Dagur - 01.03.1972, Blaðsíða 4

Dagur - 01.03.1972, Blaðsíða 4
4 II 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. Glaumbæjarþjóðfélag? ÍSLENZKT bændaþjóðfélag stóð fram á okkar öld. Á ýmsu valt um velgengnina, en sá kynstofn, sem hér nam land fyrir ellefu hundruð árum, gleymdi aldrei uppruna sínum eða arfi feðranna, hélt velli í landi sínu við nynta haf og býr við sæmileg lífs- kjör. Á ofanverðri síðustu öld var merki samvinnunnar hafið í þingeyskum sveitum og síðan hafa kaupfélög landsins átt meiri þátt í bættum liag landsmanna en nokkur önnur félags- málahreyfing. Fáum áratugum síðar festi ungmennafélagshreyfingin ræt- ur, fyrst á Norðurlandi, en síðan um land allt og undir hennar merki skipaði unga fólkið sér, steig á stokk og strengdi þess heit að vinna íslandi allt. Hugsjónir ungmennafélaganna voru margþættar en ræktun lands og lýðs var kjami þeirra. Úr röðum ung menna- og samvinnuhreyfinga komu síðar fram hinir ýmsu kunnu skör- ungar í opinberu lífi, leiðtogar á öllum sviðum þjóðlífsins. I skjóli aukinnar velmegunar og yfirgripsmikilla framfara um land allt, síðustu áratugina, hefur þriðja hreyfingin verið að skjóta upp koll- inum um land allt, einkum þó syðra. Hún átti þó ekkert nafn eða ytri tákn þangað til í vetur að skemmtihús eitt, Glaumbær í Reykjavík, varð eldi að bráð. Þá risu upp þúsundir ungmenna og skrifuðu undir áskor- anir þess efnis, að samfélagið byggði handa sér nýjan Glaumbæ. Nokkur þúsund ungmenni héldu einnig fund í Háskólabíói til að sviðsetja og fylgja eftir þessum kröfum sínum. Glaumbæjarhreyfingin var búin að hljóta nafn og vakandi starfsmenn útvarps og blaða sáu um, að þessi tímanna tákn færu ekki framhjá neinum. í fjölmörgum sveitum þessa lands, hafa ungir og gamlir, konur og karlar, unnið í sjáKboðavinnu við að steypa upp félagsheimilin og minnast þess með meiri ánægju en flestra annarra starfa. Ef Glaumbæj- arfólkið í Reykjavík hefði gefið eitt dagsverk, hvert um sig, eða peninga- upphæð sem því svarar, væri auðvelt að byggja nýjan Glaumbæ frá grunni. En hér skilur á milli ung- mennafélaga og samvinnumanna annars vegar og hinnar nýju hreyf- ingar hins vegar. Kröfur hinna fyrr- nefndu byggðust á sjálfsögun, föður- landsást og fórnarlund, en Glaum- bæjarhreyfingin er kröfugerð á hend ur samfélagsins, og hennar gætir í vaxandi mæli um land allt. (Framhald á bls. 6) TÆKNISKÓLI Á AKUREYRI Pollurinn. Pollurinn, sem Matthías kall- ar silfurbjartan og líkir við spegil, er eitt af undrum Akur- eyrar. Fyrir utan sína óviðjafn- anlegu fegurð eru möguleikar hans til hverskonar útisports, næstum takmarkalausir. Því hljóta allir skyni bornir Akur- éýringar að hafa fylgzt með því með áhyggjum, hver örlög hon- um virðast nú vera búin af hálfu ráðamanna bæjarins og landsins. Það eru semsé allar horfur á, að hann verði innan tíðar aðeins venjuleg hafnar- dokk, og að auki eins konar safngryfja fyrir saur bæjarbúa óg annan úrgang. Áætlanir hafa verið gerðar um nær samfelldan hafnargarð á Oddeyrinni, norðan Pollsins, og byrjað er á þeim framkvæmd um, þótt stöðvazt hafi um sinn vegna veikrar undirstöðu. Teiknuð hefur verið hrað- braut gegnum bæinn og höfn- ina, sem girða skal Pollinn að vestan, og verður hún sumpart byggð með nýjum uppfylling- um. Þar með verður eytt síð- ustu leifum hinnar fornu strand línu á þessu svæði. Loks hafa svo komið fram tillögur um gerð varanlegs vegar þvert yfir Leir- urnar, sunnan Pollsins, og út og upp brekkuna austan hans, í gegnum skógarsvæðið (Vaðla- reitinn). Komist þetta til fram- kvæmda, vantar ekki mikið á, að Pollurinn verði hreinlega afgirtur að hraðbrautum og bryggjum. Vantar þá ekkert nema brú af Oddeyrartanga til að fullkomna verkið. Þótt vegir og bryggjur séu vissulega mikilvæg mannvirki og nauðsynleg, eru þau hér aug- ljóslega á röngum stöðum, og er hér um að ræða hina mestu öfugþróun, sem ekki virðist taka neitt tillit til nýrra við- horfa í landnytjum og nýrra möguleika í atvinnu og leik, hvað þá að. tekið sé tillit til f egurðarsj ónarmiða. Hér virðist aðeins einblínt á það sjónarmið kaupsýslumanna bæjarins, að öll umferðin — og helzt skipaumferð líka — þurfi að ganga gegnum eða sem næst í gegnum hinn gamla miðbæjar- kjarna, þótt vitað sé að hann sé þegar sprunginn, og nýr mið- bær í myndun úti á Tanga. í stað þessarar öfugu þróunar, hefur hinn kunni garðyrkju- maður, Jón Rögnvaldsson, borið fram tillögur um fegrun á um- hverfi Pollsins, einkum á Odd- eyrinni, með tilliti til framtíðar- nytja Pollsins til útivistar og íþrótta, og uppbyggingar bæjar- ins í samræmi við legu hans og landslag. Þessum tillögum var hafnað af meirihluta bæjar- stjórnarinnar, en í þess stað haf- izt handa um byggingu bryggj- unnar, sem stöðugt sígur. (Sigið hefði einhvern tíman verið kall- að jarteikn). En þess ber líka að geta, sem vel er gert. Bæjarstjórn Akur- eyrar samþykkti á sl. ári að láta gera athuganir á mengun í Poll- inum og veitti til þess nokkurt fé. Þetta er í áttina, enda er þess að vænta, að eitthvað verði gert til að hindra áframhaldandi mengun, ef hún reynist veruleg. Eins og stendur fer nálægt helm ingur alls úrgangs frá Akureyri í Pollinn, og er hætt við að gera verði verulegar breytingar á skólplögnum, ef ekki á illa að fara. Hólmarnir og Leirurnar. Rétt við bæjardyr Akureyr- inga liggur eitthvað stærsta og fegursta óshólmasvæði landsins. Kallast hinn ytri og ógróni hluti þess almennt Leirurnar (áður mun það hafa heitið Vaðlar en við þá var sýslan áður kennd), en hinn innri hluti, sem er að mestu gróinn, kallast Hólmarn- ir. Eins og jafnan á slíkum svæð um, er hér mjög auðugt lífríki, og gróskumikið, sem bezt sést af ríkulegum vexti grasjurta og auðugu fuglalífi. Á hverju vori safnast vaðfuglarnir svo þúsund um skiptir á Leirurnar, enda er þar oftast gott til fanga þótt allt umhverfið sé annars hulið gaddi. Lífríki Leirunnar er að mestu hulið sjónum vorum, enda á kafi í sandinum, en fugl- arnir finna þar auðveldlega orma til matar. í vondum vorum er Leiran hinn mesti bjargvætt- SEINNI HLUTI ur þessum fuglum, og jafnvel í góðu tíðarfari leita fuglarnir mikið þangað, að dvelja þar meira eða minna fram að varp- tíma. Reyndar er þarna að finna fugla á flestum árstímum, eins og þeir vita bezt sem í „Fjör- unni“ búa. Hólmarnir eru einnig mikið fuglasvæði, þótt á annan hátt sé. Þeir eru varpstaðir margra fuglategunda, og voru það þó áður í enn ríkara mæli. En á síðari árum hefur gróðri víða hrakað í Hólmunum, sökum mikillar beitar og átroðnings. Þá hafa áveitur að mestu lagzt niður, en þær áttu fyrrum mik- inn þátt í að viðhalda frjósemi landsins. Allt um það er Hólma- svæðið þó mjög gróskumikið og fagurt gróðursvæði, og fuglalíf er þar auðugt á flestum árs- tímum. Eins og kunnugt er var fyrir nokkrum árum byggður flug- völlur í vestanverðu Hólma- svæðinu, og kvíslum Eyjafjarð- arárinnar jafnframt breytt. Þetta raskaði að sjálfsögðu mik- ið hinum upprunalega svip Hólmanna, en þrátt fyrir það halda fuglar áfram að verpa, svo að segja við flugbrautina, og sumar tegundir virðast jafnvel laðast að henni. Eldra mannvirki er vegurinn austur yfir Hólmana og brýrnar þrjár, sem eru furðuverk þeirra tíma. Með veginum opnaðist um ferð í Hólmana, og síðan hefur lífi þeirra stöðugt verið að hraka. Eins og áður var getið stend- ur nú til að gera nýjan veg og brýr, yfir Hólmasvæðið eða Leirurnar. Náttúruverndar- nefnd Akureyrar hefur lagzt eindregið gegn þeim hugmynd- um, að leggja veginn yfir Leir- urnar en leggur í þess stað til, að vegurinn verði færður inn fyrir Hólmasvæðið, þar sem komast má af með eina brú í stað þriggja. Þannig fengju Hólmarnir aftur þann frið, sem þeir þurfa til að jafna sig eftir átrogning undanfarinna ára, og ættu að geta orðið aftur það einstaka gósenland, sem þeir jafnan voru. Að sjálfsögðu ætti að friðlýsa Hólmana og Leirurnar alveg fyrir frekari mannvirkjagerð, og jafnvel fyrir beit, ef það reynist nauðsynlegt til að end- urskapa hið upphaflega lífkerfi. Hins vegar mætti athuga um að planta þar trjám eða runnum á vissum svæðum, einkum á ár- bökkunum, til að laða fugla meira að svæðinu. Hér er um að ræða svo einstaka möguleika til sköpunar auðugs fuglasvæð- is, rétt við þéttbýli, að slíks munu fá eða engin dæmi. Glerárdalur. Að lokum vil ég fara nokkr- um orðum um Glerárdalinn. Hann er að því leyti ólíkur nefndum svæðum, að hann er enn að mestu óspilltur af manna völdum. Því meiri ástæða er þess vegna til að vernda náttúru hans, enda er þar að finna óend anlega fjölbreytni í náttúrufari. Þar eru næstum allar bergteg- undir landsins saman komnar á einum bletti; þar eru steingerv- ingar af ýmsu tagi, jafnvel stein runnir skógar, steinrunninn mór og kísilgúr. Þar eru dæmi um flestar gerðir jökla, sem þekkjast, þar á meðal mjög merkilegir grjótjöklar. Loks er þar víða fagur og fjölbreytileg- ur gróður, og síðast en ekki sízt er þar einstök náttúrufegurð, og skíðaland, sem allir þekkja. Glerárdalur á að verða sérstakt friðland Akureyringa, eins kon- ar þjóðvangur, þar sem ekki yrði steini hróflað, nema ýtr- ustu nauðsyn bæri til. Sem fyrst þarf að afnema þá smán, að staðsetja öskuhauga bæjarins í mynni þessa fagra dals, and- spænis Skíðahótelinu. Þeir hafa verið þar nógu lengi til, að setja ævarandi blett á þetta bæjar- félag, og skapa Akureyringum óorð, sem minnzt verður að lík- indum í íslandssögu framtíðar- innar. Með því að afnema þá sem fyrst gætum við kannske fengið mildaðan dóminn. Lokaorð. Heggur sá er hlífa skyldi, má nú segja um Akureyringa. í stað þess að vernda og rækta þann aldingarð, sem þeim var gefinn af forsjóninni til búsetu, hafa þeir meitt hann og skemmt, svo hann bíður þess aldrei bætur. Með því hafa þeir ekki einungis skapað sér ævarandi hneysu, heldur valdið sér beinu heilsu- tjóni og efnahagslegum skaða. Þótt hér sé jafnan rætt um Akureyringa sem eina heild, fer LEIKHU SFERÐ UNDIRRITAÐUR var viðstadd ur frumsýningu Leikfélags M. A. á sunnudagskvöldið 27. febrúar. Um leiksýninguna ætla ég ekki að ræða hér. Þar er margt fólk búið að leggja mikla vinnu í það að gera sýninguna sem bezt úr garði. En því miður er ekki hægt að segja það sama um blessuð bæj- aryfirvöldin okkar, í sambandi við Samkomuhús Akureyrar, sem að margra dómi er að verða eitthvað það alaumasta sem leik húsgestum á íslandi er boðið uppá í dag. Nú er ekki lengur búið í húsinu og virðist liegja í augum uppi, að framan við áhorfendasalinn mætti gera fyrsta flokks aðstöðu fyrir leik- húsgesti, ef vilji væri fyrir hendi. Að vísu er eitthvað byrjað að breyta austan til í húsinu, en grunur minn er sá, að þar hafi áhugamenn verið að verki, án því fjarri að þeir séu allir seldir undir sömu sökina. Mér er það vel kunnugt, að þar finnast fleiri en þrír menn réttlátir, og nær er mér að halda, að meiri- hluti þeirra sé núverandi eyð- ingarstefnu mótfallinn. Ogæía Akureyringa liggur í því, að hafa kjörið sér fulltrúa og embættismenn, sem ekki hafa fylgzt nægilega vel með tímanum, heldur tileinkað sér viðhorf, sem ef til vill var skilj- anlegt fyrir nokkrum áratugum, en er það alls ekki lengur. Þess- ir fulltrúar þurfa að læra betur, og bæjarmenn þurfa að sjá til þess, að þeir geri það. H. H. AÐ undanförnu hafa staðið yfir æfingar hjá Leikfélagi Mennta- skólans á Akureyri á leikritinu „Minkarnir“ eftir Erling E. Hall dórsson. Leikstjóri er María Kristjánsdóttir, en hefur Ungverjinn Ivan Török gert. Tónlist við verkið hafa fjórir nemendur samið, og er hún flutt af þeim. Höfundur verksins, Erlingur E. Halldórsson, er þekktur sem leikstjóri, en eftir hann hafa birzt þrjú leikrit. „Minkarnir" komu út árið 1965 og vöktu þá mikla athygli, en hins vegar hef íhlutunar áhugalausra bæjar- yfirvalda. Þar var myrkur inni og heldur óvistlegt. Einn bæjar- fulltrúann sá ég sitja þar í myrkrinu og eðlilegt þótti mér, að hann vildi láta sem minnst á sér bera á þessum stað. Á snyrtingu karla þurfti ég að fara. En sú ferð endaði norð- an við vegg, þar sem miklu að- gengilegra var að athafna sig heldur en á svokölluðum snyrt- ingum. Þegar inn kom leizt mér ekki á blikuna, því að ég sá ekki betur en að neðri stiga- pallurinn væri að losna frá veggnum og hrynja niður. En við skulum vona að hann hangi uppi enn um sinn ásamt mörgu öðru, sem virðist vera þarna á síðasta snúningi. Er upp kom brenndi einn gat á jakkann minn, og annar missti ösku af vindli ofan í hálsmálið á skyrtunni minni, og lái ég þeim það ekki, því að þrengslin voru gífurleg. , FJÓRÐUNGSÞING Norðlend- inga, sem haldið var í Ólafsfirði dagana 9. og 10. september sl., gerði eftirfarandi samþykkt um flutning ríkisstofnana: „Fjórðungsþing Norðlendinga fagnar þeirri stefnu hæstvirtrar ríkisstjórnar, að stefnt verði að því, að ríkisstofnunum verði valinn staður úti um land meira en nú er gert. Margar ríkisstofn anir hafa engin sérstök tengsl við höfuðborgarsvæðið og allt verksvið þeirra jafnvel utan þess, en með nútíma samgöng- um og f jarskiptakerfi geta stofn anirnar verið í sambandi við miðstjórn ríkisvaldsins, hvar . sem þær væru í byggðum lands-, ins. Þiri^ið bendir á, að með því ur ekkert leikfélag ráðizt í upp- setningu þeirra fyrr en nú að L. M. Ai stígur skrefið. Meginefni leiksins: Herskipið „Pandorá“ kemur í kurteisis- sókniri verður að dvöl, sem hef- ur margvíslég áhrif. Um 30 leikendur taka þátt í sýnirigúnni; en fjöldi riemenda hefur unnið að uppsetningu hennar. Léíkritið var frumsýnt í .Samkpmiuhúsinu á Akureyri sl. sunnudagskvöld kl. 8.30, og var því vel tekið. Næstu sýning- ar í dag og á morgun. □ Ekki myndi mátuleg loftræst- ing í salnum skaða leikhúsgesti. Ég er að velta því fyrir mér hvort að engin takmörk muni vera fyrir því, sem bæjarbúar láta bjóða sér í þessum efnum. Kannski að við, eldra fólkið, ættum að taka okkur til og setj- ast í tröppur ráðhússins dag- part? Það gerðu unglingarnir á dög unum, og höfðu upp úr því 700 þús. kr. brey.íingu á Lóni (utan fjárhagsáætlungir), þar sem þau geta síðan dvalið langdvölum, og losnað við nám og amstur heimilanna. Kraftaverk kalla ég það, í bæjarfélagi, sem er svo auralaust, að það hefir ekki einu sinni efni á því að setja krók á útidyrahurðina í gamla Samkomuhúsinu, til varnar því að hún skellist á andlitið á hverjum manni sem þar gengur um. Leikhúsgestur. að staðsetja slíkar stofnanir í þéttbýliskjörnum sem víðast um landið eykst íbúafjöldi, starfsval og aðrir möguleikar viðkomandi byggðar, en jafnframt nýtist starfslið stofnanna til margvís- legra átaka í félags- og menn- ingarlífi héraðanna. Fjórðungsþing Norðlendinga bendir á, að ýmsar nágranna- þjóðir okkar, svo sem Noi'ð- menn og Svíar, hafa notað dreif ingu menntastofnana sem lið í markvissri byggðastefnu og til varnar gegn atgervisflótta úr fámennari landshlutum. í því sambandi ítrekar þingið fyrri áskoranir Fjórðungssambands Norðlendinga um, að Tækni- skóli íslands verði á Akureyri og það tekur undir ábendingar um, að væntanlegur fiskiðnskói verði reistur á ísafirði.“ í greinargerð segir m. a. svo: „Við þessa upptalningu mætti bæta við fleiru, t. d. búnaðar- háskóla á Hvanneyri, Tækni- stofnun sjávarútvegsins á Akra- nesi eða í Keflavík, Skógrækt ríkisins á Hallormsstað og Egils stöðum, svo dæmi séu tekin af því, sem heyrzt hefur á minnzt. Á fundi fjórðungsstjórnar 21. febrúar sl. var formanni Fjórð- ungssambandsins og fram- kvæmdastjóra falið að eiga við- ræður við ríkisstjórnina og al- þingismenn um þessi mál, þó einkum staðsetningu tækniskóla á Akureyri. Jafnframt var ákveðið að leita til sveitarfélaga samtaka og alþingismanna í landshlutum, þar sem er um byggðaröskun að ræða. Rökin gegn staðsetningu tækniskóla á Akureyri, fiskiðn- skóla á ísafirði og búnaðarhá- skóla á Hvanneyri eru þau sömu, sem höfð voru uppi gegn menntaskóla á Akureyri. Öllum er Ijóst, að þá var um falsrök að ræða, ákveðinna kyrrstöðuafla í mennta- og embættismannakerf inu til að verja áhrif sín og ímyndaða hagsmuni. Máske gamla vinnulagið gegn mennta- skóla á Akureyri, síðan á Laug- arvatni og úrtölurnar með (Framhald af blaðsíðu 1) sjúkdómar" voru yfirstignir, svo að bændur voru mjög ánægðir með reynsluna af þessu og var þá óhikað haldið áfram á sömu braut. í árslok 1971 voru komn- ir tankar á 565 bæi og eru þá eftir 136 bæir, miðað við svæðið vestan Mýrdalssands. En austan Mýrdalssands um 100 bæir, en mjólkurframleiðsla er þar lítil eða um 14 þús. lítra ársfram- leiðsla hjá hverjum bónda og fjarlægð mikil, og svo vantar víðast rafmagn. Mjólkurbúið hefur keypt tank ana, en bændur hafa síðan greitt helming verðsins, en hinn hlutann leggur Mjólkurbúið fram, og einnig útvegað bænd- um fé til að greiða sinn hluta. Bændur greiða svo afskrift af þeim hluta, sem Mjólkursamlag ið leggur fram, sem ég álít nú ekki rétt. í ár kosta tankarnir 143 þús- und kr., en 1968 kostuðu þeir innan við 80 þúsund krónur, hlutur bænda og Mjólkurbús samanlagt. En rétt er að geta þess, að bændur vilja stærri tanka nú en fyrir 3—4 árum. Og ennfremur er tankstærðin mið- uð við tveggja til þriggja daga mjólk. Um 18 bændur á svæð- inu hafa um 100 þús. lítra árs- framleiðslu, en algengasta tank- stærð er frá 600—1200 lítrar. Mjólkurbúið rekur nú 13 tank möguleika fyrir menntaskóla á ísafirði og ekki sizt á Egilsstöð- um skapi það djúpa tortryggni, að landsbyggðafólkið sættir sig ekki við álit þessa ágæta fólks í mennta- og embættismanna- hópi, sem andæfir hér gegn landsbyggðinni, enda er málið vafalaust oft bundið við búsetu- hagsmuni þessa hóps, sem kom- ið hefur sér fyrir á höfuðborgar- svæðinu. Mál þetta er gífurlega örlaga- rikt og viðkvæmt að sama skapi, því er nauðsynlegt, að lands- byggðafólkinu verði veitt trygg ing í verki fyrir því, með því að tekin sé ákvörðun um að flytja stofnanir út um land. Nauðsynlegt er vafalaust að taka þessi mál fyrir í heild í samvinnu milli fulltrúa frá landshlutasamtökum og ríkis- stjórninni. Megin kjarni málsins nú er sá, að það er skoðun fjórðungs- stjórnar og vafalaust forráða- manna fleiri landshlutasamtaka og sennilega meginþorra fólks í dreifbýlinu, að það ráðist á næstu misserum, hvort snúið verður við á brautinni, tekin verði upp byggðastefna í sam- ræmi við framleiðsluskilyrði og búsetuhagsmuni í byggðum landsins. Það er óþarfi að fjöl- yrða um, að staðsetning mennta stofnana, og stjórnsýslu í þétt- býlisstöðum landsbyggðarinnar er ekki þýðingarminni fyrir heildarþróunina en grundvallar- atvinnuvegimir. Öllum er ljóst, sem um byggðamál fást, að þessir aðalþættir, grundvallar- framleiðslan og þróunargrein- arnar verða að vera samofnar í byggðaþróuninni, svo að jafn- váegi náist. □ NEMENDAHÓPUR ÓLAFUR H. Kristjánsson skóla stjóri Reykjaskóla í Hrútafirði dvaldi með nemendum sínum í Skíðahótelinu í Hlíðarfjalli um helgina en heimleiðis var haldið í gær. □ bíla og fluttu þeir 67% mjólkur innar, sem búinu barst. Flutn- ingskostnaður með tankbíl varð 62 aurar á lítra, á sama tíma og það kostaði 118 aura með gamla laginu. Fjárfestingin í þessa „væð- ingu“ fram að þessu hefur kost- að 52 milljónir króna, en af því hafa framleiðendur lagt fram helming. Þetta er það sem koma skal, til dæmis hér í Eyjafirði, ekki sízt vegna þess, að hér verður byggt nýtt mjólkursamlag á næstu árum og tankvæðingin þarf að koma áður. Það getur sparað kaup á rándýrum vélum við að taka á móti mjólkinni, ef tankvæðingin verður komin áður. Munar þar um milljónir, ef ekki milljónatugi, ef húsnæð- ið er einnig reiknað með. Samkvæmt okkar reynslu syðra, er tankvæðingin mikið spor í rétta átt, og þeir, sem fyrrum voru svartsýnir á þess- ar framkvæmdir, geta naumast lofað þær nógsamlega, segir Grétar Símonarson að lokum og þakkar blaðið honum frásögn- ina, og vonar að eyfirzkir bænd ur hafi verulegt gagn af því, að heyra um þessa nýjung frá stéttarbræðrunum á Suður- landi. Fundarmenn voru 114. Fund- arstjóri var Árni Jóhannesson mjólkurfræðingur. □ Sviðsmynd úr „Minkunum“. (Ljósmyndastofa Páls) MINKARNIR LEIKRIT MENNTASKÓLANS Á AKUREYRI leikmynd • heimsókn tll íslands, én heim- - Er tankvæðing það sem koma skal Hannes J. Magnússon MINNINGARÖRÐ HANNES J. Magnússon fyrrv. skólastjóri við Barnaskóla Akur eyrar lézt í Reykjavík 18. febr. sl. eftir langvarandi veikindi og var jarðsettur þar laugardaginn 26. febrúar. Hannes var fæddur 22. marz 1899 að Torfmýri í Skagafirði. Foreldrar hans voru hjónin Magnús Hannesson og Ragn- heiður Jakobína Gísladóttir, er þar bjuggu. Hannes var einn af fyrstu nemendum Alþýðuskólans að Eiðum og lauk þaðan prófi vorið 1921. Haustið eftir settist hann í 2. bekk Kennaraskólans og tók kennarapróf vorið 1923. í; ævi- sögukafla Hannesar „Á hörðu vori“ má sjá að hugur hans stefndi til lengri samfelldi;ar skólagöngu, en af því varð ekki. Næsta vetur var Hannes kennari í Dalasýslu og síðar á Búðum í Fáskrúðsfirði til ársins 1930, en þá varð hann kennari við Barnaskóla Akureyrar. Sumarið 1937 dvldi hann er- lendis og sótti námskeið fyrir kennara á Askov í Danmörku og í Gautaborg. Hannes var settur skólastjóri við Barnaskóla Akureyrar vet- urinn 1944—1945 er Snorri Sig- fússon gegndi námsstjórastörf- um á Norðurlandi. Árið eftir varð Hannes yfirkennari og gegndi því starfi þar til hann tók við skólastjórn haustið 1947. Hannes vann mikið að félágs- málum Góðtemplara, var t. d. gæzlumaður barnastúkna yfir 20 ár og einnig var hann um skeið stórgæzlumaður unglinga- starfs. Hann var einn af stofn- endum Barnaverndarfélags Ak- ureyrar og í stjórn þess meðan hann dvaldi hér. Einnig var hann lengi í stjórn Skógræktar- félags Akureyrar. Ritstörf Hannesar voru all mikil. Hann stofnaði barnablað- ið Vorið og gaf það út, fyrst einn en síðan með Eiríki Sig- urðssyni. Hann ritstýrði um ára tugi tímaritinu Heimili og skóla, sem Kennarafélag Eyjafjarðar gefur út og ritaði í það fjölda merkra greina um skóla og upp- eldismál auk þess sem hann þýddi mikið um þau efni. Auk þess ritaði hann æviminningai' sínar, sem út komu í þrem binci um. Hannes frumsamdi tíu barnabækur og þýddi nokkrar, Einnig tók hann saman fræðslu rit um bindindismál. Hannes var giftur Sólveigu Einarsdóttur, ættaðri frá Seyðis firði. Þau áttu fimm börn, en misstu eitt þeirra á unga aldri. Þegar Hannes lét af störfun. voru öll börn hans búsett utar.. Akureyrar og skömmu síða fluttu þau hjónin til Reykja- víkur. Hannes lét af skólastjóm haustið 1965 en hafði þá verif forfallaður eitt ár sökum veik ■ inda. Störf Hannesar fyrir Bamc - skóla Akureyrar og þetta bæjai1 félag voru mikil og heilladrjúg, enda unnin af köllun kennar ■ ans og uppalandans, sem leitaði fyrst og fremst að gullkornun- um í sálum barnanna, sem vori. nemendur hans. Við, sem unr, ■ um með Hannesi eigum honun. miklar þakkir að gjalda og eig- um um hann minningu, sem ekki fyrnist. Tryggvi Þorsteinsson. Helga Sigríður Jónsdóltir Grímsstöðum KVEÐJA FRÁ JÓNI ÁGÚST Mér finnst ég liafi misst svo undur mikið sú minning getur ekki fró mér vikið. Ég kveð þig arnrna, hjartans þökk sé þér þú varst ætíð glöð að sinna mér. Ég lék mér oft á lóðinni hjá trjánum þú leiddir mig að blómum lífs og dánum. Hminn frá þér ætíð þá ég fann með uppfræðslu um guð og kærleikann. Ég vil svo gjaruan verða góður drengur á vorsins akri starfá eins og gengur. Þú fyrirgafst öll bernskubrekin mín ég bar svo ótakmarkað traust til þín. Vertu sæl og þúsund þakkir mínar, þakka vil ég allar gjafir þínar. Ég bið þann guð er gaf mér liðin jól að geyma þig og veita yl og skjól. Láttu drottinn Ijóssins engla þína leiða og styðja hana ömmu mína. Elsku amma sofðu sætt og rótt svo að lokum hjartans góða nótt. Gili, 27. janúar 1972. Halldór Jónsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.