Dagur - 16.02.1972, Blaðsíða 8
8
■ i SMATT & STORT
Þessi mynd er frá Húsavíkurfundinum.
Fundir um sameinin
(Ljósm.: Þ. í.)
UM síðustu helgi voru á Akur-
eyri og Húsavík haldnir fundir
um sameiningu vinstri flokk-
anna á vegum FUF, FUJ, SFV
og æskulýðsnefnd Alþýðubanda
agsins.
Fundurinn á Akureyri var
haldinn á Hótel Varðborg sl.
' augardag. Fundinn setti Ingvar
Ualdursson formaður FUF með
rítuttu ávarpi, en síðan tók
Hrognkelsaveiði liafin
fvrir Norðurlandi
J
: JROGNKELSAVEIÐIN er haf-
: n hér við Norðurland. Enn er
oað þó aðeins rauðmaginn, sem
/eiðist, því að grásleppan kem-
ur síðar upp að landinu. Fyrr-
rm sóttu menn rauðmagaveið-
ina fast en fleygðu grásleppu.
Nú er grásleppan eftirsótt, eink
um vegna hrognanna, sem er
mjög verðmæt útflutningsvara.
Bátar á Árskógsströnd fengu
allgóðan afla í þorskanet fyrir
helgina og var fiskurinn óvenju
lega stór. □
í Skákeinvísið í
•: M
! Belgrad og R-vik
| EFTIR „japl og jaml og fuð- j
| ur“ í heimi skákíþróttarinn-
i ar, er loks ákveðið, að skák- j
I einvígi þeirra Spasskys og
= Fischers fari fram í júní í
\ Belgrad og Reykjavík. Verða
= tefldar 24 skákir og nægja
\ heimsmeistaranum, Spassky,
= 12 vinningar til sigurs. Enn
| er ósamið um ýmsa þætti
| keppninnar, sem kölluð hef-
i ur verið „einvígi aldarinnar."
Hákon Hákonarson við fundar-
stjórn.
Fyrstir töluðu frummælendur
í þessari röð: Friðgeir Björns-
son lögfræðingur, Cecil Haralds
son kennari, Halldór S Magnús-
son viðskiptafræðingur og
Svéinn Kristinsson kennara-
nemi. Að framsöguræðum lokn-
um hófust frjálsar umræður, en
60—70 manns voru á fundinum.
Ræðumenn sýndu mikinn
áhuga á sameiningarmálinu og
komu fram nokkur sjónarmið.
Auk frummælenda tóku til
máls: Valdimar Jónsson, Krist-
ján Einarsson, Pétur Gunnlaugs
son, Sigurður Karlsson, Bene-
dikt Guðmundsson, Jón B.
Rögnvaldsson, Þórður Ingimars
son, Tryggvi Helgason og Ólaf-
ur Ragnar Grímsson.
F undurinn samþykkti sam-
hljóða eftirfarandi ályktun:
„Fundur um sameiningu
vinstri flokkanna á íslandi, hald
inn að Hótel Varðborg á Akur-
eyri 12. febrúar 1972, lýsir því
yfir, að hann telji algjöra þjóðar
nauðsyn að af sameiningu megi
verða á þessu kjörtímabili.
Einnig skorar fundurinn á sam-
starfsnefndir flokkanna að
vinna sem fyrst, með hliðsjón af
stefnuskrám flokkanna, að mót-
un stefnuskrár, er orðið gæti
sameiningargrundvöllur. Enn-
(Framhald á blaðsíðu 4)
SAMEINING VINSTRI
AFLANNA
Yngri menn úr röðum hinna
pólitísku flokka, nema Sjálf-
stæðisflokksins, hafa að undan-
förnu rætt möguleika á sam-
einingu vinstri aflanna í land-
inu. Nú síðast var um þetta efni
fjallað á tveim fjölsóttum fund-
um á Akureyri og Húsavík.
Þetta stórpólitíska viðfangsefni
á sér marga stuðningsmenn, en
hins vegar eru þar sýnileg mörg
torleyst atriði í vegi. Sjálfstæðis
flokkurinn hefur nærzt vel á
sundrung andstæðinganna og
óspart notfært sér það. Hitt er
ljóst, að flokk sameinaðra íhalds
andstæðinga myndi meirihluti
þjóðarinnar fylla. Sameining
vinstri aflanna í íslenzkum
stjórnmálum mun verða á dag-
skrá í nánustu framtíð.
100 MILLJÓN KRÓNA
SKATTURINN
Áfengisverzlunin á Akureyri
seldi áfengi á síðasta ári fyrir
tæpar hundrað milljónir króna.
Líklegt er, að glötuð vinna
vegna áfengisdrykkjunnar nemi
ekki minni uppliæð. Hér er
hluti þeirra sex ])ús. áfengis-
sjúklinga, sem læknar telja vera
í landinu, og flestar fjölskyldur
í bænum þekkja áfengisbölið af
eigin raun eða vita um það í
sínu næsta nágrenni. Sundrun
lieimila, misþyrming á konu og
börnum, andleg og líkamleg,
fjárskortur, heilsubrestur og
hverskonar niðurlæging verður
jafnan lilutskipti nokkurs liundr
aðshluta þeirra manna, sem
áfengis neyta. 100 milljón króna
áfengiskaupin og allt er þeim
fylgir, þætti mikill skattur, ef
menn legðu hann ekki á sig
sjálfir.
VIÐ ÞRÆLUM EN ÞEIR
SKEMMTA SÉR
Kona ein, sem vinnur í frysti-
liúsi Ú. A. á Akureyri, liringdi
til blaðsins. Sagðist hún eiga
leið úr vinnu sinni framhjá öðr-
unt vínveitingastað bæjarins og
ekki kornast hjá að taka eftir
ungu, drukknu fólki, er þar ylti
stundum út úr húsinu, fólk á
skólaaldri og í skóla. Hún sagði:
Ég læt í ljósi sár vonbrigði yfir
því, að við, sem erunt að vinna
í fiski, baki brotnu og sköpum
verðmæti til útflutnings unt leið
og við viunum okkur fyrir dag-
legu brauði, skulurn þurfa að
borga svo mikinn hluta launa
okkar sem raun ber vitni, til
fræðslumálanna og þar með að
gera þessum ungu mönnum
kleift að njóta menntunar, og
einnig að lifa þcssu óhófs- og
spillingarlífi, og það fyrir aug-
unum á manni. Við þrælunt en
þeir skemmta sér. Er þetta
hægt?
FÉLAGSRÁÐSFUNDUR
Félagsráðsfundur KEA verður
haldinn í dag. Ef að vanda læt-
ur verða þar veittar hinar fróð-
legustu upplýsingar um rekstur
kaupfélagsins. En því miður
verða fréttir af fundinum að
bíða til næsta blaðs.
Listamaður látinn
Eitt og annað frá bæjarstjórn
immmniinii
Lóðaútldutun.
Nýlega var úthlutað um 40
lóðum fyrir einbýlishús í Gerða
hverfi II og er búizt við að bygg
ing þar geti hafizt snemma
sumars.
Þá hefir verið úthlutað lóð-
um undir allmörg raðhiis, 5—10
íbúða hvert.
Nokkrar umsóknir um stærri
fjölbýlishús — blokkir — eru
enn óafgreiddar. Þá hefir Bygg
ingasjóði verkamanna verið út-
hlutað lóð við Skarðshlíð. En
eins og sagt hefir verið fraá, er
ætlunin að byggðar verði 72
íbúðir á vegum þess sjóðs á
næstu 4 árum og hefir bæjar-
stjórn ákveðið árlegt framlag til
hans úr bæjarsjóði 400 kr. á
íbúa í grunngjald (um 480 kr.
á íbúa nú með vísitölu). Hefir
bæjarstjórn farið þess á leit við
byggingarnefnd verkamanna-
bústaða að hún hraðaði öllum
undirbúningi.
Samkvæmt áætlun um þörf
íbúðabyggingar er nauðsynlegt
að árlega séu teknar í notkun
130—160 nýjar íbúðir árlega hér
í bæ.
Aðal nýbyggingarsvæðið er
nú í Gerða- og Lundahverfi hér
efst í bænum en nauðsynlegt
mun vera að jafnhliða verði
komið upp nýbyggingarsvæði í
Glerárhverfi.
Um dagheimili.
Fyrir skipulagsnefnd lá ný-
lega erindi um lóð fyrir dag-
heimili frá Indriða Úlfssyni og
Haraldi Sveinbjörnssyni, sem
falið hafði verið að skila áliti
um stað fyrir dagheimili. Nefnd
in fól Gesti Ólafssyni að gera
tillögur um staðsetningu dag-
heimilis og er það mál því enn
óafgreitt.
Að tillögu skipulagsnefndar
samþykkti bæjarstjórn eftirfar-
andi tillögur:
JON ENGILBERTS listmálari
lézt í Reykjavík á laugardaginn.
Hann var éinn af listamönnum
þjóðarinnar, víðförull maður,
einn af frumherjum grafiklist-
ar, 64 ára að aldri, er hann and-
aðist.
Rolki- sprengi- og öskudagur
Frá Kiwaniddúbbnum Kaldbak
Á UNDANFÖRNUM árum hafa
kiwanisbræður á Akureyri safn
að fé til stofnunar endurhæf-
ingarstöðvar á Akureyri. Haust-
ið 1970 tók stöðin til starfa, en
þó skortir mikið á að bar sé að
finna öll þau tæki, sem slíkri
stöð þurfa að fylgja.
Nú hafa klúbbfélagar ákveð-
ið að reyna að afla fjár til kaupa
á sérstökum bekk til lækningar
á baksjúkdómum, en slíkt tæki
er ekki til utan Stór-Reykja-
víkursvæðisins.
Þann 19. marz n. k. efnir
klúbburinn til veglegs ferða-
bingós í Sjálfstæðishúsinu.
Vinningar verða eingöngu ferða
lög, s. s. ferð til Mallorka eða
Kanaríeyja eftir eigin vali
ásamt uppihaldi, með ferðaskrif
stofunni Úrval, New York- eða
Evrópuferð með Loftleiðum, 10
ferðir Akureyri—Reykjavík—
Akureyri með Flugfélagi ís-
lands og Akureyri—Grímsey—
Akureyri með Norðurflugi.
Vænta kivvanisljræður þess
að Akureyringar og nærsveita-
menn fjölmenni í Sjálfstæðis-
húsið sunnudaginn 19. marz n.k.
og taki þátt í glæsilegasta
bingói, sem haldið hefur verið
á Akureyri til þessa.
(Fréttatilkynning)
ORSKUDAGURINN er í dag,
miðvikudag. Sprengidagurinn
var í gær og bolludagurinn í
fyrradag.
Blaðið ræddi um siði þessara
daga við Árna Björnsson þjóð-
háttarfræðing og sagðist honum
efnislega svo frá:
Heimildir af öskudeginum
svonefnda eru elztar, hvað nafn-
ið snertir. Hann er nefndur í
fornum guðsorðaritum, þeim
allra elztu, eða frá 1200 eða svo,
og heitir þá ýmist öskudagur
eða öskuóðinsdagur, því að áður
hét miðvikudagurinn óðinsdag-
ur. Þennan dag stráðu prestar í
kaþólskum sið ösku yfir höfuð
viðstaddra við guðsþjónustu,
sem -átti að minna á, að maður-
inn væri aðeins duft jarðar.
Öskudagsnefnið er til orðið
vegna þessa gamla siðar. En
öskupokasiðurinn hér á landi er
meira en hundrað ára, en hve
gamall hann er, vitum við ekki
ennþá.
Bolludagur og sprengidagur
eru leifar af gömlu kjötkveðju-
hátíðinni, en í ýmsum löndum
var mikill gleðskapur, karneval,
áður en fastan byrjaði, og dreg-
ur sprengidagurinn nafn sitt af
miklu kjötáti, síðasta dag fyrir
föstuna miklu í kaþólskum sið,
er svo stóð til páska. Bolludag-
urinn eða flengingardagurinn,
er sennilega hingað kominn frá
Danmörku og er yngri hér á
landi, en heimildir um bann sið
eru þó um hundrað ára gamlar,
sagði Árni.
Hér á Akureyri hefur lengi
tíðkazt sérstæður siður á ösku-
daginn. Þá ganga börn í hópum
um bæinn, sum mjög skraut-
klædd en önnur í hinum fárán-
legustu búningum, blása í lúðra
og syngja. Heimsækja þau gjarn
an vinnustaði og verzlanir og
þiggja með þökkum gjafir.
Stundum safna þau peningum
fyrir bágstadda og verður vel
ágengt, en stundum fá þau sæl-
gæti að sönglaunum og skipta
því þá á milli sín. Q
Haftirðla rak á land
NÝLEGA rak haftirðla á land
á Dalvík og víðar, í norðan-
veðri. En fuglar þessir verptu
fyrrum hér á landi en nú aðeins
fá pör í Grímsey.
Ekki er það nýlunda, að haf-
tirðla reki á land hér á Norður-
landi, því að það gerist oft á
vetrum og hrekur þá jafnvel
langt inn í land, og eru þá alger
lega bjargarlausir. Að þessu
sinni voru fuglar þessir mjög
horaðir og svo illa á sig komnir,
að þeir skriðu í land þótt þeim
væri sleppt á sjóinn. Hrafnarnir
réðust á þá miskunnarlaust og
drápu þá, er þeir voru komnir
í land og er það heldur óhugnan
legt.
Stundum eru þessir fuglar vel
feitir og sprækir, er þá hrekur
í land í ofviðri. Ekki vita fugla-
fræðingar skil á þessum heilsu-
misMun haftirðlanna Q