Dagur - 01.03.1972, Blaðsíða 1

Dagur - 01.03.1972, Blaðsíða 1
Dagur LV. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 1. marz 1972 — 11. tölublað Sex miSljónir boðnar í Grímsá MEÐ hverju ári, sem líður, kem ur það betur í ljós hve íslenzku laxveiðiárnar eru eftirsóttar. Tíminn segir frá því á sunnu- daginn, að tilboð í veiðiréttinn í Grímsá í Borgarfirði hafin í síð- ustu viku verið opnuð og þá komið í ljós, að hæsta tilboðið, frá Stangveiðifélaginu Grími í Reykjavík, hafi verið 6 milljón- ir króna, en tvo þau næstu hafi hljóðað upp á 4.5 millj. króna hvort. ísland er eitt af fáum lönd- um á norðurhveli jarðar, og sumir segja eina landið, sem boðið getur veiðimönnum vax- andi laxveiði í ám. Laxgengar ár eru nú meira en 300 km. lengri en þær voru fyrir nokkr- um árum, vegna nýrra fiskvega í mörgum veiðiám og auk þess er hafið verulegt eldi laxa, sem síðan er sleppt í árnar í „göngu- stærð“, þ. e. þeirri stærð, er laxa seiði hafa náð við náttúrleg skilyrði er þau ganga í sjó úr ánum. Samkvæmt fregninni um 6 millj. kr. tilboðið í Grímsá í Borgarfirði, mun það vera hæsta tilboðið, sem nokkru sinni hefur verið gert í íslenzkri laxveiðiá. □ Eftir að þetta er ritað fréttist um 7 millj. kr. tilboð í Norðurá í Borgarfirði, byggt á endursölu erlendis. □ Eyfirðingar heimta fé af fjalli ÞÓTT göngur sýnist ekki mjög erfiðar í dölum í framanverð- um Eyjafirði, og lönd minni yfir ferðar en víða annars staðar, virðast á því nokkrir erfiðleikar að ná fé til byggða á haustin. í vetur hafa útigöngukindur verið að finnast fram til þessa. Þeir Hreinn Gunnarsson á Halldórsstöðum og Jakob Thor- arensen í Hleiðargarði, bændur á bezta aldri, fóru rétt fyrir jól- in í kindaleit fram í Djúpadal og fundu þá tvö lömb frá Hleið- argarði og Saurbæ, hrút og gimbur, sem voru í góðum hold- um. Um jólin voru Akureyringar að huga að hestum sínum í Hraunárdal og fundu þeir þá mórauðan lambhrút frá Ytra- Dalsgerði, sprækan vel. Sjónvarpið komið Haganesvík 28. febrúar. Hér er logn og blíða og allt snjólaust, og una flestir vel við sitt. Hrognkelsaveiði er hafin og aflast ágætlega. En því miður eru fréttir ekki góðar af sölu grásleppuhrogna, svo að áhugi manna er ekki mikill í þeirri grein. Um mánaðamótin síðustu fengum við sjónvarpið og sitja menn við það ósleitilega, og eru ánægðir með það. Þorrablót var haldið í Ketil- ási og fór það hið bezta fram og var fjölsótt. E. Á. Aðalfundnr miðstjónar Framsóknarflokksins ADALFUNDUR miðstjórnar Framsóknarflokksins hefst í Reykjavík föstudaginn 24. marz n. k. og mun hann standa í 3 daga. Þeir aðalmenn, sem ekki geta mætt á fundinum, eru beðnir að tilkynna það flokksskrifstofunni í Reykjavík svo fljótt sem verða. má, þar sem boða þarf vara- mann í staðinn. □ f janúarmánuði fóru þeir Hreinn og Jakob á ný í fjárleit í Strjúgsárdal og fundu þá hvorki meira né minna en fjór- ar kindur, tvær ær og tvö lömb. Varð mikill eltingarleikur við kindurnar, enda voru þær stygg ar mjög og villtar, fóru í kletta og þreyttu mjög þá, er eftir leituðu. Kindurnar náðust þó allar að lokum, en aðra ána varð að taka í bönd á hamra- syllu. í janúar var farið í kindaleit frá Þormóðsstöðum í Sölvadal og fundust tveir lambhrútar. í þorralok fundust svo tvö lömb frá Tjörnum og voru þau í Hólafjalli og höfðu áður sézt í sjónauka. Reyndust þetta und- anvillingar, sem móðir þeirra drapst frá í sumar. Lömb þessi voru vel á sig komin og á þeim hornahlaup. Allt var þetta útigöngufé í sæmilegum og góðum holdum eftir atvikum. □ Fjáreigendur eru farnir að taka ull af sauðfénu á Góunni. Hér er Kári Karlsson iðnverkamað- ur á Akureyri við fjárhús sitt. (Ljósm.: E. D.) Er lankvæðing þaí sem koma skal ? Grétar Símonarson svarar því ákveðið játandi FJÖLMENNUR bændaklúbbs- fundur var haldinn á Hótel KEA á mánudagskvöldið. Þar flutti Grétar Símonarson mjólk- urbússtjóri á Selfossi framsögu- erindi um tankvæðingu og svar- aði síðan fyrirspurnum heima- manna um þau mál. Blaðið hitti Grétar að máli á mánudaginn og bað hann að segja frá reynslu Sunnlendinga um tankvæðinguna, sem svo er kölluð. Hann varð vinsamlega við þeim tilmælum og fer um- sögn hans nú hér á eftir, efnis- lega. Það sem við er átt með tank- væðingu, er það, að komið er fyrir vélkældum mjólkurgeymi í mjólkurhúsum bænda. Þangað fer mjólkin úr fjósinu og meira að segja beint úr rörmjaltakerf- inu, þar sem það er fyrir hendi. Eru mjólkurbrúsarnir þar með úr sögunni, því að mjólkurbíll- inn kemur heim á bæina og dæl ir mjólkinni úr geyminum með vélslöngu í tankbílinn. Og um leið er mjólkin vegin og sýnis- horn tekin, er síðar segja til um fitumagn og flokkun. Svæði Mjólkurbús Flóa- manna nær yfir svæðið frá Hell- isheiði og austur að Lómagnúpi. Mestu vegalengdir með mjólk til búsins er um 500 km. Árið 1965 var ákveðið að byrja á tankvæðingunni, og ár- ið 1966 voru fyrstu tankarnir settir upp, á 55 bæjum og byrj- að að flytja frá þeim mjólkina á sérstökum tankbílum. Þetta gekk vel og svokallaðir „barna- (Framhald á blaðsíðu 5) Eitt og amiað frá bæjarstjórn Garðyrkjuskóli og tækniskóli. Bæjarráð hefur látið bóka eftirfarandi frá fundi sínum 10. febrúar: Bæjarráð Akureyrar skorar á hæstvirta ríkisstjórn og Alþingi að setja á stofn garðyrkjuskóla á Akureyri, sem fyrst og fremst starfi á sviði skrúðgarðarækt- unar. Bendir bæjarráð á, að slík kennsla fór fram á Akureyri í meira en þrjá áratugi, en hefir nú legið niðri svipað tímabil. Telur bæjarráð Gróðrarstöðina á Akureyri ákjósanlegan stað fyrir starfsemi þessa. Bæjarráð Akureyrar skorar á hæstvirta ríkisstjórn og Alþingi að endurskoða frumvarp til laga um Tækniskóla íslands með til- liti til staðsetningar skólans, sbr. ályktanir bæjarstjórnar og bæjarráðs Akureyrar frá 12. nóvember 1970 og 5. nóvember 1971, svo og ályktanir Fjórðungs þings Norðlendinga frá 1969 og 1971. Verði verk- og tækni- menntun á íslandi endurskoðuð sem heild, sbr. nefndarálit um það mál frá júní 1971, fer bæjar ráð eindregið fram á við hæst- virta ríkisstjórn, að Akureyri verði gerð að miðstöð tækni- menntunar á íslandi. Bendir bæjarráð á fordæmi Norðmanna í þessu sambandi og telur þetta einhverja áhrifaríkustu aðgerð, sem völ er á, til jafnvægis byggð ar í landinu. Hörgárdalsveita. Frá vatnsveitustjórn 14. febrúar: Vatnsveitustjóri gaf yfirlit um framkvæmdir við Hörgár- dalsveitu á sl. ári. Lokið er við að leggja 1200 m. stálpípulögn frá Vaglaeyrum áleiðis til bæjarins. Þá er lokið við byggingu þriggja dæluhúsa yfir borholur og lagningu raf- magns að djúpdælum, sem kom- ið hefur verið fyrir í borholum. Utlagður kostnaður við að- veitu úr Hörgárdal um síðustu áramót var ca. kr. 13 milljónir. Vatnsveitustjórn felur vatns- veitustjóra að annast framhalds framkvæmdir við aðveitu úr Hörgárdal. 1 bréfi frá landeigendum í Kræklingahlíð dagsett í marz 1971 bjóða þeir upp á eftirfar- andi skilmála: Þeir heimila Vatnsveitu Akureyrar að fara yfir lönd þeirra með aðveitu úr Hörgárdal. Vatnsveitan leggi heimæðar að íbúðarhúsum og fjósum landeigenda og greiði þeim í reiðufé allt tjón er verð- ur á ræktuðu landi, heimreið- um og girðingum og Vatnsveit- an innheimti ekki aðveitugjöld, en bændur greiði vatnsgjald skv. gjaldskrá Vatnsveitunnar. Grétar Símonarson, Geysileg rauðmagaveiði Dalvík 29. febrúar. Fremur lítið fæst úr sjó um þessar mundir og er því vinna stopul. Björgúlf- ur er að landa 30—35 tonnum fiskjar eftir viku veiðar og Björgvin er á veiðum og mun hans afli einnig lítill. Tveir bát- ar róa með línu og' fá svona 12— 1500 kg. í róðri. Það eina sem vel veiðist um þessar mundir er rauðmaginn. Segja má, að það sé geysileg rauðmagaveiði. Oskar Jónsson flytur hann nýjan á Reykjavík- urmarkað á bílum sínum og geng'ur það vel, bæði flutningur og sala. Ofurlitlar þakskemmdir urðu í hvassviðrinu um daginn. Fólk ræður naumast við fögn uð sinn yfir veðurblíðunni, sem staðið hefur síðan á jólum með litlum undantekningum. J. H. Vantar 13 presta BISKUP íslands hefur auglýst laus til umsóknar 13 prestaköll með umsóknarfresti til 21. marz n. k. Prestaköllin eru: Hof í Vopnafirði, Seyðisfjörður, Norð fjörður, Eskifjörður, Söðulsholt, Sauðlauksdalur, Bolungarvík, Árnes, Bólstaðarhlíð, Mælifell, Staðarfell, Raufarhöfn og Breið holt í Reykjavíkurprófasts- dæmi. Aldrei fyrr hafa jafn mörg prestaköll verið auglýst

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.