Dagur - 16.02.1972, Blaðsíða 1

Dagur - 16.02.1972, Blaðsíða 1
Dagur LV. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 1G. febrúar 1972 — 8. tölublað SÖGULEGUR ATBURÐUR Á ALÞENGI, ER ALLIR ÞINGMENN URÐU EINHUGA í LANDHELGISMÁLINU KLUKKAN fjögur í gær gerð- ist það á Alþingi, að eftirfar- andi, að tillögu utanríkismála- nefndar, var samþykkt með GO sambljóða atkvæðum að við- höfðu nafnakalli: En þá liafði verið felld breyt- ingartillaga stjórnarandstæð- inga um, að fiskveiðilögsagan nái yfir landgrunnið og miðist sem næst 400 m. jafndýptarlínu, en hvergi nær landi en 50 sjó- mílur. „Alþingi ítrekar þá grund- vallarstefnu fslendinga, að land grunn íslands og liafsvæðið yfir því sé hluti af íslenzku yfirráða svæði, og ályktar eftirfarandi: 1. Að fiskveiðilandhelgin Nýr bókavörður verði stækkuð þannig, að liún verði 50 sjómílur frá grunnlín- um allt í kriugum landið, og komi stækkunin til fram- kvæmda ekki síðar en 1. septcm ber 1972. 2. Að ríkisstjórnum Bretlands og Sambandslýðvcldisins Þýzka lands verði enn á ný gerð grein fyrir því, aö vegna lífshagsmuna þjóðarinnar og vegna breyttra aðstæðna geti samningar þeir um landhelgismálið, sem gerðir voru við þessi ríki 1961, ekki lengur átt við og séu íslending- ar ekki bundnir af ákvæðum þeirra. 3. Að haldið verði áfram sam- komulagstilraunum við ríkis- stjórnir Bretlands og Snmbands lýðveldisins Þýzkalands um þau vandamál, sem skapast vegna útfærslunnar. 4. Að unnið verði áfram í sam ráði við fiskifræðinga að ströngu eftirliti með fiskistofn- (Framhald á blaðsíðu 5) Ilalldór E. Sigurðsson landbúnaðarráðlierra ávarpar nýsett Búnaðarþing. (Tímamynd) BUNAÐARÞING var sett í Bændahöllinni í Reykjavík á mánudaginn, 14. febrúar, kl. 10 árdegis. Á þinginu eiga sæti 25 fulltrúar, kjörnir af búnaðarsam böndum einstakra landshluta. í stjórn Búnaðarfélags ís- Árni Kristjánsson liefur verið ráðinn bókavörður Amtsbóka- safnsins á Akureyri. ENN á ný, eins og undanfarin ár, munu félagar úr Lionsklúbb Akureyrar heimsækja bæjar- búa á konudaginn, n. k. sunnu- dag þann 20. febrúar, og bjóða þeim blómvendi til kaups. Blómasala þessi er snar þátt- ur í árlegri fjáröflun klúbbsins, en öllu því fé sem klúbburinn safnar er ráðstafað til líknar- og framfaramála. T ónlistar ky imingar TÓNLEIKAGESTIR eru minnt- ir á, að önnur tónlistarkynning á vegum Tónlistarfélags Akur- eyrar fer fram um næstu helgi, 19. og 20. febrúar, kl. 5 síðdegis báða dagana. Philip Jenkins leikur píanó- sónötur eftir Mozart. Tónleikarnir verða í húsa- kynnum Tónlistarskólans og verða örfáir miðar fáanlegir við innganginn. Megin viðfangsefni Iáons- klúbbs Akureyrar nú er aðstoð við Vistheimilið „Sólborg“. Þeg- ar hefir verið keypt og afhent þangað hljóðfæri. Einnig hafa klúbbfélagar lagt fram efni og vinnu til nýsmíði og uppsetn- ingar leiktækja fyrir heimilið, og verður því starfi haldið áfram. Af öðrum verkefnum, sem klúbburinn hefir unnið að eða ráðstafað fé til má nefna Hjarta vaka, (tæki til að koma af stað hjarta sem hefir stöðvazt) til Fjórðungssjúkrahússins á Akur eyri, heyrnar- og sjónprófunar- tæki til notkunar í barnaskól- um bæjarins, sjónvarpstæki á bæði elliheimilin og framlag til Orgelsjóðs Kristneshælis, auk margra annarra verkefna. lands, sem kjörin er á Búnaðar- þingi, eiga sæti Ásgeir Bjarna- son bóndi og alþingismaður í Ásgarði, og er hann stjórnarfor- maður, Hjörtur E. Þórarinsson bóndi á Tjörn og Einar Ólafsson fyrrverandi bóndi í Lækjar- hvammi. En búnaðarmálastjóri er dr. Halldór Pálsson frá Guð- laugsstöðum. Formaður B. í., Ásgeir Bjarna son, setti þingið með ræðu, og er þetta í fyrsta sinn, sem hann setur þing B. í., því að hann var kjörinn formaður í lok síðasta Búnaðarþings. Ásgeir ræddi nokkuð um ástand og horfur í landbúnaðinum og gerði síðan fróðlega grein fyrir skipulagi og starfsemi B. í. og annarra bún- aðarsamtaka í landinu og þar með leiðbeining'arstarfi ráðu- nautanna er þau hafa í þjónustu sinni. Hann ræddi eínnig um kynslóðaskiptin í sveitunum og hið mikla vandamál í sambandi við eigendaskipti á jörðum. Halldór E. Sigurðsson land- búnaðarráðherra flutti því næst ávarp til þingsins, en það er venja að landbúnaðarráðherra mæti við þingsetningu B. í. og ávarpi fulltrúa. Landbúnaðarráðherra ræddi m. a. um endurskoðun fram- leiðsluráðslaganna, sem er ný- lokið, en frumvarp til nýrra laga verður lagt fyrir Alþingi það, er nú situr, og var í vik- unni sem leið rætt á aukaþingi Stéttarsambands bænda. Einnig agmn var ræddi ráðherrann um endur- skoðun jarðræktarlaganna og búfjárræktarlaga, sem nú er unnið að, svo og laganna um landnám ríkisins. Ráðherra kvaðst vera því fylgjandi, að búnaðarháskóli yrði á Hvann- eyri og rannsóknarstarfsemi landbúnaðarins flutt þangað frá Reykjavík eftir föngum. Frú Sigríður Thorlacius, for- maður Kvenfélagasambands ís- lands, flutti ávarp og minnti á það, að B. í hefði á þriðja og fjórða tug aldarinnar stutt að því, að efld voru samtök kvenna og kvenfélagasambandið stofn- að árið 1930, en síðan um lang't skeið veitt því nokkra fjárhags- aðstoð. Þakkaði hún þetta og árnaði B. í. heilla. □ DAGUR kemur næst út á miðvikudag- innð 23. febrúar. Nýr verksmiðjustjóri Loðna og meiri loðna Um síðustu helgi var loðnuveið in orðin rúndega 120 þús. lestir, og var hvarvetna löndunarbið á Suður- og Suðvesturlandi. Gífurlegt magn af loðnu hefur gengið á miðin og er sagt, að bæði vanti veiðiskip og bræðsl- ur. Hjörtur Eiríksson. EFTIR andlát Arnþórs Þor- steinssonar verksmiðjustjóra Gefjunar, var Hjörtur Eiríksson ráðinn til að veita verksmiðju- rekstrinum forstöðu og hefur hann nú tekið við því starfi. Hjörtur Eiríksson, hinn nýi verksmiðjustjóri, er ullarfræð- ingur og hefur unnið hjá verk- smiðjunni síðustu tuttugu árin. Hann er 43 ára. Q Febrúarmót 1972. Drengjaflokkur 15—16 ára. Sigurvegari í stórsvigi var Ásgeir Sverrisson (nr. 32) og Tómas Leifsson í svigi (nr. 38). (Ljósm.: H. S.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.