Dagur - 01.03.1972, Blaðsíða 2

Dagur - 01.03.1972, Blaðsíða 2
2 í VOR upplýsti hrossarroktar- ráðunauturinn Þorkcll Bjarna- son, að á síðustu hundrað ár- um hefðu verið flutt út 150 þús. íslenzk hross, en erlendis væru nú um 10 þúsund. Hross hér á landi eru nú um 35 þúsund. Fyrrum voru mörg útfluttu hrossin notuð í erlendum kola- námum, sem dráttardýr. Nú hafa vélar tekið við því hlut- verki en íslenzku hrossin notuð erlendis til reiðar, til að draga 'iéttvagna, þau eru einnig eins- konar leikföng barna og ungl- inga og leigð gestum á vegum hótela. Undanfarin ár hafa skip og ílugvélar sótt hundruð hrossa, oft að vetrarlagi, og flutt til annarra landa. Þetta er stóð á ýmsum aldri, misjafnlega þrosk að, oft fremur illa útlítandi t. d. síðari hluta vetrar eða snemma vors, villtar skepnur, hvorki ihús- eða bandvanar. En verðið er líka lágt og í raun og veru miðað við sláturverð á haust- markaði. Þetta er óviðunandi. En auk þess eru svo einnig flutt út tamin hross, jafnvel gæðingar á mælikvarða ís- lenzkra hestamanna. Þau hross, sem þá eru húsvön og venju- lega alin, eru allt aðrar skepnur í sjón og raun. Um það hefur verið deilt, hvort flytja ætti út óvalin og ótamin hross úr stóði, eða að- eins tamin hross, er uppfylltu vissar kröfur hinna ýmsu kaup enda. Auðvitað eru tömdu hrossin dýrari, enda mikill kostnaður við fóðrun og tamningu. Enn- í'remur gengur margt af hross- um úr, við tamningu, letingjar, klækjaklárar, taugaveiklaðir hestar eða á annan hátt þannig gerð hross, að þau geta ekki uppfyllt lágmarkskröfur. Svo aftur sé vitnað í orð Þor- kels Bjarnasonar, kostar 4 ára hross, en þá eru þau komin á íamningaraldurinn, 25 þús. kr. .Prír mánuðir á tamningarstöð kosta 15 þús. kr. Er þá hrossið, .pannig á vegi statt, komið í 40 pús. kr. Sé slíkt dæmi tekið af irossahóp, reynast einhver hrossin óhæf og hrapa niður í sláturverð, en hin hækka sem jpví nemur. Og þetta er nú að- eins framleiðsluverð. Hagnaður :;ramleiðenda gæti þá legið í því, að selja hross við hærra verði en hér er að vikið eða ala upp hrossin með minni tilkostn- aði, en hér er reiknað með. Lítill vafi er á því, að ef út vaeru fluttir góðhestar einir, eða vel tamin hross, eftir kröf- um kaupenda, og vel þroskuð ung hross, fengist hátt verð fyr- :ir þau, og lélegu hrossin, sem uú eru flutt út í stórum stíl, spilltu ekki markaðinum eða áliti útlendinga á íslenzka hest- inum. íslendingar geta tamið öll þau hross, sem út eru flutt ef sú stefna væri upp tekin. Og með þessari stefnu vrði að sjálfsögðu reynt með kynbót- um að fá fram þá helztu kosti, er eftirsóttir væru erlendis. Um það er í þessum umræð- um einnig deilt, hvort selja eigi úr landi graðhesta og fylfullar merar. Með því móti er útlend- ingum gert kleift að rækta ís- leíizka hesta að sinni vild. Þar geta komið fram skæðir keppi- nautar, af því að þar yrði ís- lenzki hesturinn e. t. v. rækt- aður af meiri áhuga og þekk- ingu en hér heima, og skal ekki frekar farið út í þá sálma hér. Hinn „frjálsi“ útflutningur skap ar auðvitað þessa hættu, ef svo má segja. En hættan er í því fólgin að innlendir framleiðend ur haldi áfram að flytja út mis- jafnt og verðlítið hráefni, þ. e. ótamin hross. Á það hefur verið bent, að íslenzku hrossin breytist að eðli eftir fáa ættliði á erlendri grund. Þetta er auðvitað ekki byggt á neinni erfðafræði og því út í loftið. Þar liggur að baki óskhyggjan ein, en þar við bætist sennilega sú vitneskja, að á góðum hrossabúum ytra, er vaxtartími unghrossanna miklu lengri á ári hverju, en tíðkast hér á landi. Hrossin eru & því færri ár að taka út fullan vöxt og ná sennilega einnig meiri vexti, þar sem vaxtartím- inn er samfelldur allt árið, en stöðvast hér á landi að mestu nokkra mánuði ár hvert á úti- ganginum, þar sem hross bjarga sér sjálf að mestu eða öllu leyti. íslenzku hrossin hafa lifað í landinu óblönduð af erlendum hrossakynjum og þau eru merkilegur og dýrmætur stofn, vegna sjaldgæfra kosta og sér- kenna. Sem útflutningsvara geta þau skapað gjaldeyri, og innanlands geta þau í framtíð- inni þjónað fjölþættara verk- efni, sem gleðigjafi, en liingað til. TAMNING reiðhesta hefur aldrei fallið í neinar fastar skorður hér á landi og engar reglur hafa um það skapazt hvaða kostum fulltaminn reið- hestur á að Vera búinn eða eðli- legt sé, að krefjast megi af hon- um. Margir hestaunnendur sjá gæðingsefni í hverju folaldi og víst eru gæðingsefnin mörg. En í hinum lítt ræktaða hrossa- stofni okkar, veit enginn fyrir- fram hvaða eiginleikum nýfætt folald er gætt. Þetta er auðvitað „spennandi“ eins og allt, sem óþekkt er, en sýnir um leið, hve langt við eigum í land í rækt- un, og ennfremur, hve miklir möguleikar eru enn ónotaðir í stofninum. En ýmsa þá eigin- leika, sem stofninn býr yfir, er tiltölulega auðvelt að rækta, þegar sá dagur rennur upp, að menn vita og ákveða hvað þeir vilja í því efni. Það er auðvelt að stækka hrossin töluvert, fá hreina brokkara eða skeiðhesta, ákveðinn lit, fjör eða glaðan vilja, og viss einkenni í líkams- byggingu, svo fátt sé nefnt af mörgu. Um hina andlegu hæfi- leika hestanna er mönnum meiri vandi á höndum í kyn- bótastarfinu, enda er kynbóta- starf allt hin flóknasta vísinda- grein, og þar verður að stefna að einhverju ákveðnu marki, annars rennur sú viðleitni út í sandinn. Ef við viljum eignast reiðhestastofn, handa sjálfum okkur til skemmtunar, gerum við okkur hugmynd um, hvern- ig þeir hestar eigi að vera. Allir hestamenn eiga sinn drauma- hest, þ. e. hinn fullkomna gæð- ing. Sá hestur er að vísu ekki til, en hann er það mark, sem stefna ber að í kynbótum, með góðu uppeldi og tamningu. Aldrei hefur sá, sem þessar línur ritað, heyrt neinar sam- hljóða reglur tamningamanna um tamningu hestanna. Góðir tamningamenn eru að sínu leyti eins og gæðingarnir, gæddir þeirri guðsgjöf sem gerir gæð- inginn frábrugðinn bikkjunni og hestamanninn frábrugðinn öðrum mönnum. Báðir þurfa meðfædda og áunna hæfileika til að skara framúr. En erlendir kaupendur eiga líka sína draumahesta frá ís- landi og þeir munu vera öðru- vísi á ýmsan veg en okkar. Verður að miða ræktun og tamningu í samræmi við hann ef útflutningur hrossa á að verða arðvænlegur í framtíð- inni. Síðari hluta vetrar eru tamn- ingastöðvar í gangi á nokkrum stöðum á landinu, þar sem ung- um og verðandi gæðingum eru kennd hin fyrstu fræði. En að sjálfsögðu þarf einnig að kenna hestamönnum að nota og njóta hesta og er vandséð hvort veiga meira er eða nauðsynlegra. Helzt þarf þetta að fara saman til að koma í veg fyrir algeng vonbrigði í hestamennskunni, og hin tíðu „slys“, þegar hest- efni eru eyðilögð af klaufaskap og vankunnáttu. Fyrir nokkrum dögum sagði hestamaður mér sögu af því vestan úr Skagafirði, að er hann var þar, ungur maður, hefði hann tvisvar tamið hross á þann veg, er margir vilja forð ast. Skal nú sagt frá því, hvern- ið þetta bar að í annað skiptið. Hann og húsbóndi hans voru staddir í hestarétt, þar sem ver ið var m. a. að klippa tagl og fax stóðhrossa. Er því verki var lokið, sagði húsbóndinn og benti í eitt réttarhornið: Taktu svo þessa skjóttu og farðu á henni heim. Þessi skjóta hryssa hafði aldrei í hús komið, var falleg, en mjög stygg. Og ég sveif á hana á stundinni og kom upp í hana beizlinu. Það urðu miklar stimpingar. Svo var öllu hleypt út og brá ég mér þá á bak og barst með straumnum á þeirri skjóttu. Er út kom byrjaði darradans- inn. Merin ýmist prjónaði eða stakk sér, en ég tolldi á baki. Stóðið var rekið og það gerðu raunar aðrir, en ég þvældist með á Skjónu, en fór svo með hana heim. Eftir hálfan mánuð var þessi villta hryssa orðin þæg við mig og ég fór allra minna ferða á henni einni. Hún var hlýðin, hætti öllum hrekkj- um eftir fyrstu lotuna og brátt kom í ljós, að hún hafði fjöl- hæfan gang og góðan vilja. Það leið ekki á löngu áður en „hrossakóngur11 úr Reykjavík sá hana og keypti fyrir hátt verð, mælti sögumaður. En svo bætti hann við: En það fékkst aldrei úr því skorið, hvernig þessi skjótta hryssa hefði orðið með eldi, hófsamlegri meðferð og góðri tamningu. Hestar eru mjög viðkvæmir á taugum og hræðslugjarnir. Þeir geta, við smávægilega atburði fælst og orðið algerlega viti sínu fjær. í húsi eru þeir oft viðkvæmir í umgengni, eins og þá kitli ef nærri þeim er komið. Ágerist þetta stundum og þarf eigandinn eða sá, sem um húsið gengur, að vera ró- legur og ákveðinn til að vekja traust hestsins. Sumir hafa það til marks, að þá fyrst treysti hesturinn eiganda sínum, ef hann alveg mótþróalaust lyftir fæti til járningar, þegar eftir því er leitað. En þetta gamal- kunna sléttudýr, sem allir tamdir hestar eru út af komnir, höfðu það ráð eitt á hættunnar stund, að láta fætur forða sér, og enn í dag er þeim svo annt um fætur sína, að þá má eng- inn snerta nema trúnaður hafi myndazt milli manns og hests. Skrifaðar hafa verið bækur um tamningu og aðra meðferð hesta, og af vönum tamninga- mönnum geta hinir yngri lært. En vegna þess hve hestarnir eru hver öðrum ólíkari að skap gerð, vitsmunum og öðrum eiginleikum, getur sú aðferð, sem einum hesti hentar, verið óhæf fyrir annan. En öllum hestum er það sameiginlegt á meðan þeir eru ungir, að geta tekið ótrúlegum framförum í hreysti og léttleika með réttri fóðrun og notkun. Áður sagði frá tamningu „með áhlaupi". En annar reynd ur hestamaður sagði mér einu sinni, að sér reyndist bezt að teyma ungviðin sem allra mest, reka þau langar leiðir í hrossa- hópi og láta þau öðru hverju bera léttar töskur. Ef maður flýtir sér ekki, er hesturinn oft nærri fulltaminn þegar loks er farið á bak. Hesta-Bjarni ferð- aðist daga og nætur með tamn- igahesta sína og lét sér sjaldan liggja á. Þegar hesturinn er orð inn hlýðinn og er hættur að óttast manninn, er kominn tími til þess að ná fram æskilegum höfuðburði og þeim gangi, sem menn sækjast eftir og hestur- inn er fær um að veita. Jafn- hliða vex flýtir og þol. Algeng- ustu mistök í tamningu eru þau, að of fljótt og of mikils er krafist af hestinum. Og of oft er hræðsla og óþægð talið fjör. Nýlega dvöldu tveir þýzkir feðgar í Reykjavík og héldu námskeið með tvíþættu hlut- verki. Þar voru hestar tamdir við sérstæðar aðstæður, þ. e. í 20x40 metra gerði, en það er einn þáttur alþjóðlegrar venju við tamningar. Feðgarnir settu það eina skilyrði áður en þeir hófu starf, að þessi aðstaða yrði fyrir hendi og var svo gert. Á þessu litla svæði voru hestarnir vandir á að hlýða bendingum og vissum fótahreyfingum knapans, í stað þess að nota „taumatog" eingöngu. Virtust hestar og knapar kunna þessu vel og margir hestamenn vitn- uðu um það á eftir, að þennan þátt hefði ávallt vantað í upp- hafi tamningar. Þá voru hestar látnir æfa sig í því að stökkva yfir hindranir og knöpum kennd áseta í þeirri íþrótt. Vera má, að koma hinna þýzku feðga verði upphaf að því, að nokkur undirstöðuatriði í tamningu hesta verði almennt viður- kennd og upp tekin. Er þess þá að vænta, að innan tíðar sjáist þess merki. — Sumarið 1971. E. D. Þrír hvítir gæðingar frá Akureyri, Stígandi, Giampi og Skagi, ásanit þeim fjórða, dökkum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.