Dagur - 01.03.1972, Blaðsíða 8

Dagur - 01.03.1972, Blaðsíða 8
SMÁTT & STÓRT Menningar og fræðslusamband alþýðu hélt fyrsta nómskeið sitt á Akureyri. (Ljósmyndastofa Páls) lenningar og fræðslusamband alþýSu fiélt námskeið á Akureyri um s. 1. lielgi vIENNINGAR og fræðslusam- oand alþýðu, sem er fræðslu- stofnun Alþýðusambandsins neð nýráðinn fræðslustjóra, 3aldur Oskarsson, hélt nám- skeið á Akureyri, í félagi við Alþýðusamband Norðurlands, :iú um helgina og stóð það í arjá daga. Það fjallaði um sjóði jg tryggingai' og er fyrsta nám- skeiðið utan Reykjavíkur hjá ::ræðslustofnun ASÍ. Námskeiðið sóttu rúmlega 30 nanns frá 12 verkalýðsfélögum á Norðurlandi, allt frá Þórshöfn til Hofsóss. Hófst námskeiðið á : östudagskvöldið kl. 8 í félags- íeimili Einingar við Þingvalla- stræti. Þá flutti Sigurður Ingi- nundarson forstjóri Tryggingar stofnunar ríkisins erindi um Almannatryggingar og síðan urðu umræður og fyrirspurnir um erindið. Á laugardaginn var fjallað 'jm lífeyrissjóði og þar kom ::ram Guðjón Hansen trygginga iræðingur og Jón Kr. Sigurjóns von framkvæmdastjóri Lífeyris- sjóðs byggingarmanna. Að lokn Jarðskjálfti FRÉTTARITARI Dags á Húsa- 'ík sagði, að sumir hefðu fund- :ð örlítinn jarðskjálftakipp á sunnudagsmorguninn, en það hefði verið ómerkilegur jarð- skjálfti og ekki í frásögur fær- andi. □. um þeirra erindum störfuðu umræðuhópar er báru fram fyrirspurnir til framsögumanna og síðan urðu almennar um- ræður. Á sunnudaginn var svo fjallað um atvinnuleysistryggingar og gerði það Björn Jónsson forseti Alþýðusambandsins og um ýmsa styrktarsjóði verkalýðs- félaga gerði Þorsteinn Jónatans son, starfsmaður verkalýðsfélag anna, grein fyrir. Og á sama hátt og áður var starfað í um- ræðuhópum og rætt um erindin á eftir. Geta má þess, að bæjarstjórn bauö námskeiðsfólki til kvöld- verðar á laugardaginn, sem þátt takendur voru mjög þakklátir fyrir. Þetta fyrsta námskeið Menn- ingar og fræðslusambands al- þýðu þótti takast ágætlega, svo að líklegt er, að það verði hvatn ing til meiri starfa víða um land. □ UTIVIST BARNA Um útivist barna í kaupstöðum og kauptúnum eru í gildi ákveðnar reglur, sem borgurum ber að virða. Er þar m. a. við það miðað, að börn séu ekki, nema í fylgd með fullorðnum, úti á síðkvöldum. Barnaverndar nefnd, lögregla, en fyrst og fremst foreldrar, eiga að sjá um, að þessum reglum sé fylgt. For- eldrar þurfa að vera samtaka í þessum þætti uppeldis og lög- hlýðni og þar má enginn skerast úr leik. Ymsir hafa bent á götur í bænum, fullar af börnum á síðkvöldum, en einnig á aðrar götur, þar sem íbúarnir virðast löghlýðnari og hafa meiri reglu á lilutunum. Full þörf virðist vera á því, að fólk athugi þessi mál, með úrbætur í liuga. NÝ OG STERK AHRIF Það hlaut að koina að því fyrr eða síðar, að íslenzkir bændur færu að líta á landeignir sínar öðrum og hýrari augum en fyrr. Erlend áhrif frá þéttbýlum þjóð löndum, þar sem menn berjast við að ná andanum í menguöu andrúmslofti og sjá dýralíf í sjó og fersku vatni eyðast af eiturefnum verksmiðja og of- notkunar kemiskra efna í mörg- um myndum, opna augu manna um allan heim fyrir dásemdum ósnortinnar eða lítt spilltrar náttúru, hreinu lofti, heilnæmu vatni og heilbrigðu jurta- og dýralífi. Þessi erlendu áhrif eru ný og Stálskipasmíðar á Akureyri KUNNIR skipasmiðir hafa lengi verið á Akureyri og við Eyja- fjörð. En þróunin hefur orðið sú, að í stað tréskipanna, sem fyrrum voru eingöngu smíðuð, komu stálskipin til sögunnar og eru þau nú ráðandi í fiskiskipa- flota landsmanna. Stálskipasmíðin er með yngstu iðngreinum hér á landi, og þegar Dagur á Akureyri hóf máls á þessum möguleika og leitaði álits skipasmiða og járn- iðnaðarmanna, færðu þeir sterk rök fyrir því, að iðnaðarmenn á Akureyri væru þeim vanda vaxnir að smíða stálskip, og svo hefur reynzt. Duglegir menn og bjartsýnir kunnáttumenn svo og ráða- menn bæjarins þokuðu málinu áleiðis og upp reis stálskipa- smíðastöð, með átaki margra aðila og fyrirgreiðslu hins opin- bera. KEA hafði um árabil rek- ið Slippstöðina og tók nú þátt í þessari uppbyggingu nýrrar iðn greinar. Og stálskipasmíðastöð- in heitir Slippstöðin h.f. og er rétt hjá nýlegri og mjög full- kominni dráttarbraut, sem rek- in er af sama fyrirtæki. Skapti Áskelsson stjórnaði stálskipasmíðunum fyrstu árin, en síðan Gunnar Ragnars. Stjórnarformaður Slippstöðvar- innar er Stefán Reykjalín. Slippstöðin á Akureyri er nú fullkomnasta skipasmíðastöð landsins, að því er fróðir menn telja og að öðrum ólöstuðum. Ekki hefur hún farið varhluta af erfiðleikum í rekstrinum, en staðreynd er það, að hún hefur skilað góðum skipum í hendur sjómanna, og hún greiddi starfs mönnum sínum 70 milljónir ill króna í vinnulaun á síðasta ári. Þar starfa nú rúmlega 200 manns og vantar þó löngum járniðnaðarmenn. Fiskiskipið Sigurbjörg, Ólafs- firði, var smíðað 1966 og er 278 brúttótonn. Eigandi Magnús Gamalíelsson. Næsta skipið er Eldborg, 415 brúttótonn, afhent 1967. Eigandi er Eldborg h.f., Hafnarfirði. Hekla, strandferðaskip Skipa útgerðar ríkisins, 708 brúttó- tonn, afhent 1970. Esja, afhent Skipaútgerð ríkis ins árið 1971, og er skipið 710 brúttótonn. Arinbjörn, 149 brúttótonna fiskibátur, smíðaður 1971, fyrir Sæfinn h.f:, Reykjavík. (Framhald á blaðsíðu 7) reöfla í eltinsfaleik hjá Bandagerði en síðan upp hjá Kollugerði og þann hring, síðan yfir vestustu Glerárbrú og í bæinn. Leizt þá lögreglunni ekki á, að maðurinn æki niður í bæinn, og þrengdi nú mjög að, svo að bílarnir lentu saman oft- ar en einu sinni og lenti þá bíll flóttamanns út af veginum. Komst hann þó af stað á ný, þar sem lögreglumennirnir álitu að eltingarleik væri lokið og stigu út úr bíl sínum til að mæla mann þann máli, er svo lengi þrjóskaíSist við að sinna stöðv- unarmerkjum lögreglunnar. Komst flóttamaðurinn í bæinn og yfirgaf þar bíl sinn og faldi sig. í dag er maðurinn viðmæl- andi og ó leið til yfirheyrslu. Þetta er utanbæjarmaður í trún aðarstöðu, grunaður um ölvun við akstur. □ LÖGREGLAN í gær: í nótt fóru menn af stað í lögreglu- bifreið til að huga að manni einum, er þeim sýndist aka bíl sínum á þann veg á Glerárgötu, að athugunar þyrfti með. Hófst litlu siðar eltingarleikur, því að maðurinn ók norður úr bænum, og lögreglubíllinn á eftir. Við Lónsbrú hafði lögreglan náð hin um grunsamlega bíl og gaf nú ökumanni öll þau stöðvunar- merki, er til eru á lögreglu- bílnum, en án árangurs, og ók maðurinn sem hraðast norður Kræklingahlíðina, slangraði milli vegarkanta til að lögreglu- bíllinn kæmist ekki framfyrir. Ekið var nú allt til Hörgárbrú- ar, þar sveigt til hægri og ekið allt að Gæsum og svo á aðalveg- inn á ný, hjá samkomuhúsi Glæsibæjarhrepps, síðan inn í Glerárhverfi, efri veginn, inn sterk, og þau liafa þegar breytt viðhorfi manna til umhverfisins og hinna ýmsu verðmæta lífsins. AREKSTRAR Yfirvöld í okkar Iandi og ýmsar greinar þeirra, hafa lítt þurft á því að halda og lcita álits land- eigenda við gerð mannvirkja. Má þar til nefna töku vatns og jarðvegs. Bæjarfélög hafa tekið uppsprettulindir nágranna- bænda ófrjálsri hendi, vegagerð armenn ryðjast um ræktarlönd bænda, slítandi girðingar eins og götustrákar, stelandi heilum malarnámum og skiljandi eftir sig helsærða jörð á stórum svæð um, er þeir búa til vegi. Og það er jafnvel ráðist í virkjanir fyrir lieilar byggðir og bæi, án þess fyrst að afla sér nægra réttinda til þeirra framkvæmda. Nú hafa þessi mál öll leitt til mikilla árekstra. Bændur hafa vaknað og sjá land sitt í nýju ljósi. STRIPLINGAR Góð fóðrún sauðfjár gerir kleift að rýja það á Góunni. f sumum sveitum er vetrarrúningur orð- inn fastur Iiður, og þykir m. a. nokkurs um það vert, að þurfa ekki að smala til rúnings. Anum virðist líða miklu betur í húsi rúnum en órúnum, en trúlega þola þær vorhretin verr, og hafa ýmsir bændur óttazt þau meira en svo, að þeir vilji á það hætta, að taka upp hinn nýja sið. Sum- ir kalla vétrarrúið fé striplinga og má það til sanns vegar færa. En sú nafngift á jafnt við aðra rúningstíma. AN VERÐUPPBÓTA Það þykja tíðindi að vara skuli seld úr landi án verðuppbóta. Um 600 hróss voru seld erlend- um kaupendum á síðasta ári, án uppbóta, og fengu bændur um 40 þús kr. fyrir hvert, að jafn- aði. Það þykir of lágt verð, þyrfti að vera a. m. k. þriðjungi hærra og mætti þá líka vanda vöruna meira en gert hefur verið. v KOSNINGABRELLA Þá er nú lokið heimsókn Nixons til Kína, og segja andstæðingar Bandaríkjaforseta, að för Nix- ons sé mesta kosningabrella aldarinnar og mátti það ekki minna vera. En Nixon sagði að heimsókn Iokinni, að þetta væri vikan sem breytti heiminum og var það hraustlega niælt. Lokið ér miklu skákmóti í Reykjavík, er lauk með sigri þriggja stórmeistara, en af þeim var þó Friðrik Ólafsson stiga1- hæstur. Margir menn hafa veikzt af sinnepsgaseitrun á Akranesi. En þar kom í Sementsverksmiðj una sinnepsgassprengja með skeljasandi úr Faxaflóa. Sagt er, að hér sé um að ræða sprengi- kúlu frá 1942, kunnugt dráps- vopn, notað á skriðdrekum. 1I|ÍÍ j ' | STRENGJASVEIT %}; ffWk y. ' Síðasti fiskibóturinn, Heimaey, (Ljósm.: E. D.) STRENGJASVEIT frá Tónlistar skólanum í Reykjavík, undir stjórn Ingvars Jónassonar fiðlu- leikara, lék hér á Akureyri kl. 5 á laugardaginn. Hér var um að ræða tíu stúlkur, sem léku á fiðlur, víolur og selló, og sjö af þeim léku einleik. Síðan fór strengjasveitin til Húsavíkur og lék þar. Strengjasveit þessi er öllum til sóma, bæði stjórnanda, sem lagt hefur mikla alúð við þessi verk, og einnig stúlkunum. Það eina, sem skyggði á ánægjuna, var of léleg aðsókn Akureyr- inga. Hafi strengjasveitin þökk fyr- ir komuna. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.