Dagur - 13.03.1971, Blaðsíða 7

Dagur - 13.03.1971, Blaðsíða 7
7 Vandamál niðursuðuiðnaSarins HEIMIR HANNESSON LÖGFRÆÐINGUR: GRUNDVALLARBREYTINGAR ÞÖRF EFTIR EINS ÁRS REYNSLU í EFTA NÚ þegar senn er eitt ár liðið frá því að við gerðumst aðilar ag EFTA, er fróðlegt að staldra við og meta stöðuna, þó að það skuli strax fúslega viðurkennt, að eins árs reynsla er að sjálf- sögðu ekki lokamælikvarði á kosti og gaila þeirrar aðildar. Það lá fré upphafi ljóst fyrir í sambandi við það meginmark- mið aðildarinnar að byggja upp nýjan útflutningsiðnað, að ár- angur færi ekki fyrst og fremst eftir þeim nýju tollakjörum, er aðildin skapaði, heldur miklu frekar eftir því hvernig okkur sjálfum tækist að leggja grund- völlinn að slíkri uppbyggingu og hvernig að henni yrði staðið bæði af opinberri hálfu svo og af hálfu hinna innlendu við- skiptaaðila. Þessi skýrgreining á að sjálf- sögðu enn frekar við þær fram- leiðslugreinar er skemmra voru á veg komnar í útflutningi, en vonir voru bundnar við í sam- bandi vig EFTA-aðild og má þar sérstaklega geta niðursuðu- iðnaðarins. Því miður verður að segja þá sögu eins og hún er, að á þessu eina ári hefur lítið miðað í áttina að því marki sem sett var og ekki enn sjáanlegar ráðstafanir sem markað gætu tímamót í þessum efnum. í greinargerð sem fylgdi þingsályktunartillögu ríkis- stjómarinnar um aðild að EFTA var m. a. réttilega bent á ýmsa möguleika í sambandi Vig útflutning niðursuðuvara og þar látin í ljós sú skoðun, að aðildin „ætti að stuðla að veru- legri framleiðslu- og útflutnings aukningu í niðursuðuiðnaði“ eins og komizt var að orði. Enn- fremur var á það bent, að t. d. verulegt magn af þeirri saltsíld sem flutt væri út t. d. til Sví- þjóðar væri lagt eða soðið niður erlendis og síðan selt á marg- földu verði, en eins og kunnugt er gildir það sama með grá- sleppuhrogn, sem við köllum á fínu máli kavíar og erlendar niðursuðu- og niðurlagninga- verksmiðjur sækjast eftir sem hráefni. í framangreindri greinargerð segir ennfremur oi’ðrétt: ,,f raun réttri má segja, að þessum iðnaði verði lítil takmörk sett, svo framarlega sem gæðin standist ströngustu kröfur, framleiðslukostnaðurinn haldist innan hóflegra marka og öflun góðs hráefnis sé trygg.“ Þetta er út af fyrir sig gott svo langt sem það nær. En það lýsir kannski betur ástandinu en flest annað, að jafnvel í jafn merkri greiriargerð sem þessari er látið ú'nHír höfuð leggjast að koma á þeirrt kjarna málsins, að hversu góð sem varan kann að vera, frámleiðslukostnaðurinn hóflegur og gnægð hráefnis, er oftast ver farið en heima setið ef sölustarfsemin — sjálf for- senda viðskiptanna — er van- rækt. Og þar er komið að stærsta vanda þessarar atvinnu greinar í dag. í niðursuðuiðn- aði gilda alveg sömu lögmál og til dæmis við sölu á frystum fiski og flugfarseðlum, að skipu lögð sölu- og kynningarstarf- semi er forsenda allra viðskipta. Hér má það vera mönnum Heimir Hannesson. nokkur lærdómur að reyna að virða fyrir sér það ástand er hér væri í útflutningsmálum okkar, ef ekki hefði verið unn- ið að því með fádæma elju að vinna frysta fiskinum markað í Bandaríkjunum og með þá nýtízkulegum og skipulögðum vinnubrögðum. Vissulega var það erfiðleikum bundið í fyrstu og yfir margan hjallinn að fara, en með þrautseigju duglegra forystumanna og mismiklum skilningi ráðamanna var lagður sá grundvöllur, sem vonandi stendur. í þessu sambandi er ennfremur ánægjulegt að skoða þann árangur er t. d. íslenzku flugfélögin hafa náð á sama eða svipuðum mörkuðum, þó að um ólíka vörn sé að ræða. Þar upp- skera þeir sem sáðu eftir ærið erfiði margra ára starfs, þar sem oft var mótvindur, jafnt á jörðu sem í lofti. í niðursuðuiðnaði okkar í dag eru enn ekki fyrir hendi sam- ræmdar aðgerðir í sölumálum á erlendum örkuðum. Ekki er fyrir hendi samræmt fram- leiðslukerfi þeirra aðila er fram leitt geta niðursuðuvörur og skipulögð markaðskönnun hef- ur ekki verið framkvæmd né heldur uppi fyrirætlanir um slíka könnun. Skipulögð kynn- ingarstarfsemi á íslenzkum nið- ursuðuvörum t. d. í aðildarríkj- um EFTA hefur ekki verið reynd og væri þó margt hugsan legt í þeim efnum, sem ekki hefði umtalsverð fjárútlát í för með sér. Ekki eru fyrir hendi söluskrifstofur erlendis er bjóða íslenzkar niðursuðuvörur, hvorki á vegum einstakrar verk smiðju né sameiginlega og eng- ar samræmdar aðgerðir hvorki af hálfu hins opinbera eða fram leiðendanna sjálfra i sambandi við sölumál iðngreinarinnar Og öll upplýsingasöfnun um gang málanna í öðrum löndum mjög af skornum skammti. Á meðan þannig ástand varir er kannski ekki að furða þó að saltsíld sé seld sem hráefni til Svía óg grásleppuhrogn til Dana og eiri- stakir framleiðendur bíði með öndina í hálsinum eftir því hvaða tilboð komi þetta árið frá stjórnarskrifstofu í Moskvu. í öpinberum umræðum um þessa atvinnugrein hefur marg- sinnis verið á 'það bent, að um leið og segja mætti, að tækja- kostur verksmiðjanna væri við- unandi og hráefni í einhverri mynd' yfirleitt fyrir hendi, skorti fyrst og fremst á í sam- bandi við sölustarfið. Eins og fram hefur komið opinberlega bundust nokkrar verksmiðjur samtökum til að vinna að sam- eiginlegum hagsmunamálum og var . a. leitað til alþjóðlegrar lánastofnunar, sem sýndi mál- inu skilning og áhuga. Því mið- ur -hefur ekkert þokazt frekar og sölumálin á sama stigi, þó að ætla megi af undirtektum, að skilningur á grundvallar- atriðum fari heldur vaxandi. Hin alþjóðlega lánastofnun gaf vilyrði um fjárhagsaðstoð er miðaði að því að koma á fót sölu- og dreifingarkerfi, en ósk- aði bankaábyrgðar innlends banka og þar við situr. En hvað er þá til ráða? Vandamálið verður ekki leyst rríeð einhliða aðgerðum ríkis- valdsins eða bankanna jafnvel þó að þess yrði freistað. Svo auð velt er það ekki. Stofna þarf til samvinnu sem fyrst, sem af hinu opinbera ber að mótast af eðlilegri forystu og þjónustu- anda, en af dugnaði og áræði framkvæmdaaðilans í viðskipta lífinu. Núverandi vítahring verður að rjúfa, sem m. a. kem- ur fram í því, að án opinberrar forystu verður skammt komizt. Viðurkenna verður þá stað- reynd, að öll sölu- og kynningar starfsemi kostar fjármagn, sem verður að útvega. Skapa þarf innlendum niðursuðuverksmiðj um skilyrði til að vinna saman og þær hvattar til sameigin- legra aðgerða allt frá hráefnis- öflun fram að sölu vörunnar. Veita þarf framleiðendunum sérfræðiaðstog í sambandi við stjórnun og markaðsmál, a. m. k. í fyrstu. Bankar og stofnlána sjóðir verða að fylgjast með því að ekki sé efnt til frekari fjár- festingar í niðursuðuiðnaði nema starfsemin hafi verið skipulögð til fulls, þ. á. m. sölu málin og alla áherzlu ber að leggja á það, að arðvænlegur rekstur hefjist hið fyrsta hjá fyrir eru. Varpa má fram þeirri hugmynd, hvort ekki kæmi til mála með tilliti til þess hversu hægt hefur miðað í sölu- og markaðsmálum þessarar at- vinnugreinar, að t. d. hinn nýi Iðnþróunarsjóður legði fram fjármagn er stæði undir rekstri tiltölulega lítillar tilraunarverk smiðju þar sem framleidd væru sýnishorn til útflutnings sem send væru og kynna á erlend- um mörkuðum, þar færu fram verðútreikingar í sambandi við framleiðslukostnað og markaðs- verð og á t. d. 1—2 árum yrði þess freistað að skapa með slíku undirbúningsstarf raun- hæfan grundvöll fyrir rekstri iðngreinarinnar í heild. Allar fengnar upplýsingar yrðu að sjálfsögðu látnar viðkomandi (Framhald á blaðsíðu 6) Innilegustu hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför míns ásfikæra eiginmanns, föður okkar, stjúpföður og afa, SIGURGEIRS GEIRFINNSSONAR, Auðnum. Eiginkona, börn, stjúpbörn, barnabörn og stjúpbarnabörn. LAUFÁSPRESTAKALL. Guðs þjónusta að Svalbarði n. k. sunnudag, 14. marz, kl. 2 e. h. Pétur Þórarinsson, nemandi í 6. bekk M. A. prédikar, ferm- ingarbörn aðstoða við mess- una. — Sóknarprestur. GLERÁRHVERFI. Sunnudaga- skóli í skólahúsinu n. k. sunnudag kl. 13.15. Öll böm velkomin. SLÖKKVISTÖÐIN — Sjúkra- bíllinn — Brunaútkall, sími 1-22-00. SJÓNARHÆÐ. Almenn sam- koma n. k. sunnudag kl. 17.00. Sunnudagaskóli kl. 13.30. Drengjafundur á mánudag kl. 17.30. Telpnafundur á laug ardag kl. 14.30. Unglinga- fundur á laugardag kl. 18.00. Verið velkomin. SLYSAVARNAKONUR Akur- eyri og nágrenni! Ráðgerð er hópferð í Þjóðleikhúsið föstu- daginri 19. marz. Upplýsingar í símum: 2-18-51, 1-15-22 og 1-21-33 til sunnudagskvölds. Frá Tennis- og Badmintonfél. Ak. BADMINTONDEILD félagsins hefur gengist fyrir einu móti í einliðaleik karla, og komust Gísli Bjarnason og Bogi Nílsson þar í úrslit. í úrslitaleiknum tognaði Gísli, þannig að úrslit fengust ekki. Nú hefur badmintondeildinni verið falið að sjá um Unglinga- meistaramót íslands og er áætl- að að það fari fram 3.—4. apríl næstkomandi. Borðtennisdeildin hefur hald- ið tvö mót og var hið fyrra jóla- mót. Röð efstu manna varð þannig: 1. Vöggur Jónasson. 2. Haraldur Haraldsson. 3. Örn Gíslason. 4. Ólafur Halldórsson. Nú stendur til að 5 manna sveit fari suður um næstu helgi á vegum félagsins og keppi við Borðtennisklúbbinn Örninn og Borðtennisdeild Ármanns. Af þessu tilefni var haldið innanfélagsmót í borðtennis um helgina og fengust þá eftirfar- andi úrslit: 1. Gunnar Jóhannesson. 2. Vöggur Jónasson. 3. Örn Gíslason. Sunnudaginn 21. marz er svo áætlað að halda unglingamót í borðtennis, og tilkynnist þátt- taka til Arnar Gíslasonar. Akureyri, 9. febrúar. (F réttatilkynning ) 11 alda byggðar landsins minnzt FYRIR viku síðan boðaði þjóð- hátíðanefnd 1974 til blaðamanna fundar í Reykjavík til að segja frá störfum nefndarinnar og fyrirætlunum. Formaður henn- ar er Matthías Johannessen. Þjóðhátíðanefnd hefur gert það að tillögu sinni, að þjóðin minnist ellefu aldar afmaélis Is- landsbyggðar 1974 með því, fyrst og fremst, að reisa þjóðar bókhlöðu. Ennfremur hefur nefndin látið gera líkan að sögu aldarbæ, sem Hörður Ágústs- son skólastjóri hefur annazt, og vill láta reisa slíkan bæ á hent- ugum stað. Þá hefur nefndin gert tillögur um endurreisn Við eyjarstofu, ennfremur farið þess á leit við samgöngumála- ráðherra, að endurbætur verði gerðar á Þingvallavegi. Og enn lítur nefndin svo á, að á þessum tímamótum sé verðugt að endurrita íslands- söguna, svo sem fram kom 1967 í nefndaráliti fjárveitinganefnd ar Alþingis. Hefur hátíðanefnd- in haft samband við sagnfræð- ingana Gísla Jónsson, Jónas Kristjánsson og Sverri Krist- jánsson af því tilefni. Nefndin virtnur að því, að ellefu alda landsbyggðar verði minnzt með hátíðahöldum í öll- um landshlutum og sem flest- um héruðum. Framkvæmdastjóri þjóðhá- tíðanefndar 1974 er Indriði G. Þorsteinsson. □ Ráðsfefnubæklingur kominn út Á SÍÐARI árum hefur athygli fólks, sem að ferðamálum vinn- ur, beinzt æ meira að ráðstefnu haldi og möguleikum þeim, sem fólgnir gætu verið í að fá hing- að erlendar og alþjóðlegar ráð- stefnur. Reynzlan hefur þegar leitt í ljós, að hér eru aðstæður til slíks að vissu marki — og með áframhaldandi þróun í ferðamálum má vænta þess að aðstaða fari stöðugt batnandi. Eru allir sammála um, að ef takast mætti að fá hingað ráð- stefnur í vaxandi mæli á þeim tíma ái-sins, sem hótel eru ekki setin erlendu ferðafólki, yrði það mikil tekjuaukning fyrir mikinn fjölda fólks hérlendis — Markvert getur talizt í þessu sambandi, að bæði flugfélögin og tvö stærstu hótel landsins hafa nú tekið saman höndum og lagt grundvöll að samstarfi út á við — þ. e. a. s. um kynn- ingu á þeirri aðstöðu, sem hér er þegar til ráðstefnuhalds. Fyrir forgöngu Flugfélags ís- lands og Hótel Sögu hafa þessir aðilar ásamt Loftleiðum og Hótel Loftleiðum nú gefið út sameiginlega bækling á ensku til þess að kynna helztu grund- vallaratriði málsins. Er þetta lit prentaður, vandaður bækling- ur, prentaður í 30 þúsund ein- tökum — og verður á næstu mánuðum dreift víða um lönd. í fáum dráttum er í þessum bæklingi leitazt við að svara eftirfarandi spurningum: Hvers vegna er ástæða til þess að halda ráðstefnur á íslandi? Hvernig er hægt að komast þangað? Hvers konar þjóð er Islendingar? Hvaða aðstæður eru í Reykjavik til þess að gera! ráðstefnufólki lífið létt og eftir- minnilegt? Hve stór eru helztu hótel höfuðstaðarins og hvaða þjónustu veita þau? Hvernig er hægt að drepa tímann milli funda? Er völ á fundarsölum utan hótelanna? Er hægt |að efna til funda annars staðar en í Reykjavík, eða fara og skoða aðra bæi? Til þess að annast fram- kvæmd málsins var fenginn Haraldur J. Hamar, ritstjóri. .2

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.