Dagur - 16.02.1972, Blaðsíða 2

Dagur - 16.02.1972, Blaðsíða 2
2 Febrúarmót 1972. Stúlknaílokkur 13—15 ára. Eebrúarmót i Hlíðarfjalli SKÍÐAMENN frá Akureyri hafa í vetur sótt nokkuð til út- landa til æfinga og keppni. Fyr- ir jólin fóru Árni O'ðinsson, Haukur Jóhannsson og Þor- steinn M. Baldvinsson til Sun Valley í Bandaríkjunum og stunduðu þar vinnu, nám og skíðaæfingar. Einn þeirra, Þor- steinn, er nú kominn heim, en varð fyrir því óhappi að fót- brotna rétt eftir heimkomuna og verður því ekki með í vetur. Von er á Hauk heim í febrúar og Árna í marz. Halldór Matthíasson dvaldi fy-rir áramót um nokkurra vikna skeið í Noregi við skíða- gönguæfingar og nú eru tveir ungir menn þar í sömu erinda- gjörðum, þeir Þórólfur Jóhanns son og Baldvin Stefánsson. Um helgina fóru þrír kepp- endur héðan á Unglingameist- aramót Norðurlanda í alpagrein iim, sem haldið er í Sunne í Vármland í Svíþjóð 18.—20. þ. m. Þau eru Svandís Hauks- TAPAÐ Tapast liefur hjólkopp- ur á leiðnni Akureyri — Hauganes, merktur A-1970. Finnándi góðfúslega hringi í síma 2-18-92. Veiðitaska Sá, sem fann veiðitösku, með hjólum og fl. vin- samlegast skili henni á afgreiðslu Dags gegn mjög góðum fundar- launum. VÖRUBÍLAR. Benz 1413, 1418 og 1620, nýinnfluttir. Man, árg. ’67 og ’68, 6 og 10 hjóla bílar. Innfluttir fólks- bílar. Opel ’(i8 og ’(i9. Station og fólksbílar. r I .Mikið úrval af bílum. r í Trilla 4*4 tonna með 21 ba listcr, Simrad dýptar- maeb og spili. dóttir, Sigurjón Jakobsson og Gunnlaugur Frímannsson, og keppa þau í svigi og stórsvigi. í fyrra var þetta mót haldið hér á Akureyri. Fjórir keppendur héðan eru skráðir á Holmenkollenmótið, seem fer fram í Noregi 8.—12. marz. Þeir eru: Reynir Brynj- ólfsson og Jónas Sigurbjörnsson sem keppa í svigi og stórsvigi, og Halldór Matthíasson og Frí- mann Ásmundsson sem keppa í göngu. íþróttamaöur ársins. íþróttamaður ársins 1971 var kosinn fyrir nokkru síðán af íþróttafréttariturum blaða og útvarps. Það vakti nokkra furðu skíðaáhugamanna að nafn Árna Oðinssonar sást þar ekki á blaði. Oft hafa íþróttamenn með minni afrek komizt þar á blað, og mætti benda íþrótta- fréttariturum á eftirtalin afrek Árna á sl. ári: íslandsmeistari í svigi, íslandsmeistari í stórsvigi, íslandsmeistari í alpatvíkeppni, íslandsmeistari í flokkasvigi (einn af 4), nr. 2 í landskeppni ísland—Skotland, nr. 1 í Her- mannsmóti (Ak.) (opið punkta- mót), nr. 1 í Þorramóti (ísaf.) (opið punktamót), hefir flesta „punkta“ (útreikn. 1971) ís- lenzkra skíðamanna 1971, sigur- vegari í mörgum minni mótum. Það virðast fleiri en blaða- menn hafa gleymt skíðaíþrótt- inni. Á nýafstöðnum Olympíu- leikum átti ísland engan full- trúa, eina þjóðin sem skorazt hefir úr leik frá leikunum í Grenoble og er þetta bæði Olympíuncfnd íslands og Skíða sambandinu til liáborinnar skammar. Frambærilegir skíða- menn á Olympíuleika voru til á íslandi nú alveg eins og und- anfarið. Herniannsmótið 1972 (opið punktomót) fer fram um næstu helgi. Hefst keppni á laugardag ld. 14.30 með keppni í stórsvigi. Á sunnu dag hefst keppni í svigi kl. 13.00 og í göngu kl. 14.00. í svigi og stórsvigi er keppt í kvennaflokki og einum karla- flokki. í göngu er keppt í 17—19 ára flokki og 20 ára og eld.ri. Keppendur koma víðsvegar að af landinu. Febrúarmótið 1972 fór fram um síðustu helgi. Að venju voru skíðamenn frá Húsa vík þátttakendur í þessu móti, en það er orðinn fastur liður í starfsemi skíðaráða Akureyrar og Húsavíkur að sækja hvern annan heim ein usinni á vetri. Akureyringar fara til Húsavík- ur síðar í vetur. í stórsvigi stúlkna varð Aldís Árnadóttir hlutskörpust, en næst Sigríður Jónasdóttir. En í stórsvigi pilta Björn Víkingsson og annar Karl Frímannsson og voru þetta 11—12 ára flokk- arnir. í stórsvigi stúlkna 13—15 ára sigraði Margrét Baldvinsdóttir og næst varð Margrét Vilhelms- dóttir. f drengjaflokki 13—15 ára sigraði Benedikt Jónsson en Bjarni Sigurðsson varð annar í röðinni, báðir frá Húsavík. Ás- geir Sverrisson og Tómas Leifs- son sigruðu í stórsvigi í 15—16 ára flokki. Svandís Hauksdóttir varð sig- urvegari í stórsvigi kvenna en næst Margrét Þorvaldsdóttir. í stórsvigi karla sigraði Magn ús Ingólfsson, næstur varð Við- ar Garðarsson. Síðari keppnisdag sigraði Katrín Frímannsdóttir í svigi, telpnaflokki 11—12 ára, og Karl Frímannsson í flokki drengja á sama aldri. Margrét Baldvinsdóttir sigr- aði í svigi í 13—15 ára flokki og í sama aldursflokki pilta sigraði Bjarni Sigurðsson, Húsavík og Ásgeir Steingrímsson, einnig frá Húsavík, var ðannar. í 15—16 ára flokki pilta í svigi sigraði Tómas Leifsson en ann- ar varð Böðvar Bjarnason, Húsa vík. Margrét Þorvaldsdóttir sigr- aði í svigi kvenna og Karolína Guðmundsdóttir varð í öðru sæti. í svigi karla sigraði Björn Haraldsson, Húsavík, annar varð Reynir Brynjólfsson og þriðji Magnús Ingólfsson. □ Frá Verzlun Bernharðs Laxdal. Aukin afsláttur af mörgum vörum á útsölunni. Ný sending: Feuningarkápur og gervirússkinns- jakkar. VERZLUN BERNHÁRÐS LAXÐAL FYRIR rúmum hálfum mánuði gerði aftakabrim og norðan- veður. Þá bar það við úti á Ár- skógsströnd, að báturinn Sói- rún á Litla-Árskógssandi var færður þaðan vegna ókyrrðar í höfninni og inn á Hauganes. Þegar þangað var komið stóð svo á, að net hafði að hálfu skol- að þar út af hafnargarðinum í briminu og lenti það í skrúfu bátsins, rétt áður en lagt var að. sjómaður Maður stóð frammi í bátnum með fangalínuna. En báturinn komst ekki að hafnargarðinum, eins og ástatt var og stökk mað- urinn þá með fangalínuna utan í hafnargarðinn, náði taki á bíl- dekki, sem þar hékk og klifraði upp. Er talið, að þetta snarræði sjómannsins, Sveins frá Bratta- völlum, hafi bjargað bátnum frá strandi. □ Félag verzlunar og skrlfstofufólks Akureyri Aðalfundur félagsins 'verður laugardagnn 19. þ.m. kl. 13.30 í Sjáífstæðisbúsinu (litla sal). FUNDAREFNI: Rætt um vinnutímastyttinguna og samningana. Venjuleg aðalfundarstörf. STJÓRNIN. Fylgisf með vöruverðinu HVEITI10 lbs. kr. 123.00 pk. HVEITI5 lbs. kr. 60.30 pk. STRÁSYKUR 2 kg. kr. 48.80 pk. MOLASYKUR1 kg. kr. 28.00 pk. KJÖRBUÐIR KEA DRALONSÆNGUR DRALONKOÐDAR ULLARTEPPI DAMASK HVÍTT OG MISLITT LAKAEFNI 140 og 200 c:m. breitt. VEFNAÐARVÖRUDEILD KnaHspyrnufélag Akyreyrar Ársbátíð félagsins verður haldin í Alþýðubúsinu laugardaginn 19. febr, '72 og befst með borðbaldi kl. 19.30 (bálf átta). Sala aðgöngumiða verður föstudaginn 18. febr. frá kl. 5—8 e. h. á Afgreiðslu Póstbátsins Drangs SkipagöLu 13. Allar nánari upplýsingar veittar í síma 1-19-88. Sjá götuauglýsingar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.