Dagur - 15.09.1971, Blaðsíða 2

Dagur - 15.09.1971, Blaðsíða 2
2 ' "í i Um íitivist bamanna og fleirá 1 REGLUGERD um verndun barna og unglinga, sem nær til kaupstaða og kauptúna með 400 :ibúa eð'a fleiri, eru nokkur ákvæði, sem gefa ber gaum að :nú á haustdögum. Foreldrar, skólar og barnaverndanefndir eiga að sjá um, að þessum ákvæðum sé fylgt, og með að- stoð lögergluyfirvalda ef með parf. Er full þörf á að vekja eftirtekt á eftirfarandi: í kaupstöðum, kauptúnum og öðru slíku þéttbýli með 400 :íbúa og fleiri, mega böm yngri en 12 ára ekki vera á almanna- :Færi eftir kl. 20, og eftir kl. 22 tímabilið 1. maí til 1. sentem- ber, nema í fylgd með fullorðn- um, aðstandendum sínum eða Nýtt verkstæðisliús J Húsavík 14. sept. Á laugardag- inn var formlega tekið í notkun nýtt hús fyrir bifreiða- og véla- viðgerðir. Það var Vélaverk- stæðið Foss h.f., sem var að byggja yfir starfsemi sína við Garðarsbraut sunnarlega. Eig- andi er hlutafélagið Foss h.f. Stjórnarformaður er Finnur Kristjánsson en framkvæmda- stjóri er Þorvaldur Árnason. Hlutafélagið er 25 ára á þessu umsjónarmönnum. Unglingar, yngri en 15 ára, mega á slíkum stöðum ekki vera á almannafæri eftir kl. 22 tímabilið 1. september til 1. maí og eftir kl. 23 1. maí til 1. sept- ember, nema í fylgd með full- orðnum, eða um sé að ræða beina heimferð frá skóla- skemmtunum, íþróttasamkomu eða frá annarri viðUrkenndri æskulýðsstarfsemi. Hvers konar þjónusta við börn og ungmenni eftir lögleg- an útivistartíma, önnur en heim flutningur, er bönnuð, að við- lagðri ábyrgð þess, er þjónustu veitir. Handhöfum þjónustu- leyfa er skylt að fylgjast með því, að ákvæði þessi séu haldin. Ungmennum yngri en 16 ára er óheimill aðgangur og dvöl á almennum dansleikjum eftir kl. 20, — öðrum en sérstökum ungl ingaskemmtunum, sem haldnar eru af skólum, æskulýðsfélög- um eða öðrum aðilum, sem til þess hafa leyfi og háðar eru sérstöku eftirliti. Forstöðumönn um dansleikja er skylt að fylgj- ast með því, að ákvæðí þessi séu haldin, að viðlögðum sekt- um og/eða missi leyfis til veit- ingahalds eða skemmtanahalds um lengri eða skemmri tíma. Ungmennum yngri en 18 ára Hýtt sláiurhús KÞ tekið í notkun HJÁ Kaupfélagi Þingeyinga á Húsavík er nú í smíðum nýtt sláturhús, og er byggingu þess svo langt komið, að ætlunin er að slátra þar í fyrsta skipti nú í haust. Að því er Haukur Loga son hjá K. Þ. tjáði Sambands- fréttum fyrir skömmu er enn ekki búið að ákveða, hvenær slátrun hefst í haust, en það hefur oftazt verið um miðjan september. í eldra sláturhúsi félagsins hefur verið slátrað um 1200 fjár á dag, en hið nýja er byggt með það fyrir augum, að þar megi slátra allt að 2000 íjár á dag, þótt óvíst sé, hvort þeirri tölu verði náð þegar í haust. í sláturluisinu verður einnig stórgripasláturhús, sem þó verður ekki tekið í notkun :aú strax, heldur væntanlega .næsta haust. Húsið er byggt samkvæmt öllum ströngustu .hreinlætiskröfum og útbúið færibandakerfi á sama hátt og sláturhúsin í Borgarnesi, á Sel- fossi og í Búðardal, auk slátur- :húss, sem er í endurbyggingu á Blönduósi, og er þetta fyrsta húsið fyrir utan sláturhúsið í ’Búðardal, sem er byggt alveg :írá grunni eftir hinu nýja færi- bandakerfi. Framkvæmdir við sláturhús- hygginguna hófust í júní í fyrra, en kjötfrystihús hafði áður verið reist. Sláturhúsið er á tveimur hæðum, og er hvor hæð tæpir 1100 fermetrar auk TAPAÐ! LINDARPENNI PARKER tapaðist í bænuni 7. sept. Finnandi vinsamlegast skili lionum á afgr. DAGS. TAPAST HEFUR KÖTTUR, svartur og (hvítur, lialtur á öðrum afturfæti. — I’innandi vinsamlegast hringi í síma 2-19-22. fjárréttar um 700 ferm., en hún er stálgrindahús, sem notað verður sem áburðargeymsla annan tíma ársins. Hjá Kaupfélagi Þingeyinga á Húsavík hefur eingöngu verið slátrað af félagssvæði þess, og verður það óbreytt áfram. Hins vegar mun tilkoma nýja slátur- hússins stytta sláturtímann verulega, en hann hefur staðið yfir hátt á annan mánuð, sem hefur skapað vandkvæði við geymslu fjárins hjá þeim sem síðastir hafa verið. Hjá félaginu hefur undanfarið verið slátrað árlega um 40.000 fjár. Bygging nýs sláturhúss var orðin mjög aðkallandi, þar sem eldra húsið fullnægði ekki lengur kröfum tímans og var þar að auki inni í miðjum bænum, sem skapaði erfiðleika. □ BARNAKOJUR óskast til kaups, þurfa að vera 160 cm. á lengd. Uppl. í síma 2-10-14 eftir kl. 19. Vil kaupa góðan FATASKÁP. Uppl. í síma 2-11-81. Oska eftir að katipa KLÆDASKÁPA Uppl. í síma 2-10-67. ÍÍMMiÍ ELDRI-DANSA KLÚP.BURINN heldur dansleik í Alþýðu húsinu n. k. laugardag 1. september kl. 21.00. Miðasalan hefst kl. 20.00. Stjórnin. er óheimill aðgangur og dvöl á veitingahúsum, sem hafa leyfi til vínveitinga, eftir kl. 20, nema í fylgd með foreldrum, forráða- mönnum eða maka. Veitinga- leyfishafa er skylt að gæta þess, að ákvæði þetta sé haldið, að viðlögðum sektum og/eða missi veitingaleyfa sinna um lengri eða skemmri tíma. Þeir, sem hafa forsjá eða for- eldraráð barna og ungmenna, skulu, að viðlögðum sektum, gæta þess, að ákvæði þessarar greinar séu ekki brotin. Þá má einnig beita sakhæf ungmenni viðurlögum fyrir brot á þessum ákvæðum. Utdráttur úr ákvæð- um þessarar greinar skal hanga á áberandi stað í öllum skólum skyldunáms, almennum veit- ingahúsum og samkomustöðum í lögsagnarumdæminu, og sér viðkomandi barnaverndarnefnd um það, — ásamt lögreglu. □ Uraf. REYNÍR sigraði KNATTSPYRNUMÓT UMSE lauk 10. þ. m. með úrslitaleik að Melum, milli Umf. Reynis og Umf. Skriðuhrepps. Bæði liðin höfðu unnið alla sína leiki og voru með 6 stig hvort. Úrslita- leikurinn var allhart leikinn. í fyrri hálfleik tókst liði Umf. Skriðuhrepps að skora eitt mark, enda var leikur þess ákveðinn og baráttuvilji mikill. Snemma í seinni hálfleik skor- uðu Reynismenn og við það mark dró verulega af liðsmönn- um Umf. Skriðuhrepps, en hin- ir efldust að mun. Skömmu seinna gerðu Reynismenn ann- að mark sitt og eftir það varð sókn þeirra cnn meiri, og enda- lokin urðu 4 mörk gegn 1 Reyni í hag. Eftir gangi leiksins er sá markamunur of mikill en lið Umf. Reynis var betri aðilinn í leiknum og verðskuldaði sigur. Reynir vann nú til eignar knatt spyrnubikar UMSE. Heildarúrslit mótsins: stig Umf. Reynir............... 8 Umf. Skriðuhrepps .........6 Umf. Dagsbrún..............3 Umf. Framtíð.............. 2 Umf. Ársól og Árroðinn ... 1 Tek að mér að SLÁ HNAPPA. Hrund Kristjánsdóttir, Ásabyggð 4, sími 212-35. TIL SÖLU 3ja herbergja íbúð. Upjd. í síma 2-17-24. TIL SÖLU Ódý-rt sófasett, grillofn, stofiiskápnr, 16 mm kvikmyndavél, benzínmiðstöð í jeppa, grill á Singer ’68. TIL SÖLU er Polaroid 104 mynda- vél og Brno-rifill 022, meðkíki. Ujrpl. í síma 2-11-51. Mig vantar mann eða röskan ungling, til aðstoðar við bústörf í vetur. Hörður Garðarsson Rifkelsstöðum. SENDIL VANTAR nú þegar á Baug h.f. Sími '1-28-75. Vanar saumastúlkur óskast strax, hálfan eða allan daginn. Fatagerðin IRIS, sími 1-22-71. Kona óskast til að gæta ársgamals drengs, hálfan daginn. Uppl. í Hafnarstræti 85. AÐSTOÐAR- FJÓSAMAÐUR óskast til tilraunastöðvar- innar á Akureyri frá 1. október. Umsókn ásamt iipjrlvs- ingum um fyrri störf sendist Tilraunastöðinni fyrir 20. september. KJOLAEFNI STÓRGLÆSILEGT ÚRVAL NÝKOMIÐ. Póstsendum. Amaro Dömudeild, sími 12832. HEKLIJ- ÚLPUR BUXUR STAKKAR Góðar vörur, gott verð. HERRAÐEILD N ý 1í o m i ð ! Dömu-náttfata- samfestingar. Undirkjólar, stærðir 42—50. VERZLUNIN DRÍFA Sími 1-15-21. YAMAHA rafknúin orgel, kr. 20.270,00. TIL SÖLU: Einbýlishús á brekknnni. 3 herb. fbúð við Helgamagiasræti. 5 herb. íbúð á eyrinni. Hef kaujrendur að fasteignum. MÁLFLUTNINGSSKRIFSTOFA GUNNARS SÓLNES hdl. Strandgötu 1. — Sími 2-18-20. Nýkomið! frá Marks & Spencer KJÓLAR BLÚSSUR GREIÐSLUSLOPPAR KORSELET BRJÓSTAHALDARAR BUXUR VEFNAÐARVÖRUDEILD

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.