Dagur - 13.03.1971, Blaðsíða 2

Dagur - 13.03.1971, Blaðsíða 2
2 ! I úrslitin í Loftleiðamótinii GarðyrkjunámskeiðiS Þremur ungmennum frá Akureyri boðið til USA UM síðustu helgi fór fram keppni unglinga í svigi og stór- svigi í Hlíðarfjalli, en mót þetta nefndist Loftleiðamótið. Keppt var í tveim ferðum í stórsvigi og fjórum ferðum í svigi. í keppninni tóku þátt stúlkur 14—15 ára, drengir 14—15 ára og drengir 16—17 ára. Til mik- ils var að vinna, eða ferð til Bandaríkjanna dagana 17.—24. marz og keppnisrétt á skíða- móti þar. Stig reiknuðust þannig, að 1. maður fékk 7 stig, 2. maður 5 stig, 3. maður 3 stig, 4. maður 2 stig og 5. maður 1 stig. Sigurvegari í flokki stúlkna Frá Bridgcfélagi Ak. ÞRIÐJA umferð í sveitahrað- keppni Bridgefélags Akureyrar var spiluð sl. þriðjudagskvöld. Röð sveitanna er þessi: stig Sv. Mikaels Jónssonar 1752 — Harðar Steinbergss. 1727 — Halldórs Helgasonar 1720 — Soffíu Guðmundsd. 1614 — Páls Pálssonar 1536 — Hinriks Hinrikssonar 1511 — Sveinbj. Sigurðssonar 1480 Meðalárangur er 1520 stig. Fjórða og síðasta umferðin verður spiluð n. k. þriðjudags- kvöld. 14—15 ára varð Svandís Hauks dóttir, og hlaut hún 26 stig. í flokki drengja í sama aldurs- flokki sigraði Tómas Leifsson, hlaut 28 stig, og í flokki drengja 16—17 ára sigraði Haukur Jó- hannsson, sem hlaut einnig 28 stig. Öll eru þau í KA. Stig úr samanlögðum 4 beztu ferðum í svigi og stórsvigi: Stúlkur 14—15 ára. stig Svandís Hauksdóttir, KA 26 Margrét Baldvirtádóttir, KA 24 Margrét Vilhelmsdóttir, KA 17 Sigríður Frímannsd., KA 14 Margrét Þorvaldsdóttir, KA 9 Drengir 14—15 ára. stig Tómas Leifsson, KA 28 Ásgeir Svegrisson, KA 16 Einar P. Árnason, KA 14 Hallgrímur Ingólfsson, Þór 13 Sigurbjörn Gunnþórsson, KA 9 Drengir 16—17 ára. stig Haukur Jóhannsson, KA 28 Gunnlaugur Frímannss., KA 24 Sigurjón Jakobsson, KA 14 Guðm. Sigurbjörnsson, Þór 10 Alfreð Þórsson, KA 9 Mótsstjóri var Leifur Tómas- son. □ BLAÐIÐ vill minna á garð- yrkjunámskeiðið í Húsmæðra- skólanum hér í bæ, sem hefst fimmtudaginn 18. þ.m. kl. 4 e.h. Námskeiðið er ókeypis og öll- um heimil þátttaka meðan hús- rúm leyfir. Þá er engin skyld- ugur að sækja öll erindin. Verð ur stundaskrá fáanleg fyrir allt námskeiðið, og afhent fyrsta daginn þeim sem þess óska, og þá verður flutt erindi um sán- ingu sumarblóma og grænmet- Rányrkja VÍKÚNJA, lama-tegund sem fyrir einum áratug var hundr- uðum saman á beit meðfram vegunum í Perú, er nú í þann veginn að deyja út, verði ekki gerðar víðtækar ráðstafanir til að vernda hana gegn veiðum í stórum stíl á allra næstu árum. Þessu heldur belgíski villidýra- fræðingurinn Paul Pierret fram, en hann var sendur á vegum Matvæla- og landbúnað- arstofnunar Sameinuðu þjóð- anna (FAO) til að vera ríkis- stjórn Perú til ráðuneytis í við- leitni hennar við að bjarga víkúnja frá útrýmingu. Stjórnin í Perú hefur slíkar áhyggjur af rányrkjunni, að hún er jafnvel farift að fram- fylgja þeim veiðitakmörkunum, sem Simon Bolivar kom á strax árið 1825, en eftir þeim hefur ekki verið farið til þessa. is og sýnd fræsánir.g í kassa inni. Þá verða á námskeiðinu fiutt erindi um ræktun græn- metis, skipulag og lagfæring lóða, ræktun sumarblóma, og fjölærra tegunda. Tegundaval í skrúðgarða. Hjálpargögn við garðyrkju — bækur og áhöld. Hirðing garða, og baráttan við illgresið og fl. og fl. Meðal ann- ars skuggamyndir úr innlend- um og erlendum görðum. (Aðsent) á víkúnja Víkúnja er nú friðuð, og Perú leitast við að styrkja friðunar- viðleitni sína með því að fá önnur ríki til að gera samninga, þar sem forboðin sé verzlun með víkúnja-ull á alþjóðavett- vangi. Bretar og Bandaríkja- menn eru stærstu innflytjendur hennar. Víkúnja-ull er mýksta og bezta hráefni ullariðnaðarins. Víkúnja-jakkar, -vesti, -teppi, -töskur og sængurteppi eru eft- irsótt um heim allan. Fyrir ull- ina eru greiddir 100 dollarar á kíló, en hver skepna framleiðir einungis um fjórðung úr kíló- grammi af ull árlega. Það verð- ur því að skjóta mikinn fjölda dýra til að hægt sé að fram- leiða það mikla magn af fötum úr víkúnja-ull, sem seld eru í New York fyrir 1000 dollara hver alklæðnaður. □ Frá vinstri: Tómas, Haukur og Svandís. OFT RYLUR HÆST í TÓMRI TUNNU UNGAFÓLKIÐ EITT er það faguryrði er hvað hæst hefur hljómað heimi stjórnmála frá og borizt með mætti áróðurstækja inn í vit- und hvers þess einstaklings, er á annað borð hefur eyru sín opin, jafnvel þótt þau séu það sjaldan. Slíkur er boðsmáttur þess hugtaks, enda fagurt sem fyrirheit. Þetta nefnda fagur- yrði er raunar hugtak sem flest- öll stjórnvöld og stjórnmála- hreyfingar tileinka sér að minnsta kosti í orðj kveðnu og nefnist lýðræði. Og innifalið fyrirheit „lýðurinn ræður“ þú og ég ásamt öllum hinum. Hér á íslandi er gumað meir af lýðræði en hægt er víðast annarsstaðar, enda efni til og skyldi enginn halda að hér hafi eigi þróazt lýðræði um liðin tíma. Lýðræðisþróun hefur átt hér mjög auðvelt uppdráttar, ekki kostað neinar blóðsúthell- ingar eða kollsteypingar virðu- legum gmaldags valdhöfum sem um margt minna á miðaldir. Koma þar til margvíslegar ástæður og sérstæður íslenzks þjóðlífs. Fyrst og fremst þó hið alsameiginlega allsleysi og ör- byrgð fyrrj tíma. Hin sterka samstaða og eining þjóðarinnar í sínu mesta máli, sjálfstæðis- baráttunni og hið fámenna þjóð félag í sínu rúrna umhverfi. Við íslendingar höfum til skámms tíma búið við nær al- gjört stéttleysi. Fyrir utan bað, að hér hefur aldrei verið nein þjóðfé'íagsleg yfirstétt, saman- ber aðall, hafa menn deilt líkum kjörum þótt stundað hafi marg- vísleg störf. Eru dæmi þess hví- vetna, en fyrst og fremst innan ramma lifnaðarhátta vorra. Það er vart hægt að reikna út starf eða stöðu einstaklings eftir því hvernig hann hefur búið um sig efnalega. Slíkt stéttleysi og lýð- ræði er dýrmætt og skiptir þá eigi höfuðmáli hvernig það hef- ur þróazt, heldur það sjálft og hvernig því verður bezt við haldið. Maður skyldi ætla að það væri kappsmál hvers máls- metandi aðila að stuðla sem bezt að jöfnuði allra borgara ríkis síns. Hverjum og einum væri það hugleikið í sinni vel- megun að sjá méðbróður sinn hljóta sama aðbúnað í hvívetna, sömu réttindi og sömu örlög, þau er þjóðfélagið varðar, fyrir utan það yfirnáttúrlega, því eins og Kristur sagði á sinni dvalartíg á meðal mannkvns, „keisaranum það sem keisarans er og Guði það sem Guðs er.“ Já, maður skyldi halda að þeir er mest guma af lýðræði og jafn rétti borgaranna myndu sárt til taka að augum líta smæð sam- borgara síns. Nú á síðustu tímum, er tækni er í þann veginn að taka öll völd og áhrif nægta og neyzlu teygja sig inn á öll þjóðlífssvið, hafa boðberar lýðræðis, ein- staklingsfrelsis og jafnréttis, verið með aðstoð tölva sinna, bak við tjöld sín, sem eru út- línur „bírókratískra“ stofnana, að vega og meta þegna þjóð- félagsins og þeirra skerf til mannlegra þarfa og íramfara, draga þá í dilka framlags og að- stöðu og ætla að skammta þeim réttindi' eftir því hvernig hægt er hagvísindalega að meta gildi starfa þeirra. Starfsmenn þeirra hagsmuna er núverandi stjórn- völd hafa tekið undir sína rúm- ábreiðu vinna markvisst að sér- hagsmunum sín og sinna. Marg augljóst er, að stefna sú er þau stjórnvöld, er rikt hafa á ís- landi í rúman áratug og fram- anaf kenndu sig við viðreisn, en forðast í seinni tíð að minna einu sinni á tilvist þess hug- taks, hafa rekið hagsmuni sín og sinna gæðinga fram hjá stór- um hluta íslenzks samfélags. Framkoma þeirra gagnvart verkafólki (verkafólk notað um hinn almenna borgara er tekur laun fyrir vinnu sína) talar skýrustu máli. Visvitandi víxl- hækkanfr kaupgjalds og verð- lags, vegna þess að eigi er hægt Þórður Ingimarsson. að una verkafólki kjarabót hafa velt hinu hnignandi verðbólgu- fljóti áfram þar sem það hefur skafið með sér er það hefur olt- ið yfir, þar til það rtiun með óbreyttu áframhaldi fljót'a vfir öll takmörk og drekkja þjóð- inni í ægispilltum peningaleik sínum. Jafnframt því, sem leit- ast hefur verið við að draga úr efnahagslegri getu flestra þeirra er það sarneiginlegt eiga að taka laun sín úr annars vasa, er einn ig reynt að draga úr áhrifum þeirra á gang málefna þjóðfé- lagsins. Verkalýðurinn á fyrst og fremst að vera eins og vél. Eða-eins og hluti af þeim vél- um er hann vinnur við í brauð- starfi sínu. Settur í gang á morgnana, morgunkaffið ræsi- vökvi, og síðan slökkt á kvöld- in, lélegt sjónvai-psefni sá ádrep ari ér slekkur á mannskepn- unni syngur bíum bíum bamba og býr hana undir hvíld til að geta síðan tekið hugsunarlaust til við sína verksmiðjuhring- ekju á nýjum degi. Þeir forkólfar er leitt hafa hagsmunasamtök verkalýðs og launþega, hafa ekki tekið það nógu föstum tökum, að við- halda einstaklingsvitund hins almenna borgara. Barátta þeirra hefur öll snúizt um það að reita nokkra aura til viðbót- ar af vinnuveitandanum í vasa launþegans og 'hefur reyndar hverri híru er verka- og launa- fólki tekst að innheimta, beint út í verðlag og gera hana þar með að engu. Það velmegunar- jafnrétti er verkafólk hefur tekizt að halda innan ramma þjóðfélagsins hefur reyndar aldrei byggzt á góðum kjörum í mynd hárra launa og kaup- getusterkra. Heldur hinu marga ógerða handtakj er hér er til staðar og hefur skapað þá miklu atvinnu er hér var til skamms tíma til staðár og iftenn gátu lagt nótt við nýtan dag og unnið og þannig getað veitt sér það sem kallast nú á tímum almenn þægindi. Markmið baráttusamtaka ís- lenzks verkalýðs geta ekki ein- skorðast við krónuna og eyrinn i vasann þótt þess þurfi einnig frteð. Þau þurfa að géra vitund hvers og eins vakandi um það, hvað hver einstaklingur er í raun og veru mikils virði og hvað hann með sastöðu við aðra getur fengið miklu áorkað. Markmið baráttu verkafólks og hins almenna borgara verður að vara öðrum þræði að viðhalda málefnalegri umræðu meðal fólksins og að það geri sér grein fyrir sínum vandamálum en láti eigi glepjast hringekjunni í tilbreytingarlausu brauðstarfi og þannig að láta gera sig að þegjandiog aláhrifalausrj heild, en sú er stefna sumra að gera verkalýðinn að einskonar hluta af vélum þeim er hann við vinn ur. Sú spurning vaknar þá, er það lýðræði þegar helft þjóðar- heildarinnar er eigi orðinn ann að en einskonar hluti af vél- væðSngu tæknialdar? Fátt er vorrar. þjóðar íhaldsöflum og neyzlurisum gróðafyrirtækja, þeim er vilja gera hér nokkurs- konar forréttindastéttir og verkalýðinn að stóru núlli, við- kvsemara en þær raddir er benda einstaklingum verkalýðs ins á tilvist sína sem þjóðfélags legir jafningjar iðnrekenda og forstjórnarmanna, og að með samtökum megi þeir hrynda hugsjónum braskafla er starfa í skjóli peningahyggju og auð- valds og vilja virkja verkafólk sem dauðar vélar. Eigi væri ósennilegt að hyggja, að tóiþa tunnan er þeir teldu að ísvo væri og bili í, væru raddir vil- hollar verkalýðsstétt. Svo er þó eigi. Fagurgal risanna er rtý.ta vilja verkafólkið sem vélar, um lýðræði og jafnrétti eru álíka efnismiklar að sannleiksgildi og innihald þeirrar tómu tunnu er bilur hátt í þá barið er. í filam- tíð verður það að vera höfuð- bai'átta íslenzkrar verkalýðs- hreyfingar, að viðhalda þjóð- félagslegu jafnrétti allra þegna. Hugtökin lýðræði og jafnrétti verða að vera staðreyndir fyrir þjóðfélag vort, en ekki blekk- ingargal þeirra er vilja setja sig á háan hest sem stjórnendur og ráða yfir landslýð. Þórður Ingimarsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.