöðu fyrir
fólk, sem vinnur að leikstarf-
semi.
Búið er að frumsýna hér tvo
söngleiki, Apaköttinn og Upp
til selja. Leikstjóri er Kristján
Jónsson frá Reykjavík. En frek
ari leiksýningum var frestað
vegna andláts tveggja kvenna.
En konurnar eru Guðrún
Skúladóttir húsfreyja í Hóls-
gerði, miðaldra, er þar bjó með
bróður sínum. Ennfremur lézt
á Húsavíkurspítala Friðrika Sig
fúsdóttir frá Hömrum í Reykja-
dal, á áttræðisaldri.
F élagsheimilisbyggingin hér
hefur nú staðið í 10 ár og
standa að henni bæði ríkissjóð-
ur og sveitarsjóður. Öll á sú
bygging að vera vel vönduð,
eins og annað það, sem vel á
að standa. Maður heyrir svo
sem um byggingar úti í hinum
stóra heimi, sem menn hafa
verið enn lengur að byggja. —
B. B.
aprílmánuði, ef heldur sem
horfir.
Þá er búið að ákveða smíði
þriggja 105 tonna fiskibáta og
er smíði þeirra undirbúin. Meit
illinn í Þorlákshöfn er kaup-
andi eins þeirra, en Einar Sig-
urðsson er kaupandi beggja
hinna bátanna.
Auk þess er í srníðum einn
18 tonna trébátur. Kaupandi er
Matthías Jakobsson á Dalvík.
Samningaviðræður um tog-
arasmíði fyrir Útgerðarfélag
Akureyringa h.f. standa enn
yfir og er ólokið, sagði Gunnar
Ragnars framkvæmdastjóri
Slippstöðvarinnar, er blaðið
ræddi við hann um skipasmíð-
arnar í gær. □
Vegaáæflun 1971-72 birl
UM miðja vikuna lagði sam-
göngumálaráðherra fram á Al-
þingi tillögu til þingsályktunar
um vega áætlun fvrir árin 1971
og bráðabirgðaáætlun 1972.
Tekjur Veg'asjóðs á árinu
1971 eru áætlaðar ca. 834 millj.
króna. Gg er ráðstöfun þessa
fjár áætluð í megindráttum, en
verður nánar ákveðin eftir að
Alþingi hefur fengið málið til
meðferðar.
Helztu tölur eru: Viðhald 262
millj. kr. Til nýrra þjóðvega 363
millj. kr. (þar af 162 milljónir
til hraðbrauta). Til fjallvega
rúmlega 3 millj. kr. Til brúar-
gerða 49 millj. kr. Til sýslu-
vegasjóðs rúmlega 21 millj. kr.
Til vega í kauptúnum og kaup-
stöðum nálega 86 millj. kr. Til
véla og verkfærakaupa 15 millj.
kr. Til áhalda, húsa og tilrauna
um 9 millj. kr.
Auk tekna Vegasjóðs kemur
til greina að samþykkja í vega-
áætlun lántökuheimildir vegna
vega, sem Vegasjóður getur
ekki veitt fé til að svo stöddu,
og hefur þetta verið gert und-
anfarið, einkum að því er harð-
brautir varðar. En þær eru að
verulegu leyti byggðar fyrir
lánsfé. Q
Mörg þjófnaðarmál upplýst
Hagnaður af reksfri Bændahallar
Smíði Esju og Iveggja liskibála er að
Ijúka hjá Slippslöðinni hi. á Akureyri
SÆMUNDUR Friðriksson fram
kvæmdastjóri Bændahallarinn-
ar, skýrði á fundi Búnaðarþings
frá rekstri hennar á síðastliðnu
ári. Þar kom fram m. a., að
reksturshagnaður var tæpar 5
millj. kr. en árið 1969 var fyrsta
árið sem hún skilaði hagnaði,
kr. 808 þús.
Samanlagður rekstrarhalli
frá árinu 1962 og fram til ársins
1969 var kr. 12.9 millj. Tekjur
af rekstri Hótels Sögu voru
mun betri síðastliðið ár en árið
áður. Nýting herbergja var
65% og af sölum hússins fékkst
mjög góð nýting. Starfsfólk
hótelsins var samtals 170, þar
af fastráðnir 140. Launagreiðsl-
ur ásamt tekjum þjóna af veit-
ingasölu námu á síðastliðnu ári
um kr. 45 millj.
Erlcnda láninu sem hvíldi á
Bændahöllinni var breytt í inn-
lent lán hjá Framkvæmdasjóði
á síðastliðnu ári.
Skuldir Bændahallarinnar út
á við, það er hjá Stofnlánadeild
og Framkvæmdasjóði, voru við
árslok kr. 71.419.824.
Afborganir og vextir af þess-
urn lánum verða á þessu ári kr.
16.7 millj. Birt var yfirlit um
afborganir og vexti af lánum
fram til ársins 1979, en það ár
munu greiðslur verða um 7.4
millj. kr. □
Esja verður væntanlcga afhent snemma i næsta mánuði.
(Ljósm.: E. D.)
NÝJA strandferðaskipið Esja,
sem Slippstöðin á Akureyri er
að smíða fyrir Skipaútgerð rík-
isins, er að verða tilbúið.
Snemma í næsta mánuði á
smíði að verða að fullu lokið
og mun þá afhending fara fram,
eftir að vélar og tæki hafa verið
reynd, og ef þá gengur allt að
óskum. ^
Þeir tveir fiskibátar, sem
Slippstöðin hefur einnig í smíð-
um, eru að verða tilbúnir. Ann-
ar er 105 tonn en hinn 140 tonn,
báðir seldir, eins og fyrr hefur
verið frá sagt. Er útlit fyrir, að
strandferðaskipið og fiskibát-
arnir verði tilbúin um svipað
leyti og afhentir tímanlega í