Dagur - 15.09.1971, Blaðsíða 4

Dagur - 15.09.1971, Blaðsíða 4
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. RAFORKUMÁL ÞEGAR sýnilegt var fyrir nokkrum árum, að ört vaxandi raforkunotkun á Norður- og Austurlandi kallaði á ný úrræði, var um nokkrar leiðir að velja. Þá varð áætlun um Gljúfur- versvirkjun í Laxá til, og það var álitleg virkjun, er gera mátti í áíöng- um til almennra nota. Þessi áætlun og undirbúningur framkvæmda, svo og fyrstu framkvæmdir hennar, komu í veg fyrir rannsóknir annarra úrræða, svo sem virkjunar við Jök- ulsá, Skjálfandafljót, gufuvirkjun og orkukaup úr öðrum landshlutum. Nú er Gljúfurversvirkjun talin úr sögunni að heita má, vegna lands- kunnra mistaka, og standa menn á ný frammi fyrir þeim vanda að velja leiðir í raforkumálum. En því miður vantar mjög á, að rannsóknir virkj- unarmöguleika eða raíorkukaupa að sunnan, séu þar á vegi staddar, að hægt sé að gera raunhæfan saman- burð, og er þetta hið mesta ófremd- arástand. Stór og vaxandi hluti af raforkunni á orkuveitusvæði Laxár er nú framleiddur með rússneskri olíu, en fallvötnin með alla sína óþijótandi orku renna án nytja og bíða þess að verða beizluð. Á meðan menn gerðu sér vonir um hagstæða Gljúfurversvirkjun og hóflegt raforkuverð, var hér enginn áhugi á raforkukaupum frá stórvirkj unum sunnan fjalla. Nýjar staðreynd ir í raforkumálum knýja menn til endurskoðunar á orkukaupunum, ekki síður en á nýjum virkjunarstöð- um við fallvötn eða á jarífliitasvæð- um. Innan tíðar verða orkuveitu- kerfi landsins eflaust samtengd í öryggis- og hagsmunaskyni og raf- orkan seld við sama verði unr land allt, og er það í fullu samræmi við margskonar önnur lögleidd við- skiptakjör í landinu. í ályktun um raforkumál, sem sam þykkt var á síðasta kjördæmisþingi á Laugum, segir m. a.: Raforkuskortur er þegar orðinn tilfinnanlegur í kjördæminu. Kjör- dæmisþingið harmar, að Laxárdeil- an skuli enn vera óleyst, og rann- sóknir á öðrurn úrlausnarleiðum í raforkumálum skammt á veg komn- ar. En þær eru: Vatnsvirkjun við JökuLsá á Fjöllum og Skjálfandafljót, gufuvirkjun eða orkukaup frá stór- virkjun sunnan fjalla. Verði rann- sóknum hraðað svo sem unnt er til að'fá samanburð við ákvörðun um raforkumálin. I öðru lagi er í ályktuninni lagt til, að lagaheimild um virkjun Sand- ár í Þistilfirði verði notuð, og í þriðja lagi mótmælti þingið því harð lega, að stórvirkjanir fallvatna væru eingöngu syðra, þar sem það stuðlaði að ójafnvægi milli landshluta. □ MARINO S.ÞORSTEINSSON ODDVITII ENGIHLIÐ. - FÁEIN KVEÐJUORÐ MARINÓ Steinn Þorsteinsson oddviti í Engihlíð á Árskógs- strönd andaðist í Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri laug- ardaginn 4. september, var jarð- sunginn í Stærra-Árskógskirkju laugardaginn 11. september og fylgdi honum fjöldi fólks til grafar. Marinó var fæddur á Hellu á Árskógsströnd 28. september 1903. Foreldrar hans voru hjón- in Þorsteinn Þorsteinsson og Valgerður Sigfúsdóttir, er síðar fluttu að Litlu-Hámundarstöð- um og bjuggu þar á meðan bæði lifðu og þar ólst Marinó upp í hópi mjög stórrar fjölskyldu. Faðir hans var bæði bóndi og sjómaður, eins og fyrrum var algengt í þeirri sveit, og dró oft mikla björg í bú, en móðir hans annaðist þá búskapinn, þar til eldri börnin fóru að leggja þar hönd að verki. En systkinin voru tíu, átta drengir og tvær stúlkur. Þeirra elztur og kunn- astur athafnamað’ur var Valtýr, er lengi bjó á Rauðuvík en síð- ar á Akureyri og gerðist um- svifamikill útgerðamiaður og er látinn fyrir skömmu. Næstur að aldri var Svanlaugur, sjó- maður og bóndi, einnig látinn fyrir nokkrum árum. Þriðji í aldursröðinni var Marinó, er kvaddur var hinztu kveðju á laugardaginn í heimasveit sinni. Ekkja Marinós er Guðmunda Ingibjörg Ijósmóðir, Einarsdótt- ir, verkstjóra á Siglufirði. Börn þeirra eru: Valgerður, giftist Valdimar Óskarssyni, fyrrum sveitarstjóra á Dalvík, en hún andaðist á bezta aldri, Ása, gift Sveini Jónssyni smið og bónda í Kálfsskinni, Þorsteinn, kvænt- ur Fjólu Jóhannsdóttur frá Ás- hóli, Birgir. kennari á Árskógs- strönd, kvæntur Böðvínu Böðv- arsdóttur frá Akureyri og Hild- ur, gift Gylfa Baldvinssyni frá Hauganesi og hafa þau tekið við búi í Engihlíð. Marinó Þorsteinsson hneigð- ist snemma til búskapar, var verkhagur maður og duglegur, sótti sér búfræðimenntun í Hólaskóla og mun þá þegar hafa haft nýbýlastofnun í huga. Man ég vel þegar hann ræddi um þessa hugmynd við föður minn og fleiri bændur sveitar- innar, en þeim sýndist sumum, að nýbýlastofnun þar í sveit væri ekki vænlegt fyrirtæki, jafnvel vonlaust. En aðrir hrif- ust af bjartsýni hins unga manns og vissu sem var, að þar fór maður, sem ekki myndi hætta við hálfnað verk eða renna af hólmi fyrr en í fulla hnefana, þótt nýbýlastofnun væri erfitt viðfangsefni og að sumu leyti mun erfiðara þá en nú og byggðist meira á vinnu eigin handa og atorku en síðar Eyjafjarðaryndi Hér geng ég gestur um, guðirnir halda vörð, ilmandi blómabrum brosir við Eyjafjörð. Heppnin hún hlær við mér, hvarvetna lít ég sól, svo f jölmörg sé ég hér sögurík höfuðból. Ég gjörist aftur barn unaði og vonum fyllt, gleymi að hér finnst hjarn, hafrót og brimið trylt. Hið bezta bauðstu mér, blessaði fjörður kær, logn, bh'ðu, allt hvað er andar sem bóra vær. Sagndísir brostu blítt bentu mér hér og þar, opnaðist alltaf nýtt auganu, hvar sem var. Heilsar hvert höfuðból, hélt um þau gleðin vörð og fögur sumarsól sindraði um Eyjafjörð. Blasti við Sögusvið, sem fyrr ég hafði um lært, huldur og ljúflingslið léðu mér efni kært. Benjamíns bók ég las, bendingar margar fann, fannst mér sem grænna gras gæfist mér fyrir hann. Upp rifjast ýmislegt óður í muna geymt, fátt sem ég fyrr hef þekkt fyrnist né verður gleymt. Hannes vor Hafstein, Briem, hjarta mitt fanga enn, Stephan og gamla Grím glöð mun ég hitta senn. Davíð stóð hér við hún, horfði yfir bárugull, drengur, sem dalsins brún drakk heilagt Braga fulh Þjóðskáldin mætu mörg: Matthías, Jónas kær, þau voru þjóðarbjörg, þróttmikil, leifturskær. Nafnarnir báðir bezt; — biskup og séra Jón, — kváðu um hjörð og hest heillandi töfrasón. Bægisá, Grýta, Grund, glitra í huga mér, Rósa, hin horska hrund, Hjálmar, hve ann ég þér. Frjáls lifir andinn enn Einars og Guðmundar, ríkja hér risnumenn, ráðsvinnir höfðingjar. Glóir á Guðalund, gestrisnis heilög vé, aldrei á græna grund • glaðar ég fæti sté. Far þú vel, svása sveit, sendum við þökk og koss, blessum þinn biskupsreit, bagal, mítur og kross. Áfram til vegs og valds viðreisnar inn á svið, trú, von til trausts og halds týhraustir starfið þið. Kristín M. J. Björnson. varð og er þó enn mikil þolraun vöskustu mönnum. Ingibjörg og Marinó voru sam hent og bjartsýn. Þau áttu ekki aðeins drauminn um að byggja og rækta á nýjum stað, verða landnemar á Árskógsströnd, heldur höfðu þau bæði þor og þrek til að láta drauminn ræt- ast. Þau byggðu nýbýlið Engi- hlíð 1934 og bjuggu þar síðan, en höfðu að mestu látið búið í hendur dóttur og tengdasonar. Þar er og risið annað nýbýli og bifvélaverkstæði Þorsteins son- ar þeirra og hans konu og heitir það Hlíðarland. Marinó Þorsteinsson var bráð þroska og ætlaði sér snemma mikinn hlut. Hann var skarp- greindur maður og vel á sig kominn, einarður alvörumaður, mikill reglumaður alla ævi, og gæddur ríku sjálfstrausti. Dug- legur félagsmálamaður var hann og á ýmsan hátt vel til foringja fallinn, enda treyst til margháttaðra trúnaðarstarfa, var formaður sjúkrasamlags, sóknarnefndar, búnaðarfélags, ungmennafélags og síðast en ekki sízt var hann hreppsnefnd- aroddviti sveitar sinnar óslitið fró árinu 1946. Þess er stundum spurt að leiðarlokum, um leið og litið er yfir farinn veg, hvort menn hafi valið sér hið rétta hlutskipti, og er þá oft átt við auðveldustu leiðina til að öðlast þau lífsins hnoss sem að er keppt. En hver sem svörin verða skiptir það eitt máli hvernig þau störf eru unnin, er menn kjósa sér að ævi starfi og hvaða hamingju þau veita. Marinó kaus sér ævistarf í sveit feðranna, starf landnáms manns og bónda, og vegna glöggskyggni sinnar, dugnaðar og reglusemi voru honum aulc þess falin hin mestu trúnaðar- störf. Þau störf og ævistarf landnámsmannsins ber að þakka og virða. Marinó stóð vel að verki langan dag, hugsjón- um sínum trúr til æviloka. í starfinu á nýbýli sínu fann hann hamingju sína mesta og' í félagsmálum var hann maður starfs og framfara. Við Marinó ólumst upp í nágrenni og hittumst oft, síðast nú í sumar, er heilsa hans var tæp og hann taldi sjálfur, að hann kynni að eiga skammt eftir. Við vorum aldrei nánir vinir, en á gamlan og nýjan kunningsskap bar aldrei skugga. Mér var það ánægja að fylgjast með því, er hann auðg- aði sveit okkar með nýjum bóndabæ og farnaðist vel á meðan hópur mannvænlegra barna óx úr grasi í Engihlíð. Hlýjar kveðjur fylgja honum á þessum vegamóturh, . Ágætri eiginkonu . Márinos, Ingibjörgu Einarsdóttur, börn- um þeirra hjóna ' og ástvinum öllum, sendi ég mínár innileg- ustu samúðarkveðjur, 15. D, Frú Gíslína Friðriksdóttir og Stefán Jónasson. ; STEFÁN JONASSON útgerðar , maður og um tólf ára skeið : bóndi á Knararbergi, varð ní- ræður á mánudaginn. En kona 1 hans, Gíslína Friðriksdóttir ætt uð frá Litla-Laugardal i Tálkna * firði, várð níræð 29. júlí í sum- ar. Þau dvelja nú í Elliheimili Ákureyrar, við allgóðá heilsu, ASalfundur AÐALFUNDUR Framsóknar- félags Norður-Þingeyinga vest- an heiðar var haldinn 31. ágúst 1971. Fundurinn samþykkti eftirfarandi: I. Aðalfundur Framsóknarfélags Norður-Þingeyinga vestan heið- ar, haldinn að Kópaskeri 31. ágúst 1971, lýsir yfir fyrir félags ins hönd fullum stuðningi við hina nýju ríkisstjórn fslands og heitir á hana að vinna ötul- lega að framgangi þeirra mála, sem um hefur verið samið milli stjórnarflokkanna, svo sem að leiðrétta kjör þeirra, sem búið hafa við skertan hlut í launum, tryggingum, opinberri þjónustu o. fl. II. Aðalfundur Framsóknarfélags Norður-Þingeyinga vestan heið- ar, haldinn að Kópaskeri 31. ágúst 1971, lítur svo á, að ís- lenzku þjóðinni henti betur, að hún skipi sér í tvær stjórnmála- fylkingar — hægri og vinstri — en það flokkafyrirkomulag, sem hún býr nú við. Með tilliti til þessa, skorar fundurinn á mið- stjórn Framsóknarflokksins að vinna að eflingu vinstri fylk- ingar og þeirri kjördæmaskip- an, sem hentar bezt tveggja flokka kerfi. * III. Fundurinn skorar á þing- menn flokksins í kjördæminu ‘að beita sér m. a. fyrir: 1. Stórauknum fjárveitingum til vegagerðar í héraðinu. 2. Að ríkið greiði snjómokst- ur á leiðinni Húsavík—Raufar- höfn allt að fjórum sinnum á mánuði. 3. Að áætlunarflug verði aft- ur hafið til Kópaskers. 4. Verulegri fjárveitingu til nýbygginga í Lundi á fjárlög- um 1972. 5. Breytingum á skólakostn- aðarlögunum, þannig aS ríklð greiði allan rekstrarkostnað heimavista og taki meiri þátt í mötuneytiskostnaði en nú er gert. 6. Lausn á því ófremdar- ástandi, sem ríkis í heilbrigðis- þjónustu héraðsins. Bendir fundurinn á þann möguleika, sem hluta af framtíðarlausn á að fá lækna í dreifbýlið, að rík- ið styrki álitlega stúdenta til að mennta sig sem almenna lækna gegn því, að þeir þjóni læknis- héruðum úti á landsbyggðinni í t. d. 10 ár næstu 15—20 árin eftir að þeir hafa lokið hinu al- menna læknanámi, Jafnframt verði læknadeildinni veitt að- staða til að kenna fleirum al- mennar lækningar en nú virð- ist vera unnt. 7. Að Norðurlandsáætlun verði ætlað verulegt fjármagn til aukinnar atvinnuuppbygg- ingar í héraðinu. 8. Að fiskeldisstöð verði kom- ið upp við Litluá sem fyrst. 9. Aukinni landgræðslu með ’ það fyrir augum að hefta upp- blástur og græða þegar uppblás in svæði í héraðinu og upp af því. 10. Að þegar verði gerðar ráð stafanir til að, stöðva ofveiði á grásleppu við Norðurland, einn- ig setningu lága, sem vernda grásleppuvéiði sem þlunnindi bújarða. 11. Að rafmagn verði selt á sama verði til sömu nota um allt land. IV. . Fundurinn styður framkomna tillögu um rannsókn vegar- stæðis frá KJappárósi í Núpa- sveit um Hraurt að Hóli á Sléttu. Stjórn félagsins var öll endur kosin, en hana. skipa: Aðalbjörn Gunnlaugssön, Lundi, Oxar- firði, formaður, Ragnar Helga- son, Utskálum, Kópaskeri, vara formaður, Jóhann Helgason, Leirhöfn, Sléttu, Þorsteinn Steingrímsson, Hóli, Sléttu og Þórarinn Haraldsson, Laufási, Kelduhverfi. □ og ekki er langt síðan ég mætti Stefáni á reiðhjóli hér á Akur- eyri. Stefán Jónasson fæddist á Kífsá þá í Glæsibæjarhreppi 13. september 1881 en flutti til Akureyrar er hann var aðeins 5 ára gamall og hefur átt þar heima síðan, að undanskildum árunum tólf á Knararbergi. Hann var einn af mestu at- hafnamönnum í bænum á fyrstu áratugum aldarinnar, skipstjóri og útgerðarmaður og stundaði útgerð fram á gamals aldur, og farnaðist ætíð vel. Hann var duglegur þrekmaður og hagsýnn, heiðarlegur í öllum viðskiptum, svo af bar og af öllum talinn hinn mesti dreng- skaparmaður. Útgerðarsaga Stefáns er hin merkilegasta, bæði vegna mannsins og atvinnugreinarinn- ar, þótt hér verði í engu rakin, en mun verða gert á öðrum vettvangi. Mun þar fram koma, hve farsæll og áfallalaus þessi atvinnuþáttur var í höndum hans. En í dag, á afmælisdegi þessa mæta manns, er það maðurinn sjálfur, ennþá hress og glaður, yfirlætislaus og vakandi áhuga- maður um allt er til framfara horfir, sem menn árna heilla, þakka unnin störf og samgleðj- ast. Dagur sendir heiðursmann- inum sínar beztu árnaðaróskir í tilefni afmælisins, einnig hinni myndarlegu konu hans síðbúna afmæliskveðju. Heill fylgi þeim hjónum og heiðríkjan lýsi þeim á ævikveldi. E. D. UM GÖTUR OG GANG- STÉTTIR Kæri Dagur. Má ég biðja þig fyrir fáeinar línur. Það er verið að malbika götur í bænum og er það nú gott og sjálfsagt. En hvemig stendur á því, að gang- stéttir eru svo langt á eftir? Finnst þeim mönnum, sem þessu ráða, að gangstéttir séu eitthvert aukaatriði og hægt sé að bíða eftir gangstéttunum endalaust? Milli Þórunnarstræt is og Byggðavegar er autt svæði. Oft er búið að rífa upp þann blett. ‘Gaman væri að sjá teikningu af svæðinu, eins og þáð á endanlega að yera.' Nú síðast var drifið . í áð , malbika gangbrautir um það ,þvert og endilangt. En hvers vegna ekki einnig í kring um þáð eða á þrjá vegu? Það er ósennilegt, að hagkværhara sé að gera það sér í lagi. Næst þegar birt verður áætl- un um gatnagerð, þyrfti að taka fram, hvort ætlunin sé, að ein- göngu sé miðað við bílana, eða hvort gangstéttir eigi' þar að veira einnig fyrir gangandi fólk, og hvenær gangstéttirnar eigi að koma, séu þær ekki gerðar um leið. Sem sagt, það gengur grátlega seint að laga götumar í þessum bæ og fróð- legt væri að vita, hvort við er- um komin í 30% malbikaðar og steyptar götur á móti 80—90% í Reykjavík. Að lokum. Hvers vegna er ekki gatnagerðargjald komið á, og verulegt átak gert í þessum málum? J. H. Nýtt liefti af ritinu Múlaþin NÝLEGA er kominn út 5. ár- gangur af Múlaþingi, sem Sögu- félag Austurlands gefur út. Rit- stjóri þess er Ármann Halldórs- son, kennari á Eiðum, en með honum í ritnefnd Birgir Stefáns son, Neskaupstað og Sig. Ó. Pálsson, Borgarfirði. Múlaþing hefur flutt mikinn austfirzkan fróðleik og heppn- azt vel. í því efni má segja svip að um þetta hefti og hin fyrri. Það er 192 blaðsíður og í því eru margar fróðlegar greinar um ýmis efni. Ritið hefst á ljóðrænu kvæði eftir Richard Beck, sem hann nefnir Skip vorsins. Þá kemur aðalritgerð heftisins, sem nær yfir 85 blaðsíður. Þótt ritgerðin sé þetta löng, tel ég svo mikinn feng að henni, að sjálfsagt hafi verið að birta hana í Múláþingi. Ritgerð þessi nefnist: Öskjugos- ið mikla árið 1875 og afleiðingar þess eftir Agnar Hallgrímsson stud. mag. Er mikinn fróðleik að finna í greininni um þetta efni. Fyrst gósið og ógnir þess, sem náði alla leið til Stokk- hólms. Þá brottflutning fólks um tíma af öskusvæðinu, og hjálp handa þessu fólki bæði hér á landi og frá Englandi, Danmörku og Noregi. Þá er skýrt frá hvaða jarðir lögðust í eyði af afleiðingum gossins og Gerðardómur Samvimiutrygginga VORIÐ 1970 létu Samvinnu- tryggingar fara fram markaðs- könnun og í því sambandi voru þeir, sem leitað var álits hjá m. a. spurðir um álit á trygg- ingafélögunum almennt. Fram kom, að 28% tjónþola kváðu þjónustu vegna ökutækjatrygg- inga annað hvort ófullnægjandi eða óviðunandi, og var það eink um vegna sakarskiptinga í árekstrartjónum. Þótti þeim, sem og vitað var áður, það allt of þungt í vöfum að þurfa að leggja í langvinn málaferli við tryggingafélögin út af oft á tíð- um tiltölulega smávægilegum ágreiningi. Til að bæta úr þessu, og þar með koma til móts við trygg- ingatakana og kröfuhafa, ákvað síðasti aðalfundur Samvinnu- trygginga, að setja á fót gerðar- dóm í málum þessum er tæki til starfa frá og með 1. september 1971. Gerðardómur Samvinnutrygg inga er skipaður eftirtöldum mönnum: Gauki Jörundssyni, prófessor og til vara Jónatani Þórmundssyni, prófessor, en þeir eru tilnefndir af Hæsta- rétti og Gunnari M. Guðmunds- syni, hrl. og til vara Vilhjálmi Jónssyni, hrl., forstjóra, til- nefndum af Samvinnutrygging- um. Tjónþoli tilnefnir svo í hverju einstöku tilfelli mann í dóminn. Reglugerð fyrir Gerð- ardóm Samvinnutrygginga fæst sérprentað og þurfa menn að kynna sér það. Með þessari nýjung leggur félagið á það áherzlu og sýnir í verki að það vill gera tjón upp á héiðarlegum grundvelli, en gerðardóminum er einmitt ætlað það hlutverk að gera tjónsuppgjörin greiðari, draga úr þeirri tortryggni, sem stund- um hefur verið grunnt á í garð tryggingafélaganna, og koma í veg fyrir kostnaðarsöm mála- ferli, sem annars yrðu e. t. v. óhjákvæmileg. □ flutning fólks til Vesturheims af þeim ástæðum. Ekki verður hér rakið efni bókarinnar, þó skal hér drepið á nokkrar greinar. Þarna er bráðskemmtileg grein, þar sem lýst er hinni ein- stæðu siglingu Jóhannesar Kjar val út Selfljót og til Borgar- fjarðar. Greinina ritar Andrés B. Björnsson í Snotrunesi. Greinina nefnir hann Sigling Gullmávsins, en því nafni nefndi Kjarval bát sinn. Benedikt Gíslason frá Hof- teigi ritar þarna grein um Omagaskipan Lofts ríka. Bene- dikt kemur þarna á óvart eins og fyrr, með því að setja þarna fram þá kenningu, að Loftur hafi verið tvígiftur, og ræður það af jarðeignum hans og fleiru. Guðmundur Eyjólfsson á Þvottá ritar . þarna grein, er hann nefnir: Þættir af tveimur prestum að Hofi í Álftafirði. Þessir þættir eru um prestana séra Þórarinn Erlendsson og Brynjólf Jónsson, síðar prest á Ólafsvöllum, sem er þekkíur og fleira hefur verið ritað um. Þá ritar Halldór Stefánssoil fyrrv. alþingismaður þarna grein, sem nefnist: Fornbýli oj; eyðibýli í Múlasýslum. Þetta er hin þarfasta heimild og' öiluni kærkomin, sem fást við aust- firzk fræði. En Halldór hefu.- sem kunnugt er ritað mest um austfirzka sögu, en lézt hinn 7, apríl sl. í hárri elli. Meira verður ekki rakið hé;.’ af efni ritsins, en það mælir með 'sér sjálft. Frágangur ritsins og prófark* arlestur er góður, þó að nokku ’ ruglingur hafi slæðzt í eina línu í leiðréttingu Rósu frá Ivross- gerði. En ekki verður hjá því kom- izt að benda á, að prentun e: ekki nógu góð á þessu hefti, Virðist það stafa af slitnu og lélegu letri, einkum því smát . Stundum sjást ekki nema hálfi: stafirnir eða þeir eru óskýrir. Múlaþing fæst á Akureyri í Bókaverzlun Jónasar Jóhanns- sonar. Eiríkur Sigurðssoii BÓNDI YTRA-HVARFI SVARFAÐARDAL Fæddur 11. apríl 1882. Dáinn 23. ágúst 1971. Breiða ristir banaskára bleika sigðin, jafnt og þétt. Einn nú hníginn ættarlaukur er úy frónskri bændastétt, og í langri ævisögu er ttú hinzta blaði flett. Vær er hvíldin vinnulúnuni, — vegamóðum, öldnum þegn. Níutíu æviára allra veðra þoldi megn. Reynir á orku, vit og vilja vanda þeini að standa gegn. Gekk hann veg sinn góðu lieilli glaður og reifur alstaðar. Lyndishlýr í leik og starfi lífsgleðina með sér bar. Hvar sem fór ’ann, hvergi dettínn hvatur 1 spori og léttur var. Aldrei mála- stóð í -stappi, studdi sættir, efldi frið, farið væri að réttum ráðum rækt og alúð lagði við. Gjörhugull og glöggsýnn var hann, góðum málum veitti lið. Vel og lengi bú sitt bætti: byggði hús og jók við tún, fagurgrænar gróðursléttur glöddu sinni, lyftu brún. Avöxt sá hann yðju sinnar undir bjartri sigurrún. Ég í mæra minning þina mjúk nú stefjaklifin geng. Vandamenn og vinir margir vænan, góðan trcga dreng. Sveitungamir einn og allir einnig taka í sama streng. Fósturbyggðin föllnum syni farsæit þakkar ævistarf þess er lengi dáðir drýgði. Dæmið taki þjóð í arf. Traustur verði tengiliður Tryggva nafn við Ytra-Hvarf. H. Z.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.